31.12.2010 | 13:39
Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir gamla!
Gleðjumst eins og við getum nú yfir hátíðina, því alvaran mun taka fljótlega við á nýárinu.
Mig grunar nefnilega að næsta ár eigi eftir að reynast eitt það viðburðaríkasta í heimssögunni. Að eftir það verði Evrópusambandið ekki samt.
Mín persónulega tilfinning er að líkur á því að Evrusvæðið haldi út næsta ár í óbreittri mynd, séu innan við 50%.
Hvað akkúrat gerist, er ekki klárt enda möguleikar til staðar, allt frá stjórnlausu hruni sem væri versta niðurstaða yfir í að, undirbúið verði einhvers konar Plan B af ríkari ríkjum, sem myndi sameiginlega nýjan gjaldmiðil - þannig að gamla Evran falli þá stórt.
Aðalpunkturinn er sá, að einungis stór sameiginleg aðgerð getur bjargað málum - og þ.e. enn mögulegt, ef sú sameiginlega er nægilega yfirgripsmikil og að ef gripið til hennar í tæka tíð. En tíminn er að renna út hratt.
En, þetta gæti verið útgáfa Evrubréfa með sameiginlega ábyrgð, sem geri ríkjum í vanda og þeim sem líklega lenda í vanda mögulegt að skipta út skuldum fyrir skuldir með lægri vexti, þá sameiginlega niðurgreidda í t.d. 3,5%.
Vandi er sá að ríkari þjóðir og betur staddar innan Evrusvæðis, hika við - vegna kostnaðar.
En, hrun mun einnig kosta mikið og sennilega meira.
Alveg sama hvað gerist verður sameiginlegur skuldavandi mjög mikill. En, stjórnlaust hrun mun framkalla verstu vandamálin og meðan menn hika og íta málum á undan, er alvarleg og hratt vaxandi hætta einmitt á slíkri útkomu.
Minna dýrt verður að ábyrgjast sameiginlega eða að útbúa ofangreint Plan B.
Vonandi að leiðtogar Evrópu standi sig - því stærsta eldskýrn leiðtoga ESB/Evru ríkja er nú framundan á næstu 6 mánuðum eða svo - ég gerist svo djarfur að spá því.
Hvað okkur varðar, þá líklega fellur okkar bankakerfi ef það verður stjórnlaust hrun. Þ.e. hugsanlegt að það standi, ef vægari útkomurnar verða ofan á. En einungis hugsanlegt.
Bankakerfið okkar er því miður raungjaldþrota eða því sem næst - og viðbótar samdráttur því sennilega fellir það, sérstaklega ef samdráttur sá er verulegur.
Einungis getur það hjarað áfram, ef tekst að komast hjá samdrætti hér á næsta ári þá vegna þess að atburðir í Evrópu sigla skársta mögulega farveg og atburðarás hér skilar einhverjum smá hagvexti - hið minnsta ekki frekari samdrætti.
- Ég er farinn að skilja af hverju - megir þú lifa áhugaverða tíma - er "curse" :)
Skoða áhugaverða greinar: 2 nóbels hagfræðingar
Stiglitz: Reform the euro or bin it
Stiglitz: Economic crisis 'could mean death of the euro', warns Nobel Prize winner
Stiglitz: Spain on the steps of the Argentine crisis of 2001, warns Stiglitz
Krugman: The Spanish Prisoner
Krugman: Eating the Irish
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt ár Einar þakka góð skrif á liðnu ári.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 31.12.2010 kl. 18:22
Takk fyrir minn kæri :)
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.12.2010 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning