21.10.2010 | 02:05
Eigum við að láta erlenda aðila reisa virkjanir fyrir álver hér á landi?
Þetta er mjög stór samvisku spurning fyrir þjóðina. En, fyrir liggur nú að fullkomlega virðist útilokað að orkufyrirtækin í eigu ríkisins eða hins opinbera, öðlist á næstunni það lánstraust erlendis - að þau stóru lán er þarf til að byggja þær risavirkjanir er slík álver þarfnast, fáist. Ef virkjana framkvæmd fer til erlends aðila, er sá líklegasti til verks - Magma Energy í eigu Ross Beaty.
- Ofangreint er ástæða þess að engar af þeim orkufreku framkvæmdum er ríkisstjórnina planlagði að setja af stað, hafa komist til framkvæmda.
- Ekki einu sinni virkjun við Búðarháls, sem er þó til mikilla muna smærra verkefni en þau hin, og að auki til að knýja stækkun þegar starfandi álvers.
- Eina leiðin til að starta þessum framkvæmdum, virðist vera að fela Magma Energy að reisa virkjanir fyrir þau álver - eða eitthvert ónefnt annað fyrirtæki ef til vill kínv.
Viljum við fleiri álver - Já / Nei!
Til að vera viðræðuhæft þarf fólk að mynda sér þessa grunnskoðun.
- Já - þíðir að menn eru til í erlenda eignaraðild á þessum virkjunum.
Hver sá erlendi aðili verður, þá tekur hann fjárhagslegu áhættuna við verkið - sem eigandi virkjunar mun sá ráða orkuverðinu að sjáfsögðu, auk þess að viðkomandi mun hafa rétt til að flytja hagnaðarhlut af starfseminni úr landi.
Útflutningur hagnaðar - lækkar eitthvað þjóðarframleiðsluna samanborið við það, að innlendir aðilar hefði átt þá virkjun, og hagnaður væri því skattlagður hérlendis.
Virkjun hefur fáa starfsmenn í eðli sínu og því tekjur af launum litlar.
Ríkið mun þó fá auðlindagjald - sem þó er lágt, og eðli sínu borgar virkjunarfyrirtækið þá lágu skatta sem annar rekstur hérlendis borgar.
Sem sagt, ríkið fær minni tekjur vegna þess að það á ekki virkjunina - en á móti kemur, að þ.s. það hefur enga möguleika til þess að reisa virkjun af slíku tagi á næstu árum, þá í raun og veru er það í þessu tilviki að fá tekjur sem það annars mun ekki fá.
- Gallar?
Pólitísk áhrif: Þetta ætti að vera augljóst - en segjum t.d. að fyrirtæki Ross Beaty Magma Energy, reisi virkjanir fyrir hvorttveggja virkjanir fyrir Húsavíkur álver og Helguvíkur álver.
Þá erum við að tala um að skapa langtímaaðstæður þ.s. gríðarlegt fjármagn streymir í sjóði þess fyrirtækis, frá orkusölu til þessara tveggja álvera.
Mikið fjármagn er sama og mikil pólitísk áhrif. Þetta höfum við séð eftir innleyðingu kvótakerfis og svokallaðir kvótakóngar urðu til. Þetta sáum við enn meir, eftir einkavæðingu bankanna og eigendur þeirra urðu til mikilla muna enn ríkari en kvótakóngarnir. Áhrif Ross Beaty verða einhvers staðar á skalanum þarna á milli.
Því miður hafa íslenskir stjórnmálamenn a.m.k. reynst vera eins spillanlegir og stjórnmálamenn annars staðar. Svo, ef þessar aðstæður eru skapaðar, má búast við að Ross Beaty muni þaðan í frá öðlast mjög mikil áhrif á framtíðar stefnumótun í sambandi við nýtingu jarðhita- og vatnsaflsauðlinda Íslendinga.
Við skulum segja, að pólit. áhrif kvótakónga og síðar eigenda bankanna, hafi verið augljós - ákvarðanir stjórnvalda t.d. verið grunsamlega hlinntar hagsmunum bankanna alla tíð síðan þeir voru einkavæddir. Þar á undan, þ.e. áratuginn þar á undan, sem má kalla áhrifatíma kvótakónga, hafi það sama gilt að ákvarðanir stjórnvalda voru grunsamlega mikið í samræmi við hagsmuni kvótakónga.
Þannig, að skv. því, má reikna fastlega með - að framtíðar auðlinda stefna varðandi nýtingu orkuauðlinda, verði mjög í samræmi við sjónarmið hins nýja stórtæka rekstrareiganda á því sviði hérlendis.
- Eigum við ekki að segja, að vera má að auðlindanýting fari ekki bara í hraðgýr heldur fluggýr.
Er einhver leið að girða fyrir þetta?
- Það má auðvitað hugsa sér þá reglu, að sólarlags ákvæði verði sett í slíka virkjana samninga - sbr. að eftir 40 ár að hámarki eignist ríkið eða hið opinbera viðkomandi virkjun að fullu. Möguleiki er einnig um að fyrirkomulagið verði kaupleiga. En hitt kemur einnig til greina, að samningur kveði einfaldlega um að ríkið/hið opinbera eigi virkjun eftir 40 ár án þess að greiðslur komi til.
- Að passa sig á að ef Ross Beaty fær annað verkefnið. Þá verði annar algerlega óskildur aðili látinn fá hitt verkið - þannig álaginu dreift.
Ef Ross Beaty fær bæði - held ég að ofangreind útkoma verði óhjákvæmileg.
Eign verður að renna út innan temmilegra tímamarka - 40 ár skv. minni skoðun er sanngjarnt viðmið.
- Varðandi álverin sjálf!
Þau eru auðvitað langt frá því versta sem hægt er að byggja, þegar kemur að verksmiðjum. Gallar eru auðvitað nokkrir - varðandi gagnrýnina sbr. hve dýr störfin þar eru þá er augljósa ábendingin að þann kostnað borgar eftir allt saman fyrirtækið sem á og reisir það álver. Svo sá kostnaður kemur okkur ekki með neinum beinum hætti við. Við njótum launanna og ríkið skatta af þeim launum. Þetta eru líka ágætlega borguð störf.
Hinn bóginn er dálítið villandi að skoða þjóðhagsleg áhrif útfrá útflutningi á áli - þ.s. á móti útfluttu áli kemur innflutningur á hrá- eða súráli sbr. "bauxit". Síðan þarf einnig að draga frá hagnað eigenda - þegar metin eru áhrif á þjóðarframleiðslu.
Árið 2009 skv. Hagstofu:
Fiskur 42%
Orkufr. iðn. 36%
Samt. 78%
- Þetta segir okkur sbr. ofangreint að fiskur aftur sé orðinn okkar mikilvægasti útflutningur.
Svo auðvitað þurfum við einnig að meta áhrif skv. hugtakinu "opportunity cost" þ.e. hvað annað hefði verið hægt að gera við þau svæði sem eru virkjuð.
Þ.e. auðvitað megin inntak gagnrýnenda - að umhverfisskaði sé slíkur að þeirra mati, að betra sé að sleppa frekari framkvæmdum - þ.e. nýting af öðru tagi sé annað af tvennu verðmætari til lengri tíma litið - eða eins og jafnvel sumir segja að þau svæði hafi slíkt verðmæti í sjálfu sér óháð öllum nýtingarsjónarmiðum að þau verði að verja.
Ef ekki verður af álverum!
Þ.e. ekki endilega heimsendir fyrir ísl. efnahagsmál - jafnvel í ljósi núverandi stöðu.
Vandi hagkerfisins þ.e. starfandi fyrirtækja og fjölmennra hópa almennings, er gríðarleg skuldsetning sem að öllu óbreyttu mun takmarka til mikilla muna möguleika þeirra til að standa undir nýfjárfestingum - og það til margra næstu ára, sennilega vart skemmri tíma en næsta áratuginn.
- Þetta þíðir á mannamáli - að þá verður hagvöxtur hér á landi mjög - mjög lítill yfir sama tímabil, þ.e. ástand sem við köllum stöðnun.
- Hún getur sem sagt skv. því staðið yfir í heilann áratug, jafnvel rúml. áratug.
- Það mun þíða fjölda-atvinnuleysi og fólksflótta frá landinu, yfir allt það tímabil.
Leiðin sem fara verður er krystal klár - ef ekki verður af álverum - en efla á samt sem áður hagvöxt:
- Lækkun skulda!
Það er þá engin önnur leið þá fær en lækkun skulda - og þ.e. mjög vel möguleg aðgerð, og er sannarlega hægt að framkalla hagkerfislegann viðsnúning með þeim hætti, og þá geta álverin alveg verið óþörf.
Þ.s. þarf að gera er að framkalla nýtt gjaldþrot bankakerfisins - en þ.e. í dag starfandi gjaldþrota sem dauð hönd á hagkerfinu, sem ljóst er af tölum skýrslu AGS þess efnis að slæm lán séu 45% af bókfærðu verðmæti.
"Bad bank approach" - skuldir skildar eftir í gamla banka sem gerður er gjaldþrota.
- Nýr banki stofnaður og innlán færð yfir í hann.
- Að nýju farið í það að semja við þrotabú um yfirfærslu lánapakka gegn djúgum afslætti.
- Nýr banki fær frá ríkinu skuldabréf til eignar svo hann geti hafið útlánastarfsemi.
- Til að lágmarka kostnað ríkisins, væri best að gera alla 3. bankana gjaldþrota í einu, en síðan mynda úr þeim aðeins einn banka - og bjóða þrotabúum sameiginlega eignaraðild.
- Innlán væru færð yfir á genginu 0,5 þ.e. lækkuð í verðgildi um helming.
Samanlagt - með þessu á að vera hægt í eitt skipti - án þess að sökkva ríkinu 50 föðmum undir - að framkalla stóra afskrift skulda sem hvort tveggja fyrirtæki og einstaklingar fái síðan að njóta.
Sú lækkun vaxtagjalda þeim til handa - síðan orsakar aukningu umsvifa innan hagkerfisins þ.e. sjálfssprottinn hagvöxt.
Ég er skotnari í þessari leið en álveraleiðinni!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ein mistök hjá þér í röksemdafærslunni þ.e. virkjunareigendur gætu ekki ráðið raforkuverðinu. Það eru nú þegar lög í landinu sem setur raforkuhækkun skilyrði og hækkunina þarf að samþykkja. Ég bendi á að það voru ekki erlendir eigendur bankanna sem keyrðu þá niður það voru Íslendingar. Aðalatriðið ætti að vera líkt og tryggt er í Magma málinu að við eigum auðlindirnar og stýrum notkun þeirra.
Ég sé ekki mikinn mun á því að erlendir aðilar eigi virkjanirnar eða erlendir skuldaeigendur fjármagni þær.Í raun ætti það að vera betra því að þá eru þetta ekki skuldir á fjármálahlið efnahagsreiknings Íslands. Meginatriðið hlýtur að vera að þær komist sem fyrst af stað og fari að skapa verðmæti, atvinnu og afleidd störf. Tíminn er stór faktor í þessu og af honum höfum við misst of mikið nú þegar.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 21.10.2010 kl. 06:11
Ég var að tala um orkuverðið sem viðkomadi virkjun í eigu einka-aðila myndi selja sína orku til viðkomandi orkukaupanda, þ.e. viðkomandi álframleiðanda.
Ég var aldrei að tala um verð orkunnar til almenning.
Þetta er nákvæmlega sama röksemdafærslan fyrir þessa auðlynd og fyrir fiskinn.
Þessu myndi fylgja mjög mikil pólit. áhrif með sama hætti.
Síðan að aðilinn þess vegna, muni þaðan í frá hafa mikil áhrif á innanlands pólit. stefnumótun um virkjanamál.
----------------
Við þurfum að meta total áhrifin - ekki skammtíma vegna þess að við óttumst að hafa það slæmt til skemmri tíma. Óttinn má aldrei ráða för.
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.10.2010 kl. 11:05
Hið minnsta - ekki láta Ross Beaty hafa virkjanir fyrir bæði álverin. Það myndi orsaka of mikil pólit. áhrif hans og fyrirt. hans.
-----------
Það verður þá að vera þannig, að ef hann fær annað verkið kemur hann í reynd ekki til greina fyrir hitt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.10.2010 kl. 11:50
Ég er ekki sammála þeirri hugsun að virkjanir per se séu auðlind. Virkjanir eru fyrirtæki eins og önnur og munu þurfa að skila nýtingargjaldi fyrir orkuauðlindina.Samkvæmt þessari skilgreiningu þinni ertu að segja að við verðum að eiga allar vatnsátöppunarverksmiðjur, öll orkuver, allar útgerðir,og hvar endar þetta? Eigum við líka að eiga allar rollujarðir þar sem rollurnar bíta gras á almenningi?
Er ekki aðalmálið að fyrirtækin greiði gjald fyrir nýtinguna og við höfum lagasetningarúrræðin okkar megin. Hvert eiga þeir svo sem að fara með virkjanirnar? Í raun eru þessir útlendingar að taka mun meiri áhættu en við!
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 21.10.2010 kl. 13:04
Nei - ég segi einungis að við eigum að eiga allar virkjanir. Átöppunarverksmiðjur eru ekki að framleiða rafmagn.
Á hinn bóginn - er ég einnig andvígur því að vatn til átöppunarverksmiðja sé leigt til lengri tíma í einu en 25-40 ár.
Enga 99 ára samninga eins og á Snæfellsnesi.
-----------
Ég er að segja, að tilteknar grunnauðlindir verði skilgreindar sem strategískar að þjóðhagslegu mikilvægi - vatn, jarðgufa, fiskur og olía (loks er vinnsla hefst).
Það verði aðrar reglur um nýtingu strategískra auðlinda.
Ég er ekki sammála því, að það eina sem skipti máli sé auðlindagjald - og fyrirt. borgi skatta.
Ég tel leigu til lengri tíma en 40 ára vera raunsölu á auðlind, og er slíku algerlega andvígur.
Ég tel ekki nauðsynlegt að ríkið eða þjóðin eigi átöppunar verksmiðjurnar, en tel svo eiga við virkjanir. En, til í að gefa einkaaðilum rétt til eignar virkjana til takmarkaðs tíma þ.e. 40 ára, sem ætti að duga til að þeir nái kostnaði til baka.
Tel þetta einnig alveg duga þeim sem vilja byggja hér upp orkufyrirt. í samkeppni við ríkið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.10.2010 kl. 14:46
Sæll. Einar þessi leið var farin fyrir 10 eða 15 árum í Kanada, Bresku Kólumbíu þar sem virkja var og staðaryfirvöl komu einnig að bæði var það að orku vantaði fyrir samfélagi og álfyrirtækið atvinnuleysið á þessu svæði var hátt á þessum tíma, ef rétt er munað var það Alcan fyrstu árin eða 5 árin greiddi álfyrirtæki lágt orkuverð nálagt kostnaðarverði síðan með stig hækkandi verði samning til 20 ára verði þessi leið farinn ætti hámarkið á samningi að vera 20 ár.
Kv. Sigurjón
Rauða Ljónið, 21.10.2010 kl. 15:29
Það væri algerlega til umræðu að hafa það 20 ár.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.10.2010 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning