18.1.2011 | 18:44
Steingrímur J. - "Útiloka ekki eignarnám" í glímunni við Magma Energy! Hvers konar pólitískt leikrit er í býgerð?
Steingrímur J. tók við 47.000 undirskriftum í gær frá Björku Guðmundsdóttur.
Spurning vaknar, hvort af stað sé komið pólitísk leikrit ætlað að varpa málinu á dreif, eða hvort Steingrímur J. hafi áhuga að setja þrýsting á Magma Energy og helsta eiganda þess?
Útilokar ekki eignarnám
Bjarni Benediktsson tók upp málið á Alþingi í dag, og kom fram eins og verjandi hagsmuna Magma Energy og helsta eiganda þess, þ.s. hann virtist ræða málið verður maður að segja í nokkrum hneixlunartón, þ.s. hann sagði m.a. ísl. auðlyndir í engri hættu.
En, Sjálfstæðismenn hafa tekið þá afstöðu að verja samninginn við Magma Energy, 100 ára leigusamninginn, telja af og frá að sá samningur feli í sér sölu á auðlynd.
Þeirra afstaða hefur verið, að slík einkavæðing auðlyndanotkunar sé ekki áhyggjuefni. Að, það eina sem máli skipti sé, að borgað sé auðlyndagjald sem talið sé hæfilegt og skattar og önnur skildugjöld til ríkisins.
-------------------
Ég tek fram, að ég er ekki sammála þeirri grunnafstöðu. Tel samninginn til alltof langs tíma. En, 65 ár endurskoðun og síðan önnur 35 ár; sé ekki ásættanleg samningslengd. 35 ár væri nær lagi sem hámarkslengd. Ég er þeirrar skoðunar, að leiga til svo óskaplega langs tíma, sé sala.
Þannig að auðlyndin sé ekki lengur í opinberri eigu. Ég er andvígur slíku, og styð því aðgerðir með það að markmiði, að snúa þeim gerningi við.
- Spurning er þá, hvernig er best farið að því, að setja þrýsting á mótaðilann?
Umræða um hugsanlega eignaupptöku getur einmitt verið leið til þess, að setja þrýsting á Magma Energy!
- Í fyrsta lagi, þarf allt að líta út með þeim hætti, að raunverulega sé verið að undirbúa slíka hugsanlega eignaupptöku - þetta snýr að trúverðugleika hótunar.
- Þannig, að þá þarf að stíga öll venjuleg og eðlileg skref, í þá átt að undirbúa slíka lagasetningu.
- Samhliða fara fram viðræður við Magma Energy um að breita samningi þeim er þeir hafa gert, þannig að tíminn sé styttur verulega. Helst án þess að greiða þeim nokkuð á móti.
- Má kalla þetta samninga með tveim hrútshornum. En, í þessu samhengi er öll fjölmiðlaumræða hér, í reynd gagnleg.
- Því meira "controversy því betra" - en þá virka stjórnvöld enn einbeittari um þá stefnumörkun.
- Það sama á við, að því harðar sem Sjálfstæðismenn gagnrýna stjórnvöld, og stjórnvöld virðast leiða þá gagnrýni hjá sér, því einbeittar virðast þau - sem styrkir þeirra stöðu.
- Á vissan hátt væri þetta "game of chicken" þ.e. um það hvor blikkar fyrst.
- Stjórnvöld verða þá að vera til í að taka þá áhættu, að keyra málið alla leið inn á Alþingi. En, það má vera, að mótaðilinn blikki ekki, fyrr en málið er búið að fara þegar í gegnum fyrstu umræðu - sem dæmi.
- En tilgangurinn, sé sá að ná hagstæðari samningum. Allt ofangreint getur verið þ.s. þarf!
Niðurstaða
Ekki veit ég hvort ofangreint leikrit er þ.s. vakir fyrir Steingrími J. og ríkisstjórninni. En, það má einnig vera, að einungis sé verið að tala í þessa átt í smá tíma, til að róa þá fjölmörgu sem þátt tóku í undirskrifta söfnuninni - síðan eigi að láta málið falla í gleymsku.
En, sú vegferð er ég lýsi, er mjög möguleg. Sennilega eina leiðin til að breita samningnum, úr því sem komið er.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:29 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Einar, leikritið heitir, "þykist gera eitthvað, en gerum ekki neitt".
Á því eru margar skýringar, samstarfsflokkur hans er líka dálítið skotinn í Magma, enda margir kostunaraðilar hennar sem eru þarna bak við tjöldin.
En stóra skýringin er, og fólk þarf að fara að horfast í augun á henni, og hún er sú, að eftir að við tókum við lánum AGS, þá höfum við ekki lengur húsbóndavaldið.
Vissulega myndi AGS ekki beita sér út á við gegn aðgerðum gegn Magma, en þegar að því kemur að tilkynna þeim, að við getum ekki endurgreitt skammtímalán þeirra, þá verður okkur gerð grein fyrir að við vorum ósamvinnuþýð, og það hefur alltaf afleiðingar.
Einkavæðing orkuauðlindanna, er eitt af langtímamarkmiðum samningsins við AGS, þær eru þessu frægu "eignir á móti", sem þeir tala alltaf svo fjálglega um.
Það er tími til kominn að fólk horfist í augun á staðreyndum lífsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.1.2011 kl. 19:03
Það er auðvitað mjög vel mögulegt, að leikritið sé akkúrat af því tagi sem þú leggur til.
Það væri í takt við fyrri hegðun ríkisstj.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.1.2011 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning