Skv. kenningu þeirra er vilja Evru, þá skaðar krónan hag fyrirtækja og einnig almennings!

Í þessum pistli kem ég með smávegis samanburð á tölum yfir atvinnuleysi á Íslandi og í Evrópu. En, þessi umræða er framhald af umræðu um kosti vs. galla þess, að búa við krónu áfram vs. að skipta yfir í Evru:

  • Stuðningsmenn þess að taka upp Evru, benda oft á þ.s. kost við Evru, að þá séu völd tekin af Ísl. stjm.mönnum, - sem er furðulegur misskilningur.
  • Að auki telja þeir sömu vanalega, að gengisstöðugleiki Evru muni stuðla að hagvexti - frekari atvinnutækifærum, þ.s. að þeirra mati sé kostnaður atvinnulífs af gengisóstöðugleika óbæranlegur.
  • Til viðbótar þessu, muni lægra vaxtastig með Evru einnig minnka kostnað atvinnulífsins og þanni efla þess þrótt. Auk þess að almenningur muni einnig græða á lægri vöxtum.
  1. Ef það væri svo, að krónan hefði ofangreind áhrif, þá ætti atvinnuleysi hér að vera ívið meira en gengur og gerist innan Evrusvæðis, hið minnsta í hærri kantinum - en þvert á móti hefur meðalatvinnuleysi hér síðustu 20 árin einungis verið 3,3% - sem er hvort tveggja vel undir meðal atvinnuleysi á Evrusvæði og undir meðalatvinnuleysi á Norðurlöndum.
  2. Hagvöxtur hefur einnig síðustu 20 árin, öfugt við þ.s. mætti halda, verið vel fyrir ofan meðaltal Evrópusambandsins, og einnig Evrusvæðis frá stofnun Evru.

 

Skv. tölum teknum af vef Vinnumálastofnunar, var atvinnuleysi árin 1992 - 2002, eins og sést hér:

Hlekkur á tölur Vinnumálastofnunar

1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002
3,0%4,4%4,8%5,0%4,4%3,9%2,8%1,9%1,3%1,4%2,5%
  • En, ég sleppi síðustu árunum fyrir hrun, þegar bóluhagkerfi ríkti hérlendis. En, tölur yfir þau ár eru enn lægri.
  • Kenning mín, er að áratugurinn áður en bóluhagkerfis fór að gæta hér, gefi mun réttari mynd af eðlilegu meðalástandi hérlendis.

Til samanburðar tafla frá EUROSTAT: Table unemployment rates

 http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/unemployment_trends_in_europe.png

 

  • Tölur yfir meðalhagvöxt á áratug á Íslandi: Datamarket
  • Tafla frá EUROSTAT yfir þróun hagvaxtar í Evrópu 

 

Niðurstaða

Eins og sést af samanburðinum, hefur atvinnuleysi á Evrusvæðinu verið mun meira en gengur og gerist í krónuhagkerfinu Íslandi. Reyndar er núverandi atvinnuleysi á Íslandi þ.e. 8,3% - sem er versta atvinnuleysi á Íslandi í 40 ár, einfaldlega við þ.s. hefur verið meðalatvinnuleysi í Evrópu lengi.

Auk þessa, þrátt fyrir að hagvöxtur á Íslandi hafi verið ívið í slappara lagi að meðaltali síðan upp úr 1980, þá hefur hann samt verið yfir meðaltali Evrópusambandsins, einnig Evrusvæðisins.

  • Ekki verður því séð að það sé rétt, að íslenska krónan íþyngi okkar hagkerfi.
  • Þvert á móti, virðast tölur gefa til kynna, að hún sé að þjónar okkur með ágætum.
  • En, lægra atvinnuleysi og hærri hagvöxtur, eins og ástandið hefur að meðaltali verið á Íslandi, ætti að öllu jöfnu einnig að koma fram í betri hag almennings, að öllu jöfnu, hér á landi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Alltaf gaman að eignast nýja skoðanabræður.

Ég tel að eiginlega eini kostur sjálfstæðrar myntar sé að með myntinni er hægt að stýra atvinnustigi og þannig halda framleiðni þess mannafla sem í boði er í hámarki, hvort sem það eru hámenntaðir tæknimenn eða verkafólk. 

Við erum hinsvegar í þeirri stöðu að ráðmenn í hreinu vinstristjórninni skilja þetta ekki eða illa og leggja meiri áherslu á að verja eignir lífeyrisjóðanna og annarra auðhringa í samstarfi við AGS en að halda fólki við vinnu. Og þá er því miður lítið gagn í því að vera með sjálfstæða mynt. 

Það er deginum ljósara að krónan með sínar gengisfellingar og verðbólgu á síðustu öld með tilheyrandi eignatilfærslum var hluti af hagstjórn sem  kom okkur  íslenslendingum úr því að vera fátækasta þjóð áfunar í það að vera ein sú ríkasta.  

Guðmundur Jónsson, 2.9.2010 kl. 09:37

2 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Einar Björn, mér finnst aldrei slíku vant  hlaupa út undan þér yfir í rökleysur til að ná fram ákveðinni niðurstöðu, að sýna fram á að krónan sé framtíðargjaldeyrir Íslands. Þú bendir á að atvinnuleysi hafi verið lítið á umliðnum árum og hagvöxtur mikill, betri en á evrusvæðinu. Þú skautar léttilega fram hjá því að hvoru tveggja, lítið atvinnuleysi og mikill hagvöxtur, stafaði af gífurlegri efnahagsbólu sem átti sér engar raunverulegar stoðir og sprakk með hvelli í okt. 2008.

Þú er mun yngri en ég, það er augljóst. Þú virðist ekki skoða hvað þessi þjóð hefur mátt þola í atvinnuleysi, sífelldum gengisfellingum og óðaverðbólgu frá lýðveldisstofnun. Ein af orsökunum var þessi örmynt, íslenska krónan. Ég  skil ekki hvernig hægt er að halda því fram að okkur vegni best með krónuna áfram, okkur hefur aldrei vegnað vel með þessa mynt.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 2.9.2010 kl. 09:46

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sigurður - ég passaði mig einmitt á því, að taka út þau tilteknu ár og tók það rækilega fram.

Tímabilið sem ég valdi, var frá 1992 - 2002. Það undanskilur einmitt bóluárin.

Svo að þessi gagnrýni þín missir marks.

Það tímabil einniheldur kreppuna á fyrri hluta 10. áratugarins.

Ef ég hefði verið að reyna að vera ósanngjarn, hefði ég einmitt sleppt henni.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.9.2010 kl. 15:14

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Síðan Sigurður, valdi ég einnig töflu frá EUROSTAT, sem innihélt einungis tímabilið frá því Evran var tekin upp.

Það hefði einmitt átt að gefa jákvæðustu mögulegu mynd af Evrópu.

Svo ég held, að þvert á móti, hafi ég verið sérlega sanngjarn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.9.2010 kl. 15:19

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hérna er meðal annars 30 ára atvinnuleysis saga ESB landa. Núna, síðustu 20 árin og 28 árin og einnig héraðs atvinnuleysi í öllum löndum ESB undanfarin 10 ár; Atvinnuleysi í ESB núna 

Sigðurður Grétar gleymir að hrun landsframleiðslu Finnlands (evruland) var 8% á síðasta ári. Það versta síðan 1918. 

Þriðjudagur 2. mars 2010;

Hagvöxtur Finnlands 2009: ?7,8% (nú leiðrétt af hagstofu Finnlands upp í 8%) 

Finnska hagstofan kom með tölur yfir landsframleiðslu á síðasta fjórðungi ársins 2009 í gær. Enginn hagvöxtur varð í heild á síðasta fjórðungi ársins í Finnlandi.

Finnska hagstofan gerði einnig grein fyrir árinu 2009 í heild. Landsframleiðsla Finnlands féll um hvorki meira né minna en 7,8% á árinu í heild. Þetta er mesta hrun í landsframleiðslu Finnlands á einu ári frá því að mælingar hófust árið 1975. Í frægu finnsku kreppunni 1991-1993, þegar Finnland upplifði erfiða bankakreppu samhliða hruni Sovétríkjanna, þá féll landsframleiðsla Finnlands "aðeins" um 6% á árinu 1991, þegar verst lét. Til að fá fram tölur um svipað hrun og varð á árinu 2008-2009, þá þurfa Finnar að leita aftur til áranna 1917-1918. Það er víst óþarft að segja frá því hér að mynt Finnlands heitir og er því miður evra myntbandalags Evrópusambandsins. En ég segi það samt, já einu sinni enn.

Útflutningur Finnlands hrundi alls um 24% frá 2008-2009, fjárfestingar hrundu um 13%, innflutningur hrundi um 22% og einkaneysla féll um 2,1%. Rekstrarafkoma fyrirtækja hrundi um 39%. Þau greiddu því 44% minna í skatta og greiddu út 34% minna í arð. Hagstofa Finnlands

Hagvöxtur Svíþjóðar 2009: ?4,9%

Sænska krónu hagkerfið dróst tæplega 40% minna saman er evru hagkerfi Finnlands gerði á árinu 2009 í heild. Samdráttur heldur þó áfram í Svíþjóð því landsframleiðslan féll um 0,6% frá þriðja til fjórða tímabils ársins 2009 og um 1,5% á milli ára.

Útflutningur Svíþjóðar hrundi um 12,5% á árinu 2009. Smámunir miðað við Finnland. Innflutningur hrundi um 13,5%. Fjárfestingar hrundu um 15,3%. Einkaneysla dróst saman um 0,8%. Fjöldi fólks í atvinnu fækkaði um 2,6% og vinnustundum fækkaði um 2,6%. Þetta er mesta hrun í landsframleiðslu Svíþjóðar frá lokum seinni heimsstyrjaldar 1945; Hagstofa Svíþjóðar

Landsframleiðsla Danmerkur 2009: ?5,1%

Hagstofa Danmerkur birti á föstudaginn tölur yfir landsframleiðslu Danmerkur á seinasta fjórðungi síðasta árs. Hagvöxtur var lítill sem enginn frá 3. til 4. ársfjórðungs, eða 0,2%. Miðað við sama tíma á árinu 2008 hafði landsframleiðsla fallið um 3,4% á fjórðungnum. Útflutningur féll um 0,4% á milli 3. og 4. ársfjórðungs. Innflutningur féll einnig um 1,7% á tímabilinu. Það sem framkallaði 0,2% hagvöxt á síðasta fjórðungi ársins 2009 var birgðasöfnun (0,6%), innflutningur nýrra bifreiða og önnur neysla sem lyfti einkaneyslu um 0,6%. Neysla á þjónustu dróst saman um 0,5%.

Ef litið er á árið 2009 í heild, þá dróst landsframleiðsla Danmerkur saman um 5,1% á árinu. Útflutningur hrundi um 10,7% og innflutningur um 13,2%. Fjárfestingar drógust saman um 11,9%. Einkaneysla féll um 4,6% (kaup á nýjum bifreiðum um 29,8%). Það eina sem jókst á árinu 2009 var neysla hins opinbera sem blés út um 2,2 prósentu stig á milli ára; DST 

EVRUSVÆÐINU - DYFLINNI 25. MARS 2010

Ireland 2009 GDP was 7.1 per cent lower than in 2008 while GNP was 11.3 per cent lower than in 2008. This is the largest decline in output ever recorded in a single year; Hagstofa Írlands

Þýskaland

Hvergi varð eins mikill samdráttur landsframleiðslu í meiriháttar hagkerfum heimsins á árinu 2009 eins og varð í Þýskalandi. Þar var samdrátturinn næstum tvöfalt meiri en í Bandaríkjunum eða heil 4,5%  

Ísland

Samdráttur í landsframleiðslu Íslands á árinu 2009 var: 6,5%

Samanburður: Yfirlitstafla yfir árið 2009 á Norðurlöndum er að finna hér á forsíðunni (hagvöxtur, útflutningur, atvinnuleysi, heimildir); http://www.tilveraniesb.net/ 

Gunnar Rögnvaldsson, 2.9.2010 kl. 17:24

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Samdráttur á Norðurlöndum 2009 

Finnland VLF: -8% : útflutningur: ?24%

Danmörk VLF: -5,1% : útflutningur: -10,7%

Svíþjóð VLF; -4,9% : útflutningur: -12,5%

Noregur VLF: (fastland); -1,5% : útflutningur: -4,5%

Ísland VLF: -6,5% : útflutningur: +6,2% 

Gunnar Rögnvaldsson, 2.9.2010 kl. 17:31

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

af einhverri ástæðu kemur mínus tákn sumstaðar út sem spurningarmerki. Pósta því aftur. Biðst velvirðingar á þessu. 

Samdráttur á Norðurlöndum 2009 

Finnland VLF: -8% : útflutningur: -24%

Danmörk VLF: -5,1% : útflutningur: -10,7%

Svíþjóð VLF; -4,9% : útflutningur: -12,5%

Noregur VLF: (fastland); -1,5% : útflutningur: -4,5%

Ísland VLF: -6,5% : útflutningur: +6,2% 

 

Gunnar Rögnvaldsson, 2.9.2010 kl. 17:34

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Atvinnuleysi í evrulöndum borið saman við Ísland

Gunnar Rögnvaldsson, 2.9.2010 kl. 17:51

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk Gunnar - flott þessi síðasta mynd. Tilveran í ESB, verð að skoða þá sýðu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.9.2010 kl. 20:28

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ísland í samburði við þau Evróplönd sem ég hef kynnst býr lengstan meðal vinnu tíma þeirra sem eru starfandi. Eftirvinna er hvergi nauðsynleg eða algeng á meginlandinu og flestir komast miklu fyrr á eftirlauna aldur en hér.

Í samanburði mætti leiðrétta atvinnuleysið hér með þessu til lækkunnar.  Greiðslur til þeirra sem ekki eru í vinnu eru líka víðast hvar hærri en hér til að halda upp innlandsframleiðslu m.a. Fjöldframleiðsla gerir út á fjölda eftirspurn. Ismelda Marcos getur keypt mikið að skóm í safnið en hún safnar ekki matvælum t.d.

Tekjuskipting á Íslandi í dag er líka til að rugla samanburð. 

Júlíus Björnsson, 4.9.2010 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband