Hvernig getum við leyst húsnæðis kreppuna? og bankakreppuna?

Ég legg til að öll verðtryggð húsnæðislán séu færð frá bönkunum yfir í Íbúðalánasjóð.

Eðlilega þarf þá Íbúðalánasjóður innspýtingu fjármagns. En, í dag er hann við gjaldþrot.

En, þ.s. ég hef í huga er að breita Íbúðalánasjóði tímabundið í sambærilega húsnæðisumsýslustofnun og Roosevelt forseti setti á fót í Bandaríkjunum í kreppunni miklu.

Að auki vil ég afnema verðtryggingu - eins og hún hefur verið stunduð hérlendis undanfarin 20 ár og að auki þá tegund jafngreiðslulána sem hafa verið tíðkuð hér samhliða verðtryggingu.

 

Bankakerfið er Zombíbankakerfi

Landsbankinn er með milli 30-40% af slæmum lánum þannig að í reynd er eiginfjárstaða hans neikvæð, ef miðað er við að öll þau lán séu verðlaus eða verðlítil

Ofan á þetta, í ljósi þess að yfirtökuverð þegar nauðungaruppboð eiga sér stað, eru langt undir núverandi skráðu markaðsvirði, þá er það vísbending þess að markaðsverð húseigna hér sé langt frá réttu.

 

Fara inn á Þjóðskrá:
http://www3.fmr.is/Markadurinn/Visitala-ibudaverds
Gerið eftirfrandi:
Hlaðið inn Excel skránni um vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu frá 1994
Horfið á gluggann verð í sérbýli. Það kemur fra eftirfarandi
Verð janúar 1994 100% fram á mitt ár 1999 já í 5 ár.
janúar 1999 109%
janúar 2000 128%
janúar 2001 150%
janúar 2002 156%
janúar 2003 159%
janúar 2004 181%
janúar 2005 244%
janúar 2006 304%
janúar 2007 345%
janúar 2008 398%
janúar 2009 377%
janúar 2010 334%
... ágúst 2010 328% 

 

Eins og sést að ofan, hefur húsnæðisverð hér hækkað mjög - mjög mikið umfram verðbólgu. Lækkun fram að þessu, ef maður hugsa málið, er langtum minni en ástandið gefur til kynna.

Ábendingin, er að yfirtökuverðin sem eru langt undir þessu, geta raunverulega verið hin réttu verð hafandi í huga, að ef allar þær eignir þ.e. hundruðir, sem bankarnir eiga tómar þ.e. íbúum hefur verið hent út, væru settar í sölu í einu.

Þetta er önnur vísbending um veikleika bankakerfisins, þ.e. verð á eignum sem er skráð miðað við svokallað markaðsvirði er sennilega langt yfir raunverulegu markaðsvirði - sem felur í sér annað ofmat á eiginfjárhlutfalli bankastofnana.

 

Leggjum áherslu á að viðhalda a.m.k. einum banka og tryggja stöðu fólksins í landinu!

Allt verði lagt til þess, að einn banki starfi að algeru lágmarki, þ.e. ríkið þvoi hendur sínar af því hvort Arion banki og Íslands banki komi til með að starfa áfram eða ekki, þ.e. það verði ákvörðun kröfuhafa og slitastjórna.

Að auki, að stöðva það ferli sem er í gangi, að fjöldi íbúðaeigenda og fjölskylda sé varpað á guð og gaddinn, hús standi tóm þ.s. fólk geti ekki borgað markaðssleigu fremur en sín lán.

Landsbanka verði skipt í góðan og slæmann banka, þ.e. búinn til Nýji Landsbankinn 2 og Nýji Landsbankinn gerður að þrotabúi og leystur upp smám saman.

NLB2 fái innlán úr NLB, auk þess skuldabréf frá ríkinu til að framkalla jákvæða eiginfjárstöðu - svo hann geti hafið útlánastarfsemi.

Bann við því að úthýsa fjölskyldum sé framlengt til 5 eða 10 ára (kannski 10 nær lagi).

Íbúðalán, verði færð úr gjaldþrota NLB yfir í íbúðalánasjóð.

Bannið við að úthýsa fólki, verði hvatning til Arion banka og Íslands banka um að semja við ríkið um yfirtöku íbúðalána þeirra svo þau lán verði einnig færð yfir í Íbúðalánasjóð.

  • Spurning er hvort að Íbúðalánasjóður verði formlegur eigandi eigna eða ekki, eins og lána. En það væri heppilegra fyrirkomulag, þ.s. ríkið á þá eignirnar sem tryggingu þeirra lána á sama tíma og það verður þá einfalt fyrir það, að bjóða leigu á móti. 
  • Að auki skiptir það máli fyrir greiðslugetu ríkisins horft á í heild eigna vs. skuldastaða þess.
  • Leiga miðist við greiðslugetu viðkomandi en ekki markaðleigu. Engum sem leigi frá Íbúðalánasjóði skv. þessu fyrirkomulagi, verði settur á guð og gaddinn.
  • Þegar tímabili er lokið þ.e. eftir 5 eða 10 ár, hvor tímalengd er verður ofaná, þá fái fólk val um:
  1. Kaupa húsin sín aftur gegn nýju láni.
  2. Leigja áfram, en þá gegn markaðsleigu.
  • En ég reikna með - segjum eftir 10 ár, þá verði hagkerfið búið að rétta við sér, tekjur almennings hafi batnað, greiðslugeta orðin allt önnur og betri en í dag.


Legg að auki til aflagningar verðtryggingar

Verðtrygging verpir eða "warps" ástand á lánamarkaði, þ.s. það færir áhættuna til, þ.e. minnkar til muna áhættu lánaeigenda þ.e. þeirra er veita lán, á sama tíma og nær öll áhættan er sett á þá er taka lán.

  • Með þessu er búið til óeðlilegt ástand, þ.s. að með því að minnka áhættu A þá um leið er áhættusækni A að sama skapi aukin.
  • Ef einhver var að velta fyrir sér, hvaðan sú mikla áhættusækni banka og fjármálastofnana á Íslandi er komin.

 

  • Síðan eins og þessi verðtryggðu jafngreiðslulán virka, þá er byrðinni af greiðslu vaxtagjalda þ.e. verðbótum og vöxtum, skipt á milli greiðlu hverju sinni og höfuðstóls.
  • Þetta sér hver sem greiðir af verðtryggðu láni á því, að þ.e. hvort tveggja verðbætur og vextir á greiðsluna sem innt er af hendi mánaðarlega og sjálfan höfuðstól lánsins - sem hækkar vegna verðbótanna og reiknaðra vaxta.
  • Þessu er skipt nokkurn veginn 50/50. Þannig að 50% hækkunar fer beint á höfuðstólinn og 50% dreifist á afborganir.

 

  • Stór vandi í þessu samhengi er sá, að þ.s. álaginu á vaxtagjöld er dreift þá þarf hærri stýrivexti þ.e. 50% hærri, til að hafa áhrif á hegðun neytenda.
  • Þetta er sennilega ástæðan fyrir viðvarandi mjög háu vaxtastigi hér síðustu 20 árin, þ.e að meðaltali 6% raunvöxtum, sem er algerlega galið.
  • En að sjálfsögðu lýður allt atvinnulífið fyrir svo háa vexti - sem er sennilega ástæða þess, að nær allt atvinnulífið á umliðnum áratug leitaði yfir í gengistryggð lán með alvarlegum afleiðingum.
  • En, þ.s. raunvextir eru svo háir, gríðarlega háir, þá magnar það einnig áhættusækni fjárfestinga - ef einhver var að velta fyrir sér af hverju allt atvinnulífið hefur verið svo ævintýralega áhættusækið undanfarin ár.
  • En, með svona gríðarlega hátt vaxtastig þarf hver fjárfesting að skila meiri arði - og þ.e. þráðbein skírskotun til þess, að mikla áhættu þarf þá af sama skapi að taka.

 


Eina leiðin til að lækka þessa gríðarlegu ávöxtunarkröfu, er að afnema verðtryggingu.

Yfirfærsla í Íbúðalánasjóð einfaldar það að afnema verðtryggingu. Þá er aðeins eftir að eiga við hagsmuni lífeyrissjóða. Þ.e. auðvitað hinn stóri bitinn.

Með afnámi verðtryggingar, batnar líka peningsstjórnun hérlendis:
  • Verðtrygging eins og útskýrt að ofan, minnkar skilvirkni vaxtatækis til að stýra hegðun neitenda, þ.e. vextir þurfa að vera cirka 50% hærri en ella, til að vextir nái fram sambærilegum áhrifum á hegðun neytenda, og ef engin verðtrygging væri til staðar þannig að kostnaður við vexti kæmi alltaf fram að fullum þunga á neytendur.
  • Sko þ.e. nefnilega villandi sem sumir halda fram, að verðtrygging sé góð fyrir lánþega, þá vísa þeir til að vaxtagjöldum er skipt 50/50 - en þess í stað, neyðast stjórnvöld í staðinn að viðhalda hærra vaxtastigi, svo hagstjórn hafi einhvern séns til að virka.
  • Svo, raunafleiðingin er þess í stað sú, að eigendur lána græða þ.s. þeir fá þessa háu vexti. Að auki, fara lán þ.e. skuldir stöðugt hækkandi.
  • Kerfið blæst stöðugt út - skuldir hækka stöðugt - fólkið verður að skuldaþrælum, en eigendur lána verða gríðarlega ríkir.


Þetta kerfi mun óhjákvæmilega hrynja með brauki og bramli fyrir rest - mun betra er að taka það niður með skipulegum hætti, áður en að þeim tímapunkti kemur.

 

Verðtrygging var til þess að verja lánveitendur gegn hinni pólit. stétt

  • Menn muna ekki margir hverjir eftir samhengi því, er henni var komið á fót.
  • Þegar hún var sett, já margir muna að þá höfðu neikvæðir vextir ríkt um hríð.
  • En, þ.s. margir muna ekki er, af hverju þeir voru neikvæðir um hríð.
  • Ástæðan var sú, að á þeim árum voru allir bankar í eigur ríkisins.
  • Að auki, vextir - þ.e. allir vextir, ekki bara stýrivextir, voru ákveðnir niðri ráðuneyti.
  • Takið eftir þessu - allar vaxtaákvarðanir pólitískar.


Þegar vextir voru neikvæðir um hríð, var það vegna þess að verðólgan fór á flug - en á sama tíma var ekki pólit. vilji til að hækka vexti að sama skapi. Hreyfingar á vinnumarkaði, börðust gegn hækkun vaxta og pólit. lét undan.

Nú, að sjálfsögðu þurrkaði þetta upp sparifé og allir reyndu hvað þeir gátu til að taka lán, sem voru þá gjaffé og oft úthlutað til vina og vildarmanna, og reyndu að binda þetta í steynsteypu.

Að lokum, lá við algeru hruni, og þá loks var sem neyðaraðgerð sett á verðtrygging.


Athugið aftur samhengið, þ.e. allar vaxtaákvarðanir pólit.

Verðtrygging var til að verja eigendur lánsfjár fyrir spillingu hins pólit. valds.


Þannig, að þegar vaxtaákvarðanir viðskiptabankanna voru gerðar frjálsar - og þegar Seðlabankinn fékk sjálfstæði, missti verðtrygging sinn eiginlega tilgang.

Þ.s. nefnt er í dag sem ástæða, er ekki raunverulega upphafleg ástæða, heldur tilraun þeirra sem vilja hana áfram, hvað sem tautar og raular, vegna þess, að þeir eða þeirra umbjóðendur græða á því ástandi, að verðtrygging sé áfram til staðar.


Ísland getur orðið normal land

  • Staða lántakenda og lánveitenda, verður jafnari og ástandið hvetur ekki lengur veitendur lána, til að taka ofuráhættu þ.s. ekki er lengur verið að dreifa þeirra áhættu sem þeir að öllu réttlátu eiga að bera á lántakendur.
  • Þ.s. vextir skila sér þráðbeint inn í vaxtagjöld, þ.e. þú borgar alla vexti áfallna þegar í stað, í stað þess að dreifa þeim 50/50 á milli afborgana og láns, þá þarf lægri vexti til að stýra hegðun neitenda.
  • Þ.e. einmitt þ.s. okkur vantar, þ.e. lægri vexti.
  • Þ.s. vextir verða skilvirkara tæki til að stýra eftirspurn í hagkerfinu, alveg eins og þeir eru í öðrum löndum, þá mun eins og í öðrum löndum, mun lægri vextir duga til að hafa stjórn á eftirspurn.
  • Að lokum, lægri vextir minnka áhættusækni þeirra er fjárfesta á grundvelli lánsfjár, þ.s. vaxtagjöld verða lægri per lánsupphæð og því ekki þörf á eins mikilli áhættusækni í fjárfestingum, þ.s. fjárfestingar þurfa ekki lengur að skila eins miklum arði.


Þetta ætti að draga úr því stöðuga tjóni sem er alltaf að verða, að menn spenna bogann hátt og falla svo með miklu fjárhagstjóni.

 

Niðurstaða

Það þarf að endurskipuleggja bankakerfið aftur. Það gengur ekki að hér sé bankakerfi sem þjónar ekki hagkerfinu, heldur þess í stað mergsýgur hvort tveggja í senn fyrirtækin og almenning, verður sem dauð hönd á hagkerfinu fyrir bragðið - allt lamandi.

  • Það dugar því ekkert minna en önnur endurskipulagning.
  • Að auki þarf að bjarga fjölskyldum landsins úr þeirri helför sem er í gangi, þ.s. hundruðum fjölskylda og stefnir í að verði þúsundir, er varpað á guð og gaddinn. Slík meðferð gengur ekki - getur skapað þjóðfélagslegt uppreisnar ástand. Ekkert er hættulegra en sú útkoma, að virðing fyrir lögum og stofnunum landsins hverfi. Það einfaldlega verður að stöðva það ferli og það strax.
  • Síðan þarf að afnema verðtryggingu svo nokkur von sé til þess að fjármálalíf herlendis, geti orðið eðlilegt þ.e. sambærilegt við þ.s. tíðkast annars staðar.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Glæpsamlegur ásetningur að mínu mati felst í því telja fólki undir 5.000.000 í árstekjum trú um að 30 ára veðskuldarbréf með grunnvöxtum að hámarki 2% undir t.d 3,5% verðtryggingarvöxtum að hámarki 5,5 % föstum vöxtum og með upphaflegu veði sem nemur 80% á nýbyggingarkostnaði væntanlegs heimilis næstu 30 árin sé ekki hagstæðasti og öruggasti kosturinn fyrir skuldunautinn. Í USA velja 80% neytenda slík hefðbundin íbúðarlán. Veðskuldabréfið felur í lagalegum skilningin samning um 360 skuldir allar jafn háar ef gjalddagar er mánaðarlegir ef þeir eru einu sinn á ári eru skuldirnar 30. Þar sem skuldirnar er allar jafnhár eru raunvextir fyrst skuldarinnar talsvert hærri en þeirra síður sem kemur veð út í skammtíma bókhaldi. Hinsvegar hjá þroskuðum veðlánsjóði 30 ára eða eldri eru raunvextir allra lána að meðtali 2% á ári svo þetta skiptir ábyrga sjóðinn engu máli. Hinsvegar fyrir skuldunautinn er hagstætt að greiðslu byrði léttist með tímanum t.d. vegna vaxandi viðhaldskostnaðar og líka vegna minnkandi yfirvinnu og dýrar útgjöldum vegna uppvaxandi barna. Líka heldur þetta niðri leiguverði á frjálsum markaði.
Þetta kerfi er búið að sanna sig sem efnahagslegur ávinningur á vestur löndum gegnum aldirnar.
Ég vil þetta kerfi, ég vil ekki áframhaldandi tilraunastarfsemi frá um 1982 með kerfi sem falla undir skammtíma áhættu og fjármálabrask.
Takið eftir að engin af gerfi-fræðingunum hér mælir með sígildum almennu veðskuldarlánum sem hafa sannað sig erlendis.

Þetta mætti kalla á sígildri myndvænni Íslensku starfsævislán lán jafnra veðskulda til stofnunnar langtíma heimilis. Gæti tekið við að 5 ára skammtíma láni fyrst íbúðar þar sem það á við.
Góð rök þarf að hafna því sem alþjóðsérfræðingar á Vesturlöndum velja sjálfir og telja best.
Líka eru til jafn skuldar bréf með breytilegum vöxtum þau byggja líka hjá þroskuðum veðskuldarlánasjóðum á þeirri forsendu að meðal skuldir séu að skila mest 2% raunávöxtun á ári. Í stað 5,5% fastra vaxta koma þá vextir sem sveiflast frá 0 til 7,5% á ári. Hér ættu að gilda þær reglur að langtíma lán með breytilegum vöxtum tækju vaxta leiðréttingarbreytingu einu sinn á ári [ til dæmis 1 apríl] til að auðvelda [lækka rekstrakostnað] stýringu þroskaðra veðlánsjóða.

Alþjóðlegar reglur um jafn veðaskuldarbréf til 30 ára "mortgage loans" eru að umsamin heildarskuld sé summan allra lánanna og vaxtanna af þeim. Þannig að Heildarskuldin gæti verið 10.000.000 lán til útborgunnar og 8.000.000 í grunnvexti og verðtryggingu á lánstímanum. Við eru því að tala um eðlilega vertryggða 18.000.000 kr heildarskuld með 360 gjalddögum öllum af sömu upphæð í krónum talið. Það er 18.000.000/360 = 50.000 kr, föst skuld á herjum mánuði í 30 ár.
Þegar þetta er öruggt veð kallast þetta á ensku mortgage home lán.
Ef ensku mælandi les "Mortgage home loan CPI indexed" hugsar hann að grunnvextir séu raunvextir, Heildar skuldin því 12.000.000 milljónir til 30 ára eða fasta greiðslan sé 33.333 kr á mánuði. Hér er ávinningur af minnkandi greiðslu byrði farinn. Ef verðbólga er orðin 90% á síðast gjaldaga yrði loka greiðsla 1,9 x 33,333 = 63,337 kr.

Hinsvegar kallast lán þar sem samið eru um að vísis tryggja [t.d. með neytendaverðvísi: CPI] jöfnu greiðslurnar á gjalddögum og lækka þær fyrst með því að lána skulda naut hluta vaxtatryggingar til að hækka síðar. Negam loans. Eru yfirleitt utan Ísland bönnuð með lögum til lengri tíma en 5 ár. Og geta aldrei verið kölluð langtíma veðskuldar heimilislán. Þessi lán er eðlilegt að fylgji réttin um að skils lyklum eftir fimm ár ef verðbóla er um 3,0% allan lánstíma. Þessi lánum var platað inn á hluta af 20% í USA sem betri kostur en hin hefðbundnu. Bent á lægri nafnvexti og lægri skuldagreiðslur fyrstu fimm árinn og sagt að væru sambærileg eða betri kostur en hin hefðbundnu löglegu langtíma veðskuldarlán.

Ég vil ekki meira tilraun starfsemi á Íslendi sem brýtur í bága við þær hefðir og lagskilning sem gildir almennt á Vesturlöndum.

Til umboðsmanns meintra skuldara: hve mörgum lántökum hefur verið neitað um að borga að full umsamdar mánaðarlegar skuldir af glæpa lánskerfi á Íslandi?
Hver kaupir þá skýringu að fjármálgeiri sem var að skila milljörðum í skatta geti ekki lánað hefðbundin veðskuldar langtíma lán til heimilakaupa almennings ef hann setur fram 338% hærri raunvaxta kröfu en gildir annarstaðar á Vestur löndum í þessum öruggustu veðskulda söfnum.

Með því að neita skuldnaut um að borga fulla greiðslu aukast umsamdir raunvextir 30% til 40% á lánstímanum ef verðbólga verður við hærri þolmörk Seðlabanka Ísland á lánstímanum. 18.000.000 heildarskuldar um samin skuld vex að raunvirði í 23 til 25 milljónir. Þá að því aðeins að verðbólga verði ekki meir en 3,5%. Sem engin trygging er fyrir á Íslandi sem er hannað til að svindla á almenning með heima tilbúinni verðbólgu sem afsökun lándrottna. Almennir greiðslu erfiðleikar eru alltaf rót verðbólgu að mínu mati og þá má framkalla með hærri langtíma raunvöxtum.

Hér er búið skipta um orðforða skipulega síðustu 30 ár til að bakka upp það sem flestir myndu telja samsæri elítunnar gegn almenningi. Hinsvegar er sömu orðmyndir í fjármálafræðum í fullu gildi í UK og USA.

Fölsku veðskuldarlánin hér eru til að byggju upp veðsöfn til að reiðufjárlán hjá erlendum lánadrottnum, til að verðmæti veða séu í samræmi við raunvaxtakröfu sem vex á falska forminu er samstilling stjórnsýslu og fjármálgeira nauðsynleg: pína upp sýndar marksverð á fasteignum. Allt er hægt í landi þar sem búið er að fjárfesta með ofur skuldsetningu minnst 80% kennitalna.

Öllu um ræða vitleysinganna inn á þing og í  fjármálfræðastéttum hér sannar að þeir skilja ekki Financial jargon með sama skilningi og aðrir Vesturlandabúar.

Ég var hinsvegar búinn að fá uppfræðslu um þessi mál áður en nýyrðin voru markaðasett. 

Ég skora á þess fræðinga að þýða bullið í sér á ensku og les síðan útkomuna með enskum skilning greindra fjármálamanna.  

Mortgage home loan er 30 ára veðskuldar lán 100% öruggt allan lánstímann. Slík lán eru ekki til á Íslandi síðan 1982. Hér er í samanburði 1982 innleidd verðtryggingarvextir ofan verðtryggingarvextina erlendis.

Raunvextir er skilgreindir sem vextir þegar búið er að taka vexti vegna verðbólgu  frá eftir síðast gjaldaga. Áður kallast þeir grunnvextir initial rate.

Verðtrygging eru vextir sem settir ofan á grunnvextina á lánum erlendis og þykir það sjálfsagt ef þetta er gert fyrir fram verður að bíða eftir útkomunni til að ákveða endanlega raunvexti. Þegar vextir eru breytilegir er hægt að leggja verðtyggingu á mánaðarlega í formi breytilegra vaxta. Flestir miða verðtryggingu öruggra veðskuldarbréfa bara við CPI : neytendaverðvísi sem er vitlaust þýtt neysluítala á Íslensu. Neytenda vísirinn  [miðaður við óbreytta launþega 80%]er líka notað t.d. í USA til að gefa vísbendingar um heildarneyslu.  T.d þegar kemur að greiða skólamáltíðir, til að tryggja að verðbólgan bitni ekki á verði innhalds máltíðanna.    Áhættu vaxtakraf á öruggum lánum borgar sig ekki, því hún sannast sig[ áhættan].

Júlíus Björnsson, 3.10.2010 kl. 22:41

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Gott innlegg hjá þér. Það gleður mig að vita að annað fólk er að setja hlutina í samhengi við það sem er að gerast. Að neðan er tilvísun í mynd sem útskýrir hlutina einfalt (að ég vona):

http://summi.blog.is/tn/350/users/a4/summi/img/ver_throun_fasteigna_-_vinna_a00.jpg?74.6686428183338

Sumarliði Einar Daðason, 3.10.2010 kl. 23:22

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk fyrir vinir - ég óttast mjög framtíðina og þá á ég við nærframtíð, ef ekki verður mjög fljótlega brugðist við hinni hratt vaxandi óánægju. Athygli vakti hverjir vori á síðasta mótmælafundi, þ.e. heilmikið af fólki sem er á miðjum aldri og rúmlega það.

Það bendir til að óánægjan sé kominn inn í alla aldurshópa, sem þíðir að hún er ekki lengur bundin við tiltekna aldurshópa. Það eykur mjög hættuna fyrir ríkisstjórnina.

---------------------

Til lausnar deilum um spillingarmál tengd kvótakerfinu, tengd einkavæðingu banka, tengd þessari ríkisstjórn, held ég að dómstólaleið sé ekki fær heldur verði að fara aðra, þ.e. sannleiksferli:


"Truth and reconciliation commission" - http://en.wikipedia.org/wiki/Truth_and_reconciliation_commission

Truth and reconciliation commission of South Africa
http://en.wikipedia.org/wiki/Truth_and_Reconciliation_Commission_%28South_Africa%29

Truth and Reconciliation Commission of South Africa Report
http://www.info.gov.za/otherdocs/2003/trc/

Sem sagt, sannleiksferli að S-Afrískri fyrirmynd, sbr. sannleiksferlið er Nelson Mandela stóð fyrir á sínum tíma.

-------------------------------------

Á öðrum málum tengdum hruninu þarf svo einnig að taka á, eins og ég hef útlistað í færslunni mynni að ofan:

Á sama tíma, þarf að forða því að deilur haldi áfram að magnast, svo jafnvel við stöndum frammi fyrir hættu á borgarastyrrjöld.

Ef fjölmennir hópar samfélagsins hafa ekki þá sýn lengur að stofnanir samfélagsins, geti úrskurðað um mál - beitt sér með óvilhöllum hætti, ef mál eru að þróast svo eða eru þegar komin á þann veg, að fjölmargir trúa því að þeim sé í reynd beitt markvisst gegn hluta samfélagsins öðrum hluta samfélagsins til hagsbótar, þá er ekki til staðar það traust til þeirra stofnana, þannig að úrskurðir frá þeim njóti þeirrar virðingar sem til þarf, svo að á þeim sé tekið mark / að á þá sé litið svo að þeir séu sanngjarnir eða óvilhallir.

Ég tek að ástand mála sé að þróast í þessa átt og það hratt. þ.e. fjölmennir hópar séu farnir að sjá stjv. sem þeirra óvin, að stofnunum þess sé beint gegn þeim, að mál þeirra fái ekki óvilhalla eða sanngjarna meðhöndlun. Það sé því að nálgast óðfluga þann tímapunkt, þegar þetta vantraust er hefur verið að grafa um sig síðan hrunið átti sér stað, brjótist út í borgaralegri óhlýðni.

Eins og ég sé þetta, er raunveruleg hætta hér á samfélagslegri uppreisn, að lög og regla fari að brotna niður, fjölmennir hópar hætti að lúta valdstjórninni og hlíða skipunum yfirvalda. Ég held að það sé mun skemmra í að þessa fari að gæta, að flesta grunar.

Sem sagt, ég er þeirrar skoðunar, að deilur í okkar samfélagi séu orðnar það djúpstæðar og svo útbreiddar, skortur á trausti á helstu stofnunum samfélagsins það mikill og almennur; að þær muni ekki geta höndlað málið og skapað þá sátt um einhvers konar úrskurðarleið sem til þarf, þ.s. of margir muni annað af tvennu vantreysta þeim úrskurði eða telja hann halla á sig; því sé dómstólaleið ekki fær leið lengur-þegar vísað er til spillingarmála tengd stjórnmálum.


Má vera hún hafi verið möguleg leið til sátta rétt eftir hrun. En svo djúpstæð og almenn eru vonbrigði fólks í dag, með meðferð stjv. á málum og á þeim sérstaklega, að ég er hræddur um að ef ekki verður mjög fljótlega þ.e. innan fárra vikna, gripið til mjög rótttækra aðgerða, til að stemma stigu við því sem er rót þessa ósættis; að uppreisn muni brjótast út -þá er ég einnig að vísa til hinnar hliðarinnar, þ.e. skuldakeppunnar sem almenningur er staddur í og þarf skjótrar úrlausnar við.


Það verða ekki endilega almenn uppþot. En ég hef heyrt, að fólk sé að hugsa um að taka fyrri heimili sín herskyldi. Síðan að búast til varna þar innan dyra. Jafnvel að hópar fólks muni framkvæma slíkar, og síðan verði stjv. Síðan, getur þetta haldið áfram að vinda upp á sig, munum að lögreglan er fámenn. Það þarf ekki mjög margar slíkar hústökur, til að hún muni standa ráðþrota. En, þegar hafa fleiri hundruð útburðir átt sér stað.

Þá fer löggæslan sjálf, geta lögreglunnar til að viðhalda lögum og geta hennar til að framfylgja þeim,að bila. Og þá er mjög stutt í upplausnar ástand.

-------------------

Upplausnar ástand, þegar það loks hefst getur undið mjög hratt upp á sig - jafnvel leitt til hruns helstu grunn stofnana.

Svo mjög mikið er í húfi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.10.2010 kl. 23:35

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæll Júlíus og þakkir fyrir forvitnilegt innlegg. Þ.e. klárt að brýn þörf er á að skipta út núverandi lánsformi, og innleiða annað og betra.

Sennilega þ.s. þú varst að nefna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.10.2010 kl. 23:37

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég er ekki einn í heiminum sem tel lögleg  hefðbundin Mortgage homelons í fyrst merkingu orðmyndarinnar, langbesta verðtryggar kostinn segjum til að verðtryggða 1% raunvexti á hundrað árum [mun Friedmann segja fínt.

Allar þessar milljónir sammála mér sanna að fræðingahræðurnar nruður í Ballarhafi er annaðhvort kaldrifjaðir glæpamenn [sikopatar] eða arf vit-lausir.

Verja kerfi sem fræðingar sem hægt er bera virðingu fyrir gefa skíta í.  Margt gott má taka upp frá útlöndum.  Fyrirlitning Íslenskra fjámálfræðinga á góðu fordæmi erlendra þjóð er með eindæmum og sannar allt um forheimsku s-mu aulagrúppu.  

Eru bankar ekki og íbúðlánsjóður ekki skaðbótaskyldir gagvart þeim sem var meinað að borga fullar umsamndar greiðslur til byrja með á upplognum ástæðum um að það væri þeim fyrir bestu, eða eina leiðin til að lána með 6,8% raunvöxtum til 30 ára? 

Hvað maður viljugur vil fá lánað 159 kr. verðbætur á fyrsta gjaldaga til að auka raunvexti heildar lánsins um 6,5/4,5= 44%.

Raunvirði jafngreiðsluláns getur ekki hækkað ef það er vertryggt eftir á.  Heildar Upphæð jafngreiðsluveðskuldar getur ekki hækkað umfram umsamda upphæð á útgáfu degi og ber nauðsynlega af þeim sökum ekkert nema fasta vexti. 

Seðlabanki Íslands flokkar negam lánin í efnahagsreikning  sem langtíma jafngreiðslulán eftir á verðtryggt?  Mortgage homeloans CPI indexed. Þetta kallast bókhaldfals erlendis strangt til tekið.

Júlíus Björnsson, 4.10.2010 kl. 01:20

6 Smámynd: Dingli

Sæll Einar, mjög fínn pistill eins og venjulega.

Ég tel ástandið slíkt, að það sé alveg sama hvað RÍÓ gerir héðan af, hún er history.

Dingli, 4.10.2010 kl. 08:09

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Jafngreiðslu veðskuldarlánform [mortgage á þýsku,frönsku  hypoteck] var notað hér allvega fram til 1982.  Hinsvegar var lítill skilningur hér á rekstri langtímaveðskuldarsjóða. Þeir eru um 30 ár að þroskast. Þá eiga að koma jafn mörg ný lán inn og fara út, alls ekki fleiri ný en sem nemur fjölgun íbúa í ári. Þegar við erum að tala um almenna launaþega sem lántakendur.  Veltu aukning er greidd með  vöxtum sem svara fjölgun skuldunauta að meðaltali á ári í 30 ár. Félagslega veðskuldarsjóði merkir þetta að grunnvextir  fara í þessa aukningu. 

Á hverjum mánuði eftir 30 ár koma skuldagreiðslur inn þar sem í bókhaldi sjóðsins meðal afborgun heildargreiðslanna er hlutfallslega jöfn heildalánupphæð eins grunnláns, grunnvextir hlutfallslega jafnir grunnvöxtum eins grunnláns og verðtryggarvaxtahlutinn hlutfalslega jafn grunn vöxtum eins grunnláns.

Dæmi. Heildar veðskuld skiptist 80% erlendis þannig ef útborgaður  lánshöfðustóll er 10 milljón einingar þá er grunnhöfuðstólsvaxta hlutinn 2 til 3 milljónir og verðtyggingar vaxtahöfuðstóstólshlutinn  um  6 til 7 milljónir.  Heildarveðskuldinn á 30 árunum er þessvegna á bilinu  18 til 20 milljónir. Allir geta skoðað erlendar jafngreiðslu veðskuldar lán á netinu, eins ég gerði um 2007 til að sannfærast.

Hlutföllin hjá þroskaða sjóðnum eru í tekjulægsta hópnum  10/18= 55,56% í lánshöfuðstóls afborgun 11,11% í grunnvaxta höfuðstóls greiðslu og  33,34% í verðtyggingar höfuðstólgreiðslu. Grunn mánaðarskuld af 18 milljóna heildarskuld [fastgreiðsla skuldunautar] er 18/360= 50.000 ein.  Þannig í heildan litið á skammtíma forsendum eru vextir af meðal afborgun um 80% á mánuði miðað við lánsafborgun. Greiðsla af heildar veðskuldar lánsfjárhæð sjóðsins   1/360 x 55,55% = 0,15% af heildar útistandandi lánsfjárhæð á mánuði en 1,85% ári.  En skuldagreiðslu hlutinn af heildar ógjaldföldnum er mánaðarlegum veðskuldum, [ekki en orðnar tekjur til eignfæra] 1/360= 0,27% .

Við sjáum  að verðtryggingar hluti endurgreiðsla veðskuldanna að meðaltali  er drjúgur eða um 33,33% á skammtíma samanburðar forsendum. Hinsvegar er þetta fært á móti hækkandi hækkandi fasteignaverði en ekki greitt út í arð sem er í heildina litið þjófnaður. Inflation er loft og það er ókeypis.

Í dag býður Íbúðalánsjóðsjóður 33,5 milljóna veðskuld miðað við 3,4% [sjá UK síðustu 30 ár] verðbólgu til 30 ára og vöxtum í hausi bréfs 4,5%  á 10 milljóna útborgun.

Hann er líka hættur að miða bara við 25 ár hinsvegar eru öll lánformin þannig að skuldunautur verður að fá hluta verðtrygginar lánaðan til að byrja með. Þess hækkar raunvirði heildar veðskuldarinnar á 30 ára lánstíma, sem er alþjóðleg sönnun um að þetta er glæpsamleg fölsun á veðskuldar jafngreiðslu formi.

Seðlabanki Íslands bókar mortgage homeloan CPI indexed.  Rétt er á fagmáli að tali negam CPI loan sem fellur undir skammtíma lán.

Skáldahefðin er rík á Íslandi. 31. milljón miðað við sömu verðbólgu og í UK er talsvert hærra en 18 milljónir verðtryggðar þar.

Ríkistjórn Íslands stundar eignatilfærslur og eignaupptöku af sömu græðgi og sú fyrri. Vitið þið að hún skattleggur dráttar vexti. Hinsvegar þegar allt er eðlillegt  þarf lándrottin í framhaldi að greiða þá til síns lándrottins. Eins og verðbætur fara í að vega upp hækkandi fasteignaverð: það er ný veðskuldarnar hækka og útborgaðar lánsfjárhæðir þess vegna líka.

Svo talar hún undanskot frá skatti. Eftir höfðinu dansa limirnir. 

Júlíus Björnsson, 4.10.2010 kl. 11:45

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Til að skilja betur samhengi heimilis veðskuldasjóð til verðtyggingar erlendis minnst 10% veltu.

Þá skulum við líta á þau lán sem er á síðast gjalddaga þroskaða sjóðsins. þau er 1/360 af heilda veltu og fastagjaldið er 50.000 ef verðbóla hefur verið 3,4% síðustu 30 ár þá vantar 50.000 x 102% eða   51.000 þetta er jafnað út með yngri lánum. Þess vegna er meðtals raunvextir sjóðsins bara 2% max, á Vesturlöndum almennt. Hér er 6,8%  eða meira í takt við verðbólgu.

Magir hafa gert sig af fíflum þegar búið er fletta ofan af hálfvitunum sem H.Í hefur útskrifað síðust 50 ár.  Markaðsvæðing á húsnæði almennings er annað orð yfir að selja heimillinn á uppboði í fyllingu tímas. Glæpamennirnar hafa vitað þetta allan tíma en hinir sem verja þetta sannað sig fávita í almennum alþjóðlegum efnhagsmálum. 

Hæstréttadómarar Ísland eiga að útskýra hvers þetta jafngreiðslu veðskuldarlánform er löglegt hér til lengri tíma en fimm ár. Þar sem það stangast á við niðurstöður annrra erlendra hæstarétta dómara. 

Ég vil ekki að Íslendingar verði almennt  á féló, eða leiguliðar. Sá sem leigir út  þarf að miða leiguna við sín lánsform.

Jóhanna er flugfreyja.

Júlíus Björnsson, 4.10.2010 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband