Enn ein hagspáin er fram komin. Nú hagspá Greiningardeildar Íslandsbanka. Það er auðvitað fengur af einni spánni enn. En, alltaf er betra að hafa meiri gögn en minni, þegar verið er að leitast við að ráða í óvissuna, sem sannarlega er um framvindu næstu missera.
Kemst þó hægt fari :"Reikna má með því að hagkerfið finni botn kreppunnar á næstu mánuðum og að við taki hægfara bati. Skilyrði fyrir vexti hafa skapast að nýju eftir mikla leiðréttingu í eigna, skulda, tekju og gjaldahlið þjóðarbúsins. Ólíklegt er að viðsnúningurinn verði hraður sökum margra kerfislægra vandamála sem enn eru til staðar. Má þar nefna skuldavanda fyrirtækja, heimila og hins opinbera, skort á virkum fjármálamarkaði og trausti. Afleiðingar fjármálakreppunnar munu því lita efnahagsþróunina talsvert fram yfir þann tímapunkt þegar botni kreppunnar er náð. Kemur þetta fram í Hagspá Greiningar Íslandsbanka sem kynnt hefur verið viðskiptavinum bankans undanfarið."
Það er nefnilega einmitt rökrétt að afleiðingar núverandi skuldakreppu, sem nú einkennir ástand efnahags mála, dragi niður möguleika til hagvaxtar.
Mér finnst samt, þrátt fyrir klára tilraun til varfærinnar spár, gæta ívið of mikillar bjartsýni.
Vandinn er að hagspekingar virðast vanmeta hve slæmt ástand mála er:
Hagsýn 1. tbl. 1. árg. 9. nóvember 2010
- Í kjölfar erfiðrar fjármálakreppu er endurskipulagning skulda fyrirtækja mikilvæg forsenda fjárfestingar og þar með hagvaxtar til framtíðar.
- Yfirskuldsett fyrirtæki geta ekki bætt við sig nýju starfsfólki eða fjárfest í nýjum og bættum framleiðslutækjum þrátt fyrir bætta samkeppnisstöðu hagkerfisins.
- Útflutningsdrifinn hagvöxtur mun því láta á sér standa og atvinnuleysi dregst ekki saman sem skyldi.
- Án aukinnar fjárfestingar verða hagvöxtur og lækkun atvinnuleysis illleysanleg verkefni.
- Mikilvægt er að bankarnir nýti það svigrúm sem þeir hafa til að halda lífi í fyrirtækjum með sterkan rekstrargrunn.
- Nái lífvænleg fyrirtæki ekki endum saman er hætta á stöðnun atvinnulífsins í lengri tíma.
Þetta voru mjög þarfar aðvaranir starfsm. Viðskiptaráðuneytis. En, hagvöxtur er ekkert náttúrulögmál - heldur þar eins og þeir benda á, að skapa skilyrði þess að af honum verði.
- En, mér finnst aðilar hérlendis án útskýringar eða röksemdafærslu, of oft virðast reikna með hagvexti - svona af því bara eða vegna þess, að hagvöxtur hefur alltaf komið aftur í fyrri kreppum.
- Eins og, að vegna þess að menn eru vanir að vöxtur komi alltaf fljótlega, þá kunni þeir ekki við annað, en að reikna með honum eins og vanalega.
En, þessi kreppa er alveg gerólík fyrri kreppum - þ.e. aldrei áður hefur það farið saman, að hér hafi verið svo alvarleg skuldakreppa almennings samtímis því að atvinnuvegir hafi einnig verið mjög skuldum vafnir og ofan í allt saman, verið nær óstarfhæft bankakerfi.
Þó sumir telji e-h líkt með ástandinu á 9. áratugnum eftir að skuldir hækkuðu hjá mörgum eftir að launavísitalan var afnumin, þá er skuldastaða almennings enn verri en þá og sama að segja um skuldastöðu atvinnulífs.
En því sem margir hafa gleymt í dag, er að þá var framkv. leiðrétting þ.e. breyting á vísitölunni og skuldir alm. lækkaðar yfir línuna. Það verður ekki gert í dag - hafa stjv. látið okkur vita.
Og einmitt ekki síst þess vegna, verður líka framvinda lakari en eftir skuldakreppuna þá - breyta vísitölunni - hlusta á Spegillinn: 15.10.2010 Júlíus Sólnes.
Samantekt á vandanum:
- 1/3 fyrirtækja með neikvætt eigið fé.
- 50% fyrirtækja í vanskilum með lán við bankana.
- 24,4% heimila í greiðsluvanda!
- 27,95% heimila með neikvæða eiginfjárstöðu.
- 41,27% heimila í greiðslu- eða skuldavanda!
- 48.500 manns tóku út séreignarsparnað!
Punkturinn er, að vandinn er ekki einungis alvarlegur, HANN ER ALVARLEGUR!
Eins og starfsmenn Viðskipta ráðuneytis bentu á, þá er hættan á stöðnun ekki lítil, þ.e. litlum eða mjög litlum vexti næsta ár, og þá ekki einungis næsta ár heldur næstu ár!
Samantekt á tölum spár Greiningardeilda ÍSB: Kemst þó hægt fari
Spá............................2011.......2012.......2013
Hagvöxtur....................0,9%......2,9%.......3,3%
Fjárfesting...................4,4%
Einkaneysla..................2,5%
Kaupm. launa...............0,5%
Hækkun húsn. verðs......0,8%
Verðbólga...................2,5%
Afg. af viðk. v. útl.........5% af landsfr.
Áhugasamir beri þetta v. aðrar hagspár: Samanburður á nýrri spá Hagstofu Ísl og nýl. spá Seðlabanka, nokkru eldri spá ASÍ!
Bæti einnig við að Arion Banki spáir 0,5% hagv. 2011 og 2,2% 2012.
Kemst þó hægt fari :"Reiknum við með því að hagvöxtur mælist 0,9% á næsta ári, knúinn áfram af aukinni neyslu, fjárfestingu og útflutningi. Lágt raungengi og aukinn hagvöxtur á heimsvísu hjálpar útflutningnum á meðan aukin erlend fjárfesting hér á landi, vaxandi kaupmáttur og lægri vextir hvetja innlenda eftirspurn. Lítill vöxtur verður að öllum líkingum í öllum þessum liðum og viðsnúningurinn vart sýnilegur svo neinu nemur fyrr en á árinu 2012, en við spáum 2,9% hagvexti það ár og 3,3% hagvexti 2013."
Mín tilfinning er samt sem áður, að spá ÍSB sé nær sanni en spár ASÍ, Hagst. og Seðlab.
Landsframleiðsla og helstu undirliðir hennar..........ASÍ..............Hagst................Seðlab.
Verg landsframleiðsla 2011................................1,7................1,9.....................2,1
Eins og sést af súluritinu að ofan, þá er spá ÍSB ívið lægri en þessar spár einungis fyrir næsta ár. En eftir það reikna þeir með sambærilegum hagvexti og hinir.
Á hinn bóginn, segir mín tilfinning að framvinda verði hægari en þetta. Segjum milli 0,5-0,9% hagv. á næsta ári. Síðan bæti aðeins í árið eftir hugsanlega um hálft prósent til viðbótar þ.e. vöxtur milli 1 og 2%. Hann fari síðan ekki yfir 2% fyrr en árið eftir, þá í rúml. 2%. Síðan smá mjatlist hann upp.
- Þetta væri mitt persónulega "best case" - en þ.e. einnig möguleiki að á næsta ári mælist raunveruleg stöðnun þ.e. ástand í járnum við "0" mörkin.
- En ekki barasta það, það getur einnig gerst að það verði samdráttur.
Fer eftir atburðarás næstu mánaða, ekki einu sinni hér heldur einnig erlendis. En, um þessar mundir hafa dunið mikli erfiðleikar yfir á Evrusvæðinu.
Versnun efnahags ástands í Evrópu er mjög raunveruleg hætta!
Kemst þó hægt fari :"Eftir að samdrátturinn í einkaneyslu sem staðið hafði yfir frá 2008 virtist ætla að taka enda um mitt þetta ár hefur viðvarandi óvissa um skuldastöðu heimilanna tafið viðsnúninginn a.m.k. tímabundið. Vaxandi kaupmáttur, lækkun vaxta, bætt staða vinnumarkaðarins auk hækkunar eignaverðs skapar skilyrði fyrir aukningu einkaneyslu þegar líða tekur á næsta ár. Viðbúið er að vöxturinn verði hægur og að hann byggist minna á skuldsettum vexti og eignaverðshækkunum en hefur verið raunin í mörgum öðrum uppsveiflum í íslensku efnahagslífi. Reiknum við með því að einkaneyslan vaxi um 2,5% á næsta ári, kaupmáttur launa um 0,1% og að atvinnuleysi lækki úr 8,1% á þessu ári niður í 7,5% á næsta ári. Einnig reiknum við með 0,8% raunverðshækkun íbúðarhúsnæðis."
Hafandi í huga að tillögur ríkisstj. fyrir heimilin er kynntar voru um daginn, voru einungis lítil mús en ekki einu sinni fílsungi. Þá er ljóst held ég, að vart er að reikna með aukningu neyslu frá heimilunum.
Hvernig þeim dettur í hug, að húsnæðisverð muni ekki einnig lækka á næsta ári eins og þessu, er mér hulin ráðgáta. En, kannski vita þeir um einhverja stóra samninga, sem ekki hefur frést af út á við.
Ég held að í besta falli verði neysla nálægt járnum eða smávegis minnkun fremur en aukning.
Kemst þó hægt fari :"Fjárfestingarstigið í hagkerfinu er afar lágt um þessar mundir en vel þekkt er að það sé lágt um hríð eftir að hagkerfi hafa orðið fyrir gjaldeyris- og bankakreppu. Mikil skuldsetning, hægur vöxtur innlendrar eftirspurnar, seinagangur í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja og heimila sem og höft á gjaldeyrismarkaði draga úr vaxtamöguleikum á þessu sviði efnahagslífsins á næstunni. Fjárfestingarstig sem er talsvert yfir núverandi stigi er nauðsynlegt til að halda hagvexti viðunandi litið til lengri tíma. Reiknum við með því að fjárfesting vaxi um 4,4% á næsta ári, aðallega vegna fjárfestinga í stóriðju og tengdri starfsemi. Þegar kemur fram á árið 2013 reiknum við hins vegar með hagstæðari skilyrðum og að fjárfesting taki öll við sér, þ.e. fjárfesting atvinnuveganna, heimilanna og hins opinbera."
Sko, ég veit ekki um ástæðu þess að vænta aukningar fjárfestinga fyrir 2012 fremur en 2011 frá einkageiranum. Enda er skuldastaða fyrirtækja mjög slæm. Ekki sýnist mér að bankar hafi getu til að liðka fyrir þeim að neinu ráði, þ.e. bjóða bætingu kjara á skuldum til lækkunar greiðslubyrði.
Þarna eru þeir án þess að segja, sennilega að reikna með stóryðju framkvæmdum þ.e. risálveri.
Varðandi Búðarháls virkjun, þá er sú framkv. enn í fullkominni óvissu. En, sbr. nýlegt útspil ríkisstj. um það, að sennilega sé að koma að lokum Icesave deilu, þá sennilega reikna þeir með að sú hindrun hverfi. En, tvisvar hefur komið neitun frá Fjárfestinga Banka Evrópu ást. upp gefin Icesave.
Auðvitað, ef ekkert verður af því að samkomulag um Icesave verði klárað, þá verður sú framkvæmd enn ófjármögnuð - svo að hið minnsta er möguleiki að ekki verði af henni.
- Þá auðvitað hverfur nokkurn veginn sú aukning fjárfestinga sem ÍSB reiknar með.
- Hinar spárnar einnig reikna með þeim sömu framkv.
Kemst þó hægt fari :"Mikill viðsnúningur hefur verið í ytri jöfnuði þjóðarbúsins frá hruni bankakerfisins 2008 þar sem afgangur af utanríkisviðskiptum hefur tekið við af miklum halla. Reiknum við með því að afgangur verði af viðskiptum við útlönd á næsta ári sem nemur ríflega 5% af landsframleiðslu en að öllu minni afgangur verði 2012 vegna viðsnúnings í fjárfestingu og neyslu í hagkerfinu sem kallar á aukinn innflutning. Mun þessi afgangur auk hafta á fjármagnsflutninga, minnkandi áhættuálags á íslenskar fjáreignir og munar á innlendum og erlendum vöxtum styðja við gengi krónunnar næstu misserin. Raungengi krónunnar er lágt um þessar mundir og reiknum við með því að það hækki aðeins á næstunni með hækkandi nafngengi, og viðbúið er að verðbólgan verði hér skapleg næstu misserin og í nálægð við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Að okkar mati munu verða höft á fjármagnsflutninga nokkuð fram yfir næsta ár en yfirlýst markmið stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að afnema höftin á tíma efnahagsáætlunar þessara aðila sem nú er ráð fyrir gert að endi í ágúst á næsta ári. Við reiknum með framlengingu á tímaramma þeirrar áætlunar."
Það er krónunni að þakka, þ.e. gengisfalli hennar, að sá viðsnúningur sem þeir vísa til - varð.
En, þ.e. einmitt þ.s. stórt gengisfall gerir, að með því að hækka verðið á öllu innfluttu þá minnkar við það innflutningur sem "med det samme" umbreytir viðskiptajöfnuði landsins við útlönd.
Þetta var algerlega nauðsynleg sveifla eftir að hrunið var orðin staðreynd og tekjur þær sem bankarnir stóðu undir voru allt í einu horfnar úr hagkerfinu - og einungis skuldirnar stóðu eftir.
Ég fullyrði að án þessa stóra gengisfalls, væri Ísland löngu orðið gjaldþrota - en, með svo stóru tekjufalli + skuldaaukningu, þá gengur ekki á sama tíma einnig að halda áfram að hafa stórann viðskiptahalla og þá viðvarandi aukningu skulda sem hann framkallar.
Þeir spá því að höftin verði út næsta ár, sem getur vel gengið eftir. Ekki síst í ljósi þess, að ég hef hvergi séð því stað, að ríkisstj. sé að leitast við að semja við eigendur krónubréfa um leiðir út úr þeim vanda, sem við erum í gagnvart þeim.
En, mér hefur lengi virst klárt, að reynandi væri að ræða við þá og ath. hið minnsta hvort umræðugrundvöllur sé til staðar, fyrir því að þeir samþykki annað greiðslu fyrirkomulag.
T.d. 40% út og rest á nokkrum árum. Svo hægt væri að losa um höftin sem fyrst.
Kannski hafa leyniviðræður staðið yfir - en ég óttast að lítið eða jafnvel ekkert hafi verið gert, til að skoða hugsanlegar útfærslur eða B, C, eða D leiðir.
Niðurstaða
Ívið raunhæfari en fyrri spár er hafa fram komið. En, sennilega þegar þeir gerðu þessa spá þá reiknuðu þeir með stærra útspili ríkisstj. en þ.s. kynnt hefur verið til sögunnar.
En, miðað við þ.s. kynnt var í síðustu viku, þá er vart að reikna með aukningu neyslu hjá almenningi á næsta ári. Stöðnun væri góð niðurstaða miðað við þær forsendur.
Ef ekki verður á næstu vikum undirritaður ný Icesave samningur og hann síðan endanlega staðfestur, þá mun ekki verða af Búðarháls virkjun og því ekki stækkun Straumsvíkur álvers.
Enginn hefur enn séð drög að nýjum Icesave samningi svo ég treysti mér ekki til að spá um líkur á samþykki hans. En, án Búðarháls virkjunar þá verður framvinda næsta árs og ársins þar á eftir lakari en þ.s. spá ÍSB reiknar með.
Þá sennilega rætist þ.s. ég kalla miðspá þ.e. hagkerfið í járnum þ.e. við 0% eða örlítill vöxtur, vart mælanlegur. En, ef Evran tekur upp á því að hrynja sem vel getur gerst í kjölfar gjaldþrots Spánar hugsanlega eins snemma og í apríl 2011, þá auðvitað er samdráttur mun líklegri útkoma.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að einhver haldi á lofti þessum punktum frá J. Sólnes - málið er nefnilega að það eru bæði fordæmi og rök fyrir því að breyta áhrifum verðtryggingarinnar.
"En, þessi kreppa er alveg gerólík fyrri kreppum - þ.e. aldrei áður hefur það farið saman, að hér hafi verið svo alvarleg skuldakreppa almennings samtímis því að atvinnuvegir hafi einnig verið mjög skuldum vafnir og ofan í allt saman, verið nær óstarfhæft bankakerfi.
Þó sumir telji e-h líkt með ástandinu á 9. áratugnum eftir að skuldir hækkuðu hjá mörgum eftir að launavísitalan var afnumin, þá er skuldastaða almennings enn verri en þá og sama að segja um skuldastöðu atvinnulífs.
En því sem margir hafa gleymt í dag, er að þá var framkv. leiðrétting þ.e. breyting á vísitölunni og skuldir alm. lækkaðar yfir línuna. Það verður ekki gert í dag - hafa stjv. látið okkur vita."
Við þetta má bæta að nú er atvinnuleysi 7-8%, en var aðeins 1-2% á 9.áratugnum. Þessi munur kemur beint fram í takmörkuðum möguleikum fólks til að auka tekjur sínar til að bregðast við hækkandi skulda-/greiðslubyrði.
Alveg ótrúleg þessi þrjóska stjórnvalda og fjármálastofnana (þ.m.t. lífeyrissjóða) við að viðurkenna vandann og þörfina fyrir alvöru aðgerðir.
Jens Viktor, 8.12.2010 kl. 11:06
Takk - Jens, einnig merkilegur munurinn á afstöðu vinstri manna sbr. frásögn Sólnes. Þá voru þeir baráttumenn fyrir réttindum almennings. En, nú eru þeir kaþólskari en páfinn þannig séð, sbr. v. hefðbundna afst. sjálfstæðism.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.12.2010 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning