19.10.2010 | 02:09
Kreppan á Evrusvæðinu var eins óhjákvæmileg og bankakreppan á Íslandi!
Stóra vandamál Evrunnar, er viðskipta ójafnvægi er byggðist upp smám saman innan Evrusvæðisins á umliðnum áratug.
Svo rammt kvað af því ójafnvægi, að ég fullyrði að kreppa innan Evrusvæðis var eins óhjákvæmileg og bankakreppan á Íslandi var!
En, það einfaldlega er ósjálfbært ástand, þegar aðilar A safna bara skuldum, á meðan aðilar B, safna bara eignum. Á endanum, er kreppa fullkomlega óhjákvæmileg.
Hvernig gerðist þetta?
Meðan Þýskaland hélt innlendum kostnaðarhækkunum í skefjum, slökuðu mörg önnur lönd á klónni eftir að þau voru kominn inn á Evrusvæðið, og misstu kostnaðarhækkanir úr böndum - þ.e. laun og verðlag.
Þetta framkallaði það ójafnvægi sem myndaðist, og hélt áfram að magnast allan umliðinn áratug, þ.e. að vörur landanna þ.s. kostnaðurinn hækkaði mikið vs. Þýskaland, þeirra vörur töpuðu samkeppnishæfni einmitt við Þýskar vörur, þannig að umliðinn áratug skapaðist vaxandi viðskipta ójafnvægi "current account imballances / trade immballances" - þ.e. löndin með hallan fluttu í vaxandi mæli inn þýskar vörur og söfnuðu viðskiptaskuldum við þýskaland, á sama tíma og þau í reynd héldu uppi atvinnu í þýskalandi samtímis því að þau fjármögnuðu mikla lána-útþenslu þýskra banka.
The Economist: Euro follies
Takið eftir hinum gríðarlega mun milli landanna þ.s. verðbólga - en kostnaðarhækkanir eru ekkert annað en verðbólga - var svo greinilega miklu hærri en í Þýskalandi.
The Economist: Fixing Europe's single currency "Ireland and Spain did not flout the fiscal rules in the boom years, yet both are in trouble now. The bigger failing is that several (mostly Mediterranean) members have suffered a huge loss of competitiveness against Germany and other northern countries. This shows up in yawning imbalances inside the zone. Too many governments believed that, once in the euro, they could worry less about competitiveness. Actually, they should have worried more, because they have lost for ever the let-out of devaluation."
Nákvæmlega málið -"they should have worried more"- þau áttuðu sig ekki á, að innan Evru eru lönd í þráðbeinni samkeppni við Þýska hagkerfið innan sama gjaldmiðils.
Ef samkeppnishæfni glatast innan svæðisins, er hún ekki með neinum auðveldum skjótum hætti unnin til baka.
Eins og Economist bendir á, þá er ekki hægt að fella gengi lengur - sem þíðir að ef slaki í hagstj. hefur leitt til þess, að þínir atvinnuvegir hafa tapað samkeppnishæfni vegna þess að laun og verðlag hafi hækkað meir en í samkeppnislöndum innan sama svæðis, þá er eini möguleikinn að vinna þá samkeppnishæfni til baka, að lækka þau laun og verðlag aftur.
Ástandið er kallað - verðhjöðnun. Þetta er þ.s. ríkin sem létu innlendan kostnað fara langt framúr þýskalandi standa frammi fyrir.
Viðskiptahallanum fylgdi líka skuldasöfnun
The Economist: Euro follies
- Eins og sést eru mörg lönd komin með halla langt yfir 3% sem er hámark þ.s. heimilt er að hafa skv. reglum Evrusvæðisins.
- Að auki eru mörg lönd komin framúr því skuldahámarki, þ.e. 60%, sem heimilt er.
Þess vegna, eru stofnanir ESB að þrísta á að löndin skeri níður, sýni fram á hvernig þau ætla sér að vinna hallann niður og á sama tíma skuldirnar.
Þ.e. auðvitað ekki heyglum hent, að framkvæma niðurskurð á halla - sama tíma og þú getur ekki fellt gengi - og einnig þar fyrir utan þurfa samtímis að keyra niður laun og almennt verðlag.
Efnahagslega séð - er þetta fullkomin stormur!
"The Economist: Euro follies Adjustment by cutting wages is quite brutal, especially without the support of an expansionary fiscal policy."
Nákvæmlega - það verður brútalt!
Fullkomlega fyrirsjáanlegt að þetta mun framkalla efnahags samdrátt í þeim ríkjum.
Það mun síðan flækja málið þegar kemur að því að standa við hinar hratt vaxandi skuldir - sbr. "sovereign debt crisis".
Þ.e. nánast öruggt fullyrði ég - að eitthvert ríkjanna mun "defaulta" þ.e. fara í greiðsluþrot. Jafnvel fleiri en eitt.
Hefur The Economist einhverjar lausnir?
Þeir nefna hugmyndir Keynes!
"John Maynard Keynes believed that in a fixed exchange-rate system, the burden of adjustment to trade imbalances should fall equally on deficit and surplus countries. So he proposed that excess trade surpluses should be taxed (see article)."
En þ.e. ekki möguleiki að Þjóðverjar muni samþykkja sérskatt á sig.
Hvað með það að búa til verðbólgu?
"It is possible to come up with other heretical answers to the euro areas imbalancesfor instance, tolerating a higher inflation rate, at least temporarily. Workers are usually reluctant to accept the pay cuts required to regain competitiveness. A higher inflation rate would make it easier for relative wages in different countries to adjust, because a cut in real wages would be easier to disguise with inflation of, say, 4% or 5% than the 2% that the ECB now aims for."
Ágætlega rökstutt hjá þeim - en þ.e. ekki heldur nokkur séns, að Þjóðverjar sætti sig við þá aðferð.
Einnig er ljóst, að Þjóðverjar munu ekki losa um sína hagstjórn, og heimila kostnaðarhækkanir hjá sér - þ.s. þeir eru einfaldlega ekkert að bera sig saman við önnur Evrópuríki, nei þ.s. þeir eru að bera sig við eru ríki Asíu þ.s. laun eru enn lægri.
Síðan að lokum nefni ég eina mögulega lausn til bjargar Evrunni?
- Hún er sú að Þjóðverjar sjálfir yfirgefi hana, taki upp nýtt "D-Mark".
- Þá verðfellur Evran væntanlega stórt.
- Það framkallast sú kostnaðarlega aðlögun, sem ríkin með innlendan kostnað umfram Þýskaland þurfa að framkvæma, til að endurvinna tapaða samkeppnishæfni sína gagnvart Þýskalandi.
Niðurstaða
Ofangreint er ástæða þess, að ég er skeptískur á framtíð Evrunnar og tel hrun hennar líklegt - en þó ekki öruggt.
En, svo brútalt verður næsta ár fyrir fjölmörg aðildarlönd Evrusvæðisins, að ég hef miklar efasemdir um að efnahagslega muni hlutir ganga upp.
Þegar land eftir land stendur frammi fyrir þroti, þá getur ímislegt skeð!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er eðlilegt að vera "skeptískur " á framtíðina. Sértaklega í ljósi áfalla og kreppu samtímans. Heimsósómakvæði eru sérstök listgrein sem Íslendingar kunnu öðrum frekar á síðustu öldum. Ég hef ekkert meiri "trú"á Evru frekar en dollar eða Yeni en geri ráð fyrir að veikleikar og styrkleikar slíkra mynta fari mjög í sveiflum og þessar sveiflur hafa pólitsk áhrif sem virka gagngkvæmt á viðkomandi myntir og "þrói" þær áfram í samræmi við vilja þeirra sem þurfa að nota þær. Þannig er saga Evrunnar stutt og þaðmá segja að þetta sé fyrsta fyrirsjáanlega áfall myntsamstarfssins. Hvað það kemur okkur við er mér alveg hulið. Við þurfum réttilega að afnema krónuna fyrr en síðar. Það tekur tíma og engin leið er fyrirsjáanlega opin nema aðgangur að Evru sem hefur kosti og galla. Það væru líka kostir og gallar við að taka upp dollar en það er ekki jafn eðlileg leið þar sem við yrðum að gera það einhliða. Einhliða afsal fullveldis í fjármálum er ekki góður kostur. Þess vegna eru samningar um aðild að ESB leið til að halda skaðsemi afsalsins í lágmarki, enda myndi þjóðin eiga aðild að samstarfinu formlega. Um aðrar myntir einsog norskar krónur er ekki samstarf fær leið og hver vill afsala sér fullveldi fjármála ríkisins til Noregs án nokkura stjórnmállegra réttinda sem samningar veita.
É skil þessa skepík ágætlega hjá þér en finnst hún þráhyggjukennd og mótsagnakennd þar sem engir fullkomnir kostir eru til í fjármálaheiminum yfirleitt. Hvergi. Ekki einu sinni innan ESB. Meira að segja er ESB í sífelldri mótun og ófyrirsjáanlegt í smáatriðum en í stóru dráttunum fyrirsjáanlegt og það sem ég sé fyrir mér er skárra flest annað sem borið er á borð fyrir okkur.
Gísli Ingvarsson, 19.10.2010 kl. 08:22
Gísli - smá munur á Dollar og Jeni, að bakvið þá gjaldmiðla standa þjóðríki.
Það gefur þeim dýpt sem Evran getur ekki haft meðan ESB er ekki sambandsríki.
Mín skeptík er vel útskýrt og rökstudd. Aftur á móti sé ég engan rökstuðning hjá þér, einungis pirring í bland við óútslýrðar fullyrðingar.
2010 verður crunch árið fyrir Evrusvæðið, sem mun ráða því hvort hún lifir eða deyr.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 10:06
Evan er í eðli sínu "fixed exchange rate system" þ.s. þjóðríki ákveða að festa verðmæti gjaldmiðla. En, Evran er einungis viðbótarskref þ.e. að mynda úr slíku einn gjaldmiðil. En, þjóðríkin eru enn til staðar.
Vandinn er að fram að þessu hafa öll "fixed exchange rate system" hrunið. Engin hafa lifað. Þau hafa alltaf hrunið af sömu ástæðum - sem eru akkúrat þær sömu og skapa hættu fyrir tilvist Evrunnar.
Þ.e. viðskipta ójafnvægi sem skapast vegna samkeppnishæfni vandamála, sem síðan framkallar kreppu og að lokum hrun kerfisins.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 10:19
Bandaríkin eru ekki þjóðríki svo það sé nú bara endanlega afgreitt.
Gísli Ingvarsson, 19.10.2010 kl. 10:29
Ef USA hefðu tekið upp dollar í dag hefði nákvæmlega sama umræða skapast og núna um Evruna. Það er himinn og haf á milli "ríkja" USA. Kaifornía og Texas eru ekki á sama level og Luisiana og Norður Dakota. Þessi ríki hafa ekkert um framtíð sína að segja nema ofurseld furðum Dollara-svæðisins. Dollara-svæðið er undir pressu frá lágskráðum myndum einsog kínverska rúbluígildinu. Það að "rúblan" sé ekki meiri player er bara rússnenskri efnahagsóstjórn að kenna. Þeir læra þetta á endanum. - Það er nefnilega alveg hægt að tala um dollar og evru samhliðpa enda er Evran hönnuð sem "endurbætt" og nútímaleg útgáfa á dollarahugmyndinni. Það er seðlabanki evrópu sem er sjálfstæð stofnun í eigu ESB á meðan Federal Reserve er einkafyrirtæki í þjónustu alríkisstjórnarinnar. Vegna langrar hrakfallasögu dollarsins sem spannar bráðum tvær aldir þá er forskot þeirra í lagaumhverfi betur aðlagað miðstýringu en Evran en það er raunar eini marktæki munurinn og verður erfiðast að brúa því miðstýringarfælni okkar evrópubúa þegar kemur upp á milliþjóðaplan er alkunn og auðskilin. Þú skalt samt ekki halda að það séu fáir Bandaríkjamenn sem myndu vilja "splitta" dollaraunum í smærri myntir sem löguðu sig betur að því efnahagsumhverfi sem ríkin sannarlega búa við. Þess vegna er ég pirraður á menn sjái þetta ekki eða túlka svona einhliða veruleikann. Hvaða ríki USA hafa gert sjálfstæðan samning við alríkissstjórnina um gjaldeyrismál þar sem úrsögn er meðal annars úrræði. Ekkert þeirra. Það er nú þetta alræmda frelsi sem USA er byggt á. USA er ekkert annað en úrelt ESB.
Gísli Ingvarsson, 19.10.2010 kl. 10:44
Stóra málið er að alríkið er með 75% skatttekna, og Bandar. eru þjóðríki.
Lykilatriðið í því að tala um Bandar. sem þjóðríki er að allir Bandar.m. líta á sig sem Bandar.m. og tilbiðja fánann sinn og um leið stjórnarskrána o.s.frv.
Þeir finna til með öðrum Bandar.m. langt umfram þ.s. þeir finna með fólki utan Bandar.
Þeir þurfa ekki að vera eitt fólk í þeim skilningi að vera einn kynþáttur.
Vegna þessa, mynda Bandar. miklu meiri heild en Evrópa gerir, og alríkið hefur margfaldar bjargir til að aðstoða fátækari svæði á við þ.s ESB hefur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 11:21
Aðalmunurinn á Evrunni og kerfi eins og Bretton Woods og gullstandardinum, er sá að það mun kosta meira að yfirgefa Evruna.
Það þíðir að það þarf dýpri kreppu til að framkalla hrun Evrunnar en Bretton Woods eða Gullstandardinn. En, það þarf ekki að vera heimskreppa einungis verri kreppa á því svæði.
Þ.s. stefnir í er perfect stormur - niðurskurður, launalækkanir, verðlækkanir samtímis því að ekki er hægt að fella gengi. Þ.e. ekki hægt að búa til verri efnahags skilyrði en þetta, nema með því að bæta inn til viðbótar almennum uppþotum - innanlands ókyrrð.
Vert að fylgjast með Frakklandi. Frakkland er smávegis test case þ.s. ríkisstj. þar er að reyna að skera niður. Þar er allsherjar verkfall. En þó er sá niðurskurður til mikilla muna mildari en ríki S-Evrópu standa frammi fyrir.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 11:26
""En, það einfaldlega er ósjálfbært ástand, þegar aðilar A safna bara skuldum, á meðan aðilar B, safna bara eignum. Á endanum, er kreppa fullkomlega óhjákvæmileg.""
Þetta er eiginleg ekki alver rétt Einar því aðili B safnar ekki raunverulegum eignum heldur peningum sem eru bara ávísanir á eignir aðila A.
Þjóðverjar eiga í mikið af svona ávísunum á eignir nágranna sinna. Angela Merkel er ein örfárra sem er búin að gera sér ljóst að þessar ávísanir eru minna virði en efni stóðu til, þess vegna er hún hætt að rukka og er orðin talsmaður þess að prenta evrur handa skuldugum evrulöndum, en það er jú " lausn " á vandanum og gerir það sem þú kallar ósjálfbært ástand sjálfbært. : ) Merkel hefur bara mjög takmarkaðan stuðning til þessa en henni tókst að taka fyrsta fyrsta skrefið í sumar með evru-neyðarsjóðnum. Hvert framhaldi verður er óvíst því hún bakaði sér miklar óvínsældir meðal efnaðra þjóðverja og margra þeirra sem ekki sjá stóra samhengið og þeir eru því miður í meirihluta þarna eis og svo víða.
Guðmundur Jónsson, 19.10.2010 kl. 13:16
Guðmundur - þ.e. auðvitað punktur í því sem þú segir, að sá sem safnar eignum á A öðlast tak á A, hefur þannig séð hans hagkerfislega líf í sinni hendi.
Á hinn bóginn, voru þetta ekki bara eignir, heldur einnig uppsöfnun neysluskulda hjá almenningi. Svo ég stend við fullyrðingu mína.
Þó svo það séu einhverjir möguleikar í stöðunni eins og þú bendir á. En, prentun Evru væri leið verðbólgu sbr. ábendingu The Economist.
Það getur raunveruleg hjálpað þeim.
Það væri leið að láta verðbólgu að einhverju leiti verðfella þeirra skuldir og þeirra laun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 14:44
USA er ekki þjóðríki þótt einhverjir tilbiðji fánann. Það er ákveðinn þjóðfélagssáttmáli í gangi sem t.d. Tea Party movement gæti auðveldlega rofið ef þeir kæmust til valda og framkvæmdu stefnu "the real america" sem er að átta sig á að veruleiki mið og suðurríkjanna er annar en vestur og austurstrandarinnar. Að millstéttin er fórnarlömb con-manna í efnahagsmálum og er að missa tekju og lífskjaragrundvöll sinn í aðrar heimsálfur. Evrópa á sannarlega í vanda enda er vandinn vesturlandabúa allra. Þetta sífellda stagl að evrópa sé að missa sig frekar en restin af heiminum á ekki við rök að styðjast. Stabílitet er ekkert sem við getum gefið okkur hvort sem er. Ef við viljum "vera á móti" evrópu þá er það bara sjónarmið einsog maður "var á móti" bandaríkjunum og rússlandi konsekvent hérna áður fyrr. Þá var allt sem stjórnir þessara landa gerðu í sjálfu sér vont og lífið þar alls ekki eftirsóknarvert fyrir þá sem tóku harða afstöðu gegn. Ég sé ekki lengur hvað slík afstaða hefur að gera í einlægri umræðu um lífið og tilveruna á þessari jörð. Reyndar ætla ég ekki að stunda uppýsta umræðu ef það felst bara í því að vitna í gagnagrunna af handahófi til að styðja mínar prívat skoðanir. Það eru tvær til fjórar hliðar á hverju máli minnst og ekkert segir mér að evrópa eða það sem stendur fyrir utan engilsaxneska hugmynda og málaheiminn sé verra "af því bara". Af því að maður skilur ekki þýsku eða spænsku eða grísku þá hlýtur umræða á þeim málum vera ómerkari og það sem það fólk gerir ekki nógu "cutting edge".
Verður maður ekki passa sig á því að USA er heimsveldi og styðst við þá lógíkk en ekki þjóðríkisins. Auðvitað sannfæra þeir okkur öll um að dollarinn sé góður gjaldmiðill þó hann sé aldrei í meiri hættu en núna vegna þess að trú ráðandi manna á USA og efnahagslífi þess er á undanhaldi á heimsvísu. Það er miklu meira áhyggjuefni en Evran þó hún sé ábyggilega gölluð og gangi í gengum feril sem er ekki alveg fyrirséður. Það mun rýra kjör vesturlanda og þar með talið á Íslandi ef rísandi stórveldi í austri nær undirtökunum. Hvers vegna? Vegna þess að hugmyndafræði þeirra í lýðræðis, efnahags og umhverfismálum er byggð á allt öðrum grunni þegar á reynir. Þar munum við ekki finna samherja sem við skiljum og skilja þarfir okkar.
Gísli Ingvarsson, 19.10.2010 kl. 14:51
Gísli - ég virkilega nenni ekki að hártoga þetta. Skv. mínum kokkabókum er USA þjóðríki.
Alríkið ræður yfir cirka 75% skattfjár meðan stofnanir ESB hafa yfir að ráða e-h nærri 1% heildarskattfjár.
Ég er ekkert á móti ESB fremur en USA,- það að ég vilji ekki gerast fylki í USA þíðir ekki að ég sé á móti USA.
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 15:53
Guðmundur - eitt enn, þó svo að Merkel fái í gegn að veita slíkann sveigjanleika, þá er það einungis lenging í hengingaról - ef ekki fylgir einhvers staðar í farvatninu leið fyrir þau lönd til aðlögunar, sem ekki felur í sér mjög langvarandi djúpa kreppu.
Þá gildir Þ.s. ég sagði um ósjálfbært ástand. Lengri hengingaról seinkar þá einungis vandanum.
Breitir þá ekki grunnforsendum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 15:56
Einar Björn ég ætla ekki að skrifa neitt varðandi þessa færslu heldur um þá dóma Hæstaréttar sem þú varst að tala um varðandi verðtrygginguna. Þessir dómar eru frá árinu 1991 og eru 3 einn á bls. 348 mál nr. 53/1990 Árni Árnason gegn Samvínnusjóði Íslands hf. ril réttargæslu viðskiptaráðherra Seðlabanka Íslands.
Svo er það dómur í máli nr. 210/1990 Lífeyrissjóður byggingarmanna gegn fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs bls. 367 árið 1991.
Svo dómur í máli 211/1990 Lífeyrissjóður byggingarmanna gegn Húsnæðisstofnun ríkisins bls. 385 árið 1991
Staðfest var í Hæstarétti niðurstaða héraðsdóms í öllum þessum málum að heimilt hefði verið að breyta ákveðnum forsendum varðandi útreikning verðtryggingar. Ég tel sömu heimildir vera fyrir hendi í dag.
Kær kveðja,
Jón Magnússon, 19.10.2010 kl. 18:06
Hafðu þakkir fyrir Jón.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.10.2010 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning