Eins og kom fram í gær stýrivextir Seðlabanka 6,25% í stað 7%. Á hinn bóginn, er alger óþarfi að hafa stýrivexti yfir 0%

Ég fullyrði þetta, þ.e. að stýrivextir yfir 0% sé óþarfi. Þessi fullyrðing kemur ef til vill ímsum spanskt fyrir sjónir, þ.s. venja er að halda stýrivöxtum ívið hærri en verðbólgan mælist.

Á hinn bóginn, er vandi umræðunnar um verðbólgu hér á landi, að fjölmargir átta sig ekki á, að þ.s. verðbólga hérlendis á sér fleira en eina tegund af orsakasamhengi, þá er það ekki endilega svo að sama meðalið eigi við alltaf burtséð frá því hvaða tegund af verðbólgu er verið að glíma við!

 

  • Punkturinn er sá, að þegar tekin er ákvörðun um beitingu meðala gegn verðbólgu, á að gera það út frá skoðun á því, hvaða orsakaþættir eru akkúrat að knýja þá verðbólgu þ.s. mismunandi viðbrögð eiga við eftir því, hverskonar orsakasamhengi er á bakvið þá verðbólgu sem þú ert að glíma við!

 

Yfirlýsing peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands: 22. september 2010

"Tólf mánaða verðbólga var 4,5% í ágúst, eða 3,8% ef áhrif hærri neysluskatta eru frátalin. Slaki í þjóðarbúskapnum og gengishækkun krónunnar það sem af er ári styðja við áframhaldandi hjöðnun verðbólgu...Enn er þó gert ráð fyrir að efnahagsbati hefjist á seinni hluta ársins. Verðbólguhorfur eru einnig svipaðar og þær voru í ágúst. Gert er ráð fyrir að verðbólga án áhrifa neysluskatta verði við markmið bankans í lok árs og að hún verði komin nokkuð niður fyrir það snemma á næsta ári. Verðbólguvæntingar hafa einnig lækkað að undanförnu."

 

  • Ef við segjum að verðbólga sé: 4,5%
  • Stýrivextir eru: 6,25%
  • Þá eru raunstýrivextir: 1,75%


Þetta mun Seðlabankinn túlka með þeim hætti, að aðhald vaxtanna sé 1,75%.

Margir munu ekki sjá neitt athugavert við þetta - enda ekki vanir að velta fyrir sér verðbólgu vs. verðbólgu!

  • Ég segi aftur á móti, að aðhald vaxtanna sé þvert á móti 6,25% en ekki 1,75%.
  • Að með því að meta aðhald vaxtanna 1,75% en ekki þ.s. þ.e. í reynd þ.e. 6,25% þá vanmeti Seðlabankinn hamlandi áhrif stýrivaxta sinna á getu hagkerfisins til hagvaxtar.
  • Þetta þýðir að mínu mati, að Seðlabankinn ofmetur líklega efnahagslega framvindu Íslands, miðað við vaxtastefnu Seðlabankans.

 

Af hverju segi ég þetta?

  1. Verðbólgan sem við búum við, er ekki komin til fyrir tilverknað spennu sem skapast innan hagkerfisins, sem einkum sögulega séð er á formi ofþenslu, þ.e. hækkana hrinu af völdum stjórnlausra innlendra kostnaðarhækkana sem reknar sögulega séð eru oft af launahækkunum.
  2. Vextir virka gríðarlega vel öllu að jafnaði á verðbólgu sem hefur slíkt orsakasamhengi, þ.s. hærri vextir gera lán dýrari sem fækkar útlánum, hækka vaxtagjöld þeirra sem skulda svo þeir minnka við sig neyslu og skera niður kostnað. Með öðrum orðum, draga fé út úr hagkerfinu.
Þetta er þ.s. ég átti við þegar ég benti á, að osakasamhengi verðbólgu sé lykilatriði í því að ákvarða, hvaða viðbrögð eru hin réttu!

  • Slaki er á hagkerfinu segir Seðlabankinn.
  • Samdráttur er enn ríkjandi, segir Seðlabankinn.
Þetta klárlega útilokar eftirspurnarþenslu sem samhengi núverandi verðbólgu.

  • Auðvitað vita allir hvernig hún varð til, þ.e. við stóra gengisfallið um árið.
  1. Verðbólgan núverandi er sem sagt einungis eftirhreytur gengishrapsins.
  2. Hún er að deyja algerlega af sjálfu sér. En, þ.s. orsökin er gengishrap þá þíðir gengisstöðugleiki að hún hverfur - meira þarf ekki til, en gengisstöðugleika til þess að framkalla þá útkomu.
  3. Vextir hafa einungis áhrif á slíka verðbólgu ef þeir stuðla að gengisstöðugleika.

 

En takið eftir, að gengið hefur styrkst nokkuð á þessu ári - en á sama tíma hafa vextir verið að lækka.

Ég held því þvert á móti fram - að vaxtalækkunin hafi verið að hjálpa genginu og að auki, það loforð að sú lækkun muni halda áfram.

 

Af hverju er það svo?

Háir vextir bæla hagkerfið - þ.s. vaxtagjöld eru þá hærri en ella þ.e. kostnaðurinn við lán. Á sama tím eru lán einnig dýrari en ella.

Hækkandi vextir skapa því væntingar um minnkun framtíðar umsvifa hagkerfisins.

Lágir vextir hvetja hagkerfið - þ.s vaxtagjöld eru þá lægri en ella, þ.e. kostnaður við lán. Á sama tíma verður lántaka ódýrari.

Lækkandi vextir skapa því væntingar um aukningu framtíðar umsvifa hagkerfisins.

 

Ef háir vextir draga fé út úr hagkerfinu - þá auka lágir vextir fjárstreymi innan þess.

  • Þ.e. einmitt þetta aukna fjárstreymi sem hækkar gengið þ.s. það eykur eftirspurn eftir krónum.
  • Ef framboð á krónum er ekki aukið á móti, þá hækkar sú aukna eftirspurn verðið á krónunni þ.e. gengið.

 

Flóknara er þetta ekki.

Auðvitað samhliða hjálpar jákvæður vöruskipta jöfnuður einnig genginu. En sá var einnig til staðar á síðasta ári, en gengishækkun hófst á þessu ári en ekki því síðasta. Vextir eru á hinn bóginn umtalsvert lægri í ár en í fyrra.

Ef þeir væru lækkaðir enn frekar þá myndi gengið styrkjast enn meir. Á hinn bóginn, þá vil ég ekki frekari gengisstyrkingu og myndi hvetja Seðlabankann til að prenta peninga á móti til að halda genginu stöðugu.

En, hækkun gengis myndi draga úr hagnaði okkar af viðskiptum og auka innflutning - en vegna hárra gjaldeyrisskulda þurfum við á eins miklum hagnaði af utanríkisviðskiptum og við getum mögulega framkallað.

Þó genginu væri haldið stöðugu með slíkum inngripum, þá styrkir lækkun vaxta eins og ég legg til, - til muna getu hagkerfisins til hagvaxtar. Á því þurfum við einnig að halda.

Á sama tíma, þá skánar hagur skuldugs almennings vegna lækkunar vaxtagjaldakostnaðar. Batnandi hagur hagkerfisins, síðan ætti einnig að skila þeim batnandi hag þar ofan á!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband