9.10.2010 | 00:58
Það þarf að tryggja það að íslenskar fjölskyldur lendi ekki á götunni. Það má alls ekki gerast, að hér byggist upp tötrahverfi!
Í heimskreppunni á 4. áratugnum voru einmitt tötrahverfi í útjaðri Reykjavíkur. Þá á ég við lélega skúra þ.s. fjölskyldur hrófluðu upp, og bjuggu í m.a. í Elliðaárdal. Þetta er dagsatt.
Eftir seinna stríð, flutti þetta fólk yfir í hermannabragga. Þau hverfi hurfu ekki fyrr en á 7. áratugnum.
Annað sem er lítið þekkt í dag, er að börn í tötrahverfum hérlendis voru vannærð - sbr. "undanrennubörn". Þau voru þekkt fyrir að vera ívið lágvaxnari, fölari yfirlitum, grönn og ílla til fata.
Það eru áratugir síðan þetta ástand hvarf á Íslandi, en ég held að síðustu braggarnir er voru notaðir sem íbúðahúsnæði hafi horfið snemma á 8. áratugnum - vannæring hvarf um miðan 7. áratuginn.
Fátækt er ekkert grín
Þetta er þ.s. við vorum búin að gleima, þ.e. sár og alvarleg fátækt sem var blessunarlega horfin hér frá og með 8. áratugnum.
En, nú er þessi gamli fjandi að byrtast á ný. Í gamla daga, tíðkuðust matarmiðar til handa fátækum fjölskyldum.
Slíkt hefur ekki verið tekið upp - þess í stað er fólk sem á ekki fyrir mat, að leita til almennra borgara, sem veita aðstoð sem ríkið réttilega ætti að veita, án þess að taka fyrir það krónu.
Það er einhver afneitun í gangi gagnvart ástandinu.
Þegar ég geng á fólk innan vinstri flokkanna, fórnar það höndum og segir "Íslendingar eru rík þjóð" - eins og það sé svar!
En þ.e. einmitt fátækt og það jafnvel sár fátækt, þ.e. að eiga ekki fyrir mat er bara upphafið. Því fylgir einnig, að eiga ekki fyrir fötum á barnið. Ef við gætum okkur ekki, fara aftur að sjást fljótlega tötraklædd börn í grunnskólum. Jafnvel vannærð börn.
Það verður að taka á skuldamálum almennings!
Ég hef efasemdir um að 18% lækkun dugi eins og baráttusamtökin Hagsmunasamtök Heimilanna berjast fyrir. Þ.e. rétt, að það tekur að stórum hluta þá breytingu er varð vegna vísitölunnar, lagar það.
En, hér á landi hefur einnig orðið mikil tekjuskerðing.
Að auki fer húsnæðisverð enn lækkandi - og heldur sennilega áfram að lækka næstu 2-4 árin.
Mig grunar reyndar, að húsnæðisverð muni detta aftur niður þ.s. það var, með tilliti tekið til verðbólgu, árið 2000.
Fara inn á Þjóðskrá:
http://www3.fmr.is/Markadurinn/Visitala-ibudaverds
Gerið eftirfrandi:
Hlaðið inn Excel skránni um vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu frá 1994
Horfið á gluggann verð í sérbýli. Það kemur fra eftirfarandi
Verð janúar 1994 100% fram á mitt ár 1999 já í 5 ár.
janúar 1999 109%
janúar 2000 128%
janúar 2001 150%
janúar 2002 156%
janúar 2003 159%
janúar 2004 181%
janúar 2005 244%
janúar 2006 304%
janúar 2007 345%
janúar 2008 398%
janúar 2009 377%
janúar 2010 334%
... ágúst 2010 328%
Eins og sést af tölum að ofan - en verðbólga þessa tímabils var tiltölulega lítil þannig að hrein hækkun er mjög mikil a.m.k. hrein 2-földun; með öðrum orðum þetta var fasteignabóla.
18% lækkun lána mun því ekki duga til þess að fj. þeirra sem eru í neikvæðri eigna/skulda stöðu fækki til mikilla muna - sú breyting ef framkvæmd fljótlega hjálpar á þessu ári, en síðan sígur aftur á ógæfuhliðina.
En, muna verður að hagvöxtur næsta árs verður ekki 3,3% skv. spá ríkisstj. heldur nær spá Arion Banka cirka 0,5%.
En ástæðan er sú að álverin munu ekki koma - sennilega aldrei.
Þannig, að þá rætist ekki sú spá ríkisstj. að eignaverð hætti að falla þegar á næsta ári - né heldur sú spá hennar að atvinnuleysi nái hámarki á þessu ári.
Hvort tveggja heldur áfram a.m.k. 2-4 ár til viðbótar þ.e lækkun eignaverðs og aukning atvinnuleysis - þ.s. hagvöxtur verður of lítill.
En, búast má við að hann smá saman aukist, þ.e. með hraða snigilsins - t.d. úr 0,5% í ef til vill liðlega 1%, síðan aðeins upp í t.d. milli 1% og 2%.
Ástæðan er að skuldakreppa þjóðfélagsins - skapar mjög öflugt ankeri á getu til hagvaxtar.
Svo lengi sem ekki er tekið á þeirri skuldakreppu með einhverri stórri aðgerð - þá í besta falli hjaðnar hún einungis á einhverju árabili.
Á sama tíma og hún hjaðnar smám saman - þá skilar sér hagvaxtargetan einnig til baka smám saman.
Eina leiðin til að breyta þeirri þróun - koma einhverjum hraðari gír á hlutina, er að framkvæma öfluga skuldalækkun.
- Útgangspunkturinn hjá mér er sem sagt að auka hagvaxtargetu -:
- Hún eykst með því að endurskipuleggja bankakerfið í annað sinn, svo nýir bankar í annað sinn, loks geti farið að þjóna atvinnulífinu.
- Lækkun skulda fyrirt. og afskrift að því marki sem mögulegt er, skapar aukið svigrúm til fjárfestinga - sem annars verða sáralitlar um fj. ára.
- Lækkun skulda almennings, ein stór aðgerð, eykur neyslu og því þátttöku almennings í hagkerfinu.
- Á endanum skilar þetta sér til þjóðarinnar einnig því bætt hagvaxtargeta er hraðasta leiðin til að útrýma fátækt aftur.
Þ.s. þarf að gera er að umbreyta Íbúðalánasjóð
í umsýslustofnun um íbúðahúsnæði.
Þurfum að hætta þessum stöðugu skammtíma aðgerðum.
- Bann við því að úthýsa fjölskyldum sé framlengt til 5 eða 10 ára (kannski 10 nær lagi).
- Íbúðalán, verði færð úr raun-gjaldþrota NLB yfir í íbúðalánasjóð.
Bannið við að úthýsa fólki, verði hvatning til Arion banka og Íslands banka um að semja við ríkið um yfirtöku íbúðalána þeirra svo þau lán verði einnig færð yfir í Íbúðalánasjóð.
- Spurning er hvort að Íbúðalánasjóður verði formlegur eigandi eigna eða ekki, eins og lána. En það væri heppilegra fyrirkomulag, þ.s. ríkið á þá eignirnar sem tryggingu þeirra lána á sama tíma og það verður þá einfalt fyrir það, að bjóða leigu á móti.
- Að auki skiptir það máli fyrir greiðslugetu ríkisins horft á í heild eigna vs. skuldastaða þess.
- Leiga miðist við greiðslugetu viðkomandi en ekki markaðleigu. Engum sem leigi frá Íbúðalánasjóði skv. þessu fyrirkomulagi, verði settur á guð og gaddinn.
- Þegar tímabili er lokið þ.e. eftir 5 eða 10 ár, hvor tímalengd er verður ofaná, þá fái fólk val um:
1. Kaupa húsin sín aftur gegn nýju láni.
2. Leigja áfram, en þá gegn markaðsleigu.
- En ég reikna með - segjum eftir 10 ár, þá verði hagkerfið búið að rétta við sér, tekjur almennings hafi batnað, greiðslugeta orðin allt önnur og betri en í dag.
--------------------------
Þ.e. auðvitað hægt að hugsa sér tilbrigði:
- Það þarf ekki endilega að byggja á Íbúðalánasjóði - en þar er að finna starfsfólk með reynslu, sem ég held að myndi nýtast.
- Spurning líka hvernig er tekið á lánum þegar þau eru færð yfir í Íbúðalánasjóð.
- Þ.e. alveg valkostur að afskrifa lán ekki - heldur setja þau í svokallaða kyrrstöðu, þá á ég við að engir vextir séu reiknaðir á þau.
- Einnig getur frysting verið valkostur, þ.e. engar afborganir inntar af hendi fyrir utan greiðslu vaxta.
- En, þetta geta líka verið valkostir sem nýttir eru eftir tilvikum og Íbúðalánasjóði falið að meta.
- En þ.e. einn kostur við að taka lán yfir gegn því að fá húseign til eignar á móti - síðan greidd leiga í staðinn, og leiga fari eftir greiðslumati - sem er sá, að þá er hægt að búa til ný lán síðar.
Stóri kosturinn við það er að þá er einnig hægt að skipta um lánsform - þ.e. beita þessu úrræði sem þætti í áætlun um afnám verðtryggðra lána eins og þau hafa tíðkast hérlendis.
Niðurstaða
Við verðum að skilja að þ.e. hætta á mjög alvarlegri fátækt stórs hluta almennings - ef ekki verður að gert til að stöðva þá þróun.
Þeirri fátækt munu fylgja mörg slæm félagsleg vandamál er ekki hafa sést hérlendis um áratugi.
Þ.e. mjög mikils virði að stöðva þá öfugþróun og eftir megni - snúa við.
Að auki þarf að skapa hagvöxt - og þ.e. einnig almannahagur.
Þetta fer þó sem betur fer saman þ.e. sömu aðgerðirnar er nýtast til að endurreisa getu hagkerfisins til hagvaxtar geta einnig nýst til að útrýma þeirri ömurlegu fátæktargildu sem alltof margir eru komnir í eða á leið í.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning