26.8.2010 | 23:36
Evra eða króna?
Til skýringar minni afstöðu, þá var ég eftir hrunið 2008 og framan af ári 2009 þeirrar skoðunar, að heppilegt gæti verið að taka upp Evru eða Dollar hér einhliða. Það var meira að segja stofnaður félagsskapur áhugamanna um dollaravæðingu, sem ég kom smávegis nálægt á tímabili.
Síðan, hef ég smám saman fjarlægst hugmyndir um einhliða upptöku annars gjaldmiðils, en enn hélt ég áfram að samsinna því, að hugsanlega hefði verið betra fyrir okkur, að ef Ísland hefði gengið í ESB og tekið upp Evru á 10. áratugnum.
Þ.s. síðan olli straumhvörfum um afstöðu mína er tvennt, þ.e. koma nóbelsverðlaunahagfræðingsins Joseph Eugene Stiglitz hingað til lands fyrir um tæpu ári - hlustið endilega á hann hérna!. Hann ráðlagði eins og frægt var á sínum tíma okkur að halda krónunni. Seinni atburðurinn var þegar vandræðin hófust í Grikklandi, en í kjölfarið fór ég að kynna mér rót vandræða Grikklands með lestri erlendra hagfræðigreina, en ekki bara Grikklands heldur einnig skoðaði ég einnig greinar um vandræði Spánverja, greinar sem töldu að vandræði svokallaðra jaðarríkja ESB væri að mörgu leiti af sömu rótum spunninn.
Punkturinn er, að þau vandræði að mörgu leiti líkjast típískum ísl. efnahagsklúðrum. Þ.e. einmitt þ.s. ég áttaði mig á, sem að sjálfsögðu gerði mér ljóst að aðild að Evru væri engin vörn gegn því að slík klúður myndu verða framkvæmd af okkar mönnum síðar meir.
Síðan varð mér líka ljóst, af lestri allra þessara hagfræðigreina, að kostnaður þeirra aðildarríkja Evrunnar sem eru í verstu efnahags- og skuldavandræðunum, verður mjög sennilega umtalsvert meiri en okkar íslendinga, enmitt vegna þess að þau lönd eru með Evru.
Eftir að hafa áttað mig á þessu, þá skil ég í dag, að Evran einfaldega hentar hvorki ísl. hagkerfinu né þeim standard í efnahagsstj. sem tíðkast hér.
Líklegasta niðurstaðan myndi verða, að Ísland fyrir rest myndi lenda í enn verri kreppum en áður, þ.e. trámað myndi versna. Efnahagsklúður Írlands, Spánar og Grikklands - er eins og hér lentu í bóluhagerfum, myndi verða forskrift þeirra vegferðar er líklegust myndi verða.
Niðurstaðan, að Ísland verði að búa við eigin gjaldmiðil áfram - um langa hríð, því forsendur þess að skipta um gjaldmiðil séu:
- Íslenskir stjórnmálamenn læri loks hagstjórn.
- Að ísl. framleiðsluhagkerfið sé betrumbætt stórum.
Hvorugt tel ég vera hægt að laga með skjótum hætti!
Sé þetta sem 30 ára prógramm!
Efnahagskreppan í Evrópu var óhjákvæmileg!
Spurt er: Það er efnahagskreppa í hinum vestræna heimi og þannig hafa lönd með veikan og skuldsettan efnahag orðið illa úti. Það eru bæði lönd innan EB (eins og Grikkland, Spánn og Írland) og utan EB eins og okkar ástkæra ylhýra. Býst við að það sé ekkert endilega Evrunni að kenna.
Sko vandinn er sumu leiti Evrunni að kenna. Alls ekki að öllu leiti. En málið er, að ef þú starfar innan Evrunnar þá verður þitt atvinnulíf að vera samkeppnishæft við atvinnulíf í Þýskalandi.
Takið eftir myndinni að ofan hvernig Þýskaland síðasta áratug hélt niðri launakostnaði heima fyrir. Þ.s. gerðist síðan í hinum löndunum, var að þeirra atvinnulíf varð í vaxandi mæli minna samkeppnishæft um verð við vöru framleidda í þýskalandi. Þetta leiddi til þess, að á síðasta áratug skapaðist viðskiptahalli milli margra ríkja Evrusvæðisins og Þýskalands.
Þetta er kallað "current account imballance" og að mati margra hagfræðinga er þetta ójafnvægi mjög alvarleg ógnun við tilvist Evrunnar -og stærsti orsakavaldur kreppunnar. Reyndar átti það einnig við Frakkland að þar skapaðist einnig sambærilegt ójafnvægi, en næst á eftir Þjóðverjum voru Frakkar með stærsta viðskiptahagnaðinn við önnur lönd Evrusvæðis.
Ástæðan kreppunnar er sú, að þegar þú ár eftir ár kaupir inn meira en þú selur, þá safnar þú skuldum. Þ.s. gerðist í reynd var að löndin með viðskiptahallann tóku lán fyrir hallanum í einna helst Frakklandi og Þýskalandi, en þeirra bankar voru einmitt fullir af peningum vegna þess að fé streymdi sífellt inn í Frakkland og Þýskaland.
Punkturinn er, að þegar annar aðilinn safnar bara skuldum og hinn aðilinn safnar bara eignum, þá er kreppa óhjákvæmileg fyrir rest. Hún hefði skollið óhjákvæmileg á seinna ef kreppan er hófst í Bandar. hefði ekki verið trigger moment.
Vandinn er ekki síst sá, að skuldir ríkjanna er skulda frökkum og þjóðverjum eftir áralöng viðskipti eru samanlagt nægilega miklar, til að setja bankakerfi hvors ríkis um sig algerlega á hliðina. Þær upphæðir eru mun stærri í sniðum en björgunarsjóður ESB sá hinn frægi.
Sá sjóður var ekki settur til að bjarga ríkjunum í suðri, heldur til að bjarga bönkunum í ríku ríkjunum í norðri.
Við þurfum að bæta lífskjör með því að auka verðmæti okkar útflutnings
Spurt er: Við getum hæglega orðið undir og lent í því að búa við léleg lífskjör. Launakjör hérlendis eru ekki með þeim betri.
Þannig að ef við viljum meira, þá þurfum við að auka innkomuna.
Lágt verðmætastig okkar útflutnings er hluti af ástæðu þess að erfitt verður fyrir okkur að búa við annan gjaldmiðil en okkar eigin!
Spurt er: Einar skil ég þig rétt að þú telur að íslenska krónan geti vel gagnast okkur í framtíðinn að gefinni þeirri forsendu að ríkisfjármál séu í lagi ?
Akkúrat og að auki mín rökstudda skoðun er að það geri hagstjórn erfiðari að búa við annan gjaldmiðil en okkar eigin. Þannig, að það sé frumforsenda þess að annar gjaldmiðill komi til greina, það sé góð hagstj.
Reyndar, tel ég fleiri atriði þurfa að koma til - en, mér sýnist einnig vera erfitt samkeppnisumhverfi innan Evrusvæðis fyrir okkur, meðan aðalútflutningur okkar heldur áfram að vera nær eingöngu fiskur.
Þetta kemur til vegna þess, að þ.s. þær vörur hafa tiltölulega lág verð þá styður sú framleiðsla treglega mjög há laun. Þ.s. við þurfum er framleiðsla er hefur hærri virðisauka og styður því hærra launastig.
Ástæðan þess að þetta er vandkvæði tengt spurningunni um krónu vs. Evru er sú, þ.s. framleiðsla okkar er tiltölulega lág virðisauka þá skiptir verðið á gjaldmiðlinum tiltölulega miklu máli fyrir það hvort við erum samkeppnishæf um verð, það að svo er sést hve sögulega séð okkar útflutningi hefur ítrekað hnignað hratt í hvert sinn sem verðgildi krónunnar hefur rokið upp fyrir þolmörk útflutningsins. Þessu hefur hingað til alltaf verið hægt að kippa í liðinn með gengisfellingu.
Ef við aftur á móti værum með hávirðisauka framleiðslu eins og t.d. þýskaland hefur, þá er verðið á gjaldmiðlinum minna hlutfall heildarverðs fyrir vöruna og þá valda verðveiflur á gjaldmiðlinum minna tjóni á útflutningnum, þá á ég helst við verðsveiflur upp á við.
Þannig, að hávirðisauka útflutningur myndi einnig auðvelda okkur mjög að búa við annan gjaldmiðil en krónu.
Er krónan of lítil til að geta þrifist sem sjálfstæð eining á markaði?
Spurt er: Ef gengið verður aftur gefið frjálst, þá er þetta það lítill gjaldmiðill að sæmilega stór gjaldeyrirspekúlant (vogunarsjóður o.a.) úti í heimi geta ruglað gengi ísl kr upp og niður.
Varðandi þ.s. þú sagðir um krónuna, þá verð ég eiginlega að setja hlutina í annað samhengi. En, ef við ímyndum okkur að þú og vinur þinn eigið sitthvort fyrirtækið. Þitt hefur skilað góðu milliuppgjöri og hefur nýverið gert hagkvæmann sölusaming. Á meðan fyrirtækið í eigu vinar þíns, skilaði lakara milliuppgjöri þ.s. það varð undir í samkeppninni um samninginn.
Nú ímyndum okkur að vogunarsjóður sé að skoða markaðinn, en bæði fyrirtæki eru skráð á markaði, þá hvort fyrirtæki myndu þeir sennilega veðja á að þess bréf myndu lækka?
Þetta hið sama á við um ríki eins og um fyrirtæki, en líta má á gjaldmiðil sem hlutabréf, þ.e. hann hækkar í verði þegar vel árar en lækkar þegar ílla. Allt skv. eðlilegum markaðslögmálum.
Nú sjóðir eins og þú íjaðir að, þeir eru alltaf á höttunum eftir þeim, sem virðast að þeirra mati vera ofmetnir að markaðsvirði, þannig að þeir geti grætt á að veðja á fall þeirra bréfa eða gjaldmiðla í verðgildi.
Þetta er í raun og veru nákvæmlega sama umhverfið óháð skala. Stæðrin hefur ekkert með það að gera, hvort A eða B hafi betri tilvistargrundvöll alveg með sama hætti og smá fyrirtæki halda áfram að vera til innan um risana.
----------------------
Lykilinn að góðu gengi snýst um góðann rekstur, þannig að uppgjörin og framtíðarforsendur séu alltaf góðar.
Þá sér enginn hag í því að veðja á fall, því einhver annar mun þá veita því athygli að viðkomandi gjaldmiðill eða hlutir eru undirverðlagðir og veðja þá þess í stað á að þeir hækki. En slík veðmál tíðkast líka.
Niðurstaða
Byggjum upp okkar útflutningshagkerfi, en þ.e. þ.s. raunverulega stendur undir öllu hérna, hvort sem þ.e. ríkið og laun greidd þar, eða atvinnulífinu - launum greiddum þar.
Þetta er sára einfalt, ef við getum umbreytt okkar útflutningi smám saman yfir í það að við flytjum út dýran, eftirsóttann varning - þá um leið munum við geta borgað fyrir aukna þjónustu við okkur sjálf þ.e. almenning og að auki hærri laun.
Þetta hefur ekkert með spurninguna með gjaldmiðla að gera, heldur þau grunnverðmæti sem hér eru sköpuð.
Á sama tíma þurfum við að bæta hér hagstjórn, svo að hagstjórnin raunverulega tempri sveiflur - þannig að reglulegar gengisfellingar verði smám saman eitthvað sem gerðist í fortíðinni - en ekki lengur.
Þessa þætti verðum við að lagfæra sjálf. Það mun enginn lagfæra þá fyrir okkur.
Ekki er heldur nein skemmri skýrn möguleg - þ.e. upptaka annars gjaldmiðils leysir engin efnahagsleg vandamál þvert á móti gerir þau erfiðari úrlausnar.
Auðvitað síðar meir, þegar við höfum byggt upp samkeppnishæfara útflutningshagkerfi sem flytur út verðmætann varning í stað hrávöru eins og nú er reyndin - þegar við höfum stórbætt innlenda hagstjórn þannig að á hana verði hægt að leggja raunveruleg traust; þá fyrst verður að mínu mati hægt að íhuga það fyrir alvöru hvort sniðugt sé að taka upp annan gjaldmiðil.
Það þarf að skapa forsendur þess að slíkt geti gengið upp - eins og hlutir eru í dag, væri það fjarskalega ólíklegt að upptaka annars gjaldmiðils myndi vera farsæl lausn fyrir ísl. efnahagsmál - fyrir lífskjör vorrar þjóðar og hamingju.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:45 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar, afar fróðlegt og skemmtilegt hjá þér eins og venjulega.
Í hverju telur þú að helstu sóknarfæri okkar til aukinnar verðmætasköpunar felist? Það hefur sýnt sig að við eigum mikinn auð í velmenntuðu og hugmyndaríku fólki í rafiðnaði og hugbúnaðargerð, svo ég taki dæmi. Fyrirtæki á þessu sviði hafa verið að ná flottum sölusamningum að undanförnu. Að ekki sé talað um gróið félag eins og Marel. Það virkar háf skondið á mig, að Íslendingar selji USA kafbáta, en sýnir hve framalega við erum á sviði raftækni, hönnunar og gerð hugbúnaðar.
Gætum við á tiltölulega skömmum tíma, með því að setja kraft í þessar greinar, orðir stórir í framleiðslu á hverskonar mælum og tækjum, ódýrum til rándýrs búnaðar af öllu tagi, búin íslenskum hugbúnaði?
Getum við sett kraft í uppbyggingu heilsuhæla fyrir ríka og/eða veltryggða útlendinga, eins og hugmyndir hafa verið uppi um. Aðeins 1500 slíkir skiluðu milljarði á mánuði í gjaldeyri.
Hvað með rafstreng til Evrópu. Með nýjustu tækni er talað um 5% tap í slíkum streng sem gerir þessa gömlu hugmynd mjög spennandi. Slík orkusala skapaði ekki mörg störf til langframa, en fjölmörg næstu 10-15ár við framkvæmdir og síðan stöðugt innstreymi gjaldeyris án mikils kostnaðar. Hvað með gerð leiðara og strengja sem sífellt fer meira ál í.
Margir fleiri kostir eru vafalaust til, en er eitthvað af þessu raunhæft og eru kannski önnur e.t.v. betri gróðabröll fyrir hendi?
Dingli, 27.8.2010 kl. 03:36
Ég er ekki hrifin að láta krónun vera stillanlega [fljóta] miðað við framboð og eftirspurn þegar EU stjórnar 80% af eftirspurninni í gegnum þjóðaseðlabankakerfi sitt.
Júlíus Björnsson, 27.8.2010 kl. 11:07
Varðandi sóknarfæri - er einfaldast að skoða þau svið þ.s. við eigum hæft fólk nú þegar.
Einn möguleiki, væri heilbrigðiskerfið - en þar eigum við sannarlega fullt af hæfu fólki og stór vandi verður næstu misseri, að halda mörgu af því fólki hérlendis þ.s. útlit er fyrir að það verði vandkvæðum bundið að finna hérlendis peninga til að halda því ánægðu. En, þetta fólk getur gengið inn í störf nánast hvar sem er erlendis.
Þá á ég við, að markaðssetja þjónustu heilbrigðiskerfisins erlendis - fá hingað sjúklinga erlendis frá, hugsanlega getum við gert samninga við erlend ríki jafnel í tilvikum - en útgangspunkturinn er hjá mér að ef heilbrigðiskerfið myndi geta staðið a.m.k. undir sér af hluta með eigin tekjum, þá myndum við eiga auðveldara en ella að viðhalda þjónustustig gagnvart okkar eigin fólki.
Auðvitað sækjum við áfram á fiskveiðar - vinnslu og ferðamennsku. Þeim álverum er fyrir eru, verði ekki lokað - en að við sækjumst ekki eftir fleiri.
Síðan, finnst mér merkilegar tilraunir tiltekins fyrirtækis þ.s. erfðabreytt korn nánar tiltekið bygg, geti framleitt virk efni fyrir lif með hagkvæmum hætti. Þetta gæti verið sóknarfæri fyrir ísl. landabúnað - en klárt er að ekki er nokkur möguleiki til þess að hann keppi beint við erlendann landbúnað í hefðbundinni framleiðslu.
Erfðabreytt bygg af þessu tagi, getur á hinn bóginn orðið mjög verðmæt framleiðsla, einmitt dæmi um það að auka verðmæti þess sem hér er framleitt, framleiðsa er geti staðið undir hærri launum.
Ég tel hættuna af því óverulega þ.s. fullsannað er að bygg getur ekki dreifst villt um landið - en við þurfum að muna að bygg var einnig ræktað hér af okkar fornmönnum og svo að ef blöndun þess við aðrar tegundir er lifa hér, þ.e. grastegundir, væri möguleg og að auki það væri mögulegt fyrir þær tegundir að tímkast væri hér allt fullt af slíkum blendingum frá ræktun okkar fornmanna.
Þ.e. einmitt út af þessu, sem þessi tiltekni landbúnaður getur verið tækifæri, þ.s. vegna þess að bygg getur ekki dreifst, en erfðabreytt bygg er einnig bygg eftir allt saman, þá er sú ógn er sumir tala um hugsanlega dreifingu erfðavísa í náttúrunni einfaldlega ekki fyrir hendi.
Þetta er e-h sem getur gefið slíkri rækun á Íslandi samkeppnisforskot.
-------------------------
Þ.e. auðvitað margt fleira hægt að gera t.d. í tengslum við hugbúnað.
En, lykilatriðið er að finna e-h svið þ.s. er ekki fyrir mikil og hörð samkeppni frá öðrum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.8.2010 kl. 12:01
Já Júlíus - þ.e. auðvitað hægt einnig að setja krónuna inn í mynntkörfu, sem var gert hér áður en ákvörðun um flot var tekin á sínum tíma.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.8.2010 kl. 12:02
Á hvaða lyfjum voru þeir sem ákváðu að setja krónuna á flot á sínum tíma?
Theódór Norðkvist, 27.8.2010 kl. 19:30
Þetta var vinsæl stefna, þ.e. láta markaðinn stýra virðinu beint. Það voru allir að gera þetta, ég reikna með að það hafi skapast smá "me too" stemming.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 27.8.2010 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning