18.11.2010 | 03:11
Írska ríkisstjórnin gerir hvað hún getur, til að komast hjá því að samþykkja aðstoð frá björgunarsjóði ESB!
Það kemur þeim sem stóðu fyrir tilurð björgunarsjóðs ESB að sjálfsögðu á óvart, að ríkisstj. í vanda sé treg til að þiggja aðstoð. Við fyrstu sín getur þetta virst sérkennileg afstaða af hálfu írskra stjv., en nánar skoðað er þetta ekki endilega svo.
- Þetta er ákvörðun sem Írlandi ber að taka, og það kemur ekki hinum ríkjunum strangt til tekið við.
Ástæða fyrir þrýstingi frá þeim, er sú að aðrar ríkisstj. innan ESB óttast að fall bankakerfisins á Írlandi geti leitt til dóminó áhrifa á þeirra banka, þannig að þeir falli einnig. Þ.e. mjög hugsanlegt.
Svo, að verið er að beita þeim rökum, að Írland hafi ábyrgð - Írlandi beri að standa með öðrum ríkjum Evrópu.
En er það svo? Munum, að írskir skattborgara munu þurfa að borga þau lán sem verið er að neyða niður í kok írskra stjv. og írsku þjóðarinnar.
Þ.e. því alveg gild niðurstaða frá sjónarhóli Íra, að neita að taka við þessum pakka, ef þ.e. þeirra niðurstaða að þeir hafi annan skárri valkost - eða að annar valkostur sé hið minnsta ekki endilega verri.
Europe heads back into the storm :"Dublin has cash to get by for another half a year."
Eins og fram kemur, þá þurfa írsk. stjv. ekki peninga akkúrat í augnablikinu, svo þau geta sagt "nei".
En þegar Grikkland hrundi, þá voru bara nokkrir dagar í gjaldþrot. Svo er ekki með Írland.
Þannig að samnings aðstaða írskra stjv. er allt önnur en var hjá grískum stjv. í vor 2010.
Er ekki betra á láta bankana sökkva?
Vandi írskra banka er orðinn það slæmur, þrátt fyrir gríðarlegann fjáraustur, og byrðin það þung fyrir ríkið að halda þeim uppi, að þetta er að verða spurning um gjaldþrot bankanna eða ríkisins.
Eins og sést hérna fer ástand bankanna versnandi - sbr. írskir bankar fengu 130 milljarða Evra lán frá seðlabanka Evrópu (ECB) í október sl. Hækkun um 34,9 milljarða Evra milli
mánaða.
Dublin feels pressure on rescue package :"With the rescue mission poised to begin negotiations with the Irish government on Thursday, analysts said there was growing evidence that bank deposits were dwindling, after Irish Life & Permanent said corporate customers had withdrawn 600m more than 11 per cent of the total over a matter of weeks in August and September." - "Bank of Ireland reported a similar trend last week and Allied Irish Banks, which is due to release third-quarter results by Friday, is expected to have been hit by a similar exodus."
Gríðarlega alvarlegar fréttir, að aðilar séu farnir að forða fé úr írska bankakerfinu, en hafandi í huga tryggingu írksra stjv. sem enn er í gildi, þá bendir það væntanlega til þess að trúverðugleiki þeirrar tryggingar sé einfaldlega farinn að dala í augum fjárfesta - þ.e. þeir séu farnir að fyllast efasemdum um að írsk. stjv. séu fær um að standa við hana annars vegar og hins vegar farnir að óttast það að líkur fari vaxandi að á þetta reyni.
Dublin feels pressure on rescue package :"European bankers said the revelation that, in the two months to the end of October, the Irish central bank had to provide 20bn in exceptional liquidity assistance outside the ECB programme suggested that some banks had already reached the ceiling of assets they could use to tap ECB liquidity."
Og enn verður það svartara, í ljósi þess að stjv. hafa samt þurft að leggja fram neyðarfjármögnun upp á umtalsverðar fjárhæðir sl. 2 mánuði, til banka sem eru orðnir það ílla staddir að meira að segja ECB vill ekki lengur lána þeim.
Þetta ástand kemur okkur kunnuglega fyrir sjónir, en þetta líkist atburðarásinni árið 2008 mánuðina fyrir hrun hérlendis.
Threat from bank funding constraints :"Even the relatively solid Bank of Ireland is now dependent on the ECB for a large chunk of its funding as interbank loans have dried up. Bank of Ireland told the market last week that its funding line from central banks had jumped from net 8bn at the end of June to about 20bn in the third quarter a figure equal to 10 per cent of its total assets."
Eins og um okkar banka eftir mitt ár 2006, virðast írskir bankar nú vera í algeru frosti frá svokölluðum millibankamarkaði þ.e. bankar annars staðar vilja ekki lengur lána þeim fé. Þess vegna hafi sókn þeirra í neyðarfjármögnun ECB aukist svo stórum.
Spurningin er: er ekki betra að búa til nýja banka eins og við ísl. gerðum, fremur en að halda áfram að moka peningum í þ.s. virðast vera botnlausar hítir?
Þ.e. enginn vafi á því, að það þarf að bjarga írska bankakerfinu, en þ.e. ekki endilega svo að halda áfram að moka peningum í núverandi bankastofnanir sé rétta leiðin til þess!
Munum að þ.e. írskur almenningur, sem mun vera látinn borga brúsann - ef stjv. láta undan þrýstingi um að gera einmitt þetta, þ.e. að taka dýrt lán á háum vöxtum rúml. 5%-6%, til að fjármagna frekari slíkann fjáraustur.
Svo það má segja að ég styðji írsk stjv. í því að standa þarna á móti - en þ.e. ekki á þeirra könnu, að taka á sig slíkar byrðar, vegna þess að stjv. annarra ríkja óttast dómínó áhrif á sín bankakerfi.
Europe heads back into the storm :"Preparations must now be made for dealing with a run on banks by depositors or wholesale lenders. Countries that have yet to put in place special insolvency regimes Ireland included must do so without delay. They must allow states swiftly to take control of banks so as to keep operations going during a panic and quickly allocate losses by forcibly restructuring wholesale debt or converting it into equity."
En, víða um Evrópu eru bankakerfi enn íþyngd af hættulegum skuldum og lítið hefur verið gert til þess að þvinga fram afskriftir ónýtra og lítils eða einskis virði lána. Þannig að hættan á samevrópskum stormi, þ.e. bankakrýsu, er alls ekki lítil.
Þ.e. einmitt fremur líklegt að hrun írskra banka, muni leiða til slíkra dómínó áhrifa.
Þ.e. því sannarlega skiljanlegt út frá hagsmunum hinna ríkjanna, að þau leitist til við að þvinga Írland til að leika biðleik fyrir þeirra hönd, með því að sökkva Írlandi enn dýpra í skuldir, svo ef til vill nokkrir mánuðir til viðbótar geti liðið án þess að tekið sé á vandamálinu í hinum ríkjunum.
En, ef til vill er nóg komið.
Eins og ritsstjóri Financial Times segir, rétt að taka nú til hendinni þvert yfir Evrópu og taka þá hreinsun sem þarf, og er sennilega ekki í reynd betra að halda áfram að fresta.
Niðurstaða
Ég held barasta, að það sé sennilega betra fyrir Írland, að segja þvert "nei" við björgunarpakkanum, sem verið er að leitast við að neyða írsk. stjv. til að taka.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja hérna.
Þú segir:
"Munum, að írskir skattborgara munu þurfa að borga þau lán sem verið er að neyða niður í kok írskra stjv. og írsku þjóðarinnar."
Sko. Það er enginn að neyða neinum lánum ofan í neinn. Og þetta eru endurfjármögnunarlán, eitthvað sem írskir skattborgarar þurfa að greiða hvort eð er. Nú ef þeir vilja ekki þessi lán, þá verða þeir bara gjöra svo vel að taka lánin á miklu hærri vöxtum með skuldabréfaútgáfu eða fara til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Það er svo annað mál ef Írska ríkið vill fara að moka peningum inn í bankakerfið, enda á þeirra ábyrgð að gera það. Þeir voru reyndar fyrstir í Evrópu til að tryggja allar innistæður í bönkum upp í topp og þurftu enga hvatningu frá ESB til þess, flestar ESB þjóðir voru reyndar á móti því.
Þannig útgangspunkturinn er algjörlega skakkur og því pistillinn alger froða í heild sinni.
Hvað svo ECB er að lána bönkunum í Írlandi kemur þessum lánum ekkert við og heldur ekki verið að neyða þeim lánum á Írska ríkið, skattborgara eða banka.
Jón Gunnar Bjarkan, 18.11.2010 kl. 06:17
Blessaður Einar.
Nú fær skynsemin og rökræðan fífl til að hía.
Þekki þessa snata, þeir kunna að gjamma en ekki að ræða.
Enda er þetta mútufé ESB.
Og reyndar fábjánar líka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 18.11.2010 kl. 11:03
Alltaf jafn málefnaleg umræðan hjá þér Ómar Geirsson.
Jón Gunnar Bjarkan, 18.11.2010 kl. 11:28
Jón - þetta er ekki gjaffé. Hérna er niðurstaða erlends hagfr.:
Ég vil ekki trúa að þetta sé alveg þetta dýrt. En hafðu í huga að það eru meðlimaríkin sem lána, og með sama hætti og ísl. lífeyrissjóðirnir lána þau fyrir eigin lántökukostnað + álag.
Þýskal. er með lántökukostnað kringum 2%. En, þú getur ekki miðað við það, þ.s. þeir eru ekki einir um að útvega fé.
Þú getur ef til vill sleppt t.d. Portúgal sem viðmiði með eigin lántökukostnað yfir 6%.
Eðlilegt viðmið eins og hann nefnir er því sennilega meðal kostnaður að slepptu dýrustu ríkjunu nærri 4% + kostnaður. Ég efa að heildarsumman sé þó innan við cirka 6,5%.
Þ.e. ekki langt síðan að lántökukostnaður Íra fór yfir 6%. Írs. stjv. eru sennilega enn að vona það að markaðir róist í millitíðinni fram á mitt næsta ár, svo þeir geti aftur tekið lán nærri þeim kjörum.
-----------
Þ.s. Írl. er fjármagnað fram á mitt næsta ár skv. sögn ríkisstj. Írl. hafa Írar að lágmarki tíma til að prútta um verð á láni, ef þ.e. þeirra ákvörðun að þeir þurfi slíkt lán.
En ath. það verður þeirra ákvörðun.
Ekki ímynda þér, að áhersla hinna ríkjanna hafi ekkert að gera með þeirra eigin hagsmuni, en þau hafa áhyggjur eðlilega af eigin bankakerfum, en meira að segja þýskir bankar eru taldi viðkvæmir.
Þú getur skoðað áhugaverðan hlekk um það hvað hin ímsu eiga í upphæðum bundnum í skuldum annarra aðildarríkja. Þegar þú ert búinn að velja land, getur þú valið einstaka banka.
http://www.ft.com/cms/s/0/c4b5f456-ee7e-11df-9db0-00144feab49a.html
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.11.2010 kl. 12:11
Já en Einar, eins og kaninn segir, let's get real on the issues here!!!!!!
Þú segir:
"Þ.e. því sannarlega skiljanlegt út frá hagsmunum hinna ríkjanna, að þau leitist til við að þvinga Írland til að leika biðleik fyrir þeirra hönd, með því að sökkva Írlandi enn dýpra í skuldir, svo ef til vill nokkrir mánuðir til viðbótar geti liðið án þess að tekið sé á vandamálinu í hinum ríkjunum. "
Hérna ertu í raun að halda því fram tveim mótsagnarkenndum rökum. Að vegna skuldavanda Írlands, séu það hagsmunir Evruríkjanna að steypa Írland í meiri skuldir og að það hafi einhvern bata fyrir þeirra eigin bankakerfi þar sem það kaupi nokkra mánuði. Hvernig getur þessi röksemdarfærsla gengið upp? Ef að skuldavandi Írlandi gæti haft dóminó áhrif á bankakerfi evrulanda, þá segir það sig sjálft að aukinn skuldabyrði á Írland gerir þau vandamál enn stærri.
Eins og ég segi, þetta er fjármögnun sem stendur Írskum yfirvöldum til boðar, ef þeir geta fengið ódýrari fjármögnun á markaðnum, nú þá bara gera þeir það, þeir geta hafið skuldabréfaútboð á morgun ef þeir vilja. En það ætti að vera alveg ljóst að hér er um endurfjármögnunarlán og hefur ekkert að gera með að ESB sé að reyna neyða einhverjum auknum skuldaböggum á Írska ríkið, það fæst bara engan veginn staðist í mínum bókum enda jafnvel þó hér væri um eitthvað eigingjarnt hagsmunapot að ræða, sem það er ekki, sé ég ekki hvernig í ósköpunum það ætti að koma hinum evruríkjunum vel að setja meiri skuldir á Írland. Andstæðingar ESB aðildar láta alltaf eins og ESB sé bara einhver samkomustaður fyrir þjóðir sem vilja gera nágrannaþjóðum sínum allt illt. Var það til dæmis af fullri illgirni sem Færeyingar ákváðu að steypa íslendingum í meiri skuldir með því að neyða lán ofan íslensk stjórnvöld og íslenska skattborgara, okkur greyin íslensku skattborgara sem þurfum síðan að greiða lánin, ég bara spyr?
Nú veit ég ekkert um þennan fjármögnunarkostnað sem þú talar um og í raun tómt mál að fara ræða þá eitthvað, þar sem allt þetta mál eru bara einhverjar fabúleringar hjá blaðamönnum, Írar hafa þverneitað fyrir að hafa sótt um að sækja í þessa sjóði og ESB hefur einfaldlega sagt að þetta standi til boða.
Jón Gunnar Bjarkan, 18.11.2010 kl. 12:48
Jón Gunnar - þú ert ekki að taka nægilega vel eftir. Ég var að tala um vanda bankakerfi Írl. vs. vænt hliðaráhrif af vanda þeirra banka ef þeir falla, á önnur bankakerfi álfunnar.
Ótti aðildarlandanna er við það að hrun írskra banka framkalli hrun þeirra banka. Þ.s. ég var að segja með setningunni, er að aðildarlöndin með því að knýja Írl. til að skuldsetja sig frekar, séu þar með að kaupa sér frið - þá fyrir sín bankakerfi.
Sko, nokkrir mánuðir geta skipt máli fyrir hin ríkin, sem dæmi gefið þeim tíma til að lagfæra þau vandamál heima fyrir, sem hrun írskra banka getur framkallað nú. Þannig séð, getur það skoðast þeim í hag, að kaupa sér þann frið með skuldsetningu Írl.
Nú ef Írl. verður sjálf gjaldþrota seinna, þá den tid den sorg.
"Nú veit ég ekkert um þennan fjármögnunarkostnað sem þú talar um"
Sá kostnaður er að sjálfsögðu lykilatriði frá sjónarhóli Íra. En þ.e. engin gríska að nálgast hvað þetta er líkl. að kosta. En, það er auðvelt að komast að því á netinu, hvað mism. ríki hafa verið að greiða fyrir skuldabréfaútgáfur. Það gefur þér gólfið, þ.e. þú tekur auðvitað meðaltal. Svo þarfu að bæta við eðlilegum lántökukostnaði og rekstrarkostnaði fyrir bankann sem ríkin stofnuðu, en þetta var stofnað sem banki skráður í Lúx. Ást. ekki bannað per se fyrír ríkin sameiginlega að reka banka. Þetta var glugginn sem þau fundu framhjá takmörkunum laga og regla sambandsins.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.11.2010 kl. 14:46
Ég tek alveg fullkomlega eftir því hvað þú ert að skrifa hérna enda sagði ég:
"Hérna ertu í raun að halda því fram tveim mótsagnarkenndum rökum. Að vegna skuldavanda Írlands, séu það hagsmunir Evruríkjanna að steypa Írland í meiri skuldir og að það hafi einhvern bata fyrir þeirra eigin bankakerfi(lesist bankakerfi hinna evruríkjanna) þar sem það kaupi nokkra mánuði. Hvernig getur þessi röksemdarfærsla gengið upp? Ef að skuldavandi Írlandi gæti haft dóminó áhrif á bankakerfi evrulanda, þá segir það sig sjálft að aukinn skuldabyrði á Írland gerir þau vandamál enn stærri. "
Það er að segja, ef að skuldavandi Íra skapar vandræði fyrir bankakerfi hinna evrulandanna, þá munu auknar skuldir Írlands ekki bæta stæðu bankakerfi hinna landan, þvert á móti gera þau verri, og nokkrir mánuðir hér get ég ekki séð að skipti nokkru máli.
Varðandi fjármagnskostnaðinn, já hann skiptir miklu máli. En þessi maður er farinn að fabúlera eitthvað út í loftið án þess einu sinni að vita hverjir vextirnir. Hann segir eftir langa ræðu: ". But no matter how you twist this, it is hard to construct a cheap loan out of this." Á að fara reyna segja mér að það ESB ríkin geti ekki hóstað upp láni á góðum kjörum fyrir Íra, þvílíkt og annað eins rugl í manninum. Svo má auðvitað nefna það, að ég fletti honum upp á wikipedia, hann setti á stofn vogunarsjóð fyrir stuttu síðan fyrir um 150 milljarða til að fjárfesta í "macroeconomic situations" sem myndi færast yfir á íslensku einhvern veginn: sem þjóðhagsfræðilegum aðstæðum. Er hann kannski að taka skortstöðu gegn írskum bönkum eða írska ríkinu. Á að fara segja mér það að Norðurlönd og Færeyjar geti lánað á hagstæðum vöxtum en öllu Evrópusambandinu sé það ómögulegt jafnvel þó þeir geti dælt peningum út um allan heim í þróunaraðstoð, AGS og svo framvegs, þvílíkt rugl barasta.
Ég er ekkert þar með að setja út á þig, það er búið að vera fínt að rökræða þetta mál, þú ert sennilega einn af fáum ESB andstæðingum sem ferð ekki eitthvað út á tún með umræðuna og ferð að blaðra um einræði og kommúnisma og eitthvað þar fram eftir götum. Þú ert skeptískur á evruna og á móti inngöngu í ESB, það er bara þín skoðun, ekkert hægt að setja út á það.
Jón Gunnar Bjarkan, 18.11.2010 kl. 15:20
Það sem virðist fara framhjá mörgum er að ef Írar ákveða að taka ekki neyðarlán frá ESB þá er greiðslufall óumflýjanlegt. Að taka ekki lánið er því ígildi þessa að ákveða að fara í evru gjaldþrot sem þýðir þá að Írar borga ekki allar skuldir við meginlandið. Kjör neyðarlánsins skipta í raun engu máli held ég.
Guðmundur Jónsson, 18.11.2010 kl. 19:33
Guðmundur - þú ert þá að meina, að þú trúir ekki írskum stjv. þegar þau segja sig hafa rekstrarfjármagn fram á mitt næsta ár?
Þ.e. líka spurning hvort er verri niðurst. fyrir Írl. - en ef lánin hafa rúml. 6% vexti þá á ég erfitt með að sjá annað, en þau væru einungis frestun - lenging á hengingarólinni.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.11.2010 kl. 23:32
Ég skal viðurkenna Jón, að ég hef ekki skoðað hans fjármál. En, þ.e. smá munur á að fá lán frá Norðurlöndunum, sem öll eru "tiple A rated" og að auki standa vel efnahagslega, og að fá svipað lán frá ESB skv. sameiginlegri ábyrð ESB ríkja sem eru mjög misjafnt stödd efnahagslega.
Já ég er að segja að Norðurl. geti þetta en ekki ESB, einmitt vegna þess að þetta er púlía úr meðaltalinu af löndum á mjög misjöfnu stigi - skuldal. og efnahagsl.
Löndin eru að fjármagna sig á bilinu rúml. 2% upp í rúml. 6%. Flest eru á bilinu rúml. 3% upp í rúml 4%.
Þannig að 4% sem meðal gólf er ekki fjarri sanni ef þú íhugar málið. Síðan bætir þú við eðlilegum kostnaði, og þá færst e-h nærri 6%.
------------
Kannski er það einmitt þ.s. Írar eru að gera - að prútta verðið niður. Smá leikrit um að hafa ekki áhuga.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.11.2010 kl. 23:38
Hérna er country risk listi:
http://www.euromoney.com/Article/2675660/Country-risk-Full-results.html
Þar á meðal eru frakkland, bretland, Þýskaland, belgía, holland, danmörk, svíþjóð, finnland, austurríki og lúxembourg öll með bestu einkunn í lánshæfi og 10 fyrir access to bank finance og capital markets.
Get ekki séð þennan tengil sem þú sendir mér þar sem ég er ekki skráður á FT.
Jón Gunnar Bjarkan, 19.11.2010 kl. 03:11
Blessaður Jón Gunnar.
Já, þetta var illa sagt og ég biðst forláts. Líklegast hræða sporin.
Það er ekkert sem leyfir þér að mæta hjá einum albesta bloggara landsins, taka útúrsnúning og kalla síðan pistils hans froðu. En það er svo sem ekki mitt að skipta mér af því.
Það er leitun af bloggara sem er eins duglegur að miðla upplýsingum og leggja á þær mat, eins og Einar. Og hann er alltaf tilbúinn að ræða rök sín og niðurstöður og hlusta á rök annarra. Umræðan hans um vanda evrunnar og þá ógn sem blasir við almenningi á Írlandi, ef stjórnmálamenn þjóðnýta bankaskuldirnar, er rökföst og málefnaleg, en það er ekki þannig að ein sýn sé rétt, eða ekki megi skoða málin frá öðru sjónarhorni.
Og þessi umræða grasserar um allan heim. Þekktir hagfræðingar hafa fjallað um þessi mál, margir spá endalokum evrunnar. Aðrir benda á að Evrópubandalagið er búið að vera ef það á að "nýlenduvæða" jaðarríki sambandsins vegna skuldavanda þeirra sem stafar í hnotskurn af því að evran sem gjaldmiðill er sniðinn af hagkerfi Þýskalands, og í minna mæli Frakklands. Og vissulega eru margir sem verja evruna og telja að hún sé styrkur Evrópu.
Þegar menn reyna að varpa um mynd af flóknu máli, þá er það þannig að alltaf má finna setningar og annað sem hægt er að hártoga, það er ef menn sjá sér hag í því og vilja rangtúlka, eða menn hreinlega átta sig ekki á þeirri hugsun og skoðunum sem "myndin" á að tjá. Þá telja menn sig oft það mikla að þeir telji sig getað sakað yfirburða bloggara um froðu, þá sjálfir hafi þeir ekki af neinu af státa.
Eins lenda menn oft í því að svara rökstuddri grein með árásum á þann sem skrifaði hana, að hann sé vafasamur pappír. Eða þá að skuldugir menn megi ekki leggja til og styðja tillögur um almennar niðurfellingu skulda.
Það er vandlifað í þessum heimi en samt ekki svo að maður á ekki að láta slíka kerskni út úr sér eins og ég gerði hér að ofan.
Ég biðst afsökunar á því Jón Gunnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.11.2010 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning