Skuldakreppan á Evrusvæðinu líkist í vaxandi mæli skuldakreppu S-Ameríku ríkja á 9. áratugnum!

Ég bendi á 2. góðar greinar um vanda Evrópu. Einna áhugaverðast finnst mér, hve margt virðist líkt með skuldakrýsu þeirri sem Evrópa er að fara í gegnum, og þeirri sem skók S-Ameríku á 8. áratugnum. En, skuldakrýsan í Evrópu kemur eftir áratug - sem virtist áratugur efnahags framfara og velgengni. Sama var í S-Ameríku, en þar var það 8. áratugurinn sem var áratugur þ.s. hagvaxtarlega allt virtist leika í lyndi, hagkerfin uxu hröðum skrefum, hagur almennings batnaði ár frá ári. En, síðan kom skellurinn v. upphaf 9. áratugarins. Og síðan tók við skuldakrýsa og tíndur áratugur, og var það ekki fyrr en á 10. áratugnum sem S-Ameríka fór að rétti úr sér að ráði að nýju. En, ekki síst var það fyrir tilstilli svokallaðs Brady Plan sem sú jákvæða þróun fór af stað.

 

Kenneth Rogoff: The Euro at Mid-Crisis

"Kenneth Rogoff is Professor of Economics and Public Policy at Harvard University, and was formerly chief economist at the IMF."

"By nationalizing private debts, Europe is following the path of the 1980’s debt crisis in Latin America. There, too, governments widely “guaranteed” private-sector debt, and then proceeded to default on it. Finally, under the 1987 Brady plan, debts were written down by roughly 30%, four years after the crisis hit full throttle." - "Already facing sluggish growth before fiscal austerity set in, the so-called “PIGS” (Portugal, Ireland, Greece, and Spain) face the prospect of a “lost decade” much as Latin America experienced in the 1980’s. Latin America’s rebirth and modern growth dynamic really only began to unfold after the 1987 “Brady plan” orchestrated massive debt write-downs across the region. Surely, a similar restructuring is the most plausible scenario in Europe as well."

 

Skv. Rogoff er krýsan um margt lík krýsunni í S-Ameríku á 9. áratugnum - þ.e. tímabil hagv. á 8. áratugnum endaði með krassi v. upphaf 9., í kjölfarið gengust nokkrar ríkisstj. S-Ameríku í ábyrgðir fyrir stóra rekstraraðila taldir of mikilvægir til að falla, svo á endanum varð krýsan einnig skuldakrýsa ríkissjóðanna sjálfra.

Þarna er mjög mikill samhljómur, því með Írland í fararbroddi hafa allar ríkisstj. ESB einmitt gert slíkt hið sama, þ.e. gengist í opinberar ábyrgðir með skattfé landsmanna sem veð fyrir skuldum einkafyrirtækja, með ótrúlega svipuðum hætti og ríkisstj. nokkurra ríkja S-Ameríku gerðu, þegar þær stóðu frammi fyrir víðtæku hagkerfishruni, ásamt hraðvaxandi atvinnuleysi og gríðarlegum halla á ríkisútgjöldum.

Írland er nú fyrsta ríkið að springa á limminu, lent í óleysanlegri skuldasúpu einmitt vegna slíkra ábyrgða.

Á endanum, var svokallað Brady Bond plan tekið upp þ.e. skv. hugm. Brady sem var fjármálaráðherra USA þess efnis að boðin voru skuldabréf sem Bandar. gengust í ábyrgð fyrir en ríkisstj. í vanda borguðu af. Þeim var skipt inn fyrir eldri skuldabréf þeirra, sem voru afskrifuð. Kosturinn var, að vegna ábyrgðar USA lækkuðu vaxtagjöld ríkjanna sem tóku þátt í prógramminu mikið. Í tilvikum var einnig knúnrar fram höfuðstóls lækkanir.

En ábending Rogoff er einmitt að ekki fyrr en endurskipulagning skulda skv. Brady Plan fór að skila árangri, upp úr 1989 að S-Ameríka fór að rísa út úr kreppunni.

 

"Most post-mortems of the Latin American crisis suggest that all parties would have been far better served had they been able to agree on partial debt forgiveness much earlier. Latin America might have returned to growth far sooner than it did. Creditors might even have received more in the end.

As European policymakers seek to move from one stage of denial to another, perhaps it is time to start looking ahead more realistically."

 

Rogoff bendir á að flestar eftir á greiningar fræðimanna á vanda S-Ameríku, bendi til þess að ef farið hefði verið til muna fyrr í endurskipulagningu skulda S-Ameríkuríkja, þá hefðu þau náð efnahagslegri heilsu til muna fyrr.

Ábending hans, er í reynd skýr, að það sama eigi við núverandi ástand í Evrópu og það sé óþarfi fyrir pólitíska stétt Evrópu að endurtaka mistök hinnar pólitísku stéttar S-Ameríku svo fullkomlega, sem nú stefnir í.

 

---------------

Brady bond

Brady Bond voru hugmynd þáverandi fjármálaráðherra Bandar. En, þetta var lausn á fjármálakrýsunni í S-Ameríku sem hófst á 8. áratugnum. Brady bréfin voru skuldabréf sem gefin voru út með ábyrgð ríkissjóðs Bandar. Þetta prógramm fól í sér það, að ríki gátu fengið skuldbreytingu. En, Brady bréfin báru lægri vexti þ.s. ríkissjóður Bandaríkjanna var ábyrgðar aðilinn. Að auki, í tilvikum, var einnig höfuðstóll lækkaður. Þ.s. þau voru triggð af ríkissjóð Bandar. þá urðu þau um leið gjaldgeng á mörkuðum. Lækkun vaxtagjalda veitti ríkjunum mikla hjálp í því að losna úr þeirri skuldagildru sem þau voru komin í. Við erum að tala um til muna lægri vexti, en Írland er nú að fá í gegnum björgunarpakka Evrópu sem eru 5,8%.

Wikipedia um Brady Bond:Brady bonds were created in March 1989 in order to convert bonds issued by mostly Latin American countries into a variety or "menu" of new bonds after many of those countries defaulted on their debt in the 1980s

"Countries that participated in the initial round of Brady bond issuance were Argentina, Brazil, Bulgaria, Costa Rica, Dominican Republic, Ecuador, Mexico, Morocco, Nigeria, Philippines, Poland and Uruguay. "

Grein sem 2 hagfr. skrifa: Brady Bonds For the Eurozone

---------------

 

Desmond Lachman: Can the Euro Survive?

Samanburðurinn sem finna má í þessari grein er áhugaveður. En þessi grein er til muna lengri, og veitir yfirlit yfir sögu Evrunnar, síðan yfirlit yfir undirliggjandi orsakir þeirrar efnahagskrýsu sem nú skekur Evrópu, og að lokum eru dregnar ályktanir.

En, þ.s. mér finnst einna áhugaverðast, enda hef ég áður lesið sambærileg hagfræðileg yfirlit, er samanburður sem höfundur gerir við krýsuna sem Argentína gekk í gegnum á 9. áratugnum.

  • Argentína var þá með fastgengistefnu. En þeirra gjaldmiðill var þá fasttengdur við gengi dollars.
  • Þetta var gert skv. ráðleggingum þeirra, sem töldu tengingu v. annan gjaldmiðil einu leiðina til að endurskapa tiltrú á gjaldmiðli Argentínu, eftir fyrri efnahagsleg glappaskot.
  • Hugmyndir um upptöku Evru ganga einungis skrefinu lengra - en spretta af sama hugmynda grunni.
  • En, þ.s. þetta gerði að verkum var það, að Argentína afsalaði sér möguleikanum á gengisfellingu.
  • Síðan þegar Argentína fór undir AGS prógramm, þá fól það í sér þætti sem okkur kemur kunnuglega fyrir sjónir: niðurskurð, skattahækkanir og þ.s. Argentína gat ekki fellt gengi, launalækkanir til að ná fram samkeppnishæfni atvinnuvega.
  • Þannig, þegar þetta er haft í huga, er mjög margt líkt með Argentínu krýsunni og vandamálum Grikkland og Írlands. En, nú eru þau bæði komin í klærnar á AGS. Þeim er einnig ætlað að skera mikið niður útgjöld - Grikkland hvorki meira en minna en 10% af þjóðarframleiðslu af ríkisútgjöldum bara á þessu ári sem er nýtt met hjá AGS prógrammi / Írar eru nú að ganga frá fjárlögum sem fela í sér litlu minni niðurskurð útgjalda í hlutfalli landsframleiðslu - Írar hafa þegar lækkað laun umtalsvert og stefnir einnig í verulega launalækkanir á Grikklandi. Ofan í allt hækka bæði lönd skatta.
  • Þ.s. þetta gerir, er að ásamt því að geta ekki fellt gengi, er að búa til fullkomin efnahagslegann storm. Þrátt fyrir að vera ekki með nærri eins bratt prógramm og Grikkland / Írland er með nú, þ.e. mun minni útgjalda niðurskurður, minni launalækkanir, minni skattahækkanir - sprungu Argentínumenn samt á limminu. En, athugið, þá var hagkerfi Argentínu búið að skreppa saman um 25% af þjóðarframleiðslu - úps.
  • Hvað á eftir að gerast hjá Grikkjum með mun brattara prógramm og einnig hjá Írum, einnig með mun brattara prógramm?
  • Þeir sem telja fastgengisstefnu hina réttu leið, einmitt líta á afsal möguleikans til að fella gengið, sem nauðsynlega fórn á altari þess að skapa trúverðugleika.
  • En vandi við slíka stefnu, er sú að hún afnemur ekki hagsveiflur og lendir því í vanda, einmitt þegar stór hagsveifla á sér stað.
  • Þannig séð, á endanum glatar stefnan trúverðugleikanum sbr. gullfótinn á 4. áratugnum. Hugmyndin um Evru, var að komast í kringum þetta vandamál, með því að ganga skrefinu lengra og taka upp sameiginlegann gjaldmiðil.
  • En, nú er einmitt komin stór krýsa, og - "Wonder of wonders" - hin klassísku vandamál, sem alltaf hafa fram að þessu fellt "fixed exchange systems" eru búin að lyfta upp sínum ljótu hrömmum, eina ferðina enn.

Sumir munu einfaldlega afgreiða Bandaríkjamanninn Lachman sem svartsýnismann:

En þetta er allt rökstutt - lið fyrir lið, hjá honum.

Hann spáir því, á grunni dæmis Argentínu, að líklega muni sambærileg atburðarás fyrir rest eiga sér stað í: Grikklandi, Írlandi, Portúgal - hugsanlega Spáni einnig.

Framvinda mála undir efnahagspökkum sambærilegum v. dæmigerða AGS pakka, verði þjóðunum of erfið, og nýjar ríkisstjórnir komist til valda sem kjósi að hverfa frá þeim og löndin í kjölfarið yfirgefi Evruna.

Hann vill meina, að þó að hann geri ekki lítið úr vandanum við það að hverfa frá Evruaðild, þá verði vandamál svo "acute" að það muni ekki líta það ílla út í augum þjóðanna á þeim tímapunkti.

Hann telur þó Evrusvæðið geta lifað af í smækkaðri mynd.

-------------

Fyrir okkur er þessi samanburður einnig áhugaverður. En, þó svo við höfum mildað kreppuna með gengisfellingu. Er skuldastaða ríkissjóðs alls ekki auðveld - með árleg vaxtagjöld nú komin í rúmlega 16% og fer hækkandi svo lengi sem er halli á ríkisútgjöldum.

Ath., en þó erum við ekki enn farin að greiða að AGS lánunum. Né nýjum Icesave samningi, ef hann verður kláraður eins og Samfóar tala stöðugt um.

Greiðslufall, er alls ekki enn orðið ólíklegt, þó hættan sé smám saman að fjara út. Er sú hætta enn umtalsverð. En, vandinn sem við stöndum frammi fyrir, er að jafnvel þó að gengisfall krónunnar myldi höggið, kemur það gengisfall ekki í vega fyrir að aðrar samdráttar aðgerðir þ.e. sparnaður + skattahækkanir, dragi út hagvaxtargetu. Að auki, er hér í gangi skuldakreppa í innanlands hagkerfinu.

Þvi miður sé ég ekki, að tilkynntar aðgerðir til aðstoðar heimilunum, muni nema að mjög litlu leiti draga úr þeirri innlendu skuldakreppu.

Svo þ.e. alveg möguleiki að innanlands pólitík snúist gegn samdráttar aðgerðunum, því prinsippi að allir borgi sínar skuldir upp í topp - og fallið verði frá þeim aðgerðum sem tengjast AGS prógramminu. En ef það gerist hér, þá er auðvitað enn frekar að ætla að það gerist á Írlandi eða í Grikklandi, þ.s. kreppan á eftir að verða umtalsvert dýpri fyrir rest en hérlendis.

 

Sjá fleiri greinar:

Wolfgang Münchau: Europe, unable to cope (en hann er fyrrum Evrusinni orðinn skeptískur)

Martin Wolf: Is there the will to save the eurozone?

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband