23.1.2011 | 21:24
Óskaplegur ruglandi í umræðunni um lískjör og stöðu hagkerfisins, og hlutverk krónunnar í því samhengi!
Grunnsannleikurinn er sá, að lífskjör þurfa að fylgja stöðu hagkerfisins hverju sinni - þ.e. hver þjóð hefur tilteknar tekjur sem hagkerfið útvegar. Það er engum greiði gerður með því að lifa um efni fram, ekki eintaklingum - ekki fyrirtækjum og ekki þjóðum heldur.
Slíkt endar alltaf með ósköpum sbr. fræg ummæli "if something doesn't add up then it wont".
Einfaldasta mælingin sést út frá stöðu hagkerfisins gagnvart útlöndum
- Ef heildarstaða hagkerfisins er 0 þ.e. hvorki afgangur né halli, skilar hagkerfið hámarks lífskjörum, þeim sem eru sjálfbær.
- Ef heildarstaða er jákvæð, þá er hagkerfið að skila minni lífskjörum en það hefur efni á, uppsöfnun tekna á sér stað.
- Ef heildarstaða er neikvæð, á það öfuga við, og uppsöfnun skulda á sér stað, sem mun grafa undan lífskjörum seinna meir.
Ástæða þess að halli af þessu tagi grefur undan framtíðarlífskjörum, er sú að þær skuldir er einungis hægt að greiða til baka, með því að neysla innan hagkerfisins sé dregin baka að nægilegu marki til að hagkerfið hafi afgang af tekjum er dugar fyrir afborgunum og vöxtum af þeim skuldum.
Þannig, mun skuldastaða landsmanna í dag af völdum uppsöfnunar skulda á fyrra áratug, valda því að út áratuginn og sennilega a.m.k. fram á miðjan þann næsta, verða lífskjör óhjákvæmilega lakari en ella - þ.s. þjóðin þarf að eyða minna en aflað er að nægilegu marki til að nægilegt tekjuborð sé á reikningi hagkerfisins við útlönd, svo hægt verði að greiða þessar skuldir niður.
Þannig, er það alltaf bjarnargreiði, að koma því þannig fyrir að ástand ofneyslu skapast samfellt yfir árabil, fyrirtæki og almenningur kaupa meir inn en aflað er.
Lífskjör verða því alltaf að haldast innan ramma þess er hagkerfið á hverjum tíma hefur tekjur fyrir!
Ef verulegt tekjufall verður hjá hagkerfinu, þá minnkar innkoman og ef halli á ekki að skapast með tilheyrandi uppsöfnun skulda; þurfa lífskjör að lækka.
- Hvernig þ.e. akkúrat gert skiptir ekki megin máli, svo lengi sem sú leið sem farin er greið.
- Gengisfall er mjög þægileg leið.
En, grunnpunkturinn er sá, að kjör eru ekki verjanleg undir nokkrum kringumstæðum, ef tekjur hagkerfisins skreppa umtalsvert saman.
En, sú leið að lifa um efni fram, einungis er lán sem tekið er út í enn verri lífskjörum seinna.
Því er í reynd ekki góðmennska í því fólgin, að streitast gegn nauðsynlegri lífskjara rýrnun, þegar hagkerfið verður fyrir stóru tekjuhruni. Þó ef til vill sé mjög mannlegt að gera slíkt.
Slíkt er þvert á móti mjög misskilin góðmennska!
- Það að lífskjör þurfa að lækka, er hagkerfisáfall dynur yfir - sníst því um grimman veruleika; að þ.e. til muna skárri útkoma að taka lífskjara lækkunina út strax en að taka þá áhættu að lifa um efni fram í von um að bættar tekjur seinni tíðar vinni upp þann halla í formi skuldasöfnunar á vöxtum.
- En, uppsafnaðar skuldir þarf alltaf að borga niður. Til þess er aðeins ein leið, að búa til borð á tekjum hagkerfisins með lækkun lífskjara.
- Einhver nefnir ef til vill, leið aukningar tekna. En, slíkar leiðir er ekki auðvelt að framkvæma með skjótum hætti.
- En hagkerfisáföll er dynja yfir, koma oft þeim sem hafa með ákvarðanavaldið að gera að óvörum, nær sama hve annnars fyrirsjáanlegt það áfall var - eftir á að hyggja.
- Þannig, að hagkerfi eru í reynd sjaldan í nokkrum skilningi viðbúin. En, þ.e. þó viss hegðun sem er frámunalega óskynsamleg, en þ.e. sú að eyða um efni fram, í gegnum góðæri.
- Slík gerir einfaldlega næstu kreppu því mun verri, því þá bætist ofan á lífskjara skerðingu af völdum hagkerfis áfalls, önnur lífskjara skerðing af völdum skuldavanda.
- Þetta er okkar vandi í dag - þ.e. slíkt 2. falt áfall, 2. föld lískjara skerðing.
Það skiptir ekki nokkru máli, hvort land er með eigin gjaldmiðil eða hluti af stærra gjaldmiðilssvæði - útkoman er alltaf sú að kjör skreppa saman, verða að skreppa saman - í kjölfar á stóru efnahags áfalli.
Þetta snýst ekkert um mannvonsku, heldur einfaldlega það að grundvöllur tiltekinnar stöðu lífskjara, byggist á tekjum hagkerfisins hverju sinni.
Ef það tekjur þess veikast, þá óhjákvæmilega grefur það undan lífskjörum.
Það er óskaplega mikið um ruglandi í umræðunni
Írland er tilneytt til að lækka laun, vegna þess að þ.e. ekki möguleg hin aðferðin. En, samt sem áður, eru Írar í skárri málum en Grikkir - Portúgalar og Spánverjar þ.s. skv. nýjustu tölum er kominn afgangur af vöruskiptum.
En, ástæða þess að meir þarf samt að skera niður lifskjör á Írlandi, þrátt fyrir nú samfelldan lífkjara niðurskurð í 2 ár, eru skuldirnar.
- En, ekki er nóg að hafa einungis afgang, sá verður einnig að duga fyrir vöxtum og afborgunum.
- Grimmur sannleikurinn, að þ.e. dýrt að skulda.
Hvernig Portúgalar - Grikkir og Spánverjar ætla að meika það veit ég ekki, en eftirfarandi er staða þeirra milliríkjaviðskipta:
"The IMF says Portugals current account deficit will still be 9.2pc of GDP this year (and 8.4pc in 2015, if it is possible to defy gravity for so long), Greece will be 7.7pc, and Spain 4.8pc. "
En, eina leiðin til að snúa því við er með stórfelldri lífskjara skerðingu, þ.s. ekki er sjáanlegt neins staðar á sjóndeildarhringnum nein skjót leið til mikils hagvaxtar hjá þeim.
Hagfræðingar tala um þörf á 30% launalækkun á Grikklandi. Vart þarf minna í Portúgal. Á Spáni dugar ef til vill 20%.
- Til þess athugið, að snúa viðskiptajöfnuði úr mínus í plús - en, ekki bara í plús, heldur nægilega stórann plús svo það dugi fyrir afborgunum og vöxtum af skuldum.
- Ath, að nú tveim árum eftir að kreppan hefst, er þetta ástand mála enn til staðar í þessum þrem löndum.
- Þ.e. sem sagt ekkert að ganga, að snúa mínus í plús, vegna þess að þ.e. raunverulega svo að laun lækka mjög treglega, þ.s. slíkar aðgerðir verða ætíð mjög óvinsælar.
- Niðurstaðan er sú, að þessi lönd eru enn að safna skuldum, og hafa gert jafnt og þétt síðan kreppan hófst, í gegnum slíkann halla á viðskiptum.
- Þetta er að sjálfsögðu að grafa undan tiltrú erlendra aðila á getur þessara hagkerfa, til að standa undir hratt vaxandi skuldum.
- Án viðsnúnings, er gjaldþrot ekki ef spurning!
- Eða, veltið fyrir ykkur hver staða Ísland væri í dag, ef ekki hefði orðið fyrir þau áhrif hins stóra gengisfalls, að umsnúa viðskiptahalla í hagnað - þannig að nú samfellt síðan sept/okt 2008 höfum við verið að skila umtalsverðum afgangi af útflutnings verslun?
- Í stað liðlega 300 ma.kr. hagnaðar yfir tímabilið, hefði verið liðlega 300 ma.kr. halli!
- Væri þá umtal erlendis með þeim hætti, að viðreisn Íslands væri að ganga furðanlega vel?
- Gengisfallið einfaldlega bjargaði Íslandi frá gjaldþroti!!
- Þvert ofan í að vera tilræði við lífskjör, er það að verja þau!!
- En viðbótar uppsöfnun skulda, væri einfaldlega ávísun á frekara hrun! Og því frekara hruns lífskjara!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:26 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"En, þ.e. þó viss hegðun sem er frámunalega óskynsamleg, en þ.e. sú að eyða um efni fram, í gegnum góðæri."
Góður pistill, Einar. Synd að ennþá skuli vera til fólk sem heldur að verðmæti verði til úr engu.
Hörður Þórðarson, 23.1.2011 kl. 23:32
Því miður rétt, og ég óttast að uppreisn grasrótar innan verkalýðshreyfingar, leiði til víðtækra og langvarandi verkfalla.
Það eitt getur dugað til þess, að velta núverandi spilaborg um koll þ.e. fjöldagjaldþrot fyrirtækja síðan hrun bankanna í kjölfarið.
Þá myndi taka við stórfellt aukið atvinnuleysi, ásamt því að þaðan í frá væri ekki lengur ástæða að rífast um, hvort AGS prógramm mun ganga upp eða hvort Ísland mun geta greitt niður sínar skuldir.
Þeim óvissum væri sannarlega eytt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.1.2011 kl. 02:24
Góðan daginn strákar.En það sjá allir að fólk með 160 þús; á mánuði lifir ekki á því, en græðgin í sumum er svo yfirgengileg, að þeym er andskotans sama
. Menn eins og Vilhjálmur Egilsson sem er hálaunamaður, getur ekki sætt sig við 200.00 kr, mánaðarlaun til handa þeym lægst launuðu. Þetta fólk er ekki að eyða um efni fram, það hefur einfaldlega ekki í sig og á. Og ef því verður ekki breitt verður einfaldlega verkfall" öllum til tjóns!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 24.1.2011 kl. 10:29
Ég þekki til eins fyrirtækis þ.s. mikill fj. starfsfólks er á mjög lágum launum, þ.e. Íslandspóstur. Margir sem vinna þar, ferðast með strætó á vinnustaðinn þ.e. sennilega eiga ekki bifreið. En, á þeim launum, klárlega ræður viðkomandi ekki við neina umtalsverða skuldabyrði. En samtímis er launakostnaður meginkostnaðar liður fyrirtækisins, og hagnaðarprósenta veit ég er næfurþunn.
Sennilega þarf þá að hækka póstburðargjöld og önnur gjöld, verulega.
-------------------
Hérlendis er nefnilega mikill fj. starfa á launabilinu 180 - 200 þ.kr. Þá þarf að reikna með, að þeim viðbótar kostnaði verði velt í verðlag.
Það geta þjónustufyrirtæki innanlands.
Það má vera að þetta sé mögulegt, af því fylgir að aðrar launahækkanir verði mjög hófsamar segjum 1% eins og talað er um í 4. skýrslu AGS.
-----------------------
Fólk þarf samt að muna, að 1/3 fyrirtækja er með neikvæða eiginfjárstöðu. um helmingur með lán í vanskilum, en hefur fengið að starfa óáreitt samt.
Fyrirtækin hafa því enga möguleika til að taka á sig viðbótar kostnað, og verða að velta honum þráðbeint og milliliðalaust í verðlag.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.1.2011 kl. 13:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning