Íslenska krónan er sem korktappi í ölduróti heimskerfisins - er sagt! Viðlagið er, að við þurfum að tilheyra stærri gjaldmiðli!

Hinn eiginlegi korktappi er Ísland sjálft, þ.e. okkar hagkerfi. En þ.e. galopið eins og hægt er að hugsa sér, og allar sveiflur sem eiga sér stað erlendis, koma þegar fram hér - bæði góðar og slæmar.

Á hinn bóginn, er það ekki lausn, að taka sveiflujafnarann sem er okkar gjaldmiðill, af hagkerfinu. Því, sveiflurnar sem við erum að tala um - hvort sem um er að ræða verðsveiflur á okkar helstu útflutnings afurðum, fjölgun eða fækkun ferðamanna, heimskreppu eða uppgang í löndunum í kring; verða alveg burtséð frá því hvort við höfum eigin gjaldmiðil eða ekki.

  • Þannig, að það verður ekkert til neitt jafnvægi með því að taka sveiflujafnarann af.
  • Þvert á móti, þá er það eina sem breitist, að sveiflurnar verða samt eftir sem áður, en þá í staðinn þarf eitthvað annað að sveiflast.
  • Samanburður á reynslu þjóða, virðist ekki sýna að sveiflujöfnun með öðrum þjóðfélags- eða hagkerfisþáttum, sé skárri.
  • Þvert á móti virðist slíkur samanburður sýna að þjóðir með eigin gjaldmiðil og fljótandi gengi, verða fyrir minnsta hagkerfistjóninu - að jafnaði.

 

Reynsla Letta

Hérna fyrir neðan getið þið séð dæmi um það hvað gerist, þegar hagkerfi sveiflast án sveiflujafnara vs. hvað gerist þegar hagkerfi sveiflast með sveiflujafnara. 

Samanburður Nóbelsverðlaunahafans Krugmans á Íslandi og Lettlandi. Munur annað hagkerfið ákvað að heimila gengisfellingu meðan hitt, stóð við það prógramm að heimila hana ekki - og uppsker í staðinn að hafa uppfyllt skilyrði um Evruaðild.

Spurningin er, hvort græddi meira - landið sem tók stærri samdráttinn eða landið sem tók þann smærri?

Evrusinnar dásama einmitt stjv. í Lettlandi, fyrir dugnaðinn og harðfylgdina, að hafa haldið sínu striki þrátt fyrir kreppu, þrátt fyrir samdrátt sem varð 25% áður en hagvöxtur hófst að nýju - eins og sumir vilja meina að Lettland hafnaði skammtíma gróða fyrir langtíma.

En, 25% samdráttur kallast í öllu venjulegu samhengi "economic depression" og það mun taka Letta mörg viðbótar ár að vega upp svo óskaplega mikinn samdrátt.

Pólland svo annað dæmi sé tekið, ákvað að standa ekki við prógrammið til aðildar að Evru, og í staðinn heimilaði gengisfellingu, sem varð nokkur stór. En, í staðinn varð samdráttur til muna smærri og hagvöxtur er þar í landi einnig kominn af stað!

Evrusinnar vilja meina, að Lettar séu til fyrirmyndar meðan Pólverjar séu það ekki. Að í Póllandi hafi ráðið popúlismi og skammtímasjónarmið!

---------------

December 17, 2010, 1:33 pm

They Have Made a Desert

And called it successful adjustment. Matthew Yglesias marvels at European policy makers who consider Latvia a success story. And their satisfaction is indeed something wondrous to behold. Here’s a comparison:

DESCRIPTIONEurostat

A few more such successes and Latvia will have no economy at all.

---------------

Grein um Pólland: Zloty economics: Crisis? What crisis?

Önnur grein: Poland’s Currency Lifts Economy

Bloomberg: Polish Economy Grows Fastest in Two Years, Setting Stage for Rate Increase

Svíþjóð: Swedish economy posts record growth

Grein: Internal Devaluation Definition

Grein: Iceland vs Ireland

Stiglitz: Reform the euro or bin it

Stiglitz: Economic crisis 'could mean death of the euro', warns Nobel Prize winner

Stiglitz: Spain on the steps of the Argentine crisis of 2001, warns Stiglitz

Krugman: The Spanish Prisoner

Krugman: Eating the Irish

Eins og sést að neðan, stóð Pólland sig mikið betur en löndin í kring, skv. stöðu í árslök 2009. Pólland reyndar ásamt Svíþjóð, er sennilega það aðildarland ESB sem best kemur út úr kreppunni!

Ég ætla ekki að segja neitt frekar um þetta annað en það, að mín skoðun er að Lettar hafi tekið ranga ákvörðun - sem var í reynd að láta aðra þætti innan hagkerfisins en gengið taka sveifluna sem eins og myndin á vefsíðunni hans Krugman sýnir glöggt skilar sér í meiri samdrætti - á meðan að ákvörðun Pólverja um það að hætta við Evruaðild hið minnsta fyrst um sinn hafi verið rétt og heimila gengisfellingu, þannig að gjaldmiðillinn sveiflujafnaði í staðinn, fyrir aðra þætti hagkerfisins - þannig að samdráttur lágmarkaðist ásamt viðbót við atvinnuleysi. Í reynd virðist sem þeir hafi alveg sloppið við samdrátt, mælt yfir árið.

Í staðinn hægði á hagvexti, en síðan hefur hann verið að smá aukast. Í Lettlandi hófst hagvöxtur aftur um mitt þetta ár, en munurinn er sá að Pólland þ.s. hagvöxtur einungis minnkaði er hagkerfistap lítið, og Pólverjar verða til mikilla muna fljótari að ná því til baka - hagkerfislega og lískjaralega - en Lettland. 

Það skiptir í raun og veru máli, og afsannar með öllu að sveiflur með öðru en gjaldmiðli, séu betri fyrir launamenn - almenning.

Þvert á móti skiptir meira máli fyrir almenning, að niðursveifla hagkerfisins sé lágmörkuð, og því fj. atvinnulausra.

Í samanburði er tímabundin lækkun launa, sem gengisfelling framkallar mun minna tjón - enda kemur það síðan allt til baka, þegar atvinnulífið tekur við sér, og laun fara að hækka á ný.

Á Íslandi reyndar er sérástand, þ.s. ofvöxtur bankakerfisins skaffaði um tíma hærri lífskjör en raungrundvöllu var fyrir skv. þeim framleiðsluþáttum sem undirbyggja okkar hagkerfi, svo að þau fölsuðu lífskjör koma ekki aftur. Heldur, mun landið ná aftur upp í cirka þau sem til staðar voru - segjum 2002 er bankarnir voru seldir.

 

Niðurstaða

Ísland er sannarlega korktappi í hafróti stórsjóa, ef alþjóða hagkerfið lendir í krýsu. En, með virkum sveiflujafnara kemst sá korktappi í gegnum hafrótið án þess að sökkva - þ.e. hagkerfi Íslands.

En, án sveiflujafnara er ekki víst að svo vel fari. En, þ.e. einmitt eiginleiki smárra hagkerfa, að þau hafa minna borð fyrir báru en stór hagkerfi, ef þau ætla sér að sigla beint í gegnum stórsjóina án þess að hafa virkan sveiflujafnara.

Sá möguleiki er þá fyrir hendi að verða alveg undir, eins og við sjáum í vanda Grikklands og Írlands - en bæði löndin hefðu getað forðast gjaldþrot með peningaprentun, og leið verðbólgu eins og við fórum. En, ef þú getur ekki prentað peninga, getur ekki fellt gengi, þá þarftu utanaðkomandi aðstoð sbr. Grikkland eða Írland, vegna þess að peningamagn sem þú ræður yfir er takmarkað svo það getur runnið til þurrðar. Þá ef þú færð þá ekki aðstoð, sem er háð vilja og getu annarra um að veita þá aðstoð sem hvort tveggja er ekki án enda, þá tæmast sem sagt fjárhirslurnar og innlent greiðslufall á sér stað hjá viðkomandi ríki - sem er langalvarlegasta form krýsu sem hægt er að lenda í fyrir utan borgarastríð eða innrás óvinaherja. En, þá hættir ríkið að geta borgað laun - bætur til fátækra - til ellilaunþega - til fatlaðra - til atvinnulausra. Niðurstaða, samfélagsleg upplausn. Jafnvel hrun ríkisvalds.

Það er sem sagt, engin smáræðis áhætta fólginn í því, að henda frá sér eigin gjaldmiðli. Því ef allt fer á versta veg, þá taka þeir krýsumöguleikar sem þá eru í boði öllu því fram, sem þú getur lent í með eigin gjaldmiðil. En, innlent greiðslufall er til muna hættulegra en að taka áhættu með peningaprentun og verðbólgu.

Það fer reyndar eftir því hve mikil hún verður, sem dæmi verðbólga upp í 100% er ekki stórfellt hættuleg í samanburði. En, ef við erum að tala á hinn bóginn um algerlega stjórnlausa eins og í Zimbabve þ.s. má vera hún hafi farið yfir milljón prósent og þá í reynd ástand mjög nærri innlendu greiðslufalli, þá auðvitað er munurinn á milli orðinn sára lítill.

En þetta sýnir hve langt ég þarf að fara í samanburði, til að nálgast eins alvarlegt ástand og þ.s. getur verið framundan á Spáni á næstu mánuðum, ef þegar á reynir ríku þjóðirnar innan ESB treysta sér ekki í fleiri björgunarpakka og Spánn fær enga björgun og fer í raunverulegt þrot með enga leið til að bjarga sér með peningaprentun.

Italy's debt costs approach red zone : "Yields on 10-year bonds rose 10 basis points to 4.86pc after a poor auction of short-term debt in Rome. The Italian treasury had to pay 1.7pc to sell €8.5bn (£7.2bn) of six-month bills in a thin post-Christmas market, up from 1.48pc a month ago."

Ítalía virðist hafa verið að selja skuldabréf milli jóla og nýárs, og sú sala sýnir að krýsan er ekkert í rénun, þ.s. þeir þurftu að bjóða 0,1% meira en síðast. Krafan er komin óþægilega nálægt 5%.

Það bendir því flest til þess, að mikill óróleiki verði á mörkuðum þegar snemma á nýárinu. Ég spái mjög spennandi fyrstu mánuðum næsta árs. Ekki síst fyrir Spán, sem þarf að skuldbreyta mjög háum upphæðum fyrstu 3. mánuði næsta árs, og er hæsti toppurinn í apríl nk.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband