Orð þess efnis að kreppan sé búin, stórlega ýkt - skv. Hagstofu Ísl. enginn viðsnúningur!

Niðurstöður annars ársfjórðungs komnar - úps, tal manna um hagvöxt reynist rangt.

Enginn viðsnúningur hér - forsætisráðherra og ríkisstj. greinilega ekki aldeilis með á nótunum, en Jóhanna talaði um stórfelldan árangur, um viðsnúning.

Eitthvað hljóma orð gærdagsins á Alþingi hjákátlega í dag - er ég hræddur um.

 

Annar ársfjórðungur 2010, Hagstofa Íslands

"Þessar tölur eru árstíðaleiðréttar og miðast við vöxt milli ársfjórðunga, ekki ára. Samanburður við 2. ársfjórðung 2009, á landsframleiðslu án árstíðaleiðréttingar, sýnir samdrátt um 8,4% á milli tímabila."

  • Einkaneysla,   - 3,2%
  • Samneysla,    + 1,0%
  • Fjárfesting,     - 4,7%
  • Útflutningur,   + 2,8%
  • Innflutningur, - 5,1%
  • Þjóðarútgj.,    - 7,4%
  • Hagvöxtur,    - 3,1%

 

 

Fyrsti ársfjórðungur 2010, Hagstofa Íslands

  • Einkaneysla,   - 0,6%
  • Samneysla,     - 0,5%
  • Fjárfesting,   - 15,6% (kemur á móti aukningu á síðasta fjórðungi upp á 16,6%, nettó ef til vill
  •                                    fjárfesting plús 1)
  • Útflutningur,   - 3,6%
  • Innflutningur, - 3,3%
  • Þjóðarútgj.,  + 1,3%
  • Hagvöxtur,   + 0,6%

Áhuga vekur ennfremur að án "árstíðabundinnar leiðréttingar" væri verið að tala um samdrátt upp á 6,9% en ekki hagvöxt upp á 0,6%.

 

Niðurstaða - vonbrigði!

Það eru mikil vonbrigði, að sú útbreidda trú aðila, að hagvöxtur mældur á 1. ársfjórðungi hefði haldið áfram inn á 2. fjórðung, síðan styrkst og væri skýr merki þess að viðsnúningur væri hafinn - hafi ekki reynst á rökum reist!

Nú verða allir að taka saman um að framkalla hagvöxt. Klárlega, er það ekki leið til þess, að hlaða á hagkerfið samdráttaraðgerð eftir samdráttaraðgerð.

Nú þurfum við hagvaxtarhvetjandi aðgerðir og það strax!


Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sorpa gefur upp að sá hluti einkaneyslunnar sem fer í ruslið hafi minnkaði um 40% síðan sem gefur upplýsingar upp efnismagnið frekar en verðmætamagnið.

Gaman væri að fá þessar "pragmatisku" upplýsingar eftir hverfum. Einkabíla neysla mun engin´, endurnýjun er vegna bílaleigu bifreiða.

Um 90% munu telja sig ekki geta lagt fyrir krónu í lok hvers útborgunar tímabils.

Skýrsla starfsmanna AGS=IMF 2005 sagði þá 60% yngri hluta þjóðarinnar ekki vera neysluhæfi [til að auka innri raun hagvöxt í samanburði við Norðurlönd, Frakkland og Þýskaland] til langframa, vegna lífeyrissjóðsbindinga, nauðsynlegar eftir 30% launaskerðingu miðað við evrur í síðust þjóðarsátt, og skatta vegna aukinna ríkis umsviða og vaxta vegna negam markaðsvæðingu útlána grunnaforma sem annarrsstaðar tilheyra láraunvaxta langtíma öryggi stöðugleika launþegahópsins: 80% neytendanna sem ekki skammta sér laun eða hafa neyslu hlunnindi að neinu marki: grunnur CPI [Consumer Prize Index]. Hér er grunnur verðtryggingar með réttu CNI [Consumption Index Number] sem mælir verðlag á heildarneyslu. Augljóslega er vægi fjárfesta neytenda í þeim grunni mikið meira en almennings.  Almenningur í dag hefur ekki val um gæði eða verð hann neyðist til velja ódýrt.

Júlíus Björnsson, 3.9.2010 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband