Þýska efnahagsundrið í hnignun segir "Der Spiegel"!

Það sem kemur fram hjá Der Spiegel, er að umtalsverð hnignun hefur orðið í þeim þáttum, sem Þýska hagkerfið er einna helst þekkt fyrir, þegar núverandi ástand er borið saman við ástand ársins 1991.

Sjá: Booming German Employment Masks Shrinking Industry

"In 2010, an average of 40.37 million people were working. That represents a rise of 197,000 jobs versus a year before...According to official estimates, the German unemployment rate fell to 6.8 percent, down from 7.4 percent a year earlier..."

Þetta er auðvitað gott - en þeir benda á að undirniðri séu til staðar veikleikar í Þýsku efnahagsvélinni, sem hafi verið að ágerast undanfarin ár.

 

Gallar skv. Der Spiegel:

  • "...about 5 million Germans have a job which pays just €400 ($534) a month..."
Skv. Seðlabanka kostar Evran 153,81 * €400 = 61.524 kr.

Mér finnst þessi lágu laun, hreint ótrúleg. En miðað við heildartölu vinnandi að ofan, er þetta 12,39% vinnandi handa, sem hafa þ.s. sem verður að kalla fátæktarlaun.
  • ...more than 2.2 million people boost their earnings through extra work on the side.
Klárlega þarf annað starf meðfram til að lifa af ofangreindum launum. Eða, aðra fyrirvinnu fyrir heimili.
  • "Despite the country's robust economic outlook, more than 900,000 Germans are only able to work as and when they are needed." - þ.e. ráðnir til skamms tíma.

Skv. þessu, eru flest ofangreindra láglaunastarfa ekki hlutastörf.

Skv. þessu, er ef til vill ekki lengur eins mikið af hálaunastörfum í Evrulandi, og margir halda fram hérlendis. En, Þýskaland er öflugasta hagkerfi Evrópusambandsins.

  • "In 1991, less than 60 percent of people worked in the service sector, but by 2010 that figure was 73.5 percent."
  • "Last year, only 2.1 percent of people worked in agriculture and forestry, around half the figures for 1991."
  • "Meanwhile, employment in the construction sector slowed to 5.5 percent of the total number of jobs -- a reduction of around one-third since 1991."
  • "One significant change is afoot in the manufacturing industry, which saw its share of employment dip from 29.3 percent to 18.9 percent since 1991."

Vandi við útbreiðslu þjónustu, er að hún framleiðir nákvæmlega ekki neitt. En, þetta hefur verið eitt af einkennum hnignunar vesturlanda undanfarin ár, úbreiðsla þjónustu starfsemi í staðinn fyrir framleiðslu.

Sumir hafa látið meira að segja þannig, að þjónusta sé næsta stig í þróun hagkerfa og jafnvel talað um "post industrial" þjónustu hagkerfi.

En veikleiki þjónustu, er einmitt sá að hún framleiðir ekki neitt. Allt þ.s. hún veitir er forgengilegt, svo þegar veikleikar skapast þá einfaldlega gufar hún upp, án þess að skilja nokkuð eftir.

Þ.s. þetta virðist sýna, að þó að Þýskaland hafi enn sterkasta framleiðsluhagkerfi Evrópu, þá þrátt fyrir það auðsýnir það með skýrum hætti þá hnignun sem vesturlönd hafa verið í, í samanburði við lönd Asíu þangað sem mikið af framleiðslu tengdri starfsemi hefur flust.

  • Þ.s. maður veltir fyrir sér, er hvað gerist þegar alvarleg kreppa skellur á og eftirspurn eftir kaupum á þjónustu minnkar verulega!
  • Verður þá stór hluti fólks er vinnur v. þjónustu einfaldega atvinnulaus?

 

Sumir hagfræðingar halda því fram í dag, að hnignun framleiðsluhagkerfa vesturlanda sé einungis hægt að snúa við, með stórfelldri lækkun lífskjara - þ.e. með færslu þeirra nær þeim status sem keppinautar þeirra í Asíu eru vanir.

Stórar fullyrðingar! En, getur þessi þróun að vesturlönd hætti að framleiða haldið áfram endalaust? Er ekki þessi óskaplega uppbygging þjónustu; bankar - verslanir - tryggingafélög o.s.frv. einfaldega froða?

En, í Asíu er einnig í hraðri uppbyggingu öflug þjónustustarfsemi. Þar eru laun lægri. Svo, þarna eru vesturlönd einnig að tapa samkeppnishæfni!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir þessa færslu Einar Björn. Gott að fá þetta frá þér.

Já, það passar að nokkrar milljón fjölskyldur í Þýskalandi í fullri vinnu hafa svo léleg laun að þær þurfa um leið að fá bæjarhjálp. Það eru engin lágmarkslaun í Þýskalandi og tímalaun eru oft aðeins 4 evrur. Fyrir utan þetta þá hafa Þjóðverjar ekki fengið launahækkun í samfleytt 12 ár og svo að segja enga raun-kaupmáttaraukningu á síðustu 15 árum.

Smásala er enn minni núna en hún var fyrir 10 árum. Svona virka öldrunarhagkerfi. Neyslu er lokið. Stóla verður á innflutta eftirspurn (neytendur) frá ungum og kaupsterkum neytendum í öðrum og heilbrigðari löndum, via export.

Fátt þýskt ungt fólk sem getur flúið eitthvert annað vill vera um kyrrt og fæða börn í svona deyjandi samfélag. Lífið hjá ungu fólki í Þýskalandi er ekki dans á rósum. Launamyndun hjá ungu fólki er ömurleg og framtíðin kolsvört. 

Þýskaland er í ESB og sumir segja að það sé vélin í evrunni. Hóst, hóst.  

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.1.2011 kl. 20:25

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einmitt Gunnar, ef vélin er svona hvernig þá er þá ástandið í restinni af löndunum?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.1.2011 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband