24.8.2010 | 01:26
Vandi krónunnar hefur með ísl. hagstjórn að gera - sá vandi hverfur ekkert þó skipt sé um gjaldmiðil!
Írlandi, Spáni og Grikklandi - tókst öllum þrem alveg eins og okkur, að framkalla hjá sjálfum sér bóluhagkerfi. Og, ég vil halda því fram að Evran hafi spilað þar rullu.
Margir básúna hérlendis hversu gríðarleg framför það væri, að fá almennt séð lægra vaxtastig en gengur og gerist að öllu jafnaði í okkar krónu hagkerfi.
En, þ.s. þeir sömu aðilar líta framhjá er að vextir eru þáttur í hefðbundinni jafnvægis hagstjórn:
Hefðbundin jafnvægis hagstj. er að hvetja til hagvaxtar þegar þ.e. kreppa og síðan að letja til hans þegar allt leikur á súðum vegna þenslu í góðæri. Vextir eru einfaldlega einn þáttur þessarar hagstj.
- Ef þ.e. kreppa þá viltu hafa lága vexti svo lán séu ódýr - því það akkúrat virkar hvetjandi á hagkerfið.
- Á hinn bóginn, þegar þ.e. sterkur hagvöxtur til staðar og enginn slaki, þá viltu hafa háa vexti til að slá á eftirspurnarþrýsting sem annars ýfir upp verðbólgu - og í versta falli, getur leitt til bóluhagkerfis.
Þetta sýnir reyndar hve áróður Evrusinna er í fjölda tilvika forheimskur.
Það augljóslega minnkar skilvirkni hagstjórnar að hafa ekki lengur umráð yfir vaxtatækinu.
- Ég held að það sé engin tilviljun að 3 lönd Evrusvæðisins lentu öll með tölu eins og Ísland í hagkerfi verðbólu - þ.e. Írland, Spánn og Grikkland.
- Ég tel að auki að Evran sjálf hafi spilað rullu í þeirri útkomu.
- Með sömu áhrifum og á Íslandi, er gengi krónunnar belgdist út i bólunni, þá hækkaði gengi Evru allan síðasta áratug og - hágengi gjaldmiðils eykur kaupmátt launa, sem eykur eftirspurn, sem eykur verðbólgu o.s.frv.
- Ef síðan þar ofan á allt saman, eins og er algengt hérlendis, að aðilar vinnumarkaðarins eru að hækka laun reglulega - þá er það enn ein vítamínsprautan á eld eftirspurnar.
Innan Evru ertu með færri stjórntæki fyrir hagkerfið og þ.e. sjálfstæður vandi!
Ef þú ert með eigin gjaldmiðil, þá getur þú dreift álaginu af því að halda stjórn á hagkerfinu á fleiri stjórntæki:
- Vextir, eins og ég sagði, þeir eru almennt séð einmitt gott stjórntæki til að halda aftur af eftirspurn, þ.e. þú hækkar þá ef þú þarft að bremsa af eftirspurn.
- Skattar, geta gengt svipuðu hlutverki, þ.e. þeir einnig draga peninga út úr hagkerfinu og þannig hægja á því.
- Eyðsla eða sparnaður ríkis og sveitarfélaga, er eitt stjórntækið enn.
- Síðan er það náttúrulega gengið.
Það versnar síðan í því, ef stjórntækin er þú ræður ekki yfir eru að kynda undir hagkerfinu, á sama tíma og þú þarft að hægja á því.
Við fengum smá forsmekk af slíku í tíð síðustu ríkisstj. DO og Há, er Seðlabankinn reyndi að slá á þenslu með hækkun vaxta, á sama tima og ríkisstj. kynti undir eins og hún gat. Eins og við vitum, þá endaði þetta allt saman með bóluhagkerfi og síðan stóru krassi.
Þá er aðeins eftir að skera niður og hækka skatta, ef þú ætlar að bresma hagkerfið af, áður en í óefni er komið.
- Með öðrum orðum, einungis úrræði á vegum stjórnvalda sjálfra eru eftir.
- Á sama tíma vita allir að ísl. stjórnsýsla er léleg - ísl. pólitíkusar lélegir hagstýrendur - en samt vilja menn innleiða fyrirkomulag, þ.s. aðeins þeir stýra hagkerfinu.
Punktur að auki sem vert er að íhuga, er að ef einungis stýritæki stjórnvalda eru eftir, og vextir og gengisstaða kynda á sama tíma undir; þá þarf mjög róttæka gagnaðgerð í formi niðurskurðar / skattahækkana, eða hvorttveggja, til að hún hafi nokkurn möguleika til að virka.
Auðvitað enn - enn - enn róttækari, ef þau tæki er aðrir stýra eru að virka í hina áttina.
- Með öðrum orðum, að missa stýritæki vaxta og gengis, dregur mjög umtalsvert úr líkum þess að þér takist að halda stjórn á hagkerfinu, takist að hindra að það losni úr böndum.
- Eins og ég sagði, ég held að það sé engin tilviljun að 3 aðildarlönd Evru lentu í eftirspurnar bóluhagkerfi.
Niðurstaða
Það kaldhæðnislega er að án eigin gjaldmiðils verður hagstjórn mun erfiðari en áður, en samt viðurkenna allir að Ísl. hagstj. fram að þessu hefur verið fremur léleg.
Þíðir það ekki einfaldlega að, Ísland mun endurtaka hagkerfisklúðir Grikkland, Írlands og Spánar?
- og það ekki endilega bara einu sinni?
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll, Einar Björn... Líkt og þegar krakki fær lélega einkunn að kenna einkunnaspjaldinu um...
LÁ
Lýður Árnason, 24.8.2010 kl. 02:24
Ég tel stærstu ástæðu fyrir verðbólgu ekki smæð myntarinnar - heldur agaleysið í ríkifjármálum hérlendis.
Agaleysið hefur helst birst í því - að framkvæmdavaldið - virðir ekki fjármálaákvæði stjórnarskrár lýðveldisins(40. og 41. gr) og þegar það er gert - þá þynnist út gjaldmiðillinn.
Svona einfalt er þetta - í aðalatriðum. Ef fjármálaákvæði stjórnarskrár - væru virt 100% - dettur verðbólgan sjálfkrafa niður í 1-3%.
Reyndar getur seðlaprentun líka farið fram með "dulbúnum hætti" eins og gerðist með því að leyfa veðsetningar á aflaheimildum - sem er þá ígildi seðlaprentunar án verðmætasköpunar.
En þegar betur er að gáð - stenst það heldur ekki 40. eða 41. gr. stjórnarskrár - þar sem auðlindin sjálf - er eign þjóðarinnar (þjóðlenda) og veðsetning á þeirri auðlind þarfnast því samþykkis á Alþingi skv. 40. og 41. gr.
Eftir sem áður er nýtingarréttur auðlindinni hjá handhafa leyfa til fiskveiða - en það er afskaplega óvarleg bankastarfsemi að leyfa veðsetningu á þeim nýtingarétt - nema þá að afar takmörkuðu leyti eftir ströngum reglum - og þæ rreglur ætti FME að setja - það er þeirra lagalega skylda.
Staðan er hins vegar sú - að FME hefur aldrei haft eina skoðun á veðsetningu aflaheimilda - hvort slíkt er leyfilegt - og hvert þá "þakið" eigi að vera í upphæð - en það er einmitt hlutverk FME að skapa hér leikreglur agaðs bankakerfis en ekki láta vitleysinga veðsetja loftbólur að eigin geðþótta.
Ef loftbólur eru veðsettar - er það ígildi seðlaprenturnar = útþynningar gjaldmiðils okkar = verðbólga
Kristinn Pétursson, 24.8.2010 kl. 07:58
------------------------
Alveg rétt - og þ.e. þetta agaleysi, sem mun gera Evruaðild að allherjar klúðursvegferð, nema að í Evru verður tafsamara að laga tjónið af klúðri - þ.e. í stað stórrar gengisfellingar kemur áralöng verðhjöðnun eins og Írland er í þessa stundina, og lönd S-Evrópu eru á leið í. Á meðan hún stendur yfir, virkar hún sem mjög öflug viðbótarbremsa á getu til hagvaxtar, ofan í stórfellt atvinnuleysi og áframhaldandi hrun atvinnuvega. Engin furða þess vegna, að markaðurinn sé farinn að ókyrrast yfir skuldastöðu þeirra, þ.s. mjög lakar forsendur til hagvaxtar gera það mjög próblematískt fyrir þau, að standa við sínar skuldir.
Líkur eru því miklar, að nokkur af aðildarlöndum ESB standi frammi fyrir nauðasamningum við kröfuhafa þ.s. kallað er "partial default".
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.8.2010 kl. 11:24
Ég held að það sé einnig rétt hjá þér, að aldrei hefði átt að heimila veðsetningu kvóta.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.8.2010 kl. 11:25
Lýður - ég man eftir að fyrrum forsetaframbjóðanda rak einmitt þessi orð á munn, þ.e. að krónan væri einkunnaspjald okkar.
Orð að sönnu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.8.2010 kl. 11:26
Stöndum við samt ekki frammi fyrir því að við erum í EES og grunnstoðir EES er 4 frelsið og þar er frelsi í fjármagnsflutningum ein af 4 stoðum. Nú erum við ekki að uppfylla þau skilyrði að flæði fjármagns sé frjálst, vegna gjaldeyrishaftanna sem voru sett á í hruninu. Ef gengið verður aftur gefið frjálst, þá er þetta það lítill gjaldmiðill að sæmilega stór gjaldeyrirspekúlant (vogunarsjóður o.a.) úti í heimi geta ruglað gengi ísl kr upp og niður. Lausnin gegn því er jú gjaldeyrishöft eins og við búum við og það gengur ekki til lengdar, ekki nema við segjum okkur úr EES og gerum tvíhliða samning við EB. ÉG held að enginn vildi það, því þá yrðum við meðhöndluð eins og þriðja ríki og 5-20% tollur á innflutning á sjávarafurðum, sem myndi rýra samkeppnisforskot sjávarútvegsins.
Er þá ekki bara eftir tvær hugsanlegar lausnir, þ.e. annarsvegar að taka upp annan gjaldmiðil eða hinsvegar að ganga í EB?
Mín niðurstaða er alltaf sú að það líður að sólarlagi í líftíma ísl krónunnar.
Gísli Gíslason, 24.8.2010 kl. 11:48
Hagstjón á Íslandi væri auðveldari ef Ísland væri orðið evrópskt elliheimili. Hagvöxtur væri þá næstum enginn, eins og hann hefur verið á evrusvæðinu síðastliðin 16 ár, eftirspurn væri lítil sem engin og gæti aldrei orðið nægjanlega sterk innanlands til að knýja eftirspurnarverðbólgu eða ríkidæmisverðbólgu á innlendum markaði. Gengi myntarinnar væri ca 200% of hátt til að útflutningur gæti knúið mikið hagstæðan viðskiptajöfnuð og því þyrfti ekki að hafa áhyggjur af verðbólgu þaðan. Já þetta væri allt svo miklu auðveldara ef við værum efnahagsleg nýlenda í ESB. Við þyrftum heldur ekki að hafa áhyggjur af fólksfjölgunarverðbólgu því barnseignir Íslendinga myndu sjálfkrafa fara niður á ESB-level vegna þess að atvinnuleysi yrði alltaf eins krónískt hátt og það hefur verið í ESB síðastliðin 40 ár og hagvöxtur gæti hreinlega ekki myndast lengur. Þetta yrði sannkölluð paradís fyrir verðbólguhrætt fólk. Fullkomin stöðnun og hægfara örugg hnignun.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2010 kl. 13:42
EB eða ekki EB, en mitt innlegg var nú aðallega að ég get ekki séð að krónan verði framtíðargjaldmiðill, vegna þess að hún þolir ekki frjálst fjármagnsflæði eins og skilyrt er í EES samningnum
Gísli Gíslason, 24.8.2010 kl. 14:55
Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2010 kl. 15:57
slenska krónan hefur ALDREI staðið undir þeirri pressu sem Íslenskt "hagstjórn" hefur verið. Hún hefur áður hrapað í verðgildi á skömmum tíma jafnvel meira en 2008. Það var á áttunda áratuginum. Það er borin von að hún nái nokkurntíman að þjóna neinu nema vondri hagstjórn framvegis því þannig varð hún til og það er hennar hefð. Væntingar til krónunnar eru nákvæmlega að engu orðnar. Ef ekki hengi aðild að ESB á spýtunni væri búið að taka hér upp Evrur fyrir löngu.
- Það er alveg rétt hjá bloggara að vitlaus hagstjórn með Evrur myndi líka valda okkur tjóni. Vond hagstjórn gerir það. Þess vegna er hún vond. -
Mér ar amk fyrirmunað að trúa því að Sjálfstæðisflokkurinn geti framar stjórnað hag landsmanna frekar en að Ólafur Skúlason yrði aftur kjörinn byskup. Sennilega fyrirfinnst 30 - 40% fylgi við téðan byskup meðal kirkjunnar manna. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er svipað meðal þjóðarinnar í dag. Nei þessir níðingar geta ekki fengið aftur umboð til að stjórna.
- Krónan er ekki gjaldmiðill. Það get ég lofað ykkur að þið sýnið hvergi þessa peninga á byggðu bóli utan Íslands. - Endurreisn efnahagslífsins felst meðal annars í sér að losna við þessa spillingarmynt sem rænt hefur okkur eigunum áratugum saman.
- Mikið vildi ég að við ættum fleiri kosti en að ganga í ESB..... en því miður það höfum við ekki. Við borðum ekki fullveldisyfirlýsingar í morgunmat og ekki flytjum við heldur út handritin og þjóðtunguna. Við verjum hvorki þjóð né fullveldi með því að standa gegn þeim breytingum sem eru orðnar nú þegar og neita síðan að taka þátt í því sem framundan er.
Af gefnu tilefni þá er Evran framtíðarmynt ESB og verður þannig um langa framtíð. Með Evru munum við amk ekki þurfa að standa í að prenta Matadorpeninga. En það eru kannski örlög okkar að borða smjörlíki, drekka bjórlíki og eiga peningalíki í bankanum.
Gísli Ingvarsson, 24.8.2010 kl. 21:06
Hvort viltu að þjóðfélagið hafi gjaldmiðil til að þjóna sér, eða að gjaldmiðillinn hafi þjóð til að þjóna sér. Um það stendur valið Gísli.
Ef þú ert óánægður með hagstjórnina þá er ráð að líta umhverfis sig; til dæmis til Grikklands sem er í þjónustu myntar myntbandalagsins, Írlands, Spánar, Ítalíu, Lettlands, Eistlands, Slóvakíu, Litháen, Portúgals Þýskalands eða Frakklands. Hræddur er ég um að þér þætti súrt að hafa ekki fengið neina kjarabót í samfleytt 12 ár eins og Þjóðverjar hafa mátt þola. Eftir þessa skoðun myndir þú koma til baka og kyssa krónuna okkar á báðar kinnar Gísli. Svo eru Alþingiskosningar á í mesta lagi fjögurra ára fresti. Sem er það besta sem þér býðst í þessum heimi.
Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2010 kl. 21:44
---------------------------
Þ.e. alveg rétt hjá þér, að gjaldeyrishöft brjóta í bág við EES. Á hinn bóginn, þá skilst mér að gamli EFTA fríverslunarsamningurinn undirliggi núverandi EES saming, og að hann taki gildi ef EES samingurinn flosnar upp.
Við höfðum áður fyrr svokallaða tollfrjáls kvóta - en þeir voru ívið minni en gerist í dag.
Á hinn bóginn, eru það ekki hagsmunir ESB að takmarka innflutning á fiski. Á árum áður, þá fluttum við mun meira út til Bandar. en við gerum í dag, svona cirka 1/3 á móti 2/3.
Ég reikna með, að ef í ljós kemur að innflutningstollar geri Ameríkumarkað á ný vænlegan, þá muni isl. útflytjendur aftur beina sjónum þangað.
Að auki, er vaxandi markaður í Kína. Þó flutningskostnaður sé meiri, þá er skortur á fiski í heiminum, og enginn vandi að selja allan okkar fisk.
Eins og ég benti á, þá eru það ekki hagsmunir ESB að letja til innflutnings á fiski.
---------------------
Varðandi þ.s. þú sagðir um krónuna, þá verð ég eiginlega að setja hlutina í annað samhengi. En, ef við ímyndum okkur að þú og vinur þinn eigið sitthvort fyrirtækið. Þitt hefur skilað góðu milliuppgjöri og hefur nýverið gert hagkvæmann sölusaming. Á meðan fyrirtækið í eigu vinar þíns, skilaði lakara milliuppgjöri þ.s. það varð undir í samkeppninni um samninginn.
Nú ímyndum okkur að vogunarsjóður sé að skoða markaðinn, en bæði fyrirtæki eru skráð á markaði, þá hvort fyrirtæki myndu þeir sennilega veðja á að þess bréf myndu lækka?
Þetta hið sama á við um ríki eins og um fyrirtæki, en líta má á gjaldmiðil sem hlutabréf, þ.e. hann hækkar í verði þegar vel árar en lækkar þegar ílla. Allt skv. eðlilegum markaðslögmálum.
Nú sjóðir eins og þú íjaðir að, þeir eru alltaf á höttunum eftir þeim, sem virðast að þeirra mati vera ofmetnir að markaðsvirði, þannig að þeir geti grætt á að veðja á fall þeirra bréfa eða gjaldmiðla í verðgildi.
Þetta er í raun og veru nákvæmlega sama umhverfið óháð skala. Stæðrin hefur ekkert með það að gera, hvort A eða B hafi betri tilvistargrundvöll alveg með sama hætti og smá fyrirtæki halda áfram að vera til innan um risana.
----------------------
Lykilinn að góðu gengi snýst um góðann rekstur, þannig að uppgjörin og framtíðarforsendur séu alltaf góðar.
Þá sér enginn hag í því að veðja á fall, því einhver annar mun þá veita því athygli að viðkomandi gjaldmiðill eða hlutir eru undirverðlagðir og veðja þá þess í stað á að þeir hækki. En slík veðmál tíðkast líka.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.8.2010 kl. 23:18
-----------------------------------------
-----------------------------------------
Um það hefur þú rangt fyrir þér, þ.s. Evran er enn verri valkostur fyrir okkur, á meðan við höfum enn ekki lært hagstjórn.
Það væri of erfitt þ.e.trámatískt að fara grísku leiðina, að læra með því að ganga í gegnum 15 ára kreppu og svona 20-30% atvinnuleysi.
Hvað sem segja má um krónuna, þá er staðreynd að öllu að jafnaði hefur atvinnuleysi ekki verið mikið hérlendis miðað við önnur lönd. Að auki, er atvinnuþátttaka hér mjög há, milli 80-90% vinnufærra meðan í sumum Evrópulöndum er það ekki nema milli 60-70% - sbr. Frakkland
Lausnin liggur í því að bæta okkar hagstjórn. Við höfum á meðan ekkert val um neitt skárra en krónuna áfram.
Ein staðreynd - Ísland hefur undanfarna áratugi verið yfir meðaltali Evrópu í lífsstandard.
Eins og þú talar, ætti hann að vera lakastur hér.
Þú ert kominn langt frá sannleikanum með þessa dökku sýn þína.
Ég skal koma með eina fullyrðingu sem getur verið sönn - Evran getur verið hrunin innan 5 ára.
Síðan áttu eftir að útskýra hvað er erfitt við að búa við krónu, þá svo hún sé per einingu lítils virði. Þ.e. algerlega "beside the point" hvert einingavirði hennar er.
Að auki, fram að þessu, hafa lífskjör ekkert verið neitt lélegri á Íslandi þrátt fyrir krónuna. Ef hún væri þvílíkt vandamál eins og þú talar um, ætti Ísland að búa við verstu lífkjör Evrópu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.8.2010 kl. 23:44
Einar skil ég þig rétt að þú telur að íslenska krónan geti vel gagnast okkur í framtíðinn að gefinni þeirri forsendu að ríkisfjármál séu í lagi ?
Einnig telur þú að þó við göngum úr EES þá sé það ekkert svo slæmt því gamli EFTA samningurinn sé undirliggjandi og taki við ??? EFTA samningurinn er tolla samningur og ekki eins víðtækur og EES, þannig að þó að tolla staða á fiski myndi ekki breytast eins mikið þá væri margt annað sem breyttist, því Ísland væri ekki lengur hluti af 4 frelsinu svonefnda.
Það er efnahagskreppa í hinum vestræna heimi og þannig hafa lönd með veikan og skuldsettan efnahag orðið illa úti. Það eru bæði lönd innan EB (eins og Grikkland, Spánn og Írland) og utan EB eins og okkar ástkæra ylhýra. Býst við að það sé ekkert endilega Evrunni að kenna. En það er ástæða fyrir því að Evrópulönd vilja ákveðið samstarf í formi EB og telji sig hafa hag af því. Það er því mjög mikilvæg spurning, af hverju við ættum ekki að hafa sama hag af því.
Gísli Gíslason, 25.8.2010 kl. 12:41
Gaman að spjall við þig Einar. Þú hefur líka spádómsgáfur. " Evran getur verið hrunin innan 5 ára." Ok það er amk ekki vandamál Íslendinga. Það tekur lengri tíma að verða fullgildur aðili að Evrunni.
"Lífskjör ekkert verið neitt lélegri á Íslandi þrátt fyrir krónuna. Ef hún væri þvílíkt vandamál eins og þú talar um, ætti Ísland að búa við verstu lífkjör Evrópu". - Það er ekki fortíðin sem við getum horft til lengur. Gömul úrræði gagnast ekki lengur. Ég hef áhyggjur af því hvernig við ætlum að verja "velferðarkerfið". Byggja upp lífeyri. Fá eignamyndun til að verða raunhæfa og skiljanlega. Verð"trygging" er mér eitur í beinum og bara það atriði hefur sett mig í fjandaflokk þinn miðjan gagnvart krónunni. Við getum hæglega orðið undir og lent í því að búa við léleg lífskjör. Launakjör hérlendis eru ekki með þeim betri.
Svo maður vitni í Viðskiptablaðið: "Ef stefnan yrði sett á óskuldsettan gjaldeyrisforða myndi forðasöfnun taka 20-30 ár miðað við spá Seðlabankans um undirliggjandi viðskiptaafgang. Greiningin tekur þetta dæmi til viðmiðunar og miðar við að stefnt sé að óskuldsettum gjaldeyrisforða sem er um þriðjungur af landsframleiðsu, eða um 500 milljarðar króna".
Bara að halda gjaldeyrisvarasjóð er dýrt og hamlandi því ekki má ráðstafa því fé á meðan og að nota sama sjóð kostar líka mikið fé.
Nei Einar við getum verði ósammála um krónuna en ég hef engar áhyggjur af öðrum þjóðum innan ESB eða Evrum því það kemur okkur ekki við það sem við getum ekki ráðið við. Hinsvegar ef við stundum efnahagsstefnu sem er varkár og skynsamleg þá verður okkur vel borgið innan ESB. Ég er nefnilega einn af þeim sem telja að fullveldi þjóðarinnar sé bráð hætta búin ef við ætlum að hafa "tvíhliða" samninga við stórveldin USA og Kína sem leiðarljós. Það er augljóst að slíkir láta ekki bjóða sér neitt slíkt í reynd.
Þá höfum við enga vörn uppi aðra en að rífa kjaft þangað til síðasti fjölmiðillinn sem talar íslensku verður lokað. Við getum ekki stundað stórveldapólitík. Þarf nokkuð að ræða það frekar?
Aðild að ESB er til orðin vegna smæðar okkar og að sem betur fer "vill enginn okkur" einsog er. Meira að segja ESB vill okkur ekki. Þeir hafa bara þessa leiðu klásúlu að ef þú ert evrópskt fullvalda ríki þá máttu sækja um og síðan sjá menn til hvernig gengur. Þetta boð hafa ENGIR aðrir. Take it or leave it. Ég vil taka því svo fremi að hægt verði að sætta sig við samninginn ( sem inniheldur úrsagnarákvæði). Þetta er í raun sára einfalt. Innan ESB eru allir þeir sem skifta máli nema Norðmenn og við vitum alveg að það er ekki vegna þess að mikill meirihluti felldi aðildarsamninginn síðari. Og þeir hafa á engan hátt beðið tjón af þessari viðleitni sinni og bíða svellkaldir eftir að olían klárist og þeir geti gengið inn.
Gísli Ingvarsson, 25.8.2010 kl. 16:53
Akkúrat og að auki mín rökstudda skoðun er að það geri hagstjórn erfiðari að búa við annan gjaldmiðil en okkar eigin. Þannig, að það sé frumforsenda þess að annar gjaldmiðill komi til greina, það sé góð hagstj.
Reyndar, tel ég fleiri atriði þurfa að koma til - en, mér sýnist einnig vera erfitt samkeppnisumhverfi innan Evrusvæðis fyrir okkur, meðan aðalútflutningur okkar heldur áfram að vera nær eingöngu fiskur.
Þetta kemur til vegna þess, að þ.s. þær vörur hafa tiltölulega lág verð þá styður sú framleiðsla treglega mjög há laun. Þ.s. við þurfum er framleiðsla er hefur hærri virðisauka og styður því hærra launastig.
Ástæðan þess að þetta er vandkvæði tengt spurningunni um krónu vs. Evru er sú, þ.s. framleiðsla okkar er tiltölulega lág virðisauka þá skiptir verðið á gjaldmiðlinum tiltölulega miklu máli fyrir það hvort við erum samkeppnishæf um verð, það að svo er sést hve sögulega séð okkar útflutningi hefur ítrekað hnignað hratt í hvert sinn sem verðgildi krónunnar hefur rokið upp fyrir þolmörk útflutningsins. Þessu hefur hingað til alltaf verið hægt að kippa í liðinn með gengisfellingu.
Ef við aftur á móti værum með hávirðisauka framleiðslu eins og t.d. þýskaland hefur, þá er verðið á gjaldmiðlinum minna hlutfall heildarverðs fyrir vöruna og þá valda verðveiflur á gjaldmiðlinum minna tjóni á útflutningnum, þá á ég helst við verðsveiflur upp á við.
Þannig, að hávirðisauka útflutningur myndi einnig auðvelda okkur mjög að búa við annan gjaldmiðil en krónu.
-------------------------------
Sko, þetta eru að mínu mati ekki mjög tilfinnanleg vandamál. Við missum evrópska vinnumarkaðinn. Við missum tiltekinn forgang að skólakerfi álfunnar. Síðan, missum við þann sjálfvirka rétt sem fylgir í dag EES að geta stofnað fyrirtæki hvar sem er, án þess að spyrja kóng eða prest.
Reyndar tel ég missi þess síðasta vera kost, enda eru fræg þau vandræði er bankarnir komu okkur í, þegar þeir voru að opna netreikninga í landi eftir landi síðustu mánuðina fyrir hrun. Þess í stað, þá myndu okkar fyrirt. hafa sama rétt og t.d. bandar. sem þurfa að óska starfsleyfis hjá yfirvöldum hvers ríkis fyrir sig í Evrópu.
Missir evrópska vinnumarkaðarins þíðir einnig, að auðveldara verður fyrir lögregluyfirvöld að fylgjast með traffík erlends fólks hingað, sem þá fær ekki lengur sjálfvirkt atvinnuleyfi.
Einna helst veldur einhverjum kostnaði, að kostnaður okkar af því að senda fólk til náms mun aukast - en það verður ekki mjög tilfinnanlegt vandamál.
Sko vandinn er sumu leiti Evrunni að kenna. Alls ekki að öllu leiti. En málið er, að ef þú starfar innan Evrunnar þá verður þitt atvinnulíf að vera samkeppnishæft við atvinnulíf í Þýskalandi.
Taktu eftir myndinni að ofan hvernig Þýskaland síðasta áratug hélt niðri launakostnaði heima fyrir. Þ.s. gerðist síðan í hinum löndunum, var að þeirra atvinnulíf varð í vaxandi mæli minna samkeppnishæft um verð við vöru framleidda í þýskalandi. Þetta leiddi til þess, að á síðasta áratug skapaðist viðskiptahalli milli margra ríkja Evrusvæðisins og Þýskalands. Þetta er kallað "current account imballance" og að mati margra hagfræðinga er þetta ójafnvægi mjög alvarleg ógnun við tilvist Evrunnar -og stærsti orsakavaldur kreppunnar. Reyndar átti það einnig við Frakkland að þar skapaðist einnig sambærilegt ójafnvægi, en næst á eftir Þjóðverjum voru Frakkar með stærsta viðskiptahagnaðinn við önnur lönd Evrusvæðis.
Ástæðan kreppunnar er sú, að þegar þú ár eftir ár kaupir inn meira en þú selur, þá safnar þú skuldum. Þ.s. gerðist í reynd var að löndin með viðskiptahallann tóku lán fyrir hallanum í einna helst Frakklandi og Þýskalandi, en þeirra bankar voru einmitt fullir af peningum vegna þess að fé streymdi sífellt inn í Frakkland og Þýskaland.
Punkturinn er, að þegar annar aðilinn safnar bara skuldum og hinn aðilinn safnar bara eignum, þá er kreppa óhjákvæmileg fyrir rest. Hún hefði skollið óhjákvæmileg á seinna ef kreppan er hófst í Bandar. hefði ekki verið trigger moment.
Vandinn er ekki síst sá, að skuldir ríkjanna er skulda frökkum og þjóðverjum eftir áralöng viðskipti eru samanlagt nægilega miklar, til að setja bankakerfi hvors ríkis um sig algerlega á hliðina. Þær upphæðir eru mun stærri í sniðum en björgunarsjóður ESB sá hinn frægi.
Sá sjóður var ekki settur til að bjarga ríkjunum í suðri, heldur til að bjarga bönkunum í ríku ríkjunum í norðri.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.8.2010 kl. 23:16
Sko, við þurfum cirka 700 milljarða til að kaupa út krónubréfaeigendur. Vandi við að taka sjóð að láni, þ.e. gera sjóðinn í reynd að yfirdráttarreikningi - er að þú þarft að borga af þeim lánum.
En eignasjóður aftur á móti er eign er þú getur haft vaxtatekjur af. Þær koma á móti þeim kostnaði er þú talaðir um. Þeir sytja að sjálfsögðu ekki bara inni í einhverri peningageymslu og safna riki, heldur er venjan að ávaxta þá hjá einhverjum stórum erlendum bönkum, sem eru nægilega stórir til að geta alltaf borgað út með litlum fyrirvara. Kostnaðurinn við uppihald slíks sjóðs, þegar tekið er tillit til vaxtatekna, er sáralítill.
Og, af hverju ætti hún að vera það? Hún hefur það aldrei svo ég muni eftir fram að þessu? Af hverju ættu ísl. stj.m.menn læra hagstj. þegar þeir eru komnir í annað umhverfi - er svarið, af því bara?
Ég verð að ítreka minn punkt, að þ.e. einmitt kostur krónunnar að efnahagsklúður eru minna kostnaðarsöm sbr. að klúðra innan Evru.
Bíddu nú við - við erum í heimsviðskipta-stofnuninni, þannig að við njótum svokallaðra bestu kjara alls staðar í öðrum meðlimaríkjum hennar.
Varnarsamningurinn við Bandaríkin er enn í gyldi þó þeir hafi kosið að flytja sitt lið annað.
Við erum meðlimir í NATO.
Þú getur treyst því að Bandar. fylgjast með áhuga kínv. hér og einnig Rússa.
Okkar fullveldi hefur alltaf verið takmarkað af því, að við erum innan áhrifasvæðis stórveldis, fyrst Bretl. síðan Bandar. Við erum enn innan áhrifasvæði Bandar.
Áhugi allra þessara aðila stafar af legu landsins, við því er ekkert að gera - og ESB aðild er engin vörn gegn þeirra áhuga þ.s. ESB hefur ekki getu til að beita herstyrk utan landamæra. Þeir eru með her í Afghanistan en þar eru þeira hermenn partur af bandar. "mission". Evrópa hefur ekki getu til að beita sér með sambærilegum hætti algerlega á eigin spýtur.
Það myndi engu máli skipta, þó við værum í ESB - ríki meginlandsins myndu aldrei taka áhættu í sambandi við varnir okkar, þegar Kína og Rússland eiga í hlut.
Eingöngu Bandar. hafa þann herstyrk sem þarf til, svo að þau 2 ríki hafi sig hæg.
Þetta er útbreiddur misskilningur að það sé vörn í ESB aðild. En þ.e. einfaldlega ekki rétt.
-------------------------------
Ég bendi þér á, að Evrópa er bara 500 milljónir. Hvorttveggja í senn Kína og Indland eru mun stærri. Síðan eru Bandar. cirka 300 milljónir og Brasilía e-h yfir 200.
Þú talar næstum sem Evrópa sé heimurinn. En, þ.e. mjög margt að gerast fyrir utan Evrópu, sem dæmi er ég nokkuð spenntur fyrir viðskiptatækifærum við Kína.
Kínv. fyrirtæki vilja nú bora hér við land eftir olíu. Eitt hefur keypt hér fiskvinnslu. Annað hefur áhuga á að reisa hér virkjun.
Síðan er það einfaldlega ekki rétt að ESB vilji okkur ekki, því annars hefðu þeir ekki samþykkt að taka okkar umsókn fyrir. Sko, ég bendi þér á að Tyrkland hefur haft umsókn í gildi hjá ESB í yfir 30 ár, hún er aldrei tekin fyrir.
Ég bendi þér á, annað að umsókn okkar er tekin framfyrir umsókn Króatíu sem er búið að ljúka samingum við ESB, en er í veseni vegna landamæradeilu við Slóvakíu.
Ef ESB vildi okkur ekki inn, þá hefðu þeir ekki flýtt sér svona, að umsókn okkar fyrir.
Að auki breyttu þeir eigin lögum, svo Ísland geti fengið fjárstyrk vegna umsóknarferlisins. En, það styrkjakerfi var sett upp til að styrkja lönd Balkanskaga til umsóknar. Það var bætt við klásúlum í þau lög, þ.s. okkur var veitt heimild til að fá fé úr þeim sjóði.
Þetta þurfti samþykki Evrópuþingsins, Ráðherraráðsins. Var afgreitt eins og hver önnur lagabreyting af öllum stofnunum ESB.
Þarf ég frekari vitnan við.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.8.2010 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning