Íslenska bankakerfið virðist v. grófa skoðun, klárlega með lakara lánasafn en írska bankakerfið, sem þó var á síðasta ári að neyða Írland til að taka neyðarlán frá ESB!

Þetta kemur fram þegar ég ber saman tölur frá 2., 3. og 4. skýrslu AGS, saman við tölur sem fram koma í desember 2010 skýrslu AGS um Írland:

AGS á Íslandi: 2. áfanga skýrsla - 3. áfanga skýrsla - 4. áfanga skýrsla.

AGS á Írlandi: Desember 2010 skýrsla.

  • Fyrst smávegis sem vert er að muna, að endurreist bankakerfið ísl. er cirka 120% af þjóðarframleiðslu, meðan það Írska er cirka 500% þjóðarframleiðsla.
  • Þetta er klárlega ástæða þess, að stjv. Írland neyddust til að taka neyðarlán, hve ofsalega umfangsmikið bankakerfið á Írlandi er.
  • Á hinn bóginn, lendir bankakerfi Írlands í vandræðum, og í framhjáhaldi ríkissjóður Írlands, vegna skorts erlendis á tiltrú á gæðum þeirra eigna sem standa undir bankakerfi Írlands.
  • Þ.e. einmitt þá, sem verður svo áhugavert að bera saman, tölur sem fram koma í þessum skýrslum, sem gefa vísbendingu um gæði lánasafna innan bankakerfis Írlands vs. bankakerisins á Íslandi.

Íslenska bankakerfið - skv. 4. skýrslu:

Credit to private sector........1.820  117% -Útlán.

Domestic deposits kronur.....1.357  87%  - Innlán.

Þjóðarframleiðsla 2010........1.551,4 ma.kr. (metin þjóðarframleiðsla 2010 til hliðsjónar

 

Skv. 3. skýrslu bl. 45: - sjá töflu efst til vinstri.

  • Loans claim value cirka 3600 ma.
  • Loans book value cirka 1800 ma.kr. 
  • Lánin hafa farið yfir á cirka 50% afslætti.

Skv. bls. 14 í des. 2010 skýrslu AGS um Írland:

  • 12% heildarandvirðis lána í vanskilum.
  • Hlutfall lána móti innlánum - cirka 220%.

Skv. 3. AGS bls. 45 og 4. skýrslu AGS bls. 31.

  • 45% heildarandvirðis lána í vanskilum. - book value.
  • 63% heildarandvirðis lána í vanskilum. - claim value.
  • Hlutfall lána móti innlánum 134%. - (book value)
  • Hlutfall lána móti innlánum cirka 230% - (claim value)

Eins og við höfum orðið var, eru bankarnir að leitast við að rukka eins mikið inn af mismuninum milli kröfu virði og bókfærðs virði og þeir geta.

Með þessu, eru þeir að leitast við að hífa upp sitt eiginfjár hlutfall. En, þetta skapar ákveðna óvissu um, hvort viðmiðið er réttara þ.e. bókfært virði eða kröfu virði.

En, niðurstaðan af þessu verður samt sem áður að vera sú, að eignastaða ísl. bankakerfisins sé til muna lakari.

  • En, innlán bjarga ekki bankakerfinu okkar þ.s. þau eru ekki eign heldur skuld - frá sjónarhóli banka.
  • Svo, að hærra hlutfall innlána hér, segir í reynd að bankakerfið okkar er lakar statt.
  1. Aukið magn slæmra lána, á sl. ári gróf undan tiltrú á írska bankakerfinu,
  2. og neyddi írsk. stjv. til að koma því til stuðnings - ítrekað;
  3. sem að lokum orsakaði hrun á tiltrú sjálfs ríkissjóðs Írlands.

Þá veltir maður fyrir sér, hvað á eftir að koma í ljós hér - þegar og ef raunveruleg tilraun verður gerð til að garfa í hinu hrikalega lánasafni innan fyrirtækja hluta lánasafns bankanna okkar?

  1. En, ljóst virðist manni af mjög mikið af þeim þurfi að afskrifa.
  2. Sem, mun minnka umfang eignasafns bankanna verulega.
  3. En yfirferð og endurmat á lánasöfnun fyrirtækja hér, hefur tafist og enn, er skammt á veg komin.

Fram kemur í 2. skýrslu AGS bls. 26:

  • cirka 50% lána að andvirði til fyrirtækja í vanskilum.
  • annars staðar, hefur komið í ljós að cirka 1/3 fyrirtækja er með neikvæða eiginfjárstöðu.

Hafandi í huga að stjórnvöld hafa sagt það ólíklegt að það muni verða nauðynlegt að koma bönkunum til aðstoðar - en, á sama tíma er tekið fram að slíkra heimilda hafi verið aflað.

Þá er ljóst, að innan stjórnkerfisins eru áhyggjur uppi um það, að stjv. muni þurfa að tryggja frekari fjármögnun bankanna.

Einhvern veginn er mig farið að gruna, miðað við þá hegðun er mér sýnist einkenna stjórnkerfið hér - þ.e. láta sem að vandinn sé ekki til staðar - að vandamál einfaldlega hverfi af sjálfu sér; þá grunar mig að þ.s. ofan á verði hjá talsmönnum, að brosa og segja að hlutirnir verði í lagi.

Lán verði lengd e-h, áfram einungis afskrifað hjá gjaldþrota aðilum; svo haldið áfram að segja, horfum björt fram á veginn!

Prívat, held ég að nánast kraftaverk þurfi til, svo að stjv. sleppi frá því að aðstoða bankana á þessu ári.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband