Meira um Írl. - en það virðist sem að erlend fjárfesting sé að aukast!

Mitt í öllu glúminu yfir Írlandi, kemur fram í frétt The Economist að erlend fjárfesting hafi ekki verið eins mikil á Írlandi í 7 ár.

Eins og kemur fram í greininni - sjá: Threadbare

"Ireland is attracting a new generation of foreign firms, such as Activision Blizzard, a computer-games company, which has hired 800 people to carry out technical support. “This year is likely to be our best for seven years,” says Barry O’Leary, head of IDA Ireland, the state agency that targets mobile foreign investment."

"Many of Ireland’s strengths remain unaffected. Its workforce is still young, skilled and adaptable. The government is adamant that its low corporate-tax rate of 12.5% will not be raised, although some of its EU partners may want to make this a condition of a bail-out. Rents are falling fast and constructing purpose-built factories and offices is far less costly. A surfeit of hotels has made it cheaper to put up visiting executives from parent firms. The resilience of the foreign-owned sector is one reason why industrial output rose by 11.5% in the year to the third quarter."

  • Þetta skýrir sennilega af hverju Írsk. stjv. eru svo ákveðin í neitun sinni um það að hækka skatta á fyrirtæki.
  • En lækkaður kostnaður í hagkerfinu - laun, fasteignir, verðlag - ásamt lágri skattheimtu; virðist á ný hafa gert Írland áhugavert í augum erlendra fyrirtækja.

 

"As bad as things are, Ireland is not on the brink of default. The treasury has around €20 billion of spare cash, enough to bridge the gap between spending and taxes well into next year."

  • Sem sagt, Írsk stjv. eiga nokkurt lausafé - og þessir 20 ma. Evra eru grunnurinn á bakvið fullyrðingu írskra stjv. að þau þurfi ekki lán akkúrat núna.
  • Á hinn bóginn, þá er staða bankanna svo alvarleg - þ.e. læstir út af millibankamarkaði + farnir að leka viðskiptavinum sem farnir eru að færa fé úr landi; þannig að einungis stöðugur austur Evra frá Seðlabanka Evrópu heldur þeim uppi.
  • En þ.e. skortur á lausafé sem fellir banka, og um leið og ECB hættir að lána þeim prentaðar Evrur virðist ljóst að þeir hrynja - nokkurn veginn samstundis.
  • Þ.e. þó ólíklegt að ECB taki slíka ákvörðun a.m.k. á næstunni, þó Trichet hafi hljómað pirraður í yfirlísingu nýlega þá fellir ECB ekki bankakerfi aðildarríkis - þ.e. næstum því óhugsandi. Hann mun a.m.k. undirbúa málið og gefa yfirlísingu sem inniheldur frest til viðbragða, áður en hann skrúfar fyrir kranann.

Deilann milli írskra stjv. og hinna aðildarríkjanna, er því "high stakes"!

Klárlega eiga írsk. stjv. ekki fyrir því að endurfjármagna bankakerfið 1, 2 og 3.

Ég hvet alla til að lesa grein The Economist, en hún gefur mjög gott yfirlit um vanda Írlands!

 

Mistök Írlands, virðast hafa verið að gefa út of umfangsmiklar ábyrgðir:

  1. Allar innistæður
  2. Öll útgefin skuldabréf bankanna frá því fyrir hrun. 
Kostnaður er sennilega þegar orðinn meiri, en ef írsk. stjv. hefðu látið bankana gossa, eins og gerðist hér en þó óviljandi, og síðan hefði lagt fé í stofnun nýrra.
  • Samtímis var veikleiki bankanna stórlega vanmetinn af stjv. Írl. - þ.e. magn slæmra lána.
  • Að auki, vanmátu þeir stórlega að hve miklu leiti eignir þeirra höfðu rýrnað.
  • Eignir virðast hafa verið færðar yfir í NAMA (eignarhalds stofnun sem stj. Írl. komi á fót) gegn og háu verði - - þetta eru mjög sambærileg við mistök okkar ríkisstj. sem virðist hafa keypt lánapakka núverandi starfandi banka gegn of háu verði vegna sambærilegs ofmats á gæðum þeirra á sama tíma og gæði eigna virðist einnig hafa verið ofmetið - niðurst. mjög veikar stofnanir.

 

Írs stjv. geta ekki takið aftur þann fjáraustur sem þegar er búið að framkvæma - en, þau hafa samt sem áður enn sama valið og þegar bóluhagkerfið þeirra sprakk, þ.e. :

  1. Dæla peningum í starfandi banka.
  2. Gera þá gjaldþrota og stofna nýja á þeirra rústum.

Seinni leiðin er langt í frá orðin ófær - sbr. lögmálið um sokkinn kostnað. En, skv. því þá áttu alltaf að meta hvað þú átt að gera miðað við aðstæður dagsins í dag og líklega þróun morgundagsins miðað við þær aðstæður. Gærdagurinn skiptir ekki máli né hvað var gert eða gerðist í gær.

 

Spurningarnar sem skipta máli eru:

  1. Hvor leiðin kostar meira?
  2. Hvor leiðin er líklegri til að skila heilbrigðari bönkum á morgun?

Ef gjaldþrots leið er ódýrari - ber að fara hana.

Það þíðir þó sennilega að Írl. þarf einhverja lánsupphæð frá björgunarsjóð ESB. En, vegna þess að lánin verða trauðla ódýr - þá margborgar sig að velja þá leið sem fylgir lægri kostnaður.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ekkert út á þessa gagnrýni að setja.

Ég vona bara innilega að Írsk stjórnvöld séu að veðja á réttan hest. Þetta er að kosta töluverðan pening þessar bankainnspýtingar. Ef þessum innspýtingum fer ekki að ljúka bráðum þá er það orðinn óþægilega hár kostnaður fyrir Írska ríkið að halda bönkunum lifandi. Það er einhver þröskuldur þarna, þar sem bankainnspýtingin fer að kosta meira heldur en tap írska ríkisins á gjaldþroti bankanna í töpuðum lánum/skuldabréfum og kostnaðs við að endurreisa bankakerfið. Það kostaði okkur mikið en maður er farinn að klóra sér í hausnum og velta fyrir sér hvenær írsk stjórnvöld segja hingað og ekki lengra. 

Eitt er það að ECB er prenta peninga fyrir írska banka, kostar í raun ekki mikið þar sem þetta er peningar sem koma úr prentvélinni, svo þegar skuldadagar koma þá greiða bankarnir evrunnar til baka, en annað og miklu dýrara er að írska ríkið er að taka á sig skuldir(með innspýtingu til dæmis) fyrir bankana. Ef þeir enda síðan á hausnum þá er bara verið að kasta peningum hérna á glæ. Þetta er veðmál, ég vona að þeir séu að veðja á réttan hest. Það mætti svo auðvitað benda sumum Heimsýnarmönnum á, að ef írska ríkið og önnur evruríki fara að lenda í alvarlegum vandræðum, að þá er ég hræddur um að við getum farið að kveðja efnahagsbatann nokkuð skjótt þar sem ESB kaupir um 80% af okkar útflutningi. 

Jón Gunnar Bjarkan, 20.11.2010 kl. 03:40

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einn vandinn er að þ.e. auðvelt að leiðast út í að eyða of miklu, vegna þess að aðilum finnst þeir bundnir af fyrri ákvörðunum. Í stað þess að taka þá afstöðu, að sá peningur sem búið er að eyða, skipti ekki máli í tengslum við þá ákvörðun hvort það borgi sig að halda áfram að beita sömu aðferð.

Töpuð lán og tapaðar skuldir, er ekki vandamál fyrir írska ríkið í því samhengi, svo lengi sem það hefur ekki ábyrgst þær með einhverjum bindandi hætti.

ECB tekur víst 1% vexti í dag fyrir þessar prentuðu Evrur. En, hann heimtar samt veð. Þannig að bankarnir verða skv. reikningum sem hann samþykkir að eiga veðhæfar eignir. Þ.e. ekki margir sem vita það, en ísl. bankarnir 2007 og 2008 náðu sér í töluvert af prentuðum Evrum í gegnum sbr. Landsb. að eiga starfandi banka, Heritage Bank, skráður í Bretl. og starfandi þar. Þangað til að ECB hótaði þeim málssókn. En, ég sé ekki að þeir hafi verið að brjóta reglur, sennilega fremur það að ECB hafi ekki talið þá hafa nein raunhæf veð í boði.

Eftir þetta fór Seðlab. Ísl. að lána þeim þessi frægu lán, án raunverulega veða, sem settu hann á hausinn. "Act of desperation".

Auðvitað ekki skynsamlegt að óska Evrópu íllt - þ.e. rétt. Þetta er auðvitað algerlega utan þess sem við höfum hin minnstu áhrif á - þó.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.11.2010 kl. 12:00

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Já í rannsóknarskýrslu Alþingis má líka hvernig íslensku bankarnir náðu sér í evrur frá ECB með því að skiptast á ástarbréfum í gegnum dótturfélög sín í Lúxembourg. Þegar seðlabankinn þar í landi tók fyrst eftir þessum ástabréfum, þá gerði hann alvarlega athugasemd um það við bankanna og seðlabanka íslands um að þeim bæri að vinda ofan af þessu. Svo nokkrum síðan þá voru íslensku bankarnir orðnir ennþá meira desperate og þetta fór vaxandi. Þá fór Trichet að blanda sér í málið og setti sig í samband við Davíð Oddsson og seðlabankastjóri Lúxembourgar kom meira segja til Ísland til að lesa bankastjórunum pistilinn.

Jón Gunnar Bjarkan, 20.11.2010 kl. 13:33

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Einar,

Já þetta er góð grein í The Economist eins og má búast við hjá svo vönduðu blaði.

Það sem hefur bjargað Írum eru erlend fyrirtæki sem halda uppi atvinnustigi og framleiðslu eða eins og segir:

The resilience of the foreign-owned sector is one reason why industrial output rose by 11.5% in the year to the third quarter.

Þetta er hins vegar hinn mikli veikleiki íslenska hagkerfisins.  Hér vantar alveg erlenda atvinnurekendur sem koma með nýjar hugmyndir og nýtt blóð inn í kerfið.  Aðeins innan stóriðjunnar hafa menn leyft erlent eignarhald, en hið sorglega er að vegna miðstýrðra kjarasamninga er launum haldið niðri hér og eru yfirleitt miðuð við mestu innlendu rekstrarskussana.  Því ef þeir fara á hausinn hækkar atvinnuleysið og því verður að halda Íslandi sem láglaunalandi.

Auðvita eru fáir atvinnurekendur sem setja sig á móti þessari pólitísku atvinnustefnu! 

Andri Geir Arinbjarnarson, 20.11.2010 kl. 16:19

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Andri - við erum auðvitað með erlend starfandi fyrirtæki, sem hafa ekki sjánlega orðið fyrir nokkrum áhrifum. Írar hafa það framyfir okkur að fjarlægðir eru styttri frá Evrópumörkuðum. Það gerir Ísl. mun minna áhugavert - en að auki, er hér til muna minna framboð af vinnuafli af augljósum ástæðum.

Varðandi punktinn um Ísl. sem láglaunaland, er erfitt að komast framhjá því meðan rúml. 50% + (fyrir utan ál) gjaldeyristekna, koma frá atvinnuvegum sem eru mjög viðkvæmir fyrir verðhækkunum. En, fiskvinnsla er mannaflafrek á sama tíma og söluvaran er fyrir almennann neytendamarkað - en neytendur kaupa e-h annað ef verð fara upp fyrir þ.s. neytendum finnst sanngjarnt. 

Eina lausnin framhjá þessu, er að skapa nýja atvinnuvegi, - en það tekur tíma.

Varðandi frekari álverksmiðjur, þá er eiginlega kominn tími til að Íslendingar fari að gera e-h úr þessu áli, sem er hér til staðar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.11.2010 kl. 16:33

6 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Erlendu fyrirtækin eru mestmegnis erlend álfyrirtæki og lækkandi gengi krónu skapar enginn ný störf hjá þeim, þar sem framleiðslugeta þeirra er takmörkuð og fullnýtt. Þannig hirða þessi erlendu fyrirtækin hagnaðinn af gengisfellingunni en það skapar ekki ný störf fyrir íslendinga(nema reyndar að takmörkuðu leyti, hærri skattekjur hjá alcoa, straumsvík og svo framvegis sem nýtist í þjóðfélaginu). Svo eins og þú nefnir með fiskvinnsluna, það væri gott ef útgerðirnar geta komið með meira af vinnslunni heim aftur. Þó má nefna að tollar á fullunnar fiskiafurðir héðan til ESB eru 20-30% og tollar á óunnar fiskiafurðir héðan til ESB eru 10%(þessir tolla falla allir niður við inngöngu í ESB). Útgerð sér kannski leik sér á borði við gengisfallið að færa hluta af fiskvinnuslunni heim, en svo er auðvitað aldrei að vita, kannski fer krónan á flug aftur, þá hefur útgerðin kostað lokun verksmiðju í evrópu og uppsetningu hér heima, en gengið komið aftur á flug svo nú væri hagstæðara fyrir hann að færa sig aftur út til Evrópu. Þetta gerir áætlanagerð mjög erfiða. 

En eins og þú segir, skapa nýja atvinnuvegi. Það eru fyrirtæki eins og CCP, Marel og Össur sem eru einmitt þannig fyrirtæki að þegar gengið lækkar, þá getur til dæmis CCP aðeins lækkað verðið á sinni vöru og ráðið fleiri menn til starfa til að fá stærri notendahóp. En jafnvel þessi fyrirtæki eru á móti krónunni því sveiflur krónunnar eyðileggja alla áætlanagerð svo ekki sé talað um gjaldeyrishöftin sem takmarka þeirra starfsemi töluvert. En reyndar hef ég oft heyrt stuðningsmenn krónunnar tala um að þessi fyrirtæki sem ganga núna illa, þurfa að fara á hausinn og í staðinn þurfa að koma fyrirtæki sem stundi útflutning. En við megum ekki gleyma að það er fólk á bak við þessi fyrirtæki, fólk sem hefur lagt aleigu sína í hana, núna fyrir stuttu síðan var mikil dugnaðarkona sem kom í kastljós, rak byggingarvöruverslun á Akureyri, nú er það allt komið til fjandans og hún mun tapa öllu sínu. Ókei fínt, svo fer kannski þessi kona í annarskonar rekstur sem byggist á útflutningi. Síðan fer krónan aftur á flug, þá munu stuðningsmenn krónunnar tala fyrir um að þessi fyrirtæki sem eru ekki hagstæð lengur þurfi að fara á hausinn(byggja þarf nýja atvinnuvegi). Svona gengur þetta bara fram og til baka. 

Ég er svo sammála því að við verðum að fara að gera eitthvað úr þessu áli. Einhvern tímann sá ég tölur um að Hollendar kaupi 70% af okkar álframleiðslu, það mætti því eiginlega spyrja hver sé að græða á álframleiðslu íslendinga, Ísland eða Holland.

Jón Gunnar Bjarkan, 20.11.2010 kl. 16:57

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Þó má nefna að tollar á fullunnar fiskiafurðir héðan til ESB eru 20-30% og tollar á óunnar fiskiafurðir héðan til ESB eru 10%(þessir tolla falla allir niður við inngöngu í ESB)."

Þú gleymir tollfrelsis kvótunum, sem Jón Bald samdi um stækkun á sbr. EFTA samn. gamla, en Jónki Bald taldi það sitt stærsta afrek v. samn. borðið.

Annars þíðir þetta það eitt, að laun fiskvinnslufólks þurfa að vera lægri sem samsvarar þeim kostnaði.

Það hindraði ekki fiskvinnslu hér fyrir 2000 - en henni hnignaði fyrst og fremst þegar alm. laun hækkuðu hér eftir 2000.

"kannski fer krónan á flug aftur,"

Ekkert mál að koma í veg fyrir það. Prentum einfaldlega nægil. magn af krónum til að tryggja stöðugleika núverandi gengis.

Ég minni þig á, að gengið má ekki hækka vegna þess, að þá minnkar afgangur af vöruskiptum v. útlönd. En, ef við höfum ekki nægan afgang þá verður Ísl. gjaldþrota.

Þ.e. ekki ef spurning. En, hagkerfið hefur ekki peninga fyrir því að borga niður skuldir, nema að til sé staðar nægur afgangur fyrir því.

"þá hefur útgerðin kostað lokun verksmiðju í evrópu og uppsetningu hér heima, en gengið komið aftur á flug svo nú væri hagstæðara fyrir hann að færa sig aftur út til Evrópu."

Laun voru alltof há hér á umliðnum áratug - sem sést af gríðarl. viðskiptahalla. En, viðskiptahalli segir akkúrat það, að lífskjarastig sé komið yfir þ.s. sköpun verðmæta innan hagkerfis skaffar í tekjum.

Ef við viljum stefna á að forðast gjaldþrot, þarf að halda lífskjörum niðri hér svo lengi sem við erum að borga skuldahrúguna niður.

Það getur tekið 15 ár - svo fremi að við náum á sama tíma hagvexti  - -  en tekjuaukningu þarf einnig.

Auðvitað er í staðinn hægt að ákveða, að það sé of erfitt að borga og lísa okkur gjaldþrota.

"En jafnvel þessi fyrirtæki eru á móti krónunni því sveiflur krónunnar eyðileggja alla áætlanagerð svo ekki sé talað um gjaldeyrishöftin sem takmarka þeirra starfsemi töluvert."

Stóra málið eru höftin - þ.e. vandi nr. 1. Vandinn á umliðnum áratug, var þegar bankakerfið var að hækka krónuna upp úr öllu valdi.

En, við eigum alveg að geta haldið genginu stöðugu héðan í frá og a.m.k. næstu ár, svo fremi sem okkur tekst að halda bankakerfinu gangandi og skapa einhvern hagvöxt.

En, ég tek fram, að hvorugt er öruggt að takist.

En, annars er allt þetta tal um Evruna, svo innilega fáránlegt. Því, við getum alveg eins talað um, hvað mál væru góð hér ef bankarnir hefðu ekki hrunið, eða ef bankarnir hefðu aldrei verið einkavæddir.

Evran er ekki á leiðinni á næstunni. Við munum þurfa að búa við krónuhagkerfi a.m.k. næstu 15 ár - algerlega óháð því hvernig spilast úr málum um aðild að ESB.

Þannig, að það eina sem skiptir máli að ræða, er hvernig við leysum okkar mál innan krónuhagkerfisins.

Höftin eru ekkert á leiðinni með að hverfa, ekki vegna þess að krónan sé svona léleg, heldur vegna heimsku Seðlabankans að hafa selt alltof mikið af svokölluðum krónubréfum. Það var gambl sem aldrei hefði átt að heimila.

Við getum alveg aflétt höftum á morgun - til er nægur gjaldeyrir til að borga krónubréfin út. 

Þ.s. gerist þó, er að þá lækkar gjaldeyrisvarasjóður úr liðlega 700 milljörðum sennilega um cirka 500 milljarða.

Það verður þá tímabundið að setja þak á vísitöluna eða frysta hana um tíma. Krónan verðfellur þá stórt til viðbótar.

Ef við þorum að gera þetta - þá er þetta möguleg aðgerð.

"Síðan fer krónan aftur á flug"

Þú prentar krónur ef hún ætlar að hækka um of. Þannig er alltaf hægt að halda henni stöðugri.

Þetta er spurning hvort valið er verðbólgumarkmið eða gengismarkmið. Með öðrum orðum hvort talið er að mikilvægara að halda verðbreytingum tiltölulega stöðugum eða gengi.

Fræðilega séð geta ríkisstj. og Seðlabanki skipt með sér verkum. Ef Seðlabanki hefur gengismarkmið, þá getur ríkisstj. haft verðbólgumarkmið.

Það myndi þíða aðhalds aðgerðir hjá ríkisstj - aukning bindisskyldu banka og/eða kröfu um eiginfé.

Vandinn var á umliðnum áratug, að heimsk hægrisinnuð 3. ríkisstj. DO og HÁ, gaf bara í meðan Seðlabankinn reyndi að hægja á. Slíkt gengur ekki.

Hagstj. gengur ekki upp, ef ríkisstj. kyndir undir hagkerfinu og vinnur gegn aðgerðum Seðlabanka.

Ég sé engin sérstök tormerki á að reka okkur undir krónunni, ef ríkisstj. og Seðlabanki standa saman um að leggja áherslu á temprun sveiflna.

"Hollendar kaupi 70% af okkar álframleiðslu, það mætti því eiginlega spyrja hver sé að græða á álframleiðslu íslendinga, Ísland eða Holland."

Holland.

Kv.

æ

Einar Björn Bjarnason, 21.11.2010 kl. 01:23

8 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Nokkrir góðir puntkar hérna.

1. Tollfrelsiskvótar!!. Það hefur margoft komið fram í úttekt um Evrópumál að óunnar vörur bera 10% tolla til ESB en fullunnar vörur 20-30% tolla. Meira segja Friðrik Arngrímsson taldi þessa tollaniðurfellingu sem kost við ESB aðild þegar var gengið á hann. Þyrfti helst að fá heimild fyrir þessu til að vera fyllilega sáttur við þessi rök. 

2.  "Annars þíðir þetta það eitt, að laun fiskvinnslufólks þurfa að vera lægri sem samsvarar þeim kostnaði." Ég er ekki alveg sammála þessu. Ef laun í gegnum gengisfellingu eru þegar lág, þá er það enn hagstæðara fyrir útgerðir að flytja fullvinnsluna heim ef tollarnir eru felldir niður. Gott er að muna að vinnslan á fiski er eini hlutinn af sjávarútvegi þar sem raunverulegur möguleiki á aukinni atvinnusköpun er fyrir hendi. Gengið getur lækkað eða hækkað, en útgerðir veiða ekkert meiri fisk fyrir vikið og atvinna eykst ekkert enda þótt gengið lækkar ef útgerðir halda áfram að flytja fiskinn út óunninn, Annað en með CCP sem getur þá þess vegna lækkað verð á leikjanotkun og ráðið til sín forritara sem gera leikinn betir, og því meiri samkeppnishæfari og arðbærari.

3."kannski fer krónan á flug aftur,"

Ekkert mál að koma í veg fyrir það. Prentum einfaldlega nægil. magn af krónum til að tryggja stöðugleika núverandi gengis."

Þú talar hérna á skjön við meginþorra þjóðarinnar, fólkið og fyrirtækin vilja að krónan rísi. En varðandi hátt gengi á Evrunni eins og þú hefur talað um, þá getur auðvitað seðlabanki Evrópu ákveðið sem svo að lækka gengið um 40% þess vegna með aukinni seðlaprentun, það er í raun ótrúlegt að hugsa hversu mikið er hægt að kaupa fyrir þann pening sem kemur út úr prentvélinni, allan bílaiðnað USA til dæmis leikandi. Bandaríkjamenn hafa riðið á vaðið, nú talar Bernanke um aðrar 600 milljarða dollara sem hann muni prenta. Þetta þýðir aukna prentun hjá ECB, það er nokkuð ljóst. En þetta er ótrúlegt, ECB prentar og prentar peninga en aldrei lækkar gengið(væntanlega vegna þess að Federal Rservere er að gera það líka og því kemur þetta fram sem verðbógla í Evruríkjunum í staðinn fyrir gengislækkingu). En það er auðvitað bara rétt hægt að ímynda sér hvað mikla peninga þyrfti að prenta til að hífa evruna niður á par við dollara núna(voru jöfn þegar evrunni var ýtt úr vör fyrir aðeins 10 árum síðan) og hvað hægt værii að kaupa fyrir þessa peninga.

4,

"Stóra málið eru höftin - þ.e. vandi nr. 1. Vandinn á umliðnum áratug, var þegar bankakerfið var að hækka krónuna upp úr öllu valdi."

Haftabúskapur er ekkert nýtt fyrir íslendingum, við höfum lifað við höft nánast samfleytt frá sjálfstæðisárunum. Það var gerð tilraun með fljótandi gengi. Í sögulegu samhengi þá hefur hún auðvitað algjörlega mistekist.

5. Ef gengið hækkar, sem þú segir að megi ekki gerast þrátt fyrir að allir aðilar í þjóðfélaginu kalli eftir því(og þá er ég ekkert með því að segja að þú hafir rangt fyrir þér, þjóðfélagsumræðan fer oft á mjög undarlegar slóðir, en er bara sýna fram á að þetta er jaðarskoðun sem þú ert að halda fram) að þá muni gríðarlega háar erlendar skuldir lækka og þar af leiðandi vaxtabyrðin. Tökum dæmi út í loftið. 'island tekur lán frá AGS og Norðurlöndum upp á 500 milljarða. Ef gengið hækkar um 50%, þá erum við búinn að skera af þessu láni og það er komið í 250 milljarða. Bara til að taka dæmi. ÞETTA ER SVAÐALEG BÚBÓT. Þannig að ekki má bara horfa á viðskiptajöfnuðinn, því ef allar skuldir lækka um helming, þá þurfum við miklu minni viðskiptajöfnuð til að standa undir skuldbindingunum.

6. Svo koma auðvitað hin týpísku rök andstæinga esb um að við fáum hvort eð er ekki evrunna fyrr en eftir 15 ár(gæti þess vegna verið 5 ár, 7ár, 10, 15 og allt þar á milli) en þetta er að líta framhjá þeirri staðreynd að við getum látið ECB festa okkur við evruna sem gerir okkur svo gott sem kominn í evruna. Til dæmis eru Danir de facto í evrunni, þeir hafa einhver smá vikmörk til og frá. En meira segja í kreppunni þá kom ECB út með yfirlýsingu um að hann myndi verja dönsku krónuna fram í rauðan dauðan, sem fældi að sjalfsögðu vogunarsjóði frá dönsku krónunni þar sem ECB hefði gleypt hvern sem reyndi.

7. Seðlabankinn metur reyndar útflæðið á 400 milljarða, ekki 200 milljarða ef við afléttum höftunum. Svo 300 milljarða. Hvað svo ef að erlendir aðilar myndu missa trúnna á að þessir 300 milljarðar sem eftir stæðu gætu dugað okkur. Við erum orðin ein skuldsettasta þjóð í Evrópu svo að skuldabréfaútboð er nánast út úr myndinni. Þá fáum við ekki endurfjármögnunarlán til að greiða útistandandi lán, AGS þarf að koma með nýtt og öllu harðneskjulegra prógram og svo framvegis. Þessi leið endar bara með ósköpum. Þótt ég sé algjörlega á móti höftunum þá virði ég fullkomlega að seðlabankiinn þarf að hafa sitt næði til að aflétta þeim á skynsaman hátt.

8. Ég myndi kjósa að bæði gengis og verðbólgumarkmið séu á hendi Seðlabanka, heldur en í sitthvoru lagi. Það er oft enginn samheldni í stefnu seðlabanka og stjórnvalds þótt strangt til tekið svo eigi að vera. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks fórí bullandi þensluvirkandi aðgerðir þó seðlabankinn væri gegn því. Ef ríkisstjórnin væri með verðbólgumarkmiðin gætu þeir sett þau hvað sem hentar popúlismanum hverju sinni. Það er mjög fast að því kveðið að seðlabankar eigi að vera sjálfstæðir í ECB. Til dæmis geta menn farið út og suður um að tala um að gengið sé of hátt hérna og þarna, en enginn pólítíkus kallar á Trichet og segir að svona og svona eigi hlutirnir að vera(Sarkozy gerði það stuttu eftir að taka embætti og hljóðnaði fljótlega þar sem þetta var út í hött). Það er mjög varasamt ef Sarkozy eða Sigurðardóttir væru með verðbólgumarkmiðin í hendi sér. Seðlabankastjórar eru nákvæmlega sama hvað popúlisminn kallar eftir hverju sinni þar sem þeir eru ekki kosnir af fólkinu og réttilega svo. 

9. Varðandi áttunda lið, var búinn að skrifa hann áður en ég sá að þú varst að tala um nákvæmlega sama hlutinn, ósamstíga ríkisstjórn og seðlabanka og því taktu bara 8 lið og líttu sem svo að við séum sammála um hann en að ég hafi ekki verið að mótmæla því sem þú sagðir þar, alveg sammála reyndar því sem þú sagðir.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.11.2010 kl. 02:42

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

6. Svo koma auðvitað hin týpísku rök andstæinga esb um að við fáum hvort eð er ekki evrunna fyrr en eftir 15 ár(gæti þess vegna verið 5 ár, 7ár, 10, 15 og allt þar á milli) en þetta er að líta framhjá þeirri staðreynd að við getum látið ECB festa okkur við evruna sem gerir okkur svo gott sem kominn í evruna. Til dæmis eru Danir de facto í evrunni, þeir hafa einhver smá vikmörk til og frá. En meira segja í kreppunni þá kom ECB út með yfirlýsingu um að hann myndi verja dönsku krónuna fram í rauðan dauðan, sem fældi að sjalfsögðu vogunarsjóði frá dönsku krónunni þar sem ECB hefði gleypt hvern sem reyndi.

Sko, þetta tal um að festa okkur við Evruna er staðhæfulaus della.

Varðandi tengingu Dana, þá er hún á þeirra ábyrgð. Þ.e. ECB ber ekki nokkra ábyrgð á henni. Hún hefur samt trúverðugleika en það kemur til vegna þess að dönsk hagstj. hefur trúverðugleika.

Ísl. yfirlísing um slíkt hefði á hinn bóginn engan trúverðugleika.

Varðandi það að ECB myndi verja krónuna, þá er það eitt kjaftæðið enn. En, reglan innan ESB sbr. ERM II er að ECB ábyrgist að gjaldmiðlar sveiflast ekki umfram +/- 15% vikmörk sem þíðir að fræðilega geta þeir sveiflast allt að 30%. 

Þ.s. þessi skuldbynding þíðir er að ECB kaupir viðkomandi gjaldmiðil eða selur, eftir því sem við á, ef sá ætlar að sveiflast upp meir en 15% eða niður meir en 15%.

Þrengri vikmörk eru að sjálfsögðu heimil, en þau eru á ábyrgð viðkomandi ríkis og ECB skiptir sér ekki af því eða tekur þátt.

Þetta tal um að tengja krónuna við Evruna og fá benefittið um leið er því tómur þvættingur.

Þetta tekur eins og ég sagði sennilega á bilinu 10-20 ár. Eða 15 ár ef maður splittar þessu í miðju.

Þetta er ekki áróður heldur kaldur veruleiki!

4,"Stóra málið eru höftin - þ.e. vandi nr. 1. Vandinn á umliðnum áratug, var þegar bankakerfið var að hækka krónuna upp úr öllu valdi."

Haftabúskapur er ekkert nýtt fyrir íslendingum, við höfum lifað við höft nánast samfleytt frá sjálfstæðisárunum. Það var gerð tilraun með fljótandi gengi. Í sögulegu samhengi þá hefur hún auðvitað algjörlega mistekist.

Það þarf auðvitað að upphugsa peninga stefnuna innan krónu hagkerfisins, næstu 15-20 árin. Enda verðum við með krónu a.m.k. það lengi hvernig sem öllu veltur.

"

3."kannski fer krónan á flug aftur,"

Ekkert mál að koma í veg fyrir það. Prentum einfaldlega nægil. magn af krónum til að tryggja stöðugleika núverandi gengis."

Þú talar hérna á skjön við meginþorra þjóðarinnar, fólkið og fyrirtækin vilja að krónan rísi. En varðandi hátt gengi á Evrunni eins og þú hefur talað um, þá getur auðvitað seðlabanki Evrópu ákveðið sem svo að lækka gengið um 40% þess vegna með aukinni seðlaprentun, það er í raun ótrúlegt að hugsa hversu mikið er hægt að kaupa fyrir þann pening sem kemur út úr prentvélinni, allan bílaiðnað USA til dæmis leikandi. Bandaríkjamenn hafa riðið á vaðið, nú talar Bernanke um aðrar 600 milljarða dollara sem hann muni prenta. Þetta þýðir aukna prentun hjá ECB, það er nokkuð ljóst. En þetta er ótrúlegt, ECB prentar og prentar peninga en aldrei lækkar gengið(væntanlega vegna þess að Federal Rservere er að gera það líka og því kemur þetta fram sem verðbógla í Evruríkjunum í staðinn fyrir gengislækkingu). En það er auðvitað bara rétt hægt að ímynda sér hvað mikla peninga þyrfti að prenta til að hífa evruna niður á par við dollara núna(voru jöfn þegar evrunni var ýtt úr vör fyrir aðeins 10 árum síðan) og hvað hægt værii að kaupa fyrir þessa peninga."

Sko - ef við erum að ræða hagstjórn fyrir allt hagkerfið, þá er alger vitleysa að láta krónuna hækka. Þvert á móti er best að láta gjaldmiðilinn nema staðar cirka við núverandi stöðu.

Það má vera að einhver fyrirtæi sem ekki hafa gjaldeyristekjur telji að staða sín batni ef gengið hækkar. En, gengishækkun myndi afnema afgang hagkerfisins af viðskiptum við útlönd, þ.e. vöruskipta afgangur sem til staðar er í dag myndi lækka eða hverfa alveg, alveg eftir því hve mikið krónan hækkar.

Eins og ég hef reynt að útskýra, þá þarf hagkerfið afgang af vöruskiptum núna og næstu 15 ár. Og ekki bara einhvern afgang heldur umtalsverðan á hverju ári.

Þetta framkallar þörf fyrir lágt gengi á gjaldmiðlinum yfir það tímabil sem verið er að borga niður erlendar skuldir.

Við verðum að muna að gjaldeyristekjur borga hér fyrir alla hluti, þ.e. allan innflutning og auðvitað afborganri af skuldum í erlendum gjaldeyrir. Ríkið sem ekki hefur eigin gjaldeyristekjur, verður að geta fengið þær frá í gegnum það, að nægur afgangur sé til staðar á gjaldeyrisjöfnuði hagkerfisins.

Þetta er þá bara val - hvort er skárra gjaldþrot ríkisins eða gjaldþrot einhverra fyrirtækja.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.11.2010 kl. 15:16

10 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þú segir:

"Sko, þetta tal um að festa okkur við Evruna er staðhæfulaus della.

Varðandi tengingu Dana, þá er hún á þeirra ábyrgð. Þ.e. ECB ber ekki nokkra ábyrgð á henni. Hún hefur samt trúverðugleika en það kemur til vegna þess að dönsk hagstj. hefur trúverðugleika.

Ísl. yfirlísing um slíkt hefði á hinn bóginn engan trúverðugleika.

Varðandi það að ECB myndi verja krónuna, þá er það eitt kjaftæðið enn. En, reglan innan ESB sbr. ERM II er að ECB ábyrgist að gjaldmiðlar sveiflast ekki umfram +/- 15% vikmörk sem þíðir að fræðilega geta þeir sveiflast allt að 30%. "

Í fyrsta lagi þá talar um að það sé della að við festum okkur við evruna og að ECB ábyrgist það ekki neitt, svo að það sé enn eitt kjaftæðið að ECB verji krónunna en ferð svo að tala um hvernig ECB verji gjaldmiðla gengi gjaldmiðla í ERM II með því að kaupa gjaldeyri. Það er nú kannski ágætt ef þú myndir ákveða þig hvoru megin þú vilt vera við málið, að ECB ábyrgist ekki gengið eða hvort hann geri það.

Ég sagði til dæmis ekkert að ECB ábyrgðist þessi litlu vikmörk sem danir sjálfir setja sér en það virðist sem þú hafir lesið það þannig, Danir eru að flukta þetta um 1% en eru með já vikmörkin 

Hann væri nú andstoti feitur evrusjóðurinn sem við sætum á í dag ef ECB hefði farið að kaupa krónur í gríð og erg til að verja gengið frá því að falla 15% frá 90 krónum vs evru. Eflaust 1000 milljarðar, minni á að 400 milljarðar bíða eftir að fara úr landi að mati seðlabankans, og að það muni fella gengi krónunnar enn meira þó hún sé nú andskoti mikið fallinn fyrir. Þannig að það er verið að tala um verulegar upphæðir hérna. Í staðinn þurfum við að greiða þessar krónur með gjaldeyri sem við tökum að láni frá AGS og annarsstaðar. 

Með þessu er ég bara að taka dæmi. Auðvitað er ég ekki að halda því fram að ef við göngum í ESB og ætlum okkur að taka upp evruna að þá muni við fara inn í hana á 90 krónur versus evru. 120 þætti mér líkleg niðurstaða. ECB tekur heldur ekki krónuna og hvað verði sem er, það þarf að vera raunhægt langtíma gengi. 

Varðandi það sem þú nefnir um að krónan þurfi að haldast lágt. Ég endurtek bara aftur að samtök atvinnulífsins og samtök iðnaðarins hafa kallað eftir að það þurfi að hækka og að gjaldeyrishöftin þurfi að hverfa. Þessi samtök innihalda ekki bara eitt fyrirtæki sem hefur engar erlendar tekjur, þetta er þverskurður af íslensku atvinnulífi. Þú ert einfaldlega að stórlega ofmeta hvað gengislækkunin er að hafa góð áhrif fyrir efnahaginn, meðal annars vegna þess að við sem smáþjóð erum einfaldlega ekki að framleiða kaffikönnur, bíla, sígarettur, þvottavélar, sláttuorf og svo framvegis. Þannig að lágt gengi gerir okkur ekki kleyft að skipta yfir í íslenskar ódýrari afurðir, við erum nauðbeygð til að kaupa þessar vörur á sama verði og svo hitt að skuldaukning alveg sérstaklega hjá fyrirtækjum hefur aukist um helling út af gengisfallinu. Jú jú, fyrirtækin þurfa að fara á hausinn eins og þú segir, en það þýðir meira tap banka, lífeyrissjóða(hlutafjár og svo framvegis) og þar af leiðandi í framhaldinu fyrir skattgreiðendur.

Jón Gunnar Bjarkan, 22.11.2010 kl. 00:27

11 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

http://www.visir.is/article/20081024/VIDSKIPTI07/41573403

Fréttin hljóðar svo: 

Seðlabanki ESB mun verja dönsku krónuna fram í rauðan dauðan

Fari svo að Seðlabanki Danmerkur geti ekki varið gengi dönsku krónunnar mun Seðlabanki Evrópu gera slíkt fram í rauðan dauðan. Stýrivaxtahækkun Seðlabanka Danmerkur í dag, þvert á ástand efnahagsmála, var til að bregðast við miklu útstreymi gjaldeyris frá landinu.

Í frétt um málið á börsen.dk. segir að gengi dönsku krónunnar sé nú bundið við evruna þannig að 7,4 dkr. eru í evrunni. Þetta gengi má svo sveiflast 2,25% í hvora átt.

Allan von Mehren gjaldmiðlasérfræðingur hjá Danske Bank segir að seðlabanki landsins muni sjálfur verja gengi krónunnar en fari svo að gengið lækki undir framangreind viðmiðunarmörk muni Seðlabanki Evrópu koma til og nota eins mikið fé og þarf til að halda genginu stöðugu.

"Það er hluti af gjaldmiðlasamstarfi okkar að ESB veitir okkur 100% stuðning ef á þarf að halda," segir von Mehren sem telur að bankarnir báðir séu nú í nánu sambandi vegna stöðunnar.

Jón Gunnar Bjarkan, 22.11.2010 kl. 02:33

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Í fyrsta lagi þá talar um að það sé della að við festum okkur við evruna og að ECB ábyrgist það ekki neitt, svo að það sé enn eitt kjaftæðið að ECB verji krónunna en ferð svo að tala um hvernig ECB verji gjaldmiðla gengi gjaldmiðla í ERM II með því að kaupa gjaldeyri."

Þú talaðir um það að þegar við aðild þá væri krónan tengd við Evruna og það væri þaðan í frá nærri því eins gott og að búa við Evru.

Eins og ég bendi á, þá er þarna verulegur munur á milli.

"Hann væri nú andstoti feitur evrusjóðurinn sem við sætum á í dag ef ECB hefði farið að kaupa krónur í gríð og erg til að verja gengið frá því að falla 15% frá 90 krónum vs evru."

Alltaf gaman að tala um hvað hefði getað verið öðruvísi. Best að halda sig við þ.s. við búum við í dag. Fyrst vil ég samt benda á eitt, að ef krónan hefði lækkað svo lítið. Þá hefðum við fengið önnur vandamál í staðinn.

Hið fyrsta, áframhaldandi viðskipta halla eins og árin á undan, og eins og staðan er í dag í meira en helmingi aðildarlanda Evrusvæðis. Viðskiptahalli er ekki trivial vandamál, þ.s. hann skapar stöðuga aukningu skulda hjá þeim aðila er býr við viðskipta halla.

Að auki, hefðu útflutnings greinar okkar ekki fengið það búst sem þau fengu með lækkunum rauntekna, sem er hin hliðin á viðskipta hallanum, þ.e. lélegur útfl.

Ísland hefði sem sagt, haldið sér við það ósjálfbæra módel áranna fyrir hrun, að búa við ástand stöðugrar aukningar skulda, vegna þess að lifað er um efni fram.

Gengislækkunin, eins og ég hef ítrekað sagt, þurfti að vera þetta stór, einmitt til þess að snúa við frá þessu ósjálfbæra hagkerfis módeli, þ.e. viðvarandi viðskipta halli.

Þ.s. hefur gerst er að lífskjör eru aftur orðin sjálfbær, þ.e. innan þess ramma sem tekjur hagkerfisins standa undir. Þetta var mikilvæg breyting. Þetta var nauðsynleg breyting. En ósjálfbært módel eðlilega leiðir til ófarnaðar.

"Eflaust 1000 milljarðar, minni á að 400 milljarðar bíða eftir að fara úr landi að mati seðlabankans, og að það muni fella gengi krónunnar enn meira þó hún sé nú andskoti mikið fallinn fyrir."

Við höfum þarna val. Hleypa krónubréfunum út nú þegar - sem kostar sennilega 500 milljarða í útstreymi gjaldmiðils og lækkar forð niður í 300 milljarða. Á sama tíma rúlla flestöll fyrirtæki sem skulda í erlendum gjaldeyri en hafa ekki gjaldeyristekjur. Þ.e. ekki al-slæmt því þá lækka skuldir Íslands v. útlönd. Þá þarf tímabundið að setja þak á vísitöluna því það gengur ekki að láta öll lán hækka þetta mikið. En, fyrir rest kemst á nýtt jafnvægis gengi á ný. Kannski 200 á móti Evru. Það væri allt í lagi. Ég get samþykkt slíkt jafnvægisgengi. En, málið er að festa þá það í sessi - þá þegar. Það má þá sennilega heimila 15-20% almenna kauphækkun til mótvægis, svo lífskjör skerðist minna í heildina litið. Gróðinn er sá að hafa krónuna aftur á markaðsgengi, - en ég tel að þá myndu erlendir bankar heimila aftur viðskipti með hana, þ.e. þegar gegnsætt markaðsgengi er komið á - á ný. Hættan felst helst í tímabundinni aukningu atvinnuleysis. En, hrun myndi helst vera í þjónustugeirum sem má alveg minnka umsvif á - en slík fyrirtæki er líka auðvelt að endurreisa. Síðan, veldur minnkaður varsjóður því, að ríkið mun þurfa að leita samninga við kröfuhafa landsins - ekki síðar en árinu seinna. En, 300 milljarðar munu vart endast meira en 2-3 ár.

Annað val er núverandi ástand, áfram um 2-3 ár til viðbótar, í von um að eftir þann tíma hafi nægur hagkerfis viðsnúningur átt sér stað, þannig að fjármagn muni hafa áhuga á að vera eftir í landinu í stað þess að hverfa. Það gambl er þó alls óvíst að vinnist.

Þriðji möguleikinn, væri að leita beinna samninga við eigendur krónubréfa og semja við þá um greiðslur ef til vill dreift yfir lengra tímabil. Síðan verði ef til vill hægt að opna á krónuna fyrir minni kostnað.

"120 þætti mér líkleg niðurstaða."

Þ.e. alltof snemmt að fara að pæla í einhverju hugsanlegu gengi. Mín skoðun er því lægra því betra. Með öðrum orðum, byrja með sem allra lægst raungengi, svo við myndum hefja leika með samkeppnisforskot.

En, það eru fjölda mörg ár í þetta, skv. mínu mati sennilega ekki miklu færri en 15 ár, þ.e. langur aðlögunartimi innan ERM II. En ERM II er eins og skóli, þ.s. ætlast er til að lönd aðlagi sig að Evruhagkerfinu. Þ.s. aðlögun Ísl. er aftur komin á byrjunarreit, miðað við 1990 cirka, en ekki miðað við þ.s. við vorum rétt fyrir hrun, þá höfum við ég tel tapað 15 árum í hagkerfis aðlögun, og myndum þurfa að hefja hana nokkurn veginn alveg að nýju.

Ég er ekki að tala um regluverk, heldur aðlögun sjálfs hagkerfisins. En, sem dæmi tel ég fullljóst að engin muni treysta okkur fyrr en við höfum farið a.m.k. í gegnum heilan hagkerfis hring innan ERM II þ.e. uppsleiflu og síðan kreppu. 15 ár ættu að duga til þess. Svo ég miða við að Ísl. sé tilbúið hugsanlega ef þessi kúrs er tekinn segjum 2025.

"Þannig að lágt gengi gerir okkur ekki kleyft að skipta yfir í íslenskar ódýrari afurðir, við erum nauðbeygð til að kaupa þessar vörur á sama verði og svo hitt að skuldaukning alveg sérstaklega hjá fyrirtækjum hefur aukist um helling út af gengisfallinu."

Þú ert enn ekki að ná þessu. Þó hef ég talað skýrt. Svo ég endurtek. Við þurfum afgang af viðskiptum við útlönd. 

Ef gengi hækkar minnkar sá afgangur. En, vegna skulda okkar við útlönd þurfum við á þeim afgangi til að geta greitt niður þessar skuldir.

Þú þarft aðeins að íhuga þennan útgangspunkt. En, SÍ er ekki endilega að hugsa á þesus grunni, heldur er það summa sinna meðlima sem hvert og eitt lítur þetta útfrá sínum sjónarhóli.

Þ.s. þetta eru fyrirtæki, þá er það einföld staðreynd að flest meðlima fyrirtæki innan SÍ eru ekki fyrirtæki sem hafa gjaldeyristekjur. Þannig að nettó afstað ASÍ er afstaða fyrirtækja sem eru í vandræðum af þessa sökum.

Þetta skekkir afstöðu SÍ.

Sannarlega tapa ísl. bankar einnig ef þessi fyrirtæki fara, en einungis einn þeirra er í eigu ríkisins - mundu. 

Hinir í óljósu eignarhaldi kröfuhafa. Þannig að það eru kröfuhafar sem tapa mest. 

Það má vera að ríkið þyrfti að setja einhver pening í NBÍ. En, þ.e ekki svo voðalegt áfall samanborið við það vandamál, sem að mun steðja ef gjaldeyristekjur þjóðarinnar verða ónógar til að standa straum af afborgunum vaxta af okkar skuldum.

Þá stefnum við á þjóðargjaldþrot.

""Það er hluti af gjaldmiðlasamstarfi okkar að ESB veitir okkur 100% stuðning ef á þarf að halda," segir von Mehren sem telur að bankarnir báðir séu nú í nánu sambandi vegna stöðunnar."

Þá sennilega gerðu Danir sérsamning á sínum tíma um þetta. En meðlimaríki voru í mjög sterkri samnings aðstöðu þegar verið var að taka upp Evruna.

Við getum ekki vænst nema ERM II vikmarkanna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.11.2010 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband