WikiLeaks, er stofnun, þ.s. á bakvið er áhugafólk, sem vill berjast fyrir göfugum markmiðum. Assange kemur manni fyrir sjónir eins og maður með Hróa Hattar komplex. En, mér finnst að Assange sé að missa sig dálítið frá upphaflegum markmiðum WikiLeaks, því að WikiLeaks væri setur fyrir þá sem þurfa að koma upplýsingum nafnlaust á framfæri, sem ofbeldismenn eða spilltir stjórnmálamenn, vilja halda leyndum og víla ekki fyrir sér, að myrða líklega sögumenn til að viðhalda þögguninni.
Í mörgum löndum í heiminum er prentfrelsi enn til muna takmarkaðra en þykir eðlilegt í Bandraríkjunum og Evrópu.
Fólk er þaggað niður, sem er að koma á framfæri frásögnum um kúgun og alvarlegt misrétti.
Í Rússlandi sem dæmi, eru blaðamenn oft myrtir ef þeir segja frá spillingu fyrirtækja eða embættismanna. - "List of journalists killed in Russia"
Hér er áhugaverð síða - "The Murdered Journalists of Central Asia"
Sjá einnig þetta - "More Filipino Journalists Murdered"
Að auki - "WAN-IFRA Condemns Journalist Murders in Honduras"
Ekki síst - "UNESCO Director-General condemns wave of journalist killings"
Af hverju, er allt í einu stóra málið, að afhjúpa Bandaríkin?
Það er verið að myrða blaðamenn og fólk út um allan heim, vegna þess að viðkomandi hefur komist að einhverju, sem kemur einhverjum tilteknum slæmum ílla.
En, ég sé ekki annað en að WikiLeaks og Assange, séu algerlega að missa sig, með þessari herferð gegn Bandaríkjunum og Bandaríkjastjórn. Maður hafði samúð með því, þegar fram kom t.d. með myndbandið af bandarísku þyrluflugmönnunum sem höguðu sér eins og krakkar að spila tölvuleikin GTA. En, samúð mín er til muna minni gagnvart hinum seinni tíma afhjúpunum, þ.s. fram koma samskipti hermanna við trúnaðarmenn innan Afganistan. En ekki er loku fyrir skotið, að lífum slíkra þrátt fyrir að nöfn hafi verið afnumin, hafi verið sett í hættu. Síðan, afhjúpunum diplómatapósta.
Hvað er unnið með þessari afhjúpun sem átt hefur sér stað undanfarna mánuði?
Hefur morðum á blaðamönnum fækkað í heiminum? Nei.
Hefur hegðun risafyrirtækja tekið stakkaskiptum til hins betra? Nei.
Kom eitthvað nýtt fram um stríðið í Afganistan eða Írak? Nei - þau eru bæði blóðug og þjóna/þjónuðu ekki neinu göfugu markmiði. En, þetta vissum við fyrir. Það helsta sem getur gerst af þessa völdum, er að Bandaríkjamenn, muni eiga í vandræðum með að fá Afgana til að vinna með sér, þ.s. framkomnar upplýsingar geta hafa afhjúpað einhvera af fyrri trúnaðarmönnum. Ef slíkt spyrst út, þá verða aðrir Afganar tregari til að veita þeim upplýsingar. Var þá markmiðið að skaða Bandaríkin?
En varðandi diplómata pósta, hefur eitthvað stórfenglega nýtt afhjúpast? Nei.
Bandaríkin eðlilega fylgjast vel með málum innan þeirra landa þ.s. þeir eru með sendiráð, og sendiráð þjóna utanríkisþjónustu Bandar. sem augu og eyru um ástand mála í þeim viðkomandi löndum, og að auki sendir reglulega heim greiningar á málum og málefnum. Þetta er allt eðlilegur þáttur af diplómatísku starfi, enda þurfa ríki að hafa þekkingu á ástandi mála í öðrum ríkjum og þeim einstaklingum sem eru við völd, ef ekki til annars en að tryggja að samskipti gangi snurðulaust fyrir sig. Þekkingaröflun af þessu tagi, er í eðli sínu jákvæð og eflir gagnkvæmann skilning.
Hvað með prentfrelsi?
Nú - eru ísl. diplómata póstar opin fyrir allra augum? Eru frönsk, bresk, dönsk o.s.frv. það? Nei.
- Stjórnvöld ríkja - þar á meðal Bandar. - hafa málefnalegar ástæður fyrir því, að vilja að þessi póstar séu þeirra einkamál, og þeim sé ekki dreift á víðan vettvang fyrir allra augum.
- Það kemur engum við, sem dæmi, hvaða skoðun diplómatar Bandar. eða einhver annars ríkis, hafa á stjórnmálamönnum í einhverju tilteknu ríki. Það þjónar engu frelsis markmiði að afhjúpa slíkt. Né er það aðför að frelsis markmiðum eða prentfrelsi, að vilja hindra dreifingu slíks efnis.
- Munum einnig, að þarna innan um hefur komið fram, að voru trúnaðarsamskipti og er afhjúpun þeirra klár aðför að persónufrelsi viðkomandi einstaklinga sem þannig voru freklega afhjúpaðir af að hafa sagt e-h tiltekið í viðurvist persónu bandar. diplómata. Það þjónar engum markmiðum frelsis að afhjúpa slík persónuleg samskipti sbr. samskipti formanns Sjálfstæðisflokksins við bandar. sendiráðið. Er gróf aðför eins og ég sagði að frelsi þeirra einstaklinga sem voru afhjúpaðir.
- Það sem getur gerst, er að fólk verði tregara til að leita til sendiráða - ef það telur sig ekki lengur geta treyst á trúnað. En, fólk leitar til sendiráða af hinum og þessum tilefnum, öðrum en þeim sem Bjarni Ben var staðinn af. Allt frá því að vilja greiða sbr. Bjarna Ben yfir í að vera í vandræðum, og biðja um aðstoð við það að flýja land - sbr. beiðni um pólit. hæli. Að gera fólk tregara til að leita til diplómata, er ekki endilega jákvæð þróun.
- Að auki, er líklegt að ríki muni þrengja til muna aðgang að þessum póstum, til að minnka líkur á því að verða fyrir sambærilegum lekum. Þetta vinnur gegn því að tryggja upplýsinga streymi milli aðila og stofnana innan ríkja. En upplýsinga flæði er mikilvægt fyrir ríki, en ef upplýsingar berast ekki í tæka tíð til réttra aðila hafa dæmi sýnt öðru hvoru geta orðið óþarfa slys.
Fæ sem sagt ekki séð, að þessi síðasti leki - þjónu nokkru nytsömu hlutverki.
Þetta hefur meira lyt af einhvers konar krossferð gegn Bandaríkjunum - eins og menn hafi farið í þann ham, að vilja skaða þau sem mest.
Það ætti engum að koma á óvart - að Bandaríkin bregðist nú hart við.
Það er nauðsynlegt fyrir ríki að diplómata póstar séu ekki á opnum vettvangi eftir allt saman.
Að halda þeim frá fólki er ekki takmörkun á tjáningarfrelsi eða prentfrelsi, heldur eins og kom fram, innihalda þeir viðkvæm trúnaðarsamskipti. Það liggja ekki annarleg sjónarmið á bakvið slíka leynd. Né því, að lýsingar sendiráðsmanna á stjórnmálamönnum, túlkunum þeirra á málefnum og lýsing á persónum, sé trúnaðarmál.
--------------
Þ.e. anarkísk stefna, að allt eigi að vera galopið.
Anarkí er ekki gott!
Bandaríkjamenn eru þó sennilega að yfirakta. En, krossför Assange gegn Bandaríkjunum er hætt að vera einhvers konar barátta góðs gegn íllu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.12.2010 kl. 16:49 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning