Írsk stjórnvöld virðast líklegri nú en ekki til að þiggja björgunarpakka ESB!

Ríkisstj. Írlands virðist hafa hörfað frá algerri neitun við því að þiggja björgunarpakka frá ESB. Á hinn bóginn, hafa þeir hörfað frá því atriði á það næsta - sem þeir tala um sem "non negotiable" en þ.e. lágskatta stefna Írlands gagnvart fyrirtækjum.

En, þeir virðast undir þrýstingi um að hækka skatta á fyrirtæki, upp að því sem gerist og gengur í ESB, eða hið minnsta um að minnka bilið þar á milli.

Skattar á fyrirtæki:

Írland..............12,5%

ESB.................23%

Bandar.............35%

  • Sjálfsagt kemur einhverjum á óvart hve fyrirtækja skattar í Bandar. eru háir!

Irish showdown over corporate tax :"French, German and European officials told the Financial Times that the tax rate had emerged as a major point of contention..." - "One European official involved in the talks said that the corporate tax increase would be a casus belli with the Irish, and that Dublin’s strident objections could well keep it out of any final package." -

"A French official said that the low corporate tax rate was seen by some elsewhere in Europe as “almost predatory”. “They need lots of money and we note they have a corporation tax rate that is very low,” the official said. “Supply must follow demand.” " - " “Without an increase in tax intake, the deficit can’t be reined in,” added a German government official, though he added that the size of any corporate tax increase had yet to be discussed. “That depends on [Ireland’s] financing needs, which are still unclear.” "

Ég bendi fólki einnig á að lesa eftirfarandi: Irish Grasp at EU, IMF Lifeline

 

Niðurstaða

Þetta er farið næstum því að hljóma eins og spennusaga. En ljóst virðist að möguleiki er á um að samningar náist ekki. Írska bankakerfið er í algeru hassi og þeir bankar ekki lífvænlegir án mikillar fjármagns innspýtingar, sem Írland hefur ekki efni á.

Eina leið B, ef Írl. er með einhverja leið B, væri ef til vill að fylgja fordæmi okkar og búa til nýja banka, eftir að hafa gert hina fyrri gjaldþrota.

Það getur alveg verið betri leið fyrir Írland. Má vera hún kosti minna. 

En, lánin sem verið er að ræða um, munu kosta í vöxtum milljarða Evra á hverju ári. Það munar um minna.

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Bara eitt innskot hérna, varðandi fyrirtækjaskatta í BNA.

Þetta kemur mér reyndar ekkert á óvart. Fyrirtækjaskattkerfi BNA er byggt þannig upp að á pappírum er skattprósentan mjög há. En skattkerfið er síðan fullt af holum þar sem fyrirtæki geta skotið undan skatti, fengið skattaafslátt og svo framvegis. Ég hef nú oft heyrt að þetta komi mjög illa við lítil fyrirtæki en vel út fyrir stór fyrirtæki. Stóru fyrirtækin hafa nefnilega teymi lögfræðinga sem kunna á þetta kerfi fram og til baka. 

Kerfi sem er svona hannað gefur Repúblikönum alltaf tækifæri til kvarta yfir miklum álögum á fyrirtæki og að "big government" séu að sliga allan efnahaginn og þannig tekst þeim að koma fram meiri skattalækkunum.

Jón Gunnar Bjarkan, 19.11.2010 kl. 03:24

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Lága prósentan í sköttum á fyrirtæki á Írlandi hefur lengi farið í taugarnar á hinum þjóðum ESB, sérstaklega sérstaki 10% fyrirtækjaskatturinn (fyrir nýsköpunar- framleiðslufyrirtæki) sem sogaði til sín fjárfestingu framan af. Núna sér ESB sér leik á borði til þess að jafna samkeppnisaðstöðuna við fyrirækin á meginlandinu og krefst þess að skattar verði eins og hjá þeim. Ekki batnar Írum við það.

Ívar Pálsson, 19.11.2010 kl. 07:49

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Gunnar - eins og það virkar í BNA, þá hyglar kerfið stórum fyrirt. á kostnað smærri. Það virkar þannig að fyrst og fremst stærri fyrirt. hafa efni á að halda uppi svokölluðum lobbýisma í Washington, fjármagna kosningabaráttur einstakra þingmanna og þannig skapa sér bandamenn á þingi sem aðstoða þau við að búa til slíkar matarholur. Á sama tíma borga smærri til meðalstór þennan skatt af stórum hluta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.11.2010 kl. 11:32

4 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Algjörlega sammála því Einar Björn, þú settir saman þarna mjög góða greiningu á pólítísku kerfi BNA í nokkurm setningum en samt hafa bandaríkjamenn deilt um þetta hart í marga áratugi.

Þetta á reyndar við um fleiri fyrirbæri í USA, til dæmis lobbýisma NRA, AIPAC, lyfjafyrirækja, olíufyrirtækja og svo framvegis. Til dæmis var það alveg blaut tuska framan í bandarískan almenning hverning Halliburton lobbýaði mjög fyrir stríð gegn íraki, með öllum þeim kostnaði fyrir bandaríska ríkið, þénaði gríðarlegar fjárhæðir og færði síðan eftir allt saman starfsemi sína til Dubai án þess að nokkur hreyfði stjórnmálalegri hönd til að mótmæla.

Evrópuríki eru ekkert laus við þetta, til dæmis er mjög talað um hvernig rússneskir lobbýistar hafa áhrif á þýska stjórnmálamenn gegn hagsmunum þjóðverja(og í seinni tíma pólverja í gegnum þýskaland í gegnum Nord Stream pipelines sem skilur pólverja eftir án mikilvægis þeirra um gasstreymi til Vestur Evrópu). 

Jón Gunnar Bjarkan, 19.11.2010 kl. 23:38

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Varðandi komment hjá Ívari Pálssyni.

Ekki það að umræðan hjá honum hafi verið málefnaleg, síðan ég man eftir að ég hafi komið hérna á bloggið.

Við skulum ekki gleyma því að við erum á sama fjármálamarkaði og Írland og Lúxembourg. Erum við ánægð með að þeir séu að halda lagri skattprósentu og að fyrirtæki eru nú mörg íslensk í einhverjum dúbíús aðstæðum í Lúxembourg. Jafnvel þótt íslendingar lækkuðu skatta mjög á fyrirtæki í góðærinu, þá fóru fyrirtækin í gríð og erg til lúxembourg og hollands. Er það eitthvað sem við erum sátt við? Það er auðvitað eikki góður grannaskapur að bjóða fyrirtækjum nágrannalandana betri skattaprósentu til a flytja sig, sú þróun á sér aðeins einn endi. Alþjóðaskattaparadís. Það segir sig sjálft ef eitt land býður alltaf lægra en annað land og fyrirtæki fara að færa sig á milli, þá fer næsta land að lækka sig lika, þá fer auðvitað skattaparadísin að lækka sig enn meira. Þetta er þróun sem á sér aðeins einn endi, Alþjóðlega skattaparadís fyrir fyrirtæki en meiri skatta á fjölskyldur.

Varðandi það að ESB "sjái sér leik á borði", ESB hefur nú ekki gert meira en það að sagt að Írum standi til boða einhver lán. Írum er alveg í fullvald sett hvort þeir þiggja það eða ekki. Þeir geta hafið skuldabréfaútboð á morgun eða farið til alþjóðagjaldeyrissjóðsins ef þeim finnst þessi ESB sjóður eitthvað óviðeigandi. Sáu til dæmis Færeyingar sér leik á borði og vildu eitthvað ganga á hag íslendinga þegar þeir buðu okkur lán? Aldrei nokkurn tímann myndi fólki detta í hug að íslensk stjórnvöld bæru einhvern illan tilgang með því að bjóða öðru ríki lán, en það virðist sem ESB andstæðingar telji að stjórnvöld í öðrum ESB ríkjum búi á einhverri annarri plánetu og vilji ekki gera neitt en að gera öðrum þjóðum illt.

Jón Gunnar Bjarkan, 19.11.2010 kl. 23:53

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jón Gunnar - til að rétta hlut smærri og meðalst. fyrirtækja, þá væri rétt af könum að lækka fyrirt. skatta niður á sambæril. stig og í Evr. En samtímis afnema matarholur risafyrirtækjanna.

Þá minnka skattar smærri og meðalstórra, en í reynd myndu þeir hækka fyrir risafyrirtækin.

Kostur, þ.s. smærri og meðalstór fyrirtæki búa til flest störf, þau einnig búa til fl. tækninýungar, þá myndi þetta lyfta upp hagvaxtargetu Bandar. og á sama tíma skapa yfir t.d. áratug milljónir starfa.

Þ.e. einnit styrkur Þýskal. svokölluð Mittelstand eða meðalstór fyrirtæki, sem eru raunverulega hriggjarstykkið í því yfirburða framleiðslu hagkerfi sem þjóðv. hafa.

Mig grunar, að ef Bandar.m. myndu gera þetta, þá gætu þeir á 10-15 árum, snúið við áratuga hnignun sinnar framleiðslu og á sama tíma, snúið við viðskipta hallanum. En, fyrir stór hagkerfi gilda önnur lögmál en fyrir lítil eins og Ísl.

Gengisfelling er ekki fær leið fyrir Bandar. - svo í staðinn þarf að beita öðrum leiðum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 20.11.2010 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband