Össur Skarphéðinsson - "Vill stuðning ESB við krónuna"!

Þetta hefur oft áður komið fram. En, draumur þeirra sem vilja Ísland inn sem allra fyrst, er að fá fram samning við Seðlabanka Evrópu, um að sá tryggji tiltekið gengi krónunnar. Síðan verði gjaldeyrishöft afnumin hérlendis.

Vill stuðning ESB við krónuna "„Þá reyndu menn að komast að niðurstöðu um með hvaða hætti Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu geti komið að því að dýpka íslenskan gjaldeyrismarkað. Það yrði strax partur að því að styrkja stöðuna hér heima og undirbúa upptöku evrunnar," segir utanríkisráðherra."

  • Eins og þetta hefur hljómað í máli sumra er ég hef heyrt, þá virðist menn dreyma um að Seðlabanki Evrópu borgi fyrir afléttingu gjaldeyrishafta.
  • Eins og ástandið er í dag, að ef gjaldeyrishöfum er aflétt, þá streyma svokölluð krónubréf út, til þess að það sé mögulegt að hleypa þeim út, þá þarf að vera til staðar nægilegt fé í formi erlends gjaldeyris í gjaldeyrisvarasjóði svo að hægt sé að skipta þessum bréfum úr krónum í einhvern annan gjaldmiðil. Ef það fé reynist ónógt þ.e. gjaldeyrisforðinn klárast áður en öll bréfin hafa streymt út þá verður landið um hæl greiðsluþrota. Eins og málum er háttað í dag er það akkúrat svo, að ekki er til staðar nægilega stór forði.
  • Svo fremi sem forðinn er nægur, og losað er um höft, þá fjölgar krónum í umferð hérlendis um leið og krónubréfin streyma út, og verð krónunnar lækkar - eins og við má búast þegar framboð stóreykst án samsvarandi aukningar eftirspurnar. Það verðfall krónunnar, þá framkallar frekari hækkun allra verðtryggðra lána auk þess að allur innfluttur varningur mun hækka í verði.
  • Nú, þ.s. gerist ef til staðar væri gjaldeyrisskipta samningur við Seðlabanka Evrópu, að þá dælir hann hingað Evrum þannig að tryggt er að nægur gjaldeyrir verði til staðar. Að auki, að ef auk þessa hann hefur samþykkt að tryggja hér tiltekið gengi krónu, þá kaupir hann krónur til að viðhalda nægilegri eftirspurn eftir henni til að tryggja viðmiðunar verðgildi.
  • Talið um að dýpka ísl. gjaldeyrismarkað getur vart falið annað í sér, en að samninganefndin sé að reyna að fá fram gjaldeyrisskipta samning eins og ég lýsti að ofan.
  • Hitt, að Seðlabanki Evrópu tryggji tiltekið gengi krónunnar, rétt er að rifja upp að um leið og aðildarsamningur hefur tekið gildi, þ.e. verið samþykktur og staðfestur hér, og að auki, einnig samþykktur og staðfestur af 27 aðildarríkjum ESB - ferli er getur tekið nokkurn tíma, þá er hægt að fá aðild að ERM II sem er gjaldmiðilssamstarf Evrópu nokkurs konar fordyri að Evrunni. Innan ramma þess, þá fylgir að Seðlabanki Evrópu tryggji gengi aðildargjaldmiðils innan +/- 15% vikmarka.
  • Tvisvar 15 eins og væntanlega flestir tóku eftir er 30, þannig að innan ramma ERM II getur aðildargjaldmiðill sveiflast allt að 30% án þess að Seðlabanki Evrópu skipti sér hið minnsta að málum.
  • En, eins og margítrekað tal áhugamanna um aðild hefur hljómar, þá virðist sem að fólk dreymi um meira en þetta - þ.e. krónunni verði haldið innan þrengri vikmarka af Seðlabanka Evrópu. En, það held ég að sé fullkomlega borin von. En, Seðlabanki Evrópu er ekki góðgerðarstofnun. En, fyrrgreind krafa myndi fela í sér að Seðlabanki Evrópu myndi borga að miklu leiti fyrir hagkerfislega aðlögun Ísland - reynd hreinn efnahags-stuðningur.
  • Eins og ERM II er sett upp, er það algerlega á hendi nýrra aðildarríkja að framkvæma hjálparlaust að mestu þá hagkerfisaðlögun sem krafist er, svo nýtt aðildarland fái að taka upp Evru.
  • Varðandi þ.s. til þarf til að ganga í Evru þá er það eftirfarandi (Convergence criteria):
  1. Skuldir ríkissjóðs ekki umfram 60%.
  2. Halli ríkissjóðs ekki umfram 3%.
  3. Vaxtastig má ekki vera nema 2% hærra en vaxtastig hjá þeim aðildarlöndum þ.s. vaxtastig er lægst.
  4. Gengi krónunnar má ekki lækka neitt - þá meina ég alls ekki neitt, í samfellt 2 ár.
  •  Verðbólga í dag er cirka 4,8% og Seðlabanki reiknar með að hún fari niður í 2,2% um mitt næsta ár.
  • Skuldir ríkissjóðs Ísl. eru meira en tvöfalt hærri en leyfilegt lágmark.
  • Halli á ríkissj. Ísl. er e-h við það að vera þrefalt leyfilegt lágmark.
  • Varðandi vandann að halda genginu stöðugu yfir 2. ára tímabil, þá hefur það stundum tekist - en, til þess að svo verði þarf hagkerfið að vera stöðugt en sveiflur í gengi krónunnar eiga sér sögulega stað ef hagkerfið sjálft sveiflast.
  • Munum að í dag gerir Seðlabankinn ráð fyrir cirka 2,2% hagvexti á næsta ári en ekki nema 1,7% árið eftir. Þær tölur innibera það að áætluð stórverkefni fari af stað. Ef þau gera það ekki, þá verður hagkerfisframvinda óhjákvæmilega lakari. Tja, ég er að tala um hagvöxt var yfir prósenti sennilega milli 0 og eins prósents, þ.e. ef það verður þá raunverulega hagvöxtur.
  • Ástæða þess að ég set þetta fram, er að ef þessi verkefni skila sér ekki, er ekki hægt að sjá hvernig Ísland í ósköpunum á að fara af því, að ná endum saman. En, greiðsluáætlun ríkisstj. og AGS reiknar með þeirri tekjuaukningu sem á að eiga sér stað með tilkomu stórframkvæmda í formi risaálvera og risaorkuframkvæmda. Svo, að ef ekki af þeim verður, verður maður að álykta að endar náist ekki saman.
  • Ef það gerist ekki, þá að sjálfsögðu erum við ekki á leiðinni í einhverri náinni framtíð, að lækka skuldir niður í 60%. Fremur, að landið stefni í greiðsluþrot innan nokkurra ára - í síðasta lagi. Það auðvitað mun fresta einhverri Evruaðild um ótiltekinn tíma.

Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Takk fyrir góðan pistil.

Vil minna á það sem Gunnar Tómasson sagði í Silfrinu fyrir um ári síðan.

Krónurnar eiga að leita úr landi á því verði sem markaðurinn ætlar þeim.  Á meðan á að frysta verðtrygginguna enda ekki um verðbólgu vegna kostnaðarhækkana, heldur verðbreytinga á gjaldeyri (sem út af fyrir sig er fáránlegt að mæla í lánum).

Tapa fjármálastofnanir, til dæmis lífeyrissjóðir þá ekki miklum fjárhæðum var spurt, "Jú" sagði Gunnar, "það er eðli fjármálakreppa að fé tapist".  

Sú leið sem Össur stingur upp á þýðir einfaldlega að þjóðin er komin á framfæri Brusselvaldsins, og þá er stutt í innlimun, ekki aðlögun.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.8.2010 kl. 21:13

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að gengi krónunnar muni rétta við sér aftur, þ.s. ég held að flóðbylgjan sem fer af stað ef og þegar höftunum er sleppt, muni færa gengi hennar niður fyrir eðlilegt jafnaðargengi jafnvel miðað við núverandi skilyrði.

Þannig, að tímabundin frysting á verðtryggingu, kemur þá í veg fyrir algerlega óþarfa hækkun lána. Síðan, þegar gengið réttir svo smám saman við sér, þá lagast aftur staða þeirra er eiga innistæður í krónum.

Hið minnsta ætti gengið ekki að staðnæmast mikið neðar en núverandi gengi, þegar höftunum er sleppt - hugsa ég. 

Þannig, að verðbólgan er til verður, ætti þá að vera mjög skammlíf.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.8.2010 kl. 22:00

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Það eru svo mörg rök sem hníga í þessa átt, en þau eru þögguð, af sömu aðilum og með stuðningi sömu fjölmiðla, eins og þegar umræðan um alltof stórt bankakerfi var þögguð niður.

Og síðan í dag látin snúast um gjaldmiðil, eins og það hefði staðið ef hægt hefði verið að bakka það upp með evrum.  Eins og 12% sinnum þjóðarframleiðsla hefði getað lagst á hagkerfið.  Án þess að örendi kæmi í kjölfarið.

Draugasögur eru ræddar, en ekki neitt vitrænt.  Fyrir utan þó tilraunir Egils Helga í þá átt.  Og síðan má finna nokkur góð blogg, eins og þetta og hjá Marínó.

Og takk fyrir það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 22.8.2010 kl. 22:57

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Auðvitað ekkert gat bjargað því að hér varð kreppa. Þeir sem vilja inn i Evru kjósa líka að líta hjá því að 3 aðildalönd Evru einnig upplyfðu bóluhagkerfi þ.e. Írland, Spánn og Grikkland.

En í þeim löndum, þá kynti í reynd hágengi Evru ásamt lágum vöxtum, þau hagkerfi upp í bólu. 

En, vandinn hér er sá að vanalega þá hækka laun hraðar en atvinnuvegir ráða við til lengdar, þanig að þá um leið skapast umframeftirspurn vegna vaxandi kaupmáttar. Ef, það þíðir að eins og á Írlandi þá hækki verð hraðar en í þýskalandi, þ.s. vextir miðast við aðstæður í þýska hagkerfinu, þá verða raunvextir reynd lægri hjá þér þ.s. verðbólgan er hærri en í þýskalandi.

Þá þarftu að spyrna á móti með niðurskurði útgjalda og hækkun skatta, en þá þurfa þær aðgerðir að vera stórar því þær þurfa að vinna á móti að allt hitt er að kynda undir.

Svo að mínu mati, þvert ofan á þ.s. Evrusinnar virðast halda, þá er hagstj. verulega erfiðari undir Evru og því líklegara að henni verði klúðrað ef e-h er enn rækilegar, þ.s. vandi okkar hérlendis er eftir allt saman léleg hagstj.

En, ég held að það sé engin tilviljun að einmitt löndin með lélega hagstj. lentu í stórfelldum efnahagsklúðrum innan Evrusvæðisins.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.8.2010 kl. 23:25

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

EU er sameinginlegur  lávaxta, undir verðeftirliti orku, hráefnis, 1, stigs vinnslu grunnur ásamt dreifineti og dreyfingu. Ytri viðskipti með herafla. Hinsvegar eru allar efnhagslögsögur sjálfsábyrgar og ráða sínum innri málum hvernig þær auka sinn innri hagvöxt, þessi hagvöxtur er metinn æa 5 ára fresti til að meta framlag hans til heildar hagvaxta Evrósku Sameiningarinnar, og líka innri gengi Meðlima-Ríkisins það er evru magnið sem Seðlabanki þess setur í umferð. Taka upp evrur þýðir ekki að krónan verði lögð niður hún verður ekki sýnileg.  Við fáum okkar skerf að hráfenum og orku miðað við neytendafjárráð innan okkar efnhagslögsögu og það fæst aldrei fram meirihluti til að bretyrta lögum um að Stofnunin Evrópska Sameiningin megi niðurgreiða samkeppiaðstöðu eins Meðlima-Ríkis á kosta heildarinnar eða ívíla því vegna andlegsgreindaskorts eða leti. 

Þjóðverjar og Frakkar eru leiðandi lánadrottnar innan EU og fjárfesting þeirra er langvarandi skuldsetning hinna Meðlima-Ríkjanna.

Júlíus Björnsson, 24.8.2010 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband