Hver er sannleikurinn varðandi viðræður um aðild að Evrópusambandinu?

Hinar lagaformlegur kröfur sem Evrópusambandið setur, sem ríki er óska aðildar verða að uppfilla, eru settar fram í Sáttmálanum um Evrópusambandið - annars vegar - og - hins vegar - svokölluðum Kaupmannahafnar ákvæðum.

 

Sjá fyrst þau ákvæði Sáttmálans um Evrópusambadið er kveða á um skilyrði er ný aðildarríki skuli uppfylla:

THE TREATY ON EUROPEAN UNION

 

Article 6

1.   The Union is founded on the principles of liberty, democracy, respect for human rights and fundamental freedoms, and the rule of law, principles which are common to the Member States.

2.   The Union shall respect fundamental rights, as guaranteed by the European Convention for the Protection of Human Rights and Fundamental Freedoms signed in Rome on 4 November 1950 and as they result from the constitutional traditions common to the Member States, as general principles of Community law.

3.   The Union shall respect the national identities of its Member States.

4.   The Union shall provide itself with the means necessary to attain its objectives and carry through its policies.

 

Ekkert í ákvæði 6 hljómar augljóslega hræðilega, þ.e. ESB segist vera myndað utan um tiltekin prinsippi, þ.e. virðingu fyrir; mannréttindum, frelsi, lýðræði, lýðréttindum, stjórnun skv. lögum o.s.frv. Vísað er til Rómarsáttmálans frá 1950 og þau réttindaákvæði sem þar eru tiltekin, að þau séu í heiðri höfð. Síðan að þjóðareinkenni hvers meðlimaríkis séu virt. Síðan, að lokum eins ákvæðið sem má íhuga hvað akkúrat er átt við, en það segir að ESB skuli afla sér bjarga til að ná fram sínum markmiðum og til þess að framkvæma sýn stefnumið. Það ákvæði er mjög greinilega teyjanlegt.

 

Article 49

Any European State which respects the principles set out in Article 6(1) may apply to become a member of the Union. It shall address its application to the Council, which shall act unanimously after consulting the Commission and after receiving the assent of the European Parliament, which shall act by an absolute majority of its component members.

The conditions of admission and the adjustments to the Treaties on which the Union is founded, which such admission entails, shall be the subject of an agreement between the Member States and the applicant State. This agreement shall be submitted for ratification by all the contracting States in accordance with their respective constitutional requirements.

 

Skv. ákvæði 49, þá hefur sérhvert Evrópuríki er sem ber virðingu fyrir þeim prinsippum sett fram í ákvæði 6 rétt til að sækja um aðild. Sú umsókn skuli send til Leiðtogaráðsins, sem eftir að hafa ráðgast við Framkvæmdastjórnina og fengið samþykki Evrópuþingsins, skal komast að sameiginlegri niðurstöðu.

Skilyrði aðildar og sú aðlögun þeirra sáttmála sem eru grunnur ESB sem slík aðild felur í sér (en aðildarsamningur hvers ríkis verður alltaf hluti af sáttmálum sambandsins), skuli vera háð samkomulagi milli meðlimaríkjanna og umsóknarlands. Það samkomulag er síðan háð staðfestingu sérhvers ríkis er á aðild að samkomulaginu (þ.e. öll meðlimaríki ESB) í samræmi við skilyrði sett í stjórnarskrá hvers og eins þeirra.


Ákvæði 49 skilgreinir sem sagt samning um aðild sem samning ríkis er óskar aðildar við öll aðildarríki ESB.

Eins og þetta ákvæði lítur út, þá mætti halda að samingur geti verið um hvað sem er! 

En þ.e. ekki alveg þannig.

 

Í svokölluðu Kaupmannahafnar ákvæði var nánar kveðið á um skilyrði þau sem þau ríki er óska aðildar verði að uppfylla - þau ákvæði gilda!

The Copenhagen Criteria

The Copenhagen European Council held in June 1993 spelt out the conditions for EU membership known as the Copenhagen Criteria. These require that candidate countries have:

  • stable institutions to guarantee democracy, the rule of law, human rights and respect for and protection of minorities (political criterion);
  • a functioning market economy and the capacity to cope with competitive pressure and market forces within the EU's internal market (economic criterion);
  • the ability to take on all the obligations of membership, i.e. the entire body of EU law and policy known as the acquis communautaire, and adherence to the aims of political, economic and monetary union (acquis criterion).

At the Luxembourg European Council in December 1997, it was decided that compliance with the political criterion agreed in Copenhagen was a prerequisite for the opening of any accession negotiations. By contrast, the economic criterion and the ability to fulfil all the obligations of membership (acquis criterion) were to be assessed in a "forward-looking, dynamic way".

The Union's capacity to absorb new members, while maintaining the momentum of European integration, is also an important consideration of both the Union and the candidate countries. The issue of the EU's absorption capacity is assuming ever greater importance as its membership grows and so it is a special focus of the Negotiating Frameworks for Turkey and Croatia and was emphasized in the European Council conclusions of 15/16 June 2006.

Last updated 07.04.2009

 

Lykilákvæðið er að sjálfsögðu ákvæðið um svokallað "acquis communautaire."

Þ.s. það þíðir, er að ríki er óskar aðildar, verði að vera fært um að undirgangast þ.e. taka upp sem eigin lög, öll lög og reglur ESB, og stjórnsýslu- og laga- og dómahefðir. Þetta er þ.s. einu orðir er oft kallað "the acquis" eða samþykktir ef frasinn er þíddur beint. 

 

Nokkrir bloggarar hafa vakið athygli á leiðbeiningarbæklingi sem Framkvæmdastjórnin hefur gefið út, þ.s. almenningur í einstökum ríkjum getur sjálfur kynnt sér reglur ESB um stækkunarferli:

Það skjal virðist setja fram hlutina með einstaklega skýrum og skilmerkilegum hætti.

Understanding Enlargement

  • When a country applies to join the EU, the Member States’ governments, represented in the Council,
    decide – after receiving an opinion from the Commission – whether or not to accept the application
    and recognise the country as a candidate. 
  • Similarly, the Member States themselves decide when and on what terms to open and to close accession negotiations with candidates on each policy area.
  • And it is the Member States who decide when accession negotiations are satisfactorily completed.

 

Þarna kemur mjög skýrt og skilmerkilega fram, að það eru aðildarríki sem raunverulega ráða því hver fær aðild. Aðildarsamningur er á milli aðildarríkja þeirra er fyrir eru og þess ríkis sem óskar aðildar.

Framkvæmdastjórnin sér síðan um samningaviðræður fyrir hönd aðildarríkjanna.

 

Understanding Enlargement

  • The draft Accession Treaty has to be agreed upon and signed by every Member State and the candidate concerned before the latter becomes an acceding country.
  • It then has to be ratified by each Member State and the acceding country according to their own constitutionally established procedures.
  • The European Parliament, whose members are elected directly by the EU’s citizens, also has to give its consent.

Að lokum þarf aðildarsamningur samþykki og að auki staðfestingu sérhvers aðildarríkis, auk samþykkis Evrópuþingsins.

 

Understanding Enlargement

  • First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading.
  • Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them.
  • And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable.
  • For candidates, it is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures.
  • For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate’s implementation of the rules.

 

Skýrara er ekki mögulega hægt að orða þetta - þ.e. samningaviðræður um aðild snúast um með hvaða hætti og í hvaða tímaramma, ríki er óskar aðildar tekur upp lög og reglugerðir ESB samtals 90.000 bls.

Sjálf lögin og þær reglur sem verið er að semja um aðild að, eru fyrir utan ramma þess sem hægt er að semja um.

Fyrir ESB sé útgangspunkturinn sá að fá fram tryggingar og dagsetningar.

 

Samningaviðræður um aðild:

Það áhugaverða er, að eins og viðræðum er háttað í dag, þá er samningaviðræðum um aðild að regluverki ESB, en þ.e. þ.s. raunverulega er verið að ræða um aðild að, skipt í 35 kafla.

Samningaviðræður í dag fara fram kafla fyrir kafla.

Ekki er hægt að hefja viðræður um næsta kafla á eftir fyrr en gengið hefur verið frá því hvernig aðlögun viðkomandi ríkis skal fara fram að ákvæðum laga ESB þeim sem tilheyra þeim kafla sem verið er að semja um hverju sinni.

Kafla er lokað, þegar samningamenn Framkvæmdastj. kvitta upp á að hann sé kláraður, síðan er þetta sent til höfuðstöðva Framkvæmdastj. sem eftir nánari skoðun þ.s. kvittað er upp á, þetta er síðan einnig sent til Ráðherraráðsins og Evrópuþingsins. Ef þær stofnanir eru einnig sammála, þá telst viðræðum um þann kafla lokið.

Þetta þarf að gera í hvert skipti fyrir sérhvern hinna 35 kafla. 

Eins og sést, þá er þetta tafasmt ferli og í hvert sinn, þ.e. hvert hinna 35 skipta, hafa Bretar og Hollendinga möguleika til að segja "Nei" eða tefja málið, ef þeir eru ekki sáttir við hvernig horfir um viðræðum um Icesave málið.

 

Þegar samningaviðræður fara fram um hvern einstakann kafla, þá eru eftirfarandi valmöguleikar til staðar fyrir vora ríkisstj. - þetta er tæmandi listi.

  • Ísland getur ákveðið að taka upp einhliða þau ákvæði í lög sem bent er á að upp á vanti að lögfesta, svo skilyrðum um aðlögun að lögum ESB innan viðkomandi kafla sé fullnægt. Þetta væri aðlögun meðan samningaferli er í gangi, þ.e. áður en endanlegur samingur er kláraður.
  • Ísland getur samið um, að tilteknar breytingar á íslenskum lögum sem farið er fram á, komi til framkvæmda um leið og aðildarsamningur tekur gildi.
  • Að lokum, getur Ísland samið um, að breytingar á íslenskum lögum taki gildi síðar meir, þ.e. ekki um leið og samingur tekur gildi, heldur skv. umsömdum tímaramma um aðlögunarfrest að viðkomandi ákvæðum laga ESB.

Mig grunar það, að Samfóum muni finnast það freystandi - að innleiða í lög eins fljótt og auðið er, eins mikið af þeim ákvæðum sem ESB bendir á að þurfi að gera að ísl. lögum, og þeir telja sig framast komast upp með.

Þ.e. einhliða upptaka þeirra ákvæða.

En ekkert bannar að slíkt sé gert.


Skoðum aðeins hvað Stækkunarstjóri ESB sagði fyrr í sumar:

Enlargement commissioner Stefan Fuele -

  • Mr. Fule said that the commission, the EU's executive, would begin a detailed screening of Iceland's laws in November,
  • and hopes to finish the process and identify where changes are needed by next summer.
  • ""This does not mean that it is going to be an easy ride. Issues are there, like fisheries, agriculture and food safety,""
  • Individual chapters can be opened for negotiations between the EU member states and Iceland after the screening procedure is complete.
  • EU legislation covers 35 different areas, known as chapters, ranging from the justice and home affairs to environment, energy, social and transport policy.

 

Það er ekki íkja langt í nóvember, sem skv. Fuele er þegar svokallaðir rýnifundir embættismanna frá Framkvæmdastjórninni og ísl. embættismanna munu hefjast.

Fuele áætlar að þessi samanburður á milli gildandi ísl. laga og reglugerða og gildandi laga og reglugerða ESB, muni standa fram á næsta sumar.

Á þessum fundum fer sem sagt fram mjög nákvæm greiningarvinna, og fundið verður út hvað þ.e. akkúrat sem upp á vantar gildandi ísl. lög og reglugerðir svo þær uppfylli þann standard er settur er af gildandi lögum og reglugerðum ESB.

Þegar þessari greiningarvinnu er lokið, þá verður komið fram hverju þarf að breyta og sérfræðingar Framkvæmdastjórnarinnar skv. þeim gögnum munu semja rýniskýrslu, sem þeir munu senda til sinna höfuðstöðva þ.s. hún verður skoðuð nánar. Ef hún fær náð yfirmanna Framkvæmdastj. þá eru niðurstöður Framkvæmdastj. lagðar fyrir aðildarríkin.

Öll aðildarríkin þurfa svo að samþykkja að þau séu sátt við þær niðurstöður, og einungis ef það samþykki fæst fram, er hægt að hefja formlegar samningaviðræður með opnun fyrsta kaflans af 35.

Aðildarríkin geta þá ef þeim sýnist svo, sett fram af sinni hálfu opnunarskilyrði fyrir hvern kafla fyrir sig (opening benchmark). Þetta er mjög líkegur gambíttur af hálfu Breta og Hollendinga.

 

Skv. þeim orðum er utanríkisráðherra Belgíu viðhafði fyrr í sumar, þegar Belgía var í forsæti fyrir ríki ESB, virðist að opnunarskilyrði séu mjög - mjög líkleg:

'Historic day' as Iceland starts EU membership talks begin!

Belgian Foreign Minister Steven Vanackere - "There are some issues to be settled and we will of course encourage Iceland to take them into account," - ""Think of the environment, think of whale hunting, think of the financial sector, the discussion on Icesave," - ""The chapter of the obligations on the financial level will have to be dealt with. If you ask me how crucial it is, then when everything else is settled and one thing isn't settled, this last thing becomes crucial. If we can settle it earlier, it's less crucial,"" -""exactly the same kind of scrutiny and seriousness as any other candidate," said Vanackere. The process is expected to take at least 12 to 18 months, as the northern nation brings its laws in line with EU standards."

 

Miðað við þetta, og hafandi einnig í huga niðurstöðu leiðtogafundar ESB þann 17. júní sl.:

EUROPEAN COUNCIL, Brussels, 17 June 2010 - bls. 10

24. The European Council welcomes the Commission opinion on Iceland's application for membership of the EU and the recommendation that accession negotiations should be opened. Having considered the application on the basis of the opinion and its December 2006 conclusions on the renewed consensus for enlargement, it notes that Iceland meets the political criteria set by the Copenhagen European Council in 1993 and decides that accession negotiations should be opened.

25. The European Council invites the Council to adopt a general Negotiating Framework. It recalls that negotiations will be aimed at Iceland integrally adopting the EU acquis and ensuring its full implementation and enforcement, addressing existing obligations such as those identified by the EFTA Surveillance Authority under the EEA Agreement, and other areas of weakness identified in the Commission's Opinion, including in the area of financial services. The European Council welcomes Iceland’s commitment to address these issues and expresses its confidence that Iceland will actively pursue its efforts to resolve all outstanding issues. The European Council confirms that the negotiations will be based on Iceland's own
merits
and that the pace will depend on Iceland's progress in meeting the requirements set out in the negotiating framework, which will address i.a. the above requirements.

 

Þá er vart við öðru að búast en því, að aðildarríkin muni setja fram sín eigin opnunar-skilyrði þ.e. "opening benchmark".

 

Viðræðum við ESB er lokið þegar síðasta kaflanum af 35 hefur verið lokað.

 

Niðurstaða

Eins og öllum ætti að vera ljóst eftir lestur þessa, þá snúast viðræður um aðild eingöngu um með hvaða hætti og skv. hvaða tímaramma Ísland getur að fullu og öllu tekið upp lög og reglur ESB. Þar um eru alls engar undantekningar í boði. Ekki er hægt að semja sig frá nokkrum hluta laga eða regla ESB.

  • Þ.s. þetta þíðir, að hvað þ.e. sem Ísland vill fá fram í viðræðum, þá þurfa okkar samningamenn að sannfæra mótaðila við samningaborðið - sem er ekki bara Framkvæmdastj. heldur einnig aðildarríkin og Evrópuþingið, um að þ.s. Ísland vill fá fram rúmist innan "the acquis" þ.e. laga og regla sambandsins.
  • Ísland getur eingöngu fengið eitthvað fram sem rúmast innan "the acquis" eða laga og regla sambandsins.

Að auki ætti öllum að vera ljóst, að Bretar og Hollendingar hafa nóg af tækifærum til að tefja samingaferlið, þ.e. í hvert sinn þegar kafla er lokað þá þarf til þess samþykki allra aðildarríkja.

Að auki, hafa þeir tækifæri til að fá hin aðildarríkin til að samþykkja að svokölluð opnunarskilyrði verði sett við tiltekna kafla væntanlegs aðildarsamnings jafnvel þá alla ef því er að skipta, þ.e. að án þess að þau séu uppfyllt fáist viðkomandi kafli eða kaflar ekki kláraðir með formlegum hætti.

Miðað við orðalag yfirlísingar leiðtoga aðildarríkjanna frá því í sumar, og ekki síst má sjá dæmi um þau viðhorf í afstöðu utanríkisráðherra Belgíu frá því í sumar; þá verður fastlega að reikna með því að opnunarskilyrði verði sett.

Ég hugsa að atriðalistinn sem Vanackere nefndi muni þá fara inn, þ.e.:

  • Icesave.
  • Hvalveiðar.
  • Hver veit, ef til vill makrílveiðar.
Þegar reynir á þetta, þá má fastlega reikna með að Samfóar muni leggja til, að Icesave verði leyst skv. vilja Breta og Hollendinga, að hvalveiðum verði hætt og ef það skilyrði dúkkar inn einnig, að makrílveiðum verði hætt.
 
 
Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Einar Björn, ég held að þú sért einn af fáum bloggurum hér sem á ber virðingu fyrir vegna þess að þú setur mál fram á málefnalega. Samt held á að að sem þú segir að framan sé of flókið fyrir flesta.

Ég hef áður sett fram kenningu sem mér finnst að við Íslendinagar eigum að halda til streytu:

Af hverju eiga þjóðríki að eiga allt sem er í hafsbotninum svo sem olíu og gas, en ekki staðbundna fiskistofna sem synda þar fyrir ofan?

Sigurður Grétar Guðmundsson, 29.8.2010 kl. 23:38

2 Smámynd: Dingli

Sæll Einar.

Þú dælir út þvílíku magni af upplýsingum að það er töluverð vinna að fara í gegnum þær og meðtaka. Ekki ég sé að kvarta  hef þvert á móti mjög gaman að því að lesa og reyna að meðtaka fróðleikinn.  Verst hvað ég er orðin gleymin, en þó situr það mikið eftir af því sem ég hef lesið eftir þig að ég er margs fróðari um margt.  Það má þá líka bara kíkja á eldri greinar til upprifjunar.

Eftir mikinn vingulshátt eru nokkur ár síðan ég þóttist hafa fundið það út að Íslendingar væru betur settir utan ESB en innan. Einhæfni okkar við verðmætasköpun var og er sérstök meðal þjóða, ekki bara einhæfnin heldur þær svakalegu sveiflur sem reglulega verða á álverði plús óvissan um hvort Hafró finnur eða týnir 700.000 tonnum af þorski. Hagkerfi Íslands verður því einfaldlega að hafa eigin gjaldmiðil.

Þessi klikkaða verðtrygging og okurvextir rugluðu mig þó svolítið í ríminu hvað gjaldmiðilinn varðaði þar til því laust niður í minn trega haus, að verðtrygging + okurvextir væru auðvitað mannanna verk en ekki náttúrulögmál.

Árin ótrúlegu frá sölu bankana til hrunsins mikla, meðan trillt þjóðin taldi sig vera komna til paradísar þar sem Jónar og Siggar breyttu gufu í gull, voru þannig að maður hugsað ekki skýrt.  Rugglið í stjórnvöldum og eftirlitsaðilum, greiningadeildir víðsvegar um heiminn gáfu bólu sem maður innstinni vissi að hlyti að springa 100% einkunn, var maður einfaldlega ekki sjálfur skrítinn að átta sig ekki á glæsilegri sigurgöngu kapítalismans sem nú blómstraði eftir að kommarnir átu sjálfa sig innanfrá.

Við kollsteypuna og makalaust rugglið í Samfó(var sosum byrjað löngu fyrir hrun) hertist ég í andstöðu minni gegn Evrópusambandinu af mörgum ástæðum.

Þær upplýsingar og fréttir sem sérstakla þú hefur borið skilmerkilega fram undanfarið hafa hert andstöðu mína, ekki endilega að ég telji ESB verra en áður, en skömm mín á Samfylkingunni er orðin slík að.........

Dingli, 30.8.2010 kl. 00:52

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Acquis communautaire
This is a French term meaning, essentially, "the EU as it is" - in other words, the rights and obligations that EU countries share. The "acquis" includes all the EU's treaties and laws, declarations and resolutions, international agreements on EU affairs and the judgments given by the Court of Justice. It also includes action that EU governments take together in the area of "justice and home affairs" and on the Common Foreign and Security Policy. "Accepting the acquis" therefore means taking the EU as you find it. Candidate countries have to accept the "acquis" before they can join the EU, and make EU law part of their own national legislation. For a fuller explanation, see ''Community acquis'' in the glossary.


© European Communities, 1995-2004


Þess vegna er mjög gott að læra utan að, að minnsta kosti nýjustu uppfærslu að stjórskrárlaga ÁKVÆÐUM EU Meðlimaríkjanna.  Sparar bæði tíma og fyrirhöfn.

Tilgangur EU að gera öll stjórnsýslu stig sjálfábyrg með sjálfstæðan lántökurétt var greinlega til að einn stjórnsýslu eining gæti ekki tekið sér yfirdrátt á kostnað annarrar.  T.d. að taka Balloon-negamlán [kúla er solid og lítil: mjög villandi þýðing], nánast öll heildarskluldin greidd í samræmi við leynileg vaxtaviðmið í samningi á síðast gjaldadaga N.B eftir 5 ár. Í skjóli þess að aðrir hlaupi undir bagga.

Þetta [yfirdráttur] er í EU  hreinn glæpur. 

Stjórnssýslu eining á að gera 30 ára langtíma fjárhagsáætlun af EU þroskastigi og taka til til hennar í 5 ára áætlunum og í framhaldi í árs fjárlögum.

Gervi ríkiseinkavæðing gengur út að til dæmis RUV hefur langatíma stamning við ríkið sem tryggir því tekjur til langstíma, þess vegna getur ábyrgðar aðili kannski skapað svigrúm til skuldbréfa útgáfu á móti hagræðingarfjárfestingu innan ramma fastra hámarkstekju möguleika, skuldabréfið fer svo í kauphöll þar sem allir fjárfestingar aðilar innan EU geta boðið í.

Ég veit ekki um neitt land utan Ísland þar sem veð í tvöföldun íbúatölu eða tvöföldun þjóðartekna á haus  í samburði við Meðlima-Ríki EU  teljast réttlæting til ofur lántöku.

Hinsvegar mun fækkun jarðarbúa búa vera efst á baugi ásamt betri nýtingu hráefna: til að draga úr áhrifum almenns efnahagssamdráttar á jörðunni næstu 30 árin.   

EES samningur fellur undir nágranna foréttinga samninga EU, þar sem markmið EU er að greiða fyrir væntanlegri inngöngu nágrannanna í fyllingu tímans. Sérstaklega í tilliti til Seðlabanka Samstarfs. Seðlanbankar EU geta mælt með öryggi lána og svo framvegis.  

500 manna stjórnsýslu einingar eða 15.000 stjórnasýslu eingar er ekki grundvöllur í Hagræðingu í EU. Þar er verðið að miða við t.d. 300.000 manna stjórnssýslu einingar í stað nokkra 30.000 eininga. Alls ekki til að minnka fjármagn í umferð í kjölfarið og skera niður þjónustu.

Innri hagvöxtur  hvers þjóðar Meðlima Ríkis er það sem EU innri samkeppnin gengur út á, ekki að arðræna önnur Meðlima-Ríki.  

EU bíður greinlega upp á jöfn tækifæri til að auka verðmæti sinnar eigin þjóðar neytandakörfu án þess að rýra gæði neytendakarfa Meðlima-Ríkjanna. 

Júlíus Björnsson, 31.8.2010 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband