Kosningaþáttaka nærri 40% í kosningu um Stjórnlagaþing! Mig grunar að reynt verði að keyra í gegn fyrirfram pantaða niðurstöðu! Líklegt að niðurs. myndbyrti klofning landsm.!

Endanlegar tölur liggja ekki fyrir, en þegar haft er í huga að cirka 7000 kusu í utankjörfundar atkvæðagreiðslu í Reykjavík, þátttaka var orðin 32% í sjálfri aðalkosningunni í Reykjavík kl. 9 um kvöldið.

Þá sýnist mér stefna í heildarþátttöku um eða rétt yfir 40%.

Það eru viss vonbrigði að þátttakan sé þetta lítil. Þeir sem sátu heima taka þá áhættu að niðurstaðan verði fyrst og fremst útkoma þeirra sem líklegastir eru til að hafa mætt á kjörstað, þ.e. þeir sem heitastir eru þátttakendur í þeim deilum sem skekja þjóðfélagið, þ.e. deilur um auðlindamál, deilur um ESB eða ekki ESB, deilur um embætti forseta o.s.frv.

Þátttakendur verði hugsanlega fyrst og fremst, þeir sem eru fulltrúar þeirra átakalína. Þögli meirihlutinn, fær þá ekki sína fulltrúa.

 

Stjornlagathing.is :Samkvæmt lögum um stjórnlagaþing nr. 90/2010 skal stjórnlagaþing sérstaklega taka til umfjöllunar eftirfarandi þætti:

  1. Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar og helstu grunnhugtök hennar.
  2. Skipan löggjafarvalds og framkvæmdarvalds og valdmörk þeirra.
  3. Hlutverk og stöðu forseta lýðveldisins.
  4. Sjálfstæði dómstóla og eftirlit þeirra með öðrum handhöfum ríkisvalds.
  5. Ákvæði um kosningar og kjördæmaskipan.
  6. Lýðræðislega þátttöku almennings, m.a. um tímasetningu og fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu, þar á meðal um frumvarp til stjórnskipunarlaga.
  7. Framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála.
  8. Umhverfismál, þar á meðal um eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda.
  • Samkvæmt lögum nr. 90/2010 sem sett voru á Alþingi 16. júní sl. skal ráðgefandi stjórnlagaþing koma saman til að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
  • Stjórnlagaþingið skal skipað minnst 25 og mest 31 þjóðkjörnum fulltrúa sem kosnir skulu persónukosningu og er landið eitt kjördæmi við kosninguna.
  • Stjórnlagaþing 2011 hefur tímabundið og afmarkað hlutverk sem er að undirbúa og samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga og hafa niðurstöður Þjóðfundar 2010 til hliðsjónar.
  • Stjórnlagaþing starfar í einni málstofu og tekur til starfa eigi síðar en 15. febrúar 2011 og starfar í tvo mánuði en er heimilt að framlengja um tvo mánuði til viðbótar með samþykki Alþingis.
  • Þingfundir skulu haldnir í heyranda hljóði og eru öllum opnir eftir því sem húsrúm leyfir. Forseti þingsins stýrir þingfundum. Um fundarsköp verða settar nánari reglur í starfsreglum þingsins.

Stjórnlagaþing getur ákveðið að taka til umfjöllunar fleiri þætti ef það kýs svo.

 

Gallar við Stjórnlagaþing:

  • Innbyrðis klofningur þjóðarinnar um helstu málefnaþætti, er líklegur til að koma fram á Stjórnlagaþingi - sbr. sumir vilja takmarka vald forseta/aðrir auka - sumir vilja bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur/meðan aðrir vilja hafa þær ráðgefandi - sumir vilja setja inn ákvæði í stjórnarskrá sem heimilar fullveldis afsal/meðan aðrir verða mjög ákveðnir þar á móti, sumir vilja forseta ræði/aðrir vilja þingræði áfram, sumir vilja landið allt eitt kjördæmi/meðan aðrir vilja það ekki, sumir vilja banna eignaraðild útlendinga á auðlindum landsins/meðan aðrir vilja heimila slíka eignaraðild - reyndar er hún óhjákvæmileg ef við göngum í ESB.
  • Með öðrum orðum - hætta annað af tvennu; stjórnlagaþing leysist upp og fram komi nokkrar fremur ólíkar tillögur eða ein tillaga um nánast engar breytingar sbr. vanalega útkomu Alþingis. En, þegar djúpstæður ágreiningur er til staðar, þá er miðjan rökrétt séð - kyrrstaða.
  • Auðvitað veikir dræm kosningaþátttaka stöðu Stjórnlagaþings.
  • Að auki verður sundurlyndi innbyrðis sem óhjákvæmilegt sýnist mér að muni koma fram, meðal raða þátttakenda Stjórnlagaþings - vatn á millu þeirra sem munu vilja leiða sem mest hjá sér þ.s. þar mun koma fram.
  • Líklegast þykir mér, að niðurstaða verði 3-5 tillögur:
  1. Tillaga ESB sinna - sem heimili eignaraðild á auðlindum, takmarki vald forseta, heimili framsal fullveldis - kemur örugglega fram.
  2. Síðan móttillaga, þeirra sem eru andstæðir ESB aðild, þ.s. slíkt framsal verði áfram óheimilt, eignaraðild ísl. á auðlyndum óskorað, vald forseta varið o.s.frv.
  3. Getur komið fram tillaga um forsetaræði.
  4. Líklegt tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu fyrirkomulag -
  5. vs. tillaga um cirka óbreytt fyrirkomulag.
  6. Klofningur þings getur auðvitað orðið enn meiri en þetta.
  • Síðan þegar Alþingi kemur til skjalanna, þá vilji Samfóar styðja tillögu ESB sinna, Sjálfstæðismenn - a.m.k. margir VG-a o.flr. tillögu andstæðinga ESB. Þetta verði stóra deilan. Minni deilur verði um þjóðaratkvæða greiðslu fyrirkomulag vs. ekki.
  • Niðurstaða Alþingis getur orðið, patttstaða. Þ.e. reyndar líkleg útkoma.

 

Hættur:

  • Fyrir utan þetta, má nefna hve yfirmáta stuttan tíma er ætlað til þessa, þ.e. einungis 2 mánuðir - þó heimilt sé að bæta við öðrum 2 af hálfu Alþingis.
  • En, hætta er til staðar, að inn komi einstaklingar sem ætli sér að keyra í gegn fyrirfram tilbúið prógramm, - sbr. tilteknar pantanir ESB sinna. 
  • Það hefur ef til vill verið búið að ákveða að 2. mánuðir væru nægur tími til þessa.
  • Hugmyndin sé að reyna að keyra slíkt prógramm í gegn, afreiða þ.s. vilji þjóðarinnar, og nota þá niðurstöðu til að efla þrýsting um að þær tilteknu breytingar fari svo í gegnum Alþingi.
  • Spurning er þá, hver samsetning þessa 25 manna hóps verður akkúrat - þannig að það sé ekki til staðar meirihluti þess hóps fyrir einhverju slíku.
  • Þetta kemur í ljós á næstu dögum! Þegar utankjörstaða- og vafaatkvæði verða metin.

Léleg þátttaka, getur einmitt aukið líkur þess að hópur með "agenda" þ.e. fyrirfram mótuð markmið, nái sjónarmiðum sínum í gegn, þ.s. þeir eru líklegir til að mæta.

Hönn þögli meirihluti tekur þá áhættu að niðurstaðan verði e-h sem honum hugnast ekki.


Niðurstaða

Mig grunar að tilraun verði gerð til að keyra í gegnum Stjórnlagaþing tiltekna pantaða niðurstöðu. Hvort það tekst, ræðst af samsetningu þess hóps er nær kjöri.

En, það að þögli meirihlutinn sat heima þíðir væntanlega, að fulltrúar átakalína í þjóðfélaginu, ná einkum kjöri.

Ég á annars ekki von á að útkoma Stjórnlagaþings né heldur útkoma Alþingis, muni leiða deilur um stjórnarskrár mál til lykta. Pattstaða sé líklegri niðurstaða.

Um gagnsemi Stjórnlagaþings, verði hún helst sú að mótast muni nánar tillögur þeirra andstæðu póla sem til staðar eru í þjóðfélaginu.

Síðan, muni deilurnar krystallast í kringum mismunandi tillögur - halda áfram.

Líklegasta niðurstaða er áframhaldandi pattstaða, þ.s. enginn einn hópur nær fullkomlega í gegn. Deilur haldi áfram, og þær magnist.

Hver lokaniðurstaða þess uppgjörs verður, hef ég ekki hugmynd um.

En, ég kaus skv. þeim sjónarmiðum að verja vald Forseta Íslands, að komið verði á fót bindandi þjóðaratkvæða greiðslum, auðlyndir landsins verði varðar óskorað og að auki að fullveldið verði varið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sammála þessu. Ég vona samt að fulltrúar þeirra aðeins 19% landsmanna sem huggnast ESB aðild nái meirihluta meðal þessara 25 fulltrúa Stjórnlagaþingsins. Það væri beinlínis ögrun við þjóðina ef slíkur hópur keyrði í gegn tillögur um frekara fullveldisafsal, til þess að gera ESB innlimun auðveldari.

Ég hef samt þá trú á að þó þeir hafi smalað og að þessar skoðanir hafi verið pantaðar af Samfylkingunni og ESB að þá muni þeir verða í minnihluta. Alla vegana vona ég það, annað væri stórslys og ekki til að auka tiltrú almennings á svona kosningafyrirkomulagi.

Gunnlaugur I., 29.11.2010 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband