28.12.2010 | 03:49
Árni Páll, okkar ástkæri efnahags- og viðskiptaráðherra, telur krónuna vera upphaf og endi okkar efnahags ófara. Bara ef þetta væri virkilega svona einfalt!
Það er uppi vinsæl kenning, sem er vinsæl vegna þess að hún er aðlaðandi. En, þ.e. einmitt þannig, að aðlaðandi hugmyndir, vilja gjarnan laða að sér hópa fólks, einmitt fyrir það að vera aðlaðandi.
Í þessu tilviki, er það sú hugmynd, að gjaldmiðillinn okkar krónan, sé okkar helsti myllusteinn. Upphaf og endir okkar fjölmörgu efnahagslegu ófara. Menn benda því til sönnunar á, hve oft hún hefur fallið "segja menn" og hve mikil verðhækkanahryna ásamt tekjutapi launþega, slíku oft fylgir.
Nú nýlega, er ákallað "hún hafi tapað 99,9% af sínu verðgildi sbr. danska krónu á síðustu 65 árum. Hugsa sér, segja menn alla þessa helför fyrir almenning. En, einhvern veginn bregðast menn í því, þegar þeir predika með þessum hætti, að nefna að þó svo að svo sé, þá eru tekjur almennings hérlendis, til mikilla muna hærri en fyrir 65 árum síðan, og að auki að þær eru langtum - langtum hærri, en 1/999 vs. meðal kjör Dana.
Lausnin sem menn nefna, og hljómar einföld, er að skipta gjaldmiðlinum fyrir stöðugan gjaldmiðil, sem hafi gengi sem lækki ekki - sé með öðrum orðum stöðugt.
Þessu á að fylgja mikill hagur fyrir launþega, því þá lækki kjör þeirra aldrei fyrir tilverknað gengisfalls.
Að auki, á þetta að efla mjög viðskipti, sem sagt er munu efla mjög hagkerfið o.s.frv, o.s.frv.
Bara ef þetta væri svona einfalt
Í fyrsta lagi virðast menn ekki margir hverjir skilja fyllilega, hvað er gjaldmiðill!
- Gjaldmiðill er ekki verðmæti í sjálfu sér.
- Hann er einungis tilvísun á verðmæti.
- En, margir misskilja algerlega hvaða verðmæti hann er tilvísun fyrir. Þ.e. ekki fyrir þau verðmæti, sem er verið að eiga skipti á hverju sinni. Heldur, þau verðmæti sem hagkerfið sjálft -sem viðkomandi gjaldmiðill gildir innan- framleiðir.
- Þ.s. gjaldmiðillinn er grundvallaður á verðmætasköpun hagkerfis, þá hefur hann traust sem miðill til skipta á verðmætum milli einstaklinga og aðila, svo lengi sem viðkomandi hagkerfi hefur enn rekstrargrundvöll og innri verðmætasköpun.
- Gjaldmiðill ferst því ekki nema, og aðeins nema, að hagkerfið sjálft farist sbr. Sómalía. Auðvitað er einnig mögulegt, að leggja gjaldmiðil niður. En, svo lengi sem hagkerfi vill starfa með gjaldmiðil, sem það sjálft býr til, verður traust/tiltrú aldrei "0" nema, að endanlegt hrun viðkomandi hagkerfis sé öruggt og yfirvofandi.
Þannig, að allt tal um endanlegt hrun okkar gjaldmiðils er tóm endaleysa þ.s. hagkerfið okkar er enn starfandi, og stöðugur/öruggur útflutningur verðmæta sem önnur hagkerfi hafa áhuga og vilja um að kaupa, er enn til staðar.
Þ.s. margir býsnast yfir er óstöðugleiki krónunnar
- Eins og ég tók fram að ofan, er króna og í reynd hvaða gjaldmiðill sem vera skal, ekki verðmæti í sjálfu sér.
- Grundvöllur verðmæta gjaldmiðils þ.e. svokallaðs skiptaverðmætis gagnvart gjaldmiðlum annarra hagkerfa, er verðmætasköpun í þessu tilviki okkar hagkerfis.
- Ef sú verðmætasköpun - getum einnig kallað þetta innkomu hagkerfisins - verður fyrir höggi, sbr. að mikilvægir þættir hagkerfisins allt í einu bregðist og hætti að skapa veltu innan þess, þannig að velta þess minnkar og ásamt því að innkoma þess einnig skreppur saman. Þá algerlega sjálfvirkt eins og að hitamælir lækkar þegar hiti lækkar þá minnkar skiptaverðmæti okkar gjaldmiðils.
- Það að skiptaverðmæti gjaldmiðilsins falli, er því algerlega eðlilegt og óhjákvæmileg afleiðing áfalls, sem hagkerfið verður fyrir sem minnkar þess veltu og tekjur.
- Skv. því sem ég sagði að ofan, er tiltrú aldrei endanlega farin, meðan við enn eigum stöðug skipti á verðmætum við önnur hagkerfi, sem þau enn sækjast eftir.
- Þannig, að skv. því er enginn vafi, alls enginn, að önnur hagkerfi munu vera til í að eiga skipti með okkar gjaldmiðil - svo fremi sem hann hefur verðmæti sem þau viðurkenna.
- Það að hann hafi ekki verðmætaskráningu, sem sé viðurkennd út á við, getur tímabundið skapað skort á vilja, til að eiga skipti með okkar gjaldmiðil.
- Lausnin liggur þá í því, að framkalla það verðlag sem er talið sanngjarnt svo eðlileg skipti geti hafist á ný.
Ég er sem sagt, að tala um afnám haftanna.
- Varðandi stöðugleika um svokallaða gengisskráningu, þá skv. ofangreindu, þá byggist sá stöðugleiki á því, að velta og tekjuöflun hagkerfisins okkar sé ekki sveiflukennd að neinu umtalsverðu leiti.
- Þetta snýst sem sagt um það - sérstaklega - að forðast umtalsverð áföll.
- Ef slíkt tekst, þá er gengisskráningin einnig stöðug.
En getum við flutt inn stöðugleika?
- Þetta er grunn hugmyndin, að slíkt sé raunverulega mögulegt!
- Hún hljómar aðlaðandi, að hengja sig á annan stærri gjaldmiðil, flytja þannig inn þann stöðugleika, sem talinn er vanta hingað.
- Útgáfa af því sem kallað er "free riding" - getum íslenskað þ.s. að teika sér far.
Mitt svar er "Nei" að það sé ekki mögulegt að flytja inn stöðugleika!
Varðandi viðvarandi óstöðugleika, því að gjaldmiðill virðist vera dæmdur til að vera óstöðugur, þá er það að völdum undirliggjandi hrynjanda innan sjálfs hagkerfisins, sem manifestar í óstöðugleika þess gjaldmiðils - svo ef þ.e. svo að gjaldmiðill er talinn krónýskt óstöðugur þá er það sama og segja að viðkomandi hagkerfi sé krónýskt óstöðugt!
- Þú útrýmir ekki slíkum óstöðugleika, með því að skipta um gjaldmiðil!
- Hann verður áfram þá til staðar eftir sem áður - til að framkalla vandræði í því seinna.
- Ef sjálfstæður gjaldmiðill þess hagkerfis er þá ekki til staðar til að taka fallið
- Þá þarf einhver önnur breyta að gera það í staðinn.
- Þetta er alveg járnkalt lögmál - eins öruggt og að sólin kemur upp, og Jörðin snýst.
- Þ.s. margir gleyma, er að þ.e. langt í frá víst, að aðrir möguleikar til aðlögunar - sem engin leið er til að forðast - séu nokkuð skárri en sá er þeir vilja afnema!
Þetta er þ.s. Írland, Grikkland eru að finna fyrir í dag, og þ.s. Spánverjar, Portúgalar og Belgar munu einnig finna fyrir á morgun!
Þetta er þ.s. Stiglitz sagði okkur fyrir margt löngu síðan - þ.e. að í sveiflukenndu hagkerfi er ekki val um að hafa sveiflu, heldur einungis um hvað það er akkúrat, sem tekur sveifluna:
- Gengi.
- Laun.
- Atvinnustig.
- Punkturinn er sem Stiglitz nefndi, að gengi er hraðvirkari aðferð og þess vegna kostnaðarminni aðferð við aðlögun en hinar tvær.
- En, gengisfall á sér stað í einu vetfangi, þá er það afstaðið og uppbygging getur hafist þegar í kjölfarið sbr. að Írland mun verða skv. AGS í verðhjöðnun um 4. ára skeið, og allan tímann á meðan þá skapar sú verðhjöðnun samdrátt innan írska hagkerfisins, tefur uppbyggingu.
------------------------------
Ég bendi á: Bank of International Settlements - Quarterly Review - June 2010
Undirkaflinn - "Currency collapses and output dynamics: a long-run perspective"
- "This article presents new evidence on the relationship between currency collapses,,,and real GDP."
- "The analysis is based on nearly 50 years of data covering 108 emerging and developing economies."
- "...we identify a total of 79 episodes (Table 1). The threshold for a depreciation to qualify as a currency collapse is around 22%..."
- "We find that output growth slows several years before a currency collapse, resulting in sizeable permanent losses in the level of output."
- "On average, real GDP is around 6% lower three years after the event than it would have been otherwise."
- "However, these losses tend to materialise before the currency collapse."
- "This means that the economic costs do not arise from the depreciation per se but rather reflect other factors."
- "Quite on the contrary, depreciation itself actually has a positive effect on output."
- Growth tends to pick up in the year of the collapse and accelerate afterwards.
- Growth rates a year to three years after the episode are on average well above those one or two years prior to the event.
------------------------------
Ég legg mikið upp úr þessari skýrslu BIS þ.s. hún er byggð á efnahags-sögulegri rannsókn á raunverulegum dæmum.
Ég tel hana í reynd fulla sönnun þess, að stórt gengisfall sé jákvæð aðgerð - hluti af lækningunni!
Vandinn sem þurfi að fókusa á, sé þ.s. skóp gengisfallið, þ.e. innri hagkerfis vandinn.
Á hann þarf að fókusa - því ef sá er ekki leystur, verður aldrei stöðugleiki, sama hvað er gert!
Að skipta um gjaldmiðil, með innri óstöðugleika áfram hangandi yfir sér, sé aðgerð sem dæmd sé til að enda í ósköpum sbr. Grikkland, Portúgal.
En þ.e. ekki af ástæðulausu, að farin var sú leið að búa til ERM II innan ESB, skapa sem sagt reglurnar frægu "convergence criteria" því litið er á sköpun hagkerfis stöðugleika og það ekki af ástæðulausu, sem frumforsendu!
Sem auðvitað þíðir að þeir sem skópu Evruna á sínum tíma, vissu að ef ekki tekst að skapa slíkann stöðugleika, þá muni hann bíta í afturendann á þeim sem ganga inn - í því seinna!
Grein Árna Páls - Framfarastoð eða skálkaskjól?
"Traustur gjaldmiðill sem stendur undir verðmætasköpun er ákjósanlegur, þótt hann myndi auðvitað reyna á aga í hagstjórn hér á landi. Við gætum með slíkum gjaldmiðli betur nýtt okkur ávinning af stórum alþjóðlegum heimamarkaði, þar sem gengisáhætta gagnvart helstu viðskiptalöndum heyrði sögunni til. Við ættum auðveldara með að laða til okkar erlenda fjárfestingu, en smæð og veikleiki gjaldmiðilsins hefur verið stærsta hindrunin í vegi erlendrar fjárfestingar um áratugi. Við myndum njóta aukins verðstöðugleika og lægri vaxta. Við gætum þar með búið í haginn fyrir vöxt arðsamra hátæknigreina hér innanlands, frekar en að tapa slíkum fyrirtækjum ávallt úr landi."
Þarna snýr hann öllu á haus, þ.s. þ.e. verðmætasköpunin sem er grundvöllur lífsgæða hér, ekki gjaldmiðillinn. Að auki, orðin "aga í hagstjórn" er það eina sem hefur að segja, um þann vanda að búa við erlendann gjaldmiðil - sem sveiflast ekki svo e-h annað þarf að sveiflast í staðinn.
Varðandi gengiáhættu, er hún mjög ofmetin þ.s. hún er í reynd ekki til staðar. Þetta er í reynd þvættingur. En, útflutnings aðilar einfaldlega taka við greiðslum í gjaldmiðli þess lands sem þeir eru að selja vörur til. Svo, þannig verður áhættan í reynd engin og er engin í dag, svo fremi sem þeir skipta honum samdægurs í krónur eða kaupa fyrir e-h annað sem þeir flytja hingað.
Þetta er einungis vandi fyrir aðila, sem ekki eru að selja vöru heldur eru í fjármálastarfsemi, og þurfa því stöðugt að vera höndla með stórar upphæðir og eru alltaf með stórar upphæðir bundnar í fé.
Varðandi tal um það að krónan sé hömlur fyrir fjárfestingu, er það einfaldlega fullkomlega ósannað mál.
Sannarlega getur orðið hér meiri verðstöðugleiki, en sá skiptir í reynd sára litlu máli fyrir útflutnings fyrirtæki, þ.s. hér er svo lítið hlutfall aðfanga framleitt.
Fyrir hátækni fyrirtæki er vandinn höftin sem eru til staðar. Og, þ.e. vel hægt að afnema þau - þegar hægt á morgun.
En, fram að þessu hef ég séð þess fá merki að Árni Páll sýni þess nokkur hinn minstu merki, að ætla að leggja þau af.
Þvert á móti, sýnist mér að hann sé farinn að nota þau í pólitískum tilgangi, og honum sé fremur í hag að halda þeim sem lengst.
"En þótt skuldsetning Íra sé nú miklu meiri en okkar er ekki ljóst hvernig fer á endanum. Tekjuhátt heimili ræður leikandi við miklu hærri skuldsetningu en tekjulágt heimili. Vegna aðildar að evrunni og þess aðgangs sem hún veitir að erlendri fjárfestingu gera Írar ráð fyrir hraðri endurgreiðslu skulda. Okkur hefur áratugum saman gengið bölvanlega að laða erlenda fjárfestingu að Íslandi og flest bendir til að tiltrú á íslensku krónuna verði engin um áratugaskeið í kjölfar hrunsins. Ef fjárfesting verður áfram döpur hér á landi kann hófleg skuldsetning að verða okkur vandasamara úrlausnarefni en miklar skuldir eru Írum."
Þarna babblar Árni um aðgang að fjárfestingu, án þess að sýna okkur fram á, af hverju að hans mati aðrar skýringabreytur en gjaldmiðill skipi ekki máli.
- Írland hefur 4,5 millj. íbúa þ.e. 14 föld íbúatala Íslands. Það skiptir máli:
- Því þá er vinnumarkaðurinn þar 14 falt stærri og því mjög mikið meira úrval af hæfu starfsfólki.
- Auðvitað einnig, býður 14 falt stærra hagkerfi upp á mjög mikið meiri fjölbreytni um það, hvaða önnur starfsemi er til staðar, sem þín starfsemi getur notið góðs af.
- Síðan, er 14. falt stærra hagkerfi einnig með til muna heilbrigðara samkeppnisumhverfi, þ.s. stærðin ein og sér þíðir að fj. mismunandi aðila er meiri og að auki, ná þeir frekar hagkvæmni stærðarinnar.
- Írland er mun nær Evrópu en Ísland, sem þíðir að flutnings kostnaður til og frá, er ekki eins og hér er, sjálfstæðar verulegar hömlur um það, að setja hér upp framleiðslu til útflutnings á Evrópu markað. En, þ.s. hér er svo fátt framleitt og smæðarinnar vegna, er erfitt að sjá að því verði nokkru sinni breitt, þá virkar flutnings kostnaðurinn sem 2-faldar hömlur þ.e. bæði til og frá.
- Síðast en ekki síst, hér er ekki að finna nein verðmæt jarðefni sem geta skapað skilyrði fyrir margar þær tegundir framleiðslu, sem víða í Evrópu er ástunduð.
Árni Páll, getur það hugsast að þetta séu umtalsvert stórar ástæður þess, að Íslandi og íslendingum hefur gengið erfiðlega að laða hingað erlenda fjárfestingu?
Ekkert ofangreindra atriða eru leysanleg!
Þetta tal hans um skort á tiltrú á krónunni um áratugaskeið er einfaldlega raus.
En, varðandi erlenda fjárfestingu, þá mun hún alltaf verða takmörkuð og erfið. Ekkert fær því breitt.
Það þíðir að við verðum að skapa okkar tækifæri sjálf - án þess að treysta á að utanaðkomandi sjái þau og færi þau okkur í hendur!
"Jákvæð áhrif gengislækkunar krónunnar er reglulega ofmetin í almennri umræðu hér á landi og helgisagan um mikilvægi krónunnar fyrir sveigjanleika í efnahagslífinu hefur fengið á sig einhvers konar frumspekilega áru. Allir sannir Íslendingar eiga að taka undir með hinum háværa margradda kór um ágæti sveigjanleika krónunnar. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli. Gengisfellingar gátu vissulega leyst tiltekin vandamál á fyrri tíð: Þær rýrðu kjör almennings og lækkuðu skuldir útflutningsgreina í lokuðu hagkerfi. Krónan var hins vegar lykilástæða fyrir vanda okkar í aðdraganda hrunsins og gengislækkun hennar í hruninu hefur búið til alvarlegasta efnahagsvanda þjóðarinnar, nú um stundir: Skuldavandann."
Þetta er ekkert helgisaga eða frumspeki heldur einfaldar staðreyndir.
Hann nefnir að gengisfall krónunnar geti ekki lækkað skuldir útflutnings fyrirtækja okkar. Þ.e. út af fyrir sig rétt, á hinn bóginn þ.s. þau fyrirtæki hafa tekjur yfirleitt í þeim gjaldmiðlum sem þau skulda í. Þá er það einnig satt, að þeirra skuldir eru ekkert umbreittar.
Þannig, nýtist þeim sú gengisfelling sem hann er að tala niður, þ.s. hún minnkaði þeirra kostnað sem styrkir þeirra rekstrargrundvöll, og eykur möguleika þeirra til að standa undir þeirra skuldum.
Skuldavandi almennings, er allt annar hlutur og ekki krónunni per se að kenna, heldur fyrirbærinu verðtrygging.
"Úrlausn á ofskuldsetningu atvinnulífs og heimila er stærsta vandamálið og stafar af því að þorri skulda er annað tveggja tengdur verðbólgu eða gengi. Þessar staðreyndir benda til að gjaldmiðillinn sé fremur hluti af vandanum en forsenda lausnarinnar. Þar við bætist sú staðreynd að traust á íslensku efnahagslífi og gjaldmiðlinum er nú í algeru lágmarki. Engar líkur eru á að fjárfestar vilji efna til áhættu í íslenskum krónum í fyrirsjáanlegri framtíð og engir munu ótilneyddir vilja lána í íslenskum krónum. Við vitum hvernig hörmunarsaga krónunnar hefur verið hingað til. Er eitthvað sem bendir til að eftirhrunskrónan verði betri og veikleikarnir minni?"
Skuldsetning er vandamál fyrir fyrirtæk sem ekki hafa gjaldeyristekjur. Fyrir þau hafa skuldir náttúrulega vaxið úr hófi sbr. tekjur. En, þetta eru yfirleitt ekki fyrirtæki sem skapa útflutnings verðmæti heldur innlend þjónustu fyrirtæki.
Framleiðsla hagkerfisins, verður því ekki fyrir skaða þó þau rúlli. Þ.e. einfaldasta lausnin að þau það geri, og síðan ný verði endurreist á þeirra rústum.
Ofangreind greining Árna Páls er auðvitað röng þ.s. þ.e. verðtryggingin sem hækkar lán. En, henni var komið á fót, og því einnig hægt að afnema. Þ.e. hægt að framkvæma með því eina að afnema vísitöluna úr lögum, þ.s. lán hafa öll ákvæði um að hækka skv. hækkun verðvísitölunnar.
Gengistryggð lán svokölluð, eru auðvitað vandi fyrir þá sem voru of vitlausir að taka þau, án þess að hafa tekjur í þeim gjaldmiðlum. Einfaldast er að heimila þeim sem þau tóku, að fara á hausinn skv. nýjum gjaldþrotalögum ríkisstj. þ.s. lán falla niður eftir 2 ár.
Veikleikar krónunnar eru vegna veikleika sem spretta úr hagkerfinu, þá vegna þess að undirliggjandi grunnþættir séu sveiflugjarnir sbr. fiskur - ál + ferðamennska, sem framkalla rúml. 90% gjaldeyristekna landsmanna. En, á gjaldeyristekjum lifir hagkerfið vegna þess, hve fátt er hér framleitt svo nánast allt til alls þarf að flytja inn.
Þ.e. ekki hægt, að afnema óstöðugleika með því að skipta um gjaldmiðil - þ.s. hann mun þá manifesta seinna og framkalla vanda. Þá þarf e-h annað en gjaldmiðillinn að sveiflast í staðinn, og þ.e. langt - langt í frá, skárra.
"Til skamms tíma þarf peningamálastefnan að greiða fyrir varkáru afnámi gjaldeyrishafta og til lengri tíma að auðvelda okkur upptöku evru ef okkur sem þjóð ber gæfa til að samþykkja aðild og losa okkur þar með við tjónið og óvissuna sem fylgir sjálfstæðri mynt. Til skemmri tíma munum við búa við krónu í einhvers konar höftum. Upptaka evru verður ekki einföld, en flest bendir til að valið verði milli hennar eða afturhvarfs til einhæfari viðskiptahátta og viðvarandi haftabúskapar. Við Íslendingar viljum vera þátttakendur í opnu og alþjóðlegu viðskipta- og efnahagslífi. Til þess þurfum við gjaldmiðil og skipan peningamála sem verja þau verðmæti sem almenningur skapar, en eyðir þeim ekki."
Þvert á móti minnkar sjálfstæður gjaldmiðill tjón og óvissu. En, eins og fram hefur rækilega komið, þá er Evrópa og lönd Evrusvæðis einmitt í dag að ganga í gegnum stóra hagsveiflu. 2 aðildarlönd hafa orðið gjaldþrota. Samtals 5 gengu eins og við í gegnum hagkerfis bólu og síðan hrun.
Punkturinn er, að með því að flýta fyrir aðlögun, þá styttir sjálfstæður gjaldmiðill í samanburði það tjóns og óvissu tímabil, sem aðildarlönd Evrunnar í vandræðum eru að ganga í gegnum sem á ensku kallast "internal devaluation".
Ég ítreka eina ferðina enn, sveiflur gjaldmiðils verða vegna þess að hagkerfið lendir í kreppu. Eins og fram kemur í greiningu BIS þá er orsaka stórra gengisfalla yfirleitt að leita fleiri ár aftur í tímann sbr. að Íslenska bóluhagkerfið hefði alveg átt að vera fyrirsjáanleg þróun að myndi leiða til hruns þegar 2006. Markaðurinn er oft farinn áður en stjv. viðkomandi lands eru til að viðurkenna að vandi sé yfirvofandi, og farinn að krefjast t.d. hærri vaxta fyrir skuldabréf viðkomandi ríkis. Einnig, fer oft gjaldmiðill landa á leið í vanda, að falla nokkru áður en eiginlegt hrun verður sem þá framkallar stórt hrun hans.
Punkturinn er, að óvissan er sköpuð af tilteknum hagkerfis mistökum, eða undirliggjandi þáttum í hagkerfinu sem eru undirliggjandi rót óstöðugleikans. Gjaldmiðillinn er eingöngu mælitæki.
Eða haldið þið ekki, að mörg fyrirtæki í Evrópu sem fjárfestu á Grikklandi eða Írlandi eða Portúgal, sjái nú ekki fram á stór töp á þeim fjárfestingum?
Varðandi orð hans um tap þeirra verðmæta sem almenningur skapar, þá vísar hann klárlega til launa. En, þ.e. engin leið, alls engin, til að verja laun þegar stórt áfall dynur yfir.
Þau hafa þegar lækkað 2 ár samfellt á Írlandi. Laun á Grikklandi, Portúgal, Spáni munu einni lækka.
Árni Páll getur í reynd ekki nefnt einn einasta gróða af Evrunni, sem ómögulegt er að framkalla hérlendis - fyrir utan tal um lága vexti. En, vandinn í Evrópu var ekki síst sá, að vextir voru of lágir, þ.e. hvatning til skuldsetninga þvert yfir hagkerfin var of sterk.
- Mjög lágir vextir skapa húsnæðisbólur vegna þess, að fólk tekur hærri lán og fleiri hafa efni á að taka lán, þannig að eftirspurn eyktst og verð stíga - sem getur verið mikil hækkun.
- Mjög lágir vextir, skapa einnig skuldsetningu almennings af annarri ástæðu, en þ.e. vegna þess að neyslulán verða þá svo hagkvæm í augun margra, til að kaupa skemmtilega hluti fyrir.
- Mjög lágir vextir auka fjárfestingu sem getur verið gott, en þetta getur líka skapað ofhitun hagkerfis þ.s. kallað er fjárfestingarbóla.
- Mjög lágir vextir, gera það einnig spennandi að spekúlera í verðbréfum, skuldum og öðrum pappírum sem ganga kaupum og sölum, einnig jarðefnum og hverju öðru því sem selt eða keypt á markaði; fyrir lánsfé. Mjög lágir vextir geta skapað verðbólur á slíkum mörkuðum.
Allar þessar bólur voru í gangi samtímis á Evrusvæðinu í hinum mismunandi löndum. Lágu vextirnir sem Árni Páll dásamar og Samfóar almennt, voru sennilega meginorsök vanda þeirra ríkja sem á Evrusvæðinu lentu í hagkerfisbólum. Því þeir skv. ofangreindu hafa mjög mikil kyndandi áhrif á hagkerfi, og því auka stórum líkur á ofkyndingu hagkerfa, sem einmitt í ýktum tilvikum framkalla bólur.
5 slíkar bólur á Evrusvæðinu á sama tíma, getur ekki verið tilviljun.
Niðurstaða
Þvert ofan í þ.s. haldið er fram að krónan sé okkar helsti myllusteinn, er hún eitt okkar helsta tæki.
En, ef hagkerfið sýður upp úr, þá fellur hún og hagkerfið kólnar, svo það geti hafið nýtt vaxtarferli.
Laun falla þá nokkur en fara síðan að hækka á ný, þegar hagvöxtur hefur aftur skotið rótum.
En, klárlega eru lifkjör hér til muna betri en fyrir 65 árum þó gengi krónunnar hafi fallið e-h um 99,9% yfir sama tímabil, en þó laun lækki tímabundið þá hækka þau alltaf aftur.
Með því að taka sveifluna, þá tryggir krónan það að aðrir þættir geri það síður þ.e. lágmarkar niðursveiflu hagkerfisins á sama tíma og atvinnuleysið af völdum hagkerfistjóns er einnig lágmarkað.
Þetta að sjálfsögðu, er gott fyrir almenning því þ.e. einmitt atvinnuleysi sem er mesta böl launamanna.
Krónan því er besta verndin fyrir kjör almennings, því með því að halda uppi atvinnustigi, lágmarka tap fyrirtækja meðan áfallið dynur yfir þá tryggir hún um leið, að tjón fyrir verðmætasköpun innan hagkerfisins sé lágmörkuð. Og hún er einmitt hinn raunverulegi grundvöllur launa.
Þ.e. því sama og að hámarka greidd laun til almennings til lengri tíma litið.
------------------------
3. vandamál eru til staðar:
- En, fram að þessu hefur maður ekki séð þess nokkur hin minnstu merki, að efnahags- og viðskiptaráðherra eða fjármálaráðherra, hefðu hinn minnsta áhuga á að leggja höftin af.
En, klárlega myndi gengið falla umtalsvert, svo þá minnka innflutningur og viðbótar samdráttur verður í hagkerfinu, þ.s. neysla minnkar.
Síðan, þá minnka líkur á samþykki Icesave samnings, þ.s. heimtur TIF minnka.
------------------
En, ríkið getur reynt að minnka fall krónunnar, með því að semja við krónubréfa hafa um greiðslur yfir lengra tímabil.
Ef, slíkir samningar næðust, svo að ekki þyrfti að óttast verulegt útstreymi gjaldeyris, þá væri málið leyst og höftin væri hægt að aflegga "med det samme" án verulegra afleiðinga.
Krónan nær þá réttu markaðsgengi - sem má verði e-h lægra en í dag. En, slíkir samningar myndu hækka aflandsgengi þ.s. það gengi inniber spá markaðarins um líklegt fall krónunnar af höftin væru aflögð. Ef, það útstreymi sem markaðurinn reiknar með minnkar stórum, þá um leið breytast væntingar hans um líklegt fall hennar, sennilega með þeim hætti að aflandsgengi hækkar. - Síðan þarf að vinda sér í að lækka hér almennt vaxtastig. Þá þarf að lækka ávöxtunarkröfu lífeyriskerfisins, úr því að vera 3,5% í eitthvað á milli 1,5% og 2%.
En, þessi krafa myndar vaxtagólf í hagkerfinu.
Vandinn er einnig sá, að lífeyriskerfið er ósjálfbært, af tveim ástæðum:
*Hagkerfið stendur ekki undir 3,5% raunávöxtun.
*Loforðið um 56% mánaðarlauna, virðist of erfitt. En, frá og með 2020 mun ríkið þurfa að dæla inn í kerfið um nokkurra ára skeið á annan tug milljarða til að það nái að eiga fyrir skuldbindingum.
Þetta þarf að rétta af. Það verður ekki gert með öðrum hætti en þeim, að færa ávöxtun á það stig, að hagkerfið standi undir því. Síðan, þarf einnig að lækka loforðið niður á viðráðanlegt bil.
Ef þetta væri framkvæmt, væri hægt að lækka alla vexti í hagkerfinu, og þannig auðvelda innlenda fjárfestingu.
En, skv. hagfræðilegri greiningu, er það lífeyriskerfið sem viðheldur ofur vöxtunum hérlendis, eins og þ.e. sett upp, ekki gjaldmiðillinn per se. - Verðtryggingin er næsta vandamál. En, hún skekkir mjög stöðu eigenda skulda á kostnað skuldara, og einmitt með því að færa þannig til áhættu, er þetta sennilega sjálfstæð ástæða fyrir óstöðugleika þ.s. þetta skapar hvatningu til lántakenda til að veita lán án fullrar varúðar. En, ef þeir hefðu ekki þessa tryggingu sem hún veitir, myndu lánveitendur vera til muna varfærnari í veitingu lána. Ég met samt vanda 1. og 2. sem meginvanda - þ.s. vandi 1. og 2. bitnar á möguleikum landsins, til að nýta sín tækifæri til framleiðslu að fullu, þannig að þau 2. vandamál eru hagvaxtar hamlandi.
Þetta eru leysanleg vandamál. En þau verða snúin. Tilraunir til lausna munu mæta mikilli andstöðu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gjaldmiðill er ávísun upp á innri, stöðuga langtíma verðmætasköpun Ríkisins. Ef ég skil útlendinga rétt. Evru gengi Meðlima Ríkis EU ákvarðar hvað mikið það markaðsetur af evrum á heimamarkaði á hverju ári. Ríkið sjálft eftir sem áður ákveður verðmætasköpun sína og aðferðir til að koma henni í verð. Brussel endurskoðar svo evru gengin á 5 ára fresti. Ef Ísland tekur upp evru þá er krónan tekin úr umferð en samt er gengi hennar áfram skráð til að að ákveða evrumagnið.
Júlíus Björnsson, 28.12.2010 kl. 04:09
Árni Páll á móti Krónu,Svandís á móti Hagvexti,hvaða mælieiningu skildi þetta blessaða fólk leggjast gegn næst kannski kíló og líter.
Guðmundur Ingi Kristinsson, 28.12.2010 kl. 05:34
Flott greining Einar. Sérstaklega kaflinn um að flytja inn stöðugleika.
Guðmundur Ingi.
Guðmundur Jónsson, 28.12.2010 kl. 09:33
Einar, þú ert ótrúlegur, hreint ótrúlegur.
Þvílík samantekt, þvílíkt yfirlit um heilbrigða skynsemi og skýra rökhugsun.
Besta grein sem ég hef lesið á þessu ári, og hef þó lesið margar góðar.
Takk fyrir það.
Mig langar að koma með þrennt í rökbankann, svona hugleiðingar sem kviknuðu strax, og gott að halda til haga.
1. Gott dæmi um Sómalíu þar sem hagkerfi hvarf. Ekki svo fjarlægur nágranni, Zimbabwe hefur oft verið tekið sem dæmi um óstöðugleika. Þar var hagstjórn þess eðlis að hún vann gegn framleiðslu hagkerfisins. Þar var reynt að fela vandann með því að prenta peninga á móti, og þar með hrundi gjaldmiðillinn, hann var ekki lengur ávísun á verðmæti.
2. Árni Páll einfaldar vanda Grikkja með því að tala um slæma efnahagsstjórnun. Nú er staðreyndin sú, að Grikkir hafa búið við slaka efnahagsstjórnun (svarta hagkerfið, peningaprentun) í áratugi, en ef eitthvað er þá hefur hún verið illskást frá því að landið tók upp evruna. Samt hrynur efnahagslífið núna, ekki þegar óstjórnin var sem mest. Skýringin er mjög einföld, evran hefur meiri kaupmátt en hagkerfið stendur undir, þar með myndast ókleyfur skuldamúr því "ójöfnuðurinn" á viðskiptum er fjármagnaður með lántökum.
Sem endar náttúrlega alltaf með gjaldþroti. Vandi Grikkja er því meiri kerfislægur en efnahagslegur, í merkingu þess að ef hagkerfi þolir ekki kaupmátt gjaldmiðilsins, þá hlýtur það að hrynja, ekki flóknara en það.
3. Krónan er þekktur sökudólgur, og vissulega hefur illa verið farið með hana. Spyrja má samt, hvernig væri verðgildi hennar, ef hagnaðurinn af framleiðni og atvinnuuppbyggingu, hefði verið tekinn út eftir á, ekki fyrirfram í gegnum óraunhæfa kjarasamninga??? Krónan er tæki, og gallagripur eins og öll önnur tæki, ef borið er saman við hugarsmíð um hið fullkomna, sem ekki er til. Til dæmis geta bílar illa siglt á sjó, og reynast illa á flugi, þegar keyrt er fram af bjargbrún, nema í James Bond myndum.
Tækjum fylgja gallar, og það er á ábyrgð þess sem beitir því, að átta sig á því sem mögulegt er, og því sem er ekki mögulegt. Sá sem ekki gerir það, hann getur kennt tækinu um, en það er ekki trúverðugt.
4. (ég veit, þetta átti að vera þrennt). Skortur á erlendri fjárfestingu er mjög einfaldur. Hún er bönnuð í þeim greinum þar sem áhugavert er fyrir útlendinga að fjárfesta, það er í sjávarútvegi og orkuframleiðslu.
Þú fjárfestir ekki í því sem ekki er.
En grein Árna snérist um trú, ekki raunveruleika, og menn rökræða ekki trú, menn trúa, eða trúa ekki.
Það er meinið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 28.12.2010 kl. 15:28
Kennslu aðferðir síðustu 30 ár eru að þekkja endanlega margar formúlur til að stinga inn í þær, ekki að skilja þær í sundur og setja saman aftur eða búa til nýjar ef forsendur hinna breytast, sem skammtíma minni gleymir fljótt.
Umræður hér eru hjá stjórnsýslunni í samræmi á trúanlegum forsendum þröngsýnna sérfræðinga, ekki nauðsynlega byggðar á staðreyndum, rökréttum samanburði eða eigin reynslu.
Vigdís Finnbogadóttir og Páll Skúlason mun hafa það eftir greindum fulltrúum í erlendum stjórnsýslum að Íslenski toppurinn hér rökræðir ekki.
Ástæðurnar eru grunn innrætingarskortur og léglegt úrval m.t.t. meðfæddrar greindar.
Júlíus Björnsson, 28.12.2010 kl. 16:36
Eg er ekki svo uppfrædd af skólum að eg geti rökrætt fjármál nema af tilfinningu minni.
Gjaldmiðill okkar er fiskur- landbúnaður og ferðaþjónusta.
Krónur eða ekki- þeir sem stjórna geta sett okkur í fátæktargildru- þegar þei spila af ser !
Með hvaða gjalmiðli sem er- auðæfi okkar liggja í öðru !
EA
Erla Magna Alexandersdóttir, 28.12.2010 kl. 17:09
Þess vegna er best að hámarka virðisaukan af fiski og landbúnaði áður en fer úr landi, og stíla útflutninginn á hávörumarkaði, þar sem neytendur vilja gæði og takmarkað framboð frekar en lágvöru.
Alþjóða hagfræðingar sem höfðu stúderað þriðja heiminn á síðust öld tóku eftir að þegar almenningi var kennt að lesa þá jókst eftirspurn eftir prentsmiðjum og blöðum og bókum og þess vegna í framhaldi eftirspurn eftir peningum.
Þess vegna koma fram sú kenning um menntun frumstæðra þjóða á þroskaferlinum skilað hlutfallslega miklum hagvexti: fjölgun viðskiptareikninga.
Hér var þetta svo heimfært upp á Íslandi þar sem það er skráð vanþroskað Ríki: developing.
Hinsvegar er það vanþroskað fullvinnslu framleiðslulega séð með nánast engan heimamarkað lengur fyrir hávirðisauka vöru.
Einnig mun Þjóðverjar segja að starf í tækni og fullvinnslu skili 5 störfum. Þetta var hér einfaldað í frumframreiðslu hráefna og orku, sem skilar fimm störfum í ríki neytendanna fullvinnslunnar.
Hér á að taka upp landmærivörslu til að laða að ferðamenn sem vilja skilja lífverðina eftir heima. Þeir eyða örugglega hundrað sinnum meira en lávöru ferðamenn.
Júlíus Björnsson, 28.12.2010 kl. 17:52
Frábær samantekt hjá þér Einar.
Þú nefnir að þau hagstjórnartæki sem stjórnvöld hafa til að taka á sveiflum í hagkerfi séu; gengi, laun og atvinnustig. Með því að kasta krónunni fellur gengisstjórnun út og eftir standa laun og atvinnustig. Það er ljóst að þau stjórntæki ein og sér duga ekki, jafnvel þó gengisfelling sé í raun launalækkun. Það er eitt að leyfa gengi að falla eftir því sem markaðurinn vill, annað og mun erfiðara að lækka laun fólksins með beinni íhlutun stjórnvalda.
Sameiginlegur gjaldmiðill fleiri en einnar þjóðar hlýtur því að kalla á sameiginlega hagstjórn þeirra sömu þjóða. Sameiginleg hagstjórn verður ekki við komið nema þeir sem um stjórn þeirrar hagstjónar halda, hafi einnig algjör yfirráð yfir öllum þáttum viðkomandi landa. Þ.e. þau lönd sem æskja þess að hafa sameiginlegan gjaldmiðil verða að ganga í eina sæng að fullu!! Þetta er í raun það sem framkvæmdastjórn ESB veit og stefnir að!!
Gunnar Heiðarsson, 28.12.2010 kl. 20:42
Athyglisverð samantekt.
Hér er ansi skemmtilegur pistill fá Írlandi: Burning the bus drivers http://www.davidmcwilliams.ie/2010/12/27/burning-the-bus-drivers
Hólmsteinn Jónasson, 28.12.2010 kl. 21:41
Í Evrópsku Sameiningunni er öll Meðlima Ríkin í lokaðri innri samkeppni um tækni og fullvinnslu varning. Þegar eitt samkeppni Ríki fellir gengið hjá sér styrkar það samkeppni frá sér inn á aðra markaði í EU. Evran á að koma í veg fyrir það. Vegna þess að ríkin fá að markaðsetja evrur í samræmi við innri virðisauka það er neysluna á sínum heimamarkaði. Þjóðverjar koma best út því þar eru gæðin og þjóðhollustan mest.
Sameiginleg hagstjórn er á grunni innri samkeppni Meðlima Ríkja EU.
Ríkin sem eru með evru þurfa að skattleggja mismunandi miðað við lámarkstekjur og neytendakörfu gæði innan þeirra efnahagslendu.
Ríki sem hafa lítið vægi í tækni og fullvinnslu samkeppni á séreignarmörkuð Meðlima Ríkja EU og eru aðalega í að þjóna orku og hráefnisgrunninum undir verðlagseftirliti græða lítið á því að taka upp evru og hinum ríkjum sem eru samkeppnihæfi finnst fínt að fá lækkun.
Þótt Íslendingar telja öll ríki eins gildir það ekki um flest ríki meginlandsins. Sum eru greind og þroskuð hin eru eru dugleg eða löt.
Júlíus Björnsson, 28.12.2010 kl. 22:33
Júlíus Björnsson, 28.12.2010 kl. 17:52
Alveg rétt - þróun okkar hagkerfis hefur laggað og það langt á eftir stofnana uppbyggingu.
Það verður verkefni næstu 25 ára að bæta úr þeirri vöntun.
----------------
Gunnar Heiðarsson, 28.12.2010 kl. 20:42
Gunnar, ég hef á tilfinningunni, að fyrstu 3-6 mánuðir næsta árs, verði mjög spennandi. Að mikil atburðarás muni eiga sér stað í Evrópu á þeim tíma. En, apríl nk. er sá mánuður þ.s. flest lán falla á gjalddaga hjá Spánverjum og þ.s. verra er, samtímis hjá bönkum og hinu opinbera.
Það má vera, að Evrusvæðið hafi ekki nema næstu 3. mánuði, til að framkalla einhvers konar áætlun B. Tíminn getur verið styttri.
------------------------
Júlíus Björnsson, 28.12.2010 kl. 22:33
Þjóðverjar fundu sér hjáleið, með því að halda launum í eigin hagkerfi nokkurn veginn alveg frystum í gegnum allan umliðinn áratug. Launahækkanir voru minnstar í Þýskalandi, af aðildarlöndum Evrusvæðis.
Þessi járnagi þeirra, var ígildi gengisfellingar - þ.e. þeirra samkeppnishæfni batnaði og hélt stöðugt áfram að batna, samtímis því sem að viðskiptahalli annarra aðildarland evrusvæðis fór stöðugt vaxandi yfir sama tímabil.
Flest hinna landanna söfnuðu viðskiptaskuldum við Þýskaland, sem á móti varð helsti lánadrottinn Evrópu.
Þetta er auðvitað skýring þess, hve áhrif Þýskalands hafa verið mikil á þessu ári, þ.s. skuldsetning hinna landanna færir í ákveðið vald yfir þeim til Þjóðverja.
Hann Árni Páll, gerir sé alls enga grein fyrir því hverslags járnaga þarf að viðhafa, ef Ísland gengur inn.
Þetta var því miður, sama sagan að því er best verður séð, hjá leiðtogum S-Evrópuþjóða, þ.s. einnig var predikað hve allt yrði dásamlegt innan Evrunnar.
Þ.s. væntingar um dásamleika höfðu verið skapaðar, kaus fólkið ríkisstj. sem lofuðu að veita þeim hann. Svo kosnir voru þeir til valda, sem losuðu um allar hömlur - tóku agann af; sbr. löndin í verstu skuldasúpunni.
Því miður, get ég ekki séð nokkur merki um meiri skynsemi meðal okkar aðildarsinna, sem hópast hver um þveran um að fullyrða, að allt verði betra bara ef við skiptum.
Nánast enginn meðal þeirra, talar um þann járnaga um hagstjórn, en ekki bara um hagstjórn heldur innan samfélagsins þ.e. aldrei of miklar launahækkanir, sem þarf þá að vera varanlegur, eða - ef e-h er talað um þörf á aga, virðast væntingar viðkomandi vera langt frá markinu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 28.12.2010 kl. 23:01
I milliríkjasamningum um Fjárfestingabanka EU, kemur fram að Þjóðverjar og Frakkar eiga 50%.
Búið er að opna fyrir að UK geti komið inn sem hluthafi þegar því hentar án þess að löggjafavaldið verði kallað saman.
Luxemborg er staðsetning sem hægt er að breyta hvenær sem er.
Mælt er með að hagnaður af bankanum verði aldrei greiddur út.
Þetta er þá ekki afskriftar biðsjóður vegna gengislægða heldur alvöru þrautavarasjóður.
Tapar þýska ríkið tekjum í þennan Banka? Ísland er eina landið í heiminum sem montar sig af feitum sjóðum meðan nágrannarnir eru að undirbúa langvarandi samdrátt. Það er búið að vera stöðugur fullvinnslusamdráttur í EU og heldur áfram, lokuðu nýlega tveim súrálsvinnslum á Ítalíu t.d. Minnkun verðmæta raun framleiðslu. Neikvæður raun[hag]vöxtur kallast það hjá öpum sem safna í sjóði á kreppu tímum.
Heildarþjóðartekjur er aðal mælikvarði á hernaðarmátt frekar en mannafli á síðustu tækni tímum.
https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/region/region_eur.html
Það eru 100% líkur að þessi upplýsinga uppspretta nýtur meiri virðingar en sérfræðikenningar Íslenskra hagfræðitrúarbragða.
Júlíus Björnsson, 29.12.2010 kl. 01:03
Ég hef ekki tíma til að lesa þetta allt núna, en tek málsvara sannleikans, Ómar Geirsson, á orðinu um að þetta sé frábært hjá þér, Einar Björn, og sýnist það á upphafinu.
Verð þó að koma með tvær pínulitlar athugasemdir:
Ekki veit ég til þess, að Árni Páll sé neinum kjósendum "ástkær". Ég man varla eftir þingmanni sem hafi valdið mér þvílíkum vonbrigðum sem sá maður.
Svo er ég ekki ánægður með þessa "þ.s."-skammstöfun þína. Hún tíðkast hvergi nema hér.
Eins og ég sagði – athugasemdir um einber aukaatriði.
Jón Valur Jensson, 29.12.2010 kl. 03:45
Til hamingju með þessa frábæru færslu, Einar.
Hörður Þórðarson, 29.12.2010 kl. 10:27
Júlíus Björnsson, 29.12.2010 kl. 01:03
Þetta er að sjálfsögðu rétt ábending hjá þér. Það hefur verið bent á þetta lengi, að framleiðsla, námugröftur og annar grunnatvinnuvegur, hefur verið í hignun í Evrópu- Bandar. einnig.
Menn, hafa talað um að þessi svæði hafi verið að fara yfir á það stig að vera þjónustuhagkerfi, og reynd fjölmargir rætt það á þeim grunni sem það væri næsta stig handan við iðnvætt hagkerfi.
Kannski, eins og mér sýnist þú benda á, er þetta tal tóm della. Lífskjör á Vesturlöndum, hafi verið að lifa á tíma teknum að láni alla tíð síðan þessi þróun hófst eftir miðan 8. áratuginn.
Jón Valur Jensson, 29.12.2010 kl. 03:45
Smá kaldhæðni Jóna Valir :)
Hm, þ.s. stytting á þar sem.
--------------------
Takk annars til ykkar allra fyrir innlitið :)
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.12.2010 kl. 13:18
Takk fyrir þessa frábæru samantekt ég ætla að prenta hana út og lesa nokkrum sinnum yfir. Því miður virðist ESB aðild vera trúarbrögð en ekki skynsemi. Það er eins og menn séu með leppa fyrir augunum og eins og aparnir þrír, sjá ekki heyra ekki og ræða ekki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2010 kl. 14:22
Europe’s Economic Pain Awakens Old Arguments: LONDON — “We told you so.” http://www.nytimes.com/2010/12/29/business/global/29euro.html?_r=1&ref=business
Hólmsteinn Jónasson, 30.12.2010 kl. 00:04
UM 2007 fór ég að skoða samanburð milli stríðandi efnhagslögsagna í heiminum á verðmætasköpun á íbúa. Sú á Íslandi hafi fylgt öðrum nágrannríkjum síðust 30 ár. Hinsvegar mun þetta hafa verið bókhaldsfals og eftir hrun eru við búin að falla um 30 -50 % í lífstandard næstu öldina. 37.000 dollar á mann hér. 34.000 í þýskalandi og að meðaltali í EU. 48.000 í Færeyjum og 58.000 í Noregi. Fámenn ríkji þurfa hærri tekjur til að halda upp sömu gæða neytendakörfu og fjölmennari Ríki.
Fangelsi og fjármálageirar eru ekki verðmæta sköpun. Íslenskur fjármálgeiri sem færi auð úr öðrum efnahagslögsögum getur kallast búbót. Hinsvegar var þessi á Íslandi í vinnu fyrir útlendinga eins og hefur sannast.
Júlíus Björnsson, 30.12.2010 kl. 02:55
Rétt þ.s. reikna þarf með flutningskostnaði, á öllu því sem er innflutt - sem er megnið af varningi sem notaður er af heimilum og fyrirtækjum.
Verðmætasköpun er hægt að auka hér, t.d. með framleiðslu varnings úr áli, sem héðan er annars flutt sem hrávara.
Hér er einnig tækifæri í heilbrigðis geiranum, að nýta það að hér er velþjálfað fólk, sem þarf vinnu. Tækifæri sem liggur í að flytja inn fólk til að njóta þjónustu hér.
Það getur verið hluti að sókn inn á lifjaiðnað, sem getur m.a. tengst heilsulindum sbr. Bláa lónið, einnig framleiðlsu á lifjaefnum með erfðabreittu korni, o.s.frv.
Síðan má nefna fiskeldi, sem má auka og loðdýrarækt sem einnig má auka, sem þá nýtir afganga frá fiskiðnaði sem annars væri hent.
Óþarfi að nefna ekki hugsanlega möguleika, í hugbúnaðargeira.
Tja, ný sókn í bankamálum, er alveg íhugandi - en eftir hrunið, sytjum við uppi með fj. manns með slíka þjálfun. Þ.e. út af fyrir sig ekkert rangt í bankarekstri, ef menn viðhafa vöxt þess geira innan skynsamra marka.
--------------
Í heildina eigum við alveg að geta haft það ágætt hér.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.12.2010 kl. 16:55
Hér er líka hægt að setja reglur um allt fæði vinnuaflsins skuli vera lífvænt og hækka grunnlaun í samræmi. Gera auknar kröfur um gæði í byggingartengdum iðnaði. Flytja beint inn frá Asíu eins og USA. Fjárfesta í hærri lífkjörum vinnuaflsins. Taka Þjóðverja til fyrirmyndar í sjóðamálum.
Alþjóða fjármálageirinn er búinn að gera sitt besta að draga úr samdrætti síðan um 1980 að mínu mati. Íslendingar þurfa að taka niður sólgleraugun. Íslensk þjálfum í Bankamálum er glötuð.
Júlíus Björnsson, 30.12.2010 kl. 17:16
Sæstrengur mun mala gull - Eu menn eru spenntir og til í að fjárfesta:
http://www.statnett.no/en/Cable-projects/
Norned, After two months of operation, the cable generated revenues of approximately € 50 million, meaning that in two months’ time, 8% of the total costs of the cable have been recover...ed. In the business case drawn up for the NorNed cable, annual revenues were estimated at € 64 million.
http://en.wikipedia.org/wiki/NorNed
Tilskipun Evrópusambandsins (gildir einnig um EES-svæðið) frá 2009 um græna Evrópu 2050:
http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ%3AL%3A2009%3A140%3A0016%3A0062%3Aen%3APDF
Hólmsteinn Jónasson, 30.12.2010 kl. 18:53
Hólmsteinn - einn galli við kapal er sá, að þá fer verð fyrir rafmagn hérlendis upp í það sama og í Evrópu. Fer eftir hvernig á þ.e. litið hvort þetta telst galli. En, einhverjir munu sjá það þeim augum.
Auðvitað má vera, að ríkið geti nýtt sér þær tekjur, ef maður gerir ráð fyrir að kapall sé í eigu LV, sem í auknum hagnaði af LV myndi felast, og lækka á móti orkuskatta og aðra skatta á almenning.
Á hinn bóginn, deyr þá sennilega ilrækt hérlendis. Nema, rafmagn fyrir hana verði niðurgreitt.
Spurning, hvernig menn leggja upp hvað er verðmætt eða ekki.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.12.2010 kl. 20:02
Júlíus Björnsson, 30.12.2010 kl. 17:16
Ég man eftir því þegar ég var í Svíþjóð þ.s. lágmarklaun eru há, þá var yfirleitt lítið um starfsmenn í stórmörkuðum. Mun færri á kassa og til mikilla muna lengri biðraðir.
Það virtist sem sagt, að fyrirtæki kostnaðurinn væri í færri starfsmönnum og lélegri þjónustu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.12.2010 kl. 20:04
https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/
Hér er hægt að sjá að Noregur er með um 70% hærri raunverðmætasköpun á einstakling en þjóðverji eð Meðaltalið í EU. Færeyingar um 40% hærri og Íslendingar búnir að hrapa niður 8% hærri og stefna er greinlega á UK eða Meðaltalið.
Brussel er greinlega búið að lækka fullframleiðslu kostnað sinna Meðlima Ríkja af hráefnum frá Íslandi næstu 30 ár.
Til þess að fjármagna áhættu fjárfestingar Íslenskra kennitalna í EU þarf pund og evrur, þær fást með því að Seðlabankakerfi EU mælir með Íslenskum krónubréfum t.d.
Í Evrópu er meðatalið alls ekki meir en 38 tíma á viku og 35 á stafsæfi að skapa með talsraunverðmæti.
Ísland er komið þangað niður sem EU þykir við hæfi að mínu mati.
Íslendingar verða ekki næstu 30 ár valdir í áhættu fjárfestingar í EU.
Þetta er spurning um að hafa lámarkslaun þannig að eftirspurn sé mest eftir þeim vörum sem eru alþjóðlega með mestu verðmæti: gulli og gimsteinum. Hátækni lífiðnaður og fl.sem stílar á þá tekjuhæstu í heimum á öllum tímum.
Fasteignir í augum útlenskra fjármálamann eru verðmætar ef þær skilja öruggum langtíma tekjum, allvega ekki minna hækkun en verðrýnun að meðtali á dollara á 30 árum 3,2%.
UK státar af 3,4% línulegri verðbólgu síðustu 30 ár. Hér hafa útlendingar komist að gert er út út á veldisvíslega langtíma verðrýnun krónu.
Íslendingar eiga að framleiða sem mest sjálfir til eigin þarfa. Fjöldframleiðlu lágvara gengur upp hér.
Hvaða gæði vilja Íslendingar almennt?
Júlíus Björnsson, 30.12.2010 kl. 20:30
Fasteignir skila ekki slíkri rentu nema þ.s. verð fara hækkandi, vegna þess að þ.s. uppgangur á viðkomandi stað. Eða hagkerfi. Rentan fer með öðrum orðum eftir hagþróun á viðkomandi svæði eða landi.
Slík tala er eiginlega tala út í loftið, því hún er algerlega háð stað og tíma, hvað ástand hagkerfa viðkemur.
Þ.e. auðveldara að hafa lága verðbólgu á svæðum þ.s. hagvöxtur er lítill, sbr. Indland og Kína, þ.s. verðbólga og hagvöxtur hvorttveggja er meira.
Laun geta ekki verið hærri en þ.s. hagkerfið ber. Að einfaldlega hækka lágmarkslaun er fantasía. Ef þau standast ekki, þá verður kreppa og hrun, alveg með sama hætti og alltaf gerist þegar laun fara yfir þ.s. framleiðslan ræður við.
Lágmarkslaun þurfa að taka mið af hagkerfislægum aðstæðum, og vera nægilega lág til að fólk taki störfum í boði. Annars, býrðu til ástand þ.s. er til staðar krónýskt atvinnuleysi samtímis því sem flutt er inn vinnuafl sem til er að vinna þau störf sem þykja bjóða of lág laun.
Það að hækka almenn laun að meðaltali snýst um að auka samtímis, verðmæti þau sem eru framleidd samtímis því, að almenn menntun er aukin. Þá á ég ekki endilega við háskólamenntun enda sýnir könnun mestan skort á fólki með millimenntun og allt að 1/4 vinnuafls hérlendis er einungis með barnaskólapróf.
Fj. háskólamenntaðra er sambærilegur og v. norðurlönd sem dæmi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.12.2010 kl. 20:59
Nei. Það er hægt að halda verði niðri hér svo lengi sem við erum í EEA og implementerum ekki að fullu directive 2009/28/EC. Sjáið bara hvað Norsarinn er að fá fyrir orkuna http://www.norned-auction.org/CapacityResults/default.aspx - engin furða að hann sé að dúndra niður strengjum - númer tvö til Hollands, einn til Danmerkur, einn til U.K. og svo einn til Þýskalands. Landsvirkjun er að sjálfsögðu búin að spotta þetta og jákvæð skýrsla frá þeim um málið er væntanleg á vormánuðum.
Hólmsteinn Jónasson, 30.12.2010 kl. 21:02
Þ.s. við erum að dreifa hlekkjum, skoðaðu þetta:
Stiglitz: Spain on the steps of the Argentine crisis of 2001, warns Stiglitz
Greinilegt að maður þarf að útvega sér nýjustu bók Stiglitz - Freefall.
------------------------
Þ.e. þó einn munur, að strengur héðan þarf að vera umtalsvert lengri eðli sínu skv. sem þíðir meira orkutap í strengnum sjálfum.
En, ég hef þó heyrt að þetta sé samt orðið hagkvæmt miðað við allra nýjustu tækni í strengjum.
Það sem ég sé jákvæðast við þetta, er að styrkja til mikilla muna samningsaðstöðu þegar kemur að því að endursemja við stóra orkunotendur.
En, að sjálfsögðu vil ég áfram ríkisrekstur svo að rentan falli beint til ríkisins, svo það þurfi minni skatttekjur á móti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.12.2010 kl. 21:16
Fjöldframleiðlsu lágvara ekki gengur upp hér, skilar of litlum bókfærðum innri raunvirðisauka.
Júlíus Björnsson, 30.12.2010 kl. 23:43
Þ.e. rétt. Á hinn bóginn, verðum við að byggja frá þeim grunni sem við höfum. Auka við. Þróa vöru sem er dýrari.
Síðan, auka nýtingu sbr. að nýta þ.s. hent er sem dýrafóður fyrir aukna ræktun loðdýra og fiskeldi.
Kornrækt, með erðabreyttu korni, væri til muna verðmætari, en ræktun venjulegt korns. Sérstaklega, þegar um væri að ræða ræktun á verðmætum efnum til lyfjaframleiðslu.
Lyfjaframleiðsla er há virðisauka framleiðsla eftir allt saman.
Svona samtening greina getur verið ein leiðin.
Síðan að ná tekjum úr greinum, sem fram að þessu hafa ekki skilað þeim, eins og hjúkrun og sjúkraþjónustu, í tengslum við heilsutengda ferðaþjónustu.
Ekki líta framhjá því að gera e-h við hluta af því áli sem flutt er héðan sem hrávara, auka virðisaukann.
------------------
Þannig virkar það best, að vinna út frá því sem við þegar höfum. Þetta er engin útópía.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.12.2010 kl. 23:50
Til að auka innri eftirspurn eftir innri tækni og full framleiðslu í dollurum keyra þroskuðu ríki heims á annað hvort 2,0% umfram fjármagni í umferð eða 3,0% samanber mælingar á meðal verðbólgu [hagvexti] í þessum ríkjum síðustu 30 ár. Á 5 ára fresti er eðlilegt að staðfesta hve mikill hluti framleiðslunnar er kominn til með vera það er þá hreinn raunhagvöxtur ef efnahagslögsagan væri 100% sjálfbær. Þroskuð ríki hafa búið við vaxandi atvinnuleysi síðustu 150 ár vegna tækni nýjunga. Lenging námstíma er ein leið til að stytta starfsæfi. USA losnar við mikið atvinnuleysi með því að halda út alþjóðlegum herafla. Lissabon undirstrikar að ríki EU ætla sér að auka atvinnutekjufæri með uppbyggingu herafla.
Lækka lámarkslaun og útrýma lálaunastörfum. Jafna ráðstöfunartekjur innanlands. Hafa sama hlutfallslegan yfirbyggingarkostnað og sérfræðingakostnað per íbúa og gildir á Norðurlöndum og annarsstaðar.
Margt smátt getur skilað meiri raunhagnaði en eitt einfalt og stórt.
Danir auka vindmillur ár frá ári og enginn vill vera öðrum háður um orku til langframa. EU er að undirbúa orku samdrátt samfara minnkandi raunframleiðslu.
Júlíus Björnsson, 31.12.2010 kl. 00:08
Sambærileg yfirbygging og v. norðurlönd gengur ekki fyrr en v. framleiðum sambærileg verðmæti og þar tíðkast per haus eða per capita.
Sú leið að auka innri eftirspurn virkar betur í milljónaþjóðfélögum, þ.s. stærð innri markaðar er nægt til að framleiðsla af margvíslegu tagi fyrir eigin markað borgar sig.
En, þetta sést m.a. þegar EFTA samn. tóku gildi, en fyrir þeirra gildistöku var hér hátt hlutfall húsgagna innlend framleiðsla með áratuga reynsluhefð + hér voru framleiddar ágætar eldavélar og ofnar.
Húsgagna framleiðsla lagði að mestu upp laupana og Rafha hætti alveg framleiðslu. Smá dæmisaga um það, að framleiðsla er mjög erfið hér nema hér séu til staðar efni og aðstæður, sem sérstaklega skapa skilyrði.
Það gildir um áliðnað, þ.s. álið er hvort sem er til hér. Þarf ekki fyrst að flytja það inn. Það gildir um allar afurðir tengdar sjávarútvegi og landbúnaði, sem nýst geta fleiri greinum.
Varðandi tengingu við heilsutengda ferðamennsku, væri þá einnig verið að nýta þ.s. er fyrir hendi.
Flutnings kostnaður almennt séð er of mikil hindrun fyrir framleiðslu, sem byggir á innfluttum hráefnum.
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.12.2010 kl. 00:24
Núna eru rauntekjur á haus komnar niður í tekjur á haus sem svona fámennt land ræður ekki við nema að lækka varanlega lífsstaðalinn, í þeirri mynd sem hefur ríkt hingað til.
Álið hér er selt til fullvinnsluna á meginlandinu sem tryggðu starfsemi þess á sínum tíma. Þeir sem eiga ríkasta neytenda markaðinn geta gert kröfur, aðrir láta sig dreyma.
Almennar tekjur hér í dollurum og evrum voru lækkaðar um 1980 um 30 % í samningum um þjóðarsátt, og regluverkið gerði það sem var kallað vörufölsun og fór leynt fyrir þann tíma hér á landi löglegt. Inn koma pappírs hagvöxtur og fastar leigutekjur, gegn kröfu um hagræðingu til að tryggja lækkun verði á útflutningi síðar.
Þegar þjóðleiðtogar Þýskalands segja að Meðlim Ríkin verða standa saman í efnahagstríðinu gagnvart USA og Kína, þá gleyma Íslendingar því að það er innbyrðis efnahagstríð milli ríkja EU. Samkeppni er annað orð yfir stríð. Þegar Ísland er komið í meðaltekjur á haus í EU hefur það ekkert aðdráttarafl og ekkert lánshæfi. 1974 þá var almenningur á Íslandi einn sá tekjuhæsti í heimi og þá vegna þess hve hann afkastaði miklu á löngum vinnutíma. Nú er sami almenningur komi langt niður í tekjum í samanburði.
"hér voru settar saman ágætar eldavélar og ofnar"
Til að lækka verð á innflutning er lang best að flytja beint inn frá Asíu. Auka útflutning þangað á móti. 80% viðskipti með hráefni til EU gengur ekki upp hjá Íslandi frekar en öðrum annars flokks ríkjum að mati Ráðandi Ríkja í EU, nema Íslendingar leggi minna á gagnvart fullvinnslum og smásölum á meginlandinu.
Raunverðmæta minnkun er hér hraðari en í UK og brátt kemur að því að við getum sleppt því að flytja inn nema það nauðsynlegasta af fullvinnslu og tæknivörum. Ég álít lánadrottna Íslands fara eins nærgætilega í niðurskurðar kröfum á yfirbyggingunni hér og þeim er unnt.
Ertu þá að tala um kjúklinga framleiðslu eða húsasmíðar? Sem byggja bæði á erlendu vinnuafli og hráefnum og erlendum lántökum í gegnum þjálfaða Íslenska fjármálageirann.
Flutnings kostnaður á fullvinnslu framleiðslu vegna rúmmáls er oftast dýrari en flytja hráefni inn. Svo borgar það sig fyrir Íslendinga að framleiða sem mest af hágæðavöru eins mikið og hægt er. Selja minna magn en meiri gæði á fleiri hátekju markaði.
Júlíus Björnsson, 31.12.2010 kl. 02:27
Þú sást örugglega var ekki, að ég var að tala um framleiðslu hérlendis, þ.s. öll aðföng eru aðflutt.
Það á ekki við kjúklingarækt.
Húsasmíðar, er sérdæmi enda oftast hentugra að smíða hús á viðkomandi stað.
-----------------
Lánshæfi hefur ekkert að gera með rauntekjur per haus, heldur framtíðarvaxtamöguleika vs. þær skuldir sem á þjóðfélaginu hvíla.
Þannig, getur þjóðfélag með miklar tekjur alveg haft lélegt lánshæfi ef vaxtamöguleikar eru nær eða alveg nýttir, stöðnun er því framundan eða samdráttur, skuldir eru þegar miklar og því erfiðleikar bersýnilega framundan.
---------------------
Sé ekkert athugavert við það að flytja varning til Asíu.
----------------------
Það hefur enginn sérstakur kröfu til álsins sem er hér framleitt. Þannig virkar markaðurinn ekki. En Alpan fékk það ál sem það þurfti. Fyrirtæki eru alltaf til í að selja, ef þú getur borgað uppsett verð.
Álfyrirtæki eru ekkert öðruvísi en önnur fyrirtæki hvað það varðar. Þeim er alveg sama um einhverjar hugmyndir um tilkall, þ.s. þau skiptir máli er að selja til þeirra sem hafa peninga til að kaupa. Ef þeir viðkomandi bjóða upp á traust viðskipti til margra ára, enn betra.
En, um leið og þeir kaupendur lenda í vanda og geta ekki lengur borgað uppsett verð, þá er annarra kaupenda leitað.
Markaðurinn er ískaldur og óvæginn hvað þetta varðar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.12.2010 kl. 13:21
Þegar gerður var samningur samhliða verðtryggingu nafnvaxta langtímalána á Íslandi kallað þjóðarsátt um 1983 lækkuðu laun minnst 60 % vinnuaflsins um í samburði við evru og dollara um 30 %. Hinsvegar lækkuð heildar laun innlands aldrei í framhaldi verr enn eftir 2007. Þetta kippti stöðum undan endinga góðri og vandaðri Íslenskri framleiðslu [20 % þegna Íslands var of lítil markaður fyrir gæðafullframleiðslu]. Framleiðsla sem gat keppt við samsvarandi framleiðslu erlendis vegna flutnings kostnaðar. Stétt með stétt borgaði sig hér. Nú verður íslensk yfirbygging að sætta sig hlutafallslega launaskiptinu að hætti Meðlima ríkja EU.
Erlendir fjárfestar telja stóran hlut heildarlauna Íslenskra þegna skerða sína ávöxtunarkröfu af Íslandi frekar en hitt.
Allir alvöru framleiðendur stefna á að gera langtíma [30 ára] afgreiðslusamninga um minnst 80 % af grun framleiðslu sinn og kemur það alltaf fram í afgreiðlusaminginum og er veðhæft.
20% max. [ekki aðalatriði] sem má kalla frjálsan markað [inna sömu lögsögu]sem býr við meiri áhættu og sveiflur og þess vegna hærri nafnvaxtakröfu, alls ekki vertryggða til eilífðar eins og gildir 100 % hér.
Júlíus Björnsson, 2.1.2011 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning