Hollendingar og Bretar hafa enga ástæðu til að flýta sér, því ég er viss um að þeir ætla nefnilega að notfæra sér þá staðreynd að Samfylking getur ekki hugsað sér aðra framtíðarlausn betri fyrir Ísland, en ESB aðild.
- Þannig, að klárlega ætla þeir að notfæra sér möguleika þá er þeir hafa, til að setja hindranir í aðildarferlið að ESB.
- Þeir telja sig örugglega hafa hlutina í sínum höndum.
Skv. stækkunarstj. ESB munu rýnifundir hefjast í nóvember nk. og halda áfram fram á næsta sumar. Síðan, verður fjallað um þá rýniskýrslu í höfuðstöðvum ESB, ef hún fær náð þá er fyrst hægt að hefja raunverulega samningaviðræður - sennilega haustið 2011.
----------------------------
Enlargement commissioner Stefan Fuele -
- Mr. Fule said that the commission, the EU's executive, would begin a detailed screening of Iceland's laws in November,
- and hopes to finish the process and identify where changes are needed by next summer.
- ""This does not mean that it is going to be an easy ride. Issues are there, like fisheries, agriculture and food safety,""
- Individual chapters can be opened for negotiations between the EU member states and Iceland after the screening procedure is complete.
- EU legislation covers 35 different areas, known as chapters, ranging from the justice and home affairs to environment, energy, social and transport policy.
----------------------------
- Hollendingar og Bretar, geta ákveðið sem dæmi, þegar næsta sumar að samþykkja t.d. ekki rýniskýrsluna eða blokkera þá ákvörðun að heimila að formlegar viðræður fari af stað.
- Eða, þeir geta sett lokunarskilyrði fyrir einstaka kafla af 35. Þannig að þeim verði ekki lokað nema tiltekin mál séu leyst skv. þeirra vilja. Þeir hafa yfrið næg tækifæri.
- Samningsferlið er sem sagt, algerlega í gíslingu Hollendinga og Breta.
Mér sýnist óhjákvæmilegt, að Samfóar munu - ef þeim er alvara um aðild - fyrr eða síða leggja til nýrrar atlögu að Icesave málinu, þ.e. að reyna að knýja í gegn hér þrátt fyrir andstöðu þjóðarinnar niðurstöðu Icesave sem er Bretum og Hollendingum að skapi.
Annars verða viðræður sennilega ekki kláraðar fyrir lok kjörtímabils hér á Íslandi.
Icesave skuld mun sennilega reynast mun hærri, en gert hefur verið hingað til ráð fyrir!
Við skulum í augnablikinu láta vera, hvort við skuldum þetta eður ei. En, það verður ákveðið fyrir dómi, reikna ég með. Þ.e. hið minnsta möguleiki að leikar fari þannig, að við sytjum uppi með þetta sem skuld.
Magnús Björgvinsson 3.9 2010 21:54Minni menn á að eignir Landsbankans eru taldar duga fyrir nú yfir 90% af höfuðstól Icesave sem þýðir þá að miðað við að hann er í dag um 660 milljarðar þá duga eignir Landsbanka fyrir um meira en 594 milljörðum af Icesave og heimtur eiga enn eftir að vaxa.
Það er því um 60 milljarðar sem útaf standa og munu bera einhverja vexti en við höfum jú um 15 ár til að borga það. Og verður sennilega minna. Það var lofað einhverju vaxtahléi og ef við náum í samningum að teygja það fram á næsta ár þegar við getum byrjað að taka út eignir Landsbankans upp í Icesave þá verða þetta ekki þessar rosalegu klyfjar sem menn tala um.
Ég tek ummæli Magnúsar sem dæmi um þann málflutning sem er í gangi, en þ.s. hann lætur alveg hjá líða að tala um, eru vaxtagjöld af þessu 660 milljarða láni, sem skv. því sem fram kom í máli fjármálaráðherra á Alþingi sumarið 2009 voru áætluð cirka 300 milljarðar.
Ég bendi fólki á að skoða töfluna að neðan, en hún sýnir að ríkissjóður Íslands er með langhæstu vaxtagjöldin í OECD.
- Síðan verð ég að bæta einu öðru mikilvægu atriði við, en þ.e. hraðinn á sölu eigna.
- Það skiptir máli, því einmitt sú eignasala á að borga upp höfuðstól lánsins, og því lengur sem það ferli tekur, því hærri verða vaxtagjöldin fyrir rest.
Sjá frétt: Segjast ekki eiga hlut í Ísl.banka
"Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis segir það geta tekið mörg ár að fá úr því skorið hverjir eigi Íslandsbanka."
Árni segir að það taki tíma að taka afstöðu til krafna og finna út úr því hverjir kröfuhafarnir séu. Því næst verði farið í nauðasamninga.
Kröfuhafar óttast að verðmæti Íslandsbanka rýrni vegna myntkörfulánadómsins. Árni segir niðurstöðu skilanefndar enn þá sömu, hlutabréf í bankanum sé betri en skuldabréf.
----------------------------
- Punkturinn sem ég er að koma að, er sá að það hafa komið fram aðvaranir einnig frá skilanefnd Landsbanka, að einnig þar muni söluferli eigna teygjast á langinn vegna svipaðra þátta, þ.e. yfirferð krafna til samþykkis eða synjunar hafi reynst tímafrekara til muna en upphaflega var reiknað með.
- Auk þessa, þarf að gefa dómsmálum tíma, en reikna má fastlega með, að einhverjir kröfuhafar muni reyna að láta dæma sig inn í hóp kröfuhafa. Ekki fyrr en þau mál eru öll fyrir bý, er hægt að hefja sölu eigna.
Þetta er grunnpunkturinn, sem talsmenn Samfó neita að ræða, þ.e. það að, líklega verður Icesave skuldin svokallaða til muna hærri fyrir rest, en hingað til hefur verið reiknað með.
Hvað vil ég gera?
- Ég vil í fyrsta lagi láta reyna á málið fyrir dómi, þ.s. þ.e. amk. ekki öruggt, að leikar fari þannig, að við sytjum uppi með hina svokölluðu Icesave skuld.
En þ.e að sjálfsögðu hin ábyrga leið stjv. að reyna að tryggja að, sem allra minnst af viðbótarskuldum, bætist á landið, hafandi í huga að skuldastaðan er þegar mjög - mjög alvarleg.
- En 16% af tekjum, er vanalega haft af óháðum hagfræðingum úti í heimi, sem sú grensa þ.s. ef þú ferð þar yfir í skuldabyrði, þá sértu kominn í mjög umtalsverða greiðsluþrots hættu.
Með vaxtagjöld í cirka 20% af tekjum er ríkissjóður Íslands þegar vel yfir þeim viðmiðunar hættumörkum.
Þ.e. því klárlega nauðsynlegt, að beita öllum brögðum - já ég meina öllum brögðum, til að lágmarka frekari viðbætur í skuldum.
- Þannig ég vil helst láta Icesave málið dragast þann tíma sem til þarf, svo að eignasala á endanum fari fram, þó það taki einhver viðbótar ár.
Tjónið sem af því hlýst verður fyrst og fremst það, að svokallað aðildarferli mun einnig á sama tíma tefjast, því klárlega munu Bretar og Hollendingar beita þeim mótleik að setja í það hindranir.
Ég reikna með að Samfóar séu því ósammála, en ég sé ekki það tjón sem neitt sambærilegt tjón við það, að taka þá stórfelldu áhættu, að samþykkja viðbótar skuldabyrði, sem getur hugsanlega reynst allt að 600 eða 700 milljarðar, ef maður reiknar með að tafir á sölu eigna geti meira en tvöfaldað vaxtagjöld.
- Með því að sala eigna fari fram, þá verður allri óvissu eytt um, hvað akkúrat fæst fyrir þær eignir, og því ljóst hvað raunverulegar eftirstöðvar eru - fyrir utan kröfur Hollendinga og Breta um vexti.
Þá verða samningar líka miklu mun einfaldari, því allt mun liggja uppi á borðinu án nokkurrar óvissu. Það helsta sem mun þá eftir standa, er hver verður raunveruleg greiðslugeta Íslands.
Ef leikar fara þannig, að við reynumst eiga að borga, og ef mál hafa einnig farið þannig, að samningar hafa tafist alveg fram yfir sölu eigna, - þá verður væntanlega um að ræða töf um nokkur ár, sennilega umfram mörk núverandi kjörtímabils.
Það mun þíða, að nýtt Alþingi mun ljúka þeim samningum, einnig samningum við ESB um aðild ef ákveðið verður að halda því ferli áfram, þ.s. ekki síst mikilvægt verður, er að eftir þau nokkur ár, verður einnig minni óvissa um það hver efnahagsleg framvinda Íslands mun raunverulega reynast verða - í kjölfar hins mesta efnahagslega áfalls sem þjóðin hefur nokkru sinni orðið fyrir.
Ég skil, að Samfóar vilja ljúka samingum við ESB fyrir lok núverandi kjörtímabils, en það verður klárlega ekki gert, nema að semja við Breta og Hollendinga skv. þeirra vilja.
- Ef þeir samt það gera, þá eru þeir einnig að leiða hjá sér yfirgnæfandi líkur þess, að Icesave skuldin verði hærri en reiknað var með.
- En, takið eftir að þegar þeir tala um að hún verði lægri, þá leiða þeir algerlega hjá sér vaxtagjöld, sem eru meginn kostnaðurinn.
- Þá þurfa þeir einnig að skeita að sköpuðu hafandi í huga að ríkið er þegar komið yfir þá grensu í skuldabyrði sem yfirleitt er talið meðal hagfræðinga erlendis vera hættumörk varðandi ytri mörk greiðsluþols.
- Síðan verða þeir vona hið besta með það að efnahagsleg framvinda Íslands verði jákvæðari en búast má við, miðað við núverandi aðstæður.
En, ég bendi á að meira að segja Búðarháls virkjunarverkefnið er í vandræðum, eftir að Þróunarbanki Evrópu neitaði láni nýverið. Samt hefur ríkisstj. ákveðið að auglýsa eftir tilboðum þó augljóslega sé engin vissa um að það verkefni geti farið af stað.
Önnur verkefni, eru ef e-h er í enn meiri óvissu.
Ekkert bendir til að þau verkefni er áttu að hefjast á þessu ári, séu í nokkru líklegri til að fara af stað á því næsta.
Ef engin þeirra fara af stað, sem er niðurstaða sem verður að skoðast sem ekki neitt sérlega ólíkleg, þá verður framvinda ísl. efnahagsmála ekkert neitt sérdeilis beisin næstu misserin.
- Ég bendi á, að niðurstaða 2. ársfjórðungs þess árs, er að kreppan heldur áfram.
- Seðlabankinn spáir þó, að einhver hagvöxtur fari af stað á 3. ársfjórðungi. Það verður þá að koma í ljós.
- En, spá Seðlabanka um rúmlega 2% hagvöxt á næsta ári, er á þeim grundvelli að stórverkefni þessa árs seinki fram á næsta ár, þannig að þá fari þau af stað. Ef þau gera það ekki, þá verður um mun lakari efnahags framvindu á næsta ári en þessa. Ef til vill ekki nema milli 0-1%.
Þetta er grunnvandinn - en ef efnahags framvindan verður þetta léleg, þá á Ísland nú þegar ekki næga peninga þ.e. líklegar framtíðartekjur eru ólíklegar til að duga fyrir þeirri skuldabyrði, sem Ísland er þegar búið að undirgangast.
Þessi niðurstaða er langt - langt í frá ólíkleg. Þvert á móti, hef ég lengi þ.e. allt síðan sumarið 2009 og 2010 verið þeirrar skoðunar, að skuldabyrði Íslands væri þegar orðin óviðráðanleg.
Ég hef lagt til í staðinn það, að við Íslendingar leitum hófana -áður en það fé er við höfum tekið að láni sem eyðslufé hefur klárast- við erlenda kröfuhafa um nauðasamninga.
Niðurstaða
Innganga í ESB mun engu breyta um þá skulda vs. tekjustöðu sem Ísland er í. Tafir á afgreiðslu Icesave máls, munu einnig hvort eð er valda töfum á afgreiðslu samninga við ESB um aðild.
Hafandi í huga, að núverandi greiðslubyrði Íslands er sennilega þegar algerlega óviðráðanleg, hafandi í huga að líklega verður efnahagsleg framvinda til muna lakari en ríkisstj. og AGS hafa stefnt að, þá væri mjög alvarlega óábyrgt að ljúka samnngum um Icesave, ef niðurstaða dóms verður sú að við eigum að borga, áður en sala eigna þrotabús Landsbanka hefur farið fram - annars vegar - og - hins vegar - áður en í ljós hefur komið hvort raunverulega ríkisstj. tekst að koma planlögðum stórframkvæmdum af stað.
En, óvissan um hver skuldin raunverulega verður - annars vegar - og - hins vegar - óvissan um hver greiðslugeta landsins raunverulega verður, er í dag of mikil til að nokkur ábyrgð væri í því að klára Icesave samninga. Fyrir utan, að rétt er einnig fyrst að láta reyna á málið fyrir dómi.
----------------------------
Mín skoðun er:
Að líklegast stefnum við í greiðsluþrot. Þetta hef ég sagt nú í meira en ár. En, einstaklingar geta lesið sig í gegnum mína pistla og séð að ég var að segja þetta svo langt aftur sem sumarið 2009.
Dæmi um gamlar færslur, 10/8/2009: Yfirlit yfir Icesave, möguleika okkar til að borga, og skýrslu Hagfr.st. - HÍ!
Einnig er áhugaverð færsla frá 11/7/2009: Framtíð hagvaxtar í Evrópu
- Færslan frá 10/8 er fyrsta færslan þ.s. ég segi fullum fetum, að við verðum að óska nauðasamninga.
- Takið eftir, þetta er mánuðum áður en ég fyrst heyrði um Alex Jurshevski, sem ég hef síðan viðhaldið sambandi við.
- En hann leggur til svokallað London Ferli, sem er meira "benign" en þ.s. Parísar Klúbburinn býður upp á eða AGS. En aðalkostur London Ferlis, er að þá er engin 3. ríkisstj. að vasast í þessu heldur eru aðilar þ.e. við - annars vegar - og - hins vegar - kröfuhafar Íslands, án nokkurrar milligöngu í beinum samskiptum. Allir aðilar eru frjálsir og samningar milli aðila eru frjálsir, byggjast á þeirra eigin útreikningum um eigin hag.
- Nauðsamningar eru einfaldlega eðlilegur hluti af samskiptum skuldara við kröfuhafa.
- Þetta er alls ekki óalgengt, hvort sem ríki eiga í hlut eða fyrirtæki, og slíkir samningar eru í eðli sínu þeir sömu, nema að ríki eru í ívið betri samningsaðstöðu en fyrirtæki þ.s. reglur um þjóðarrétt veita þeim meiri rétt varðandi vernd eigin eigna en fyrirtækjum.
Sjá um þetta eftirfarandi færslu: Hversu slæmt væri, ef Ísland færi í greiðsluþrot? Spurning sem vaknar aftur, þegar á ný er útlit fyrir hrun bankakerfisins!
Skemmtilegt að skoða graf á bls. 28 í grein Panizza og Borensztein ( The Costs of Sovereign Default, Eduardo Borensztein and Ugo Panizza ) þ.s. kemur fram yfirlit yfir fj. ríkja eftir heimsálfum sem hafa lent í greiðsluþroti frá 1824 - 2004. En sá fj. ætti einmitt að gefa fólki smá hugmynd um, að greiðsluþrot ríkja eða nauðasamningar til að komast hjá greiðsluþroti, eru langt - langt í frá óeðlileg eða sjaldgæf athöfn.
Að mínu viti, er betra að takast á við vandann áður en í frekara óefni er komið - þá á ég við, semja við kröfuhafa meðan við enn eigum einhvern smá pening inni á bók, en ekki seinna þegar sá peningur er allur kláraður.
Meðan það fé er enn til staðar, þá er hægt að láta greiðslur fara fram án truflunar meðan samningar eru í gangi. En, núverandi fé á bók, getur með smávegis sparnaði á gjaldeyri alveg enst út 2013. Það gefur okkur 2. ár til að semja.
Hinn möguleikinn, er að semja við þá eftir að það fé klárast og greiðslustöðvun er hafin, og þá verða þeir eðlilega mun pirraðari. Í því tilviki geta samningar reynst tafsamari. Afleiðingin getur verið að staða greiðsluþrots standi yfir um nokkurt árabil.
í hinu tilvikinu, getur verið hægt að komast hjá því algerlega. Ég held að valið sé augljóst.
Þetta er að mínu viti, þvert á þ.s. stjórnarsinnar halda fram, mjög ábyrg afstaða!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:30 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar
Lyktin af skipulögðu samsæri, vel undirbúnu alþjóðlegu samsæri um að koma Íslandi á kné er orðin svo megn, að maður er hreinlega að kafna.
Að fara í gátuleik hver ástæða þess var að alþjólegir stórbankar lánuðu íslenskum svikamyllum mörg þúsund milljarða, er pæling sem ég má ekki vera að, að koma á blað núna.
Hvernig bankar í eigu ríkis og kröfuhafa, þeirra sem lánuðu þeim fé sem þeir vissu að aldrei yrði borgað, útdeila nú gróða glæpsins til samverkamanna fyrir opnum tjöldum, er beinlínis snar geggjað.
Þessar hugrenningar mínar eru kannski lítið í samhengi við pælingar þínar í þessari grein, svo ég er ekki að orðlengja þetta meir í bili.
Þakka fyrir enn eina merka greiningu þína og snjallar tillögur að mögulegum lausnum.
Dingli, 4.9.2010 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning