26.11.2010 | 21:52
Fjármálakrýsan hélt áfram á fullu spani þessa viku á Evrusvæðinu! Er hrun hennar á næsta leiti?
Niðurstaða þessarar viku er, að gengi Evrunnar féll. Að auki hefur vaxtakrafa fyrir hvort tveggja opinberar skuldir Portúgals og Spánar hækkað umtalsvert. Vaxtakrafa fyrir 10 ára bréf Portúgals er fór upp fyrir 7% múrinn á föstudag.
En, þ.s. enn merkilegra er - er hækkun svokallaðra "credit default svap - CDS" þ.e. skuldatryggingaálag, fyrir sjálft Þýskaland, og nokkrar aðrar vel stæðar aðildarþjóðir Evrusvæðis, fór upp í þessari viku. Skuldatryggingaálag Þýskalands er nú hærra en Svíþjóðar.
Vandinn er skv. þessu einkum einskorðaður við aðildarlönd Evrusvæðis!
Það er ekki lengur - ef spurning - að krýsan sé að vinda upp á sig!
Sjálf tilvist Evrunnar er í húfi - þess vegna þurfa aðildaríkin að bregðast hratt við, og mjög ákveðið.
Eins og sést á skýringamyndunum að neðan, þá fellur mikið af skuldum á gjalddaga næsta ár af skuldum Ítalíu, Portúgals og Spánar - sem þíðir að næsta ár burtséð frá núverandi krýsu verður erfitt ár fyrir þau ríki.
Sjá að neðan mynd frá De Spiegel International sem sýnir yfirlit yfir opinberar skuldir Evru landa.
Gríðarlega sterkur orðrómur er nú uppi um að Portúgal sé nú undir þrýstingi um að samþykkja björgunarpakka, eins og Írland. En, skv. orðrómnum, er þrýstingurinn vegna þess að spánskir bankar eiga mikið af skuldum Portúgals - sem sagt að Portúgal taki Spán niður í fallinu. Björgunarpakki ESB ráði við að redda endurfjármögnun Portúgals, en ekki 5. stærsta hagkerfis Evrópu. Ef Spánn falli sé úti um Evruna - hvorki meira né minna.
En þ.s. vaxtaálag fyrir portúgölsk ríkisbréf fór upp í rúmlega 7% á föstudaginn sl. - þá er nú vaxtaálag portúgals orðið mjög nærri því eins hátt og álag Írlands var orðið fyrir cirka mánuði.
Fyrir neðan er sýnt hvenær skuldir Ítalíu falla á gjalddaga. Næsta ár greinilega er stórt ár!
EU rescue costs start to threaten Germany itself :"Credit default swaps (CDS) measuring risk on German, French and Dutch bonds have surged over recent days, rising significantly above the levels of non-EMU states in Scandinavia." - ""Germany cannot keep paying for bail-outs without going bankrupt itself," said Professor Wilhelm Hankel, of Frankfurt University."
En ástæða þessa er talið vera sú, að óttast er að þær ábyrgðir sem þýskaland veitir í gegnum björgunarpakka ESB, muni á endanum lenda á þýskum skattgreiðendum.
En veiting ábyrgða, er í eðli sínu hækkun á skuld viðkomandi lands, þó sú skuld sé ekki vaxtaberandi fyrr en eftir að björgunarlán er veitt út á þær ábyrgðir.
Þess vegna einmitt, verður þessi hækkun skuldatryggingaálags akkúrat eftir að fregnir berast um veitingu frekari björgunarlána - sem Þýskaland á stórt hlutfall ábyrgða um.
Berlin rejects rescue fund increase :"The German government has rejected any suggestion of an increase in the size of the 440bn European financial stability facility the eurozone rescue fund established by European Union finance ministers in May to help debt-laden members of the common currency zone." - "It really is a non-issue for the German government right now, said Steffen Seibert, the government spokesman. We have never been approached in any way about this. All conversations are taking place within the framework of the existing facility."
Ótti manna um það að vandinn sé að breiðast hratt út, kemur einmitt fram í orðróminum þess efnis, að til standi að stækka björgunarpakka ESB. Sem veldur því, að stjv. þýskalands sjá ástæðu til að neita honum formlega.
Fyrir neðan er sýnt hvenær skuldir Spánar falla á gjalddaga. Næsta ár greinilega er stórt ár!
Spain issues defiant warning to markets :"This weeks sharp rise in Spanish 10-year bond yields to 5.2 per cent is an indication of growing concern in eurozone bond markets that the fiscal crisis in Ireland could spread to other debt-laden countries including Portugal and Spain." - "José Luis Rodríguez Zapatero, Spanish prime minister, on Friday saidI should warn those investors who are short selling Spain that they are going to be wrong and will go against their own interests, Mr Zapatero said in an interview with Barcelona-based broadcaster RAC1, according to Bloomberg. He absolutely ruled out any need for a rescue."
Þessi neitun forsætis ráðherra Spánar, sýnir að meira að segja, er komin upp heit umræða um hættuna á því, að sjálfur Spánn muni þurfa að leita aðstoðar.
En, sú umræða byrtist einnig í umræðu um þörf þess, að stækka björgunar pakka ESB svo unnt muni verða að veita aðstoð til Spánar, ásamt Portúga, Írlandi og Grikklandi.
Fyrir neðan er sýnt hvenær skuldir Portúgals falla á gjalddaga. Næsta ár greinilega er stórt ár!
Portugal denies facing bail-out pressure :"Portugal has denied as totally false reports that it is under pressure from the European Central Bank and other eurozone governments to request an international financial bail-out." - "There is no truth to these reports, a government spokesman told the Financial Times. There has been no pressure on Portugal to ask for assistance and we have no need to ask for a financial rescue." - "Yields on Portuguese government bonds, already close to record highs, moved further upwards on Friday after the Financial Times Deutschland reported that Portugal was being pressed to follow Greece and Ireland in seeking a bail-out."
Miðað við það að vaxtakrafa Portúgals fór upp í rúm 7% á föstudag sl., þá er vaxtakrafa þegar orðin óbærileg.
Munum, að þegar ríkisstj. Írl. ákvað í sumar að hætta frekari skuldabréfa útgáfum um tíma, þá var vaxtakrafa Írl. fyrir 10 ára bréf í rúmum 6%.
Ef þessi hækkun vaxtakröfu Portúgals gengur ekki til baka í næstu viku, þá verður erfitt að sjá að portúgalski ríkissjóðurinn hafi efni á að selja frekari bréf, sem eru slæm tíðindi því í þessari vikur viðurkenndi ríkisstj. portúgals að ríkissjóðs hallinn hefði farið upp í síðasta mánuði, í stað þess að fara niður.
Þá reynir á hve mikið lausafé portúgalska ríkið ræður yfir - en þegar Grikkland óskaði eftir aðstoð átti gríska ríkið einungis fé til nokkurra daga.
Portúgal kynnti nýjar sparnaðar aðgerðir í vikunni, sennilega tilraun til að fá fram viðsnúning viðhorfa markaðarins - en ekki virðist það útspil hafa virkað.
Ég hef því grun um að ríkisstjórn Portúgals muni vera beitt miklum þrýstingi um að einnig samþykkja björgunarpakka - jafnvel þegar fyrir lok næstu viku.
Þó Portúgal skuldi minna en Írland - þó portúgalskir bankar séu ekki eins slæmir og írskir bankar, þá kemur á móti að viðskiptahalli er mjög mikill þar - sem ásamt Grikklandi er sá mesti í á Evrusvæðinu.
En, viðskiptahalli sérstaklega af þessari stærðargráðu, dregur mjög mikið úr tiltrú fjárfesta - en viðskiptahalli hefur sjálfstæð áhrif til skuldaaukningar óháð áhrifum halla á ríkissjóði. Samanlagt, veldur það því að Portúgal þarf mjög mikla aðlögun, til að ná fram sjálfbærni eigin hagkerfis.
Yfirlitsmynd yfir stöðu Grikklands, Írlands, Ítalíu, Portúgals og Spánar!
Debt fears pound single currency :""By late afternoon in London on Friday, the euro stood at $1.3223 against the dollar, down 3.4 per cent during the week. It was down 0.9 per cent to £0.8476 against sterling and fell 2.5 per cent to Y111.24 versus the yen. Against the Swiss franc, the euro shed 2.3 per cent to SFr1.3256."
Eins og þarna kom fram, varð umtalsvert gengisfall Evrunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum heimsins orðin staðreynd við lok markaða á föstudag sl.
Sjálfsagt finnst einhverjum merkilegt, af hverju Spánn er í hættu, þegar skuldir spænska ríkisins eru lægri en skuldir þýska ríkisins.
Þarna kemur til að innviðir spænska hagkerfisins, eru gríðarlega fúnir.
En fasteigna bóla Spánar var síst minni en fasteigna bólan á Írlandi sem sökkti írska bankakerfinu í hyldýpi ónýtra lána - sem tók írska hagkerfið með sér í fallinu.
Mikil óvissa er um stöðu svokallaðra "cajas" þ.e. spánskra bankastofnana sem sérhæfa sig í viðskiptum með fasteignir.
Að auki virðist allt á huldu með það hvert raunveruleg fasteigna verð er, nú í kjölfar hrunsins.
Við þetta bætist gríðarlegt atvinnuleysi - yfir 40% meðal ungs fólks.
Einnig er almenningur mjög skuldum vafinn, alveg eins og á Írlandi, með sama hætti og þar vegna afleiðinga er tengjast fasteignabólunni.
Að auki er verulegur viðskiptahalli enn til staðar.
Eins og kom fram að ofan falla mikið af skuldum á gjalddaga á Spáni, á næsta ári.
En, skv. myndinni að ofan - þá nær sá toppur hámarki í apríl 2011.
Niðurstaða
Evrópa - nánar tiltekið Evrusvæðið, er aftur á ný komið á bólakaf krýsu - sem ef allt fer á versta veg getur leitt til endalokar Evrunnar sjálfrar.
Vangaveltur um þ.s. áður hefði þótt langsóttar aðgerðir nú ríða ljósum logum - svo sem að sum ríki verði styrkt til að yfirgefa Evrusvæðið. Að tiltekin kjarnaríki stofni nýja Evru en sú gamla verðfalli stórt. Að þýskaland eitt og sér, ríði á vaðið og endurreisi markið á ný, o.s.frv.
Hvað okkur hér heima varðar - þá getum við einungis verið áhorfendur - beðið milli vonar og ótta eftir því hvað gerist!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.11.2010 kl. 10:20 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning