28.10.2010 | 23:04
Eru Þjóðverjar á leiðinni með að verða drottnandi ríki innan ESB?
Þetta er kaldhæðnisleg niðurstaða sannarlega. Upphaflega var Evrópusambandið stofnað að stórum hluta fyrir frönsk áhrif, sem ein leið að lausn á því vandamáli Frakka að búa með hinu mun sterkara ríki - Þýskalandi, sér við hlið. Með því að binda Frakkland og Þýskal. mjög nánum efnahagslegum böndum, í gegnum flókið net gagnkvæmra skuldbindinga, yrði stríðshætta vonandi afnumin í Evrópu milli Frakkl. og Þýskal.
Það skaðaði ekki, að eftir seinna stríð, var Þýskal. mun veikari eining en áður. Að auki - voru margir þýskir stjm.menn sakbitnir eftir seinna stríð og sóktu ekki fram af mikilli festu. Lengi framan af, voru frönsk áhrif þar af leiðandi mjög drottnandi innan Evrópusambandsins.
En, síðan austantjaldið hrundi 1989 hefur mjög margt breyst. En frá sjónarhóli Frakka var stóri atburðurinn sameining A- og V-Þýskalands 1990, í eitt ríki sem í dag heitir einungis Þýskaland. Eins og fram hefur komið í seinni tíð, fyrst í stað reyndi Mitterand þáverandi forseti Frakklands, að hindra þá sameiningu. En, þá hafði Frakkl. um nokkurt skeið gert kröfu um hina svokölluðu sameiginlegu mynnt Evrópubandalagsins, og Mitterand virðist hafa gert samþykki þjóðverja þar um að skilyrði fyrir að láta undan varðandi sameiningu Þýskal. - þá skv. því sem fram hefur komið t.d. skv. fréttum Der Spiegel í sumar - samþykktir Helmut Kohl þáverandi kanslari að þjóðverjar myndu styðja tillögur Frakka um sameiginlega mynnt fyrir rest.
Hugmynd Frakka virðist hafa verið, að bregðast við styrkingu Þýskalands við sameiningu, með því að -sbr. söguna af Gúllíver í Putalandi sem var bundinn niður af putunum með ótal strengjum er hann lagðist fyrir og sofnaði um stund þannig að þeir gátu beitt Gúllíver þrýstingi- að tengja enn eina skuldbindinguna á þjóðverja ígildi strengja Putanna í gegnum samstarfið um þ.s. síðan var kallað Evran.
Ef Frakkar héldu að Evran myndi gagnast Þjóðverjum síður en öðrum--, en margir hafa talið að Evran þíði að aðildarlönd með minni til lítil hagkerfi öðlist nokkurs konar "free ride ticket" sem haldið sé einkum uppi á kostnað Þjóðverja þ.s. þau njóti sömu vaxtakjara og Þýskal. sem þau aldrei myndu geta af eigin rammleik og að auki sama gjaldmiðilsstöðugleika og þjóðverjar bjuggu við í gegnum Markið sitt - sem þá feli í sér nettó gróða hinna ríkjanna óbeint á kostnað þjóðverja sem verði þá við það hlutfallslega veikari þegar aðrir græða meir; --þá því miður fyrir Frakka virðist þetta einmitt ekki hafa skilað þeirri niðurstöðu.
Þvert á móti, virðist niðurstaðan eins og hún lítur út í dag vera sú, að þjóðverjar standa uppi með pálmann í höndunum, og hafa styrkt til mikilla muna stöðu sína á sama tíma og flest önnur aðildarlönd Evrusvæðis, standa veikari fyrir gagnvart þeim en áður.
- Þessi niðurstaða kemur til fyrst og fremst fyrir slóðaskap stjórnenda annarra aðildarríkja Evrusvæðisins.
- Eins og sést á myndinni að ofan - þá hefur í engu aðildarlanda Evrusvæðis, laun hækkað minna en í Þýskalandi - þ.e. síðan Evrunni var komið á fót.
- Öll löndin með mesta launakostnaðar hækkanirnar, eru í efnahags vandræðum - nema Finnland sem hefur tekist að framleiða það dýran hátækni varning, að þeirra hagkerfi stendur undir þessari launabyrði og vel það, eitt af fáum Evrópusambands löndum sem einnig hefur hagnað af erlendum viðskiptum, fyrir utan Þýskaland.
- Á myndinni að ofan, er borin saman verðbólga milli aðildarlanda Evrusvæðisins - en hækkun raungengis felur í sér verðbólgu, því meiri sem raungengishækkanir eru stærri.
- Öll löndin 4 í efstu sætunum, eru í efnahags vandræðum. Takið eftir að Þýskaland er með lægstu verðbólguna á Evrusvæðinu.
- Eins og sést að ofan, er staða Finnlands raunverulega best. Eina landið sem er nálægt að uppfylla skilyrðin um Evruna skv. svonefndum "convergence criteria".
- En Þýskaland er ofarlega - hallin á útgjöldum er ekki alvarlegur og skuldir ekki hættulega miklar, og að auki þ.s. hallinn er ekki mjög mikill þá eru þær ekki á hröðu flugi upp á við eins og hjá nokkrum hinna landanna.
Hvað gerði Þýskaland betur en hin löndin?
- Með því að frysta nær alveg hækkanir launa á umliðnum áratug - meðan laun hækkuðu meira í öllum öðrum aðildarlöndum Evrusvæðis - þá skapaðist vaxandi samkeppnis forskot þýsks vinnuafls á vinnuafl hinna landanna - - afleiðing vaxandi viðskiptahalli hinna landanna við Þýskaland.
- Á sama tíma gekk þýskum hagstjórnendum einnig betur en hinum meðlimalöndunum, að halda aftur af hækkunum verðlags - sbr. raungengishækkanir.
- Samanlagt - var þetta eins og að þjóðverjar hefðu framkv. gengislækkun gagnvart hinum löndunum.
- Vandinn fyrir hin löndin, með vaxandi viðskiptahalla við Þýskal. - er að mörg þeirra höfðu einnig nettó viðskiptahalla á þjóðhagsreikningum, svo þau gátu ekki mætt kostnaði vegna hallans af viðsk. v. Þýskal. með hagnaði af viðsk. annars staðar - þannig að það upphófst stöðug og vaxandi uppsöfnun viðskiptaskulda; sem að háu hlutfalli voru lánaðar af þýskum bönkum þannig í dag í eigu þýskra aðila.
- Í því felst nefnilega ástæða hinna auknu áhrifa Þýskalands í dag - en ef þú ert í vandræðum með skuldir, þá hefur sá er á þær skuldir mikið tak á þér og þínum - ekki satt?
- Svo í dag virðist sem að Þýsk stjv. séu komin í aðstöðu til að heimta tiltekna niðurstöðu af aðildarlöndum - sérstaklega um málefni Evrusvæðisins - og fá þá niðurst. nokkurn veginn óbrenglaða fram.
- Þetta er algerlega ný þróun - og þýðir að viðbótar fullveldis afsal aðildarlanda Evrusvæðisins hefur í reynd átt sér stað, yfir til Þýskalands.
Ég er ekki sá eini sem sér þetta!
George Soros (um Þýskal.) - They have emerged as the hegemon of euro-land, who set the policy for euro-land; they write the operating instructions for the new common fiscal policy, Mr Soros said. Europe, because of the fiscal rectitude imposed by Germany, faces I think a prolonged period of economic stagnation, conceivably decline.
- Sterk orð "hegemon of Euroland" en áreiðanlega rétt!
- Hann bendir einnig á - að Þýskalandi hefur tekist á þessu ári að beygja hin aðildarlönd Evrusvæðisins til að samþykkja niðurskurðar aðgerðir til að minnka halla sinna ríkissjóða.
- Þetta mun óhjákvæmilega framkalla enn frekari samdrátt þeirra hagkerfa - og þannig gera þau enn háðari Þjóðverjum um það, hvernig þeir taka á þeirra skuldavanda.
- Skila þannig, enn sterkari völdum þjóðverja um þeirra efnahagslegu framtíð.
Nú er komin glæný krafa frá Þjóðverjum! - Merkel insists on EU treaty change
"It is a single package, she declared, saying the summit must issue precise instructions for Herman Van Rompuy, the European Council president, to draft a limited treaty amendment before the end of March 2011."-"There are still decisive further steps that need to be taken. We must get down to business now, and not at some time in the future.
- Þetta snýst um að setja umtalsvert strangari reglur um Evrusvæðið.
- Það skiptir Ísland síðan máli - þ.s. þjóðverjar vilja strangari reglur um það þegar ríki stefna í að halli ríkissjóða fari yfir sett mörk eða skuldir, eða hvort tveggja.
- Það stefnir því í að sú regla sem hefur fram að þessu heimilað upptöku Evru við nokkru hærri skuldir en 60% - svo fremi sem þær skuldir séu taldar vera að nálgast markið af ásættanlegum hraða, verði vikið til hliðar og reglan gerð öllu ósveigjanlegri.
- Þeir vilja mun strangari eftirfylgni ásamt sjálfvirkum refsingum.
- Að auki - að björgunarsjóður ESB verði gerður að varanlegum björgunar mekkanisma, fyrir Evrusvæðið, svo að í framtíðinni geti redding vegna skyndilegra vandræða einhvers ríkis, verið skjótvirkari en hefur verið fram að þessu.
- Það verður mjög góð mæling um aukin áhrif Þýskalands - að hvaða marki þjóðverjar með Merkel í broddi fylkingar, ná fram þessum markmiðum sínum!
- Fylgist með fréttum næstu daga!
En hvað með Bretl - Svíþj. og Danmörku?
- Sumir hafa litið á þessu lönd sem hægfara eða treg um samvinnu, í átt til frekari sameiningar Evrópu.
- En var ef til vill ákvörðun þeirra að standa utan við Evruna - snjöll?
- Takið eftir - að Þjóðverjar hafa ekki öðlast sambærilegt tak á þeim löndum! - hið minnsta ekki að sama marki!
- Aðildarlönd Evrusvæðis í vanda - eru nefnilega aðþrengd að reglum þess um einungis 3% ríkissjóðs halla - meðan löndin utan Evru geta haft þann halla sem þeim sýnist og þannig mildað áfram áhrif efnahags kreppunnar með eyðslu.
- Auk þess, munu þyngd refsiákvæði ekki ná yfir þau.
- Auk þessa, hafa þau að mestu þegar náð til baka töpuðu samkeppnisforskoti með þeim hætti, að þeirra gjaldmiðlar -fyrir utan dönsku krónuna sem haldið er fastri við Evru- hafa fallið umtalsvert í verðgildi á móti Evrunni.
- Þetta er sérstaklega eftirtektarvert í tilviki Svíþjóðar sem þegar er búið að hefja sig upp úr kreppunni, hagvöxtur hafinn og sænski seðlabankinn að íhuga vaxahækkanir. En Bretl. sem varð fyrir þyngra efnahags höggi, er enn í vanda þó svo að lækkað verðgildi Punds hjálpi þeim nokkuð.
- Danmörk á hinn bóginn - er ekki í neinum umtalsverðum vanda, þ.s. þeir forðuðust með skynsamri stjórnun vandræði margra annarra landa - svo þ.e. ekkert erfitt fyrir Dani að viðhalda tenginunni við Evruna, - en þó hefur nokkuð gengisfall Evru á þessu ári örugglega komið sér vel.
- En spurningin er - sáu þessi lönd þá útkomu er varð á Evrusvæðinu fyrir?
- Þessi lönd hafa alltaf verið mjög passasöm upp á að eitthvert þriðja land, öðlist ekki um of vald yfir þeim, eftir allt saman!
- Það má velta því fyrir sér - hvort að embættismenn þeirra hafi séð þann möguleika fyrir, og að það hafi spilað rullu um ákvörðun þeirra um að standa fyrir utan Evrusvæðið.
- Fyrir bragðið sleppa þau við þá viðbótar eftirgjöf sjálfsforræðis, sem virðist vera að eiga sér stað á Evrusvæðinu yfir til Þýskalands.
- Ég er alveg viss um að í dag, sjá þessi lönd ekki eftir þeirri ákvörðun að halda sínum gjaldmiðlum og þar með, sleppa við það viðbótar fullveldis afsal, sem nú virðist í framkv. innan Evrusvæðisins.
En hvað með Frakkland?
- Þeir munu augljóslega ekki sætta sig vel við þessa þróun - sem í þeirra augum, hlýtur að vera öfugþróun.
- Þeir eiga þó ekki auðvelt um vik - þ.s. eini stóri bandamaðurinn sem þeir eiga möguleika á, til að einhverju leiti vega á móti vaxandi áhrifum þjóðverja - er Bretland!
Spurningin er líka hvernig þjóðverjar sjálfir spila með þetta:
- En í gegnum það að eiga mikið til skuldir tiltekinna landa í vandræðum.
- Geta þjóðverjar sennilega tryggt sér þeirra atkvæði nokkurn veginn þannig að þeir geti treyst því að þau kjósi nokkurn veginn alltaf með þeim hætti sem stjv. í Berlín vilja.
- Þá dugar þeim til viðbótar atkvæði Frakklands eða Bretl. eins og sér, sennilega til að hafa meirihluta um hverja ákvörðun.
Ef Þjóðverjum tekst að beita þeim til skiptis fyrir sinn vagn - þá stjórna þeir ESB í reynd.
Einungis ef bæði ríki eru samtímis á móti - fá Þjóðverjar ekki sínu framgengt!
Svo - tekst Merkel að vera Bismark eða verður hún eins og Vilhjálmur II keisari?
- Bismark tókst að einangra Frakkl. og var meistari leiksviðs alþjóðastjórnmála, á meðan að ungi keisarinn eftir að hann kom fyrir rest Bismark frá, var mun minna diplómatískur og sameinaði Frakka og Breta í andstöðu gegn Þýskalandi.
Niðurstaða
Það virðist stefna í að Evran færi þjóðverjum stóraukin völd og áhrif yfir aðildarlöndum Evrusvæðisins. Eða, það virðist nettó útkoma áratugs tilvistar Evrusvæðisins.
Þessi útkoma er hlutur sem rétt er fyrir Íslendinga að íhuga, meðan þeir velta fyrir sér sinni framtíð.
En eins og Evrumál virðast vera að þróast, þá felur Evruaðild í sér raun fullveldis afsal til Þýskalands - til viðbótar ofan á það fullveldis afsal sem aðild að ESB inniber til stofnana ESB.
Þ.e. eitthvað sem fram að þessu hefur ekki komist að í umræðunni hérlendis.
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er hægt að vinna styrjöld án þess að beita her. Mun vænlegra er að beita efnahgslegum þvingunum, þetta virðast Þjóðverjar vera að gera og munu sennilega ná endanlegum yfirráðum yfir Evrópu áður en langt um líður.
Varðandi evruna er hverju mannsbarni, sem hefur lítt meira en barnskólamenntun, það ljóst að ein mynt yfir mörgum mismunandi hagkerfum gengur ekki upp. Hvert land hefur sitt hagkerfi og verður að stjórnast eftir því. Það gengur ekki að hafa lága vexti, stefna á enn lægri verðbólgu ef hagkerfi viðkomandi lands ber það ekki, jafnvel þó skipanir koma frá Brussel.
Því er eina leiðin til að hafa sameiginlega mynnt, að hafa sameiginlegt hagkerfi, þ.e. eitt ríki!!
Vandamálið liggur ekki í myntinni, það liggur í stjórnarháttum og þeim er breytt með evrunni!!
Gunnar Heiðarsson, 29.10.2010 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning