Hvað með þetta fyrirtæki sem kallar sig "ECA Program"?

Eins og einhverjir tóku eftir, þá komu fréttir á Financial Times, um áætlanir fyrirtækisins ECA Program, að setja upp hér á landi, aðstöðu fyrir nokkurn fjölda Sukhoi SU-27 Flanker véla.

En, eins og áður hefur komið fram í fréttum hérlendis, þá er ætlun þess að sögn að þær vélar verði óvopnaðar og einungis notaðar í þjálfunarskyni.

Heyrst hefur, að þær verði notaðar sem svokallaðar "agressor" vélar, en það eru vélar er leika óvininn, þegar verið er að æfa herflugmenn.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af Sukhoi SU-27 Flanker vél.

 

Sukhoi Su-27 fighters
ECA has agreed to buy up to 33 Sukhoi Su-27 fighters

Fréttir FT.com

Cold war base to be private ‘Top Gun’ school

Iceland set to embrace war-game fliers

Sjá upplýsingar um Sukhoi SU-27 Flanker

En, þó svo að gamla Su-27 grunngerðin sé tæknilega úrelt í dag, þá er enn verið að selja þróaðar afleiddar gerðir, sem kallast t.d. Su-35. En, þá er búið að endurnýja allan innri tæknibúnað og skipta fyrir mun fullkomnari, en að ytra útliti þ.e. sjálfur búkurinn er nokkurn veginn hinn sami, og þar með einnig flugeiginleikar - hraði - dægi o.s.frv.

Þetta þíðir, að ef ECA Program raunverulega tekst að útvega sér þessar flugvélar, þá eru þeir sennilega komnir með þ.s. flugherir víða um heim, munu sjá sem áhugavert tilboð, þ.e. að geta þjálfað sig gegn flugvélum er hafa fullkomlega samkeppnishæfa flugeiginleika og "overall performance" við nýlegar vélar.

 

"ECA Program says it has already signed up five air forces keen to test their pilots and jets against an aircraft most commonly flown by the Russian and Chinese militaries. "

 

Það má segja, að þá verði þjálfunin líkari því sem þeir geta átt von á, í alvöru bardaga. Betri að því leiti.

Að því leiti, verður sennilega að sjá þetta sem áhugaverða viðskipta hugmynd, hjá ECA Program.

 

En geta þeir raunverulega útvegað sér þessar vélar?

Það fer eitthvað tvennum sögum af því - sbr. 

"“We are the car rental service of the military training world,” said Melville ten Cate, ECA’s Dutch co-founder."

"According to Mr ten Cate, ECA has agreed to buy 15 Sukhoi Su-27 “Flanker” jets from BelTechExport, a Belarusian arms export company, with the option of 18 more. If completed, it would be the biggest sale of fighter aircraft to a private buyer and the first large-scale import of Russian-made warplanes into a Nato country."

"BelTechExport denied knowledge of the deal on Monday, having previously confirmed it to the Financial Times. An official at the Belarusian agency responsible for approving arms exports said he was not aware of it and Rosoboronexport, the Russian state arms exporter, denied involvement."

"According to Mr ten Cate, the aircraft were originally made in Russia and will be “upgraded” in Belarus, with the first delivery in October."

 

Á hinn bóginn, hafandi í huga spillinguna í Rússlandi og Hvíta Rússland er örugglega ekki betra - þá þarf ofangreind neitun ekkert að þíða, að díllinn sé ekki raunverulega í gangi.

En, það má vera að einhver sé að reyna einfaldlega að kríja út hærri mútur, fyrir að heimila að salan fari fram.

Þ.e. að minnsta kosti ekki hægt að fullyrða, að ECA Program sé einhver tálsýn. Þó á hinn bóginn, þá sé á sama tíma ef til vill ekki rétt, að treysta þessu alveg 100% heldur.

 

Óvenjulegur samningur

Ég vek aftur athygli á þessu -

 

"If completed, it would be the biggest sale of fighter aircraft to a private buyer and the first large-scale import of Russian-made warplanes into a Nato country."

 

Það segir ekkert endilega að þetta sé óeðlilegt, en klárlega er díllinn mjög óvenjulegur.

Sérstaklega verður merkilegt, að ef starfsemi af þessu tagi fær að fara fram hér á landi, þá er það auðvitað einnig mjög sérstakt, í ljósi þess að Ísland hefur engan flugher né her af nokkru tagi.

Ég held samt að við Íslendingar séum mjög sveigjanlegir hvað þetta varðar - en þó bent hafi verið á að ECA hafi ekki fengið starfleyfi í Kanada, þá þíðir það ekki endilega að við eigum alls ekki að veita það.

Þetta er einfaldlega ákvörðun er við verðum að taka sjálf á okkar eigin forsendum, en sjálfur hef ég ekki áhyggjur af því á þeirri forsendu að þetta séu "demilitarized" hernaðarvélar.

Það vekur mér ekki heldur neinar svefntruflanir, að ECA Program er fyrirtæki sem hefur atvinnu af því, að starfa fyrir heri úti um heim, en það skv. vefsíðu fyrirtækisins býður upp á flugþjálfun og einnig stendur það í flutningum fyrir þá, á víst einhvern flota af gömlum herflutningavélum.

En ekki vilja þeir kannast við, að taka nokkru sinni þátt í bardögum.

En ég er einfaldlega ósammála því, að herir sem slíkir þ.e. tilvist þeirra, sé í nokkrum skilningi röng.

En, þ.s. svokallaðir friðarsinnar gleyma, er að her er á endanum trygging hverrar þjóðar er rekur her, gegn því að einhver önnur þjóð ráðis inn, taki þeirra auðlyndir herskildi - jafnvel landið.

En, án síns lands og án sinna auðlinda, þá er úti um viðkomandi þjóð - hennar afkomendur verða þá heimilislausir.

Með öðrum orðum, her er í eðli sínu trygging þjóðar fyrir öryggi og lífsafkomu afkomenda sinna.

Þjóð hefur að sjálfsögðu rétt til að verja lífsafkomu sinna afkomenda! Slíkt getur kostað mannfórnir!

Slíkt er ekki óréttmætt! Ekki rangt! Ekki ómannlegt - ef út í það er farið!.

 

Niðurstaða

Þannig að ég blæs á móralskar ástæður gegn því, að heimila starfsemi ECA Program.

En, að sjálfsögðu á að fara varlega í samningum a.m.k. þangað til að í ljós kemur hvort fyrirtækið raunverulega getur staðið við þau plön sem talsmenn þess hafa lýst yfir, eða þá hvort þetta voru bara draumsýnir eftir allt saman!

Ef á hinn bóginn þetta raunverulega er raunhæft, þá sé ég ekkert að því að heimila þessa starfsemi. Það verða þá einfaldlega til störf á Keflavíkurflugvelli - og á Suðurnesjum er víst versta atvinnuleysið á landinu eftir allt saman!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það er alveg forundarleg þessi viðbrögð UVG. Þeir láta eins og Ísland sé óháð og hafi ekki tekið sér stöðu. Um er að ræða óvopnaðar vélar og fyrirtækið fær að öllum líkindum samning við NATO um þjálfun. UVG gleyma að við erum aðilar að NATO og NATO er varnarbandalag. Það er lítil vörn í að hafa óþjálfaðan varnarher. Á sama tíma leggur VG blessun sína yfir vopnaðar flugsveitir sem dveljast á Keflavíkurflugvelli í boði hinna ýmsu þjóða þessa varnarbandalags. Talandi um að bera kápuna á báðum öxlum.

Ekkert að þessu ef af verður. Skapar atvinnu og gjaldeyristekjur sem við sárt þurfum. Ef einhverjir ættu að kvarta væru það íbúar sem gætu orðið fyrir hávaðamengun.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 1.9.2010 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband