Hvað á ég við þegar ég tala um forsendubrest?

Ég rökstyð forsendubrest ekki með algerlega sama hætti og hann vinur okkar Marínó G. Njálsson gerir. Þ.s. ég einblýni á, er glæpastarfsemin sem hefur afhjúpast í tengslum við bankana og á hinn bóginn spillingin er hefur afhjúpast innan okkar pólitíska kerfis.

  • Þ.e. sannarlega rétt, að gengistryggð lán voru áhættusöm. Fólk átti að búast við að þau gætu hækkað, jafnvel verulega. En, í hagsögu Íslands eru nokkrar stórar gengisfellingar, þó sennilega sé sú er átti sér við hrunið 2008 sennilega sú stærsta í mjög langan tíma, jafnvel stærsta nokkru sinni. Hún er hið minnsta sú stærsta er átt hefur sér stað, meðan ég hef lifað og dregið andann á þessari Jörð.
  • Þ.e. einnig rétt að fólk átti einnig að gera ráð fyrir möguleikanum á að verðtryggð lán geti hækkar skv. sömu forsendum og nefndar eru að ofan.

 

Þrátt fyrir þetta, tala ég um forsendubrest

Rifjum upp orð William Black: Accounting control fraugt : "looting of the firm by the COs for their own benefit and for the beneft of their cronies - and it leads to the destruction of the firm, but the COs and their cronies make out very well indeed".

Klippur úr fyrirlestri William Black

Viðtal við William Black

Accounting control fraugt:  Weapon of choice for financing firms

  1. grow like crazy - Check
  2. make really really bad loans with high yelds - Check - for every dollar loaned 67 cents lost.
  3. extraordinary levarage - Check
  4. no meaningful loss reserves- Check

Ponchy Scemes - segir Black.

  • Einnig dæmigert, að þegar hallaði undan fæti - þá var reynt að vaxa enn hraðar.
  • Að auki, að búa til froðupeninga sbr. þegar starfsmönnum var lánað til að búa til eigið fé.

Þ.s svindlið snerist um, var að búa til froðu gróða - með því að láta líta út sem þessar lántökur væru mjög arðvænlegar - og síðan að borga mjög háa bónusa og arð - sem síðan stjórnendur og vinir, gátu tekið út sem raunverulega peninga. Þeir voru eftir - bónusunum og arðinum.

  • Fyrir þá, var auðvitað frábært, að fá heimsþekkt bókhalds fyrirtæki, til að sjá um bókhaldið - þeir gátu síðan falið sig á bakvið þeirra "góða" nafn.
  • Og, að auki, að matsfyrirtæki gefa þeim, AAA einkunn alveg fram á 2008 - sem þeir einnig, veifuðu fram í okkur og banka úti um heim. 

 

Þetta er þ.s. ég á við með forsendubresti

Rekstur bankanna var ekkert annað en skipulögð glæpastarfsemi, með það að markmiði að gera eigendurnar ofsalega ríka - á sama tíma og þjóðin var skipulega rúin inn að skinni.

  • Það er algerlega ósanngjarnt, að ætlast til að fólk hafi séð þetta fyrir.
  • Ef fólk hefði haft hinn minnsta grun, að stjórnendur bankanna væru glæpamenn - skipulega að vinna að því að gera landslýð að öreigum, hefði almenningur ekki tekið nein lán af bönkunum né hefði hann lagt fé sitt inn í bankana.
  • Þ.e. með engum hætti hægt að halda því með sanngyrni fram, að almenningur hefði átt að geta séð í gegnum þessa svikamyllu, þegar ekki nokkur sérfræðingur er kom fram og ræddi mála bankanna í gegnum árin fyrir fall þeirra, sá nokkuð er benti til að þeir væru þaulskipulagðar svikamyllur. 
  • Að sjálfsögðu þ.e. þetta voru "accounting control fraught" þá var skipulega verið að þenja þá út með ofsahraða, dæla út eins mikið af lánum og hægt var, logið var skipulega að almenningi - gengið hart að honum að taka frekari lán - leggja peninga inn á vafasama sparnaðareikning. Margir létu plata sig, vegna þess að engin reiknaði með þeim möguleika að þarna færu svikahrappar með mál.
  • Sannarlega var rekstur bankanna augljóslega áhættusamur, en eftir 2006 þá fylgdist ég mjög vel með þeirri umræðu er átti sér stað - allar greinar sem fjölluðu um málið, hvort sem um var að ræða erlenda eða innlenda fjölmiðla, töluðu um að bankarnir væru að reina að koma sér í skjól. Fyrir utan að KB banki ætlaði sér enn, að taka yfir enn einn bankanna en hætti við að lokum. Ég las ársskýrslu Glitnis frá 2007, og hún virtist lýsa góðri og batnandi stöðu bankans. Umræðan um þá skýrlsu í fjölmiðlum var lofsamleg - það var einnig umræða fjölmiðla um aðrar árskýrslu bankanna um það leiti, sem allar sýndu hagnað af rekstri, og stöðu eiginfjár sem var a.m.k. ekki verri en gerðist og gekk með banka erlendis. Ég persónulega, var farinn að róast aðeins aftur eftir að hafa verið áhyggjufullur um stöðu þeirra mánuðina á undan. Enda, höfðu þeir þá staðið af sér oldurótið í alþjóðahagkerfinu í um 1 og hálft ár, meðan bankar víða annars staðar höfðu verið að falla. Þannig, að staða þeirra virtist ekki skv. þeim upplýsingum er þá láu fyri vera neitt vonlaus. Þ.e. alls ekki þannig, að fólk hafi þá verið í einhverri augljósri aðstöðu til að sjá að þeir voru það. Slíkt er eftir-á-speki.
  • Þ.s. ég taldi sennilegt á þeim tíma, var að okkar bankamenn væru djarfir - jafnvel fífldjarfir kaupsýslumenn, en ég taldi sennilegt fyrra hluta árs 2008 að þeim hefði orðið hverft við 2006 er litla kreppan varð, og væru síðan að leitast við að sigla skipum sínum í var. Ég taldi þá, ekki öruggt, en var byrjaður að vera smávegis vongóður um, að þeir myndu hafa það af - þ.e. bankarnir. En, aldrei hafði ég þá hinn minnsta græna grun um, að á sama tíma væru eigendur á fullu, að tæma þá sömu banka og koma því fjármagni undan á leynireikninga í útlöndum. Þannig að hrunið er það varð, kom mér á óvart - og örugglega öllum á landi hér.
  • Svo ég get ekki séð sanngyrnina í þeim fullyrðingum byggðum á eftir-á-speki, að fólk eigi ekki samúð skilið - vegna þess að það hefði verið fífl að taka þessi lán - þ.s. það hefði átt að sjá fallið fyrir.

 

  1. Málið er þ.s. reksturinn var svikamylla, þá reigðu bankarnir sig skipulega hærra en nokkur forsenda var fyrir - þ.e. dældu hingað inn meira fé en nokkrar eðlilega rekstrarforsendur voru fyrir - sem hækkaði krónuna enn meira en ella - dældu út enn meira magni lána en forsendur voru fyrir.
  2. Ef þetta hefði verið eðlilegur rekstur - þ.e. áhættusamur en ekki svikamylla - þá hefðu bankarnir ekki náð þessum hæðum á svo skömmum tíma - sem hefði þítt minna magn af lánsfé í hagkerfinu okkar og einnig lægri krónu áður en fallið kom; þannig minna tjón.
  3. Þ.s. ég er að segja, er að svikamyllan orsakaði því umframtjón miðað við þ.s. eðlileg krafa er til, að neytendur geti hafa fyrirséð - þ.s. þeirra forspá hlýtur að miða við eðlilegan rekstur sé að ræða - þannig því gátu þeir ekki reiknað með eins miklu falli krónunnar og varð reyndin eða því að bankarnir væru svo svakalega holir að innan og varð reyndin. Þannig að tjón þeirra varð meira þ.e. stærra, en þeir höfðu forsendur til að fyrirsjá er þeir voru á sínum tíma að taka ákvörðun um lántöku.
  4. Þannig, að svikin leiddu til áfalls umfram þ.s. rökrétt er að krefjast að hagsýnir neytendur geti séð fyrir.

 

Síðan bætist við augljós spilling embættis- og stjórnkerfis, og landspólitíkur
Þarna kemur enn eitt málið - en fyrir hrun naut innlend pólitík umtalsverðs trausts. Fólk treysti raunverulega Geira og Sollu.

En, Geir sem sprenglærður hagfræðingur, fjármálaráðherra til margra ára á undan, hans orð nutu raunverulegs trausts þegar hann laug því ítrekað að þjóðinni, að bankakerfið væri traust og að almenningur ætti að vera rólegur, og halda áfram að taka lán og legga peninga sína inn í bankana.

Solla, tók undir sama kórinn - þó hún sennilega hafði hún mun minni vitneskju en Geir um gang mála. En, Geir var treyst, einmitt vegna þess að talið var að menntun hans og reynsla, væri öruggur gæðastimptill á stöðu mál.

Fólk uggði ekki að sér - vegna þess að ekki einungis bankarnir sögðu mál vera í lagi - og sérfræðingar sem bankarnir höfðu keypt til að segja þjóðinni að allt væri í lagi, stjórnvöld tóku fullan þátt í leiknum.

Þess vegna, er fólk eðlilega svo svakalega reitt - þ.s. fólkinu eðlilega finnst það svikið í tryggðum.

Ég bendi eftir-á-spekinga kórnum, sem í dag heldur því fram, að fólk hefði átt að sjá allt fyrir og því eigi fólk ekkert gott skilið, þ.s. það var svo heimkst - á að þeir eru komnir langt út fyrir ramma sanngirni.

  • Í dag er full ástæða að ætla, að eigendur bankanna hafi borið fé á flokkana með skipulegum hætti, til að gera þá sér handgengna.
  • Þ.e. engin sanngyrni að krefjast þess af almenningi, að hann hafi átt að sjá að pólitíkin var orðin spillt - að landsstjórnendur voru að ljúga í nánast hverju orði þegar þeir ræddu mál bankanna síðasta starfsár þeirra - og þannig voru að því er virðist fullir þátttakendur í samsæri eigenda bankanna um að, rýja þjóðina inn að skinni eins og búfénað.
  • Því miður virðist núverandi ríkisstjórn, ekki vera minna spillt en sú fyrri - allt virðist stefna á ný í hrun - þ.s. kemur fram í 3. skýrslu AGS segir allt sem segja þarf, þ.e. að 45% lána bankanna skv. "Book value" þ.e. bókfærði virði, séu "non performing" þ.e. ekki að skila bönkunum tekjum.
  • Samt kemur Steingrímu J. fram í viðtali eftir viðtali, og segir að allt gangi ljómandi vel - bankarnir skili hagnaði, ekkert þurfi að óttast. En, tilfinning manns segir manni allt annað.
  • "Deja vu" - þ.e. þ.s. tilfinning mín segir mér, að ég hafi séð þetta áður. Þ.e. sama lygin og var í Geira og Sollu.
  • Fólkinu er sagt að éta þ.s. úti frýs. Það virðist boðskapur landsherranna - en þjóðinni er sagt, að ekki megi lagfæra hennar stöðu því það kosti of mikið, en á sama tíma verður hún vör við að hver ofsaríki einstaklingurinn eftir annan fær milljarða eða hunduð milljóna niðurfellingu.


Niðurstaða

Reiði - þ.e. niðurstaðan. Bankarnir virðast hafa verið skipulagðar svikamyllur og stjórnkerfið ásamt stjórnmálum verið samsekt.

Þ.s. veldur reiðinni í dag - er að enn virðist sama ástand ríkja, þ.e. spilling innan bankakerfisins - en sterkur grunur er uppi að enn séu þeir skipulagðar svikamyllur, þar fari fram hreinlega skipulög glæpastarfsemi, með fullri vitneskju landsherra og stjórnkerfis.

En, heyrst hefur að:

  1. Hús séu tekin eignarnámi undirverði - það staðfest. En síðan sterkur orðrómur uppi að sérvaldir aðilar fái að kaupa, selja áfram fyrir gróða, sem sé síðan skipt milli aðila persónulega er skipuleggja það svindl.
  2. Bílar teknir eignarnámi, en uppi er sambærilegur orðrómur um svindl, þ.e. einnig handvaldir aðilar kaupi og selji til þriðju aðila fyrir hagnað, og skipuleggjendur svikamyllu skipti milli sín gróða.
  3. Síðan, svik með sölu fyrirtækja, en bankarnir liggja með tugi fyrirtækja sem eru óseld og skuldir þeirra verðlausar en samt óafskrifaðar, en nokkrar sölur hafa verið gagnrýndar fyrir að vera grunsamlegar, þ.s. valdir aðilar fái gegn hagstæðum kjörum - spurning um hvert gróðinn fari.

Þetta get ég ekki selt dýrar en ég keypti. En, slík er tortryggnin að manni finnst slíkur orðrómur ekkert augljóslega tortryggjanlegur. En, sem dæmi - af hverju eru bankarnir að tæma hundruðir íbúða? Heyrst hafa fréttir um að þeir séu að velta fyrir sér, að selja íbúðir til ofsaríkra einstaklinga á einu bretti. Einnig handvaldra - er tilheyra klíkunni.

Þetta er einmitt þ.s. manni sýnist, að bankarnir séu í dag skipulögð glæpastarfsemi og að núverandi stjórnvöld, séu samsek.

Ég treysti því engu sem bankarnir segja - né því sem stjórnvöld segja.

Geri mitt besta í því að lesa á milli lína í því sem heyrist.

Niðurstaðan er - að reiðin magnast og magnast!.

Þ.e. reyndar komið svo - að mér langar til að taka allt klabbið niður - þó að ég viti að þá þurfi að framkalla nýtt hrun sem einnig er líklegt til að valda manni sjálfum tjóni. En, maður er til í það, ef það tekur þá niður líka.

Hérna er leið til þess, sem raunverulega getur virkað: Það er reyndar til önnur aðferð við skuldaniðurfellingu - ef einhver þorir að fara hana!

Ég lofa því að þetta virkar - en afleiðingarnar eru einnig hressilegar!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband