Á að ganga frá nýjum Icesave samningi eða á að láta málið fara fyrir dóm?

Alltaf öðru hverju kemur nýtt upphlaup vegna Icesave. Í umliðinni viku, kom fram í fjölmiðlum að útlínur hugsanlegs nýs samkomulags hefðu verið kinnt fyrir hagsmuna aðilum. En, einhverra hluta vegna ekki fyrir stjórnar andstöðu.

Nú um helgina, er talað um að það liggi á að svara Eftirlitsstofnun EFTA en frestur renni út á nk. þriðjudag. Ráðuneytið sé þó með ítarlegt svar tilbúið. Að auki kemur fram að Steingrímur J. vilji helst ekki að málið fari fyrir EFTA dómstólinn.

Síðan kemur fram að lagt hafi verið að stjórnarandstöðunni, að samþykkja drögin af samningi. En, þó eru þau ekki enn endanleg þ.s. eins og fram kemur enn standa nokkrir þættir undan. En, hvaða þættir það eru, kemur ekki fram!

 

Frétt Eyjunnar: Nýtt Icesave-samkomulag tilbúið. Þrýst á stjórnar- andstöðu að vera með

Frétt Visi: Drög að Icesave samkomulagi kynnt

 

"Þeir stjórnarandstöðuþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við segjast ekki munu gefa fyrirfram vilyrði fyrir stuðningi við málið fyrr en þeir sjái lokaniðurstöðu og hafi kynnt sér hana. Á þetta sérstaklega við um framsóknarmenn"

Þetta er mjög eðlileg afstaða. En, hver man ekki eftir því þegar Icesave samkomulagið var fyrst lagt fram, þá lagði ríkisstj. fyrst til að það yrði samþykkt óséð - þ.s. það væri trúnaðargagn.

Síðan, við nánari skoðun kom fram að samkomulagið hafði marga mjög alvarlega galla - sjá gamla umfjöllun: Icesave samningurinn, er hefðbundinn viðskiptasamningur. Er það gott?

Ég myndi aldrei nokkru sinni undirrita lánasamning óséðan - og aldrei heldur skuldbinda mig um að samþykkja hann meðan hann er ekki enn fullfrágenginn.

Hér erum við að tala um að skuldbinda alla þjóðina en ekki einst. eða fyrirtæki, svo að sjálfsögðu á að gæta fyllstu varúðarsjónarmiða.

 

"Fjármálaráðuneytið hefur fengið forystumenn úr atvinnulífinu til liðs við sig í að kynna málið og hvetja þingmenn til að veita drögum að samkomulagi blessun sína."

Þetta er áhugavert. En skv. fréttum vikunnar voru drög fyrst kynnt fyrir aðilum vinnumarkaðarins. Nú, á að beita þeim fyrir vagn ríkisstj. til að reyna að sannfæra þingmenn um að samþykkja Icesave Part III. 

Ég man vel eftir því að Villi og Gylfi hjá vinnuveitendum og ASÍ, voru báðir sammála um að rétt hefði verið að segja já við fyrri samningi. Þeir voru til í að kyngja því þá.

Vart þarf að koma á óvart, að þeir jánki nýjum og að einhverju leiti skárri samningi. 

En, þó þeir hafi tekið undir grátkór stjórnarsinna um hve hræðilegt það væri, að Íslendingar hafi hafnað Icesave. Þá er alveg gegnsætt hvað stendur á baki afstöðu þeirra og Samfóa.

  • Án Icesave samnings engin ESB aðild.
  • En bæði Villi VSÍ og Gylfi ASÍ hafa talað fyrir ESB aðild, ásamt Samfóum.
  • Margir ESB sinnar einfaldlega líta á Icesave sem nauðsynlegann fórnarkostnað.
  • Mig grunar að sú afstaða, sé raunverulega þ.s. á baki liggur, þegar þeir tala um alvarlegar afleiðingar fyrir Ísland.
 

"Stóri óvissuþátturinn í málinu er pólitíska hliðin. Óvissan um stuðning við nýtt samkomulag setur strik í reikninginn og líklegt er að málið strandi á því, fremur en á ágreiningi milli samninganefndanna. Ljóst er að málið fer ekki fyrir Alþingi fyrr en menn eru vissir um að mikill meirihluti þingsins styðji það."

Það er merkilegt, hve ESB sinnar hafa verið pirraðir yfir því, að Icesave skuli hafa verið fellt.

Ekki er verið að ræða þá staðreynd, að ríkissjóður Íslands er nú með byrði af vaxtagjöldum upp á liðlega 16% af heildar tekjum. Sem er meir en kostar að reka skólakerfið.

Ekki er verið að ræða það, að meðan halli er á ríkisútgjöldum, þá fer það hlutfall hækkandi. Fer sennilega upp í 17% og þaðan af meira á næsta ári, ef eins og mér sýnist hagvöxtur verður nær enginn eða enginn.

Samt átti að vera í himna lagi, að láta Ísl. taka á sig cirka 33 ma.kr. á ári í vexti skv. gamla samkomulaginu. Kostnaður af vöxtum áætlaður cirka 300 ma.kr. af fjármálaráðuneyti sumarið 2009. Ok, ef fréttir eru réttar þá eru vextir lækkaðir í 2,78%. En, þetta eru algerlega óstaðfestar fréttir. 

Segjum að við séum að tala um milli 15-20 ma.kr. í árlegar vaxtagreiðslur. Berum það saman við þ.s. ríkið segir sig sjálft borga í vexti 2011. Nota tekjur ársins í ár. En, tekjur næsta árs eru óvissar meðan skuldir næsta árs eru það ekki.

 

Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010 

Tekjur vs. gjöld ísl. ríkisins í ár!

......................................................2010

Tekjur.............................................461,9

Gjöld..............................................560,7

Fjármagnskostnaður..........................75,1* (kostnaður fyrir 2011)

Vaxtagjöld vs. tekjur.........................16,26% (Skv. OECD voru þau hærri en þetta, þ.e. tæp 20%)

Gjöld+Icesave..................................23,4%* eða 20,5%** eða 19,5%***

*Er miðað v. + 33ma.kr. **Er miðað v. + 20ma.kr. ***Er miða v. + 15ma.kr.

(Bendi á að AGS lánin komast á gjalddaga eftir nokkur ár. Einnig þarf að gera ráð fyrir þeim)

 

Skal þó tekið fram að skv. gamla samningnum áttu nokkur ár að líða þar til ríkið færi að borga af með beinum hætti.

Það þarf samt að gera ráð fyrir þeim greiðslum þ.s. þær hverfa ekki heldur þarf þá að vinna að því árin á undan, að borð skapist fjárhagslega til að standa þá undir þeim í því seinna.

Að auki, að AGS lánin koma á gjalddaga einnig eftir nokkur ár. 

Það krefst þannig umtalsverðs hagvaxtar til að greiðslugeta nái að skapast. Á sama tíma fæ ég ekki betur séð en að einmitt líkleg hagvaxtar framvinda, sé afskaplega döpur næstu árin a.m.k.

Þ.e. einmitt skortur á trúverðugri greiðslugetu, sem var ein af stóru ástæðunum sem ég sá fyrir því að hafna samkomulaginu.

Ég sé ekki að væntingar um greiðslugetu hafi neitt batnað. Fremur versnað en hitt.

 

Síðan er það auðvitað réttaróvissan um það hvort við eigum yfirleitt að borga.

Álit Mishcon De Reya!

Lesið frá bls. 56 þegar þeir hefja umfjöllun um lögfræðilegan bakgrunn deilunnar.

Eins og þeir útskýra er hægt að túlka svokallaðan "Peter/Paul" dóm Evrópudómstólsins á flr. en einn veg. 

Ég hef alveg frá byrjun verið þeirrar skoðunar að það hafi verið slæm ákvörðun að tryggja innistæður hérlendis 100%. Það veiki okkar stöðu. Þ.e. þó hugsanlega verjanlegt, samt sem áður.

En hugmyndin um vörn er sú, að allar innistæður voru tryggðar hérlendis óháð því hvort þær voru í eigu ísl. ríkisborgara eða annarra. Svo mismunun var á milli svæða en ekki milli einst af mismundandi þjóðerni.

Það hefur verið einnig bent á að Bretar hafi ekki tryggt innistæður á Ermasunds eyjum, sem eru skattaparadísir. 

Okkar lagalega staða væri samt klárlega betri ef við hefðum ekki tryggt innistæður 100%. Óþarfi samt að kalla hana fyrirfram tapaða.

Það þarf einnig að hafa í huga að hér ríkti neyðarástand. Það er til neyðarréttur meira að segja innan ESB réttar. Honum er þó sjaldan beitt, eðlilega þ.s. neyðarástand hefur blessunarlega verið sjaldgæft.

Fræðilega hið minnsta, getur neyðarréttur réttlætt mismunun. Réttur þarf þá að meta aðgerðir út frá spurningum um það, hvort þær voru nauðsynlegur þáttur í því að koma í veg fyrir frekari neyð. Síðan út frá því hvort þær teljist hæfilegar miðað við ástand mála þ.e. sambærileg regla við jafnræðisregluna sem í gildi er hérlendis.

  • Punkturinn er, að það er réttaróvissa.
  • Ég tel langlíklegast að Ísl. ef dæmt til að borga myndi vera dæmt til að borga skv. 20þ. Evra viðmiðinu, enda er krafa um annað og meira umfram þ.s. gildandi lög kröfðust þá. (En krafa um e-h mun meira jafngildir greiðsluþroti en engin leið er að kreysta blóð úr steini).
  • Það að margar þjóðir hafa kosið að greiða meira en lágmarkið, getur vart skapað fordæmi þ.s. eftir allt saman, voru þær greiðslur umfram löggilt lágmark.
  • Að auki, lög ESB heimila það að sem dæmi að Bretar greiði umframtryggingu, þ.e. mismuninn sem er umfram löggilt lágmark. Þannig, að það má þá skoða þ.s. svo að greiðslur B&H umfram lágmarkið sé einfaldlega innan þess ákvæðis - (sjá directive 94/19 sbr. Annex II.).
  • Síðan að auki, myndi slíkur dómur ætíð gefa frest til greiðslu - sennilega gefa tiltekinn tíma til að semja v. Breta og Hollendinga um greiðslu tilhögun. 

 

Hafa ber þá réttaróvissu í huga vs. þá óvissu sem til staðar er um greiðslugetu Íslands.

En spár um hagvöxt eru ekki hagvöxtur í hendi.

Það verður að skoðast sem svo, að óvissa sé um efnahagslega framvindu:

  • Enn er Búðarhálsvirkjun ekki fjármögnuð.
  • Að öðru leiti, er einungis verið nú að tala um framkv. sem lífeyrissjóðir eiga að standa í:
  1. Tollvegur um Suðurland, sem sunnlendingar eru ekki beint að taka fagnandi.
  2. Fullkomlega óþarft risasjúkrahús í Vatnsmýrinni. En, mér hefur verið sagt af lækni, að lagfæringar á húsum kosti vart meir en 10% af þeim tilkostnaði. Þó það væri 20%. Meira gagn væri af nýjum tækjum ef einhver peningur er raunverulega til.
  3. Þetta kemur ofan í það að sjóðirnir hafa: lánað ríkinu fyrir hallanum síðan eftir hrun, hafa keypt fyrir milljarða tugi bréf Íbúðalánasjóðs sem voru í eigu banka erlendis, hafa keypt gjaldþrota fyrirtæki fyrir tugi milljarða.
  • Mér sýnist eins og að sjóðirnir eigi að gera allt. En, á sama tíma ríkir ördeyða meðal almennings og fyrirtækja. Sjóðirnir eru ekkert endalausir.
  • En, með liðlega helming fyrirtækja í vanskilum, þriðjung þeirra með neikvæða eiginfjárstöðu. Stöðu almennings þannig, að 48þ. töldu sig tilneydda til að taka úr lífeyrissparnað, til að ná endum saman. Þá er útlitið mjög stöðnunarlegt.
  • Það gefur ekki góðar vonir um fjárhag ríkissjóðs. En, eftir nokkur ár þarf að hefja greiðslur af AGS lánunum. Ef það fer svo saman við Icesave greiðslur.

 

Niðurstaða

Ég veit, að þ.e. tíðrætt að staðan hér sé betri en menn áttu von á. En þetta tal er villandi. Ég bendi á, að skv. Spá ASÍ þá er lækkun atvinnuleysis í 7,1% því að þakka eða kenna, að fækkað hefur á vinnumarkaði. Ekki sé um fjölgun starfa. Þetta sé þvert á móti kreppueinkenni.

Efnahagsleg framvinda, er þvert á móti líkleg til að vera afskaplega döpur - nema e-h stórt breytist. Ég er þeirrar skoðunar, að greiðslugeta ríkisins sé einfaldlega ekki til staðar fyrir Icesave - þegar haft er í huga að eftir er að greiða af AGS lánunum.

Það eitt er næg ástæða hvað mig varðar, til að halda áfram að íta málinu á undan okkur. En, ég er þess fullviss, að þ.e. ekki Icesave sem heldur aftur af getu okkar til að afla Íslandi lána almennt séð, heldur séð það augljós greiðsluvandræði ríkisins.

Ég er búinn að vera þeirrar skoðunar alla tíð síðan 2009, að Ísland þurfi nauðasamninga við kröfuhafa - ekki bara um Icesave ef þ.e. svo að semja þurfi um það.

Ég hef ekki séð síðan þá neina ástæðu til að skipta um skoðun síðan.

En, ég mynni á, það þarf að semja við eigendur krónubréfa. Reyndar skil ég alls ekki af hverju það hefur ekki sjáanlega verið reynt. En, af hverju ekki að bjóða þeim að greiða þeim út t.d. helminginn strax og restina á nokkrum árum? Möguleikinn að losna við höftin með minni tilkostnaði.

Síðan eru það allir bankarnir sem ríkið skuldar. En, ríkið þarf mjög á því að halda, að frá lengingu lána þ.s. megnið af skuldum ríkisins komu til í kringum hrunið, og þau lán eru flest mjög óhagstæð. Það eitt að lengja í lánum myndi bæta ástandið verulega þ.e. dreifa álaginu á fleiri ár.

Ef ég væri ríkið - þá myndi ég líta á þ.s. forgangs mál nr.1 að semja við krónubréfa hafa - svo hægt væri að afnema höftin sem allra, allra fyrst sem lið í því að skapa hagvöxt.

Icesave væri ekki í forgangi fyrr en eftir að dómur hefði fallið - og þá væru höftin væntanlega farin, svo sú hindrun framgangs efnahagslífsins sem þau eru, væri þá fyrir bý. Þá er hugsanl. að framvinda efnahags mála geti skánað nokkuð - hver veit, þá kannski jafnvel væri hægt að sjá fram á að eiga bæði efni á Icesave og AGS lánunum.

En, ef framvindan heldur áfram að vera slök - þá verður mjög erfitt að forðast greiðsluþrot gagnvart útlöndum, - þ.e. þ.s. við stöndum frammi fyrir, ef ekki tekst að snúa efnahags spíralnum við.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband