Lífeyrissjóðir halda uppi vöxtum í þjóðfélaginu!

Ástæður fyrir háu vaxtastigi hafa verið greindar af ágætum hagfræðingi, sem leggur til að raunvextir lífeyrissjóða verði lækkaðir í 2,2% þ.e. raunvextir á fé bundnu í þeim.

Ég hef rætt við þann mann, og eftir útskýringar undir 4 augu, er ég sammála hans skýringum. Nefnilega að núverandi binding 3,5% - að viðbættum vaxtamun, sem gerir 5-5,5% raunvexti á verðtryggðum lánum. Sé orsök viðvarandi hás vaxtastigs í okkar þjóðfélagi.



Svo lausnin er einföld, að lækka vexti á bindingu lífeyrisfjár í 2,2%:

  • Vextir lækka á Íslandi, þvert yfir hagkerfið.
  • Minnkar áhættusækni atvinnulífs hérlendis - dregur úr töpum af þess völdum.
  • Auðveldar nýfjárfestingu hérlendis.
  • Mun stuðla að auknum hagvexti hérlendis.
  • Minnkandi verðbólgu.
  • Gera stórfelld hagkerfis töp sjaldgæfari.
  • Stuðlar að bættum lífskjörum almennings.
  • Auknum tekjum fyrirt. - alm. - og hins opinbera.
  • Gerir fjárhag lífeyriskerfisins, traustara en áður.

 

Sumar þessara fullyrðinga hljóma ef til vill undarlega, í fyrstu:

Varðandi vexti í samfélaginu, hafa raunvextir sjóðanna á útlánastarfsemi milli 5-5,5%, verið gólf fyrir raunvexti á Íslandi. Bankar og fjármálastofnanir hafa fram að þessu ekki treyst sér til að krefjast lægri raunvaxta fyrir veitt lán. Svo, hugmyndin er að með því að gera sjóðunum kleyft að bjóða lægri vexti þ.e. 3% líklega. Þá muni aðrar fjármálastofnanir áfram fylgja því nýja vaxtagólfi, og vera til í að lækka sig í það að krefjast t.d. 4% raunvaxta í stað 6% - sem virðist algengast.

Þó þetta virðist ekki mikið þá munar mikið um þetta á lánum með marga greiðsludaga.

Skýrsla sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna

Lækkun vaxta af fasteignalánum úr 4,5-5% í 3% felur í sér lækkun árlegra vaxtagreiðslna að íbúðarlánum um 24 milljarða króna.   Kostnaðurinn af þessari aðgerð til frambúðar svarar til þess að höfuðstóll allra lána sé lækkaður um rúmlega 20%. Miðað við að vextir verðtryggðra íbúðalána séu að jafnaði um 4,8% jafngildir lækkun vaxta í 3% um 23% lækkun á núvirði lánanna séð frá lánveitendum.  Í raun er hér um að ræða flata eftirgjöf skulda þar sem núvirði allra fasteignalána lækkar. Miðað við að verðtryggð fasteignalán séu um 1240 milljarðar króna kostar þessi leið lánveitendur um 250 milljarða króna.

 

Ofangreind röksemdafærsla sérfræðingahópsins, er algerlega frá forsendum fjármálastofnana - þ.e. vörslumanna núverandi kerfis. En hún inniber útreikning miðað við tiltekna tegund lána, hvað þau verða minna dýr fyrir lántakendur ef vextir lækka.

Sá útreikningur að sjálfsögðu gildir fyrir öll önnur lán sem eru til langs tíma, sem dæmi lán til þess að fjármagna nýja fjárfestingu.

Það ætti að vera fremur augljóst að ef fjármagns kostnaður er lækkaður, þá minnkar það eitt og sér - án tillits til nokkurs annars - líkur þess að ný fjárfestingar fyrirtæki gangi ekki upp, vegna þess að næg framlegð náðist ekki fram, til að standa undir fjárfestingunni.

Það að færri nýfjárfestingar fyrirtæki fara á hausinn, mun þíða að fleiri ná að lifa af til að skila hagnaði til samfélagsins, og því að skila auknum vexti hagkerfisins.

Ofangreindur útreikningur sýnir einnig hvernig þessi aðgerð getur með alveg þráðbeinum hætti bætt lífskjör almennings - en að svo sé er klárt, þ.s. lækkaður vaxtakostnaður þíðir að hver sá er skuldar á meira eftir við hver mánaðarmót.

Að auki, skilar aukinn hagvöxtur hagkerfisins sér einnig til almennings í formi aukinna tekna. En ekki einungis til almennings, heldur einnig í auknu skáttfé til ríkis og hins opinbera. Þá á ríkið og hið opinbera auðvitað ráð á því að gera meira fyrir almenning.

Ég tel þetta stuðla að lækkun verðbólgu, vegna þess að háir vextir auka líkur á gjaldþrotum allra þeirra sem standa í nýjum fjárfestingum, og hrinur gjaldþrota sem koma stöðugt upp öðru hverju, skila sér í því sem við köllum kreppu og falli gengis krónunnar, sem síðan veldur verðbólgu. Ég tel að lægri vextir muni fækka slíkum slæmum atburðum, því fækka kreppum og því fækka þeim skiptum sem krónan fellur verulega í virði á skömmum tíma, sem framkallar tímabundið verðbólguskot.

 

Gjaldþrotahrinur:

  1. Loðdýraræktar ævintýrið.
  2. Fiskeldis ævintýrið.
  3. Hugbúnaðar iðnaðurinn.
  • Nýsköpun, felur alltaf í sér tímabil þ.s. verið er að afla sér þekkingar, þ.s. verið er að læra á nýja tegund af starfsemi.
  • Á sama tíma, er framlegð slíkrar starfsemi undir því sem hún getur hugsanlega orðið seinna.
  • Slík starfsemi þarf þolinmótt fjármagn þ.e. fjármagn sem til er í að bíða eftir því að starfsemin fari að skila fullum afköstum, á meðan að arðurinn af henni er þá lítill.
  • Slík starfsemi á því erfitt með að standa undir mjög miklum vaxtakostnaði, meðan starfsemin er enn að skjóta rótum - starfsmenn enn í miðjum klíðum að lára á aðstæður - finna út hvað sé hagkvæm tilhögun, o.s.frv.
  • Ef eigi að síður, vaxtakostnaður er mjög mikill - þá er hætta á að menn fari að stytta sér leið, til að ná fram aukinni framleg sem fyrst, hætta á mistökum magnast.

Ég tel með öðrum orðum, miklar líkur þess að sú staðreynd að raunvextir hafa síðan 1979 verið cirka 6% að meðaltali, sé stór hluti skýringarinnar að ofangreind ævintýri brugðust og fjöldagjaldþrot áttu sér stað.

  • Svo ég byð ykkur að íhuga hvernig Ísland væri, ef mun hærra hlutfall þessara fyrirtækja hefði lifað?
  • Við hefðum því stærri loðdýraiðnað en í dag - stærri fiseldisinað en í dag og að lokum, stærri hugbúnaðargeira.

Þ.s. ég er að segja, er að lækkun vaxtakröfu til lífeyrissjóða sé ein megin forsenda þess, að hægt verði að byggja hér upp þær nýju greinar í framtíðinni - sem auka eiga tekjur landsins og almennings, gera þjóðfélaginu það kleyft að borga hér mannsæmandi laun.

 

Traustari starfsemi lífeyrissjóðanna:

Þetta er ekki erfitt að útskýra miðað við ofangreindar forsendur. En, bættur hagur lánþega fækkar þeim sem ekki munu geta staðið í skilum, þ.e. útlánatöpum fækkar. Að auki hækka aðrar innlendar eignir sjóðanna í verði þ.e. verðbréf og skuldabréf fyrirtækja, þegar atvinnulífinu og hagkerfinu almennt vegnar vel.

En, stærsta málið er, að með því að lækka vaxtakröfuna, þá er sjóðunum heimilt að fjárfesta í traustari pappírum.

  • Sem dæmi hefur þeim alltaf verð óheimilt að kaupa bandar. og þýsk ríkisskuldabréf, en þau hafa rámar mig alltaf borið lægri vexti síðustu 20 ár en 3,5% raunvexti.  
  • Erlendis er alls ekki litið svo á að lífeyrissjóðir eigi vera áhættu fjárfestar. En, þ.e. akkúrat þ.s. 3,5% reglan ýtir þeim út í að vera.
  • Þvert á móti er litið svo á, að slíkir sjóðir eigi alltaf að einbeita sér að traustum fjárfestingum, þ.s. áhættan á töpum sé lítil.

Þumalfingursreglan er sú:

  1. Því hærri sem vaxtakrafan er, því stærri er áhættan, og því meiri hætta á því að tapa.
  2. Því lægri sem vaxtakrafan er, því minni er áhættan, og því minni hætta á því að tapa. 
  • 3,5% reglan virkar því þveröfugt, þ.e. í stað þess að tryggja tiltekna arðsemi, tryggir hún reglubundin og stórfelld fjárfestingatöp.
  • Ég fullyrði að arðsemi þeirra undanfarin 20 ár, hafi ekki verið yfir 2,2% árlegri arðsemi - miðað við þau töp sem orðið hafa á undanförnum árum og síðast af völdum hrunsins á Íslandi.

Sem sagt:

Ef við reiknum með minnkaðri áhættu sjóðanna - ekki einungis vegna fjárfestinga sinna, heldur einnig útlána. Hags þeirra af batnandi hag hagkerfisins, o.s.frv.

  • Þá held ég að sjóðirnir í reynd tapi ekki á þessu þ.e. nettó - eða að það tap sé óverulegt. 
  • Auðvitað munu talsmenn sjóðanna samt koma fram með útreikninga sem eiga að sýna fram á svimandi töp - en þeir framreikningar munu þá byggjast á þeirri forsendu að framtíðin verði ólík fortíðinni, þ.e. að vaxtastefnan muni ekki halda áfram að framkalla regluleg stórfelld töp á fjárfestingum og útlánastarfsemi.
  • Slíkir útreikningar verða auðvitað einungis tölfræðileg lýgi.

 

Ég segi fyrir mína parta - að ég myndi hafa mun meira traust til sjóðanna, ef ofangreind breyting yrði innleidd.

Þetta er að mínu viti, ein af þeim breytingum sem þarf að innleiða, sem lærdóm af hruninu.

Ein leiðanna að betra Íslandi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Silfur Egils á Sunndaginn staðfestir það sem ég hef sagt um Alþjóða samfélagið: Húnsnæðisgrunnur 80% neytenda  í og við millitekjur  er ekki ávöxtunarbær þar sem slíkt skerðir ráðstöfunartekjuhluta launa sama stöðuleika hóps. Irving Fisher bendir á þetta skömmu eftir kreppuna miklu, þegar hann segir að verðbætur vegna verðbólgu séu alltaf mestar fyrst á langtímalánum fastra vaxta og verðbóta: Jafngreiðslu lán á Íslandi.   Þess vegna rýna greiðslur raunvirði á lánstímanum. Þetta er gert í sjóðssamhengi ný lán greiða niður til að byrja með enda þeirri eldri. Gera jafngreiðslu sjóðinn sjáfbæran og öruggann.   YTM lánsform:

Yield to maturity (YTM) is the yield promised by the bondholder on the assumption that the bond will be held to maturity, that all coupon and principal payments will be made and coupon payments are reinvested at the bond's promised yield at the same rate as invested. It is a measurement of the return of the bond. This technique in theory allows investors to calculate the fair value of different financial instruments. The YTM is almost always given in terms of annual effective rate

Hér var tekin upp IRR forsenda og negative amortization lánsform í staðinn, logið að væri verðtryggt jafngreiðslu og ennþá í dag. 

internal rate of return (IRR)
A rate at which the accounting value of a security is equal to the present value of the future cash flow.

Þetta átti að tryggja höfundum sjóðsbreytinganna góða lífeyristekjur sama hvað.

Spurning er hvort stjórnendur hér sé svona illa að sér í fræðum langtímalána  og því vanhæfir með öllu og ættu að segja af sér strax eða hvort þeir hafi gert þetta í skjóli fáfræði háskólmenntaðra Íslendinga og ætti þá að  rýma til á hrauninu.

Engin fordæmi þekkjast fyrir svo efnahagslegu grunni. En Alþjóðasamfélagið veit að stöðuleiki kaupmáttar vinnuaflsins er trygging fyrir minni erlendum lántökum.

Fá hér reiðfjár lán inn í kerfið til að fresta uppgjöri lífeyrisjóðskerfisins er mit mat á öllu þessu efnhagslegabulli sem hefur verið í gangi. 10% tekjuhæsti hluti þjóðarinnar er eina ferðina enn bara að hugsa um rassinn ásjálfum sér.

Ég skil formúlur þegar ég sé þær og þekki samhengið.  Ég mæli með að menn lesi vel Irving Fisher því það gera flestir college nemendur enskumælandi þjóða því hann skýrir einfaldleika best.

Jafngreiðslulána sjóður er í eðli sínu öruggur 100% ef raunvaxta krafa fer ekki yfrir 2,0%. Þetta er besti verðtryggingar kostur sem hefur komið fram. Fastir vextir og verðbætur allan lánstímann. 80% Bandarískra  Kapitalista eru mér sammála.  Eins er hægt að stilla þessu upp nákvæmar með þvi að láta breytilega vexti lækka verðbætur á lánstíma. Það er nákvæmni sem sparar í mesta lagi 100 kr á greiðslu.

Nýlán eru með mestar afskriftir fyrst til að bæta upp enda eldri lána í sjóðssamhengi.  Þetta er það sem gildir um örugga sjóði utan Íslands. Sjálfbærir þar að auki.  

Hér þarf bara lesa betur alþjóðleg fræði í lánamálum.   Hrun afsakar ekki svona fáfræði í næstum heila næstum öld.

Júlíus Björnsson, 15.11.2010 kl. 04:48

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband