Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins, virðast spá áframhaldandi samdrætti í hagkerfinu, næstu 6 mánuðina!

Stjórnendur í atvinnulífinu virðast enn vera að spá samdrætti í hagkerfinu, skv. könnun Capacent Gallup í desember meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins!

 

Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækjanna: Aðstæður enn slæmar

  • 84% stjórnenda telja aðstæður slæmar,
  • 15% að þær séu hvorki góðar né slæmar en
  • nánast enginn að þær séu góðar.
  • Þetta er svipuð niðurstaða og fengist hefur frá miðju ári 2008.
  • Þeir örfáu stjórnendur sem telja aðstæður góðar starfa í sjávarútvegi og í iðnaði
  • en í öðrum greinum telur enginn að aðstæður séu góðar.

Fyrir útflutnings fyrirtæki, hefur lækkun krónunnar skilað bættri stöðu.  

 

Mat á aðstæðum eftir 6 mánuði svipað og áður

  • Niðurstöðurnar eru svipaðar og í fyrri könnunum hvað varðar mat stjórnenda á aðstæðum eftir 6 mánuði.
  • Tæplega 25% sjá fram á betri tíma eftir 6 mánuði,
  • 30% að aðstæður verði verri en
  • 45% telja þær  verði óbreyttar.
  • Mikill munur er á svörum stjórnenda á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu þar sem einungis 12,5% stjórnenda á landsbyggðinni telja að ástandið muni batna samanborið við 28% á höfuðborgarsvæðinu.
  • Stjórnendur í fjármálastarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu eru bjartsýnastir á að ástandið muni batna á næstu sex mánuðum.
Eins og sést af þessu, er nettóið í mínus fremur en plús.

 

Ráðningaráform ekki uppörvandi

  • Nær allir aðspurðra telja sig hafa nægt starfsfólk og
  • einungis 5,5% búa við skort á starfsfólki.
  • Skortur á starfsfólki virðist mestur í fjármála- og tryggingastarfsemi.
  • Ráðningaráform stjórnenda eru ekki uppörvandi þar sem 14% hyggjast fjölga starfsmönnum á næstu sex mánuðum,
  • 26% hyggjast fækka en
  • 60% halda óbreyttum fjölda.
  • Þetta er heldur lakari niðurstaða en í síðustu könnunum.
  • Mesta fjölgunin er áformuð í fjármála- og tryggingastarfsemi en mesta fækkunin í iðnaði og framleiðslu.
Skv. þessu eru líkur á aukningu atvinnuleysis fremur en hitt.

 

Helmingur býst við óbreyttri eftirspurn

  • 17% stjórnenda telja að innlend eftirspurn eftir vörum eða þjónustu fyrirtækjanna aukist á næstu sex mánuðum,
  • tæplega 30% að hún minnki en
  • rúmur helmingur býst við óbreyttri eftirspurn.
  • Bjartsýnin er mest í ýmissi sérhæfðri þjónustu
  • en dekkstu horfurnar koma fram í verslun.
Skv. þessu, heldur samdráttur innlendrar eftirspurnar áfram.

 

Bjartsýnir útflytjendur

  • Útflytjendur eru bjartsýnni en þar búast tæp 40% við aukinni eftirspurn eftir vörum eða þjónustu fyrirtækjanna,
  • en einungis 14% að hún minnki.
  • Þó vekur athygli að ekki er búist við aukningu í samgöngum, flutningum og ferðaþjónustu.
Útflutningsgreinar standa eðli máls skv. best.

 

Framlegð minnkað hjá 40% fyrirtækja síðustu sex mánuði

  • Tæpur fimmtungur (20%) stjórnenda telur framlegð fyrirtækjanna, EBITDA, muni aukast á næstu sex mánuðum,
  • 35% að hún muni minnka en
  • tæplega helmingur að hún verði svipuð.
  • Á síðustu sex mánuðum hefur framlegðin aukist hjá fjórðungi fyrirtækjanna,
  • minnkað hjá 40% þeirra og
  • staðið í stað hjá 35%.
Nettó áhrifin eru klárlega frekar í mínus en plús.

  • Loks telja stjórnendur að verðbólgan verði 2,0% að meðaltali á næstu 12 mánuðum.
Sammála því, enda hagkerfið í stöðnun eða samdrætti. Engin eftirspurnar bólga í kortunum.

 

Þessi svartsýni stjórnenda ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart, fyrir utan ef til vill þá sem hlusta of mikið á hype ríkisstjórnarinnar og fylgismanna hennar, þ.s. haldið er fram að hagvöxtur sé þegar hafinn.

Það eina sem getur skýrt skv. þessu að hagvöxtur mælist einhver, þ.s. skv. stjórnendum er samdráttur áfram í kortunum hjá atvinnulífinu, er að stjv. hafa heimilað krónunni að hækka.

En, skv. Morgunkorni Íslandsbanka, hækkaði gengi krónu um 12% á árinu. Það skapar aukinn kaupmátt launa þegar mæld í kaupgetu þeirra á innfluttri vöru. Skv. Seðlabanka Íslands hefur kortavelta aukist umtalsvert síðustu mánuði ársins. Vitað er að innflutningur hefur aukist.

Sú aukna kaupgleði mælist þá sem hagvöxtur.

  • En, ég sé ekki neinn hagvöxt í kortunum á næsta ári, nema að stjv. láti krónuna hækka enn frekar, til að auka enn neyslu, og þannig skapa mældan hagvöxt á næsta ári og eitthvað fram eftir því ári.

Með slíkri aðgerð, þó svo hún geti ef til vill nýst stjv. í áróðursskini, að benda á að viðsnúningur sé hafinn - þá skapar hún annað vandamál á móti. En, aukinn innflutningur minnkar hagnað landsins af vöruskiptum við útlönd.

  • Landið skuldar mjög mikið í erlendum gjaldeyri. 
  • Landið þarf að eiga gjaldeyri fyrir afborgunum af þeim skuldum.
  • Eina leiðin til þess, er að hafa nægann afgang.
  • Þannig, að þvert á móti ættu stjv. að vera að stuðla að frekari lækkun krónunnar, til að auka hagnað af útflutnings verslun.
  • Ríkisstj. getur verið að taka þá áhættu, að mála sig til skemmri tíma séð ljósrauðum litum, á kostnað þess að auka líkur á greiðsluþroti landsins í því seinna.

---------------------------

Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010 

Tekjur vs. gjöld ísl. ríkisins í ár!

......................................................2010

Tekjur.............................................461,9 (2010)

Gjöld..............................................560,7 (2010)

Fjármagnskostnaður..........................75,1* (Gjöld 2011)

Vaxtagjöld vs. tekjur.........................16,26%

Gjöld+Icesave.(hámark).....................(23,1+75,1)/461,9 =21,26%

Gjöld+Icesave (afb. næsta árs)...........(17+75,1)/461,9 = 19,94%

Gjöld+kostn. gamla Icesave samn.......(33+75,1)/461,9 = 23,4%

Gjöld+allt klabbið..............................(33+23,1+75,1)/461,9 = 28,4%



Ég tek þarna gamla útreikninginn hans Steingr. J. um kostnað v. vaxtagjalda af Icesave frá sumrinu 2009. En, vextir á Icesave láni voru þá taldir vera 33 ma.kr. á ári.

Ég veit auðvitað ekki hvort vaxtagjöld AGS lána séu 33 ma.kr. en ath. upphæðir sem þá voru notaðar til útreiknings vaxtagjalda fyrir Icesave svokallað lán eru ekki mjög ósvipaðar þeim sem við skuldum nú v. AGS prógrammsins. Vextir eru í báðum tilvikum 5,5%.

Síðan, bætast ofan á vexti afborganir. Svo heildardæmið er sennilega e-h umfram 30%.

Nema það finnist leiðir til að auka tekjur ríkisins verulega, er þetta sennilega = gjaldþrot.

Ef við látum þetta allt yfir okkur ganga, þá verður ekki komist hjá því að auka tekjur ríkisins og það umtalsvert. Þ.e. sennilega ástæða þess, að þegar AGS prógrammið kom fram var gert ráð fyrir tveim risaálverum. Vísbending hefur alltaf verið til staðar um að, án þeirra álvera geti reynst erfitt að láta skuldamál landsmanna ganga upp.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband