24.1.2011 | 19:09
Er lausn á skuldavanda ríkja á Evrusvæði í augsýn?
Í dag eiga sér stað innan ESB miklar og heitar umræður um vanda aðildarríkja Evrusvæðisins. Ein af þeim hugmyndum sem eru svífandi yfir, er hugmynd Klaus Regling, að björgunarsjóður ESB styðji ríki í vanda við það að endurfjármagna eigin skuldir.
EU eyes bond buy-back for periphery :"European leaders are considering a plan to allow the eurozones 440bn bail-out fund to lend money to struggling peripheral countries so they could buy back their own distressed bonds."
Plan Would Place Burden for Euro Rescue on Creditors :"Nine months and two bailouts later, doubts are growing over whether these measures will actually suffice to prop up the ailing euro...After Greece and Ireland, Portugal and Spain are now looking shaky...It almost looks as if the rescue mechanism is intensifying the crisis rather than eliminating it."
Skýringamynd til hægri sýnir vel hvernig hugmyndin á að virka, en grískar skuldir ganga kaupum og sölum í dag á frjálsum markaði, gegn 30% afföllum.
- Seðlabanki Grikklands, kemur þá fram með tilboð að kaupa til baka eigin bréf á 20% afföllum.
- Fjárfestar ráða því sjálfir hvort þeir ganga að þessu.
- Björgunarsjóður ESB, lánar Grikkjum fyrir þessum kaupum.
Þessi hugmynd hefur nokkra veikleika:
- Ekki er augljóst að þetta tilboð sé nægilega aðlaðandi, þannig að eigendur hás hlutfalls skulda grikklands taki því.
- Margir geta ákveðið að bíða, veðjandi á að betra tilboð komi seinna.
- Að auki, getur verið að ímsir kjósi að bíða, í von um að þegar bréfin falla á gjalddaga, þá verði þau greidd upp af fullu af gríska ríkinu, fyrir fé tekið af láni í gegnum björgunarsjóð Evrópu.
- Þar fyrir utan, að mjög mikið af skuldabréfum er í eigu banka, og víðast hvar innan Evrópu gildir sú regla, að þeir þurfa ekki að færa niður verðgildi bréfa í bókhaldi, fyrr en við sölu að í ljós kemur að markaðverð hefur lækkað. Fyrir banka geti verið hagstæðara, að sitja á bréfunum.
Þetta sýnir þó að menn eru að færast nær því að viðurkenna að, Grikkland getur ekki staðið við sínar skuldir og sennilega á það sama við Írland
- Annar möguleiki, er að björgunarsjóður ESB veiti ábyrgð á útgáfur Írlands og Grikklands á nýjum bréfum, sem þannig lækki þau verð sem þeim ríkjum stendur til boða á markaði.
- Þessari leið væri einnig hægt að beita fyrir Portúgal þess bréf, eru þegar komin upp í yfir 7%.
En til þess að sjóðurinn hafi trúverðugleika, til að beita sér með þeim hætti - þarf að stækka hann a.m.k. þannig, að hann raunverulega geti nýtt 440 ma.Evra. Í dag er nýtilegt fjármagn samtals ekki nema um 330 ma.Evra - sem flestir telja hvergi nærri nóg.
Aðrir telja, að auka þurfi hann í 750 ma.Evra - til að veita öryggi um það, að hægt verði að bjarga bæði Portúgal og Spáni, ef til þess kemur. En, óvissa um hvort slík sé mögulegt, auki óvissu á mörkuðum og þannig auki þrýsting á þau lönd.
þjóðverjar eru þó mjög ákveðið á móti stækkun hans, umfram 440 ma.Evra. Þar kemur til innanlands pólitík, en almenn andstaða er öflug innan Þýskalands. En, þeir hafa gefið til kynna, að til greina komi að veita viðbótar ábyrgðir, svo að a.m.k. 440 ma. séu nýtanlegir.
Vonandi munu markaðir hafa næga þolinmæði, til að bíða fram í mars, - þegar niðurstaða á að vera fram komin. En, hrun á Evrusvæðinu væri ekki okkur Íslendingum til framdráttar!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:13 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Með leyfi! Endar þetta ekki á því að viðurkennt er að ekkert ríki mun standa við að greiða þjóðarskuldir sínar?
Kristján Sigurður Kristjánsson, 24.1.2011 kl. 19:55
Það þarf ekki að fara svo ílla. En, skuldakreppan í Evrópu er farin að líkjast skuldakreppunni í S-Ameríku á árum áður. Lærdómur af henni skv. greiningu hagfræðinga er sá, að ef fyrr hefði verið brugðist við og skuldir gefnar eftir af hluta; hefði S-Ameríka rétt við sér fyrr.
Ef, farin verður sú leið, að endurskipuleggja skuldir ríkja á Evrusvæðinu sem komist hafa í óleysanlegann vanda, þá byggir það á þeim lærdómi.
Ísland ætti að leita svipaðra leiða, enda skv. 4. skýrslu AGS: Óháð greining á 4. áfangaskýrslu AGS um Ísland! Allt virðist hanga á hnífsegg! Hvað er ríkisstjórnin að gera við Íbúðalánasjóð?
- stendur Ísland frammi fyrir greiðslubyrði algerlega á ystu mörkum þess mögulega, alveg eins og Írland.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.1.2011 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning