Smá gagnrýni frá eigin brjósti á það AGS plan, sem Ísland nú starfar undir!

Lilja Mósesdóttir segir Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn dýpka kreppuna hérlendis!

Sjá frétt þ.s. Lilja Mósesdóttir gagnrýnir AGS planið, eins og það byrtist hérlendis!

 

Stjórnarliðar deila enn og aftur um AGS. Lilja segir sjóðinn dýpka kreppuna

Lilja Mósesdóttir: "Á Alþingi í dag vakti hún athygli á spá um minni hagvöxt og sagði fyrri ríkisstjórnir ekki hafa hlustað á varnaðarorð sín um að efnahagsáætlun AGS dýpki einungis kreppuna hér á landi. „Við munum ekki komast út úr kreppunni nema ríkið hætti við niðurskurð sem hætti við niðurskurð sem leiðir til fækkunar starfa, hækki lágmarksbætur og stuðli að hækkun lágmarkslauna til að örva eftirspurn, ásamt því að veita fjármagni í atvinnuskapandi verkefni,“ sagði hún á Alþingi."

 

Helgi Hjörvar: „Það, sem mun skapa hagvöxt og koma hjólum atvinnulífsins af stað, er fjárfesting. Ekki síst erlend fjárfesting. Samstarf við AGS er lykilatriði í því að að koma hér af stað þeim fjárfestingarverkefnum sem að okkur hér hefur ekki enn tekist að hrinda af stað,“ sagði Helgi Hjörvar.

 

Stiglitz uppi í Háskóla - cirka 2 klst. í hlustun en vel þess virði!

Ég mynni fólk á að hann Stiglitz gagnrýnir þá aðferð sem AGS beitir, að láta lönd taka stórfé að láni eins og í okkar tilviki, og kalla það gjaldeyris varasjóð.

Það sem ég tel að hefði á hinn bóginn verið til mikilla muna gagnlegra, er ef AGS hefði gengist fyrir milligöngu á milli okkar og kröfuhafa Íslands.

En að sjálfsögðu eru slík lán auðvitað íþyngjandi fyrir viðkomandi land síðar meir, þó svo að þau séu á lægri vöxtum en viðkomandi ríki gæti fengið annars staðar þá stundina - en AGS auðvitað vill peningana aftur til baka fyrir rest.

Einkum í skuldakreppu, er mikilvægt að lágmarka hækkun skulda á sama tíma, og flýtt er sem mest fyrir því, að óþægilega íþyngjandi skuldir lækki og hverfi.

Það er því mikilvægt að lágmarka sem mest frekari lántökur, sem eru hrein viðbót við skuldir - AGS lán meðtalin, þó svo vextir þeirra séu lægri en markaðslán við slíkar aðstæður, þá að sjálfsögðu samt auka þær við skuldir viðkomandi lands og þar með hækka vaxtagjöld þess.

Ef AGS hefði einungis lánað til að fleyta okkur áfram til skamms tíma - en raunverulega lausnin hefði verið samningar við kröfuhafa, um endurskipulagningu lána.

Veltið þessu fyrir ykkur. Hvað ef krónubréfa eigendur samþykktu að fá greitt til baka, á lengri tíma - þ.e. að skipta núverandi bréfum fyrir ný með lengri greiðsludreifingu.

Það væri hægt að afnema höftin þegar í kjölfarið án veruleg útstreymis fjár.

Síðan aðrir kröfuhafar Ísl. - en, með árleg vaxtagjöld rúm. 18% af tekjum ríkissjóðs sem er meira en kostar að reka allt skólakerfið á hverju ári, - en þetta stafar af því að stærstu lánin voru tekin í tengslum við hrunið og á mjög óhagstæðum kjörum, - þá er skuldabyrðin mjög íþyngjandi fyrir ríkið sem takmarkar möguleika þess til að beita sér við það verkefni að snúa hagþróun hérlendis við.

Það eitt að skipta þeim sömu lánum út fyrir ný með meiri greiðsludreifingu og lægri vöxtum, myndi laga hlutina mikið og þar með minnka niðurskurðar þörf ríkisins.

Minnkuð niðurskurðar þörf myndi draga úr samdrætti - þetta myndi auka fjármagn þ.s. sem ríkið hefur til umráða til að standa fyrir framkvæmdum eða annarri atvinnusköpun - flýta fyrir efnahagslegri viðreisn landsins.

Þetta er kölluð endurskipulagning skulda - og er alls ekki sjaldgæfur hlutur, heldur einmitt dæmigerð viðbrögð ríkja sem lenda í skuldakreppu, að leita eftir samningum við kröfuhafa sína, um bætt lánskjör svo viðreisn efnahagslífs geti farið fram með skjótari hætti.

  • Reyndar botna ég alls ekki í því, af hverju þeirri leið hefur ekki verið fylgt - fram að þessu.
  • Enda hefur AGS oft áður beitt sér með þeim hætti - af hverju ekki gagnvart okkur? 
  • Getur verið að Bretar og Hollendingar ráði einhverju um það?
  • En núverandi prógramm virðist eins og klæðskerasniðið skv. því sem mætti ætla að bankar og aðrir stórir kröfuhafar vilja einkar helst - þ.e. allt borgað til baka án lækkunar vaxta eða lagfæringar greiðsluskilmála til lækkunar vaxtabyrði.
  • Það má eiginlega segja að þetta sé eins og spegilmynd hegðunar ríkisstj. gagnvart almenningi - þegar kemur að skorti á samúð vinstri flokkanna gagnvart skuldugum almenningi.
  • Sem fær mann til að velta því fyrir sér - af hverju standi á þeim viðhorfum innan stjórnarflokkanna, að kóa með bankamönnum og að því er virðist kröfuhöfum Íslands. Þessi meðvirkni er lítt skiljanleg!


Ef AGS hefði beitt sér fyrir endurskipulagningu skulda Íslands, verið milligönguaðili við samninga okkar við kröfuhafa landsins - með þ.s. markmið að lækka greiðslubyrði landsins, þá væri samstarfið raunverulega að flýta fyrir endurkomu Ísl. inn á lánamarkaði, flýta fyrir því að ástandið batnaði.


Ég held að Stiglitz hafi rétt fyrir sér, að dæmigert AGS prógramm er meingallað.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Slæmt er að borga 18% af tekjum ríkisins í vexti, eða um 74 milljarða.

En ef AGS prógrammið hefði gengið eftir, þá hefðu þeir verið áætlaðir 162 milljarðar.

Það sem áætlanasmiðir AGS gerðu ekki ráð fyrir, var andstaða almennings við ICEsave, andstaða sem var sjálfsprottin gegn öllum helstu efnahagsráðgjöfum þjóðarinnar.

Segðu mér, hvernig hefðum við staði í skilum með 162 milljarða????

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2010 kl. 06:41

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Svo mikill halli virðist manni vart vera viðráðanlegur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.11.2010 kl. 15:11

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Nákvæmlega Einar, nákvæmlega.

Þetta er rót minnar gagnrýni, og hingað til hafa svona gagnrýnisraddir skilað því að hið versta gekk ekki eftir,

En menn eins og Helgi Hjörvar, þeir töldu hið óframkvæmalega forsenda endurreisnar.

Í því ljósi verður að skoða gagnrýni Lilju, þeir aðeins andæfa vegna þess að hið versta gekk ekki eftir, en það mun ganga eftir.

Hvernig ætlar þú að boga 640 milljarða gjaldeyrislán plúss vexti á 5 árum???

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2010 kl. 15:45

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll, ég veit. Þess vegna var ég um daginn að tala um, að gengisfellingin var af íllri nauðsyn þetta stór - því það hefði verið eina leiðin til að snúa heildar rekstrar tapi hagkerfisins við - þ.e. viðskipta halla í afgang.

Hann þarf í reynd vera enn stærri en hann er í dag - þess vegna reikna ég með þörf fyrir skuldbreytingar, nauðasamninga v. kröfuhafa.

Síðan má ekki gleyma refsi ákvæðum Icesave samkomulagsins sbr. "waiver of sovereign protection" saman við "sovereign guarantee".

Samningurinn var einnig á einkaréttar basís, þ.e. með ofangreindum ákvæðum samþykkti ísl. ríkið fyrir sjálft sig sömu réttarstöðu og ef það væri venjulegt fyrirtæki - þ.e. að ganga megi að eignum.

Og það hefði verið gert og LV komist í eigu útlendinga.

Þetta er ekki hræðsluáróður - einfaldlega svona var gengið frá þessu. Þess vegna varð að fella samninginn, þ.s. hvorki meira né minna en framtíðar efnahags sjálfstæði þjóðarinnar var undir og að auki, framtíðar kjör næstu kynslóða.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.11.2010 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband