Hann virðist líta svo á, að gengissveiflur krónunnar, geri það örðugt að eiga stórar upphæðir í krónum annars vegar og hins vegar Evrum, eða öðrum gjaldmiðlum.
OK, allir vita að þ.e. gengisóvissa er fylgir öllum gjaldmiðlum, þ.e. ef þú átt dollara eða evrur, þá getur gengissveifla þeirra gjaldmiðla innbyrðis haft nokkur áhrif á þína eign.
En, ég meina, þ.e. engin leið að komast hjá þessum vanda. Allir gjaldmiðlar sveiflast. Eina leiðin væri einn hnattrænn gjaldmiðill, til að afnema gengisóvissu.
Ef þú átt eignir eða verðmæti, í öðrum gjaldmiðli en þann er þú vanalega starfar í eða hefur tekjur í, þá verða sveiflur í þeim verðmætum er þú átt. Þetta tilheyrir því, að vera til á okkar veröld, þar til allir gjaldmiðlar hafa verið afnumdir.
Skoðum aðeins gengissveiflur Evrunnar vs. Dollar.
Skv. grófum útreikningum mínum, er hámarks-sveiflan á milli þeirra gjaldmiðla 21% síðustu 365 dagana.
Nú, það hefur einhver sveifla orðið á krónunni á þessu ári, og takið eftir skv. orðum mannsins þess orð komust í fjölmiðla, var sveiflan í hag.
Krónan ekki burðug í bankauppgjör
"Lögmaður í slitastjórn bankans segir að krónan sé ekki nógu burðugur gjaldmiðill í uppgjör stóru bankanna, vegna þeirra fjárhæða sem um er að ræða...Slitastjórn Landsbankans kynnti nýlega stöðuna á eignasafni bankans, og verðmæti þess miðað við forgangskröfur - vegna icesave og annarra innlána. Í tölum skilanefndar kemur fram að á bilinu frá marslokum og fram í júníloka, jókst verðmæti eignasafnsins um 64 milljarða króna, en vegna styrkingar á gengi krónunnar, var þessi aukning færð niður um 47 milljarða. Heildarverðmætið er 1227 milljarðar án gengisáhrifa, 1177 milljarðar þegar þau eru tekin með."
- Ef ég er að skilja hann rétt, þá sveiflast verðmæti eignanna um 64 milljarða erlendis, en vegna þess að gengi krónunnar styrkist á auðvitað lækka verðmætið í krónum þ.s. eignirnar eru bundnar í Evrum.
Nú, ímyndum okkur, að eignir hans hafi verið bundnar í Evrum en hann hafi átt heima í Bandar. Þeir gjaldmiðlar hafa sveiflast 21% á sama tíma.
- Bæðir Dollar og Evra, kvá vera alvöru gjaldmiðlar meðan ísl. krónan er það ekki!
- 21% af 1227 er 258 þ.e. þá hefði tjónið verið skv. hans standard af sanngyrni, 258 milljarðar - þegar sveiflan á milli þeirra gjaldmiðla náði mesta hámarkinu á umliðnum 354 dögum.
Þ.e. mjög pirrandi svona óvandaður málflutningur
Hvaða hlutverki gengdi hann? Þarna kemur þessi lögfræðingur, leggur sinn heiður að veði og röflar tóma endaleysu.
Ekki er mér kunnugt um hans stjórnmálaskoðanir, en nú er hann búinn að fá sínar 5 mínútur af frægð.
Evrusinnar klappa og segja þetta þ.s. hann sagði, enn eina sönnunina þess að krónan er ónýt!
Á sama tíma, nenna sjálfsagt fáir að skoða þ.s. hann er að segja, rýna aðeins í tölurnar, og Googla upp upplýsingum um gengissveiflur Evru vs. Dollars.
Sorglegur málflutningur en því miður dæmigerður fyrir vandvirkni ESB og Evrusinna, en megináherslan virðist vera á, að plata fólk er nennir ekki að hugsa - nennir ekki að opna tölvuna og Googla, sem bara étur sitt poppkorn og samsynnir því sem það heyrir.
Þ.e. því miður nóg af - ég nenni ekki að hugsa - einstaklingum þarna úti!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:43 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki einhver misskilningur. Hann er einfaldlega að segja það að það er erfitt að skulda í einni mynt en gera upp í annarri. Þetta hljóta allir að þekkja sem tóku lán í erlendri mynt.
Hann er því að segja að það er erfitt að gera sér grein fyrir því í íslenskum krónum hvað muni verða greitt.
Hefur ekkert með ESB og evrusinna að gera. Meira með fréttaflutning á RÚV.
Ég er með allan minn kostnað í evrum en með tekjur í krónum. Ég veit aldrei fyrr en að ég greiði reikningana mína í evrum hvað það eru margar krónur. Einfalt, eða?
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 14:46
Alveg rétt hjá þér Einar vill bara minna á að slitastjórn Landsbankans er með mest allt sinn inn á reikning Englandsbanka, og því mest allt gert upp í pundum og eitthvað í evru.
Við getum þakkað íslensku krónunni fyrir að útflutningur okkar skilar góðum hagnaði og það skiptir máli fyrir okkur núna.
Ómar Gíslason, 6.9.2010 kl. 20:15
Steán - hann tekur dálítið dýpra í árinni en það, segir fullum fetum að krónan sé ekki burðug og vart er hægt að skilja það öðruvísi, en hann vísi til ofangreindrar gengisveiflu; sem eins og ég sýndi fram á er smá, mun smærri en sveiflur Evru vs. Dollar umliðið ár.
Sannarlega Ómar, hafa einnig verið sveiflur á Pundi vs. Evru.
Punkturinn hjá mér var einfaldlega, að þ.s. Halldór virtist vera að gefa í skyn að væri einhver vísbending þess, að krónan væri sérlega óburðugur gjaldmiðill er einfaldlega það vandamál sem allir þurfa að búa til, sem eiga eignir í fleiri en einum gjaldmiðli.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.9.2010 kl. 20:40
Krónan er auðvitað og lítil. Það þarf minna framboð og minni eftirspurn til að framkalla miklar breytingar á verði krónunnar.
Ef þú ferð á fiskmarkað hér á Íslandi og fylgist með uppboði á fiski, þá sérðu það. Sama vara en mismunandi verð.
En auðvitað skiptir það máli fyrir landsbankann að hann er með mestar sínar eiginir í erlendir mynt eða þá í þeirri mynt sem hann þarf að gera upp í. Það er jú það sem okkur er ráðlagt í dag.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 23:15
Þarna voru við ekki í reynd að tala um hreyfingar fjármagns, heldur verðmæti eigna reiknuð yfir í krónur - þ.e. sveiflur á verðmæti þeirra umreiknað.
Þ.e. óneytanlega skemmtileg tilviljun, að hinn burðugi óskagjaldmiðill hafi sveiflast meira umliðið ár en hin óburðuga króna, hafandi í huga ummæli þau er vitnað var í.
Auðvitað er ákveðin fallöxi hangandi yfir í formi krónubréfa, og mín persónulega skoðun að rangt sé að taka Icesave eitt út fyrir sviga, heldur eigum við að skipuleggja eiginlegann kröfuhafa fund fyrir Ísland sbr. þ.s. stundum er gert fyrir fyrirtæki í skuldavandræðum. Í eðli sínu er þetta sama fyrirbærið.
Ef samið er við Breta og Hollendinga, þá eru enn reiðir krónubréfaeigendur eftir auk hinna ímsu banka er við skuldum stórfé.
Hvað væri að því, að fá þá alla í einu á eitt sameiginlegt samningsborð, t.d. í gegnum hinn svokallaða London process?
Mér sýnist það mun skynsamlegra en núverandi stefna, ekki síst í ljósi þess að hagþróun er ekki að standast væntingar auk þess, að öll stóryðjuverkefni án undantekninga eru í vandræðum sem fátt bendir til að muni leysast.
Þannig, að einungis 2. leiðir séu í boði, þ.e. nauðasamningar eða greiðsluþrot.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.9.2010 kl. 23:48
Veistu það Einar, margir skilja ekki sveiflur eða verðmyndun að markaði.
Þetta er allt rétt hjá þér, en fréttamaðurinn er ekki alveg að skilja hvað er mikilvægt í fréttinni sem hann er að skrifa.
Auvðitað þarf að tala við alla kröfuhafa.
Best hefði auðvitað verið að setja aldrei höft á krónuna.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 23:54
----------------------
Gátum við komist hjá því? Auðvitað lækkar krónan í verðgildi við útflæðið og krónubréfaeigendur fá þá minnkandi magn Evra á móti, - en hefði það dugað til þess að það hefði ekki orðið þurrð hjá Seðlabanka?
Hingað til hef ég ekki séð neinn hagfræðing segja, að höftin hafi verið flýjanleg.
En, á almennum kröfuhafafundi, t.d. skv. London Ferli, er hægt að bjóða öllum í einu tiltekið hlutfall greitt upp í þeirra kröfur - "take it or leave it".
--------------------
Neitun í tilviki fyrirtækis leiðir til gjaldþrots og sölu eigna, en vegna "sovereign protection" er það ekki alveg svo svart hjá okkur, en vesenið verður samt umtalsvert ef samningar nást ekki.
Á hinn bóginn, má vera að þeir náist seinna. Ekki ástæða að hætta samningum, þó okkur mistakist að komast hjá þroti.
En, ég held að ofangreint sé eina leiðin til að komast hjá að af því verði. En, einhvern veginn hvort sem þ.e. einhver misskilinn þjóðernismetnaður eða bara helber þrjósk afneitun, þá neita margir að sjá þetta svo.
----------------------
Eitt með krónuna, að svo lengi sem útflutningur viðhelst - sem mér sýnist lítil ástæða að óttast að verði fyrir truflunum - þár er til staðar útflutningur verðmæta til að viðhalda einhverju gengi hennar ofan við verðleysu.
Auðvitað geta sérstakar aðstæður samt ítt henni niður tímabundið, og núverandi skulda-aðstæður eru einmitt dæmigerðar slíkar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.9.2010 kl. 00:14
Einar: Það hefði orðið "take it or leave it" ástand með fljótandi krónu. En menn vilja auvðitað ekki viðurkenna eiginn óvitaskap með því að segja að höftin hefðu aldrei átt að vera sett á því allir flokkar á Alþingi voru samþykkir þeim.
Svona byrjar vitleysan. Á óvitaskap nokkurra einstaklinga.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 00:19
Allt í lagi, þú virðist meina að þeir hafi einungis staðið í boði það magn gjaldeyris sem var til þá stundina, og hægt hefði verið að segja þeim - skiptið þessu á milli ykkar. Þið fáið ekki meira?
En hefði þá ekki þurft innflutningshöft nokkurn tíma á eftir, meðan verið væri að byggja á nýjan leik upp nokkurn varasjóð með tekjum af útflutningi?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.9.2010 kl. 01:12
Nei, af hverju? Það hefði verið hægt að nota sömu gjaldeyristekjur og landið hefur í dag.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 07:47
Hmm, sko ég þarf aðeins að ryfja upp hvað gerðist í kjölfar hrunsins, þá á ég við viðbrögð markaðarin þarna úti. En, þ.s. gerðist var að ísl. fyrirtæki voru um tíma neydd til að viðhafa staðreiðsluviðskipti jafnvel við aðila er þau höfðu staðið í viðskiptum við án nokkurs vesens í mörg ár. Ég þekki einn sem vinnu hjá Icelandair, og sá sagði að vél hefði verið stöðvuð á breskum flugvelli með farþegum og hótað að gera hana upptæka nema borgað væri fyrir eldsneyti á staðnum. Seðlabankinn hefði í gegnum afskipti ráðherra reddað málinu með því að senda þeim pening.
------------------
Sko til að getað reddað gjaldeyri til Icelandari eða aðila er vill endurnýja lager, þá þarf Seðlabankinn sjálfur að eiga e-h af gjaldeyri, svo hann geti látið þá aðila hafa þann gjaldeyri er þeir þurfa á að halda.
Ef við erum að tala um að Seðlabankinn verði beinlínis þurrausinn um tíma, þá verða fyrirtæki sjálf að redda sér gjaldeyri eða þá stoppa. Auðvitað fyrir útflutnings fyrirtæki er þetta ekki vandamál, en fyrir þau sem ekki standa sjálf í útflutningi og hafa ekki eigin gjaldeyristekjur hefði slíkt ástand getað þítt algert stopp fyrir fj. aðila.
---------------------
Þetta hefði einungis verið um tíma, þar til nægur forði hefði skapast til að geta alltaf reddað fjármagni til þeirra fyrirt. er vanhagar að toppa upp sinn lager, eða til flugfélaga svo þau geti staðgreitt eldsneyti. Á hinn bóginn hefði þá orðið umtalsvert tjón á þeirra starfsemi, þ.e. tapaðir samningar, farþegar farnir annað, o.s.frv.
Að auki hefði Seðlabankinn skammtað þann gjaldeyri - þ.e. innflutnignur lyfja hefði haft sem dæmi forgang yfir innflutning á fatnaði, þangað til nægur forði hefði myndast á ný, svo hann ætti t.d. a.m.k. forða fyrir útflutningi mánuð fram í tímann.
---------------------
Auðvitað hefði þetta lagst síðan smám saman, en ekki alveg samstundis. Smám saman hefði Seðlabankinn byggt að nýju upp forða, við þessar aðstæður enn hraðar við nánst algert innflutnings stopp.
Eftir einhverjar vikur, hefðu mál getað smám saman komist í lag á ný.
Á hinn bóginn, er ekki víst að útlendingar hefðu slakað á klónni með kröfuna um staðgreiðsluviðskipti. Þau gætu verið við lýði enn í dag.
Þó ekki víst að það væri svo hræðilegt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.9.2010 kl. 10:36
Einar: Það er búinn að vera jákvæður viðskiptajöfnuður frá því í janúar 2009. Ég þekki vel hvernig þetta var og er með gjaldeyri. Bý í Berlín. Sendiráðið fékk margar kvartanir vegna þess hvernig meðferð einstaklingar og fyrirtæki fengu í þýskum bönkum.
Þá var minnst á EES samninginn og að ekki mætti mismuna;)
Seðlabankinn lét auðvitað Kaupþing fá síðustu aurana. Þess vegna voru gjaldeyrishöft sett á;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 10:41
Við skulum muna að það voru samantekin ráð Seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar ásamt Seðlabanka Íslands, að lána Kaupþingi í von um að sá banki myndi lafa. Síðan kom reyðarslagið er Bretar ákváðu e-h allt annað. Ég hugsa að seðlabankamenn á öllum Norðurlöndum hafi þá einnig verið pirraðir.
-------------------------
En þetta var síðan búið og gert - þ.e. erfitt að sjá annað en að a.m.k. fyrsta lánið frá AGS hafi verið nauðsynlegt - hagfræðingar sem ég hef rætt þetta við, hafa talið höfðin við þær aðstæður hafi verið óumfjýjanleg. Stiglitz sagði svo líka eftir því sem mig rekur mynni til.
----------------------
Þ.s. ég sagði að ofan, að eins og útlitið er í dag - ekki í gær, sé rétt að stefna að því, að safna saman kröfuhöfum Íslands öllum í einu, og eiga með þeim fundi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 7.9.2010 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning