Ha, ha - Jón Gnarr, "Múmínpabbi hvetur Íslendinga til að gerast aðilar að ESB" - en er þetta ekki Jón Gnarr, að segja "Djóók!"?

Ég skal viðurkenna, að ég er ekki endilega aðdáandi Jóns nr. 1. En, ég er ekkert heldur fúllyndur að eðlisfari.

Skv. frétt mbl.is: Múmínpabbi hvetur Íslendinga til að gerast aðilar að ESB

Jón Gnarr - "Ég átti gott samtal við múmínpabba. Hann sagði mér að lífið í Múmíndal væri mun betra eftir að Finnar gengu í ESB. Hann hvatti Íslendinga til að gerast aðili að ESB. Hann sagði ennfremur að múmínálfar hefðu alltaf verið til, löngu áður en Tove Jansson „fann þá upp“."

Hvað segið þið?

  1. Er Jón að segja "Djóók"?
  2. Eða að meina þetta?

Ég tók eftir því, að nokkur umræða var um þetta.

  • Sá einhverja ESB sinna, taka undir og fagna því að meira að segja Múmínpabbi sægi þ.s. hver skynsamur maður að þeirra sögn á að sjá.
  • Síðan, voru sem tóku þessu innleggi Jóns fremur önuglega.

Ég er sem sagt, að velta fyrir mér - hvort að Jón Gnarr var ekki einfaldlega að varpa þessu flippaða svari fram, og er síðan að hlægja að - eiginlega - þeim í báðum fylkingum er tóku þetta alvarlega.

Tillögur! Hvað haldið þið?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Er það eitthvað merkilegt að Múmínpabbi skuli vera Evrópusambandssinni á sama tíma og Lína langsokkur og Eiríkur Fjalar eru það ekki?

Gústaf Níelsson, 5.8.2010 kl. 00:09

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kviðdómurinn er enn að funda....hingað til hafa Gnarrverjar verið afar Samfylkingarlegir, en hver veit kannski fara þeir að snara fram stefnu, sem mælist þá (ef hún birtist) að líkindum meira í aðgerðum en orðum. Gnarrverjar fá sennilega meiri rýni með tíð og tíma...vonandi fyrir Jól þó.

Haraldur Baldursson, 5.8.2010 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband