10.10.2010 | 16:11
Erfitt að afgreiða fjárlög og niðurskurð - er það málið, þarf Ísland að íhuga greiðsluverkfall við útlönd?
Kannski finnst einhverjum þetta langsótt, þ.e. greiðsluverkfall við útlönd vegna þess, að það sé erfitt að skera niður.
En, þessi spurning er ekki sett fram af mér í einhverju kæruleysi eða gamni. Heldur ábending um að Ísland stendur frammi fyrir grimmum valkostum.
Skuldabyrði Íslands er mikil, vaxtakostnaður ríkisins veldur því að það þarf að skera niður útgjöld umfram þ.s annars þarf, svo hægt verði að reka ríkið til lengri tíma litið.
Spurning hvort greiðsluverkfall geti auðveldað útgjalda-aðlögun ísl. ríkisins?
Þetta er spá ríkisstjórnarinnar um framvindu mála fyrir ríkissjóð næstu árin
*Tölur teknar af bls. 27 - 48.
Milljarðar króna 2011 2012 2013 2014
Heildartekjur 404* 477,4 533,2 599,4 629,3 - tekj. og gj. 2010 bætt við
Hækkun í % 14% 10% 11% 5%* - takið eftir tekuaukningu í %
Heildargjöld 444* 513,8 526,8 550,5 579,9
Fjármagnskostnaður 75,1 78,8 83,5 86,4
Rekstrarhalli/afgangur* -36,4 6,4 48,9 49,4
Halli/afg. af tekj. %* -10% -7,6% 1,2% 8,2% 7,9%
Kostnaður vs. tekjur* 18,6% 15,7% 14,8% 13,9% 13,7%
Forsendubrestur fjárlagafrumvarpsins er sá, að álver eru mjög sennilega ekki á leiðinni að koma eins og fjárlög reikna þó með.
- Halli er því til muna meiri á fjárlögum næstu árin að óbreittu - en skv. forsendum fer hann úr -10% 2010 í + 7,9% 2014.
- En, miðað við hve hæpið er að af þeirri tekjuaukningu verði sem á að framkalla þessa breitingu, er óvarlegt að gera ráð fyrir öðru en að þær tekjur muni ekki skila sér.
- Þá stöndum við frammi fyrir allt - allt öðru dæmi, en þarna kemur fram!
- Ég bendi einnig á að miðað við tölurnar eru vaxtagjöld ríkisins 18,6% í ár sbr. skv. OECD eru vaxtagjöld Grikklands 2010 rúm 11%.
Lykiltölurnar:
- Halli 10%
- Vaxtagjöld 18,6%
Þess vegna set ég fram þessa spurningu - þurfum við að íhuga greiðsluverkfall við útlönd sem valkost?
- Vaxtagjöld af erlendum skuldum detta þá út - sem er jákvæði parturinn.
- Engin ástæða til að ætla að útflutningur sjávarafurða og stóryðju sem skv. tölum Hagstofu Íslands er samtals 78% útflutnings 2009, raskist.
Á hinn bóginn verða afleiðingar einnig:
- Aðgangur að lánsfé erlendis frá hverfur - ekki fyrir fullt og allt en um nokkun tíma - sem sennilega mun einnig bitna á innlendum framleiðendum. Á hinn bóginn hefur sá aðgangur verið mjög takmarkaður síðan 2008 en þó var LV nýlega að taka lán til að endurnýja annað gamalt.
- Allan innflutning þarf að staðgreiða - sem mun valda einna helst vandræðum hjá þeim fyrirtækjum sem ekki stunda útflutning eða hafa aðgang að gjaldeyri í gegnum sölu til ferðamann.
- Þetta mun því líklega framkalla samdrátt slíkrar starfsemi og þannig nokkuð aukið atvinnuleysi og að auki nokkurn viðbótar samdrátt hagkerfisins.
En síðan staðar nem - þ.e. nýtt jafnvægi kemst á þ.s. ríkissjóður nýtur þess að borga ekkert af erlendum lánum - en á móti minnka tekjur hans eitthvað við afleiðingar greiðsluþrotsins þegar hagkerfið dregst nokkuð saman vegna minnkunar umsvifa þjónustu starfsemi sem ekki hefur eigin gjaldeyristekjur.
Hann hefur þó enn kostnað af innlendum lánum er á honum hvíla!
Spurningin er hvernig þetta kemur út í heild?
Skv. fjárlagafrumvarpinu eru skuldir ríkisin eftirfarandi: bls. 52
- Gjaldeyrisforðalán252,7 mia.kr.20%
- Önnur erl. lán124,8 mia.kr.10%
- Endurfjárm. banka210,0 mia.kr.16%
- Endurfjárm. SÍ165,7 mia.kr.13%
- Halli 2008-10234,7 mia.kr.18%
- Önnur innl. lán297,2 mia.kr.23%
Klárlega er meginþorri skulda innlendur - og stærsti einstaki liðurinn er skuldir vegna uppsafnaðs halla.
Þannig að greiðsluþrot vegna erlendra skulda er kannski ekki allsherjar björg fyrir ríkið - svo lengi sem hallarekstur þess heldur áfram að sama krafti og áður.
En, ákveðnu trikki er hægt að beita á skuldir í eigin gjaldmiðli þ.e. að prenta seðla og búa til verðbólgu, og þannig hreinlega verðfella þær.
Þeirri leið er þó hentugra að beita - ef ríkið þarf ekki að hafa áhyggjur af erlendum skuldum á sama tíma.
Mér sýnist þó að mjög mikill niðurskurður verði óhjákvæmilegur hvernig sem fer - þ.e. haldið verður áfram að greiða af erlendum skuldum líka eða að ákveðið verður að lísa sig greiðsluþrota gagnvart útlöndum.
En, það má vera að hann verði eitthvað minni - ef hætt verður að greiða af erlendum lánum.
Niðurstaða
Grimmir valkostir sem við stöndum frammi fyrir. Mér sýnist íhugunarvert að fara í greiðsluþrot gagnvart útlöndum. Þ.e. þó ekki góður valkostur í nokkrum skilningi, nema ef til vill í samanburði við hinn valkostinn að halda áfram að greiða af þeim.
Megin-spurningin er hvor afleiðingin er verri - að greiða af þeim áfram, eða að hætta að greiða af þeim.
Hugsanlega er hægt að losna við einhvern útgjalda niðurskurð hjá ríkinu. Þá meina ég, að með því að taka út erlend vaxtagjöld, þá minnki niðurskurðar þörf sú sem framkölluð er vegna vaxtagjalda ríkisins.
Að auki, er vert að muna að fjármagn sem varið er til að borga af erlendum skuldum, gagnast hagkerfinu nákvæmlega ekki neitt - en greiðslur af innlendum skuldum fara til innlendra aðila er hafa skattskylda starfsemi hérlendis eftir allt saman.
Þannig, að innlendar greiðslur eru aldrei hreint hagkerfistap.
Útgjalda niðurskurður ríkisins mun samt þurfa að vera mikill - sennilega samt meiri en þ.s. núverandi fjárlagafrumvarp talar um.
En síðast en ekki síst, er þetta spurning um afleiðingar fyrir atvinnulífið?
Það verður óþægilegt fyrir það að hafa ekki aðgang að lánsfé!
En á hinn bóginn - þarf hvort eð er hérlendis að minnka þjónustutengda starfsemi og auka útflutnings tengda - en hún mun óhjákvæmilega minnka ef farið er leið greiðsluþrots - og samhliða henni verður að taka upp áherslu á aukning útflutnings af hvaða tagi sem er - færa þannig smám saman vinnuafl úr þjónustu yfir í útflutning.
Til lengri tíma litið verður sú umbreyting jákvæð - þ.s. þ.e. einmitt þörf á auknum útflutningi hér svo við getum á móti haft efni á meiri innflutningi.
Í stöðu greiðsluþrots verður sú staða mjög skýr - þ.e. fyrir innflutning þarf að greiða með útflutningi.
Mig er farið að gruna - að við verðum að taka þessa aðlögun - og greiðslufall geti þjónað sem aðferð eða hrossalækning sem þá hristir okkur í þá átt sem við þurfum að fara til lengri tíma litið - þ.e. að auka útflutning.
---------------------
Leiðirnar við það að glíma við skuldirnar eftir greiðsluþrot skiptast í tvennt:
- Verðbólga.
- Niðurskurður.
- Bil beggja.
Gengisfelling um t.d. önnur 50% myndi verðfella innlendar skuldir ríkisins á sama tíma og gjaldeyristekjur lækka ekki.
Niðurskurðarleið snýst um að skera nægilega mikið niður, svo að ríkið verði rekið með afgangi svo skuldir séu smám saman greiddar niður.
Hægt væri auðvitað að fara millileið, þ.s. minna hlutfall er skorið niður þannig að stefnt sé að smærri afgangi, en verðbólga notuð samt til að lækka skuldirnar svo lækkaðar skuldir lækki samt miðað við lægra viðmið um afgang.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:48 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 103
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 95
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Réttar tölur 2010:
Gjöld = 560,7
Tekjur = 461,9
Halli = -98,8
Halli% = -6,1
Frumjöfnuður = -40,0
Frumjöfnuður% =-2,5
Einar Björn Bjarnason, 4.11.2010 kl. 03:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning