Kína vs. vesturlönd. Er drottnun Kína óhjákvæmileg? Vaxandi veldi Kína víxlverkar við hagsmuni annarra landa, sem sum hver eru líklegri að halla sér í vestur!

Þegar nýtt veldi rís, þá veldur það flóknu samspili við hagsmuni þeirra ríkja og landa sem fyrir eru. En, ris Kína er ekki einungis hugsanleg ógn frá sjónarhorni Bandaríkjanna og Evrópu, heldur einnig frá sjónarhóli ímissra annarra ríkja í Asíu í næsta nágrenni við Kína.
 
Besta leiðin til að skilja þetta samspil, er að hafa kort af svæðinu fyrir framan sig!
 
En, einmitt það, að ímiss önnur ríki upplifa vaxandi veldi Kína sem ógn - skapar tækifæri fyrir vesturlönd, sem eru því ekki alveg laus við að hafa einhver mótspil á hendi!

Það fyrst sem þarf að skilja, er að bjargir eru takmarkaðar, þannig að Kína mun þurfa að flytja inn óskaplegt magn hráefna.

Margt í hegðun Kína undanfarið skýrist af því, að Kínverjar eru að tryggja sér aðgang að auðlyndum.

Samkeppni Kína við Indland um völd og áhrif á Indlandshafi:

Áhrif Kínverja innan Pakistan, sem Indverjar hafa 3. átt í stríði við, og síðan Myanmar, fara hratt vaxandi. En, í báðum löndum hafa Kínverjar komið sér upp flotastöðvum. Á sama tíma, eru Kínverjar í óða önn, að byggja upp vegatengingar milli þeirra landa og héraða innan Kína. En takið eftir, að milli héraða í SV-Kína og sjávar er styttri vegalengd í gegnum annars vegar Myanmar og hins vegar Pakistan, en til sjávar á í eigin hafnarborgum Kína. Takið að auki eftir því, að þegar siglingaleiðir frá strönd Kína og olíulanda við Persaflóa eru skoðaðar, þá liggja þær í gegnum þrengsli við Malasíu og Indónesíu, sem hafa verið einkum Indónesía bandalagsþjóðir Bandaríkjanna. 

Þetta er lykilatriði, því Kína sjálft kemst ekki nálægt því að búa yfir næjanlegum auðlyndum. Svo að í krafti yfirburða flotaveldis, geta Bandaríkin í reynd svelt Kína til hlýðni með því að loka siglingaleiðum í gegnum sundin milli Malakkaskaga og Indónesíska eyjaklasans. Svo lengi, sem Indónesía sér sér hag í því að viðhalda bandalagi sínu við Kína.

Þannig, að uppbygging Kína í Myanmar og Pakistan, er augljós tilraun Kína til að búa sér til hjáleið, framhjá þessum tappa.

Þá hitta þeir fyrir Indland, sem einnig er vaxandi veldi, en þó stendur cirka áratug að baki, með hagkerfi einungis cirka 1/6 af stærð hagkerfis Kína. Milli Kína og Indlands er hratt vaxandi samkeppni um auðlyndir, sem klárlega eru af skornum skammti þegar haft er í huga að samanlagt búa í löndunum tveimur um 2,5 milljarður manna.

Nú, lítið aftur á kortið, í augum Indverja lítur atferli Kínv. mjög ógnandi út. En, Indverjum virðist sem að Kína sé að leitast við að umkringja Indland með flota- og herstöðvum á landi. Þessari upplifun af vaxandi ógn, er Indland farið að veita viðbrögð, með eflingu eigins flota og herafla. 

Indverjar eru með mikla flotauppbyggingu á Eyjum á Indlandshafi, t.d. Andamaneyjum og Nicobar. Sem er flotauppbygging, sem klárlega er beint að flotastöð Kína í Myanmar. (sjá neðsta kortið) En þessir eyjaklasar mynda nokkurs konar varnarlínu, sem Indland getur nýtt sér á hafinu í hugsanlegu stríði.

Kína hefur einnig boðið ríkisstjórn Sri Lanka, að reisa flotastöð þar - en til þessa hafa samningar ekki náðst.

Síðan bætast við landamæradeilur Kína og Indlands, en Kína gerir tilkall til Austlægasta fylkis Indlands, eins og það leggur sig, og í á seinni árum hefur hegðun Kína verið með þeim hætti, að í hvert sinn sem háttsettur embættismaður ríkisstjórnar Indlands heimsækir það fylki, þá sendir ríkisstj. Kína ríkisstj. Indlands harðorð mótmæli, fyrir frekleg afskipti að innanlandsmálum Kína. En, það hérað áður fyrr, var nokkurs konar hjálenda Tíbet, og komst það svæði undir bresk yfirráð á 19. öld eftir samning bresku nýlendustjórnarinnar á Indlandi við þáverandi ríkisstj. Tíbets. Þann gamla gerning viðurkennir Kína ekki í dag, og telur það fylki réttilega eiga að tilheyra Kína eins og Tíbet í dag gerir.

Svona, ef ástæður fyrir upplifun Indlands um ógn af Kína, eru ekki nægilega margar fyrir. Nú nettó afleiðingin af þessu, er sú að Indland hefur í vaxandi mæli síðan á ríkisstjórnar árum Bush yngri, farið að halla sér að Bandaríkjunum.

Spenna og viðsjár milli Kína og Indlands eru líklegar til að vaxa þegar á líður öldina, eftir því sem samkeppni landanna um auðlyndir í Asíu magnast stig af stigi. Sú þróun, er líkleg til að vera vatn á myllu Vesturlanda.  Þetta getur tryggt Bandaríkjunum áframhaldandi völd yfir olíusvæðunum við Persaflóa eftir því sem fram líður á öldina, þ.s. Indland er líklegt að velja frekar að styðja við Bandaríkjamenn, fremur en að taka þá áhættu að Kína fari í staðinn, að drottna einnig yfir Persaflóa svæðinu.

Samkeppni Kínverja við Rússaveldi um völd og áhrif í Mið Asíu:

Þannig kláruðu Kínverjar í fyrra, leiðslur til Kasakstan og Usbekistan, og eru þannig komnir í beina samkeppni við Rússland, um nýtingu gas- og olíuauðlinda Mið Asíu.

Flutningsgetan er enn sem komið er takmörkuð, en áhrif Kína fara hratt vaxandi á svæðinu, og áhrif Rússa dala að sama skapi. Sem þeir eru ekkert að láta ganga yfir sig, aðgerðalaust. Enda hertu Rússar tökin á löndunum með ímsum hætti á síðasta ári. Einkum með tilflutningi hersveita, og loforði um fjárstyrki til landanna 2-ja næst landamærunum við Kína, sem ekki hafa eigin gas- og olíuauðlyndir, þ.e. Kyrgystan og Tajikistan, sem bæði 2. eru bláfátæk fjallalönd með fáum auðlyndum.

Á síðasta ári var gerð uppreisn í Kyrgistan gegn þáverandi stjórnvöldum, þeim velt af sessi. Stjv. Rússum frekar hliðholl komust til valda. Margir hafa bent á, að sú valdataka hafi verið skipulögð að undirlagi Rússa og hafi þeirri aðgerð einkum verið beint að Kína, þ.s. viðræður stóðu þá yfir milli þáverandi forseta Kyrgistan og Kína um lagningu olíu- og gasleiðslu yfir landið til Usbekistan og Turkmenistan, sem bæði 2. eru auðug af olíu og gasi.

Þarna hafi Rússar komið með krók á móti bragði, og frestað a.m.k. þeim áformum Kínv.

Rússland er sem sagt eitt af þeim löndum, sem mest ógn stendur af vaxandi veldi Kína. Vegna þess, að það land á eftir að verða undir í samkeppni við Kína, um völd og áhrif í Mið Asíu, nema að Rússar eignist öflugann bandamann á móti - svo að ég spái því að vaxandi samskipti Rússlands og Þýskalands, séu ekki orðin tóm heldur séu þau drifin áfram, vegna sýn beggja á það að þau 2. lönd, standi frammi fyrir sameiginlegri ógn - þ.e. vaxandi veldi Kína.

Samkeppni Þjóðverja við Kínaveldi, um markaði í Evrópu og í heiminum öllum:

Eins og fram kemur í grein FT.com um málið, þá stendur Þýskaland frammi fyrir stórfelldri innrás kínv. fyrirtækja. Niðurstaðan virðist vera sú, að eina leiðin til að viðhalda samkeppnishæfni sé:

  1. fyrir þýsk fyrirtæki sjálf, að starfa innan Kína og þannig að ná samkeppnishæfni þar í beinni samkeppni við kínv. fyrirtæki sbr. ef samkeppnishæfni næst fram þar, sé henni náð fram alls staðar.
  2. Síðan þurfa þau, að leggja enn meiri áherslu á tækniþróun, til að viðhalda forskoti.
  3. Að auki, þurfa þau að afla markaða í öðrum nýmarkaðs löndum í heiminum.

China and Germany: Reflected glory :"China – long renowned for producing cheap clothes, toys and electrical goods – overtook Germany to become the world’s largest exporter in 2009. Last year it registered a trade surplus with Germany of almost €17bn. Today, it is on the verge of a direct assault on Europe’s economic powerhouse in its core industrial areas." - "“I am expecting a massive attack from China in Europe in the next few years – particularly in the machinery sector,” says Franz Fehrenbach, chief executive of Bosch, the world’s largest maker of car parts and Germany’s largest privately held industrial group by sales. “The Chinese will improve their quality and technology, but they will at the same time be extremely price-attractive.” - “I have to say I find it admirable with how much speed they are catching up, and how clever they are in combining western technology with their own and producing it at low cost levels,” says Peter Leibinger, deputy head and part-owner of Trumpf, the world’s largest laser-cutting machine maker." - "As China goes on the offensive, the threat grows more acute. Its companies are already considering the establishment of plants and research and development centres in Europe, poaching German engineers and trying to snap up Mittelstand companies and coveted brands." - "Chinese companies will transfer, buy and develop technology and brands, and enter western markets. German industrialists will try to outsmart them by maintaining their technological edge and expanding in China and other emerging markets." - "With Chinese companies competing on both price and technology, “Siemens and other western industrial companies will lose market share in the years to come”, says James Stettler, capital goods analyst at Italy’s Unicredit." - "At Bosch, Mr Fehrenbach says: “The only valid conclusion for us is to do even more to remain at the technological forefront. Our main task is to stay ahead.” - "Indeed Siemens, Europe’s largest engineering company, has developed a strategy to sell lower-priced, simplified versions of its high-end products pitched at the Chinese market elsewhere. The Somatom Spirit, its entry-level CT scanner, was developed and produced in China; today more than 80 per cent are sold abroad – increasingly in the west." - "While large operations such as Siemens and Bosch have long run big research and development centres in China, some of the smaller Mittelstand companies cannot afford even to produce there. Mr Fehrenbach says companies that are not exposed to the tough rivalry in China’s midprice segment will struggle to compete with the Chinese in western markets as well. He suggests smaller companies set up joint ventures or other forms of partnership in China." - "Bosch’s managers say, if you can sell your products there, you can sell them anywhere. “The biggest market in China is going to emerge in the midprice segment. Our task is to become steadily more competitive and to play a large role in this segment locally. If we achieve this, then we don’t have to be afraid about the competitiveness in the rest of the world,” says the company’s Mr Fehrenbach."

Chinese builders: coming your way :"As a report published on Tuesday by Boston Consulting Group highlights, state-backed Chinese contracting groups have expanded their overseas orders at an annual rate of 29 per cent and captured market share at the expense of western, Japanese and South Korean rivals." - "BCG gives three reasons for the Chinese builders’ success – low costs, lots of home country building experience including on huge schemes such as the Three Gorges Dam, and political and financial backing from the Chinese state and state-run banks." - þetta er e-h sem við höfum orðið vör við hérlendis.

Ef þetta á við Þýskaland, á það sama einnig við restina af Evrópu og, flest ríki Evrópu eru síður samkeppnishæf en Þýskaland. Þýsk fyrirtæki, að ef þau ósttast samkeppni, þá þurfa fyrirtæki í öðrum löndum Evrópu að óttast hana jafnvel enn meir. En, Þýskaland á sannarlega fremsta iðnaðarhagkerfi Evrópu. Einungis Finnland, Austurríki, Svíþjóð og Holland, eru á svipuðum standard og Þýska hagkerfið. Frakkland, einnig hefur stórt iðnaðarhagkerfi, en heildarsamkeppnishæfni hefur lengi verið hálfu til heilu skrefi að baki. Ítalía, þá N-Ítalía, hefur einnig mörg góð iðnfyrirtæki. En, um restina af Evrópu, þá á það víðast hvar við, að samkeppnishæfni skortir og efnahagsleg hnignun virðist næsta örugg!

Í þessu samhengi þarf að skoða vísbendingar um aukin samskipti Rússlands og Þýskalands. 

Russia: the car market bounces back :"Russia is back on track to become Europe’s number one car market...After two years in the doldrums, sales of new cars in Russia surged by 30 per cent in 2010 and are expected to return to pre crisis-levels by next year, according to the Association of European Businesses, a Moscow-based lobby group."

Fyrir Þjóðverja er það klárlega aðgangur að markaði langfjölmennasta ríkis Evrópu, sem hlýtur að laða að. Á móti, þurfa Rússar á fjármagni að halda, til að þróa svið þeirra hagkerfis sem standa að baki því sem best gerist. En, sem dæmi, eru Rússar að reka sig á að til þess að vera samkeppnisfærir við Kínv. herinn, vantar þá frekari tækniþróun. En bæði Kína og Rússland eru í dag, að leitast við að þróa sína eigin torséða orustuvél. Að auki, eru þeir í harðri tæknisamkeppni í þróun annarra sviða í hermálum, ein og skriðdreka - eldflaugar, radara o.s.frv. 

Fyrir Rússa sem hafa löng landamæri við Kína, er þetta sennilega meginsjónarmiðið, að viðhalda samkeppnishæfni í tækniþróun hvað varðar hernað, svo þeir hafi frekar möguleika til þess að viðhalda stöðu sinni í Mið Asíu.

Rússar sjálfir eru samt ekki að baki dottnir -

Russian logic for the UK from Rusnano :"Plastic Logic was set up to make plastic microchips – in place of the orthodox form of semiconductor which uses silicon – which could be cheap enough to be sold for a few cents each...Under the plans, Rusnano – which last month injected a first tranche of $150m into the company – will add a further $500m in several stages, including debt and equity."

Þarna eru Rússar að veðja á nýja og áhugaverða tækni. En, Rússar hafa áttað sig á því, að þeirra hagkerfi verður að vera samkeppnishæft. Að það sé ekki nóg að lifa einfaldlega á útflutningi hráefna.

Í þessu samhengi ásamt upplifun Rússa um ógn úr Austri þarf að skoða aukið samstarf Þýskalands og Rússlands.

Hvað um önnur mikilvæg lönd?: Samskipti Kína og SA-Asíulanda hafa verið brottgeng. Skoðið kortið og finnið S-Kínahaf. En þ.e. innhaf þ.s. talið er að finna líklega gas/olíulyndir. Kína hefur gert tilkall til mikils hluta þess, meginhluta. En, samtímis gera hin löndin í kring einnig tilkall. Kína hefur byggt upp flotastöð á svokölluðum Spratley eyjum þar, við litla hrifningu landanna í kring. (Sjá kort að neðan)Map of South-East Asia

Eins og þið sjáið á kortinu, er tilkall Kína til Spratley eyja frekt, miðað við hve fjarlægð frá strönd Kína er mikil sbr. fjarlægð frá ströndum Víetnam eða Filipseyja eða Malasíu. En Kínverjar halda því mjög stíft fram, sbr. uppbygging flotastöðvar á einni eyjanna. Reglulegar flotaæfingar þar, mótmæli þeirra gegn siglingum annarra flotavelda um það svæði, sem t.d. Bandaríkin láta sem vind um eyru þjóta. 2009 varð t.d. árekstur milli kínv. flotaskips og bandar. skips í eigu flotans, sem var rannsóknarskip að mælingum.

Þessi frekja er auðvitað vatn á millu Bandaríkjanna. En Asía er eini heimshlutinn þ.s. eyðsla í heri fer stigvaxandi. Á síðasta ári voru haldnar sameiginlegar her/flota-æfingar milli herafla Víetnam og Bandaríkjanna, einmitt á S-Kínahafi, sem vart hefur vakið hrifningu Kínverja. Meira að segja hinar fátæku Filipseyjar, telja sig tilneyddar til að verja meira til hermála.

Á síðasta ári, fór utanríkisráðherra Bandaríkjanna um lönd S- og SA-Asíu, og var víðast hvar tekið með kostum og kynjum.

Samskipti Kína og Japan hafa einnig verið brottgeng, en litla hrifningu vakti í Asíu þegar Kína í reynd beitti Japan um tíma í fyrra viðskiptaþvingunum, með því að takmarka útflutning svokallaðra "rare metals" þ.e. málma sem einkum eru notaðir sem íblöndunarefni en einnig í mikilvægir í hátækni tæki af margvíslegu tagi. Kína í dag framleiðir megnið af þeim efnum í dag - þetta vakti athygli annarra ríkja á svæðinu, sem væntanlega skildu að þau gætu einnig orðið fyrir svipuðum þvingunum.

Japan, hefur einnig verið að bregðast við aukinni flotavæðingu Kína, með því að efla sinn eigin her og flota. Upplifun Japans um vaxandi ógn frá Kína, getur vart annað en fært Japan á ný nær Bandaríkjunum.

Varðandi S-Kóreu, þá gerði Japan og S-Kórea sín á milli formlegann samstarfs samning í varnarmálum, um þróun hertækni - á siðasta ári. Þetta er væntanlega viðbrögð einnig vegna vaxandi upplifunar um ógn, frá hernaðaruppbyggingu Kína. Þetta að auki, væntanlega mun einnig, styrkja bandalag S-Kóreu og Bandaríkjanna.

Þá er það Brasilía, sem er mikilvægasta land S-Ameríku. Þar fer sannarlega vaxandi hagkerfi. En, svo mikill er uppgangur þar, að helsti efnahagsvandinn þar er nú sá lúxus vandi, að hagkerfið er á brún yfirhitunar, og þarf sennilega nýr forseti að standa fyrir kælingu þess. Þar eru þegar hæstu stýrivextir í nokkru stóru hagkerfi í heiminum. Skv. Bloomberg eru raunstýrivextir þar þeir næst hæstu í heimi.

Brazil continues to wrestle with dilemma over interest rates, January 18 2011 20:04: "Economists expect the central bank (of Brazil) to increase the policy rate by another 50 basis points to 11.25 per cent on Wednesday." - "Real interest rates in Brazil – nominal interest rates, less inflation – are almost 5 per cent, second-highest in the world after Croatia, according to Bloomberg data." - "For corporate Brazil, perhaps the most worrying element of high interest rates is their influence on the currency, the real. It has appreciated 39 per cent against the US dollar over the past two years. The government has introduced capital controls to stop strengthening of the real and to protect Brazilian exporters and manufacturers." - "The budget deficit widened to 2.7 per cent of GDP in the 12 months to December 2010, compared with 1.6 per cent two years earlier."

Dálítið háir stýrivextir ekki satt? Þeir eru víst komnir í sama vesenið og Ísland var komið í, að háir stýrivextir framkalli svokölluð vaxtamuna viðskipti sem stuðli að hækkun gjaldmiðilsins. Viðbrögð stjórnvalda, að setja á höft. Spurning hvort það virkar. Lausnin virðist mér vera, að ríkið dragi úr útgjöldum og þannig minnki umsvif og aðstoði með þeim hætti aðgerðir til að kæla efnahagslífið. En, að vera með halla í bullandi hagkerfi er sterk vísbending um of mikla útgjaldaspennu ríkisins. Að auki vinnur sú útgjaldaspenna gegn aðgerðum Seðlabanka Brasilíu til að kæla hagkerfið þarlendis, sem svipar nokkuð til hagkerfismistaka sem framkv. voru hér á Íslandi, í tíð 3. ríkisstj. DO og HÁ - þegar stjv. voru að kinda undir hagkerfinu samtímis því að Seðlabanki var að leitast við að kæla það, þannig að aðgerðir Seðlabanka virkuðu ekki. Stjv. Brasilíu, verða að hætta að kinda undir, ef bremsunar aðgerðir eiga að hafa nokkurn séns til að skila tilætluðum árangri.

Varðandi Brasílíu vs. Kína, þá er Kína í augum brassa fjarlægt og ólíkleg ógn. Þannig, að ólíklegt er að Brasilía bregðist með neikvæðum hætti við auknum fjárfestingum og viðskiptum Kínverja. Á hinn bóginn er Brasílía lýðræðisríki, og ef til vill ekki endilega augljós vinur ríkis með alræðis stjórnarfar. Mér sýnist líklegast, að Brasílía muni leggja áherslu á hlutleysi milli fylkingar í heiminum, enda er engin ógn í neinni landfræðilegri nálægt við Brasilíu, svo brassar munu hafa efni á því að spila einhvers konar milliveg.

Hvað Afríku varðar, þá hefur Kína fjárfest í Afríku löndum án nokkurs tillits til stjórnarfars, sbr. fjárfestingar í Súdan og Zimbabve. Umdeildustu fjárfestingarnar eru þó án vafa, kaup eða leiga kínv. fyrirtækja á stórum landspildum þ.s. tekin hefur verið upp ræktun fyrir Kínamarkað. Þessu hefur verið líkt við Ný-nýlendustefnu. Þ.s. hefur gerst, er að Kínv. gera samninga við spilltar elítur í höfuðborg, og um leigu á landi sem fer fram án nokkurs tillits til hagsmuna fólks á því svæði sem spildurnar eru. Síðan hefur það gjarnan leitt til þess, að fólk hefur verið neytt til að flytjast búferlum, til að kínv. verktakarnir getir tekið landið yfir. Hegðun kínv. aðila í námum reknum í Afríku, hefur ekki heldur þótt til fyrirmyndar, dæmi um að öryggislið kínv. fyrirtækja skjóti menn til bana, fyrir óhlýðni. Hegðun kínv. aðila þykir víst hálfu verri, en hegðun annarra fjölþjóða fyrirtækja, þeirra hegðun sem áður þótti ekki til eftirbreytni. Að mörgu leiti, er hegðun Kínv. aðila svipuð og t.d. hegðun þeirra í Myanmar, þ.s. ekkert hið minnsta tillit er tekið til mannréttinda sjónarmiða.

Mörg hjálparsamtök horfa til þessa með hrillingi. Á móti kemur, að þessi lönd fá til sín fjárfestingu og þetta eflir hagvöxt - spurning hvort þ.e. nægileg réttlæting?

Spurning hvort nokkuð sé hægt að gera? Ég efa það, en svo mikill er völlurinn í dag á Kínverjum, að þeim finnst í mjög minnkandi mæli nokkur ástæða til að taka tillit til einhverra vælukjóa á Vesturlöndum. Þeir fara sínu fram. Þ.e. einmitt ein byrtingarmynd vaxandi veldis þeirra, að áhersla á mannréttindi í heiminum, verði sennilega á undahaldi fremur en hitt næstu ár - jafnvel næstu áratugi.

Afríka getur verið þarna á milli tveggja elda, en ekki er ólíklegt að Indverjar mæti einnig á svæðið á allra næstu árum, og fari í beina samkeppni við Kína. 

Helsta spurningin er fyrir Evrópu og önnur Vesturlönd, hvort þau eigi að demba sér inn í þá samkeppni eða ekki? En, eina spurningin er þá í reynd hvort þau eiga að vera með eða halda sér til hliðar.

Ef um er að ræða einhvers konar aðra nauðgun Afríku, mun hún samt sem áður fara fram burtséð frá þátttöku Vesturveldanna. Eini möguleikinn til að hafa einhver áhrif á gang mála, getur verið þátttaka.

 

Niðurstaða

Mjög margt mun ganga Kína á næstu árum í haginn. Einkum kínverskum fyrirtækjum, sem að flestum líkindum munu færa mjög mikið út kvýarnar. En, hvað varðar samskipti Kína við önnur lönd, verður framvindan ekki endilega eins klárlega Kína í hag. 

China to be biggest oil consumer by 2030 :"In a report released on Wednesday, the energy giant BP claims that China will be the largest source of oil consumption growth over the next 20 years – increasing consumption to 17.5m barrels per day – overtaking the US as the world’s biggest oil consumer in the process."

Kína verður örugglega stærsta hagkerfi heimsins innan örfárra ára. Þeim umsvifum munu fylgja óskapleg áhrif í heimsmálum. En, á hinn bóginn, rekast hagsmunir Kína á hagsmuni fj. annarra ríkja, sem sjá þá hagsmunaárekstra er fara vaxandi sem ógn við eigin hagsmuni.

Sú staðreynd á eftir að reynast vatn á milli Vesturvelda, sem fyrir bragðið munu koma til með að fá upp í hendurnar fjölmörg tækifæri til að sporna við veldi Kína í heimssmálum, með myndun bandalaga. 

En mörgum ríkjum sem finnst sér af margvíslegum ástæðum vera ógnað, eru líkleg til að upplifa Vesturveldin sem hinn skárri aðila, og því líkleg til að leita sér stuðnings til þeirra - ekki síst Bandaríkjanna.

Af því leiðir, að þrátt fyrir að Kína muni án lítils vafa, fara framúr Bandaríkjunum í heildar stærð og umsvifum hagkerfis, getur það eigi að síður samt mjög vel verið að Bandaríkin haldi sinni megin valdastöðu langt fram eftir öldinni hið minnsta, jafnvel að þau glati henni aldrei - í krafti þess að mörg ríki sjái sér hag í af því að leita stuðnings þeirra gegn Kína vegna eigin upplifunar um Kína sem hina stærri ógn fyrir eigin hagsmuni.

Þetta er þáttur sem margir leiða hjá sér, er þeir spá hnignun veldis Bandaríkjanna og Vesturvelda!

Því, getur það vel átt sér stað, einkum ef Vesturveldin hafa gæfu til að standa saman, þá takist þeim að viðhalda í meginatriðum drottnun sinni.

Ps: Að lokum varðandi hugsanlega hættu á efnahagshruni Kína, sem nokkuð er vinsælt umræðuefni meðal sumra á netinu víða um heim, þá bendi ég á risastórann kodda Kínaveldis í formi svals 2.850 ma.dollara gjaldeyrisforða, sem er um 2. falt stærri en forði Japans sem er sá næst stærsti. Sá sjóður skiptir máli, þ.s. með honum geta kínv. stjv. veitt stuðnings til svæða innan Kína, án þess að taka lán. Ég sé ekki að nokkur séns sé að þau vandamál sem til staðar eru, þ.e. risafasteignabólur í nokkrum stærri borga Kína, verði það umfangsmikil að sá peningur dugi ekki til að þétta þann leka í hagkerfinu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband