20.10.2010 | 00:52
"Skuldir fyrnist á 2 árum" - ég fagna breytingunni, en mun skuldugur almenningur óska eftir eigin gjaldþroti, til að losna við allar skuldir eftir 2 ár?
Það er engin vafi á að þessi breyting mun hafa mikil áhrif á íslenska lánastarfsemi til lengri framtíðar.
Skuldir fyrnist á tveimur árum Ríkisstjórnin samþykkti nú í hádeginu frumvarp sem gerir ráð fyrir því að skuldir fyrnist tveimur árum eftir gjaldþrot...Verði frumvarpið samþykkt verður ekki hægt að viðhalda skuldakröfum lengur en sem þessum tíma nemur.
Fyrningafrumvarp kom fjármálastofnunum í opna skjöldu Nýja frumvarpið felur hins vegar í sér að kröfuhafar, það er að segja bankar og aðrar lánastofnanir, geta að uppfylltum ákveðnum skilyrðum fengið kröfu sína endurnýjaða eftir tvö ár með því að höfða mál á hendur skuldaranum fyrir dómstólum.
Fjármálastofnanir þurfa þá að sýna fram á að brýn ástæða sé til að viðhalda kröfunni, og að líkur séu á að eitthvað fáist upp í hana. Skilyrðin eru meðal annars að skuldari sé staðinn að saknæmu athæfi eða annarri ámælisverðri háttsemi, eftir því sem næst verður komist.
Skemmri tíma afleiðingar
Spurning er þó einnig um skemmri tíma afleiðingar: Er búið að opna nýja útleið fyrir skuldugann almenning? Ég að fara fram á gjaldþrots úrskurð yfir sjálfum sér!
Mér sýnist að allt í einu sé gjaldþrot orðin vænlegasta leiðin fyrir skuldara sem í boði er. Ég velti fyrir mér, hvort þeir sem hokra undir sligandi skuldabyrði, jafnvel þó lán hafi verið lækkuð niður að 110% veðhlutfalli og að auki fengið tímabundna lækkun greiðslubyrði, fari ekki að athuga hvort þeir geti farið sjálfir fram á gjaldþrots meðferð yfir sjálfum sér.
- Með stöðu bankakerfisins í huga er virðist á barmi gjaldþrots nú þegar - skv. AGS 45% lána skv. "book value" þ.s. kallað er "non performing". Sem þíðir að þau lán eru lítils til einskis virði.
- Á sama tíma, er enn talað um 17% eiginfé að meðaltali.
- Skv. þessu fæ ég ekki séð annað en að eigiðfé þeirra sé nemi rétt við brúnina - ekki viss hvorum meginn!
- En, ef óskir um gjaldþrot fá náð í verulegum fj. - en ég held þá þurfir úrskurð dómara - þá geti fj. "non performing" lána aukist umtalsvert - svo þeir einfaldlega rúlli!
Segi, að mér myndi ekki koma það á óvart að ef fj. einstaklinga í kjölfar þessarar lagasetningar fari að kanna rétt sinn og lagaskilyrði fyrir því að geta fengið gjaldþrots úrskurð.
En, ég er alveg viss, að fólk geti reddað sér því, að það missi vinnuna svo tekjurnar hrapi úr öllu valdi - ef e-h viðbótar ít, þarf til að dómari samþykki þann úrskurð.
En, mig grunar, fyrir utan eðli sínu sjálfsmiðaða sjálfsbjargar viðleitni, - en að vera laus allra skulda sbr. að vera staddir í því er annars lítur út fyrir að vera æfilangur skuldaklafi hlýtur að höfða sterkt til hópa af fólki-, þá einfaldlega séu töluverður hluti þjóðarinnar fyrir utan það alveg til í að sjá bankana rúlla, enda margir í dag pirraðir útí þá.
Ég velti því fyrir mér hvort ríkisstjórnin hafi áttað sig á þessum möguleika - eða hvort hún sé haldin slíkri blindri sýn á ágæti þeirra leiða er hún hefur fram að þessu boðið skuldurum landsins - að henni hafi ekki komið hann til hugar!
Lengri tíma afleiðingar
Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda: Þetta er mjög góð og löngu tímabær réttarbót og ég vil hrósa ríkisstjórninni fyrir þessa tillögu. Hún gæti leitt til vatnaskila í skuldaskilum landsmanna.
- Til lengri tíma litið, er verður mikilvæg sú mikla tilfærsla samningsstöðu milli skuldara og eigenda þ.e. til skulda.
- Klárlega verður ekki lengur eigendum skulda það í hag eins og verið hefur, að óska eftir gjaldþroti einstaklings er skuldar þeim.
- Nú geta allt í einu skuldunautarnir farið að hóta af fara í gjaldþrot - nema að þeir gjöri svo vel og gefi eftir hluta skulda.
- Það tekur enda sú óskaplega grimmd er ríkt hefur, þ.s. dæmi eru þess, að fólk hafi verið elt fram á gamals aldur, jafnvel gerðar kröfur í dánarbú!
Andri Geir Arinbjarnarson: Ný gjaldþrotalög kalla á áhættumat
Ný gjaldþrotalög virðast um margt góð. Þessi lög munu veita lánastofnunum gríðarlegt aðhald. Aðeins verður hægt að lána til þeirra einstaklinga sem standast strangt og heilstætt áhættumat. Gamla greiðslumatið mun heyra sögunni til og það sama á við uppáskriftir ættingja.
Líklegt er að svona gjaldþrotalög kalli á áhættumat eins og gerist í Bandaríkjunum, þar sem hver einstaklingur fær áhættueinkunn frá 300 til 850, þar sem 300 er lægsta einkunn en 850 hæsta. Aðeins þeir sem eru með einkunn upp á 700 fá lán á góðum kjörum. Þá munu vextir einnig taka mið af veðhlutfalli. Þannig munu þeir sem taka lán fyrir aðeins um 50% af verðmati eignar og hafa áhættueinkunn yfir 700 fá bestu kjörin. 80% lán verða aðeins í boði til allra traustustu kúnnanna.
Þó skuldir hverfi á tveimur árum mun það taka mun lengri tíma að vinna aftur upp lánshæft áhættumat.
En svona lög munu einnig hafa önnur áhrif sem fasteignasalar verða síður hrifnir af. Þar sem erfiðara verður að fá lán og upphæðirnar verða lægri mun það hafa áhrif á framboð og eftirspurn sem mun leiða til verðlækkunar. Afrakstur af leiguhúsnæði mun batna.
Þó þessi gjalþrotalög munu koma fólki sem verst er statt í augnablikinu til góða, munu lögin líklega í framtíðinni gagnast fjársterkum aðilum best, þeir munu fá bestu lánskjörin og geta nýtt sér fallandi fasteignaverð.
- Það þykir mér alls ekki ólíklegt, að þessi breyting muni leiða til varfærnari lánastarfsemi - þ.s. áhætta þeirra er lána er allt í einu stórlega aukin - jafnvæginu breytt skuldurum í hag, þá ætti það að leiða til þess, að lánveitendur sjálfir verði varfærnari í mati sínu á því hverjum þeir lána.
- Þetta er þannig sennilega rétt ábending, að bankarnir muni taka upp til muna nákvæmari áhættumat - má vera að þeir sæki sér þá tilteknu fyrirmynd er hann nefnir.
- Lánsupphæðir sennilega verða lægri - og krafan um eigið fjárframlag mun hækka, þ.e. engin 90% lán lengur. Sennilega ekki umfram 70-80% og einungis þeir sem lengi hafa verið í viðskiptum við viðkomandi stofnun líklegir til að fá slík lán.
- Síðan má vera að útlánabólur af því tagi sem núverandi kerfi skapaði - muni heyra fortíðinni til og aldrei koma aftur! En klárlega hvetur það til áhættuhegðunar um lánveitingu, hve áhætta lánveitenda hefur verið lítil - einmitt vegna þess að lánþega hefur verið hægt að elta jafnvel út yfir gröf og dauða.
- Auk þessa einnig spurning, hvort þá heyri einnig svo svæsnar fasteignaverðbólur sbr. þá sem átti sér stað á umliðnum áratug sögunni til - þ.e. að verð á eignum verði aftur eðlilegri og betra jafnvægi komist aftur á fasteignaverð.
Þetta eru allt jákvæðar breytingar - ríkir munu alltaf á öllum tímum hafa betri lánskjör.
Þ.s. mun gerast er að allt í einu mun skapast öflugur hvati til sparnaðar.
- Það verður til mikilla bóta fyrir bankakerfið í framtíðinni - sem getur þá farið að fjármagna sig með sparnaði.
- Þetta mun líka breyta hegðun almennings - þ.e. eina leiðin til að eignast íbúð, mun vera að spara sér fé og safna - í flestum tilvikum árum saman.
- Þá mun lífsstandard unga fólksins snar breytast og virðing þess fyrir fé - þ.e. mjög mun draga úr þeirri tilhneygingu til skuldasöfnunar frá unga aldri þ.e. eignast allt strax, er hefur verið síðustu 15 árin.
Það þíðir þá - að fólk fer út á leigumarkaðinn - og ver þar mörgum árum. Er ekki að eyða í óþarfa. Safnar sér þeim 2 eða 3 milljónum, (eða 3-4) sem það mun þurfa að eiga til að geta keypt sér sína fyrstu íbúð (fær auðvitað lánið þ.s. það hefur sparnaðarreikninginn).
- Það má vera að þá fækki þeim ungu, sem eiga bíla en fjölgi þeim er ferðast með strætó eða á reiðhjóli.
- Ég sé fyrir mér heilbrigðara þjóðfélag - til muna líkara því sem tíðkast í Evrópulöndum.
- Auðvitað verður Íbúðalánasjóður áfram til staðar.
- Það einnig verða lífeyrissjóðir.
- Lífeyrissjóðslán og lán Íbúðalánasjóðs verða sem sagt áfram til.
Niðurstaða
Ég fagna breytingunni og vonast til þess að hún nái fram að ganga. Jafnvel þó svo að skammtíma afleiðingar geti orðið umtalsverðar - þ.e. framkallað fall bankakerfisins, þá tel ég samt að svo stórfelld réttarbót sé þetta, sem að auki sé líkleg til að framkalla margvíslegar jákvæðar breytingar á Íslandi í framtíðinni - að ég styð hana heilshugar.
Bankakerfið þarf þá bara að gera upp á nýjan leik! Þá hryndum við einfaldlega þeirri aðgerð í verk!
-------------------
Einn stórann varnagla þarf þó að setja - en þ.e. hvernig akkúrat ákvæðin sem virðast gefa bönkum færi á að fara í mál við skuldunauta og kæra sig inn á hann á nýjan leik eru útfærð.
Marínó G. Njálsson: ég fæ ekki betur séð út frá þessum texta (hef ekki séð frumvarpið) en að hægt verði að rjúfa fyrningu. Spurningin er aftur hvað gerist ef það er gert. Mun þá hefjast 10 ára fyrningarfrestur eða nýr 2 ára.
Marinó G. Njálsson, 20.10.2010 kl. 00:45
Þessi ákvæði geta huganlega grafið undan þessari viðleitni til að framkalla alla þær hinar jákvæðu breytingar, sem ég nefndi að ofan.
Jafnvel ónýtt málið! Þannig glutrist þetta mikla tækifæri niður, fari forgörðumþ
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:00 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning