Skoðum hinn nýja Icesav samning skv. upplýsingum sem fyrir liggja!

Við fyrstu skoðun, virðist nýr samningur um Icesave, til mikilla muna betri en sá fyrri. Að vísu stendur ennþá eftir spurningin um lagalegan rétt. En, rétt er þó að íhuga það mál í samhengi við réttaróvissu.

Eitt þó. Svavars samningurinn var það slæmur, að klárlega var betra að taka þá áhættu sem getur verið fyrir hendi um óhagstæða niðurstöðu dómsmáls. En, til muna skárri samningur, þá þarf að enduríhuga þann "benefit vs. cost" reikning alveg frá byrjun.

 

Fyrirliggjandi upplýsingar:

Samantekt samninganefndar á niðurstöðum viðræðna við bresk og hollensk stjórnvöld vegna Icesave

Viðtal við Bucheit

Niðurstöður viðræðnanna gera í stórum dráttum ráð fyrir að í stað hefðbundinna lánssamninga verði gerðir endurgreiðslu- og skaðleysissamningar (e. Reimbursement and Indemnity Agreements) með aðild hlutaðeigandi ríkja og Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF).

Þetta er mjög mikilvæg breyting. En, þarna er skipt út því formi sem fyrri samningur hafði, þ.e. lánasamningur á einkaréttargrunni, fyrir samning sem virðst hvíla á hugmyndum skaðabóta réttar eins og hann tíðkast innan "common law" eða ensks/bandar. hefðbundins lagaumhverfis.

En eins og kemur fram síðar, ríkir þó ekki lengur bresk lögsaga yfir samningnum. Þetta virðist einfaldega snúast um, að móta samninginn út frá einhverjum tilteknum hugmynda grunni.

 

"Endurgreiðslusamningarnir eru um margt með öðru sniði en fyrri lánssamningar vegna uppgjörs lágmarkstryggingar við innstæðueigendur Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Þeir gera ráð fyrir að Tryggingarsjóður innstæðureigenda og fjárfesta endurgreiði breskum og hollenskum stjórnvöldum þær fjárhæðir sem þau hafa lagt út af því tilefni en fái í staðinn framseldan samsvarandi hluta krafna þeirra í bú bankans og annist um að innheimta þær. Gert er ráð fyrir að tryggingasjóðurinn nýti áður en til
þess kemur þá fjármuni sem nú þegar eru til í sjóðnum til endurgreiðslu. Að því búnu verði greiðslur inntar af hendi jöfnum höndum eftir því sem úthlutað er úr búi Landsbankans allt til loka júnimánaðar 2016."

 

Áfram sama grunnhugmynd, að þrotabúið greiði.

Eins og ég skil þetta, virðist að H&B hafi samþykkt þá mótbáru, að TIF hafi þ.s. kallað er "right of subrogation" þ.e. eins og fram kemur, hann tekur yfir kröfu B&H og í staðinn fær allar greiðlur úr þrotabúinu. Í stað þess sem áður var, að greiðslur úr þrotabúi skiptist milli aðila, eins og var í fyrra samningi.

  • Þetta er til mikilla muna betra fyrirkomulag, og bullið í Indriða er afturekið og það endanlega. 
  • Ekkert lengur bull um það að skipta hverri kröfu upp í tvennt - eins og hann sagði alltaf eðlilegt.

 

"8. Ábyrgð ríkisins er takmörkuð eins og kostur er og í raun eingöngu bundin við (a) samtímagreiðslur vaxta fram til júní 2016 og (b) þann hluta sem ekki hefur verið innheimtur úr búi bankans að þeim tíma liðnum."

Þetta er til mikilla muna betra en í fyrra samningi. En skv. ábyrgðarákvæðum hans, átti ríkissjóður að ábyrgjast við upphaf samningstíma, alla upphæðina - þ.e. liðlega 600 ma.kr. eins og hún stóð í þá.

Með þessu er áhætta ríkissjóðs og um leið skattgreiðenda Íslands, minnkuð til muna.

 

"9. Vextir. Vaxtaákvæði hinna nýju samninga eru verulega frábrugðin samningsákvæðum
í hinum fyrri samningi.
- Í fyrsta lagi er samið um fasta vexti fram á mitt ár 2016. Vextirnir eru 3,0% á
hinum hollenska hluta lánanna, en 3,3% vextir á hinum breska hluta (2/3).
Meðalvextir eru eru því 3,2%."

 

Skv. Lee Bucheit, er þetta hugsað þannig, að þjóðirnar fái fyrir útlögðum kostnaði - en ekkert umfram það. Vextirnir byggist á þeim grunni sem það kosti sjálf löndin þ.e. Bretland og Holland sjálf, að fjármagna sig, þegar þau selja skuldabréf á mörkuðum.

Sennilega er það því rétt metið hjá honum, að vextirnir séu eins lágir og líklegt er hægt að hægt sé að ná fram.

Sem dæmi, er þetta mun lægri vextir en á AGS lánum þ.e. 5,5% og einnig mun lægri en á þeim lánapakka sem Írland var nýverið að fá þ.e. 5,8%.

 

"· samið er um að engir vextir skuli reiknast á skuldbindinganar fyrr en eftir 1. október 2009 (jafngildir 9 mánaða vaxtahléi m.v. fyrri samning);"

 

Skv. Bucheit var þetta dagsetningin þegar Bretar og Hollendingar formlega greiddu út sínu fólki.

Þ.e. auðvitað rétt hjá samninganefndinni, að miða við þá dagsetningu, því þ.e. einungis þann dag sem kostnaður myndast hjá þjóðunum, sem þær vilja fá endurgreiddann.

 

"· áfallnir vextir fyrir árin 2009 og 2010 eru greiddir í ársbyrjun 2011;"

 

Þetta er nokkur upphæð þ.e. skv. fréttum 26 ma.kr. En, þetta eru þó vextir skv. hinu nýja samkomulagi, miðað við 3,2% meðalvexti.

Sparnaður er samt umtalverður sbr. fyrra samkomulag, þegar kemur að því að bera við hvað það hefði kostað miðað við hærra vaxtavimið.

 

"- Í öðru lagi er samið um að þær eftirstöðvar sem kunna að vera á lánunum eftir mitt
ár 2016 gildi viðeigandi CIRR-vextir, eða útflutningslánavextir sem reiknaðir eru
og birtir af OECD, án nokkurs vaxtaálags. Þeir vextir eru almennt hinir allra
lægstu sem tíðkast í lánasamningum opinberra aðila."

 

Ólíkt yfirlísingum frá Indriða eða Svavari, trúi ég því sem þessi maður segir.

Skv. smá internet leit eftir CIRR: Changes in Commercial Interest Reference Rates (CIRRs)

Þetta er greinilega breytilegt frá mánuði til mánaðar.

En, nýjustu vextir virðast vera á bilinu rúmlega 2% upp í rúmlega 3%.

Þannig, það hljómar trúverðugt að þetta séu læxta alþjóðlega vaxtaviðmiðið til staðar.

 

"10. Efnahagslegir fyrirvarar...- þak á árlegar greiðslur ríkisins eftir 2016 miðast við 5% af tekjum ríkisins á næstliðnu ári. Komi til þess að sú fjárhæð, sem það hlutfall ríkistekna jafngildir, verði lægri en 1,3% af landsframleiðslu skal hámark endurgreiðslna miðast við
það hlutfall landsframleiðslunnar (1,3% af VLF jafngildir nú um 20 milljörðum
króna)."

 

Skoðum hvað 5% af tekjum eru: 23 ma.kr.

Þetta eru 5% af tekjum þessa árs skv. áætlun stjv.

 

Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010 

Tekjur vs. gjöld ísl. ríkisins í ár!

......................................................2010

Tekjur.............................................461,9

Gjöld..............................................560,7

Fjármagnskostnaður..........................75,1* (kostnaður fyrir 2011)

Vaxtagjöld vs. tekjur.........................16,26% (Skv. OECD voru þau hærri en þetta, þ.e. tæp 20%)

Gjöld+Icesave.(hámark).....................(23,1+75,1)/461,9 =21,26%

Gjöld+Icesave...................................(17+75,1)/461,9 = 19,94%

 

Áhugavert að 1,3% af landsframleiðslu og 5% af tekjum ríkissjóðs í ár, eru nærri því sama upphæðin - þetta ár a.m.k.

Samkvæmt því verður kostnaðurinn kringum 20 ma.kr. í mesta lagi.

Þetta háa hlutfall vaxtagjalda sem ég framkalla með þessum litlu útreikningum, er sannarlega atriði sem þarf að hafa inni í myndinni, þegar ákveðið er hvort maður segir "Já eða Nei".

En Modie's kvá miða við 22% þ.e. hlutfall umfram 22% að þeirra mati, þá sé ríkisgjaldþrot nánast öruggt.

Á hinn bóginn, ef bjartsýnar væntingar um heildarupphæð standast, þá erum við ekki að tala um greiðslur í mörg ár. Kannski 1 - kannski 2-3.

Eins og fram kemur, er þetta hámarks upphæð en reiknað er með því að líkleg upphæð greiðslu sé lægri en þetta. Talað um 17 ma.kr. á næsta ári.

Það væri samt sýnist mér verulega óþægilegt ef greiðslur dragast inn í þann tíma, þegar greiðslur af AGS lánum verða hafnar.

Þessi ákvæði um greiðslur eru samt til muna skárri en þau sem Svavars samningurinn innihélt. Sem segir einfaldlega, að sá var víðáttubrjálaður!

 

"- lenging lánstíma er ákvörðuð með þeim hætti að verði eftrstöðvar höfuðstóla af
skuldbindingum TIF lægri en sem nemur 45 milljörðum króna greiðast þær að
fullu innan 12 mánaða, þ.e. síðari hluta árs 2016 og fyrrihluta árs 2017."

 

Sko, þetta er a.m.k. vel hægt.

Hægt að taka þetta af þeim peningum sem AGS hefur lánað okkur og eru til staðar inni á svokölluðum gjaldeyris varasjóði.

 

"Fari svo að skuldbindingin verði hærri, lengist endurgreiðslutíminn um eitt ár fyrir hverja 10 milljarða króna, þó þannig að sú fjárhæð sem eftir stæði yrði greidd í lok 30 ára
endurgreiðslutíma frá 2016 að telja."

 

Eins og fram kom að ofan, verða mál erfið, ef greiðslur af Icesave fara saman við greiðslur af AGS lánum.

  • Mér sýnist, að annað af tvennu muni ríkið þurfa umtalsverðan útgjalda niðurskurð þ.e. skera velferðar kerfið niður um trog.
  • Eða, að við verðum að finna leiðir til að auka tekjur ríkisins umtalsvert. Þá erum við að tala um álver sem brýna nauðsyn.

 

"Með framangreindum fyrirvörum má telja algjörlega tryggt að greiðslur vegna Icesave skuldbindingarinnar verði ávallt innan vel viðráðanlegra marka. Ólíklegt er að nokkru sinni muni reyna á framangreint þak á greiðslur, enda verði árleg greiðslubyrði langt innan þeirra."

LOL, skiptir máli hvaða viðmið um "vel viðráðanlegt" menn hafa.

 

"11. Lagaleg atriði. Ýmis lagaleg atriði breytast Íslandi í hag frá fyrri samningum, svo
sem gjaldfellingarákvæði, vanefndaúrræði, fjárhæðaviðmið og greiðslufrestir. Mestu
varðar þó að úrlausn ágreiningsmála er flutt úr lögsögu breskra dómstóla og undir
regluverk Alþjóðagerðardómstólsins í Haag. Færi svo að máli vegna samninganna
yrði vísað til hans myndu aðilar tilnefna hvor sinn fulltrúann og fulltrúarnir síðan
koma sér saman um oddamann. Þannig er tryggt að í málum er varða Ísland sitji ávallt
aðili í gerðardóminum sem tilnefndur er af Íslandi."

 

Það er gríðarleg framför, að samningurinn virðist nú gerður skv. viðmiðum þjóðarréttar. En ekki eins og Svavars samningurinn, skv. reglum einkaréttar - þ.e. Ísland lítillækkaði sig niður á réttarstöðu einstk. og/eða fyrirtækja. En, þjóðarréttur er mun sterkari réttarstaða.

Það er ekki hægt að líkja þessu saman, að skv. Svavars samningnum höfðu breskir dómstólar alla lögsögu, og skv. þessum samningi er alþjóðlegur gerðardómur sem ríkin myndu leita til.

Þetta er til mikilla muna betri réttarstaða!

 

"Í samningsdrögunum er haldið inni sambærilegum ákvæðum og áður um samráð aðila
gefi efnahagsleg staða á Íslandi tilefni til, skýrt er tekið fram að ákvæði um takmörkun
friðhelgisréttinda hafi engin áhrif á eignir ríkisins sem njóta friðhelgi skv.
Vínarsamningnum um stjórnmálasamband, þær eignir á Íslandi sem nauðsynlegar séu
fyrir Ísland sem fullvalda ríki eða eigur Seðlabanka Íslands. Síðast en ekki síst er
áfram sambærilegt ákvæði og fyrr um náttúruauðlindir."

 

Þetta þarf að skoða betur. En skv. þessu virðist sem dæmi Landsvirkjun enn vera undir.

En alþjóðleg viðmið þau sem vísað er til undanskilja allt þ.s. tengist landamæravörnum - hérlendis væri það land og tollgæsla, löggæslu, dómstólum, mikilvægar stjórnarbyggingar og skrifstofubyggingar ráðuneyta, sendiráð og þeirra eignir.

Vægt sagt kann ég ílla við það, að eignir ríkisins séu undir með þessum hætti.

Það virðist þó til staðar ákvæði um auðlyndir - þarf að lesa það þegar samingurinn kemur fram í heild.

 

"12. Kostnaður. Samninganefndin hefur áætlað kostnað sem ætla má að falli á Ísland við
framkvæmd samninganna. Við áætlunina er byggt á mati Skilanefndar Landsbankans
á heimtum á eignum þrotabúsins, horfum á greiðslum til kröfuhafa eins og þær eru
metnar af slitastjórn bankans, og reikniforsendum Seðlabanka Íslands varðandi þróun
á gengi gjaldmiðla. Niðurstaða matsins er að sá kostnaður sem falli á ríkissjóð verði innan við 50 milljarðar króna, eða rúm 3% af landsframleiðslu. Er þá tekið tillit til þess að búið
væri að ráðstafa um 20 milljörðum króna af núverandi eigum TIF upp í
skuldbindingarnar."

 

Ef þetta rætist þá er ríkið ekki lengur en 3 ár að borga þetta. Og þá reddast málið sennilega.

 

"Framangreind niðurstaða felur í sér að það verði eingöngu vaxtakostnaður sem falli á
ríkissjóð. Til greiðslu í byrjun næsta árs kæmu uppsafnaðir vextir, alls 26 milljarðar,
þar af 6 milljarðar úr ríkissjóði, en greiðslur yrðu um 17 milljarðar á næsta ári og færu
hratt lækkandi árin þar á eftir. Greiðslum yrði að fullu lokið 2016."

 

Það er víst til staðar nokkuð fjármagn á reikningum sem Bretar hafa haldið föstu, sem dekkar mismuninn.

Ef þetta gengur eftir, að greiðslur lækka hratt - þá er sennilega hægt að kljúfa þetta.

 

"13. Áhættuþættir vegna samninganna eru einkanlega þrír og þeir varða
  1. eignaheimtur þrotabús Landsbankans,
  2. tímasetningu á greiðslum krafna og
  3. gengisþróun."

"Meiri vissa er nú en þegar málið kom síðast til kasta Alþingis um endurheimtur úr búi Landsbankans og skilanefnd bankans hefur nú náð fullu valdi á eignum hans í Bretlandi og Hollandi. Skilanefndin telur í skýrslu sinni til kröfuhafafundar 9. nóvember 2010 að úthlutun upp í forgangskröfur muni nema 86%. Mat á eignum hefur reynst raunhæft og varfærið. Hins vegar er ekki hægt að útiloka að þar gætu orðið ófyrirséðar breytingar á sem hafa myndu áhrif á það hversu mikið heimtist upp í kröfur. Eignaheimtur gætu orðið verri en nú er talið, en þær gætu jafnframt batnað." - "Tafir á því að úthlutað sé úr þrotabúi Landsbankans myndu valda því að uppsafnaðir vextir á ógreiddan höfuðstól yrðu hærri. Það eru einkanlega mögulegar tafir á úrlausn dómsmála sem kynnu að valda slíkri frestun, en í því mati sem sett er fram að framan er byggt á núverandi mati slitastjórnar um útgreiðslur." - "Loks hefur gengi íslensku krónunnar, og innbyrðis gengi annarra gjaldmiðla, áhrif á það, hver heildarkostnaður ríkissjóðs yrði. Sem áður segir hefur styrking krónunnar frá því í apríl 2009 haft þar áhrif til lækkunnar. Sú niðurstaða að heildarkostnaður ríkisins af Icesave-samningum verði um 47 milljarðar, byggir á reikniforsendum Seðlabankans sem fela í sér að gengi íslensku krónunnar muni fara hækkandi á komandi árum."

Klárlega er áhættan einna helst í ofangreindum þáttum. 

  • Við vitum að sjálfsögðu ekkert um það, hve gott matið raunverulega er.
  • Dómsmál augljóslega geta dregið greiðslur úr þrotabúi, jafnvel um eitthvert árabil.
  • Að lokum, efnahags óvissa bæði hér og erlendis er umtalsver. Mér finnst sennilegt að verð lækki fremur en hitt, þannig að kostnaður hækki fremur en hitt. Þannig, að verð séu þegar sennilega í hámarki.

 

Þetta dreg ég ekki síst af ástandinu á Evrusvæðinu. Því að hagvöxtur er undir væntingum í Bandar. Miklar líkur eru um að hægji á hagvexti á Evrusvæðinu næsta ár, þegar sparnaðar aðgerðir nokkurs fjölda aðildarríkja þess fara að bíta fyrir alvöru. Að auki, er núverandi krýsa stór óvissuþáttur sem getur orsakað skyndilega stóran efnahags samdrátt í Evrópu. En, mál eru það alvarleg að jafnvel sjálf Evran getur fallið, stór hluti banka í Evrópu o.s.frv. En, enn er þó hægt að koma í veg fyrir þá þróun - en einungis með mjög víðtækum aðgerðum innan Evrusvæðis sem væru sameiginlegar.

Einna best sýnist mér að væri að gefa út sameiginleg Evrubréf. 

 

"14. Málsmeðferð. Sem kunnugt er hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) stofnað til samningsbrotamáls á hendur íslenskum stjórnvöldum vegna Icesave-málsins. Ef samningar takast ekki um lausn málsins má búast við að það mál haldi áfram með hefðbundnum hætti, þ.e. með útgáfu rökstudds álits frá ESA og eftir atvikum málshöfðun fyrir EFTA dómstólnum. Sú málsmeðferð gæti tekið allt að tveimur árum. Ef niðurstaða yrði Íslandi í óhag gætu vaknað spurningar um skaðabótaskyldu ríkisins og sérstök vandkvæði vegna framkvæmdar EES samningsins í framhaldinu. Fyrir liggur að ESA muni fella niður áðurnefnt samningsbrotamál ef Íslendingar, Bretar og Hollendingar komast að samkomulagi um lausn Icesave-málsins."

 

Það er auðvitað rétt, að engin leið er að vita með vissu fyrirfram niðurstöðu slíks dóms. Það er hið minnsta möguleiki að Ísland tapaði málinu. Það er hugsanlegt að í kjölfar slíks væri samnings aðstaða okkar verri og samnings niðurstaða sennilega síður góð.

En einnig er hugsanlegt að mál vinnist, og ekkert þurfi að borga.

Á þessari stundu treysti ég mér ekki í líkindareikning um þá niðurstöðu.

 

Niðurstaða

Nýr samningur er klárlega til mikilla muna skárri en Svavars samningurinn alræmdi. Megi þeir Svavar - Indriði og Steingrímu J. ævarandi hafa skömm af þeim samningi, og einnig af öllu því sem þeir hafa látið út úr sér um ágæti þess samning, sem og öll þau neikvæðu ummæli sem þeir hafa haft um þá þjóðhollu Íslendinga sem börðust gegn þeim samningi.

Það krefst nánari umhugsunar hvort ber að segja "Já" eða "Nei" við hinum nýja samningi.

Skuldastaða ríkissjóðs er klárlega mjög erfið. Greiðslustaða, að viðbættum Icesave greiðslum, þó tekjutengdar séu - verður klárlega mjög erfiðar, ofan í fyrri skuldakostnað, ef óhagstæð þróun veldur því að greiðslur dragast á langinn.

Fylgjumst með umræðu næstu daga og vikna. En margt á enn eftir að koma fram. Margir munu fara yfir útreikninga. Forsendur verða metnar. Ekki síst þarf maður að fá tækifæri til að skoða smáa letrið í samningunum. O.s.frv. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rauða Ljónið

Rauða Ljónið, 10.12.2010 kl. 01:46

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk fyrir hlekkinn. Bjarni er einn af þeim góðu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.12.2010 kl. 08:53

3 identicon

Og hvað gerist ef innistæður verða ekki dæmdar forgangskröfur - hvað þá?

Það hefur hvergi verið minnst á þann möguleika eða er búið að semja við Héraðsdóm og Hæstarétt um niðurstöðuna úr þeim dómsmálum?

Það er ekki hægt að ganga að neinu (til að eyða vafa) nema þetta sé á tæru.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 10:08

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Góð spurning - Magnús.

Þetta getur verið þannig, að í versta falli þá væri greitt skv. gólfi og þangað til gildistími samn. rennur út.

Eftirstöðvar falli brott eftir það.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.12.2010 kl. 10:39

5 identicon

Nákvæmlega það sem ég hélt Einar. Þessu þarf að halda á lofti að það er ekki allt komið þó þessi samningur verði kláraður því óvissan er ekki síður um hvað er forgangskrafa.

Það þarf að liggja ljóst fyrir - því á meðan engin samningur er fyrirliggjandi er alltaf hægt að hunsa óhagstæða niðurstöðu dómstóls úti í Evrópu og taka þeim afleiðingum sem það hefði í för með sér - líklega eru það færri óvissuþættir.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 11:20

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.s. ég nefndi væri "worst case".

Hvað sem má segja um þennan samning, er hans "worst case" til muna skárra heldur en "worst case" gamla samningsins.

Þetta þarf allt að íhuga af varfærni. Það má jafnvel svo vera, að Alþingi geti hnikað einhverju til innan samningsins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.12.2010 kl. 16:51

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvar stöndum við ef evran hrynur? 

Er ekki hætta á að verðgildi eigna gamla Landsbankans erlendis falli þá verulega í verði?

Nú, sem stendur, eru meiri líkur en minni á að ekki takist að bjarga evrunni, þó vissulega geti farið á báða vegu með hana. Vonandi fyrir þær þjóðir sem eru með þá mynt, mun takast að bjarga evrunni og vonandi fyrir okkur á Íslandi mun það takast, í ljósi icesave samningsins.

Þegar deilt er um lögmæti skuldar á að sjálfsögðu að útkljá það mál fyrir dómi. Það er eðlilegt og ber merki um þroska. Vissulega er hægt að segja að lausn deilumála með samningum sé góð, en þá liggur eftir spurningin um lagalega stöðu samningsaðila. Það sem verra er, að þá er ekki gert út um málið og aftur getur komið upp sama staða milli annara þjóða.

Gunnar Heiðarsson, 10.12.2010 kl. 19:47

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég myndi ekki taka svo sterkt til orða, að meiri líkur séu á hruni hennar - frekar segja þær umtalsverðar. En, ég tel að enn sé vel hægt að komast hjá þeirri útkomu - t.d. með útgáfu sameiginlegra Evrubréfa. En, það væri sambærilegt v. útgáfu svokallaðra Brady Bonds eða bréfa undir lok 9. áratugarins.

En, Bandaríkin ábyrgðust þau, en þau ríki sem þátt tóku í planinu borguðu af bréfunum. En, eins og þetta gekk fyrir sig, þá samþykktu bankar að taka þau bréf í staðinn þ.s. þeir treystu þeim betur. Á móti, voru vextir til muna lægri.

Þetta getur Evrópa gert fyrir ríkin í vandræðum, þ.e. boðið þeim sameiginleg bréf, svo þau geti endurfjármagnað sig á mun lægri vöxtum t.d. 3,5%. Það myndi gera skuldastöðu þeirra aftur sjálfbæra.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 10.12.2010 kl. 20:53

9 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Góð greining,

Ég er að komast á þá skoðun að þótt þessi samningur sé miklu skárri en sá gamli, og vextir ásættanlegir, (sé yfirleitt ásættanlegt að greiða vexti af láni sem við tókum ekki) þá sé áhættuni af endurheimtum ennþá skipt með mjög ósanngjörnum hætti. Talað var um að "deila sársaukanum" en mér sýnist að sársaukinn fyrir meðal Íslending gæti orðið þúsund sinnum meiri en fyrir Breta eða Hollending.

Það er ekki hægt að útiloka að það verði efnahagsáfall í Evrópu á næsta áratug.

Við getum kannski samþykkt samninginn t.d. með þeim fyrirvara að hver Íslendingur greiði ekki meira 10 þá upphæð sem Breti þarf að bera vegna málsins. Hér á ég við skattborgara.

Frosti Sigurjónsson, 29.12.2010 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband