17.11.2010 | 03:23
Eina leiðin til að bjarga Evrunni, er sennileg með því að aðildarríki Evrunnar taki upp sameiginlega hagstjórn á einhverju formi!
Gavyn Davies sem er alþjóða hagfræðingur, skrifaði á bloggið sitt mjög góða grein um Evruna og vandamál hennar. Hann bendir á nokkrar áhugaverðar staðreyndir.
- Heilt yfir litið, er Evrusvæðið að mörgu leiti í betri málum en Bandaríkin og Japan.
- Vandinn liggur í því, að sum svæði innan Evrunnar eru í verri vanda en önnur svæði, og þau geta raunverulega sett allt á hliðina.
- Lausnin virðist því einföld - að taka stórt skref í átt að myndun sameiginlegs ríkis.
"Consequently, if the EU could wave a magic wand and create a fiscal union tomorrow, its overall budgetary position would be easily the best in the developed world. There would be no European sovereign debt crisis. It is very important to remember this, because it shows that the solution to this problem lies in Europes own hands."
Á myndinni fyrir neðan sýnir Gavyn þetta með skýrum hætti. Fyrsta súlan er skv. gögnum frá AGS, sem sýnir hvað AGS telur að ríki þurfi að spara mikið hjá sér. Miðsúlan sýnir þann niðurskurð sem mismunandi ríki hafa þegar tilkynnt um. Afstasta súlan er mat Gavyns á því hvað þarf að gera "over the medium term" eins og hann kallar það.
Sjá grein: Europe must compromise to solve its debt crisis
Þ.s. hann er að tala um, er að það þarf að framkvæma raunverulega millifærslur á fjármagni sem einungis er hægt að framkvæma af aðila sem hefur fjárlaga vald og umtalsverðan hluta af heildar skattfé til umráða.
Það má segja, að annað af tvennu þurfi að leggja Evrusvæðið niður eða að taka stórt skref til aukinnar sameiningar.
Ef þið skoðið myndina, þá virðist einungis fjárhagslegur halli Írlands vera óhóflegur langt umfram þ.s. gerist og gengur.
Þ.s. þá vantar, er þ.s. Bandar. geta gert þ.e. alríkisstjórnin með cirka 70% af öllu skattfé, getur aðstoðað svæði í vanda, með því að veita þeim beina fjárhagslega aðstoð svo byrðin á eitt svæði verði ekki of mikil.
En, ESB og Evrusvæðið, með innan við 1% af skattfé innan ESB, getur það í reynd ekki.
Punkturinn er að núverandi uppsetning Evrusvæðisins hefur feilað "big time" og það verður að framkv. breytingar á reglum, svo það geti lifað áfram. Þær þurfa að auki að vera verulegar.
Mig grunar þó að það verði mikil hindrun til þessa, að þetta mun fela í sér stórt viðbótar valda afsal Evrusvæðis ríkja - þannig að þá megi jafnvel tala um endanlegt fullveldis afsal!
Tregða til þess að framkv. þessa byltingu verður mikil - og umræða innan sambandsins undanfarna mánuði hvetur alls ekki til bjartýni í þess átt, sbr. hve mikil andstaða var við það að opna sambandssáttmálann um daginn en Merkel knúði það samt fram, en með breytingu sem í reynd er sáralítil í samanburði við þ.s. sennilega þarf, til að tryggja áframhaldandi tilvist Evrusvæðisins.
Þ.e. ekki síst þess vegna, vegna augljósrar tregðu aðila, að ég er skeptískur á áframhaldandi tilvist Evrunnar eftir næsta ár.
Það verður til mikilla muna verri krýsa á næsta ári en í ár, þ.s. þá munu sparnaðar aðgerðir koma til framkvæmda og þær munu örugglega drepa núverandi hagvöxt innan sambandsins, sem að sjálfsögðu mun magna upp það vandamál sem allir sjá, að standa undir vaxandi skuldum.
So why have the financial markets taken such a pessimistic view of the default risk in these countries? I think we all know the answers. :
- Within a monetary union, the fiscal tightening cannot be cushioned by a currency devaluation,
- and it may therefore become so painful for the economy that it becomes politically untenable.
- And, also within a monetary union, the resolution of a banking crisis cannot be helped by the actions of an independent central bank,
- so rescuing the banks can become an impossible burden for a small economy to bear. (This is especially the case if the banking sector is large relative to rest of the economy, and if the full scale of its losses remain somewhat obscure.)
- Consequently, the chances of troubled economies being able to stay the course during a fiscal retrenchment are less than would be the case for a country which can pursue an independent monetary and exchange rate policy - the UK, for example.
- Þarna lýsir Gavyn vel hvernig núverandi fyrirkomulag gengur ekki upp.
- Ljóst er orðið að hjálparlaust ráða tiltekin svæði innan Evrunnar ekki við þau vandamál sem þau svæði glíma við.
- Mikil og vaxandi hætta er um að sú aðlögun sem verið er að knýja á um, reynist ómöguleg í framkvæmd þannig að þá skapast tilvistarkreppa fyrir sjálft myntbandalagið.
- Eins og hann bendir á, miðað við hvernig Evrusamstarfið er uppbyggt, er auðveldara fyrir aðildarríki ESB þau sem enn hafa eigin sjálfstæðan gjaldmiðil, að ráða við þau vandamál sem fjármálakreppan hefur framkallað.
- Þannig, að lausnin liggi í því að skapa þau skilyrði innan myntbandalagsins, að það sé létt undir með þeim ríkjum sem eru í vanda - samhliða því að reglur eru stórlega hertar til að hindra að tjónið eigi sér stað á nýjan leik.
- Ein leið til þessa er að mynda sameiginlega fjármálastjórnun þannig að sameiginlegt fjármálaráðuneyti taki að sér sameiginlega fjármálastjórnun ásamt því að fá yfirráð yfir verulegum hluta skattfjár aðildarríkja Evrunnar.
- Þá geta slíkar stórfelldar millifærslur átt sér stað.
- Given the reasonably good fiscal arithmetic for the eurozone as a whole, and the relatively small scale of the peripheral economies, it should not be beyond the wit of man (and, in Mrs Merkels case, woman) to find such a solution. However, there are obvious political difficulties on all sides. Without such action, the options facing the eurozone will shortly become much more stark.
Án þessara aðgerða - munu líkurnar á hruni Evrunnar halda áfram að vaxa. Og því miður fara þær líkur hratt vaxandi. Núna er t.d. í gangi krýsa sem lítið hefur komist í fjölmiðla á Íslandi, en mikil hækkun hefur orðið á vaxtakröfu undanfarnar vikur fyrir Írland, Portúgal og jafnvel Ítalíu og Spán.
ESB hefur ákveðið að senda sendinefnd til Írlands, en allir vita að sú á að framkvæma sjáfstæða úttekt á vandamálum Írlands, og að sú krafa er núna orðin mjög sterk að Írland leiti sér aðstoðar - ekki síst frá öðrum aðildarlöndum ESB.
Debt crisis team heads for Dublin: European Union authorities and Dublin have agreed that a team of EU and International Monetary Fund officials will visit Ireland for what senior European officials called a short and focused discussion on the countrys debt crisis, the clearest sign yet that a bailout for the countrys ailing banks is imminent.
Enn er látið sem svo að ekkert hafi verið ákveðið. En klárlega er undirbúningur undir björgun Írlands í fullum gangi, og klárt að stutt er í að Írland gangi í raðir Grikkland í sjúkradeild ESB.
Hvenær kemur þá röðin að Portúgal? Það getur ekki verið mjög langt í burtu í tíma!
Niðurstaða
Án mjög umfangsmikilla breytinga mun Evrusvæðið sennilega líða undir lok. Ég spái því að sá atburður eigi sér stað á næsta ári.
Sjá einnig: Fiscal union is crucial to the euros survival
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Auðvitað er eina leiðin til bjargar evrunni, sameiginleg hagstjórn. Það er útilokað að vera með hagstjórn og gjaldmiðil sitt í hvoru lagi, það gengur einfaldlega ekki upp. En hvað er sameiginleg hagstjórn og hvers vegna var hún ekki tekin upp samhliða evrunni? Sameiginleg hagstjórn er í raun eitt ríki og það vilja þjóðir Evrópu ekki. Þær eru ekki tilbúnar að fórna lýðræðinu formlega, þó þær séu í raun búnar að því.
Gunnar Heiðarsson, 17.11.2010 kl. 09:05
Ég skil nú eiginlega bara ekki upp né niður í þessum röksemdum.
Stóri bleiki fíllinn varðandi fjárlagahallann, er að USA og Ísland eru í margfalt verri stöðu en evruríkin, ÞETTA SEGIR SIG SJÁLFT þar sem hallinn í USA og Íslandi eru miklu meiri en í evruríkjunum. Ísland er með þrefaldan fjárlagahalla miðað við Eurozone(er ekki okkar halli um 15-16%, minnir það) og bandaríkin með meira en tvöfaldan evruhalla miðað við þessa mynd.
Þú sýnir þarna mynd af fjárlagahallanum og síðan koma röksemdirnar:
"Þ.s. þá vantar, er þ.s. Bandar. geta gert þ.e. alríkisstjórnin með cirka 70% af öllu skattfé, getur aðstoðað svæði í vanda, með því að veita þeim beina fjárhagslega aðstoð svo byrðin á eitt svæði verði ekki of mikil.
En, ESB og Evrusvæðið, með innan við 1% af skattfé innan ESB, getur það í reynd ekki."
Og hvað? Tók tannálfurinn skattekjur einstakra evruríka og henti þeim í ruslið? USA þarf að hjálpa sjálfum sér við að rétta 11,6% halla á meðan til dæmis Portúgal þarf að rétta af 6% halla.
Þú ert að rugla algjörlega ósamanburðahæfum dæmum. Ef við myndum hinsvegar líta á einstök ríki í bandaríkjunum og þar væri staðan þessi, tökum eitthvað dæmi út í loftið, California 30% halli, Illionois 25% halli, Florida 5% halli og svo framvegis. Þá væri hægt að segja, nei ok, það er ekki svo slæmt að hallinn sé svo hár hjá California og Illionois því federal ríkið getur hlaupið undir bagga með þeim. En það breytir því ekki að USA sem HEILD er með tvöfaldan fjárlagahalla miðað við Evrusvæðið og samkvæmt þessu grafi, töluvert meiri halla en öll önnur ríki evrunnar nema Írland. Að halda það að einstök evruríki geti ekki rétt sinn eigin halla alveg eins og öll önnur ríki í heiminum lýsir auðvitað algerum misskilningi á evrunni.
En JAFNVEL burtséð frá þessum gölluðu röksemdum, þá skiptir auðvitað ekki nokkru einasta máli hvort skatttekjur væru landamæralausar á evrusvæðinu, þannig að yrði á evrusvæðinu eins og þú segir Bandaríkin geti hlaupið undir bagga með Californiu eða öðrum ríkjum því þú lagar augljóslega ekki fjárlagahalla með því að kasta skatttekjum í hann, ekki nema þá að það sé eitthvað markmið í sjálfu sér að gera hann krónískan. Þú lagar hann með því að snúa honum við, og það er bara ein leið til þess annaðhvort eða bæði, niðurskurður eða skattahækkanir.
Ef þú vilt bera saman hvernig evran hefur reynst til dæmis evrópubúum í þessari krísu, þá hafa þeir ekki tekið margra tuga prósenta launalækkun(sbr lækkandi gengi, en ef einstök evríki vilja endilega "fella gengið", þá er það alveg hægt innan evrunnar, með lækkun launa) né margra tuga milljóna aukningu á höfuðstóli lána hjá hinni meðalfjölskyldu með erlent lán(og margra milljóna aukningu á íslensku láni). Krónan hefur kostað venjulega íslenska fjölskyldu margar milljónir í þessari kreppu. Og aldeilis hefur sveigjanleiki krónunnar ekki komið í veg fyrir aukið atvinnuleysi heldur hefur það rokið upp um mörg hundruð prósent á sama tíma.
Svo má kannski minna á, þar sem þú nefndir:
"Það verður til mikilla muna verri krýsa á næsta ári en í ár, þ.s. þá munu sparnaðar aðgerðir koma til framkvæmda og þær munu örugglega drepa núverandi hagvöxt innan sambandsins, sem að sjálfsögðu mun magna upp það vandamál sem allir sjá, að standa undir vaxandi skuldum."
Að íslendingar hafa líka slegið á frest að tækla fjárlagahallann en nú fer að koma tími á að við munum ekki geta frestað því lengur og ekki verður það mjög til þess fallið að auka atvinnu eða skapa hagvöxt. Sama á við Bandaríkjamenn. Eini munurinn á Evruríkjum og Íslendingum er að niðurskurðurinn verður ekki eins mikill.
Jón Gunnar Bjarkan, 18.11.2010 kl. 05:49
Gavyn Davies er ekki einhver bjáni:
---------------------Þetta er síðan grein hans óstytt í heild.
Europe must compromise to solve its debt crisis
November 16, 2010 10:13am | Share
The twists and turns in the European sovereign debt crisis have been more than usually bewildering in recent days, so I thought it would be useful to take a step back and look at the longer term budgetary fundamentals which will ultimately decide whether the troubled sovereigns in the eurozone can avoid default. The eurozone as a whole is in better fiscal shape than other developed economies (notably the US and Japan), and even the most indebted economies could yet dig themselves out of the hole they are in. But the eurozone is still plagued by the contradictions of trying to operate a monetary union without supporting this with a fiscal union.
It is becoming clear that these contradictions can only be solved if there is genuine burden sharing inside the eurozone, along with some much tougher budgetary and regulatory rules which prevent this situation ever happening again. Otherwise, there will be more discussion about default, on the lines of Nouriel Roubini’s piece in today’s FT. Or, in extremis, the currency union will be in real trouble.
The table at the bottom of this blog attempts to encapsulate the fiscal condition of the major developed economies in a few simple figures. The first column shows the amount of fiscal consolidation which is needed, on the IMF’s latest estimates, to achieve a “good” outcome for the government debt ratio over the medium term. This is dependent on many factors, including the present budget deficit, the stock of outstanding debt, the relationship between interest rates and gross domestic product growth, and long term spending commitments by governments. The second column shows the amount of fiscal tightening which is already promised in the governments’ published plans up to 2015. And the third column shows the requirement for new fiscal tightening, on top of present plans, which is needed in order to reach a good medium term fiscal position. (The precise definitions which I have chosen are shown in the footnotes to the table.)
The first point to note is that the required budget adjustment for the eurozone as a whole (at only 5.5 per cent of GDP) is much lower than that required for the US (11.6 per cent) and Japan (13.0 per cent). Furthermore, the planned fiscal tightening from now on, based on announced plans, is about the same size as that in the US, and is bigger than that in Japan. Consequently, if the EU could wave a magic wand and create a fiscal union tomorrow, its overall budgetary position would be easily the best in the developed world. There would be no “European” sovereign debt crisis. It is very important to remember this, because it shows that the solution to this problem lies in Europe’s own hands.
The second point to note is that the peripheral eurozone economies (Portugal, Ireland, Greece and Spain), taken as a group, have quite similar budgetary requirements as the advanced nations as a whole - no better, but no worse either (at least on the latest IMF numbers). In fact, the only country which seems to be a potential outlier is Ireland, and these IMF figures do not take account of the extra tightening of 4 per cent of GDP which is promised in the coming budget. If this is passed, the Irish numbers would suddenly look much better. Based on this, it might seem surprising that this block of countries is in such trouble.
So why have the financial markets taken such a pessimistic view of the default risk in these countries? I think we all know the answers. Within a monetary union, the fiscal tightening cannot be cushioned by a currency devaluation, and it may therefore become so painful for the economy that it becomes politically untenable. And, also within a monetary union, the resolution of a banking crisis cannot be helped by the actions of an independent central bank, so rescuing the banks can become an impossible burden for a small economy to bear. (This is especially the case if the banking sector is large relative to rest of the economy, and if the full scale of its losses remain somewhat obscure.) Consequently, the chances of troubled economies being able to stay the course during a fiscal retrenchment are less than would be the case for a country which can pursue an independent monetary and exchange rate policy - the UK, for example.
There is little point in the EU seeking to deny all this, since it is by now apparent to everyone in the markets. If politicians want to preserve the monetary union (and it appears that everyone still does), they will need to come to an agreement under which there is some further fiscal co-operation between member states while the budgetary tightening takes effect in the periphery. And in exchange for this there will have to be much tougher long term budgetary and regulatory arrangements, so that the financial free riding which occurred in the boom years (and which actually affected private debt, rather than public debt) can never again take place.
Given the reasonably good fiscal arithmetic for the eurozone as a whole, and the relatively small scale of the peripheral economies, it should not be beyond the wit of man (and, in Mrs Merkel’s case, woman) to find such a solution. However, there are obvious political difficulties on all sides. Without such action, the options facing the eurozone will shortly become much more stark.
Einar Björn Bjarnason, 18.11.2010 kl. 12:28
Jón Gunnar -skv. tölum ríkisstj. Ísl. er fjárlaga halli þetta ár cirka 7%.
Þ.s. Bandar. hafa umfram ESB er að vera þjóðríki og það að alríkið hefur cirka 70% skatttekna.
Þú virðist ekki skilja gagnrýni Gavyn Davies sem er sbr. við gagnrýni margra erlendra hagfræðinga. En vandinn fyrir einstök ríki eins og Gavyn tekur fram kemur til vegna þess, að samdráttar aðgerðir þ.e. niðurskurður eykur samdrátt.
Bandar. sem dæmi bregðast við hættu á slíku með peningaprentun, sem einnig auðveldar fjármögnun eigin banka. Að auki, geta þau fellt gengið gjaldmiðla sinna, til að lækka kostnað atvinnulís og því mildað áfallið fyrir hagkerfið.
Krónan að sjálfsögðu dróg úr áfallinu sem ísl. varð fyrir, en ef við hefðum verið með Evru. En, hafðu í huga að ísl. lenti í stærsta áfalli allra Evr. landa, svo þ.e. mjög góður árangur að atvinnuleysi hefur ekki orðið verra en meðaltal Evrópuríkja.
Varðandi hækkun skulda, þá er það villandi umtal. En fyrir innflutnings fyrirtæki og fyrirtæki með gjaldeyristekjur hafa lán ekki hækkað sem hlutfall tekna.
Þau fyrirt. sem ekki hafa erl. gjaldeyristekjur, þau verða einfaldlega að fara í þrot - sem mun þá hafa þann kost með sér að þeirra lán falla brott og vaxtakostnaður hagkerfisins lækkar.
Varðandi heimilin, er það vandamál sem við höfum sjálf búið til með heimskulegu verðtryggingar fyrirkomulagi, sem þarf að afnema sem allra fyrst. En þeirrrar verðtryggingar er ekki þörf.
Hún var sett á sínum tíma, þegar allir vextir hérlendis voru ákveðnir af ráðherra - ákv. pólit. Á þeim tíma var vinstri stj. og verkal.fél. beittu þrýstingi á ríkisstj. þega víxlverkun launa og verðlags var í gangi, að hækka ekki vexti. Þannig að þ.s. átti sér stað var skammsýn pólit. ákv.
þannig að reglan um verðtryggingu var sett til að verja innlán og peningaeignir gegn skammsýnum pólit. ákvörðunum - þetta röfl um að þetta sé vegna þess að krónan sé léleg er lygi.
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.11.2010 kl. 12:44
Ókei, ég sé núna hvað þessi Gavyn Davies er að vísa í. Skuldavanda, ekki fjárlagahallavanda. Það er mikill munur á þessu tvennu því þegar þjóð er með miklar skuldir þá á hún í erfiðleikum með að fjármagna sig og getur lent í greiðsluþroti. Það á hinsvegar ekki við með fjárlagahallan, þar sem hægt er að snúa honum við á einu ári þess vegna og sumar þjóðir í evrópu eru nánast skuldlausar. Til dæmis Eistland en ég sá einhversstaðar að ríkisskuldir þar séu ekki nema 7% af þjóðarframleiðslu(by the way, lítið talað um það hér á landi. Mjög talað um hve stóran samdrátt Eistrasaltið fór í gegnum, nánast 20% af þjóðarframleiðslu(á sama tíma og ísland fór eitthvað um 10% samdrátt) en ríkisskuldir íslands fóru að ég held yfir 100% svo við erum núna í hópi með Ítalíu, Grikklandi og Írlandi(en reyndar breytast þessar tölur mjög fljótt hjá íslandi þar sem verið er að reyna að meta skuldirnar eftir hrunið) á meðan Eistland var ekki að auka neitt við sig af skuldum).
Varðandi skuldir og peningaprentun bandaríkjanna. Og hvernig verður evran til? Hún er auðvitað prentuð líka. Ríkisskuldabréf eru gefiin út í evrum og svo framvegis. Evrópski seðlabankinn er búinn að prenta gríðarlegt magn af peningum í þessari kreppu, töluvert meira held ég en Bandaríski Seðlabankinn. En ég viðurkenni alveg að það er vandamál að sum ríki þurfi meira fjármagn en aðrar vegna skulda, eins og til dæmis Írland. Það er vissulega vandi. Írland hefur hinsvegar farið varasama leið í þeim efnum, og dælt peningum inn í bankakerfið. Þetta er á þeirra ábyrgð, þeir gætu náttúrulega látið þá flakka eins og við gerðum. Það hefur kosti og galla. Gallinn er auðvitað sá að þá tapar Írska ríkið fullt af peningum sem þeir hafa lánað bönkunum(eins og íslenska ríkið tapaði helling af peningum á skuldbréfum bankanna þegar þeir féllu), kosturinn væri að þá byrja bankarnir með clean slate.
Írar geta líka í sjálfu sér fellt gengið, með launalækkunum. Gengisfallið sem við lentum í, er ekkert annað en að Írar myndu lækka laun um 50% miðað við að Evran myndi ekki veikjast við þá launalækkun. Auðvitað gætu írar þetta ekki vegna þess að allt yrðu snarvitlaust, en þetta er nú samt það sem spekingarnir lofa hérna á Íslandi sem gott fyrir atvinnulífið. Auk þess færu reyndar Írar langt út fyrir verðbólgumarkmiðin, en þetta eru nú reyndar þannig tímar að það stenst enginn nein markmið sem sett eru í hagstjórn á vesturlöndum.
Reyndar góður punktur hjá þér:
"Varðandi hækkun skulda, þá er það villandi umtal. En fyrir innflutnings fyrirtæki og fyrirtæki með gjaldeyristekjur hafa lán ekki hækkað sem hlutfall tekna." En þá er töfraorðið hérna náttúrulega miðað við tekna, en það munar miklu fyrir neytendur á íslandi sem hafa tekjur í íslenskri krónu, og svo auðvitað fyrirtækin sem kaupa þessar innflutningsvörur en hafa tekjur í krónum.
Ég mótmæli svo kröftulega varðandi að íslenska krónan hafi dregið úr fallinu, krónan gerði allt miklu verra fyrir okkur. Þú segir:
"Krónan að sjálfsögðu dróg úr áfallinu sem ísl. varð fyrir, en ef við hefðum verið með Evru. En, hafðu í huga að ísl. lenti í stærsta áfalli allra Evr. landa, svo þ.e. mjög góður árangur að atvinnuleysi hefur ekki orðið verra en meðaltal Evrópuríkja."
Þegar hrunið varð og evruumræðan stóð sem hæsta, þá var mjög talað um hvernig evruríkin tækju kreppur með auknu atvinnuleysi en engri launaskerðingu, en með sjálfstæðan gjaldmiðil væri þetta öfugt. Atvinnuleysi hefur margfaldast í kreppunni(var reyndar hærra en í ESB fyrir nokkrum mánuðum síðan), evran hefur reyndar staðið kreppuna svo vel af sér að núna er atvinnuleysi í ESB minna en í Bandaríkjunum. Í mestu kreppu heimsins seinustu 100 ár hefur atvinnuleysi MINNKAÐ í stærsta evruríkinu Þýskalandi. Taktu líka reyndar eftir að atvinnuleysi hefur hrunið af Pólverjum. Og einnig athyglisvert að allar smáþjóðir með evruna nema slóvakía(tók evru upp um áramótin) eru með MINNA atvinnuleysi en Ísland, meira segja Miðjarðarhafslöndin Malta og Kýpur meira segja austur Evrópu ríkið Slóvenía. Sjá tengil:
http://en.wikipedia.org/wiki/Eurozone_unemployment#Unemployment
Ef þú hugsar um kostnaðinn sem íslenskar fjölskyldur hafa orðið fyrir í þessari kreppu og miðum við Grikkland. Grikkir eru með svipaðan fjárlagahalla og skuldir og Ísland og því að fara í gegnum svipaðar "austerity measures" en þessar skuldir hlóðust upp á Ísland á einu ári, meðal annars vegna hruninu á krónunni. Skuldir hækkuðu um margar milljónir fyrir íslenskar fjölskyldur. Laun hafa ekkert lækkað í Grikklandi svo ég viti af en íslendingar tóku feikilegan skell á okkur í gegnum gengisfellingu(með auknum skuldum) og aukinni verðbólgu þar af leiðandi. Við erum með 5falda stýrivexti miðað við evrusvæðið(eru ekki stýrivextir enn í kringum 1% á evrusvæðinu, minnir það). Allar þessar lífskjaraskerðingar en samt jókst atvinnuleysi hér um mörg hundruð prósent.
Þegar þetta er tekið saman er ljóst að kreppan á Íslandi hefur kostað hverja fjölskyldu margar milljónir á meðan hún hefur ekkert kostað gríska fjölskyldu annað en sömu skattahækkanir og niðurskurð sem við munum ganga í gegnum.
Ókei, fyrirgefðu varðandi íslenska fjárlagahallann, fór á google áður en ég skrifaði seinasta komment og fann tölur frá OECD frá 2009 hér: http://www.telegraph.co.uk/finance/financetopics/financialcrisis/7269629/Britains-deficit-third-worst-in-the-world-table.html
En ég sé reyndar núna eftir frekari eftirgrennslan að hann hefur verið að lagast, sé ekki fastar tölur í þessum greinum sem ég hef lent á en að hann sé í greinunum að hann sé búinn að minnka og rengi það ekkert að hann sé 7% núna sem er auðvitað bara gott mál en þó hærra en Evrusvæðið.
Tek aðeins á verðtryggingunni í næsta kommenti.
Jón Gunnar Bjarkan, 18.11.2010 kl. 13:34
Eitt annað varðandi fjárlagahallann.
Bara til að vera heiðarlegur, þá var ég að sjá aðrar tölur um fjárlagahalla Íra sem eru öll ógnvænlegri, 32%.
http://www.irishtimes.com/newspaper/breaking/2010/1022/breaking19.html
En til að setja þetta í samhengi, þá er inn í þessum halla, innspýting sem Írska ríkið setti inn í bankana, kemur ESB eða evrunni í sjálfu sér ekkert við. Þetta er spurning um aðferðafræði. Til dæmis er tap Seðlabanka Íslands á því að láta bankana flakka með tapi á skuldabréfum ekki í fjárlagahallanum okkar og ekki heldur að ég held tryggingin ríkisiins á sjóðum bankana sem voru tómir. Veit ekki með aðra endurfjármögnun bankanna okkar, en ég efast um það, annars væri fjárlagahallinn hjá okkur töluvert hærri. En ég segi bara, eins gott fyrir Írska ríkið að þeir séu að veðja rétt með þessari innspýtingu að bankarnir haldi velli eftir allt saman, það þarf eitthvað mikið að ganga á miðað við hvað þeir hafa fengið mikla fyrirgreiðslu nú þegar.
Varðandi Verðtrygginguna. Reyndar tel ég að hún geri það að verkum að lánakjör neytenda séu betri en án hennar. Vandamálið er að sjálfsögðu verðbólgan sem hefur fylgt krónunni alveg síðan elstu menn muna.
Tökum dæmi og fjarlægjum verðtrygginguna.
Banki lánar til að fá ávöxtun. Nú skulum vð segja að þú labbir í bankann og vilt fá lán vegna íbúðakaupa. Við skulum segja að meðaltal verðbólga sé reiknuð út sem 8% ári, miðað við við efnhagsspár og fyrri reynslu. Bankinn stundar ekki góðgerðastarfsemi og vill fá 4% vexti. Svo vegna þeirra óvissu sem krónan býr við, verðbólga á til að taka mikil stökk upp á við og svo framvegis, þá reiknar bankinn 2% vexti í óvissuþátt og hann kemst upp með það vegna þess að fjármálastofnanir á Íslandi baktryggja sig alltaf á kostnað lántakanda.
Þú fengir því lánið á 14% vöxtum. Ekkert breyttist hérna nema það að prósentan á lánasamningum breyttist og lánið fylgir ekki lengur verðbólgu. Þannig að vandinn við háan lántökukostnað er að sjálfsögðu ekki verðtryggingin sem slík heldur króna og þau vandræði sem henni fylgja. Við getum aldrei búist við að bankar sætti sig við að lána án þess að fá sína ávöxtunarkröfu, og þá er bara verðbólgan eftir, annaðhvort áætla þeir hana eða festa hana við vísitölu, skiptir engu máli, það fer ofan á lánið engu að síður.
En ég vil engu að síður verðtrygginguna burt, einfaldlega vegna þess að þá sjá neytendur í hverjum mánuði, svart á hvítu á greiðsluseðlum sínum hvað það kostar að halda í krónuna.
Jón Gunnar Bjarkan, 18.11.2010 kl. 14:01
"evran hefur reyndar staðið kreppuna svo vel af sér að núna er atvinnuleysi í ESB minna en í Bandaríkjunum."
Það passar ekki, því skv. tölum frá því í haust er meðaltal atvinnuleysis 11% í ESB, sem er aðeins meir en í Bandar.
Atvinnuleysi hefur einungis minnkað í Þýskal. á 2. ársfjórðungi þessa árs, en staðið í stað eða hækkað annars staðar. Síðan á 3. ársfj. hefur orðið aukning á meðaltali upp í 11%.
Ísl. er með atvinnuleysi undir þessu meðaltali, nema þú sért að ásaka Vinnumálastofnun um lygar.
"Laun hafa ekkert lækkað í Grikklandi svo ég viti "
En þau verða að lækka þar, þ.e. eitthvað sem þú verður að muna.
Ef Grikkland á nokkru sinni að ná til baka samkeppnishæfni sinni, verða þau að lækka um 30 a.m.k. - sjá mynd að neðan.
Þetta er ekki síst þetta sem gerir erlenda markaði skeptíska á Grikkland, þ.s. viðskiptahallinn virðist ekki minnka sem heldur áfram að hlaða á Grikki skuldum. A.m.k. hafa Írar haft verðhjöðnun siðann 2008 og eru nærri því hálfnaðir á leiðinni með að ná raungengi niður, en AGS reiknar með verðhjðnun á Írl. í 2 ár til viðbótar.
Löndin í versta vandanum eru þau sem eru með hæsta raungengið og þau munu öll verða að fara í gegnum tímabil verðhjöðnunar.
Þ.e. einmitt stóri kostur krónunnar, að geta fellt hana. Gengisfellingin var ják væður atburður ekki neikvæður. Hún bjargaði miklu. Annars væru hlutir hér til mikilla muna verri.
Einar Björn Bjarnason, 18.11.2010 kl. 16:04
1. Já tölum frá því í haust, ég reyndar fletti bara upp atvinnuleysi á wikipedia, þar var þessi listi og féll hann vel til heimilda þar sem hann var bundinn við árstíðar, svolítið dúbíous að bera saman atvinnuleysi frá einum mánuði til annars þar sem atvinnuleysi fer jafnan vaxandi með haustinu. Þetta voru tölur frá því í mars og miðað við alltaf tölur frá mars frá fyrru árum.
2. Nú er ég ekkert að saka þig um lygar en heimildir fyrir 11% atvinnuleysi í ESB og að það sé meira en í Bandaríkjunum væri ágætt. Aðferð Bandaríkjanna við að reikna er nefnilega nokkuð umdeilanleg og að mér skilst nokkuð frábrugðin evrópu. Til dæmis í sumum tölum þá er enginn talinn atvinnulaus nema að hann sé án vinnu og hafi "actively looked for work" í fjórar vikur og mér skilst líka ekki þeir sem hafa verið atvinnulausir lengur en í 6 mánuði, þá eru ekki heldur fólk sem leitar að vinnu og er í atvinnuleit og svo framvegis taldir með. Þannig að það væri gott ef ég gæti fengið heimildi um sambærilegar viðmiðanir.
The BLS also calculates 5 alternate measures of unemployment, U1 through U6,[71] which have been charted over time[72][73]
3. Ég var ekkert að væna Vinnumálastofnun um eitt eða neitt, ég sagði fyrir nokkrum mánuðum hefði atvinnuleysi verið meira hér en í ESB. Vitna til dæmis hérna í atvinnuleysistölur frá Jan 2010 og þær eru frá vinnumálastofnun, þá var atvinnuleysi 9% http://www.vinnumalastofnun.is/frettir/nr/1630/
Ég reikna nú með að atvinnuleysi þá hafi verið minna í ESB þar sem í mars það var 9,6% og þó, það má vera að við höfum haft minna atvinnuleysi þá.
Verð að skjótast, tek á afgangnum innan 3 tíma. Sæll.
Jón Gunnar Bjarkan, 18.11.2010 kl. 16:25
Ég greinilega verð að draga það til baka. En, hafði þetta eftir frétt. En skv. ECB vefur sem ég skoða öðru hvoru - Statistical Data Warehouse: http://sdw.ecb.europa.eu/home.do?chart=t1.6
Stendur það í 10,1%.
Munurinn getur þó stafað af því, að þetta séu tölur fyrir árið í heild, en að 11% talan hafi verið árstíðaleiðrétt tala einungis fyrir 3. ársfjórðung. En, skv. öðrum upplýsingum er atvinnuleysi á uppleið á 3. ársfj.
Evrópulönd eru einnig með gallaðar tölur um atvinnuleysi, sbr. prógrömm sem ekki eru raunveruleg vinna en eru skilda fyrir þá sem eru á atvinnuleysisskrá en meðan þú tekur þátt, ertu tekinn af skánni. Sem dæmi þá endurreiknaði AGS tölur írskra stjv. um atvinnuleysi sem skv. írskum stjv. er 13,5% og telur AGS það vera 17%. Skýrsla AGS um Írl.: Ireland: 2010 Article IV Consultation—Staff Report
Skv. Statistical Data Warehouse er meðalskuld ESB 82,5%.
Stóri vandinn sem skapar hættu fyrir Evruna er samþætting vandamála, sem öll leggjast á eitt:
Í mörgum löndum ESB leggst allt þetta saman. En í mis miklum mæli.
En öll löndin þurftu að henda fjármagni í banka þegar bankakerfi álfunnar næstum því hrundi. Það atriði er stærsta ástæðan fyrir hinni gríðarlegu skuldaaukningu, sem átti sér stað hjá aðildarlöndum ESB. En þ.s. verra er, er að enn eru bankarnir veikir fyrir í mörgum löndum, mis veikir þó.
Síðan bætist við vegna þess að tekjur ríkjanna hafa lækkað vegna kreppunnar, er hallarekstur mis alvarlegur þó en þó skv. Statistical Data Warehouse að meðaltali um 5% og hefur því greinilega lækkað á þessu ári. En sum eru með alvarleg halla vandamál eins og sást að ofan. Öll ríkin með halla umtalsvert umfram 3% hafa tilkynnt um samdráttar aðgerðir fyrir næsta ár í sparnaðarskyni.
Í þeim tilvikum þ.s. laun og alm. verðlag er orðið verulega hærra en meðaltalið sbr. nokkur ríki. Þá þarf viðkomandi ríki að ganga í gegnum verðhjöðnun um e-h árabil, svo atvinnuvegir nái aftur samkeppnishæfni og einnig til þess að snúa halla á viðskiptareikningi landsins helst yfir í hagnað, svo skuldir hætti einnig að hækka vegna þess.
Svo, ofan í allt saman, þarf að henda peningum í eigin bankakerfi.
Vandinn er allur þessi samdráttur, þ.e. :
- Ef ofan í allt þetta þarf að fjármagna banka - sem alltaf kostar mikið, verður mikill vandi að ráða við málið.
- Þ.e. ákveðinn kostur í þessu samhengi, að geta fellt gengið svo atvinnuvegir nái fótfestu sem fyrst. Að geta prentað peninga, svo ríkið getið auðveldað sér endurfjármögnun banka. Að auki er hægt að beita því trixi sem er gamalt og oft hefur verið notað í sögunni, að búa til verðbólgu svo skuldir verðfalli hjá heimilum sem fyrirt. - en verðtrygging af því tagi sem tíðkast hér er ekki til staðar erlendis svo þetta er hægt að gera víðast hvar.
- En, vandamál með banka er ekki til staðar, þá er eitt og sér erfitt að gera samtímis: verðhjöðnun + niðurskurð + það að skuldir fyrirt. og alm. draga úr neyslugetu og fjárfestingum. Þá einnig framkallast mjög djúpur samdráttur. Sem ef skuldir eru umtalsverðar fyrir hjá ríkinu, getur reynst mjög erfitt fyrir þjóðfélagið.
Ég bendi á grein The Economist: Euro folliesÞ.s. hagfræðingar þeir sem ég les eru að segja, er að þegar þú ert bundinn innan gjaldmiðla samstarfs og getur hvorki beitt gengi né vöxtum til að auðvelda þér hagstjórn - sem ég líki við að stýra hagkerfi með aðra hendi bundna fyrir aftan bak, þá þarftu í reynd að vera enn passasamari en ella - ekki öfugt. En, áður gastu reddað þér með gengisfellingu og með peningaprentun. En, í dag eru stjórntækin þín einungis stýring á bindisskyldu - eiginfjárkröfu banka til að stýra magni útlána, sparnaður í rekstri ríkisins og huganl. eyðla þess.
Þá eru stjórntækin upp talin. Þetta finnst mér margir skauta framhjá. En, þ.e. ástæða fyrir því að talið hefur verið nauðsynlegt að setja upp aðlögunarferli að Evrunni. En þ.e. vegna þess að aðrir stýra vöxtunum og gengi, þá getur skapast umtalsverður vandi ef hagstjórn er slæm annars vega og hins vegar hagkerfið fera að fylgja öðrum hraða en Evr. meðalhagkerfið sem Evran miðast við.
Sem dæmi ef þitt hagkerfi er farið að ofhitna, en á sama tíma eru vextir lágir - en lágir vextir eru neysluhvetjandi - og gengið fer hækkandi - en gengishækkun er einnig neysluhvetjandi, þá verði hagstjórn við slíkar aðstæður mjög erfið, erfiðari en ella með færri stýritæki.
Eins og ég skil það, þá tel ég að hrunið hafi leitt til þess, að tilraunir ísl. til aðlögunar að hagkerfi Evrópu séu unnar fyrir gíg. En, á umliðnum áratug gefa sannarlega tölur til kynna að ísl. fylgi sömu sveiflu, en síðan datt gólfið undan því hagkerfi sem við vorum þá komin í, og ég tel að við séum aftur komin í gamla hagkerfið sem við vorum áður í.
Þ.e. sem sagt niðurst. mín, skv. persónulegu mati, að hrunið hafi fært okkur aftur að byrjunarreit, og Evra henti ekki núverandi hagkerfi ísl. þ.s. rúml. 90% gjaldeyristekna komi frá 3. atvinnuvegum þ.e. fiski og áli cirka 40% hvor grein, rest ferðamennska.
Það sé of sveiflukennt, mitt mat. Sveiflurnar séu líklegar til að vera aðrar. Síðan, innan Evru sé aðlögun að slíkum sveiflum of erfið og kostnaðarsöm. Kreppur verði sennilega lengri fyrir bragðið og erfiðari - en ég bendi á skjóta kostnaðaraðlögun Ísl. með stórri gengisfellingu sbr. að Írl. skv. AGS mun vera 4 ár að ná sambærilegri aðlögun með verðhjöðnun. Verðhjöðnun sé alltaf dýrari aðferð til aðlögunar.
Að auki, þá hvetur verðhjöðnun aðila til að halda að sér höndum, vegna þess að verð verða lægri á morgun. En, verðbólga skapar þveröfuga hvöt. Verðhjöðnun er því í eðli sínu bremsandi fyrir hagvöxt meðan hún varir.
Ég bendi á grein sem ég tel sönnun fyrir því að stórar gengisfellingar séu jákvæður en ekki neikvæður atburður:
Undirkafli í ársfjórðungsskýrslu "Bank of International Settlements".
Sjá hlekk: Quarterly Review - June 2010
"Ef þú hugsar um kostnaðinn sem íslenskar fjölskyldur hafa orðið fyrir í þessari kreppu og miðum við Grikkland."
Þ.e. algengur misskilningur að laun séu verjanleg, eða það sé slæmur hlutur að þau lækki við slíkar aðstæður. Ég bendi aftur á að laun á Grikkl. munu þurfa að lækka, ef Grikkland á að geta gengið upp.
Það var að mínu viti einmitt mikill kostur að laun lækkuðu með gengisfellingunni, en það framkallaði mjög nauðsynlegann viðsnúning fyrir hagkerfið eftir hrun bankanna, sem var sá að viðskiptahallinn hvarf. En þ.e. alger frumforsenda þess að geta stýrt ísl. úr skuldafeninu að það sé afgangur af utanríkisverslun.
Launin urðu að fara niður! Það kom ekki gjaldmiðlinum per se við, en ef við hefðum haldið áfram með sama viðskiptahalla og áður, væri landið þegar orðið gersamlega gjaldþrota.
En viðskiptahalli eftir allt saman kosta raunverulega peninga, en þá er hagkerfið - þjóðin, að lifa um efni fram. Vegna hækkunar skulda landsins á sama tíma og tekjur þess minnkuðu, var þetta gersamlega óumflýjanlegt.
Var einmitt björgun krónunnar fyrir landið, fólginn í því að hægt var að framkalla þann viðsnúning með svo skjótum hætti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.11.2010 kl. 00:43
Sko - ég skrifa um það í þessu bloggi, hvernig ég vil lækka vexti hérna:
Lífeyrissjóðir halda uppi vöxtum í þjóðfélaginu!
Ég hef þetta eftir ísl. hagfræðingi - þennan rökstuðning.
Ég tel verðtrygginguna óþarfa. Vandi við umræðuna hérlendis um verðbólgu er sú, að menn eru ekki að greina þetta rétt.
Punkturinn er sá að hérna eru periódíska 2 tegundir verðbólga í gegnum söguna. Og þær eru ekki jafn alvarlegar.
Sú bólga sem á sér stað þegar gengið fellur, er ekki alvarleg eins og hin sú sem sköpuð er vegna kostnaðarhækkana af völdum þenslu.
Ást. er sú eins og skýrt er að koma fram, að ef eina ást. var gengisfall þá er ekki til staðar neitt annað til að viðhalda henni, og því hverfur hún alveg sjálfkrafa þegar verðhækkana hrinunni líkur.
Hin bólgan, þ.e. vegna þenslu mun fylgja okkur áfram burtséð frá gjaldmiðlinum.
Ég tel að með því að lækka vexti í þjóðfélaginu þá muni minnka til mikilla muna líkur á svokölluðu hruni. Og þess vegna, verði verðtrygging einnig óþörf.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.11.2010 kl. 00:51
Klukkan er orðinn alltof margt til að taka á þessu öllu saman.
Tek á þessu öllu saman á morgun.
Jón Gunnar Bjarkan, 19.11.2010 kl. 03:49
Þar sem frá var horfið:
Þú segir varðandi laun í Grikklandi verði að lækka:
"Ef Grikkland á nokkru sinni að ná til baka samkeppnishæfni sinni, verða þau að lækka um 30 a.m.k. - sjá mynd að neðan."
Þessa mynd, varðandi labour cost hef ég nokkuð oft séð hérna á moggablogginu. Afhverju segirðu þú að þessi mynd sýni að laun Grikkja verði að lækka um 30%? Vegna þess að labour cost í Grikklandi hefur risið 25%-30% meira heldur en í Þýskalandi?
Hér er verið að líta framhjá mjög mikilvægri staðreynd, MIKLU hærri hagvexti og lífskjarabata í Grikklandi en í Þýskalandi. Grikkland og Spánn sem eru efst á þessum lista hafa verið að vaxa ofboðslega hratt frá árinu 2000 þangað til kreppan skall á, og því er það fullkomlega eðlilegt að launakostnaður vex þar mest, það eina sem er undarlegt við þessa mynd er hvað Þýskaland er að vaxa lítið í launakostnaði(miðað við að 1/4 þjóðverja voru frelsaðir frá kommúnsima fyrir aðeins 20 árum síðan og því lífskjör í austur Þýskalandi að batna mjög mikið) og hvað Írar eru að auka mikið við sig í launakostnaði, allt annað er fullkomlega eðlilegt í þessu grafi. Miðað við hvað Grikkir og Spánverjar hafa fengið mikla lífskjarabætur síðan 2000 þá mætti eiginlega frekar segja að Evran sé of LÁGT metinn fyrir þessi lönd, ekki of há eins og sumir spekingarnir halda fram. Síðan má reyndar halda því fram að Evran sé of hátt skrifuð fyrir Ítali.
En með þessu orðalagi er ég reyndar að feta sömu spor og þeirra sem vilja meina að Evran sé einhverskonar fyrirbæri sem þjóni aðeins Þjóðverjum, það er auðvitað ekki reyndin, því þegar menn tala um að Evran sé of lágt metinn hérna og of mikinn metinn hérna, þá skulum við auðvitað átta okkur á því að Evran er metin á alveg nákvæmlega sama gengi og það gengi sem þjóðir ákváðu í samræmi við ECB að ganga í Evruna. Maður heyrir hvern spekinginn á fætur öðrum tala um að núna sé gengið á evruna of hátt fyrir þennan og hinn en á morgun sé það alveg öfugt og að þjóðverjar séu að halda genginu of háu gegn hagsmunum Suður Evrópu, þetta er menn sem vita ekki neitt hvað þeir eru að tala um. Gengið er alltaf jafn hátt eða lágt fyrir hverja þjóð fyrir sig, það er aðeins spurning um á hvaða gengi þau fóru inn í evruna og það er ákvörðun sem þeir tóku og Þjóðverjar höfðu nákvæmlega ekkert um það að segja. Ef gengi evrunnar vs dollara myndi lækka um 20% á næsta ári, þá færu menn að tala út í loftið um að nú sé gengi orðið rétt hjá suður Evrópu en ekki hjá norður evrópu, en skilja greinilega ekki að gengið lækkaði hjá bæði norður og suður Evrópu um jafn mikið og því alltaf jafnrétt hjá bæðum svæðum EF VIÐ GERUM RÁÐ FYRIR ÞVÍ BÆÐI SVÆÐIN GENGU Í EVRUNA Á SANNJÖRNU GENGI.
Til dæmis gætu íslendingar kannski gengið í Evruna mið við 150 krónur gegn evru, eða 120 krónur gagnvart evru. Auðvitað gætum við líka barist hart fyrir því að fá okkur inn í Evruna á 180 krónur miðað við evru, og fest okkur þannig við einhverskonar láglaunalönd, mjög gott fyrir útflutningsfyrirtæki, eitthvað sem þú aðhyllist greinilega(lágt gengi) en mjög slæmt fyrir neytendur. Við gætum líka reynt að semja okkur inn á evruna miðað við 80 krónur á evruna, ECB myndi leika sér að hífa gengið okkar upp í það og verja það gengi en þetta er bara spurning um að finna þarna milliveg sem er raunverulegt jafnvægisgengi til lengdar.
5. Varðandi viðskiptahalla Grikkja, ég veit svo sem ekki ástæðuna fyrir þessum halla, hann er nokkuð stór, svo mikið er víst. Helsta ástæðan fyrir honum sem mér dettur í hug án þess að ég geti fært heimildir fyrir því er að Grikkir eru með öflugast skiptaflota í heiminum og margir frægir skipakóngar koma þaðan, kannski þeirra frægasti er Onassis. Ef til vill má vera að þar sem mikið af skipum er skráð í Grikklandi, að þá fari þessi "skipakostnaður", það er að segja þegar skipin eru flutt inn í Gríska landhelgi, inn í innflutningskostnað en að útflutningstekjurnar skili sér ekki að fullu til baka nema eftir 20 ár fyrir hvert skip og því komi þetta út sem vöruskiptahalli. Svolítið eins og þegar það var bullandi vöruskiptahalli bara útaf kárahnjúkavirkun einni saman enda þótt þar væri um að ræða fjárfestingu sem myndi yfir tíma skila sér í meiri útflutningstekjum, sem er auðvitað allt annað en vöruskiptajöfnuður bandaríkjanna sem stafar nánast eingöngu af ofneyslu og hefur ekkert með uppbyggingu eða uppbyggingu á infrastructure að gera. En bara til að skjóta inn í þetta, ef fjárfestar hafa einhverjar áhyggjur af viðskiptajöfnuði, þá ber þeim auðvitað frekar að hafa minni trú á dollaranum heldur en evrunni þar sem Evruríkin hafa miklu betri viðskiptajöfnuð en USA.
6. Mótmæli aftur gagnvart því að við höfum grætt á gengisfellingunni.
Þú segir:
"Þ.e. einmitt stóri kostur krónunnar, að geta fellt hana. Gengisfellingin var ják væður atburður ekki neikvæður. Hún bjargaði miklu. Annars væru hlutir hér til mikilla muna verri."
Gleymum því að gengisfellingin jafnast á við að Grikkir mundu lækka öll laun um 50% og hversu slæm áhrif það hefði á neytendur. MEIRA SEGJA SAMTÖK ATVINNULÍFSINS ERU BYRJUÐ AÐ HAMRA Á ÞVÍ AÐ GENGIÐ ÞURFI AÐ HÆKKA. Þannig að ekki hefur þetta bara slæm áhrif á neytendur og heimili og skuldir Fyrirtækja, Sveitarfélaga og Ríkisins, heldur eru samtök atvinnulífsins byrjuð að tala um að þetta verði einfaldlega að hækka. Það er ekki hægt að lækka endalaust laun hjá launafólki og halda það að fyrirtæki græði endalaust, fólk flytur bara einfaldlega úr landi og þá er ekkert starfsfólk, plús það að vinnutæki og tól fyrirtækja hækkar í verði, skuldir hækka og svo framvegis.
Mig langar aðeins til að taka á gengisfellingunni og útskýra afhverju hún er algjörlega ofmetinn sem góður hlutur fyrir bæði þjóðina og fyrirtækin. Geri það í næsta kommenti.
Jón Gunnar Bjarkan, 19.11.2010 kl. 20:00
Varðandi Gengisfellingu.
Nú má halda því fram að gengisfelling sé góð fyrir stórar þjóðir eins og Bandaríkin, þýskaland eða Kína. En þetta á engann veginn við þjóð eins og Ísland. Og hvers vegna segi ég það:
Nú skulum við taka dæmi. Neytendur verða alltaf neytendur, hvort sem gengið fellur eða ekki. Íslendingar fara ekki að lifa á lambi og lopa bara af því að gengið fellur.
Nú skulum við taka dæmi um Þjóðverja og Íslending, Evran fellur og Krónan fellur. Þjóðverjinn fer þá meira og meira að flytja sig yfir í "innlendar vörur". Þetta þýðir að í staðinn fyrir að kaupa Bandarískan flutningabíl, japanskan síma, Rússneska herþotu og svo framvegis, þá fer hann að kaupa Volkswagen, Siemens síma eða Eurofighter herþotu. Nú, þar sem hann er´i evrunnui, þá gæti hann þess vegna keypt Renault, Nokia og Jas Gripen. Þetta er auðvitað mjög einfalt dæmi. En íslendingar framleiða engar kaffikönnur, ostaskera, eldhúsinnréttingar, flugvélar, bíla, sígarettur eða hvað það er nú. Þessi sami íslendingur er nauðbeygður til að kaupa þessar vörur á hærra verði, í staðinn fyrir að snúa sér yfir í innlenda ódýarari framleiðslu sem skapar vinnu fyrir íslendinga.
ÞAR AÐ AUKI., þa er í smáþjóðum eins og íslandi lítil samkeppni, þannig að meira segja innlendu vörurnar fylgja ekki verðþróun. Til dæmis man ég eftir því þegar rannsókn kom út um að íslenskar landbúnaðarafurðir hefðu hækkað MEIRA heldur en innfluttar einfaldlega vegna lítillar samkeppni, hærri skulda fyrirtækja(til dæmis bænda) og hærra verðs á innfluttum vörum(traktor, spenamaskínur og fleira).
En hver er þá aðalútflutningsverðmæti íslendinga. Fiskurinn. Nú hækkar reyndar verðið á fiskinum, en útgerðirnar eru þegar ofurskludsettar í erlendum gjaldeyri. Þannig að launakostnaðurinn hjá fyrirtækijum lækka miðað við tekjur, en allar skuldir aukast. En fiskurinn er takmörkuð auðlind, þeir geta ekki einfaldlega lækkað verð til að verða samkeppnishæfari og farið að framleiða miklu meira eins og til dæmis Volkswagen. þannig skapar þessu gengislækkun enginn ný störf í sjávarútvegi þar sem veiðin er auðvitað sú sama. Þeir geta veitt það sama, fá reyndar hærra verð fyrir vöruna, en skulda líka helmingi meira. Sama með álið. Álverið hefur ákveðna framleiðslugetu á ári, og því skiptir engu máli hvort gengið lækkar eða hækkar, það er ekkert hægt að auka störfum í álverunum, því þá þarf að byggja nýja virkjun, og ef það er gert, þá gæti þess vegna krónan verið kominn í einn á móti 60 dollara aftur. Sveiflurnar eru einfaldlega svo miklar að fyrirtæki vita ekki hvort þau eiga að sitja eða standa. Erlend álfyrirtæki hirða þannig hagnaðinn af þessar gengisfellingu en það skapar enginn ný störf með þeim margfeldisáhrifum sem það hefur í för með sér. Sama með ferðaþjónustu, það er ekki hægt að auka ferðamenn um 100% á einu ári bara vegna þess að gengið lækkaði, því hvar eiga þessir ferðamenn að gista? Við gætum svo sem tekið helling af lánum og byggt fullt af hótelum, en þá gæti krónan vegna þenslu verið farin á uppferð aftur og þá er orðið offramboð á hótelum sem myndi læka verðið á þessum hótelgistingu jafnvel þótt þau fóru í uppbygginguna með því markmið að auka tekjurnar.
Bottomline is, Flest fyrirtæki í útflutningsstarfsemi á íslandi eru skuldsett í erlendum gjaldeyri og langstærstur af þessum iðnaði(fiskur, ál og ferðamannaiðnaður) hefur aðeins takmarkaða útþenslu hvað varðar tekur. Þar af leiðandi hefur fallandi gengi nánast enga búbót fyrir þessi fyrirtæki(allavega þau skuldsettustu þar sem greiðslur af erlendum lánum verður þeim ofviða vegna fallandi gengis). Jafnvel þó sum af þessum fyrirtækjum græði aðeins meira, þá er það varla að skapa nein störf þar sem afurðin sem þeir eru að selja er takmörkuð og vegna gjaldeyrishaftana, þá er mjög um það að gjaldeyrirstekjurnar eru ekki að skila sér aftur til landsins, með öðrum orðum, fyrirtækin hafa ekki trú á markaðnum.
Það væri annað ef stærstu þjóðartekjur íslendinga væru eins og í þýskalandi, iðnaðarframleiðsla frá a til ö. Þar sem ef gengið myndi minnka, nú þá myndi Siemens, Volkswagen, MAN, EADS og fleiri fyrirtæki geta lækkað verð og aukið framleiðslu um allan helming.
Fyrirtækin sem eru undanskilin þessum rökum sem ég var að telja að ofan, eru fyrirtæki eins og CCP, Marel, Össur. Þetta eru gullnámur íslendinga. Gengið lækkar, þessi fyrirtæki geta lækkað verð en aukið við störf og farið að framleiða meira. En MEIRA SEGJA ÞESSI FYRIRTÆKI eru algjörlega andstæð krónunni þar sem hún fer með ársreikninga þessara fyrirtækja í algjörar rússíbanaferðir og algjörlega ómögulegt fyrir þau að gera áætlanir í framtíðina.
Þannig að gengisfelling sem við gengum í gegnum er slæm fyrir landið í HEILD sinni. Það er alveg hægt að fara í einhver cherry picking leiðangur, fara til Rúmeníu og taka þjóðarframleiðsluna þar, samdrátt í Eistlandi, fjármagnshalla í 'irlandi, atvinnuleysi í Póllandi og komast að þeirri niðurstöðu að við stöndum okkur ágætlega miðað við þessar þjóðir.
En staðreyndin er sú að við erum að ganga í gengum ALLT Í SENN:
1. Mörg hundruð prósenta atvinnuleysi.
2. Margra tuga prósenta hækkun á ríkisskuldum.
3. Margra tuga prósenta lækkun á kaupmætti.
4. Fimmfalda stýrivexti en á evrusvæðinu.
5. Gríðarlegan samdrátt á þjóðarframleiðslu.
6. Algjörlegan flótta alþjóðlegra fjárfesta(ekki verið minni erlend fjárfesting hér í marga áratugi).
7. Mikinn landflótta of menntuðu fólki(kemur í hausinn á okkur seinna).
8. Alveg ótrúlega aukningu á skuldabyrði heimila(merkilega reyndar í sögu sögu vesturlandaþjóða).
9. Mjög mikinn fjárlagahalla.
10. Mikla stjórmálakreppu.
Það er hægt að tína einn til 5 hluti úr þessum lista frá verst stöddu þjóðum ESB, en það má vera öllum ljóst að við erum að taka langtum verri skell en allar aðrar þjóðir, svo við tölum nú ekki um þjóðir eins og Norðurlöndin, Holland og Belgíu.
Jón Gunnar Bjarkan, 19.11.2010 kl. 20:53
Meinta auðvitað hérna:
1. Mörg hundruð prósenta AUKIÐ atvinnuleysi.
Augljóslega getum við ekki verið með mörg hundruð prósenta atvinnuleysi.
Jón Gunnar Bjarkan, 19.11.2010 kl. 21:19
Ég tek svo á kommentinu sem þú skrifaðir : 19.11.2010 kl. 00:43 á morgun eða hinn. Ég er farinn aftur í forritunina í bili, endurtek aftur, mjög gaman að ræða við þig og óskandi að esb andstæðingar væru eins og þú, fólk sem færir rök fyrir máli sínu og stendur við skoðanir sínar, ekki bara úthrópanir og rugl.
Jón Gunnar Bjarkan, 19.11.2010 kl. 21:54
Ég er sá sem ítrekað hef notað þá tilteknu mynd, - fékk hana frá Stratfor, sem ég er í samskiptum við.
Nei, ég lít ekkert framhjá því. Einmitt hann er grunnvandamálið, þ.s. hann byggðist ekki á raunverulegri aukningu framleiðsluverðmæta, heldur í reynd eyðslu þjóðarbús grikkja um efni fram.
Hagvöxturinn, var falskur vöxtur á engum grundvelli öðrum en "consumption boom".
Grikkland hefur ekki efni á hærri launum en í Þýskal - punktur. Í reynd verða þau að vera lægri þ.s. framl. grikkja er minna verðmæt og að auki þeirra verkamenn með minni framleiðni.
Ef launum er samt hleypt upp fyrir Þýskal. - er það örugg leið til vandræða.
Ef þú starfar innan sama gjaldmiðils og Þýskal. þá ertu í þáðbeinni samkeppni við þýska verkamenn. Þ.e. punktur sem ég hef margbent fólki á - og sumir virðast ekki vilja skilja hvað það þíðir.
En það þíðir akkúrat það, að þú getur ekki boðið hærri laun en Þjóðverjar bjóða eigin verkamönnum, nema að framleiðslan sé verðmætari eða framleiðni meiri, eða hvort tveggja. Þetta tókst t.d. Finnum.
En ef hvorugt á við, þ.e. framleiðni er í reynd lakari og framleiðsla þín í reynd minna virði - þá leiða launahækkanir einfaldlega til þess að samkeppnisforskot útflutnings glatast, útfl. dregst saman þ.s. samdráttur verður í þeim greinum.
Þetta líkist í reynd ísl. hagsveiflu - því þær enda alltaf á þann veg. En, þegar laun fara yfir þ.s. framleiðslan getur borgað, þá gengur boomið um nokkurn tíma á hreinni neyslu, þ.s. hagkerfið um tíma verður pýramídakerfi eins og var um það gríska, en þá gengur það á tíma á víxlverkun hækkandi launa sem eykur neyslu, sem eykur eftirspurn eftir innfluttum vörum, innflutningsfyrirtæki blómstra - græða og borga sí hærri laun, störfum fjölgar þar og hagkerfið um tíma þrífst á þessu, tekjur ríkisins eru góðar - þ.s. innflutningur kosta e-h aukast skuldir almennings jafnhliða boominu.
Þ.s. gerðist í Evrópu, var einmitt svona boom - þ.s. bjó það til voru mjög lágir vextir vs. hækkandi gengi. En, lágu vextirnir gerðu lán mjög hagstæða leið til að auka neyslu þ.s. það virtust kosa lítið að auka skuldir til að geta eignast meira. Samtímis keyrði þetta upp þennan sýndar hagvöxt - sem dreifðist um allt hagkerfi Evrunnar. Sýndar hagvöxturinn jók eftirspurn eftir Evrum, sem þá hækkuðu í verði og sú hækkun enn jók eftirspurn.
Þetta var ekkert kraftaverk - heldur dæmigert consumption boom.
Þetta er þ.s. Evrópa sytur með sárt ennið yfir, en ofneysla - mismikil eftir löndum - orsakaði alls staðar eða nánast alls staðar, skuldsetningu almennings í mismiklum mæli þó.
Almenningur lifði um efni fram - safnaði skuldum, notaði það til að kaupa skemmtilega hluti, - meðan á þessu gekk mældist þetta sem hagvöxtur sbr. sýndarvöxtur.
Þetta sést á því að meirihluti landanna, var með viðskiptahalla á þessum árum - ekki öll. En meirihluti.
Þ.e. einmitt málið, að myndin sem sýnir launahækkanirnar sýnir einnig sýndarhagkerfið - hagvöxtin sem ekkert stóð á bakvið annað en aukning skulda í þjóðfélögunum. Ísl., Írl. og Grikkl, voru bara íktari dæmi.
Allt sýndarvöxtur - bóla og síðan kreppa. Hagkerfi sem voru ekki sjálfbær.
Sko, gengið er of hátt fyrir sum lönd - en fyrir Þýskal. er það of hátt.
Þú getur mælt þetta á viðskiptajöfnuði landanna. Þau sem hafa halla þ.e. gengið of hátt. Þau sem hafa afgang, þ.e. það of lágt.
Ef Þýskal. væri með markið sitt, væri gengi þess mun hærri en gengi Evrunnar í dag.
Ekkert land hefur grætt meir á Evrunni en þýskal. Mörg hinna landanna, voru svo heims, að skapa þær aðstæður að laun hjá sér gerðu framl. þeirra landa ósamkeppnifæra. Samtímis því hækkuðu laun nánast ekkert í Þýskal. sbr. mynd.
Afleiðing, þýskar vörur með gæðastimpil fengu einnig á sig þann stimpil að vera á viðráðanlegu verði - og útfl. þýskal. til hinna landanna óx á umliðnum áratug svo mikið, að cirka 40% af öllum útfl. þýskal. fór þangað.
Í reynd ath, með eigin skuldsetningu, borguðu löndin fyrir uppihald þýskra verkamanna, með því að kaupa þýska framl. - þær skuldir eru mjög oft v. þýska banka - irony of ironies.
Hegðun hinna landanna, var frámunal. heimsk. Því miður sýnist mér, að margir vinstrimenn hérlendis, séu ekki enn að skynja þau gríðal. grunn hagkerfis mistök sem löndin á Evrusvæðinu gerðust sek um, fyrir utan Þýskal. og örfá önnur.
Þetta er alveg beside the point. Upphafs skilyrðin eru málinu alveg óviðkomandi. Þetta sést á myndinni af launaþróun. Þ.s. gerðist var að í reynd lækkuðu þjóðv. gengið hjá sér með því að halda launaþróun undir meðaltalinu. Það var in effect gengisfelling. Þ.s. þjóðv. græddu var allur sá útfl. sem hin löndin borguðu fyrir með eigin skuldsetningu.
Í dag eiga þjóðv. hátt hlutfall þeirra skulda. Það þíðir að raunveruleg völd þjóðv. hafa aukist mikið, þ.s. ef ég á þínar skuldir og þú ert í vandræðum - þá ræð ég yfir þér.
Þetta er ást. fyrir því hve mikill völlur hefur verið á Þýskal. þetta ár. Með hegðun sinni, hafa löndin sem skulda þjóðv. mest í reynd framselt umtalsvert sitt fullveldi til þýskal.
Þ.s. þjóðirnar sem spiluðu rassinn úr buxunum með eigin heimsku þurfa að gera, til að losna undan þessu taki, er að snúa þróuninni við - lækka laun þar til framl. er aftur orðin samkeppnisfær v. þýskal. og þ.s. meira er þ.s. þau þurfa að vinna tapaða markaði á ný, þurfa þau að undercutta þ.e. lækka sig niður fyrir.
Vandinn er hve margir hérlendis hafa alvarlegar ranghugmyndir um, hvernig þ.e. að starfa innan Evrunnar.
Evrusvæðið er harður heimur einmitt vegna þess, að þá ertu í þráðbeinni samkeppni við þýska verkamanninn, innan sama gjaldmiðils.
Til að þetta geti gengið upp, þarf algerlega að benchmarka þýskal. - þ.e. laun þurfa að taka mið af því sem gerist og gegnur í þýskal. Ef framleiðni er lægri og/eða framl. verminni, þurfa þau að vera lægri.
Þ.s. verra er, þ.s. Þjóðverjar eru ekki að bera sig við önnur Evrópulönd, heldur lönd Asíu sem þeirra framl. keppir við. Þá ætla þeir ekki að hætta við sína láglauna stefnu - svo innan Evrunnar ertu þá að binda þig inn á þetta þýska mótív eins lengi og þjóðv. viðhalda því.
Einungis með því að koma fram með verðmætari og eftirsóttari framl.- og/eða ná fram meiri framleiðni, kemstu framhá þessum myllustein. Finnum tókst það.
En, ég sé ekki Ísland ná þessu. Þetta er tegund af aga, sem ég sé ekki ísl. vera fært um. Niðurst. Evran afskrifuð.
Einmitt það var einmitt lækkun af því tagi sem var nauðsynleg.
Að lækka laun með gengisfellingu er fljótlegasta leiðin til þess að lækka laun. Þegar kreppa skellur á, þegar hagkerfið fellur fram af - þá verða laun að lækka.
En, laun lifa ekki í einhverju óráðu limbói óháð tekjum atvinnuvega, heldur eru það tekjur atvinnuvega sem borga fyrir þau.
Ef tekjur atvinnuveganna lækka, þá verða laun að lækka um svipað hlutfall.
Þetta er ekki samsæri gegn almenningi heldur einföld staðreynd.
Það væri slæm hugmynd að láta gengið hækka frekar. Þvert á móti vildi ég helst, að það lækkaði um 20-30% til viðbótar.
En, vandinn sem þú mátt ekki leiða hjá þér, - er vandinn við það að viðhalda afgangi af viðskiptum við útlönd.
Orð þín að ofan, virðast gefa til kinna, að þú skiljir ekki samhengið milli launa og viðskipta halla.
En, þ.e. einfalt - ef tekjur almennings verða hærri en hagkerfið stendur undir, þá er til staðar viðskipta halli. Sambandið er ekki flóknara en þetta.
Afgangur gefur til kinna, að tekjur séu lægri en þær en þjóðfélagið hefur efni á.
Ef inn/útfl. er í járnum, þá er hagkerfið að bjóða upp á eins há lífskjör og atvinnuvegir standa undir - þ.e. með sjálfbærum hætti.
Laun urðu að lækka - mikið og það hratt, vegna þess að þegar hagkerfið féll af brúninni, þá lækkuðu tekjur þess og það mikið.
Fyrir hrun var viðskipta hallin mjög mikill, sem benti til þess að almenningur væri að lifa um efni fram. En, skuldasöfnun alm. bar mikinn keym af þessu, þ.e. neyslulán fyrir innfluttu dóti.
Einfaldasta leiðin til að lagfæra þetta, gera tekur aftur sjálfbærar er að lækka þær með gengisfellingu. Þetta var sá stóri greiði sem gengisfellingin gerði fyrir okkur.
Síðan bætist við, að Ísl. skuldar nú allt í einu miklar upphæðir. Það skapar annan vanda, en hann er sá að ef Ísl. á ekki að verða gjaldþrota þarf að viðhalda hér samfelldum afgangi af viðskiptum, og það stórum, í a.m.k. áratug.
Það þíðir, að alm. laun verða að vera nægilega lág yfir það tímabil, svo að afgangur haldist nægilega hár meðan Ísl. er að greiða niður skuldir sínar.
Annars, verður Ísl. greiðsluþrota - þ.e. ekki ef spurning.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.11.2010 kl. 23:43
"Varðandi Gengisfellingu."
Þú verður kannski móðgaður. En þetta var steypa frá byrjun til enda.
Gengisfellingin var ekki til þess að skapa störf.
Hún var til þess að snúa viðskipta halla í afgang.
Það var megin bónusinn. En, einnig varði hún störf með því að lækka kostnað yfirskuldsettra fyrirtækja, svo þau þurftu að segja upp færri starfsmönnum.
--------------
Þú getur ímyndað þér, að þú sért sjálfur allt hagkerfið.
Segjum, að þú ákveðir að eyða minna en þú aflar þér, þannig að þú átt afgang af tekjum við hver mánaðarmót - þá er það sama og hagkerfi hafi afgang af viðskiptum við útlönd.
Ef þú eyðir meira en þú aflar þér, þannig að þú safnar skuldum við hver mánaðarmót, þá er það sama og að hagkerfið hafi viðskipta halla.
Það er að vísu eitt, sem skekkir myndina sem ég tók ekki fram að ofan, en þ.e. möguleiki á erlendum fjárfestingum. En, þær eru innkoma einnig.
Svo lengi sem einhver slík innkoma er til staðar, er nokkur viðskiptahalli án skuldasöfnunar mögulegur.
--------------
En, eyðsla hagkerfis umfram innkomu, þíðir að það safnar skuldum. Söfnun skulda er ekki sjálfbær til lengri tíma litið. Á endanum verður hrun, kreppa og síðan gjaldþrot - ef ekki er snúið af leið skuldasöfnunar.
Það var einmitt stóri greiðinn sem gengisfellingin framkallaði, þ.e. viðsnúning frá stöðugri skuldasöfnun í gegnum viðskiptahalla.
En, vonandi hefur ekki farið framhjá þér, að skuldasöfnun ísl. í gegnum umliðinn áratug, hefur verið alvarleg. Nú, er komið að skuldadögum.
Við þurfum að borga þetta til baka, á sama tíma misstum við verulegann hluta okkar sameiginlegu innkomu með falli bankakerfisins.
Þetta þíðir að stórfelld lífskjara skerðing var óumflýjanleg - og lífskjör verða skert svo lengi sem við erum að borga niður þær skuldir.
10 - 15 - 20 ár. Eitthvað í kringum þetta.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.11.2010 kl. 00:07
Ókei, vá.
Ég verð að taka á öllum þessum puntkum þínum. Það er um nokkurn alvarlegan miisskilning að ræða hérna.
1. Þú talar um: "rikkland hefur ekki efni á hærri launum en í Þýskal - punktur." og svo "Ef launum er samt hleypt upp fyrir Þýskal. - er það örugg leið til vandræða."
Þetta er auðvitað mikill misskilningur enda ertu að lesa grafið algjörlega skakkt. Þetta graf sýnir auðvitað ekki að laun grikkja séu orðin meiri en þjóðverja. Þetta þýðir einfaldlega að laun hafi HÆKKAÐ meira í Grikkland heldur en í Þýskalandi. Laun voru auðvitað miklu lægri í Grikklandi á startpunkti þessa grafs, þeir núllsetja grafið hinsvegar við 100 til þess að sýna BREYTINGUNA, ekki RAUNVERULEGAN launakostnað, sumsé, breytingu á launkostnaði. OG AÐ SJÁLFSÖGÐU er það fullkomlega eðlilegt að Grikkir og Spánverjar fari langt fyrir ofan þjóðverja í þessu grafi þar sem hagvöxtur(sem þú kallar fals hagvöxt sem á reyndar meira við Ísland og USA heldur en ESB ríkin, allt í senn Norður, Suður og Austur ESB ríki, jafnt evru ríki og ekki evru ríki), það sem er mjög undrandi við þetta graf er að skalinn hjá Grikkjum og Spánverjum ÆTTI AÐ VERA ekki miklu HÆRRI en ekki lægri eins og þú ert að gefa í skyn.
Eftir 50 ár þá munu laun Grikkja eflaust vera sömu og þjóðverja. Þá mun graf eins og þú ert að sýna gríðarlega hækkun á "labour cost" Grikkja miðað við þjóðverja, en það þýðir ekki að Grikkir hafi verið að lifa efni fram eða það að það sé einhverskonar falshækkun, hvað þá að Evran sé orðin of hátt skrifuð fyrir Grikki. Öll lönd sem eru minna þróaðari en Vesturlönd eru að vaxa hraðar, þar af leiðandi hækka launin, það er ALGER MISSKILNINGUR að halda að hér sé um að ræða fals hagvöxt, ef eitthvað er, þá er hagvöxturinn falsaður í Vesturlöndum, alveg sérstaklega í góðærinu hjá Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem hver fjölskylda var að kaupa tvö bíla, svakalegar flottar eldhúsinnréttingar, miklu meira fall eftir fasteignabólu miðað við evruríkin og svo framvegis.
Ég mun reyndar taka á öllum þessum punktum þínum sem þú taldir upp, en ég tel reyndar að þú skrifir þá fyrst og fremst út af misskilningi á grafinu sem þú sýndir, það er að segja að þú helst að launakostnaður í Grikklandi sé nú hærri en í Þýskalandi sem er auðvitað fjarri sanni.
En áður en ég geri það(mun gera það á morgun) þá ætla ég að útskýra afhverju ég tel að þjóðir í Norður Evrópu eru lang ríkustu þjóðir í heiminum og tveim áratugum á undan Bandaríkjunum í efnahagi og lífsskilyrðum, einmitt með því að fjalla um þennan fals hagvöxt og þjóðarframleiðslu sem þú nefnir sem að mér finnst mjög skakkt að tala um í sambandi við Grikkland.
Danska fjölskyldan kaupir 2 reiðhjól og notar almenningssamgöngur. Bandaríska fjölskyldan kaupir Dodge Ram pallbíl. Það hefur kostnað eins og viðhald og bensínkostnað í för með sér(gleymum heilbrigðiskostnaði vegna offitu). Þetta hefur nákvæmlega sama verðmætaaukningu í för með sér, koma fólkinu frá og til vinnu. Nema það að þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna rísur miklu meira við þessa þennan ferðamáta, kaup á bifeiðinni, senda hann í viðgerð, fylla tankinn og svo framvegis.
Þess má geta, alveg eins og á íslandi, þá rekur venjuleg bandarísk fjölskylda tvo bíla sem eru töluvert eyðslufrekari og dýrari í kaupverði en sá eini sem þessi venjulega danska fjölskylda kaupir.
Bandarísku hjónin vinna 50 tíma á viku á meðan sú danska vinnur 36 tíma, en dönsku hjónin koma nákvæmlega sama í verk á þessum 36 klukkutímum eins og þjóðarframleiðslan segir til um(en þó að mínu mati eru dönsku hjónin að koma meiru í verk þar sem þjóðarframleiðsla bandaríkjanna er eins og áður sagði froða og því endurspeglar ekki í raun verðmæti í sama magni og danska þjóðarframleiðslan). Þegar heim úr vinnu er komið er bandaríska fjölskyldan, búinn að vinna miklu meira og því þreyttari og því líklegri til að fá til dæmis garðyrkjumann(eða unglinga) til að slá grasið fyrir sig, bóna bílinn, mála húsið og svo framvegis eins og er mjög algengt í bandaríkjunum, þetta gerir danska fjölskyldan jafnan sjálf. Hefur sömu verðmætaaukninguna, nema að þegar bandaríska fjölskyldan borgar öðrum til að gera það, þá hækkar það þjóðarframleiðsluna.
Bandaríska fjölskyldan býr í stærra húsi, með loftkælingu á sumrin og þarf meiri orku til að hita upp á veturna, stærri eldhúsinnréttingu, stærra sjónvarp og svo framvegis, allt fer þetta í að hækka þjóðarframleiðsluna, bæði með innkaupum og rekstri.
Heilbrigðiskostnaður bandarísku fjölskyldunnar er töluvert hærri en það kostar að heilbrigðisþjónusta dönsku fjölskyldunna, SAMT er danska fjölskyldan heilbrigðari, og SAMT hækkar þessi óhagkvæmni í bandaríska heilbrigðiskerfinu þjóðarframleiðsluna meira en sú danska. Þannig að því meiri óhagkvæmni sem er í heilbrigðiskerfinu, því meiri hagvöxtur og því hærri þjóðarframleiðsla.
Reyndar má segja að þjóðarframleiðsla dana sýni kannski ekki heldur rétta mynd af verðmætaaukningu þar sem fantagott félagslegt kerfi þeirra eykur þjóðarframleiðslu(fólk fær bætur, eða námsstyrki, kaupir vörur og fleira sem eykur þjóðarframleiðslu) en atvinnuleysi er töluvert minna í Danmörku en í bandaríkjunum, en bætur eru á móti töluvert meiri og því skekkir það myndinni. Á móti kemur þessu að Bandaríkjamenn bruðla miklu meira í hergögn og stríðsrekstur. Hærri glæpatíðni í bandaríkjunum stuðlar líka að hærri þjóðarframleiðslu, enda þótt þar sé um að ræða kostnað fyrir þjóðfélagið, ekki verðmætasköpun það sem það kallar á meiri þjónustu frá lögregluyfirvöldum, heilbrigðisstarfsfólki, lögmönnum, saksóknurum, dómurum, fangelsiyfirvöldum og svo framvegis.
Fasteignabólan í BNA keyrði líka þjóðarframleiðsluna upp úr öllu valdi(einu evruríkin sem höfðu nærri því eins stærri bólu, en þó ekki jafnstóra og USA og Ísland, var Írland, Spánn og Bretland). Þannig var þjóðarframleiðslan keyrðu mjög upp með aukinni sölu á fasteignum, miklum byggingframvæmdum og svo stanslaust hækkandi verði á fasteignum, það þarf auðvitað ekki að spyrja hvernig sá hagvöxtur endaði og ekki enn séð fyrir hvernig það endar í USA og Íslandi enn.
Þjóðarframleiðsla er því vægast sagt mjög lélegur mælikvarði á hversu sprækur efnahagur er. En til að hafa þetta einfalt. Danir hafa minna atvinnuleysi, heilbrigðara starfsfólk, meiri framleiðni, minni skuldir, minni fjárlagahalla, betri viðskiptajöfnuð, meiri menntun, minni glæpi. Sumsé um það bil tveimur eða þremur áratugum á undan USA í efnahagi, 3-4 áratugum á undan USA í lífsgæðum.
Var búinn að lesa helminginn af kommentunum þínum, tek á restinni á morgun. En það virðist sem þú sért að lesa grafið hérna algjörlega skakkt, sumsé að laun grikkja séu orðinn hærri en þjóðverja, sem er auðvitað ekki raunin og því voru flestar röksemdirnar eftir á byggðar á misskilningi.
Jón Gunnar Bjarkan, 20.11.2010 kl. 01:04
Þ.e. ekki alveg rétt hjá þér, að ég sé að misskilja. Ég veit alveg að myndin sýnir hækkanir launa. Að laun eru enn lægri í Grikklandi.
Vandinn er sá að laun eru ekki total kostnaður við launamann. Skv. gögnum frá EUROSTAT er launakostnaður:
Total wages and salaries
Þarna vantar nýrra data frá Grikklandi en 2003. Sem er nokkur galli, en skaðar þó ekki málsstað minn þ.s. grafið sem við erum að tala um "unit labor cost" sýnir að launakostnaður heldur áfram að hækka í Grikklandi eftir það fram að hruni.
Skv. þessu grafi, er heildar kostnaður sem inniheldur allan kostnað vinnuveitanda af því að hafa starfsmann á launum;
Grikkland - 78,82 Evrur.
Þýskal. - 76 Evrur.
Ástæða þess að ég nefni að laun þurfi að lækka 30% í Grikklandi, er ekki bara til að lækka laun þ.e. með total kostnaði við starfsm., niður fyrir þ.s. kostar þýskt fyrirtæki. En, útfl. Grikkja er ekki eins dýr að jafnaði per einingu sem framkallar þörf fyrir lægri laun auk þess að framleiðni er lægri. Heldur líka það að Grikkir skulda nú mikið, svo þeir þurfa viðskipta afgang, sem framkallar viðbótar lækkunar þörf fyrir laun svo nægilega mikill umframútfl. verði til, svo Grikkl. geti staðið undir skuldum.
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.11.2010 kl. 01:58
Já, mér sýnist þetta vera sami misskilningurinn hjár þér, því miður.
Tölurnar sem þú ert að vitna í virðast vera sú prósentu tala sem fyrirtæki í þessum ríkjum bera af launakostnaði, þá væntanlega gagnvart ríkinu, og þetta er auðvitað prósentu tala en ekki evrutala og því algjörlega óháð hver raunverulegur kostnaður við að halda starfsmanninum kostar í raun.
Tökum eitthvað dæmi út í loftið:
Að halda úti launamanni kostar 250.000 á mánuði í Þýskalandi.
Að halda úti launamanni kostar 100.000 á mánuði í Grikklandi.
Eins og segir í lýsingunni:
"
[tps00113] - Total wages and salaries - (% share of total labour costs)
Short Description: Labour Costs are the total expenditure borne by employers for the purpose of employing staff. They include employee compensation (including wages, salaries in cash and in kind, employers' social security contributions), vocational training costs, other expenditure such as recruitment costs, spending on working clothes and employment taxes regarded as labour costs minus any subsidies received.
Mismunandi prósentutala hér er því aðeins háð hversu miklar subsidies koma frá ríkinu.
Í þýskalandi ber því fyrirtæki 76% kostnað, svo 250.000 * 0,76 = 190.000 per mánuð.
Í Grikkland bera því fyrirtæki 78,8% kostnað, svo 100.000 * 0.78,8 = 78.800 per mánuð.
Augljóslega er því labour cost miklu minni í Grikklandi. Fyrirtæki reikna auðvitað frekar út frá hver raunverulegur kostnaðurinn er, þegar þau hugsa um hvar eigi að setja upp auka framleiðslustað. Jafnvel þó þessi prósentu tala í Búlgaríu væri 100%, þá væri samt miklu ódýrari labour cost í Búlgaríu heldur en í Þýskalandi.
Varðandi svo að útflutningur Grikkja sé ekki eins dýr að jafnaði per einingu get ég ekki séð að skipti máli í samhengi við labour cost og hversu mikið hann hefur risið í samhengi við evruan. Ef Grikkir framleiða góðar vörur þá geta þeir selt þær á sama verði og góðar vörur í Þýskalandi seljast á í Bandaríkjunum, Japan eða Frakklandi. Afhverju ætti til dæmis flutningur um borð í Þýsku skipi að kosta meira en flutningur í Grísku skipi? Þetta er sama þjónustan. En ég er sammála því að Þjóðverjar eru með mjög góðar vörur og því seljast þær á góðu verði, það er reyndar mjög algengt með Evrópskar lúxusvörur yfir höfuð, nefni Franskar og Ítalskar vörur(kampavín, ferrari, Thomson tæki, Lamborghini, BVLGARI, Versace), jafnast ekkert á við Evrópskar lúxuvörur, meira segja bandaríkjamenn viðurkenna það fúslega.
"
Jón Gunnar Bjarkan, 20.11.2010 kl. 03:15
OK, rétt ábending.
Fann áhugaverða grein: Salary Comparisons
Laun í Grikklandi virðast 2006 hafa verið cirka helmingur af launum í Þýskalandi - "adjusted for cost of living".
En, ég ætla samt að halda því fram að Grikkir þurfi að lækka í launum. Þá tek ég út sem ást. að þurfa að vera lægri en Þjóðv. og held eftir hinum tveim; þ.e. þörfina að losna við viðskiptahallann sem enn virðist vera til staðar og hinsvegar þörf af völdum aukinna skulda til að skapa afgang af viðskiptum við útl. svo þjóðarbúið hafi tekjuafgang til að greiða niður skuldir.
Ég verð að koma með sbr. við þ.s. við seljum sbr. þ.s. þjóðv. selja. En, þetta skýrir hvað ég á við. Þetta snýst ekki um gæði varanna per se, heldur þau verð sem þú getur fengið fyrir viðkomandi vöru þ.e. hve há verð þolir markaðurinn vs. hve mikill er virðisaukinn miðað við kostnað þann sem til þurfti að leggja við framleiðsluna.
Vanalega kemur þetta út þannig, að framleiðandi á tækjum, vélum og flóknum búnaði fær stærri virðisauka en sem dæmi framleiðsla og útflutningur á matvælum sbr. fisk.
Því hærri sem virðisaukinn er, því meiri gróði verður eftir í landinu og því hærri laun ber sú framleiðsla.
Þetta er ást. þess t.d. að Ísl. kemst ekki í bráð úr því fari að vera láglaunaland, höfum í huga fiskvinnslu. En þar þarf fj. vinnandi handa, varan er fyrir almennan neytenda markað þ.s. varan keppir við önnur matvæli. Ef verð hækka umfram þ.s. neytendum finnst sanngjarnt minnkar salan þ.s. neytendur fara að kaupa e-h annað í staðinn.
Grikkir eru í svipaðri stöðu og við, en siglingar og ferðamennska hafa það sameiginlegt með okkar fiskframleiðslu, að vera mjög viðkvæm fyrir hækkunum á kostnaði. Eins og hjá okkur er markaðurinn þ.s. við erum að keppa við aðra, með mikla samkeppni og eins og hjá okkur, veldur kostnaður umfram tiltekið mark hraðri hnignun.
Eins og við, Þurfa grikkir að auka framleiðslu heima fyrir á hærra tæknistigi, sem skilur meira arð eftir í landinu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.11.2010 kl. 17:04
Já en í sambandi við launakostnað og virði verðmætanna sem framleidd eru, þá þarf maður að þá er framleiðni mjög mikilvæg. Bendi til stuðnings til talna um framleiðni en þar eru íslendingar alls ekki að jafnast á við Evrópubúa og reyndar samkvæmt þessum tölum eru íslendingar meira segja með verri framleiðni en Spánverjar og Ítalir:
http://en.wikipedia.org/wiki/File:OECD_Productivity_levels_2007.svg
En MEIRA SEGJA samvæmt þessu, þá eru Grikkir að framleiða meiri verðmæti á hvern klukkutíma miðað við Íslending, en SAMT eru launin miklu hærri á Íslandi en í Grikklandi.
Í þessu grafi eru reyndar Bandaríkjamenn að skora nokkuð hátt, en framleiðni tekur náttúrulega inn þjóðarframleiðslu versus vinnutíma. Og eins og ég hef tekið dæmi um, þá er hægt að ýta upp þjóðarframleiðslu með meiri glæpatíðni, meiri eyðslu í hernað, meira óhagræði í hernaði og svo framvegis. Þannig er til dæmis sú vinna sem Bandarísk fjölskylda greiðir öðrum fyrir heimilisstörf(vegna þess að bandarísku fjölskyldunni gefst ekki tíma til að sinna vegna mikillar vinnu) að hækka þjóðarframleiðslu.
Jón Gunnar Bjarkan, 20.11.2010 kl. 17:34
Fyrirgefðu, meinti auðvitað að segja hérna meira óhagræði í heilbrigðismálum, ekki hernaði.
En reyndar vegna þessarar ritvillu þá er kannski alveg rétt að aukið óhagræði í Evrópuríkjum í hermálum, að þá sýnar það ekki rétta þjóðarframleiðslu hjá Evrópuríkjum heldur. USA fær töluvert "betri varnir" fyrir hvern dollara eytt í hermál einfaldlega vegna þess að þar er meiri hagræðing. En svo má auðvitað deila um hvort það hafi eitthvað með betri varnir að gera að eyða milljörðum á milljarði ofan í Kjarnorkusprengur sem sitja síðan bara á rassgatinu og gera ekkert.
Jón Gunnar Bjarkan, 20.11.2010 kl. 17:37
Fyrirgefðu, var að sjá grafið aftur, mér fannst eins og að Grikkir væru í næsta sæti fyrir ofan okkur, en ekki við í næsta sæti fyrir ofan þá. Þannig að þegar ég sagði hér:
"En MEIRA SEGJA samvæmt þessu, þá eru Grikkir að framleiða meiri verðmæti á hvern klukkutíma miðað við Íslending, en SAMT eru launin miklu hærri á Íslandi en í Grikklandi."
Þá er það ekki alveg rétt, en þó nokkuð nálægt lagi. Hinsvegar má segja það um Spánverja og Ítali. Biðst afsökunar á þessu.
Jón Gunnar Bjarkan, 21.11.2010 kl. 01:30
Hernaðarútgj. Kana eru við 5% ef ég man rétt. Ekki úrslita atriði. Næst koma Grikkir með 3% af þjóðarframl. ef ég man rétt. Síðan Bretar og Frakkar með milli 2 og 3%. Svíar eru held ég næst ef mælst sem hlutfall landsframl. - síðan eru held ég öll restin með e-h nærri 1%.
Þetta hefur skroppið mikið saman síðan Kalda Stríðinu lauk.
Varðandi framleiðni - sannarlega þarf hér mikið átak.
Á hinn bóginn, þá munar enn meir um hana, ef þú ert á sama tíma að framleiða mikil verðmæti í hvert sinn sbr. tæki og vélar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.11.2010 kl. 01:30
Já en ég er ekkert að segja með þessu að Íslendingar séu með lélega framleiðni per se. Íslendingar voru til dæmis með fínustu framleiðni fyrir hrun, síðan féll gengið og þá féll þjóðarframleiðslan í dollurum og þar af leiðandi framleiðnin. Sem sýnir bara enn og aftur hvað þjóðarframleiðsla og þar af leiðandi hagvöxtur og framleiðni og fleiri hlutir eru gallaðaðir mælikvarðar ef ekki er litið á heildarmyndina.
Rak upp stór augu hinsvegar þegar þú nefndir að Grikkir séu aðeins að eyða nema 3% af þjóðarframleiðslu í hernað, fór og fact tékkaði það og það stóðst. Er samt alveg handviss um að að ég hafi séð eyðslu grikkja upp á 6% af þjóðarframleiðslu fyrir nokkrum árum síðan(þeir eru í algjöru weapons race gegn tyrkjum) en þeir hljóta þá að hafa lækkað hernaðarkostnað svona rosalega á nokkrum árum. Norðmenn eru mjög eyðslusamir á hernað. En það boostar upp svía að þeir eru knúnir til að kaupa eigin framleiðslu, þeir framleiða nefnilega alveg furðulega góð vopn. Til dæmis Visby og Jas Gripen.
Jón Gunnar Bjarkan, 21.11.2010 kl. 01:45
Það má vera að þeirra hernaðarútgj. hafi verið það há á tímum kalda stríðsins. En, einkum eftir að samskipti Grikkja og Tyrkja skánuðu fyrir nokkrum árum, - en tímasetningin var ef ég man rétt jarðskjálftarnir miklu í Istanbúl og nágrenni en mikil aðstoð Grikkja við fórnarlömb jarðsjálftans bætti mjög samskipti þjóðanna, og mig rámar mig í að þá mjög fljótl. í kjölfarið hafi Grikkir ávk. að hættan frá Tyrkjum væri ekki svo mikil eftir allt saman, og hernaðarútgj. hafi lækkað verulega í kjölfarið.
Þ.e. þó áhugaverð þróun í gangi núna. En, samskipti Tyrkja og Ísraela hafa versnað, en Grikkir virðast vera að koma sér í mjúkinn í staðinn. Samtímis, hafa miklar gasauðlyndir fundist í efnahags lögsögu Ísraels, og Grikkir sjá sér hag á borði í tengslum við þetta líka.
Þetta snýst einnig um það, að Tyrkir eru vaxandi veldi á svæðinu, og vegna þess virðist sem að ríkin 2 þ.e. Grikkir og Ísrael, séu af strategískum ástæðum að efla samskipti sín á milli og samstarf - sbr. frétt:
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.11.2010 kl. 14:49
Þakka fyrir tengilinn, áhugaverð grein,
Jón Gunnar Bjarkan, 21.11.2010 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning