2.12.2010 | 02:32
Hvernig er hægt að bjarga Evrunni frá hruni? Ath. þetta er ekki ef spurning lengur!
Krýsan á Evrusvæðinu er orðin svo alvarleg, að einungis mjög víðfeðmar aðgerðir hafa nokkurn séns. Og, hvað stöndum við frammi fyrir, ef eins og flest bendir til hún heldur áfram að vinda upp á sig?
- Í þessari viku, hefur vaxtakrafa ekki einungis hækkað fyrir Portúgölsk ríkisbréf, heldur einnig fyrir ríkisbréf: Spánar, Ítalíu og Belgíu. Sama fyrir bankastofnanir í sömu löndum. Verð hluta hafa einnig fallið.
- Fyrirtæki á Spáni, ekki bara bankar, virðast nánast í fullkomnu frosti hvað varðar lántöku frá bönkum og fjármálastofnunum utan Spánar.
- Hvað gerist ef Spánn fellur? Þá falla bankar út um alla Evrópu, ekki síst þýskir bankar.
- Síðan verður að muna, að írska þingið greiðir atkvæði um samning um svokallaða björgun, þann 7. des. En, ef þingið segir "nei" - sem mun leiða til hruns bankakerfis Írsl. eins og á Ísl. fyrir 2. árum - þá gerist það sama, bankar hrynja um Evrópu og þýskir bankar líka.
- Þ.e. einmitt punkturinn við björgunarpakkann svokallaða, að hann er í reynd björgunarpakki fyrir þá banka, sem Írar sjálfir eiga ekkert í. Því með inni í bankanum, er það að ríkistj. Írl. samþykkir að ábyrgjast allar skuldir írsku bankanna, sem hlaupa á mjög háum upphæðum v. Þýska banka.
- Sjáið myndina við hliðina sem sýnir skuldir Írl. í milljörðum Dollara.
- Spánn skuldar þýskum bönkum enn hærri upphæðir en þær cirka 120 ma. Evra sem Írar skulda þeirra bönkum. Einkum í gegnum skuldir írskra banka.
- En, niðurstaða þessarar viku, er að björgunarpakkinn svokallaði, er ekki að sannfæra fjárfesta um að hlutir verði í lagi.
- Ást: allir írsku bankarnir stóðust svokallað öryggispróf sem ESB stóð fyrir í sumar.
- Eins og gefur að skilja, þá hefur trúverðugleiki þess prófs tekið högg!
Markaðurinn veit sem sagt ekki, hverju hann getur treyst - svo hann reiknar með því versta, sem framkallar neikvæða hringrás sem uppfyllir eigin væntingar.
Þetta er því miður klassíkst ferli sem átti sér stað síðast í Evrópu 1931 þegar massíft bankahrun gekk yfir og barst frá landi til lands.
Slíkt hrun hefur ekki enn átt sér stað, en umræðan í Evrópu virðist kominn inn á þann farveg, að ef ekki tekst að binda enda á óvissuástandið og sífell vaxandi spenn; þá komi að því án nokkurs vafa.
Þannig, að við erum stödd á þeim tíma, þ.s. einungis mjög ákveðnar og víðtækar aðgerðir hafa möguleika:
1. Að seðlabanki Evrópu, fari að kaupa ríkisbréf ríkja í vandræðum, fyrir prentaðar Evrur.
Felipe Gonzalez: " "Spain's former leader Felipe Gonzalez warned that unless the European Central Bank steps into the market with mass bond purchases, the EMU system will lurch from one emergency to the next until it blows up." - "Alluding to Portugal and Spain, he said a third country will need a rescue as soon as "January or February", and fourth soon after, at which point it will "contaminate the whole of Europe and get out of hand"." - " "If the ECB bought just a third as much public debt as the US Federal Reserve is doing, we could stop the speculation," he said." "
Ég efast ekki um það, að fyrrum forsætisráðherra Spánar veit hvað hann er að segja, að mjög fljótlega á nýju ári muni annað af tveim ríkjum Íberíuskagans þurfa aðstoð, og hitt fylgja mjög fljótlega í kjölfarið.
Ef ECB kaupir ríkisbréf þessara ríkja í nægilega miklu magni, og einnig annarra í vandræðum, þá getur hann haldið niðri verðinu á þeim, þannig haldið þeim ríkjum inni á mörkuðum fyrir skuldabréf.
Hættan er fyrst og fremst, möguleikinn á verðbólgu innan Evrusvæðisins - í kjarnaríkjum þess. En, við erum að tala um gríðarlega mikla prentun.
Afstaða Þjóðverja virðist þó því miður ljós, ákveðin andstaða. En, svona aðgerð kallast á ensku "QE - Quantitive Easing" og á síðasta stórfundi valdamestu ríkja heimsins (G20), þá voru þjóðverjar mjög ákveðnir í fordæmingu sinni á aðgerðum seðlabanka Bandaríkjanna "Federal Reserve" sem einmitt fela í sér massíf kaup á skuldabréfum fyrir prentaða Dollara. Svo þessi leið virðist við fyrstu sýn fyrirfram dauð - nema hugarfarsbreyting verði í Þýskalandi.
2. Stækka björgunarsjóð ESB nægilega!
Vandinn við björgunarsjóðinn er sá að hann hefur veikst - en hann er búinn til með ábyrgðum frá öllum aðildarlöndunum. Samtals 440 ma.Evra. Þ.s. Írl. og Grikkl. hafa fengið aðstoð eru 19,4 ma. fallnir frá af ábyrgðum þeirra. Ef, Spánn og Portúgal þurfa aðstoð falla út þeirra ábyrgðir upp á 63,4ma. til viðbótar þ.e. samtals 85ma. Evra. Þá lækkar hugsanlega nothæfur sjóður í 355 ma.Evra. Þetta er talið langt frá því næg upphæð til þess að bjarga Spáni líka. Auðvitað þarf að auki að reikna með því fé sem búið er að verja þ.e. kostnaðurinn við björgunarpakka Írlands + Grikklands. Þá eru eftir e-h í kringum 250 ma.Evra.
"The combined rescue needs of these countries is likely to exhaust the EU's 440bn bail-out fund, which in reality has just 250bn in usable money."
Þýsk stjv. í síðustu viku höfnuðu möguleikanum á því að stækka sjóðinn. En vandi þjóðverja er sá að þeir standa undir stærsta hluta hans, sem stærsta hagkerfi Evrópu. Svokallað CDS eða skuldatryggingaálag þýskalands er þegar búið að hækka eftir að tilkynningar bárust um björgunarpakka Írl. - sem gerir einmitt slurk af þýskum ábyrgðum til sjóðsins að vaxtaberandi skuldum. Þeim líst með öðrum orðum ekki á það, hvað gerist fyrir lánstraust sjálfs Þýskalands, ef farið er að gangast fyrir enn stærri ábyrgðum.
Þetta verður því einnig að skoðast sem ólíklegt.
Að auki, að þessi leið hvort sem er væri ekki lausn á vandanum, heldur gálgafrestur. En, markaðurinn í dag virðist almennt kominn á þá skoðun að Írl. og Grikkland, muni ekki geta staðið við þær skuldbindingar tengjast slíku prógrammi.
Telja sem sagt, að lækkun skulda sé ófrávíkjanleg á endanum.
3. Gefa út sameiginleg Evru skuldabréf, sem ríkin bera ábyrgð á sameiginlega!
Þetta er fyrst aðgerðin sem myndi fela í sér raunverulega björgun. En hún felur í sér hugmynd um skuldbreytingu, að núverandi skuldabréfum landa í vandræðum væri skipt út fyrir bréf í Evrum sem væru gefin út af ESB skv. sameiginlegri ábyrgð aðildarríkja - a.m.k. aðildarríkja Evrusvæðis.
Þetta væri mjög í anda hugmyndarinnar um Evr. samvinnu, að leita sameiginlegrar lausnar. Að sterkari ríkin aðstoði veikari ríkin sem sannarlega þurfa aðstoð, með slíkri sameiginlegri skuldabréfa útgáfu.
Þjóðverjar hafa einnig skotið niður þessa hugmynd. En, innan Þýskalands er mikil andstaða meðal almennings fyrir því að gangast í beinar ábyrgðir fyrir lönd, sem innan Þýskalands er víða litið svo á að eigi sjálf sök á eigin vanda (afstaða sem er áhugavert keimlík þeirri afstöðu hér innanlands að fólk í skuldavanda geti sjálfu sér um kennt).
Vandinn sem virðist í uppsiglingu er sá, að þeirri hugsun skjóti rótum að hver sé sjái um sitt!
En, slík hugsun getur bundið enda á sjálfa tilvist Evrópu sambandsins.
- En, eins og sést af skulda yfirlitinu að ofan, þá eru skuldir Þýskalands sjálfs orðnar umtalsverðar og vel umfram 60% regluna, sem Þjóðverjar sjálfir létu setja.
- Meðal skuld Evrusvæðis er enn hærri - þ.e. 84% af þjóðarframleiðslu.
Maður getur vel séð raunskuldir sjálfs Þýskalands fara yfir 100% ef farið væri í slíkt prógramm, að dæla út beinum ábyrgðum fyrir öll lönd í erfiðum skulda vanda.
En hættan á raunverulegum biturleika gagnvart Þýskalandi er til staðar og er farið að gæta - sbr. nýlega grein frá: "The writer is senior fellow and head of the Madrid office of the European Council of Foreign Relations"
Spain braces itself for a crisis made in Germany - (dálítið mikið sagt finnst mér, að kalla núverandi krýsu búna til í Þýskalandi). "it is no wonder that the dominant sentiment in Spain is concern. But more than that, the prevailing feeling is one of frustration with Germany."
Upplifunin virðist vera að Þýskaland sé að kasta ríkjunum í vanda, einkum S-Evrópu, fyrir úlfana. Sé að þvo hendur sínar af þeim. Upplifunin að framkoma Þjóðverja sé slæm, þ.e. að löndin eigi betra skilið.
En eftir allt saman, þá eru þessi lönd skuldug í dag m.a. vegna þess, hve þau keyptu mikið af þýskum vörum og þannig héldu uppi atvinnu ástandi og hagvexti í Þýskalandi.
Auðvitað, má líta á þ.s. þeirra bjánaskap, að leiðast út í skuldir vegna eyðslu um efni fram. En, Þjóðverjar án nokkurs vafa nutu góðs af því á umliðnum áratug - og upplifun margra virðist vera að þeir séu vanþakklátir. Að auki, þeir standi ekki með Evrópu þegar hún sé í vanda.
Þ.e. sem sagt raunveruleg hætta á að biturleiki og reiði safnist upp - virðist þegar í gangi sú uppsöfnun. Það getur eytrað andrúmsloftið í samskiptum þjóðanna til margra næstu ára.
- En, kannski er vandamálið orðið svo alvarlegt - að hver sé sér næstur!
4. Sameiginlegur björgunarpakki fyrir bankakerfi Evrópu.
Þetta held ég að sé algerlega nauðsynlegt - ef á að bjarga núverandi Evru. Ég meina að ekkert minna en þetta, geti bundið enda á bankakrýsuna innan ESB - þannig að núverandi samtarf um Evru haldist óbreytt að öðru leiti.
Wolfgang Münchau : Europe is edging towards the unthinkable
"...we have to find a way to separate national debt from financial debt. I would change the remit of the European financial stability facility, the sovereign bail-out fund, and charge it with the restructuring and downsizing of the European banking sector. Banking must be taken away from the member states."
Þetta er mjög elegant hugmynd.
En, ásamt því að gefa út sameiginleg skuldabréf svo lönd í vandræðum geti losnað undan skuldum sem þau ráða ekki við, og síðan með því að breyta núverandi björgunarsjóði fyrir ríki í vandræðum í björgunarsjóð fyrir evr. banka í vandræðum.
Þá væri raunverulega hægt að ná valdi á vandanum. En, það mun auðvitað einnig kosta ógnar upphæðir.
Þ.e. auðvitað veikleiki þessarar hugmyndar - að sameiginlegar skuldir aðildarríkjanna myndu vaxa og það mjög mikið. En, þegar er meðalskuldin orðin 84% þegar miðað er við Evrusvæðið.
- Þetta mjög sennilega sökkvir þessari hugmynd fyrirfram.
- En, með maður gæti séð meðalskuld Evrusvæðis fara vel yfir 100%.
- Sem segir sennilega eftirfarandi - að þ.e. engin leið framhjá því að afskrifa skuldir.
- En, ef þetta væri gert ásamt því, að eigendur skuldabréfa væru neyddir til að sætta sig við afskriftir að hluta - þá væri hugsanlega hægt að fara þessa(r) leið(ir).
5. Upptaka sameiginlegrar hagstjórnar á Evrusvæðinu.
Þessi leið mætir svipuðum mótbárum og leiðir 3. og 4. þ.s. þetta inniber sambærilega þætti, þ.e. að skuldir verði færðar undir sameiginlega ábyrgð, en í þessu tilviki er bætt við sameiginlegri ábyrgð á rekstri bankakerfa ásamt því að verulegur hluti skattfjár aðildarríkja þyrfti að verða sameiginlegur.
- Vandinn aftur er að skuldir eru nú þegar orðnar mjög óþægilega háar - sem setur frekari skulda aukningu skorður.
- Slíkt samband, yrði gríðarlega ofskuldsett - ef eigendur skulda eru ekki neyddir til að sætta sig við afskriftir skulda að hluta.
- Í ofan-á-lag bætist við, andstaða við mjög raunverulega eftirgjöf sjálfstæðis.
Þessi leið gengur lengst. Hún getur virkað. En, þ.e. einnig ólíklegast af öllu - mjög sennilega - að hún verði farin.
6. Hrun - þ.e. dómsdags leiðin.
Það versta af öllu er náttúrulega stjórnlaust hrun - þ.e. Evrópa falli á tíma, hrun fari af stað og ekkert fái það stöðvað.
Þetta er mjög raunverulegur möguleiki - ekki síst vegna þess, að allar leiðir til lausnar þarfnast undirbúnings. Að auki þarf að semja um þær, ná samstöðu o.s.frv.
Þ.e. því auðvelt að sjá þann möguleika að menn falli á tíma, og stjórnlaust hrun gangi um garð, sem hefði mjög stórfelldar afleiðingar.
En, þá væri hagkerfi Evrópu í reynd fallið fram af bjargi eins og ísl. hagkerfið féll fram af bjargi október 2008.
Við tæki stórfelld aukning atvinnuleysis og ástand sem væri mjög nálægt því eins slæmt og í kreppunni á 4. áratugnum.
Hætta er á því í kjölfar slíks að jafnvel sjálft ESB myndi flosna upp. Í reynd, er þá allt í lausu lofti.
-----------------
Hrun þarf ekki að verða algert hrun. Það má vera að svokölluð kjarnaríki þ.e. Þýskaland + Frakkland + nokkur önnur þolanlega stæð ríki, ákveði að mynda nýtt gjaldmiðils svæði.
Þá verðfellur núverandi Evra stórt og um leið verfalla skuldir samtímis - þ.s. engin verðtrygging er til staðar.
Það má vera að þetta sé í reynd ekki svo ýkja slæm leið - þegar allt er íhugað.
En, stór gengisfelling - en 50% er ekki ólíkleg felling - myndi um leið framkalla þá skuldalækkun sem ríkin sem eftir yrðu þurfa á að halda - þ.e. með þeirri aðferð að láta skuldir brenna á verðbólgubáli.
Sú leið er ekki fær hérlendis vegna verðtryggingar. En, erlendis er þetta klassísk leið eða ein af þeim klassísku. Hefur verið margnotuð síðustu 100 ár eða svo.
En, þá verðfalla ekki einungis skuldir fyrirtækja og einstakra ríkja sem bundnar eru í núverandi Evru, heldur einnig skuldir almennings sem bundnar eru í núverandi Evru.
Í reynd nýttist þetta einnig þegnum hinna ríkjanna, sem mynda nýtt gjaldmiðils svæði - þ.e. ef þau kjósa ekki að færa skuldir úr gamla gjaldmiðlinum í þann nýja á sama virði og áður, heldur með afföllum.
-------------------
Verri leið væri, að t.d. Þjóðverjar færu út einir. En, ég efa að þeir myndu gera slíkt þ.s. nýtt mark myndi hækka svo mikið í verði þegar fjármagn myndi flýja þangað, að þýskur útflutningur yrði þá þegar ósamkeppnishæfur.
Það væri til muna áhugaverðara, að mynda nýtt svæði ásamt öðrum tiltölulega stöndugum ríkjum, sem myndi dreifa álaginu, og slíkur gjaldmiðill myndi ekki hækka alveg eins mikið.
Ég held að ég gangi svo langt sem að spá þessari útkomu - þ.e. ný Evra; sem líklegri!
Niðurstaða
Er ný Evra á leiðinni? Já mig grunar það sterklega. En, allar leiðir út úr núverandi kreppu hafa mjög marga galla.
Hugsanlega fæsta galla hefur sú leið, úr því sem komið er, að svokölluð kjarna ríki myndi nýjan gjaldmiðil - en gamla Evran fái að falla stórt.
Slíkt getur bjargað fjárhag þeirra ríkja sem eftir myndu verða - en flest bendir til að skuldir verði að lækka, þ.e. þær séu ósjálfbærar hjá nokkrum ríkjum.
Á sama tíma, þá taka kjarna ríkin ekki á sig þær gríðarlega umfangsmiklu sameiginlegu ábyrgðir, sem annars er útlit fyrir að þurfi - og geta leitt til þess að þau einnig sökkvi í ósjálfbært skuldafen.
Ríkin í gömlu Evrunni, munu þá búa saman innan veikari gjaldmiðils - sem mun geta gengið upp.
Niðurstaðan - að til staðar séu 2 svokölluð náttúruleg gjaldmiðilssvæði innan núverandi Evrusvæðis. Núverandi gjaldmiðils svæði sé það ekki!
En, það má alls ekki neitt drolla - því aðstæður eru komnar hættulega nálægt hengifluginu. Fall framaf bjargbrúninni, þ.e. stjórnlaust fall getur hafist - í reynd getur það hafist þegar þann 7. des. nk. ef írska þingið fellir svokallaða björgun Írlands.
Bendi á greinar:
European sovereign debt is not really sovereign
Why the Irish crisis is such a huge test for the eurozone
Ps: Ísland myndi geta þrifist innan fallinnar gömlu Evru, en ekki innan hins nýja ofurgjaldmiðils hvað svo sem hann mun heita.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög fróðleg grein hjá þér sem jafnan.
Það er merkilegt að skoða það að þessi svokallaða "björgun Írlands" var alls ekki gerð af einhverri sérstakri góðmennsku við Írsku þjóðina, síður en svo.
Þessi ráðstöfun AGS og ESB við þessa svo kölluðu "björgun Írlands" miðar öll að því að hengja drápsklyfjar lána með okujrvöxtum á Írska ríkissjóðinn og þar með Írska skattgreiðendur til þess að tryggja það að þeir geti að fullu borgað skuldir Írsku bankanna við helstu stórbanka ESB svæðisins s.s. Deutche Bank, Royal Bank of Scotland, Lloyds TSB og marga fleiri og einnig að sjálfssögðu sjálfan ECB banka Evrópusambandsins.
En nánast allir Írsku bankarnir eru með nær ótakmarkaða ríkisábyrgð, sem blessuð var mjög af yfirstjórn ESB á sínum tíma.
En nú hefur berlega komið í ljós að ásamt Evrunni var fyrsta skrefið að sjálfsmorði Írsks efnahags.
Nú verður Írland dæmt til margra ára skuldafjötra og fátæktar, atvinnuleysis og gríðarlegs landflótta sem er reyndar þegar hafinn í stórum stíl.
Þetta er sorglegt og átakanlegt dæmi um alla lygina og blekkingarnar sem áttu að vera falinn í sterku ESB bakhjörlunum og öllu því mikla öryggi og efnahagslegum stöðugleika sem ESB aðildin og Evran hefði átti að færa Írlandi og Írsku þjóðinni.
Gunnlaugur I., 2.12.2010 kl. 11:31
Fylgjumst með því hvað írska þingið gerir þann 7. des.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.12.2010 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning