18.1.2011 | 22:43
Kína í umbreitingu! Renminbi virðist á hraðferð yfir í að verða einn af helstu gjaldmiðlum heimsins!
Kína stendur nú frammi fyrir miklum tækifærum, en samtímis einnig mjög stórum verkefnum - ekki síst heima fyrir. En, Kína hefur einnig mjög stórar bjargir til umráða og þar kemur í góðar þarfir stærsti gjaldeyrisforði heimsins - 2.850 ma. dollara. En, hann er sennilega best að skoða sem risastórann kodda, sem kínv. stjv. geta gripið til - ef þættir innan risahagkerfisins ætla að sýnast fallvaltir.
Tækifærið fyrir Kína, liggur ekki síst í fjármálakrýsunni sem nú skekur Vesturlönd!
En framanaf var hún þó meira ógn en tækifæri, þ.s. minnkun innflutnings 2008 skapaði mjög stórar atvinnuleysistölu í sumum héröðum Kína. Heildarfj. atvinnulausra má vera að hafi verið rúm 100 milljón.
Svo að kínv. stjv. vörðu óskaplegum fjármunum í þ.s. sennilega var kostnaðarsamasti stuðningspakki einstaks ríkis árið 2009 við eigið hagkerfi - en stjv. Kína óttuðust óróleika og óeirðir. Slíkar hefðu getað náð til óskaplegs fjölda fólks í hinum nýju iðnaðarborgum Kína í strandhéruðunum.
En, 2010 virðist sem stjv. Kína hafi verið búin að ná fyrir þann vanda, en í staðinn hefur skapast annar sem er yfirhitun hagkerfis sumra héraða ásamt óskaplegum húsnæðisbólum í nokkrum af stærstu borgum Kína.
Síðari hluta umliðin árs og nú við upphaf þessa, hafa stjv. Kín verið að leitast með varfærnum hætti við að róa hagkerfið - um svipað leiti hefur Kína losað nokkuð um hömlur á verslun með sinn innanlands gjaldmiðil "Renminbi".
Nú um nokkurra mánaða skeið, hafa kínv. fyrirtæki haft heimild til að greiða fyrir þjónustu veitta af erlendum fyrirtækjum og fyrir aðföng keypt erlendis frá, með Renminbi.
Nú þegar dollarinn er undir þrýstingi, getur verið visst tækifæri fyrir fjármagn, að leita úr dollar yfir í "Renminbi". Með ógnarhraða, getur þannig Renminbi orðið einn af megingjaldmiðlum heimsins.
En, þetta er reyndar eðlilegt þ.s. Kína er orðið sannarlega meginhagkerfi í heiminum, svo þ.e. reyndar mjög óvanalegt að þeirra gjaldmiðill skuli ekki fyrir löngu verið búinn að öðlast sambærilegann heimssess.
En þetta kemur til vegna efnahagsstjórnar kínv. stjv. sem hafa viljandi takmarkað rétt til noktunar á Renminbi, og haldið gengi þess föstu - þ.s. flestir telja viljandi lágu til að gera kínv. útflutning samkeppnishæfari en ella.
China eases corporate rules on renminbi :"Companies have been allowed to use the renminbi to settle international trade transactions since July 2009, under an initiative to reduce Beijings reliance on the US dollar." - "mainland companies can now use the renminbi to launch businesses overseas and fund acquisitions." - This is an important step to internationalise the renminbi, said Dariusz Kowalczyk, a strategist at Crédit Agricole. Its significant because this will provide an additional means for renminbi to flow out of China. - "While there is no stated limit on the size of investments, Chinese companies will still have to apply for government approval to send renminbi offshore just as they must do for investments settled in foreign currencies." - "Foreign companies have few ways to use renminbi besides buying goods from China, depositing it in low-yielding accounts and bonds, or swapping it into other currencies. China maintains strict controls on investment from abroad." - "International banks including HSBC, JPMorgan Chase and South Africas Standard Bankalready offer renminbi trade settlement services. According to bankers, the government is encouraging large state-owned enterprises to make acquisitions in renminbi rather than other currencies." - "China is trying to turn the renminbi into a global currency for trade without abandoning controls on the movements of capital..."
Kínversk stjv. klárlega eru varfærin.
Áhugavert er að kínv. fyrirtæki eru háð stimpli frá flokknum, þannig að í hvert sinn er kínv. aðili kaupir fyrirtæki annars staðar eða á hinn veginn að í hvert skipti sem erlendur aðili vill fjárfesta á meginlandi Kína; þarf samþykki valdaflokks Kína.
Þetta á ekkert að breitast - hið minnsta ekki í bráð.
Þetta er ástæða fyrir því, að hafa varúð í sambandi við fjárfestingar frá Kína, einmitt vegna þess að erfitt er fyrir utanaðkomandi að sjá hvar stjv. þar enda og einkarekstur byrjar. Þetta er einhvern veginn samofið, og líkur á að kínv. fyrirtæki virki hið minnsta að einhverju leiti sem tól í tækjasmiðju stjv. Kína. Þannig að aukin áhrif kínv. fyrirt. þíði samtímis aukin áhrif stjv. Kína innan viðkomandi lands.
Varðandi Renminbi þá er stýringar árátta Kínv. stjv. augljós hindrun - en til þess að það verði einn af stórgjaldmiðlum heimsins, munu kínv. stjv. þurfa að létta frekar af hömlum á noktun Renminbis.
Renminbi rolls out :"Yet taking a longer view, it is inconceivable that a rising economic giant will forever content itself with a pygmy currency. As trade ties between China and other emerging countries deepen, why use a third countrys money to invoice their transactions? Renminbi-denominated trade is catching on fast, rising to some $50bn worth of deals in the past six months from zero two years ago." - "Yet that could come only, if ever, after full convertibility and radical changes to Chinas capital markets. That way lie big risks, a fundamental transformation of the Chinese economy, and a loss of control that Chinas leaders will not tolerate any time soon."
Svo, þó svo að Renminbið sé á leiðinni, þá er það ekki að taka yfir heiminn alveg strax. Til lengdar ætti samt sem áður framtíð þess að vera björt - sbr. skoðun aðalhagfræðings HCBC 8. stærsta fyrirtækis veraldar, og 6. stærsta banka veraldar:
Renminbi will be worlds reserve currency :Emerging markets now account for 55 per cent of Chinas total trade, and this is likely to rise rapidly. A switch from the dollar to the renminbi for trade settlement would be an appealing option for EM nations and we expect at least half Chinas trade flows with EM countries to be settled in renminbi within five years, making it one of the top three global trading currencies." -Given Chinas economic and trade power, as it moves closer towards full currency convertibility, it will become increasingly natural for the renminbi to be seen as a reserve currency. The world is slowly, but surely, moving from greenbacks to redbacks.
Hann virðist vera að meina, að sú slökun sem átt hefur sér stað þ.e. að kínv. fyrirtæki geti nú fjárfest með Renminbi og aðrar þjóðir á móti geti nýtt Renminbi til að kaupa afðurðir frá Kína, sé einfaldlega nægilegt til að tryggja hraða útbreiðslu Renminbi í heimsverslun.
En, ef þ.e. svo, þá væntanlega er það fyrst og fremst verslun, sem hentar Kína þ.e. sbr. "mercantilism" en það væri mjög Kína í hag, ef margir gangast inn á það fyrirkomulag, að kínv. fyrirtæki kaupi upp land, námur og fyrirtæki erlendis með Renminbi samtímis því, að þær þjóðir sem þannig fá greitt með Renminbi geti lítið nýtt sín Renminbi í annað en að kaupa vörur frá Kína.
Þetta væri eiginlega klassískt Merkantílískt fyrirkomulag.
Þetta væru þá þjóðir sem væru orðnar það háðar Kína, að þær væru til í að undirgangast svo fullkomlega einhliða fyrirkomulag!
Á hinn bóginn, er þetta ef til vill ósanngjörn túlkun, þ.s. hann talar einnig um frekari afléttingu hafta á Renminbi. Þá auðvitað, myndi útbreiðsla Renminbi snaraukast og enginn vafi að Renminbi yrði næsti gjaldmiðill á eftir Dollar, hið minnsta. Dóminerandi á sumum svæðum, hið minnsta.
En, því lengur sem kínv. stjv. tregast við að gefa eftir þau höft sem enn eru til staðar, því takmarkaðri verður útbreiðsla Renminbi - hið minnsta svo lengi sem þeim höftum er viðhaldið. En miðað við núverandi fyrirkomulag, þá er notkunin mjög einhliða eins og ég lýsi að ofan.
Því lengur sem það fyrirkomulag ríkir, því meir verða menn totrtryggnir á notkun Kína á sínum gjaldmiðli. Þegar er víða komin upp umtalsverð tortryggni á gríðarlegri útþenslu kínv. aðila, sem virðast vera í miklu kaupæði víða um heim.
Því lengur sem fyrirkomulagið virðist vera svo klárlega merkatílískt, því hraðar mun sú andstaða aukast í tak við aukið veldi Kína.
Útþensla Kína þarf ekki að vera neikvæð - en hún getur orðið það!
Hér fyrir neðan áhugaverð mynd sem ég fann á vefnum "BeyondBrics".
Is Chinas business model still viable?
"This weeks beyondbrics chart breaks down Chinas Purchasing Managers Index into its individual components and shows how these have changed between December 2008 and 2010. The chart makes grim reading for Chinese manufacturers: while costs continue to soar, translating into higher prices, export growth has begun to slow."
Til að skilja myndina, þá hækkar allt útfrá miðju. Þetta er í reynd samsett línurit.
- Fram kemur að kostnaður kínv. framleiðenda hefur aukist verulega umliðin 2. ár.
- Eins og sést, er það farið að koma fram í hækkuðum verðum, sem kínv. framleiðendur verða að krefjast, til að halda eigin rekstri yfir núlli þrátt fyrir hækkanir.
- Samt sem áður er klár útþensla allra liða, þar á meðal aukning í pöntunum, svo framleiðsluveldi Kína er ekkert að riða til falls, þó verðin séu að því er virðist á uppleið til að mæta hækkandi kostnaði.
Eitt af því sem veldur þessu, eru hækkandi laun í Kína - "Real wages are rising at around twice the rate of inflation in China. This means that the purchasing power of Chinese consumers is increasing, which will boost demand for domestic products."
Þetta er eitt að því sem þarf að gerast, að Þ.s. Kína er að verða svo stórt hagkerfi, að það mun ekki ganga lengur, að vaxa með þeim hætti að Kína framleiðir en aðrir kaupi. Með hækkun launa, einkum í strandhéröðum og þannig aukningu kaupmáttar þar, mun Kína í vaxandi mæli geta vaxið með tilstuðlan aukningar verslunar milli svæða innan sjálf Kína. En, framleiðsla er farin að færast til innan Kína, þ.e. strandhéröðin eru farin að verða of dýr fyrir framleiðslu sem þarf mikið vinnuafl en getur einungis borgað lág laun, þannig að sú framleiðsla er farin að færast innanlands til aðeins fátækari héraða þ.s. laun eru enn nægilega lág fyrir þá framleiðslu að bera sig. Í staðinn, fókusa ríkari strandhéröðin á framleiðslu á hærra tæknistigi og á þjónustu. Þannig skapast möguleiki á skiptum.
Þessi breyting mun taka nokkurn tíma. En, hún er nauðsynleg. Smám saman, verður Kína þá einnig, einn helsti markaður heimsins samhliða því að vera einn helsti framleiðandi heimsins áfram.
Sú þróun mun auka áhrif Kína enn meir, en eftir því sem fleiri ríki verða mjög háð því að framleiða fyrir Kínv. neytendur, því meiri verða áhrif Kína.
Þetta þíðir ekki endilega að vesturlönd eigi ekki nokkurn séns. En Kína er að snúa aftur á sinn fyrri stall er það hafði í aldir, sem meginhagkerfi Evrasíu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll; Einar Björn - sem, áður og fyrri !
Sem oftar; þakkarverð, þín ágætu skrif, um framgang Miðríkisins (Kína), á kostnað úrkynjaðra Vesturlanda; flestra.
Og; ekki skulum við heldur gleyma, stórsókn Brasilíu og Indlands, í Heims búskapnum, jafnframt.
Undan síga; Bandarísku Heimsvaldasinnarnir, og ESB leppríkja samansafn þeirra, þar með, að verðugu, reyndar.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 00:34
Óskar, ég held reyndar að Bandaríkin eigi margvíslega möguleika í stöðunni. Evrópu muni þó klárlega hnigna. En, eins og ég útskýrði áður geta þó sennilega Þjóðverjar haldið velli með bandalagi við Rússa, sem getur gengið svo lengi sem veldi Kína heldur áfram að vaxa.
-------------
Lykilatriðið er sýn annarra landa á vaxandi veldi Kína. En, Japan - S-Kóreu - Ástralíu - Indónesíu - meira að segja Vítenam - Indlandi. Finnst öllum sér stafa ógn af vaxandi veldi Kína. Merkilegt að á síðasta ári heldur herir og flotar Víetnams og Bandar. sameigeinlega æfingar á S-Kínahafi, þ.s. miklar deilur um lögsögu standa yfir.
Mikið vígbúnaðarkapphlaup er hafið í SA-Asíu, þ.s. önnur lönd eru einnig að efla sinn vígbúnað, til að halda í við Kína. Einnig að gerast á Indlandshafi.
Bæði Indland og Indónesía, eru að halla sér meir að Bandaríkjunum.
Bandaríkjamenn eiga eftir að græða á þessum ótta hinna ríkjanna við Kína. Svo, það getur verið vel mögulegt fyrir Bandaríkin að halda stöðu sinni sem aðalstjórnandi heimskerfisins; svo lengi sem þessi röð landa óttast Kína meir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.1.2011 kl. 13:22
Heill; á ný, Einar Björn !
Hvað; Asíu snertir, gæti margt þess, sem þú gerir ráð fyrir, að verða kynni, komið fram.
Margvíslegar spurningar; um aðra hluta veraldar, svo sem, ef að er gáð.
Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.1.2011 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning