Það er mjög áhugavert fyrir okkur íslendinga, að fylgjast með hvernig hagkerfi Evrópu líður.
Hér fyrir neðan má sjá þróun meðalskuldabyrði ríkja Evrusvæðisins. Eins og sjá má, þá hafa skuldir vaxið mjög hröðum skrefum frá því að núverandi kreppa hófst. Hún er nú 78,8% af heildarframleiðslu.
Þessi mynd sýnir mjög greinilega hve hröð skulda-aukning síðan 2008 er algerlega út úr korti miðað við þróun áranna á undan.
Myndin fyrir neðan sýnir þróun meðal halla ríkissjóða ríkja Evrusvæðisins og þróun. Hallinn er nú 6,3% að meðaltali.
Hafið í huga, að önnur 10 ár af svipuðum halla væri 63% viðbótar skuld við núverandi meðal 78,8% skuldastöðu.
Á sama tíma er vitað að næstu kynslóðir vinnandi handa verða færri en núverandi, sem mun minnka getu til hagvaxtar skv. tölum Evrópusambandsins, þegar frá og með 2020.
Þannig að Evrópu liggur frekar á, við það verk að snúa þessari öfugþróun við. En með minnkaða hagvaxtargetu framtíðarinnar, verða skuldamálin enn - enn erfiðari viðfangs.
Myndin fyrir neðan sýnir þróun atvinnuleysis að meðaltali innan ríkja Evrusvæðisins í gegnum árin.
Á henni sést hvað kreppan hefur haft hröð neikvæð áhrif á atvinnuleysi. Þ.e. nú cirka 10% að meðaltali.
Vandi sem það skapar, er að það dregur úr getu hagkerfis til vaxtar, þ.s. alltaf eitthvert hlutfall atvinnulausra dettur varanlega af vinnumarkaðinum. Það tekur alltaf hagkerfi nokkur ár, að vinda ofan af þeim skaða, því lengur sem atvinnuleysið nær hærri tölum.
Skv. þróun þessa árs, virðist sem að hlutir hangi í ballance milli minnkunar atvinnuleysis í Þýskalandi, Hollandi og Austurríki á móti aukningu á Spáni, Ítalíu o.flr. löndum.
Enn eina ferðina er þýskaland mótorinn.
Myndin fyrir neðan sýnir þróun hagvaxtar á Evrusvæðinu í gegnum árin. Í augnablikinu er mældur vöxtur 0,6% sem verkast af hagvexti í Þýskalandi, Hollandi og Austurríki sérstaklega á móti því að t.d. á Spáni, Grikklandi og Ítalíu er enn samdráttur.
Nýjustu tölur benda til að fyrirtæki starfandi í Hollandi, Þýskalandi og Austurríki, séu að gera rífandi bissness, þ.e. nánar tiltekið þau sem starfa við útflutning.
Á sama tíma, ríkir annað hvort stöðnun eða samdráttur í innlendri eftirspurn, jafnvel í Þýskalandi.
Síðan koma þær slæmu fréttir, að á öðrum ársfjórðungi virðist vera að hægja á hagvexti í Japan, Kína og Bandar. - sem getur þítt að það muni á ný hægja á í Evrópu ef þær slæmu fréttir þíða minnkun á eftirspurn frá þeim hagkerfum eftir varningi frá Evrópu.
Myndin fyrir neðan sýnir þróun gengis Evrunnar á móti Bandar.dollar. Eins og sést, þá er nýjasta þróunin sú að Evran er að rísa á móti Dollarnum. En, fréttir þess efnis, að það sé að hægja á hagvexti í Bandar. fóru að berast út í mái og hefur Evran verið að rísa síðan.
En, á sama tíma hefur Evr. útfl. fengið búst m.a. frá lækkuðu gengi Evrunnar miðað við upphaf ársins á sama tíma og sterkur hagvöxtur í Kína hefur verið að keyra upp eftirspurn í Asíu framan af ári. En, nú virðist dampurinn eitthvað vera að detta úr þeim vexti, það sama er að gerast í Bandar.
Þetta getur þítt að jójóið milli dollars og Evru breytist enn á ný seinni hluta árs, ef minnkaður hagvöxtur í Asíu og Bandar. dregur úr eftirspurn eftir Evr. framleiðsluvörum.
En, það virðist einmitt vera útflutningur sem er helsti drifkraftur Evr. hagkerfisins í augnablikinu, innlend eftirspurn enn vera veik eða jafnvel enn að dragast saman í tilvikum.
Heimildir:
Statistical Data Warehouse ECB
German strength drives eurozone recovery
Eurozone inflation hits 20-month high
Profit Reports Indicate Europe's Recovery Is Still Fragile
Titanic-Style Problems for Euro Zone
Niðurstaða
Þ.s. er einkar hættulegt fyrir Evrópu er hinn mikli halli vs. skuldir sem þegar eru orðnar umtalsverðar vs. þá staðreynd að mjög skammt er í það, þ.e. frá og með næsta áratug; að geta Evrópu til hagvaxtar fer að minnka fyrir tilverknað fólksfjölda þróunar.
Hafandi þetta í huga, er tímasetning svona alvarlegrar kreppu áratuginn á undan alveg sérdeilis óheppileg.
Þar sem hagvöxtur er besta leiðin við það að koma þjóðfélögum úr skuldavandræðum, þá munu mál vandast mjög mikið næstu árin ef ekki tekst að ná öflugari viðsnúningi en nú þegar er reyndin.
Ef á hinn bóginn, vöxtur dettur alveg niður og kreppa knýr að dyrum á ný, verður vandséð að gjaldþrot nokkurra ríkja verði umflúið.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég spurði þig einu sinni að því, hverjum öll ríkustu lönd jarðar skulduðu alla þessa peninga. Mig minnir að stór hluti skuldanna sé við upp-dicktaða vafninga og afleiður. Er til hagkerfi gervi-verðmæta sem auðmenn heimsins lifa á og í og skuldirnar eru við?
Hvað gerðist ef allar þjóðir afskrifuðu "neðanjarðarhagkerfið-in" og einungis raunverulegar viðskiptaskuldir ríkja stæðu eftir, yrði eina afleiðingin bara sú að loka þyrfti luxuxsnekkju höfnunum?
Dingli, 3.8.2010 kl. 03:59
Var aðeins og fljótur á mér. Afleiðing svona afskrifta yrðu auðvitað gríðalegar, þóðir heims komnar úr skuldafeni. En er þessi leið framkvæmanleg og öllum til bóta nema þeirri auðstétt sem lifir luxuslífi í gerviveröld auðs sem verður til með "veðsetningu" á vinnu fólks fram í tímann?
Dingli, 3.8.2010 kl. 04:17
Auðmenn að hluta - en, lífeyrissjóðir eru líka mjög stórir fjárfestar og þeir kaupa gjarnan ríkisskuldir.
Síðan eru einnig til ríkjasjóðir eins og t.d. olíusjóður Noregs. Nokkur önnur ríki haga slíka sjóði.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.8.2010 kl. 12:30
Á auðvitað ekki við að ríkisskuldabréf og slíkir gjörningar verði gerðir verðlausir. Hef heldur ekkert á móti auðmönnum sem slíkum, margir hafa auðgast af verðleikum. Ég á við verðmæti sem ekki eru til í raun. Kannski eiga lífeyrissjóðir stórar upphæðir í fasteigna-vafningum sem eru metnir langt umfram þau verðmæti sem standa að baki. Veit ekkert um það, en finnst einkennilegt að öll auðugustu ríki heims skuldi gríðarlegar upphæðir, HVERJUM?
Dingli, 3.8.2010 kl. 13:22
Gleymdi einni týpu stórra aðila, þ.e. bankar. En algengt er að þeir fjárfesti í ríkispappírum t.d. fyrir cirka 20% af sínu "portophilio" sem mætti ísl. sem heildareign.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.8.2010 kl. 14:03
Menn eru auðvitað að velta fyrir sér möguleikanum á hruni alþjóðar fjármálakerfisins, en þá má búast við að einmitt pappírar er ekki hafa fullkomlega geirneglt verðmæti verði verðlausir. Að auki, geta ríkispappírar skuldugra ríkja einnig orðið það.
---------------
En, þetta er það versta hugsanlega. Ég held að líklegra sé að það gerist ekki.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.8.2010 kl. 14:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning