Skrítin deila - er aðlögunarferli þegar í gangi?

Smáskrítin deila er komin upp milli Jóns Bjarnasonar - annars vegar - og - hins vegar - Steingríms J. Sigfússonar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar.

Þ.s Jón Bjarnason heldur fram er að aðlögunarferli að ESB þ.e. breytingar á innlendum stofnunum, til að svara kröfum ESB um aðlögun, sé þegar hafið.

Þessu mótmæla hinir og segja Jón Bjarnason misskilja hvað sé í gangi. Eingöngu sé um undirbúning að ræða, þ.e. að undirbúa þær skipulagsbreytingar sem þurfi að framkvæma, svo hægt sé að hrinda þeim í framkvæmd með skjótum hætti - þegar aðild tekur gildi.

Ekki veit ég hvað er satt í þessu - ekki síst snýst þetta um muninn á aðlögunarferli og undirbúningsferli - en þ.e. ekkert í lögum ESB eða fyrir það í íslenskum lögum, sem bannar það að Ísland eða land sem óskar aðlögunar, taki upp hjá sjálfu sér að framkvæma aðlögunarbreytingar þegar um er að ræða innleiðingu laga - reglugerða - eða innlendar stofnanabreytingar.

Þ.s. Samfóar vilja í ESB er þeim að sjálfsögðu mjög trúanlegt til að vera ekki eingöngu að undibyggja breytingar sem á að hrinda í framkvæmd einhverntíma seinna, heldur breytingar er á að innleiða um leið og skipulagsvinnan tengd þeim hefur verið kláruð.

  • En, þ.e. ein af forsendum aðildar að lög viðkomandi lands séu aðlöguð að þeim lagaramma er gildir innan ESB.
  • Ég væri alls ekki hissa á, að Samfóar séu að planleggja að taka smá forskot á sæluna þannig séð.
  • Eins og ég sagði - það brýtur engin lög hvorki innlend né lög ESB að innleiða slíkar breytingar einhliða áður en aðild kemst til framkvæmda, eða - áður en samningar um aðild hafa farið fram.

 

Jón Bjarnason getur væntanlega komið í veg fyrir slíkar aðlögunar tengar breytingar innan síns ráðuneytis og stofnana undir umsjá hans ráðuneytis, og væntanlega aðrir ráðherrar VG. En, þ.e. ekkert sem VG getur gert til að koma í veg fyrir að ráðherrar Samfó framkvæmi þær innan sinna ráðuneyta og þeirra stofnana er þeirra ráðuneyti hafa umsjón yfir.

Mér sýnist upphlaupið vera hluti af þeirri vaxandi spennu sem greinilega er á milli ESB andstæðinga innan stjórnarheimilisins og þeirra hinna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Undirbúningur að nýju framboði þarf að hefjast sem fyrst. Ekki er ólíklegt að ESB sprengi stjórn Jóku og Steina í haust. Þó hvorugt þeirra þori í kosningar, gæti vantrausts tillaga gert stjórnina óstarfhæfa, þó hún lafi á einu atkvæði eða svo.

Dingli, 25.8.2010 kl. 01:09

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. rétt - munum líka að Icesave víxlverkar við ESB málið í ofanálag.

Varðandi að sprengja stjórnina, þá stendur hún og fellu með VG. En, Samfó mun ekki sprengja hana þ.s. Samfó hefur engan skárri valkost á stjórnmálasviðinu til að halda samningsferlinu áfram, en þ.e. þ.s. Samfó vill öllum hlutum framar.

Svo þ.e. spurningin um hvað hin svokallaða órólega deild VG gerir. En hvað svo sem það góða fólk kemur oft fram og segist ósátt við þetta eða hitt, þá halda þau samt áfram að styðja stjórnina.

-------------------------

Vantraust getur stundum fellt stjórnir - en það þarf að tímasetja slíkt skv. mjög góðri tilfinningu um hvort það eigi séns. En, sennilega þurfa deilur innan rikisstj. að hitna umtalsvert meira svo það eigi raunverulegann séns.

Að stofna nýjan flokk getur verið góð hugmynd. En, eins og stofnun Besta Flokksins sýnir og sannar, þarf einhvern vinsælann til að ganga frammi fyrir skjöldu. Þeir eru ekki margir slíkir til sem maður treystir - sennilega væri sá besti í boði hann Marínó!

Hann segist þó ekki vilja fara fram - en ég segi þér, að einmitt sú tregða finnst mér góðs viti, því hún sýnir fram á, að hann er ekki gírugur í völd og það er einmitt kostur er getur gert hann færann um að standast freystingar er margir aðrir hafa fallið fyrir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.8.2010 kl. 01:24

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Góð greining á "deilunni" sem ég leyfi mér að taka alveg undir. VG-ráðherrar bjuggust sennilega ekki við bréfi þar sem þeir voru beðnir um að aðlaga sín ráðuneyti að ESB, og létu það koma sér á óvart þótt fyrir liggi hvar hugur Samfylkingar-ráðherra er.

Geir Ágústsson, 25.8.2010 kl. 11:29

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eitt áhugavert í þessu Geir - að skv. tali Samfóa er ég hef heyrt áður, þá hefði þetta alls ekki átt að koma VG-um á óvart, þ.s. Samfóar hafa talað reglulega um það, að svo sniðugt væri að sækja um aðild jafnvel þó ekki verði af henni, því þær ábendingar um breytingar sem komi fram muni reynast svo gagnlegar. Breytinga sé þörf - sem er að sjálfsögðu rétt, en deila má hvort þær breytingar séu akkúrat þær réttu.

Ofangreint tal bendir sterklega til að Samfó hafi alltaf ætlað sér að hrinda ofangreindum breytingum í verk eins fljótt og auðið er, gegn þeirri réttlætingu að þær séu nauðsynlegar breytingar í því skyni að lagfæra vankanta á stjórnkerfinu er hafi komið í ljós.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.8.2010 kl. 12:15

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég legg svipaðan skilingi í EU stofnunina,  vil bæta við samvinnu grunnum slepptum tekur við lokuð innri Samkeppni milli Meðlima Ríkjanna, og það eru þjóðsögur í gangi að samkeppni á séreingar [ábyrgðar] mörkuðum Meðlimaríkjanna séu Harmoníserðar: samtillar eins í þeim öllum. Stillingar eru hinsvegar mjög frjálsar að því leyti að allir keppendur séu jafnir óháð uppruna Meðlimaríki. Svo mun engin Ríkisstjórn mega stunda niðurgreiðslur til að liðka fyrir samkeppnihæfni sinna fulltrúa á annarra Ríkja-Meðlima mörkuðum.

Hinsvegar er alveg frjálst að veikja hana með okur raunvaxtakröfu í nafni áhættu.

Hinvegar getur Umboðið betur beitt sér betur hvað varðar stuðnings hjálp gangvart þriðja aðila ríkjum, í krafti fjármálastofnunna m.a. sem það hefur undir sér og réttlæta það með vaxtatekjum sem renna sameiginlega til heildarinnar.    

Að mínu mati liggur ljóst fyrir að ef Íslandi er samkeppnifært þá uppfyllir það stjórnarskrárlög EU sem eru kominn fram, og þarfnast bara þjóðaratkvæða greiðslu. 

Samfó virðist ekki gang heil til skógar, því að Ísland þarf að einbeita sér að auka greiðslukaupmátt almennra Íslenskra neytenda til langframa til auka þann hluta innri hagnaðar þjóðarinnar sem tryggir samkeppni hæfnina inn á hinum fjölmörgu mismundandi þjóðarmörkuðum EU. 

Þegar raunmátturinn er til staðar þarf ekkert kossapróf eða skammtíma undanþágur til ganga inn og velja sér jafningja í hæfum meirihluta til að vinna með. 

Eyða og láta Ríkið borga er ódýrt á Evróskan mælikvarða.

Júlíus Björnsson, 25.8.2010 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband