Ónýtti Ingibjörg Sólrún og samráðherrar Samfó í Þingvallastjórninni, möguleika Íslands á inngöngu í ESB?

Vangaveltur er koma upp, þegar farinn vegur er íhugaður. En, þessa dagana er skrafað og skeggrætt hvort ákæra eigi hana og 3. aðra samráðherra úr þeirri ríkisstj. En, miðað við umræður á Alþingi í gær 20. sept. virðast líkur þess, að ákærur verði út gefnar fara þverrandi.

 

En, hann Marínó G. Njálsson kom með lista yfir hvað Þingvallastjórnin hefði getað gert betur:

Hvað gátu Geir H. Haarde, Árni M. Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gert?

1. Talað af hreinskilni og þannig varða almenning við yfirvofandi hruni.
2. Stutt við Fjármálaeftirlitið svo það hefði getað veitt fjármálafyrirtækjunum aðhald
3. Fengið alvöru efnahagsráðgjafa strax eftir að stjórnin var stofnuð
4. Hlustað á aðvaranir aðila utan landsteinanna
5. Setja lög til að halda aftur af vexti fjármálafyrirtækja
6. Banna Landsbankanum að opna Icesave í Hollandi
7. Hætta að draga lappirnar í öllu sem skipti máli
8. Fara í gerð viðbragðsáætlana til að bjarga því sem bjargað varð í staðinn fyrir að fara í söluherferð fyrir fjármálafyrirtækin.
9. Taka alvarlega aðvaranir sem þeim barst.

 

Þó þessi listi sé langt í frá óumdeilanlegur í einstökum atriðum, þá held ég að tvennt standi upp úr - hvað það varðar sem ríkistj. Geira og Sollu hefði getað gert betur:

  • Icesave í Hollandi - opnað í maí 2008
  • Bretar sáu hvert stefndi mánuðum fyrir hrun, og vildu fá Icesave fært undir bresk umráð.
  1. En, stjórnendum Landsbanka, tókst að hindra þá aðgerð - en Bretar voru til í þetta alveg fram undir það síðasta, vikur fyrir hrun.
  2. Aðalvandinn, var að Bretar ætluðust til að þetta væri fært undir Heritage bankann, er þá var í eigu Landsb. en í kröfu Breta fólst að mjög veruleg eiginfjárinnspýting myndi fylgja, sem Landsbankinn á þeim tíma sennilega hafði ekki fé til, þannig að til inngripa ríkisstj. hefði þurft að koma.
  3. Sennilega hefði þetta þó samt, verið til miklu muna minna fjárhagslega skaðvænlegt fyrir ríkissjóð Ísl. en Icesave deilan hefur síðan verið.
  4. En, alls ekki er ósennilegt, að t.d. harkalegum aðgerðum Breta þegar hrunið var að eiga sér stað, hefði verið forðað, þegar Kaupþings Banki var tekinn niður. Hann hefði lifað e-h lengur a.m.k. þ.s. hann var þá núbúinn að fá fjárinnspýtingu frá sameiginlega frá yfirvöldum í Danm., Noregi og Ísl.
  5. Síðast en ekki síst, að þeirri harkalegu milliríkjadeilu, er við eigum í við Holland og Bretland, hefði verið forðað.

  • Ég tek fram að ég er enginn sérstakur áhugamaður um ESB aðild Íslands, þvert á móti.
  • En mér finnst blasa við, að horfur Íslands í aðildarmálum, hefðu verið til mikilla muna vænlegri, ef þessi vonda deila, ásamt því tjóni sem hún hefur valdið á ísl. efnahag, hefði aldrei átt sér stað!

 

Hvert er ástandið eins og það er - kalt mat?

  • Ég get ekki séð að Ísland sé fært um að borga af Icesave - já ég veit að höfuðstóll sennilega borgast að miklu leiti upp eða jafnvel alveg - en meginkostnaðurinn hefur alltaf verið vaxtakostnaður. Sá því miður tel ég að verði mun hærri, en þeir 300 milljarðar er hann var upphaflega reiknaður sem og þær tölur kynntar af Steingrími J. sumarið 2009. Þar koma til að tafir á því að sala eigna úr þrotabúi fari fram, miðað við upphaflegar áætlanir, hægja á niðurgreiðslu skuldar (látum vera deilur um hvort við skuldum þetta eða ekki en þ.e. sannarlega skoðun Breta og Hollendinga) þannig að reiknaðir vextir verða af hærri upphæðum en gert var ráð fyrir - annars vegar - og - hins vegar - að vextir reiknast yfir lengra tímabil, en upphaflega var haft sem viðmið.
  • Ísland er ekki fært að borga, vegna þess að það verður ekki fært að borga þær skuldir, sem þegar hvíla á Íslandi þ.e. samþykktar og viðurkenndar skuldir, er ekki tengjast Icesave. Þannig, að án tillits til Icesave, stefnir Ísland að því er virðist fullkomlega óhjákvæmilega í greiðsluþrot. Lán frá AGS fresta því þó um nokkurn tíma, ef til vill út 2013 jafnvel fram á mitt eða jafnvel út 2014 - en það mun krefjast sparnaðar á gjaldeyri þ.e. innflutningshafta af einhverju tagi.
  1. Ástæðan er að álverin eru ekki að koma - en 2 risaálver annað á Reykjanesi og hitt við Húsvík cirka svipað stórt og Reyðarál, ásamt stækkun Straumsvíkur; áttu sameiginlega að dæla hingað inn nægilegu fjármagni, svo að ríkissjóður Íslands hefði tekjur til að standa undir þeim skuldum sem á honum hvíla ásamt AGS lánum.
  2. En þessi ályktun er fremur augljós hafandi í huga, að í júlí fékk OR neitun um lán frá Þróunarbanka Evrópu, til að fjármagna Búðarhálsvirkjun. Ríkisstj. lét samt sem áður útboð fara fram - en engar framkvæmdir geta hafist, án lánsfjármögnunar. Ríkissjóður getur ekki lagt sjálfur til fé.
  3. Þróunarbanki Evrópu, er einmitt stofnun sem veitir lán sem bankar eru tregir til, en þó eins og nafnið bendir til - einkum til landa er þurfa frekari efnahagslega framþróun. Augljóslega var leitað til bankans, vegna þess að neitun hafði fengist alls staðar annars staðar frá.
  4. Þ.s. Búðarhálsvirkjun er til miklu muna minna áhættusamt verkefni en hin verkefnin - þ.e. mun smærri í sniðum og ódýrari til mikilla muna - á sama tíma og hún á að veita orku til stækkunar álvers sem þegar er starfandi þ.e. Straumsvíkur álvers; þannig að það blasir við að áhættan við þetta tiltekna lán er minnst og ekki einungis minnst, heldur langminnst.
  5. Þetta segir mér, að til mikilla muna áhættusamari og að auki til mikilla muna stærri - lán, til hinna mikilla muna stærri og dýrari verkefna; séu þar af leiðandi hverfandi líkleg til að berast okkur í hendur.


Niðurstaða

Icesave deilan dregst á langinn, þ.s. engin leið verður að sýna fram á greiðsluhæfni landsins. Bretar og Hollendingar halda áfram að vera ósáttir, og þ.s. að viðræður við ESB um aðild skiptast í 35 svokallaða kafla hver um sig, er í reynd sjálfstæður samningur sem þarf hver um sig sitt samþykki allra aðildarríkja - en þó ekki staðfestingu fyrr en síðasti kaflinn hefur verið kláraður; þá er þeim í lófa lagið, að tefja aðildarviðræður eins lengi og þeim sýnist. Hæglega framyfir lok kjörtímabilsins.

Þannig sýnist mér, að sanngjörn túlkun sé að með því að klúðra svo gersamlega í ríkisstj. með Sjálfstæðisflokknum, í tíð Þingvallastjórnarinnar - hafi Samfylkingin í reynd glutrað niður stóra draumnum, þ.e. aðild Íslands að ESB.

En, ef einhverjir hafa efasemdir um að þessi greining sé rétt, einfaldlega veltið fyrir ykkur ef Icesave deilan hefði aldrei orðið, hve mikið - mikið auðveldari samningamál myndu þá hafa verið og að auki viðhorf þjóðarinnar til ESB aðildar allt - allt önnur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Enn einu sinni minni ég á að við eigum á fela erlendu fagfyrirtæki -

að meta allan skaða sem bresku hryðjuverkalögin ollu  á íslenskum eignum - hérlendis og erlendis

það er t.d. ekki víst að Kaupþing hefði fallið - ef hryðjuverkalögin hefði ekki verið sett.

hafa ber það einnig í huga - að beiiting hryðjuverkalagana skilað Bretum ENGU - nema skaða - þar sem Icesave eignirnar félli  EXTRA í verði - vegna hryðjuverkalagana

.... og stefna svo Bretum til að greiða að FULLU allt það tjón + matskostnað +miskabætur + vexti og + innheimtukostnað.

Ríkisstjórnin gat fátt gert - a.m.k.  eftir þetta grófa spark Breta í  Íslensku þjóðina - fyrir neðan beltisstað - á örlagastundu.

Sókn er besta vörnin - af alefli...

Kristinn Pétursson, 21.9.2010 kl. 02:03

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Minnstu ekki ógrátandi á það maður.

Þá væri ég ekki hér fyrir framan tölvuna að bíða eftir næstu sundrungarfrétt af stjórnarheimilinu.  Og stærsti glæpurinn var sá að þeir gátu aldrei klárað málið svo fólk gæti farið að rífast um annað án minna afskipta.

En  það er tvennt sem mig langar að gera athugasemdir við.

Í það fyrsta, þá hefði meðgjöf verið ólögleg, bæði samkvæmt okkar lögum og lögum ESB.  Og siðferðislega röng.  

Rökin eru þau að benda á eitthvað sem gerðist svo, en í nútíð eru það ekki rök.

Annað er að mér finnst þú varpa fullmikilli ábyrgð á Ingibjörgu.  Hún hafði ekki bakgrunn til að sjá flækjur málsins, og þeir sem það höfðu ráðlögðu henni að gera ekki neitt.  Sama taktík og allir aðrir stjórnmálaleiðtogar á Vesturlöndum fylgdu, að takast ekki á við vandann, fyrr en umfang hans væri áþreifanlegt.

Þá treystu þeir sér í ríkisafskipti.

Eins má minna á að það þarf tvö til að deila, og viðbrögð bretanna voru alveg út úr kortinu.  Þó ég hefði kvatt til stríðsæsinga á móti þeim, þá skil ég alveg sjónarmið Ingibjargar að reyna semja vandann á vitrænan grundvöll.  Og miðað við dómgreind þess ágæta manns, Benedikts Sigurðarsonar stórhugsuðar á Akureyri, þá voru Brussel viðmið Ingibjargar raunhæfur grundvöllur.

En af hverju gengu þau ekki eftir???

Á ekki svar við því, en Ingibjörg spilaði ekki úr þeim spilum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.9.2010 kl. 09:48

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

En af hverju gengu þau ekki eftir???

----------------------

----------------------

Ég varð aldrei var við að núverandi ríkisstj. fylgdi þeim nokkru sinni.

En, annars var tjónið orðið og ábending mín í greininni bendir á, að með sofandahætti sínum, þá sýnist mér að niðurstaðan sé að glutra niður fyrir Samfylkingarfólk stóra draumnum. Hann hafi glutrast niður, á mánuðunum í stjórnarsamstarfinu fram að hruni, þegar þau Geiri og Solla tóku sig ekki til, að koma í veg fyrir Icesave í Hollandi og semja við Breta um Icesave í Bretl. fyrir hrun.

-----------------

Eftir að tjónið var orðið, þá hafi kötturinn verið dottinn í pottinn þannig séð.

----------------

Í augum áhugamanna um ESB aðild er tjónið mikið þ.s. málið sennilega kemur í veg fyrir aðild Íslands.

Solla var náttúrulega leiðtogi Samfóa þá, og bar mesta ábyrgð fyrir þeirra hönd.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.9.2010 kl. 10:09

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já Kristinn - Bretar sjálfir græddu ekki, þ.e. fremur eins að svo pirraðir hafi þeir verið orðnir á getuleysi fyrri ríkisstj. að þeir hafi ákveðið að refsa okkur í staðinn. En, mjög sennilega hefði yfirfærsla Icesave þó dýr vegna kröfu um fjármunainnspýtingu í Heritage bankann, samt til miklu muna verið minna dýr fyrir okkur.

----------------

Maður getur skilið þeirra frustrasjón gagnvart okkar stjórnvöldum ef ekki það að maður fyrirgefi þeim það tjón er þeir ollu okkar þjóð fyrir sitt leiti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.9.2010 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband