Framkvæmdastjórn ESB telur að ríki á EES svæðinu beri ekki ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram greiðslugetu innstæðutryggingasjóða.

Eins og fram hefur komið í fréttum, þá hefur Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins allt í einus sagt að ríkin á EES svæðinu beri ekki ábyrgð á innistæðum í föllnum bönkum umfram greiðslugetu - þetta kemur fram, "í svari framkvæmdastjórnarinnar við fyrirspurn norska vefmiðilsins ABC Nyheter." 

 

Allt í einu virðist Framkvæmdastjórnin orðin tvísaga í málinu

Þ.s. þetta svar gengur þvert á álit er stofnanir ESB sendur ríkisstjórn Geira og Sollu árið 2008:

7. November 2008 - Legal opinion

 

Ég hvet alla til að virkja hlekkinn og lesa þetta skjal.

  • Skoðið lið 5.
  • Skoðið lið 6.
  • Sérstaklega lið 7.

Eins og þið sjáið var þetta álit mjög harkalegt þ.s. beinlínis er sagt að ef ekki er hægt að greiða því peningar eru ekki til, þá þurfi ekki frekari vitnan við að Ísland sé brotlegt.

Að auki, er tekið sérstaklega fram að hvergi í viðkomandi lögum ESB sé gerð undantekning vegna erfiðra efnahagslegra aðstæðna.

 

Directive 94/19/EC - lög ESB um innistæðutryggingar

  • Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors
  1. if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves
  2. and ensuring the compensation or protection of depositors
  3. under the conditions prescribed in this Directive
  4. have been introduced
  5. and officially recognized;

Samfó liðar hafa farið mjög hart fram með þær skoðanir er fram koma í áliti stofnana ESB að vopni, og margítrekað sagt:

  • að Ísland væri brotlegt,
  • Ísland ætti ekki kost á öðru en að semja, svo hræðilegum afleiðingum yrði forðað,
  • að vegna þess að Ísland væri svo brotlegt, þá yrði okkur úthýst úr samfélagi þjóða,
  • nema og aðeins nema, að við göngum sem allra fyrst frá skilvíslegum greiðslum skv. vilja stofnana ESB og Breta og Hollendinga.

Framkoma Samfóa og annarra ESB sinna, hefur hreint út sagt verið ömurleg!

Þeirra skömm er og verður alltaf mikil!

 

En áfram með fréttina:

Bera ekki ábyrgð á innstæðum

"Er framkvæmdastjórnin þar á öndverðum meiði við Eftirlitsstofnun EFTA  (ESA) sem telur að slík ábyrgð gildi."

  • En Eftirlitsstofnun EFTA heldur því fram, að Ísland beri lagalega ábyrgð á greiðslum innistæðutrygginga, ef fjármagn skortir til þess í TIF.
  • Það álit var í samræmi við fyrra álir stofnana ESB. 
  • En allt í einu virðist það breytt!

ESB og EFTA ósamhljóða um ábyrgð á föllnum bönkum – utan Icesave

"Norska vefsíðan ABCNyheder greinir frá því að í svari Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) við fyrirspurn fjölmiðilsins komi fram að ríki á EES-svæðinu beri ekki ábyrgð á innstæðum í föllnum bönkum umfram greiðslugetu innstæðutryggingasjóða."

 

Bera ekki ábyrgð á innstæðum 

"Í tilviki Íslands er framkvæmdastjórnin þó á sömu skoðun og ESA og telur að íslenska ríkinu beri að greiða innstæður á Icesave reikningum í Hollandi og Bretlandi. Tvær ástæður séu fyrir því."

  • "Annars vegar hafi útfærslan á íslenska innstæðutryggingasjóðnum ekki uppfyllt skilyrði tilskipunarinnar um innstæðutryggingar."
  • "Hins vegar verði að horfa til þess að íslenskir innstæðueigendur fengu sínar innstæður tryggðar að fullu ólíkt hollenskum og breskum innstæðueigendum. Það hafi brotið gegn jafnræðisreglunni."

Harðari tónn í Icesave deilunni

Michels Barniers: Barnier situr í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og hefur yfirumsjón með innri markaði þess:

*"Barnier segir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sé sammála lagalegri greiningu ESA um að Íslendingar eigi að borga Icesave."
*"Bæði hafi löggjöf um innstæðutryggingasjóð verið vitlaust innleidd þannig að sjóðurinn hafi ekki verið í samræmi við stærð bankakerfisins og áhættuna."
*"Auk þess hafi neyðarlögin mismunað innstæðueigendum."
*"Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, segir að með þessi kveði við harðari tón í deilunni."
 

Eins og fram kemur hjá talsmanni InDefense þá var aldrei gerð nein umkvörtun um tilhögun ísl. innistæðutrygginga kerfisins af hálfu stofnana ESB eða viðkomandi stofnunum í Bretlandi eða Hollandi, nema rétt síðustu mánuðina er Hollendingar og Bretar fóru að hafa áhyggjur af fjárskorti TIF.

Síðan allt í einu, þegar mál fóru ílla, eftir á sem sagt, eru stofnanir ESB og ímsir aðrir að halda fram að innleiðing kerfisins hérlendis hafi verið gölluð - þó megnið af tímabilinu fyrir hrun hafi engin umkvörtun borist um það á hvern hátt innistæðutilskipun ESB hafi verið innleidd hér - annars vegar - og - hins vegar - að þegar áhyggjur fóru að berast lokaárið fyrir hrun var það út af augljósum fjárskorti TIF en ekki vegna hinnar lagalegu hliðar málsins.

  • Ásökunin þess efnis að kerfið hafi verið vitlaust innleitt - er í besta lagi vafasöm. En hún virðist byggja á þeirri forsendu að augljóslega hafi ekki nægt fjármagn verið til staðar.
  • En, það sama átti við innistæðutryggingar allra annarra þjóða innan EES og ESB að fjármagn er ekki til staðar, nema til að borga hlutfall heildarmagns innistæðna í bankakerfinu.
  • Þannig að skv. ofangreindri forsendu, má halda því fram að öll innistæðutryggingakerfi Evrópu hafi verið ólögleg. 
  • Svo þetta verður að skoðast sem fáránleg ásökun - og ég kvíði ekki fyrir því, að þurfa að verja Ísland fyrir dómi ef þetta er aðalmótbáran!

 

Hvað mína þekkingu varðar á reglum og lögum ESB, þá er einna helst frá lagalegu sjónarmiði veikleiki til staðar í því,

  • að ríkisstjórn Geira og Sollu ákvað að tryggja allar innistæður hérlendis. 
  • ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að sú aðgerð hafi verið mistök.
  • Ég myndi helst vilja, að sú aðgerð væri einfaldlega dregin til baka, þ.e. innistæðutryggingar takmarkaðar við þá upphæð er gilti innan ESB fyrir hrun hér þ.e. 20þ. Evrur.
Ef það væri gert, get ég ekki séð að til staðar sé nokkur hinn minnsti lagalegur vinkill til að hanka okku ár!

 

Furðar sig á tvískinnungi í svari ESB um ábyrgð á Icesave innistæðunum

Jóhannes Þ. Skúlason, talsmaður Indefence samtakanna: „Mér finnst þetta nú heldur seint í rassinn gripið hjá framkvæmdastjórninni. Þeir eru búnir að hafa u.þ.b. tíu ár, (…) til þess að gera athugasemdir við innleiðingu íslenska kerfisins. Það hefur ekki verið gert og þó var það tilkynnt á réttan hátt á sínum tíma. Auk þess get ég ekki séð á hvaða hátt það er frábrugðið kerfum eins og t.d. í Noregi.“

„Það kemur fram að almennt séð sé þetta ekki á ábyrgð skattgreiðenda en í íslenska tilfellinu sé það þannig. Hins vegar verð ég að spyrja mig að því hvaða innistæðukerfi í Evrópu hefði getað staðið af sér slíkt bankahrun eins og varð á Íslandi. Í skýrslunni árið 2006 kemur fram að stærsti innistæðutryggingarsjóður í Evrópusambandinu var aðeins með 3 % af heildarinnistæðum. Þannig að ég spyr mig hvort þetta álit eftirlitsstofnunar EFTA og nú framkvæmdarstjórnar Evrópu sé að það séu ríkisábyrgðir á öllum innistæðum í Evrópusambandsríkjunum.“

Ég tek 100% undir sjónarmið Jóhannesar.

Hef ekker frekar við málið að bæta.

 

Niðurstaða

Óvænt stefnubreyting Framkvæmdastjórnar ESB um hvernig ber að túlka reglur um innistæðutryggingar, vekja athygli.

Þetta getur ekki annað en styrkt okkar stöðu.

Okkar staða er sterk, þvert á þ.s. margítrekað hefur verið haldið fram.

Sjá greinar er taka undir okkar sjónarmið:

Iceland needs international debt management

No more Iceland brinkmanship

How the Icelandic saga should end

Iceland should stand up to shameful bullying

Do not put Iceland in a debtors’ prison

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband