Það er undarlegur áróður í gangi þ.s. virðist leitast við að gera sem allra minnst úr vægi sjávarútvegs á Íslandi. Sbr. ummæli - Dr. Magnús Bjarnason Stjórnmálafr. - sem heldur því fram að landbúnaður + sjávarútvegur sé einungis samanlagt um 10% af hagkerfinu.
En, þetta tengist áróðri fyrir ESB aðild þ.s. þessu er haldið fram til að leitast við að styðja þá túlkun - sem stenst reyndar ekki skoðun - að íslensk hagþróun hafi verið nálgast það ástand efnahagsmála er ríkir á meginlandi Evrópu.
- En, bakgrunnur þessa tegundar áróðurs er rifrildið um það hvort Ísland sé hagkerfislega séð fært um að taka upp Evru eða ekki.
- Eða, hvort ísl. hagkerfi sé með þeim hætti, að mjög ólíklegt sé að aðild að Evru geti gengið upp - sbr. að það sveiflist með mjög ólíkum hætti. Sé um of háð sveiflukenndum þáttum - eins og sjávarútvegi.
- Með því að gefa í skyn að sjávarútvegur skipti litlu máli - þá er einmitt verið að halda fram þeirri mynd, að hann sé ekki hindrun við það að taka upp Evru.
Til að Evruaðild gangi sem skildi þurfa löndin að hreyfa sig í takt
En, þ.e. einmitt grunnskilyrði þess að aðild að Evru geti gengið upp, að ísl. hagkerfi sé ekki að sveiflast mjög ólíkt hagkerfum meginlands Evrópu.
Þetta kemur til vegna þess, að sem meðlimur að Evrusvæði þá gildir -
- Aðrir stjórna vöxtum.
- Aðrir stjórna gengi.
- þess gjaldmiðils sem þá væri sá gjaldmiðill er væri notaður hérlendis.
- Þ.e. þó ekki víst að allir átti sig á - af hverju þ.e. vandamál að vera með Evru, ef ísl. hagkerfið hefur mjög ólíka hagsveiflu.
- En, ástæðan er einfaldlega sú - að ef okkar hagþróun væri mjög ólík, þá þíðir það að þ.s. gengið og vextir eru miðstýrðir frá Brussel, að þá yrði gengisskráning eða vextir, eða jafnvel hvorttveggja, önnur en hentaði okkar hagkerfis aðstæðum.
Á síðasta áratug voru vextir mjög lágir í Evruhagkerfinu sem einfaldlega var peningastefnuleg ákvörðun.
Á þeim áratug, alveg fram að kreppu 2007 - var samfeldur stígandi í hagkerfum Evrópu - bæði þeim innan Evrusvæðis sem utan. Einnig var slíkur stígandi í Banda. og Kanada.
Gengi Evrunnar hækkaði jafnt og þett frá upphafi útgáfu hennar fram að kreppu 2007.
- Munum - aðrir stýra vöxtum og aðrir stýra gengi. Þ.s. gengi fór hækkandi - þá stuðlaði Evran að stöðugt hækkandi kaupmætti á umliðnum áratug - sem kynti undir neyslu og fjárfestingum. Á sama tíma, þá voru vextir lágir - en lágir vextir kynda einnig undir neyslu og fjárfestingum.
- Spurningin er hvernig fer hagstjórnandi að - ef neysla og fjárfesting í hans hagkerfi er að verða of mikil, þ.e. hagkerfið er farið að ofhitna?
- Leiðirnar sem eftir eru:
- Með því að hækka skatta.
- Með því að skera niður framkvæmdir á vegum ríkis og sveitarfélaga.
- Einungis hægt að beita aðila vinnumarkaðar fortölum.
- Ef aðilar vinnumarkaðar taka ekki þátt í því með ríkinu, að halda aftur af hagkerfinu með því að frysta launahækkanir þegar stefnir í ofþenslu - þá verður mjög erfitt að komast hjá þróun er getur endað í bóluhagkerfi. En þá er allt þrennt í gangi að hita hagkerfið -
- Lágir vextir.
- Hækkandi gengi.
- Hækkandi laun.
- Það sem ég er í reynd að segja er að hagstjórnun innan Evrusvæðis er erfiðari - ekki auðveldari.
- En, þú þarft að snúa venjulegum hagstjórnar aðferðum alveg á hvolf:
- - þ.e. í stað þess að láta gjaldmiðilinn aðlagast aðstæðum hagkerfisins-
- lætur þú hagkerfið aðlagast gjaldmiðlinum.
- Að auki hefur þú færri stýritæki til umráða þ.e. aðrir stýra vöxtum og gengi - svo þetta er á vissan hátt eins og að stýra hagkerfinu, með aðra hönd á stýri.
- Þ.s. þú hefur færri stýritæki - þá þarftu að vera mjög flótur að bregðast við og einnig mjög ákveðinn snemma í ferlinu.
- Ef þú ferð að berast af leið - magnast sú hætta hratt að stjórntækin sem þú átt eftir - muni ekki duga.
- Ég held að það hafi ekki verið tilviljun að 4 aðildarlönd Evrusvæðis lentu í þróun er endaði í bóluhagkerfi og svo krassi - en eitt slíkt getur verið tilviljun en ekki 4.
- Þ.s. það segir okkur er að hagkerfisstjórnun innan Evrusvæðisins, sé raunverulega mjög erfið.
Þetta er alþjóðlega viðurkennt vandamál - þ.e. að hagsveiflur megi ekki verða mjög ólíkar - sem er einmitt ástæða þess, að ákveðið var að setja upp sérstakar reglur "convergence criteria" til að stuðla að aðlögun ríkja, að hinu miðlæga hagkerfi.
Staðallinn sem var settur "convergence criteria" átti einmitt að tryggja að Evrusvæðið myndi virka, þ.s. svo lengi sem ríkin myndu uppfilla þau, þá ætti ekki hagþróun einstakra ríkja að verða það misvísandi að alvarlegt vandamál skapaðist.
En, því miður hefur það ekki gengið betur en svo, að stórfelld efnahags vandræði standa einmitt yfir í ríkjum Evrópu - einmitt vegna þess að hagþróun varð misvísandi - sbr.:
The Economist: Euro follies
- En þ.s. myndin frá "The Economist" sýnir er að hagþróun varð einmitt mjög misvísandi - þrátt fyrir að ef einungis var litið á hagvöxt þá virtist sumum að ríkin væru að hreyfa sig í takt.
- En, þ.s. myndin sýnir er munur á verðbólgu milli aðildarríkja Evrusvæðisins. En, hærra raungengi segir að verðbólga í því landi hafi verið hærra.
Skoðum aðeins íslenskar hagtölur:
Hagstofa Íslands - Landsframleiðsla
1. Einkaneysla | 765.405 = 51% |
2. Samneysla | 396.945 = 26% |
3. Fjármunamyndun | 207.931 = 14% |
4. Birgðabreytingar | -1.133 = 0,075% |
5. Þjóðarútgjöld | 1.369.149=91% |
6. Útflutningur alls | 794.811 = 53% |
6.1 Vörur, fob | 500.855 = 33% |
6.2 Þjónusta | 293.956 = 20% |
7. Frádráttur: Innflutningur alls | 663.195 = 44% |
7.1 Vörur, fob | 410.575 = 27% |
7.2 Þjónusta | 252.620 = 17% |
8. Verg landsframleiðsla | 1.500.76 |
Til að sjá raunverulegt vægi greinanna fyrir hagkerfið, ber að skoða tölur yfir útflutning - Hagstofa Íslands útflutningstölur:
2009 2010
Sjávarútvegur......................42,3%....39,1%
Orkufr. iðnaðu.....................36,6%....43,6%
Landbúnaður.........................1,5%.....1,3%
Fiskur + Orkufr.iðn...............78,9%....82,7%
- Útflutningur er sem sagt 2009 53% af landsframleiðslunni.
- Hluti sjávarútvegs af því 2009 er 42,3%
- Sem sagt sjávarútvegur hefur átt það ár cirka 22,4% af landsframleiðslunni - þ.e. mæld sem hlutdeild hans í útflutningnum.
Mér þætti því vænta að vita - hvernig sú tala er fengin að sjávarútvegur sé 7,8% af landsframleiðslunni.
Útflutningur stendur á hinn bóginn undir öllu hagkerfinu
En, fyrir utan matvæli, þarf að flytja inn nærri því 100% alls varnings sem fæst í verslunum. Ef við íhugum sem dæmi byggingarstarfsemi - þá eru nær öll aðföng flutt inn þar á meðal járnið í járnbindingar. Spítala - flest lyf innflutt, öll tæki, lyf framleidd hér eru framleidd með innfluttum hráefnum að mestu, föt og rúmföt o.flr. Fyrirtæki hérlendis kaupa nær allt inn að utan sem þau nota hérlendis.
Ástæðan er sú að landið er mjög snautt af hráefnum, t.d. engar málm-námur. Við erum einnig fjarri flestum mörkuðum - svo það er umtalsverður flutnings kostnaður á innflutningi. Það borgar því sig ekki hér, að flytja hingað inn íhluti svo hægt sé að reka samsetningar verksmiðjur. Flutningskostnaður er einnig hár frá landinu á markað - leggst því á tvöfalt.
Við höfum því ekki farið hérlendis í hefðbundna iðnframleiðslu þ.s. hún getur ekki borið sig. Þess í stað er allur slíkur varningur innfluttur.
- Svo - við af íllri nauðsyn höfum þurft að treysta á auðlindir þær sem við höfum til umráða þ.e. fisk og orku.
- Þ.s. nær ekkert hér annað er framleitt - fyrir utan þ.s. landið gefur beint þ.e. hefðbundinn landbúnaður - þá má alveg smætta hagkerfið niður í tvenns konar grunn starfesmi.
- Útflutnings iðnaður.
- Annað.
2009 er útflutningur 53% af þjóðarframleiðslunni - þannig að hinum 47% af hagkerfinu er þá haldið uppi af útflutningnum.
- Getum líka hugsað þetta sem "debit" og "kredit".
Þ.e. útflutningur sé "kredit" en allt annað sé "debit" þ.e. kostað af útflutningnum.
Hafandi þ.s. viðmið að hagkerfinu er haldið uppi af útflutningnum:
- Þ.s. 80% útfl. eru fiskur og afurðir orkufreks iðnaðar.
- Þ.s. fiskur er skv. tölum frá 2009 42,3% útflutnings og orkufrekur iðnaður 36,6% á móti.
Má alveg skv. þeim tölum halda því fram að sjávarútvegur nálgist að vera helmingur grundvallar hagkerfisins - sem að sjálfsögðu gefur allt aðra mynd af aðstæðum en þeirri er áróðursmeistarar Samfylkingar eru að leitast við að halda á lofti.
- Þessar tölur íkja þó vægi orkufreks iðnaðar í reynd þ.s. til að sjá raunveruleg vægi, þarf að draga frá útfl. áls innflutning súráls - sem er nokkurn veginn sama magn þó álið fullunnið sé verðmætara.
- Að auki - þarf að draga frá hagnað eigenda sem sendur er úr landi.
- Þannig að sjávarútvegur er okkar mikilvægasta grein - þegar allt er á litið!
- Ísland er komið aftur á byrjunarreit - með það að aðlaga sig að hagkerfum ESB ríkja - þ.e. nú eftir hrun á ný í svipaðri stöðu hvað mikilvægi sjávarútvegs varðar og á 10. áratug síðustu aldar.
Þetta segir mér að hagkerfið sé aftur á ný orðið mjög háð sveiflum í sjávarútvegi - sem dragi stórlega úr möguleikum þess að búa við annan gjaldmiðil en eigin - þ.e. krónu.
Þ.s. að með svo sveiflukenndan grunn - sé þörf fyrir skjóta aðlögun of brýn - til að upptaka annars gjaldmiðils sé í reynd praktískur möguleiki.
Það þíðir ekki endilega að svo verði um aldur og æfi - en ég vill meina að ef á að stefna á annan gjaldmiðil, þá sé langt uppbyggingar starf fyrir höndum, þ.s. fleiri stoðum verði að skjóta undir okkar framleiðslu hagkerfi - áður en upptaka annars gjaldmiðils verði praktískur möguleiki á ný.
Skilyrði þess þurfi fyrst að skapa - þau séu ekki fyrir hendi í dag eða náinni framtíð!
Ps. auðvitað er ferðamennska ígildi útflutnings iðnaðar þ.s. hún skapar gjaldeyri. Höfum hann með í myndinni.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er í gangi með þessa landframleiðslu töflu Hagstofunar.
Summa á prósentum er ríflega 200-300%
Hvernig á að reikna þetta svo stærðfræðin gangi upp.
kv. Sveinn
Sveinn Ólafsson, 29.10.2010 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning