16.10.2010 | 13:50
Leita þarf varanlegra lausna! Vek athygli á hugmyndum Ottó Biering Ottósonar hagfræðings, og orðum Júlíusar Sólnes!
- Vandi sé að þetta 3,5% raunvaxtaviðmið setji gólf á raunvexti í þjóðfélaginu - þar á meðal fyrir Íbúðalánasjóð.
- Lífeyrissjóðirnir séu bundnir af því að fjárfesta einungis í þáttum sem gefa ekki minna en 3,5% raunvexti.
- En, þegar kemur að því að þeir láni sjálfir, þá séu þeir einnig bundnir af þessu viðmiði - þeir þurfi einnig vaxtamun, svo útkoman er að verðtryggð lífeyrissjóðs lán beri um 5% raunvexti.
- Ottó B. Ottóson, vill lækka raunvaxtaviðmið fyrir sjóðina í 2,2% - þannig að þeir geti lækkað vexti á lánum til lánþega í 3%.
- Hann telur heildarupphæð innlendra íbúðalána vera 1200 milljarðar - þar af 770 í eigu Íbúðalánasjóðs. Meðalvextir þessara lána séu 4,8%.
- Vaxtabyrði 40 ára verðtryggðs láns sem tekið var í ársbyrjun 2005 myndi lækka um 37% og greiðslubyrði um 27%. Engu öðru sé breytt um lánið en vöxtunum.
- Sé viðbótar úrræðum bætt við eins og "Aðlögun skulda að eignastöðu" yrði lækkun greiðslubyrði enn stærri sbr. veðsetning orðin 150% - sama lán og áðan - veðsetning færð í 110%, þá myndi lækkun vaxta í 3% fela í sér lækkun greiðslubyrði um 47%.
Að hans mati er kostnaðurinn við þessa aðgerð þ.e. lækkun vaxta íbúðalána í 3% óverulegur, þ.e. cirka 22 milljarðar á fyrsta ári, 14 milljarðar af því beri Íbúðalánasjóður.
Lægri fjármögnunarkostnaður muni koma á móti og síðan lækki hann smám saman eftir því sem árin líða og greiðslur af lánum skila sér inn.
Þessar aðgerðir ættu að hafa jákvæð áhrif á greiðslugetu fólks, aukið kaupmátt þess. Það myndi síðan skila sér til hagkerfisins og aukning umsvifa í hagkerfinu, skila sér í aukningu veltuskatta fyrir ríkissjóð. Ríkið hefði þá vel efni á að rétta Íbúðalánasjóð af vegna þess taps er hann verður fyrir. Jafnframt ætti lægri fjármögnunar kostnaður að auka fjárfestingu.
-------------------------------------
Ég held að hugmyndir Ottós séu allrar athygli verðar:
Ég bendi á að hann er klárlega að biðla til ríkisstjórnarinnar með því að ræða þetta á þeim nótum, að hugmyndir hans séu mun ódýrari en 20% leiðin - því skilvirkari.
Gott og vel - en augljósa ábendingin er sú, að þ.s. hann leggur til + 18% lækkun yfir línuna; yrði mjög öflugt þegar allt er tekið saman.
Þetta er góður maður - ég hef rætt við hann, hann vill afnema verðtryggingu.
Þ.s. hann hefur sagt við mig, er að 3,5% raunvaxtakrafa fyrir lífeyrissjóði sé búin að valda þjóðfélaginu stórkostlegu tjóni í gegnum árin:
- Því að með því að sjóðirnir þurfa 3,5% raunvexti skv. lögum þá hafi útkoman orðið sú, að allir lánavextir á húsnæðislánum og öðrum lánum, hafi tekið mið af þeim vöxtum sem sjóðirnir bjóða þ.e. 4,8-5%. Aðrir bjóða það sama eða hærra.
- Meðalraunvextir síðustu 20% ára hafi verið cirka 6% sem ekkert stendur undir nema - dæmið sem hann tók var smygl eyturlyfja og ræktun kannabis.
- Vandinn sé að allar fjárfestingar þurfa að standa undir þessum vöxtum, og því skila miklum hagnaði - sem keyrir upp áhættusækni í fjárfestingum og eykur líkur á að fyrirtæki í nýrekstri fari i þrot.
- Á 9. áratugnum, var farið í nokkrar fjárfestinga hrynur þ.s. í hvert sinn rýkti mikil bjartsýni, en svo duttu aðilar á rassinn með allt saman, fjöldagjaldþrot urðu.
- Í hve mörgum tilvikum, spilaði hin gríðarlega háa raunvaxtabyrði rullu? En, flest þessara fyrirtækja voru rekin fyrir lánsfé og þau hrundu, vegna þess að þó náðu ekki fram nægilegu tekjustreymi til að standa undir þeim skuldum.
- Fiskfeldið, miklu fjármagni var dælt í það, stöðvar spruttu um hvippinn og hvappinn, mikil bjartsýni kom fram, bent var á gríðarlega framleiðslu Norðmanna, allir fyrðir áttu að hafa eldisstöð, margir aðilar fóru af stað, erfiðleikar við eldið komu fram sem orsökuðu tekjubrest, tekjur dugðu ekki fyrir lánum og stöðvar urðu upp til hópa gjaldþrota.
- Minka/refarækt, en það var eins og fiskeldisævintýrið að mörgu leiti, þ.e. mikil stemming skapaðist, verð voru líka á tímabili há, með sama hætti komu fram margir áhugasamir, lán voru veitt í gríð og erg með svipuðum hætti í gegnum pólit. þrýsting, en sagan varð líka nánast hina sama þ.e. margir fóru af stað meira af kappi en forsjá, verð á skinnum reyndust lægri en vonast var til m.a. vegna þess að það tekur tíma að læra á eldið og ná þeim árangri að full verð fáist fram, fj. aðila gat því ekki staðið við afborganir lána er miðuð höfðu verið við 100% árangur strax, fjöldagjaldþrot urðu í greininni og flest hinna nýju búa lögðu upp laupana og framleiðslu var hætt víðast hvar.
- Hátækni iðnaðurinn, en á 9. áraturinn er þekktari í hugum margra fyrir hátækni-bóluna er endaði í svokallaðri "dot com" bólu og skelli. Við Íslendingar tóku fullan þátt í því, fjölmargir mjög bjartsýnir nýútskrifaðir tölvunnarfræðingar komu fram, og þóttust geta sigrað heiminn helst daginn áður, mjög bjartsýn plön um stórfelldan vöxt fyrirt. voru lögð fram og fengu lánsfjármögnun auk þess að hlutafé var selt fyrir dýra dóma. Sama sagan endurtók sig enn eina ferðina, þ.e. í flestum tilvikum var kappið meira en forsjá, miklu fjármagni var varið í allskonar hugbúnaðargerð en í flestum tilvikum með litlum árangri, að lokum lögðu flest fyrirtækin upp laupana og lánin urðu verðlaus.
Hve mörg þessara fyrirtækja hefðu lifað - þ.e. komist yfir hinn erfiða hjalla þegar verið var að læra að fullu inn á hina nýju starfsemi - og því væru í dag öflugir atvinnurekendur, færandi björg í bú fyrir Ísl. þjóðfélag?
EF RAUNVEXTIR HEFÐU EKKI VERIÐ SVO BRJÁLÆÐISLEGA HÁIR OG ÞEIR ERU! OG HAFA VERIÐ SÍÐUSTU 20 ÁR!
Að lokum vek ég athygli á orðum Júlíusar Sólnes
Sjá Spegillinn: 15.10.2010
- 1200 milljarða skuldir heimila. 20% kosti ríkið um 300 milljarða er sagt.
- En þær skuldir eru almennt a.m.k. til 25 - 40 ára.
- Það dreifir álaginu á lækkun skulda yfir línuna á mörg ár.
- Getur lækkun styrkt eignasafn sjóðanna?
- Hann telur ástandið svipað og þegar launavísitalan var tekin af í mikilli verðbólgu á miðjum 9. áratugnum, lán hækkuðu en laun stóðu í stað, allt var vitlaust í þjóðfélaginu, svokallaður Sigtúns hópur varð til, Ögmundur Jónasson var einn helsti talsmaður hans.
- Hreyfingar launþega hafi þá stutt hugmyndir Sigtúns hópsins - á endanum var lánskjara vísitölunni breytt 1989 og hún endurreiknuð, lán lækkuðu miðað við reikning skv. eldri vísitölu og sátt náðist í þjóðfélaginu.
- Það hefði verið mjög sniðugt að taka aftur upp sömu vísitölu og tók gildi 1989 t.d haustið 2008 þ.s. laun hafa staðið í stað, eða lækkað síðan kreppan skall á - komið sér vel fyrir lántakendur. Því miður var ekkert gert.
- Hæstiréttur komst síðan að þeirri niðurstöðu, að ríkið hefði rétt til að breita vísitölunni, og það skapaðist því ekki skaðabótaréttur á ríkið þó lán lækkuðu vegna breytinga á vísitölunni. Ríkið ætti að íhuga þetta að hans mati!
Niðurstaða
Ég tek undir hugmyndi Ottós B. Ottósonar, en bendi á að þær myndu virka mjög vel einnig, í samhengi við 18% lækkun yfir línuna.
Ég tek undir, að mjög nauðsynlegt er að lækka raunvexti í þjóðfélaginu, og er sammála honum um það, að þeir hafi í gegnum árin valdið Íslandi og íslendingum miklum búsifjum.
Kominn tími til að hugsað sé í langtímalausnum.
Júlíus Sólnes kemur fram með mjög áhugaverða þætti um vísitöluna og hvernig hægt er að lagfæra lán með breytingu á henni, og það sé að auki gamall hæstaréttar dómur sem stimpli það allt löglegt!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk mjög góða grein.Flokkur sem hefði þetta á stenuskránni og stæði síðan við loforðið að kosningum loknum, fengi mikið fylgi.
Þeir sem vilja ganga í ESB til að koma á fjármálastöðuleika munu sjá að það er óþarfi!
Sigurður Ingólfsson, 17.10.2010 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning